Tíminn - 19.10.1929, Blaðsíða 2

Tíminn - 19.10.1929, Blaðsíða 2
222 TlMINN Vífilsstaðahælið og vatnsveitan í Reykjavík. I stað hins aumasta brunnvatns, sem fengist gat, réði landlæknir því, að veitt var til höfuðstaðarins hinu albesta neysluvatni, sem nokkur höfuð- borg hefir hlotið. En svo mikið varð samborgurum hans um þessa framkvæmd, að þeir feldu hann úr bæjarstjóm, fyrír vatns- veitumálið. Síðan eru mörg ár liðin, og þjóðin hefir vitkast á marga lund. Nú eru engar líkur til að landlæknir fái frá alþjóð manna í landi sinu nema þakklæti og við- urkenningu fyrir forustu sína í beilbrigðismálum þjóðarinnar. J. J. ----o----- Opið bréf til stjórnai- Stúdentafél. Rvíkur. Eg hefi, háttvirtu herrar, með- tekið bréf yðar svohljóðandi: „Herra ritstjóri. í tveim síðustu tölublöðum blaðs yðar hafið þér gert að timtalsefni Jund þann, er félag vort hélt hinn þ. um rektorsembættið við Menta- skólann. pér hafið viðhaft hin ót’irðulegustu orð um fundinn og skýrt algerlega rangt frá því, -er þar fói' fram. Jafnvel staðhæfið þér, að aðeins „um 30 (af fullu húsi!)“ hafi greitt atkvæði með mótmælatil- lögu þeirri, er borin var fram á fundinum, en „um 20 á móti“. Hið sanna í þessu máli er það, að á annað liundrað manns greiddi at- kvæði með tillögunni, en áreiðanlega ekki fleiri en 9 manns á móti. Nokkr- ir menn rengdu tölu mótatkvæða, og voru þá aðeins tveir, er standt. vildu við atkvæði sitt. þegar yðui' heíir nú verið sagður sannleilcur máls þessa, efumst vér ekki um, að þér leiðréttið rangfærsl urnar í blaði yðar, svo sem sæmir heiðarlegum blaðamönnum, er taka vilja þátt í sannleiksleitmni miklu. Eigi þér hinsvegar bágt með að ieggja trúnað á þessi orð vor, þá viljum vér leitast við að láta sann- ieikann aftur koma i ljós og kanna aö nýju hug stúdenta í þessu máli. Fyrir þvi viljum vér bjóða yður að gerast frummælandi þessa máls, eða fá til þess einhvern skoðanabróður yðar, á fundi í íélagi voru, sem liáður yrði einhvern næstu daga, á þeirn degi, er þér sjálfur tiltakið. Vér leyfum oss að vænta svars yð- ar hið bráðasta, og förum fram á, að þér birtið bréf þetta í næsta tölublaði blaðs yðar. Reykjavík, 13. október 1929. Virðingarfylst. Stjórn Stúdentafélags Reykjavíkur. Thor Thors. Pétur Benediktsson. Pótur Hafstein11. Þér staðhæfið í þessu bréfi yðar, að eg hafi skýrt „algerlega rangt frá því“, er fram hafi far- ið á fundi Stúdentafélagsins. En hið eina, sem þér færið fram til stuðnings þessari staðhæfingu, er það, að eg hafi skýrt rangt frá um atkvæðagreiðsluna á umrædd- um fundi. Nú munuð þér verða að viður- kenna þá alkunnu og alviður- kendu staðreynd, að á þessum fundi fór ekki fram atkvæða- talning, sem mark yrði á tekið og eigi var, af þeim ástæðum bókuð raunveruleg tala atkvæða. Nú bygði eg frásögn blaðs míns á umsögn skilríks manns, sem var á fundinum og veitti eftir- tekt því, sem fram fór. Átti eg þess eins kost, þar sem yður brast kurteisi, til þess að bjóða ritstjóra stjórnarblaðsins að sitja á þessum ádeilufundi. Eg vil nú leyfa mér að benda yður á það, að þar sem ekki eru talin at- kvæði og ekkert bókað um tölu þeirra, hlýtur ágiskun að ráða. Og þá hefir ágiskun tíðinda- manns Tímans alveg jafnmikið gildi eins og ágiskun yðar. Af þessum ástæðum virðist mér að þér takið of fullan munn- in og gerið yður bera að víta- verðri óvarkárni, þar sem þér telj- ið það „sannleik máls þessa“, sem er algerlega ósannað og ó s a n n- a n 1 e g t ! Eg get því ekki viður- kent, að eg hafi farið með nein- ar „rangfærslur“ og mun ekki, að svo komnu máli, taka neitt aftur af því, sem eg hefi sagt um hinn skoplega fund yðar. Eg get vel skilið þá viðleitni yðar, að leita til andstæðinga, til þess að fá, fremur en ella, um- ræður á fundi og viðunandi at- kvæðagreiðslu! Hinsvegar tel eg samblástursfundi yðar stúdenta of skoplega og tilefnislausa, til þess að vilja leggja vinnu mína í það og nafn mitt við það, að hjálpa yður. Þegar yður skortir haldbært fundarefni og almexma samúð í þessu brölti yðar,þámun slíku valda rangur málstaður til mikils unaðar ljóðnæmum og fegurðarþyrstum sálum. Hins- vegar verður ekki sagt, að Ijóð- taug hans sé mótuð af neinni meginorku þroskaðrai' lífsskoðun- ar. Kvæði hans eru enn ekki neinn eldstólpi á leið manna, áhrif þeirra, enn sem komið er, hvorki djúp né langvarandi. En Davíð er enn ungur listamaður. Þann meginkost á Davíð i skapferð sinni, að hann er list sinni ávalt trúr. Vandvirkni hans þverr ekki við almannalof. Og hann virðir ljóðhörpu sína of mikils, til þess að ganga á hönd neinskonar ofstæki eða gerast á neinn hátt háður. Hann er al- frjáls. Ádeilumaður er hann nokkur, eins og allir, sem eru gæddir sársauka. En hann er víð- sýnn og djúpskygn. Slíkir kostir eru mikilsverðir í fari manns, sem er gáfaður vel, skáld gott og ágætlega bragslyngur. Má því enn vænta mikils af Davíð frá Fagraskógi. Jakob Thorarensen: Fleygar stundir. — Prentsm. Acta. Rvík 1929. 1 tímaritum okkar hafa undan- faríð birst tvær smásögur, kend- ar „Jóni jöklara“. Hafa þær vak- ið athygli og þótt skera sig nokk- uð úr í smásagnagerð nú á tímum. Einkum þótti sagan „Hneykslið“, sem birtist í Iðunni alldjarfleg og nokkuð hæpin. Hinsvegar mun flestum, sem skyn bera á sagnagerð og óhlut- drægt vilja dæma, hafa þótt, sem þar væri ekki meðalmaður að verki. Nú hefir Jakob Thorarensen skáld gengist við þessum sögum ásamt þremur öðrum og gefið út í nýútkominni, mjög snoturri bók, 115 bls. að stærð og kallar „Fleygar stundir“. Þessar sögur heita: Skuldadag- ar„ Hlátur, Helfró, Iineykslið og Ilmur vatnanna. Fyrsta sagan greinir frá skuldadögum skillítils oflátungs, sem lifir mjög um efni og manndóm frám, önnur frá skoplegu atviki úr sögu ferða- manns, þriðja frá síðasta við- skilnaði gamalla hjóna, fjórða frá óvenjulega djörfum ástum og fimta frá „gletni örlaganna“, ef svo mætti að orði komast. Fyrir- sagnir allar eru við hæfi nema hin síðasta, er betur myndi fara austrænu æfintýri, heldur en slíku efni, sem sagan greinir frá. Æskan 1 landinu íhaldið og Framsóknin. Frh. ----------- Um Mentaskólann er það að segja, að hann er eitt hið feg- ursta hús í bænum, og stendur á völdum stað. Er hvorttveggja að þakka útlendri harðstjórn, og eitt af því fáa góða, sem þaðan kom. En hvernig höfðu svo odd- borgarar landsins skilið við þetta hús? Til að afbaka hinar hreinu línur í stílnum, settu þeir á það tvo ósmekklega kvisti, sem tekn- ir voru burtu í sumar. Þak og veggir hafði ekki verið málað í átta ár. Ryðgöt voru að detta á þakið og að utan sá varla í veggina fyrir óhreinindum. Ihald- ið gat kastað 15 þús. kr. úr landssjóði til að mála hús Jóns Magnússonar, en Mentaskólan- um gleymdu þeir. Bókasafnshús- ið var að sjálfsögðu aldrei málað fyr en í sumar að unnið var að höfuðviðgerð skólans. Bygt hefir verið steinolíuport upp að bakhlið skólans, og þrengt svo að hon- um, að þar er nálega enginn leikvöllur. Þegar eg sneri mér til bæjarstjórna Akureyrar og Rvíkur síðastliðinn vetur og mæltist til að bæjarfélögin sýndu skólunum ræktarsemi með að rýmka lóðir þeirra, þá gáfu Akureyrarbúar 12 dagsláttur, en Ihaldsmenn í Reykjavík neit- Útkoma þessara smásagna má hiklaust telja merkasta bók- mentaviðburð okkar, það sem af er þessu ári. Ber það tvent til, að við erum fátækir mjög af smásagnaskáldum og að sögur þessar munu mega teljast að flestu leyti prýðilega gerðar. Sögurnar eru raunhæfar, en víða gletni og fjör í frásögn. Samtöl eru víðasthvar eðlileg og þvílík sem ætla má að gerist í raun réttri og er lesendum hlíft við mærð og orðlopa persónanna í daglegum viðtölum. Frásögn er hnitmiðuð af auðsærri vand- virkni, stíllinn hreinn og styrk- ur, svo að fágæt er slík með- ferð á íslenskri tungu, enda er Jakob T’norarensen skáld vel kunnur að orðhegurð og orðstyrk í skáldskap sínum. I umsögnum um sögur þessar | hefir það helst verið fundið að | þeim, að þær væi'u hæpnar að : efni til. Verður því eigi neitað um söguna „Hneykslið“. Ilins- vegar verður eigi um þá hlið skáldsagna hlítt neinu algildu mati, því að lífið á í fórum sín- um næsta ótrúleg tilbrigði. Enda hefir Jakob skáld oft farið ein- förum í skáldskap og mun lítt um það gefið, að þræða einungis vanaslóðir og margblásna harð- spora fyrri höfunda. Sagan „Skuldadagar“ í safni þessu er einna skemtilegust aflestrar, „Helfró“ ótvíræðast listaverk, „Hlátur“ veigaminst, „Hneyksli" hepnust og „Ilmur vatnanna" veigamest og að ýmsu leyti best gerð. Mér virðist mikil ástæða til að líta á sögur þessar eins og óbeint loforð um margt jafngott og betra í þessari grein frá hendi þessa höfundar. Jak. Thorarensen er víðkunnur sem ljóðskáld. Hann er vel bragslyngur og höggviss í ádeilum, en nokkuð kaldrænn. Sagnagerðin mun marka honum ákveðnara verksvið og gera til hans fyllri kröfur en Ijóðagerð- in. Samúðarlaust verður ekki sagt frá lífi manna, svo að gagni verði og flestir munu kjósa að finna hjartað á bak við skáld- verkin, að vísu kveifarlaust en sláandi. Iliklaust getur Tíminn mælt með þesgum sögum J. Th. og væntir fleiri sagna frá hans hendi með auknum tilþrifum og ekki þverrandí vandvirkni. ----o---- uðu að gefa svo mikið sem einn þumlung af landi. Sást þar enn velvild Mbl.maxma til skól- ans. Inni var síst betra umhorfs. Göt voru dottin á hinn eina stiga hússins. Skólinn var yfir- fyltur af fólki og aukin berkla- hætta af því. Úr þessu hefir ver- ið bætt með að takmarka að- streymi, en fátt hafa íhaldsmenn og Mbl. áfelt meira, meðan þeim éntist máttur til. Gluggar eru fremur litlir á skólastofunum, og þegar miðstöð kom í húsið 1927 var voði búinn heilsu nemenda, uns hin mjög umtalaða loftrás var gerð í skólanum um haustið, hreinu lofti dælt með rafmagni inn í allar kenslustofur. ^VIbl. og lið þess hefir seint og snemma áfelt þessa umbót, sem áreiðan- lega hefir bjargað heilsu margra og lífi nokkurra af nemendum skólans. Kenslustofumar voru allar skjöldóttar, þakpappi rifinn í tætlur, sumstaðar 4 litir á sama herbergi, gólfin í öllum kensluherbergjum slitin óg hnút- ótt, mjög erfitt að halda þeim hreinum. I hverri kenslustofu krókar til að hengja á blautar yf- irhafnir og höfuðföt nemenda. Skóhlífar varð líka að hafa inni 1 kensluherbergjunum. Nú er búið að laga flestar kenslustofumar, og verður því verki lokið næsta sumar, svo að þær standast nú samanburð við sómasamlega skóla livar sem er. En um blautu yfirhafnimar og skóhlífamar Guðm. Bjðrnson landlæknir Sextíu og fimm ára afmæli. Guðm. Björnson landlæknir er nú orðinn 65 ára. I sjálfu sér er ekki nýlunda þótt menn nái þeim aldri. En hitt er alger nýlunda, a. m. k. hér á landi, að menn sem hafa svo langa æfi og svo mikið starf að baki, séu með slíku æskuyfirbragði eins og Guðm. landlæknir. Hann hefir beinlínis yngst með árunum. I sumar ferðaðist hann milli lækna og sjúkrahúsa í miklum hluta landsins, og eftir það brá hann sér til Englands, og rannsakaði þar heilbrigðismáleíni með því fjöri og elju, sem er óvanalegt nema hjá mönnum á léttasta skeiði. Auk þeirra rannsókna sem snerta starf hans í þrengra skilningi, kynti hann sér ítarlega garðaborgir Englendinga, og hin- ar bestu fyrirmyndir um holl, hentug og ódýr húsakynni í bæj- um og borgum, í því skyni að geta unnið að umbótum hér heima í því efni. Á læknis- og landlæknisárum Guðm. Björnsonar hafa framfar- ir í hreinlæti og heilbrigðismál- um landsins verið geysimiklar. Iiefir munað miklu, að hafa þar í fararbroddi einn hinn gáfað- asta, hugkvæmasta og eljumesta mann sinnar samtíðar. Af verk- um, þar sem landlæknir hefir verið aðalforvígismaður, slculu hér aðeins nefnd tvö af mörgum: inni í yfirfyltum bekkjum, hefir staðið þrálát styrjöld við odd- borgara Rfeykjavíkur. Einn af uppeldisforkólfum þeirra, sem álítur sig sjálfan og hefir tiltrú þröngsýnna manna í höfuðstaðn- um, ágætlega fallinn til forustu í skólamálum gerði á fjölmennum fundi í Reykjavík haustið 1927 opinberlega gys að þeim sem töldu með öllu óhafandi að þurka blaut og óhrein föt inni í yfir- fyltum kenslustofum, þar sem mögnuð berklaveiki lá í landi. Mbl. og fylgifiskar þess vörðu þennan eindæma sóðaskap og ómensku, sem fráleitt hefir átt sér fordæmi eða hliðstæðu í skól- um nokkurrar hvítrar þjóðar, meðan unt var. I trássi við alla leiðandi menn Mbl. stefnunnar í Rvík, var bekkur sá er sparaðist við að 1. bekkur varð ekki nema einskiftur haustið 1928, tekinn til allsherjarfatageymslu fyrir nem- endur. Ihaldsmenn spáðu hið versta fyrir þessari breytingu, og töldu líklegt, að piltar myndu rífa og skemma þessa fata- geymslu, en þær hrakspár rætt- ust ekki. Nemendur munu hafa fundið, að hreinlætisumbót þessi var gerð þeim til gagns, og gengu vel um geymslusalinn eins og um alt sem endurbætt hefir verið i skólanum. Mun þeim sjálfum hafa verið ljósara, en brodd- borgurunum út í bæ, að vot föt og skóhlífar eru hvergi höfð til þerrís í íbúðarherbergjum ein- stakra manna, nema þar sem annaðhvort er til að dreifa hinni sárustu fátækt, eða ódæmi sóða- skap. Eitt af skemtilegustu lífs- merkjum við mentaskólann er fé- lagsskapur nemenda, sem staðið hefir um allmörg ár, að kaupa fyrir eigin fé myndir af lista- verkum, og hengja á veggi í kensluherbergjunum. Sást af því þörf heilbrigðrar æsku til að prýða umhverfi sitt, jafnvel hið ömurlegasta. Eftir brottför íhaldsstjórnarinnar haustið 1927, var tekinn upp sá siður að geyma nokkuð af málverkum landsins í stærstu skólunum. Voru þrjú send í mentaskólann og hafa þau verið þar síðan í kensluher- bergjum efsta bekkjar. En út af slíkri mynd, sem send var í Gagnfræðaskólann, héldu mál- gögn íhaldsmanna því fram að einn í stjórninni hefði stolið mál- verkinu handa Norðlendingum. En í Reykjavík var reynt að gera tortryggilegt að geyma málverk- in í mentaskólanum, með því að þeim væri hætta búin af eldi í timburhúsi. Hinu var gleymt, að það gæti verið tilvinnandi að stofna til einhverrar áhættu, til að gefa æskumönnum skólans kost á að kynnast daglega list þjóðar sinnar. Nú í sumar var gert með nýj- um hætti við eina af allra aum- ustu kenslustofum skólans. I stað þess að strengja striga yfir vegginn, pappklæða hann og mála síðan var hin gamla, marglita stofa klædd innan með fáguðum krossviði, og þykir flestum, það í einu traustlegt og fagurt. Nem- endur hengdu sjálfir upp nokkuð af myndum þeim er þeir höfðu keypt sjálfir í þessa stofu, og skifti enginn sér af hversu þeir gerðu það, sem varla var ástæða til. En svo brá við, að í stað þess að þeir höfðu áður alloft hengt myndir sínar á stóra og klunnalega nagla í veggi á hin- um sóðalegu óviðgerðu herbergj- um, þá höfðu þeir fest myndir sínar á krossviðarvegina með þeirri einu tegund af krókum, sem nálega ekki skemmir vegg- ina. Dæmið er lítið, en þó nokk- uð stórt. Það sýnir, ef sannana hefði þurft með, ’ að sú skoðun Mbl. er röng, að nemendur þessa skóla séu einhver undantekning frá öðrum mönnum í þá átt, að ekkert megi vera kringum þá, nema ljótt og leiðinlegt. Viðleitni þeirra sjálfra, að prýða skólann með fallegum myndum, eftir því sem efnin leyfðu, hefði átt að sanna hinum rótgrónu óvildarmönnum skólans í bænum, að nemendur voru hafðir fyrir rangri sök. En í mín- um augum er litla dæmið um meðferð nemendanna á gömlu skjöldóttu skólastofunni, og aft- ur í hinum gljáfægða krossviðar- vegg, ein hin augljósasta sönnun þess, hve herfilega hinir fornu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.