Tíminn - 23.12.1929, Blaðsíða 1

Tíminn - 23.12.1929, Blaðsíða 1
©jaíbferi og afgrei6sluma&ur (T i m a n 9 tr Rannoeig þ or steins6ót!ir, Samban&stjúsinu, KrpfjaDÍf. ^.fgrriböía Clman's er i Samban&síjúsinu. 0pin &aglega 9—\2 f. 4. Simi XIII. ár. Reykjavík, 23. desember 1929. 75. blað. 1 §ó£a^x>afnincj Það er góður háttur, að m velja afmælisdaga mikil- > li menna til heitstrenginga og drengilegra efnda. Vel mætti 17. júní vera slíkur dagur í lífi íslendinga, síðan Jón Sigurðsson varp ljóma æfi sinnar inn í sögu þjóðarinnar og gerði daginn henni minnisstæðan. Því aðeins koma verk mikil- menna að varanlegum notum, að þau fái hækkað alment gildi þeirra manna eða þeirra þjóða, sem njóta verkanna og þess for- dæmis, sem þau veita. — Verk- in eru tímabundin afrek þeirrar orku og þess mikilhæfis, sem í mönnum býr. En í manngildinu sjálfu býr hinn gróandi máttur eilífrar viðleitni, sem rís með hverri kynsióð. Jólamjöllin er fallin og breið- ist eins og blæja hreinleikans yfir bygðir landsins. Smámsam- an færist nær sú stund, sem meðal kristinna þjóða er helguð meistaranum frá Nazaret og tal- in afmæli hans. Enga nauðsyn ber til þess að )ýsa jólahaldi þjóðarinnar, enda myndi til þess bresta rúm. Við vitum, að nálega allir, sem þess eiga kost, gera jólin fyrst og fremst að hátíð lífsnautnanna. Þvi fylgja að vísu miklar öfgar, því að hver sú nautn, sem öðlast fullnægingu fyrir tilstuðlan jarð- neskra og efnislegra úrræða, dregur dilka á eftir sér: — aukn- ar nautnakröfur. Og aldrei verð- ur aðstöðumunur mannanna í því lífi, sem fávísi þeirra og rang- sleitni gerir að baráttu, skelfilegri en á jólunum. Því hærra sem alda lífsnautnanna rís í glæstum sölum fjárplógsmanna jarðarinn- ar, ' því ægilegar láta í eyrum kvalastunur millj ónanna, sem farast í óþrifnaðarhverfum stór- borganna, þar sem mennirnir hafa búið hver öðrum helvíti á jörðu. Hið eina, sem er þó hugnæmt við jólahald yfirskinskristninnar, er gleði barnanna, af því að hún er frjáls og óseyrð af meðvitund um misrétti, rangsleitni í við- skiftum manna og sviksemi við hugsjónir kristindómsins. Fyrir- heit meistarans: „Leyfið börnun- um til mín að koma, því að slíkra er guðsríki“, er enn í fullu gildi og eigi síst um hver jól. Má ætla, að hlátrar barnanna og gleðiblik í augum þeirra, séu barnavininum mikla þóknanlegri en allar trúarjátningar og eitt af því fáa, sem kristnir menn hafa sér til réttlætingar við hið mikla lilið hins tilkomanda lífs. Jólamjöllin sindrar um mána- bjartar nætur. Ljós himnanna blikar og brotnar í kristöllum snjávarins eins og endurskin gleðitára á döggvotri jörð, af því að jólahelgin, með gleði barn- anna, færist nær og nær. En gleðihátíð barnanna er jafn- framt mikil alvöruhátíð allra hugsandi manna, Meistarinn frá Nazaret feldi lífsspeki og sið- speki manntelagsins alla í tvær setningar svohljóðandi: „Það sem þér viljið að mennimir geri yður, skuluð þér og þeim gera“. Sérhver heilskygn maður veit, að þetta boðoi'ð meistarans er brot- ið eigi sjaldnar, en nafn hans er nefnt. Það er brotið í nálega öllum áttum mannlegrar við- leitni til sambúðar á jörðu hér. Enginn hefir átt ríkara erindi til mannanna en meistarinn frá Nazaret. Eigi að síður hefir á ná- lega tveim tugum alda lítið unn- ist á, um að gera boðorðið mikla að ráðandi afli í lífi og sambúð manna og þjóða. Þar ráða enn mestu hinar frumstæðustu hvat- ir manna. Og afleiðingai’nar eru hryllilegar. Meðan matvæii grotna niður í birgðaskemmum auðkýfinga, svelta þúsundir manna til bana. Samkepni er kjörorð hins svokallaða kristna heims. Afleiðingin yfirtroðslur, rangsleitni, þjáningar, örbirgð, hatur, óþrifnaður, glæpir og styrjaldir. Og helgislepja kristin- dómshræsninnar er breidd, eins og voðfeld blæja yfir allar ófarir hinna kristnu hugsjóna, Sjálfum guðspjöllunum er breytt í her- predikanir á styrj aldartímum og kirkjurnar duna af eggjunarorð- um herklerka, þegar yfirgangs- mönnum þykir bera nauðsyn til að senda hersveitir þjóðanna fram fyrir fallbyssukjafta hinna „kristnu" bræðra handan við landamærin. Afmæiishátíð meistarans nálg- ast! Hún á að verða hugsandi mannvinum dagur heitstrenginga og drengilegra efnda. Kröfur hans eru strangar og ófrávíkjan- legar. Þær heimta þjóðnýtileg störf í þágu kristilegra réttlætis- hugsjóna. Þær heimta að við reis- um fullar skorður gegn yfitroðsl- um og rangsleitni i mannfélags- málum. Þær heimta endurlausn mannkynsins, þegar hér á jörð, fyrir tilverknað mannfélagsins sjálfs, ekki með innihaldslausu orðagjálfri um endurlausn á himn- um, heldur með slitalausum um- bótastörfum í uppeldismálum, fé- lagsmenningu og löggjöf siðaðra þjóða. Ekkert er. viðbjóðslegra en kristindómshræsni þeirra manna, sem brjóta gegn öllum^ kröfum meistarans um mildi og réttlæti og eru með öllu hirðu- lausir um ófarnað mikils hluta mannkynsins, ef bölið nær aðeins ekki til þeirra sjálfra. Dagur heitstrenganna er fram- undan. Hann kemur með gleði til barnanna og- til þeirra, sem kunna að vera sér þess meðvit- andi, að þeir hafi ekki brugðist viðleitninni til fylsta réttlætis og æðstu lífsgöfgi. En hann kemur með sjálft málefni Krists að mestu óleyst í lífi manna, hugsun þeirra og breytni. Hann kemur með fulla kröfu, um að stíga á stokk og strengja þess heit, að gerast liðsmenn kristindómsins, ekki , með venjulegu tómahljóði kristindómsfleipursins, heldur með ákvörðunum og athöfnum; ekki með byltingakendum hróp- yrðum, heldur með hófsamlegu en slitalausu starfi á vegum mannbóta og þjóðbótamála í all- ar áttir, svo að okkar fagra jörð verði, er stundir líða fram, ekki heimkynni böls og mannhaturs, heldur farsældarbústaðar sann- kristinna manna. Þegar eg var fimm ára gömul, varð eg fyrir mikilli sorg. Svo mikil varð hún, að eg held, að eg hafi ekki orðið fyrir annari meiri síðan. Þá dó amma mín. Alt til þeirrar stundar hafði hún setið á hverjum degi á hvílubekknum í horninu í herberginu sínu og sagt sögur. Mér stendur það svo fyrir hug- skotssjónum, að anuna sæti og segði sögur í sífellu frá morgni til kvölds, og að við börnin sæt- um grafkyr við hliðina á henni og hlustuðum á. Það var indæl ævi. Engin börn í víðri. veröld áttu eins gott og við. Það er ekki margt, sem eg man um ömmu mína. Eg man eftir að Iiún hafði fallegt snjóhvítt hár, að hún gekk fjarska lotin og að hún sat altaf og var að prjóna sokk. Eg man líka, að oft og tíðum þegar hún var búin með ein- hverja söguna, lagði hún hönd- ina á kollinn á mér og sagði: ,,0g þetta altsaman er jafnsatt og eg sé þig og þú sérð mig“. Svo man eg líka, að hún gat sungið kvæði, en það gerði hún ekki nema einstöku sinnum. Eitt af kvæðunum hennar var um riddara og hafmeyju, og það hafði viðlag, sem var svona: „Blæs nú kalt, blæs nú kalt yfir sæ“. Og loks man eg eftir stuttri bæn, sem hún kendi mér og er- indi úr sálmi. Endurminningin um allar sög- umar, sem hún sagði mér, er nú fjarska máð og óljós. Það er að- eins ein sagan, sem eg- man svo glögt, að eg get sagt hana aftur. Það er smásaga um fæðingu Jesú. Þetta er nú hér um bil alt sem eg man um ömmu mína, þegar eg sleppi því, sem eg man best, en það er, hve sárt eg salmaði hennar, þegar hún var farin. Eg man eftir þeim moi'gni, þegar hvílubekkurinn í horninu stóð auður og þegar ekki var hægt að gera sér ljóst, hvernig stundir dagsins færu að líða. Því man eg eftir. Því gleymi eg aldrei. Og eg man eftir því, að farið var með okkur börnin til að kyssa á hönd hinnar framliðnu. Og okkur stóð stuggur af að gera það, en þá var það einhver, sem sagði, að þetta væri í síðasta skifti, sem við gætum þakkað öramu fyrir alla þá gleði, sem hún hefði veitt okkur. Og eg man, að ölium sögunum og kvæðunum var ekið í burtu af bænum í langri, svartri kistu, og að þau komu aldrei til okkar aftur. Eg man, að eitthvað af lífinu var horfið á burt. Það var eins og hurðu að víðlendum, yndis- legum töfraheimi, þar sem okkur hafði verið heimilt að ganga út og inn, hefði verið skelt í lás. Og eg man eftir þvl, að við börnin lærðum smátt og smátt að leika okkur að brúðum og gullurn, eins og önnur börn, og að þá gat virst svo sem við söknuð- um ömmu okkar ekki lengur, eða myndum ekki lengur eftir henni. En enn í dag, fjörutíu árum seinna, þegar eg er að safna sam- an þeim helgisögnum um Krist, sem eg heyrði í Austurlöndum, þá rifjast upp fyrir mér smá- sagan um fæðingu Jesú, sem amma var vön* að segja okkur. Og mig langar til að segja hana einu sinni enn og- láta hana koma í safni mínu.------— Það var á jóladaginn, og allir voru farnir til kirkju nema amma og eg. Eg held að við höfum ver- ið tvær einar í öllu húsinu. Við höfðum ekki fengið að aka með hinu fólkinu til kirkjunnar, því að önnur okkar var of gömul til þess, en hin ekki nógu gmul. Og okkur tók báðar sárt, að geta ekki farið líka og heyrt jólaræðuna og horft á jólaljósin. En þegar við sátum þarna ein- ar og yfirgefnar, fór amma að segja sögu. „Það var einu sinni maður“, sagði hún. „sem fór út í kol- dimma nóttina, til að fá lánaðan eld. Hann gekk hus frá húsi og barði á dyr. Hjálpið mér, hjálpið mér! sagði hann. Konan mín er nýbúin að eignast barn og eg þarf að kveikja eld, til að orna henni 0g iitla barninu. En það var hánótt og allir menn sváfu. Enginn svaraði honum. Maðurinn gekk lengi, lengi. Loksins kom hann auga á bjarma langt í burtu, sem virtist stafa frá eldi. Hann sneri í þá átt, og sá, að bjarmann lagði af báli, sem brann úti á sléttunni. Hópur af hvítum kindum lá í svefni kringum eldinn, og gamall fjár- hirðir sat þar og gætti hjarðar- innar. Þegar maðurinn, sem vildi fá eld lánaðan, kom að kindunum, sá hann, að þrír stórir hundar lágu sofandi við fætur hjarð- mannsins. Þeir vöknuðu allir þrír, þegar hann kom og glentu upp hvoftana, eins og þeir ætl- uðu að gelta, en ekkert hljóð kom út úr þeim. Maðurinn sá, að hárin risu á þeim, að hvössu tennurnar þeirra glömpuðu í elds- bjarmanum, og að þeir réðust á hann. Hann fann, að einn þeirra hjó tönnunum í fót hans, annar í höndina á honum, en sá þriðji læsti sig í hálsinn á honum. En skoltarnir og tennurnar, sem hundarnir ætluðu að bíta með, vildu ekki hlýðnast þeim, og manninum varð ekki hið minsta meint af þessu. Nú ætlaði maðurinn að halda lengra áfram til að ná í það, sem hann var að sækja. En kindurn- ar lágu svo þétt hver upp að annari með bak við bak, að hann komst ekki leiðar sinnar. Þá steig maðurinn á bökin á kindunum og gekk eftir þeim að eldinum. Og ekki ein einasta skepna vakn- aði né hreyfði sig“. Hingað var amma komin, án þess að vera trufluð, þegar eg gat ekki lengur á mér setið og greip fram í fyrir henni: „Hversvegna hreyfðu þær sig ekki, amma?“ ,,Það skaltu fá að vita bráðum“, sagði amma og hélt áfram sögunni. „Þegar maðurinn var kominn nærri því alveg að eldinum, leit fjárhirðirinn upp. Hann var gam- all og önuglyndur maður, óvin- gjarnlegur og harður við alla. Og þegar ha-nn sá ókunna mann- inn nálgast, greip hann langan, hvassan broddstaf, sem hann hafði sér til stuðnings og skaut honum að manninum. Og brodd- stafurinn þaut hvínandi beint á móti manninum, en áður en að hann hæfði, flaug hann til hliðar og brunaði framhjá honum langt út á sléttuna". Þegar sögunni var hingað kom- ið hjá ömmu, greip eg fram í aftur: „Amma. af hverju vildi stafurinn ekki berja manninn?“ En amma svaraði samt ekki, heldur hélt áfram sögunni. „Nú kom maðurinn til hirðis- ins og sagði: Æ, hjálpaðu mér og lofaðu mér að fá svolítinn éld hjá þér. Konan mín er nýbúin að eignast barn og eg þarf að fá eld til að orna henni og litla barninu. Fjárhirðirinn hefði helst viljað neita honum, en þegar hann mintist þess, að hundamir höfðu ekki getað gert manninum neitt mein, að kindurnar höfðu ekki stygst við komu hans og að broddstafurinn hafði ekki viljað hæfa hann, þá setti að honum kynlegan ótta, og hann þorði ekki að synja manninum um það sem hann bað um. — Taktu eins mikið og þú þarft, sagði hann við manninn. En eldurinn var næstum kuln- aður. Það var ekki eitt einasta sprek eftir, heldur aðeins heil hrúga af glóðum, og ókunni mað- urinn hafði hvorki eldbera né skóflu, sem hann gæti haft undir glóandi kolin. Þegar fjárhirðirinn sá þetta, endurtók hann: Taktu eins mikið og þú þarft, því að hann hlakk- aði yfir því, að maðurinn gæti samt engan eld fengið sér. En maðurinn laut niður, tíndi kolaglæðurnar upp úr öskunni með berum höndum, og lagði þær i kápu sína. Og glæðurnar brendu hann ekki á höndunum, þegar hann snerti á þeim, og kápan hans sviðnaði ekki heldur undan þeim, þegar hann bar þær burt, eins og þær væru hnetur eða epli. En þegar hér var komið, greip eg fram í fyrir ömmu minni í þriðja sinn: „Amma, af hverju vildu glæðurnar ekki brenna manninn?“ „Það skalt þú bráðum fá að heyra“, sagði amma, og svo hélt hún áfram sögunni. Þegar þessi fjárhirðir, sem var svona vondur maður og illa skapi farinn, sá þetta alt, spurði hann sjálfan sig undrandi: Ilvaða nótt er þetta, þegar hund- arnir bíta ekki, kindurnar styggj- ast ekki, spjótið drepur ekki og eldurinn brennir ekki? Hann kall- aði ókunna manninn til sín aftur og sagði við hann: Hvaða nótt er þetta? Og hvernig stendur á því, að allir hlutir sýna þér misk- unnsemi ? Þá svaraði maðurinn: Eg get ekki sagt þér það, úr því að þú sérð það ekki sjálfur. Og hann vildi flýta sér á burt, til að veita konu sinni og barni yl sem allra fyrst. En hirðirinn sagði við sjálfan sig, að hann skyldi ekki missa sjónar af þessum manni fyr en

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.