Tíminn - 23.12.1929, Blaðsíða 2

Tíminn - 23.12.1929, Blaðsíða 2
262 TÍMINN að hann kæmist að raun um hvað hetta alt hefði að þýða. Hann stóð á fætur og elti manninn, pangað til að hann kom þangað sem hann átti heima. Þá sá hirðirinn, að' maðurinn hafði ekki svo mikið sem kofa til að búa í, heldur lá kona hans og barn í hellisskúta, þar sem ekki var annað umhverfis en ber- ir steinveggir. En hirðirinn hugsaði með sjálf- um sér, að þetta veslings sak- lausa barn kynni kannske að deyja af kulda þama í hellinum, og þótt hann væri harðlyndur maður, komst hann við og hugs- aði með sér, að hann skyldi | hjálpa barninu. Og hann tók tösku sína af öxlum sér, og upp j úr henni dró hann hvítt og j mjúkt gæmskinn, fékk ókunna | manninum það og sagði, að hann skyldi láta barnið sofa á því. | En á þeirri sömu stundu og hann sýndi, að hann gat líka verið miskunnsamur, upplukust augu hans og hann sá það, sem hann hafði ekki getað séð áður, : og hann heyrði það, sem hann hafði ekki getað heyrt áður. Ilann sá, að í kringum hann ! stóð þétt hvirfing af litlum engl- um með silfurhvíta vængi. Og hver þeirra hélt á strengleik í hendi sér, og allir sungu með hán-i raustu, að í nótt væri frels- aiinn fæddur, hann, sem frelsa skyldi heiminn frá syndum hans. Þá skyldi hann hversvegna því- lík gleði var yfir öllum hlutum þessa nótt, að þeir vildu ekki gera neinum neitt ilt. Og það var ekki einungis í kringum fjái’hirðinn sem englarn- ir stóðu; hvert sem hann leit, sá hann þá. Þeir sátu inni í hellin- um, þeir sátu á fjallinu þar úti fyrir og þeir flugu uppi undir himninum. Þeir komu gangandi eftir veginum í stórum hópum, og þegar þeir komu á móts við hellinn, námu þeir staðar til að líta á barnið. Þar var óendanleg gleði, fögn- uður, söngur og leikur, og alt þetta sá hann í koldimmu nátt- myrkiinu, þar sem hann hafði ekki greint handaskil áður. Hann var svo glaður yfir því að augum hans hafði verið lokið upp, að hann féll á kné og þakk- aði guði“. En þegar amma var komin hingað, andvarpaði hún og sagði: „En það sem þessi hirðir sá, það gætum við líka séð, því að engl- arnir koma fljúgandi niður af himnum hverja jólanótt, ef við hefðum aðeins augu fyrir þeim“. Og síðan lagði amma höndina á kollinn á mér og sagði: „Þessu mátt þú ekki gleyma, því að þetta er eins satt og eg sé þig og þú sérð mig. Það er ekki ljós og lampar, sem mest veltur á, og það eru ekki sól og máni, sem mestu skifta, en það nauð- synlega er, að við höfum augu, sem geta séð dýrð guðs“. M. Á. þýddi. ^cuuiav, -£augarr>aftt, 'gíepR^at'f. A síðustu árum hefir komið mikil hreyfing á að koma upp nýrri tegund skóla fyrir æskulýð ingar vesturálmuna, og miðbygg- ingu hússins, en austurálman varð að bíða sökum féleysis. Að- Jóhann Kristjánsson: Laugaskóli 1924—28. landsins, þar sem stefnt væri að rneira sjálfstæði og fjölbreytni í náminu, heldur en þekst hafði áð- ur hér á landi. Sá fyrsti af þess- um skólum var reistur að Laug- um í miðri Suður-Þingeyjarsýslu sumarið 1924. Höfðu ungmenna- félögin i sýslunni, og ýmsir eldri áhugamenn í héraðinu .safnað fé til að standast 3/5 hluta kostnað- arins, en landið lagði til 2/5 hluta. Jóhann Kristjánsson gerði teikn- inguna. Sést á myndinni á hlið vesturálmu hússins og öll fram- hliðin, sem veit móti suðri. Húsið stendur á allháum melhól við Reykjadalsá. Fyrir framan húsið er djúp lægð í hólinn, og var fyrrum veitt. í hana heitu vatni ofan úr fjallshlíðinni og kent þar sund. Tjörnin er enn til, og not- uð til íþrótta með sundlaug þeirri sókn varð mikil að skólanum þegar í stað, og átti þátt í því jöfnum höndum vitund manna um fjölbreytta og góða kenslu, og þau margháttuðu þægindi, sem hið heita hveravatn, er húsið var mörgum tugum manna á ári hverju, þótt teknir væru 50—60. Mjög varð innilaugin vinsæl, og þótti nemendum þægilegt, að geta í norðlensku stórhríðunum gengið af svefnloftunum gegnum upphit- uð herbergi og fengið sér morgun bað í sundlauginni. Hefir sú orð- ið raunin á, að allir sem dvelja um stund á Laugum verða sund- menn og flestir góðir. Fyrir sund- mentun sveitanna hefir laugin haft ómetanlega þýðingu. En þótt undarlegt sé hefir frá sumum. andstæðingum skólans andað kalt til sundlaugarinnar á Laugum. Hefir því verið haldið fram í nafni fræðimensku, að óholt væri að synda í laugum, sem þak væri yfir. Væntanlega mun flestum þessum mönnum hafa gengið til ókunnugleiki á því að yfirbygðar sundlaugar eru nú taldar hið mesta hnossgæti í öllum menn- ingarlöndum, og notaðar vetur og sumar af ótölulegum fjölda fólks í stórborgum jafnvel hinna mild- ari landa, þar sem sund undir beru lofti ætti að vera auðveld- ara en á íslandi að vetrinum til. ! Sem betur fer er þessi þekking- j arvilla nú kveðin svo niður hér á landi, að ekki mun mein að verða. En furðanlegt er, að . nokkrum skynberandi manni skuli hafa dottið í hug, að hentugt væri á sveitaskólum hér á landi, að freista unga fólksins til að vera nálega nakið við sundæfingar í opnum heitum laugum í frosti og harðviðrum. Eftir kosningarnar sumarið 1927 bre.vtti Alþingi styrkhlut- úr Þingeyjarsýslum, en þ.ó jafnan nokkuð úr fjarlægarí héruðum. Sýnist alt benda í þá átt að smátt og smátt leiti meginþorri ung- menna úr þeim sýslum, sem hafa héraðsskóla, þangið til náms einn eða tvo vetur. Vel hefir Lauga- skóli reynst Þingeyingum að því leyti að nemendur þaðan munu hafa verið öllu fastari við heimili sín og átthaga, þrátt fyrir þessa burtför, heldur en allur þorri ungu k.vnslóðarinnar í öðrum hér- uðum, sem fullnægir útþrá sinni með missirisdvol í verstöðvunum. Næstur í röðinni, meðal héraðs- skóla á hverastöðum, var skólinn á Laugarvatni. Var nokkur hluti hans, tvær miðálmurnar og aðal- anddyrið (móti norðrí) bygt sumarið 1928, samtímis og lokið var við höfuðbygginguna á Laug- um. Tók skólinn þá til statrfa um haustið og voru nemendur 25. Nú í sumar var haldið áfram bygg- ingunni og bygðar hinar fjórar álmur, tvær hvoru megin við eldri bygginguna; ennfremur gangur með steinsvölum yfir meðfram kenslustofunum fjórum, er liggja samhliða undir suðurhlið. í ystu álmunum eru kennarabústaðir, bókasafnsherbergi og nokkuð af herbergjum fyrir nemendur og starfsfólk. Við austurenda húss- ins er allstór bráðabirgðasund- laug, með bárujái’nsþaki, og inn- angengt í hana eins og á Laug- um. Synda allir nemendur nokkra stund á hverjum degi. Nemendur á Laugavatni eu nú í vetur rúm- lega 80, og aðsókn miklu meiri en hægt er við að taka. Að tiltölu hitað með, veitti nemendunum. Leið ekki á löngn áður þingið veitti nokkui- þúsund krónur til að gera yfirbygða sundlaug við sem er inni í húsinu, sem síðar i húsið. Var þá gerður kjallarinn verður vikið að. Með tímanum verður sundlaug þessi inni í miðjum skólagarðinum og jafn- an til mikils fegurðarauka. Sumarið 1924 bygðu Þingey- undir austurálmu hússins, og steinþak yfir. Liðu svo nokkur missiri að ekki var meira bygt á Laugum. En aðsóknin var svo mikil að vandræði þóttu að neita íöllunum fyrir framlagi ríkis- sjóðs til héraðsskólabygginga, og skyldi rm greiða helming úr ríkis- sjóði. Áttu þingeyingar þá nokk- uð inni, og bygðu þeir með þeim styrk austurálmu hússins ofan á sundlaugina sumaríð 1928. Næsta vetur urðu nemendur um 80, og mun vera álíka mai’gt þai’ í vetur. Mikill hluti nemenda er eru flestir nemendur (tæplega 00) úr Arnessýslu. I Borgarfirði hafði um langt skeið verið ungmennafræðsla að Hvítárbakka, í miðju héraði. Hefir skólinn eflst mjög hin síð- ari ár undir stjórn Lúðvígs Guð- mundssonar, en húsakynnin voi*u léleg mjög, timburkumbaldar og léleg steinhýsi, og ekkert til lírisbnamurti Margir lesendur Tímans munu kannast við nafn þessa unga Indverja. Hann er fóstursonur dr. Annie Besant, forseta guð- spekifélagsins, og hefir mikið verið um hann talað í heiminum, alt frá því hann var barn að aldri. Þegar hann var 14 ára skrifaði hann bókina „Við fót- skör meistarans", sem var þegar á fyrsta ári, eftir að hún kom út, þýdd á flest tungumál heimsins, og hefir verið prentuð upp aftur og aftur. Dr. Jón Aðils þýddi bók þessa á íslensku og hefir hún verið prentuð upp aftur nýlega, var þá fyrra upplagið útselt. Dr. Annie Besant hefir alt frá 1909 flutt heiminum þann boð- skap, að mikils andlegs leiðtoga sé von til jarðarinnar, leiðtoga sem eigi líkt eríndi og t. d. Kristur og Buddha. Hún hefir haldið því fram, að heimurinn stæði nú á tímamótum, að ný menning væri í aðsigi, sem mundi fá annað hlutverk og eignast aðrar hugsjónir en sú menning þekkir, sem nú gnæfir á öldu- toppinum. Þessi leiðtogi, eða heimsfræðari, sem svo hefir ver- ið nefndur, ætti að verða braut- ryðjandi hinnar nýju menningar og merkisberi hugsjóna hennar. Þegar eftir að bókin „Við fót- skör meistarans“ kom út, fór það að kvisast, að ýmsir álitu hinn unga höfund bókarinnar vera hinn væntanlega fræðai’a; hafði hann og verið gerður að formanni alheimsfélags „Stjarn- an í austri“, sem sett hafði sér það markmið, að búa heiminn undir þennan atburð. Félagið náði mikilli útbreiðslu um heim allan, munu hafa verið í því um 100000 manns, þegar flest var. Sjálfsagt hefir dr. Annie Besant alt af þótst sannfærð um köllun Kris- hnamurtis, en það var þó ekki fyr en árið 1925, að hún lýsti því yfir opinberlega, að hinn eft- irvænti fræðari mundi birtast í líkama Krishnamurtis. Sjálfur virðist Krishnamurti lengi hafa verið í miklum efa um köllun sína, hefir hann oft minst á það í seinni ritum sínum, en sérstak- lega talar hann um baráttu sína og leit í bók, sem hann nefnir „Frjálst líf“, eru það fyrirlestr- ar, sem hann hjelt í fyrrasumar. Bók þessi er nú komin út á ís- lensku, og er nauðsynlegt fyrir alla að lesa hana, sem kynnast vilja þessum merkilega manni og þroskaferli hans. í janúar 1927, er sálarstríð Krishnamurtis á enda, hann gengur þá, að því er hann sjálf- ur segir, í gegnum einhverja geysilega innri reynslu, sem sjálfsagt verður ekki með orðum lýst, enda gerir hann litlar til- raunir til þess. En eftir það er hann elcki í neinum efa; hann þekkir nú sjálfan sig og mennina og hann veit, til hvers hann lif- ir í heiminum. Hann iýsir því hiklaust yfii’, að hann hafi náð takmarki mannlegrar fulkomnun- ar, að vitund sín sé runnin sam- an við alvitundina, því sé hann ekki lengur aðskiiinn einstakling- ur, heldur eitt með öllum. Á- standi þessu lýsir hann sem full- kominni sælu og lausn úr öllum viðjum, andlegum og líkamleg- um. Þetta segir hann að sé tak- mark hvers einasta manns, og þegar þeir keppi að því með sama ákafa og kappi og þeir leiti jarðneskra gæða og’ unaðssemda, þá muni þeir ná því. Surnarið 1927 hóf Krishna- murti kenslu sína sem hinn eftir- vænti heimsfræðari. Félagið „Stjaraan í Austri“, sem hafði átt að undirbúa komu þessa fræð- ara, var þá uppleyst, en annað nýtt stofnað í staðinn, sem nefnt var Stjömufjelagið, átti það að vera fræðaranum til aðstoðar í starfi hans, en aldrei varð það eins mannmargt og hið fyrra hafði verið. Margir þeirra, sem verið höfðu í félaginu „Stjaman í Austri“ og nú gengu inn í hið nýja fjelag gerðu sjer fyrirfram meir eða minna ákveðnar hug- myndir um hver mundi verða boðskapur og fræðsla Krishna- murtis sem heimsfræðarans, er boðaður hafði verið. Þeir gerðu mai-gir ráð fyrir að hann mundi stofna ný trúarbrögð, að minsta kosti mundi starf hans verða tengt kirkju og helgisiðum, og þeir brutu heilann mikið um það, liver hann væri, hvort hann væri ef til vill Kristur kominn aftur til j arðarinnar. Boðskapur Ki’ishnamui’tis hefir að mörgu leyti orðið allur annar, en þessir menn bjuggust við. Ilann neitar að segja nokkuð um, hver hann sje, telur það ekki skifta neinu máli, og varar menn við, að vera að brjóta heilann um það. Ennfremur aftekur hann, að hann muni stofna ný trúarbrögð; er auðfundið, að hann telur það mjög illa farið, ef koma hans yrði fyr eða síðar til- efni til nýrrar trúarbragðastofn- unar. Hann telur meir að segja trúarbrögðin og öll þau form, sem þeim fylgja, trúarjátningar, helgisiði o. s. frv. til þeirra fjötra, sem mennirnir verði að losa sig úr, áður en þeir geti náð fuilkomnu frelsi, orðið fullkomnir menn. Guðshugmynd hans er afar víðtæk; hann neitar tilveru per- sónulegs guðs, segir að orðið guð hafi verið notað í svo þröngri merkingu, að hann vilji heldur tala um lífið, sem sé alt, og hvet- ur menn til að sjá heldur guð í náunga sínum, en að dýrka ein- hvert fjarlægan guðdóm, sem þeir viti ekkert um. í fyrstu virtist kærleikur og mildi yfirgnæfa alt í boðskap og framkomu Kriehnamurtis. Hann söng lofsöngva. og ástarljóð til „Ástvinar“ síns, en ástvinurinn er: mennimir, blómin, dýrin, himininn, ait. Hann hafði sjálfur náð takmarkinu, og hann þráði nú það eitt, að leiðbeina öðrum og vísa þeim veginn, svo þeir gætu líka sem fyrst komist á vegarenda. Það leit út fyrir, að hann hjeldi, að þetta mundi verða furðu auðvelt, að mennirnir mundu taka vegsögn hans, sem þekti leiðina af eigin reynslu, tveim höndum, yfirgefa alt ónauðsynlegt og stefna nú beint að takmarkinu. Á þeim tveim til þrem árum, sem Krishnamurti hefi nú starfað, hefir orðið mikil breyting á honum. Form og fram- setning á því, sem hann talar og ritar hefir stórlega fullkomnast, krafturinn og þunginn, sem boð- skapurinn er íluttur með, marg- faldast, svo að þetta tvent skygg- iv nú næstum því á hina óumræði- legu gleði kærleikans, sem ein- kendi hann fyrst, mest af öllu. Ilann hefir nú uppgötvað, að hlutverk hans er ekki létt, að merinirnir eru ekki eins fúsir á að hlusta, eða öllu heldur að breyta lífi sínu, eins og hann hafði vonað. í sumar leysti Krishnamurti upp Stjörnufélagið, þar eð hon- um þótti það ekki ná tilgangi sín- um, að vera brú á milli hans og heimsins. Hann lýsti því yfir að fvlgi þúsundanna væri til einskis, þegar skilninginn vantaði og

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.