Tíminn - 08.02.1930, Blaðsíða 1

Tíminn - 08.02.1930, Blaðsíða 1
..*> ©faíbfctl 09 afgceiðslumaður (T i m a n s cr HannDtift þ 0 r s 111 n s 6Ó ttir, r>ambant>sþú»utu. Sryfjopif. 2^fgrBibs(a limans er i Sambanösíjústnu. (Dpin ðaglega 9—\2 f. i). Sírnt Wé. XIV. fir. Reykjavík, 8. febrúar 1930. r Lókuii Islandsbanka Lokun Islandsbanlca hefir kom- ið almenningi mjög á óvart. Ganga nú ýmsai- sögur um það hvað muni hafa valdið.Ásökunar- orðum er varpað ýmist að þess- um eða hinum. Ýmsir virðast trúa á það, að helzta. ástæða stöðvunarinnar sé sú, að bankinn Itafi ekki fengið endurkeypta víxla, sem námu nokkrum hundr- uðum þúsunda króna. Mætti þá segja að sannast hafi máltækið að oft veltir lítil þúfa stóru hlassi. En þegar þetta mál er nánar skoðað, kemur það í ljós, að lang- ur aðdragandi liggur að þessum miklu tíðindum, að íslandsbanki heifir stöðvað útborganir sínar og að til þess liggja margar sam- verkandi orsakir. Þar sem undirritaður hefir undanfarið verið skyldugur til þess, samkvæmt lögum, að eiga sæti í bankaráði íslandsbanka — og er það starf, um flest, það starf, sem mér hefir verið einna óljúfast að inna af hendi í opin- berri þjónustu — þá telst það og skylt að gera nokkra grein fyrir hverjar eru helztu ástæðurnar til þess, að Islandsbanki, sem um eigi stutta hríð var aðal peninga- stofnun landsins, hefir nú orðið að hætta útborgunum. Fyrir 10 árum. Árin næstu eftir stríðið reyndu á þolrif fjármálamanna um víða veröld. Við Islendingar vorum þá svo óhepnir að aðalpeningastofn- un landsins, Islandsbanka, stýrði þá sem aðalbankastjóri, útlendur maður, sem brast bæði mannvit og mannkosti, til þess að gegna því afarþýðingarmikla starfi. Hann var settur til þessa starfs af þeim útlendu mönnum, sem íslendingar, í gáleysi sínu, höfðu afhent seðlaútgáfuréttinn og að- alstjórn peningamálanna. Hin hörmulega bankastjórn þessa útlendings, leiddi böl yfir alla þjóðina með hinu gífurlega verðfalli peninganna. Og íslands- banki varð fyrir geysilega mikl- um töpum. Hann var þá særður því ólífissári, sem síðustu drop- amir blæddu úr þegar bankanum var lokað, á mánudaginn var. Við þessum tíðindum var snú- ist með nokkuð undarlegum hætti. Þessi útlendingur hvarf frá ts- landi nokkru síðar. Dýrkeyptari varð hann íslandi en nokkur ann- ar útlendingur, sem til Islands hefir komið — og er þá mikið sagt. En þeir, sem þá höfðu völd- in í tslandsbanka tóku það til ráðs, að þeir veittu honum að gjöf hærri fjárhæð en nokkrum útlendingi hefir verið gefin frá Islandi — úr sjóði þeirrar stofn- unar, sem hann hafði svo skemmi- lega stjómað. Og þeir, sem völdin höfðu á þjóðarbúinu tóku það til ráðs, að veðsetja tolltekjur íslands fyrir hinu mesta ókjaraláni, sem tekið hefir verið fyrir Islands hönd, og var meiri hluta lánsfjárins varið til þess að bjarga íslandsbanka. Fyrir fimm árum. Enn er að minnast liðinna tíð- inda. Fyrir fimm árum síðan var til þess stofnað að hækka 1 mjög stórum stýl og á tiltölulega mjög stuttum tíma verðgildi íslenzkra peninga. Þetta leiddi af sér geysi- mikla örðugleika fyrir framleið- endur bæði til lands og sjávar. Töp atvinnurekendanna af gengis- hækkuninni lentu vitanlega að töluverðu leyti á lánardrotnum þeirra, bönkunum. Hefir sá af bankastjórum íslandsbanka, sem bezt skyn ber á að meta það, talið að tap bankans á gengis- hækkuninni muni hafa numið 4— 6 miljónum króna. Og enn á ný kom bankanum lijálp frá ríkinu til þess að standast þetta mikla áfall. — Þau miklu töp, sem Islands- banki varð fyrir fyrst fyrir tíu árum og þvínæst eftir gengis- hækkunina fyrir tæpum fimm árum, hafa vitanlega hvílt á hon- um með ærnum þunga síðan. Jafnt og þétt hefir hann slygast undir vaxta- og afborganabyrð- inni af skuldunum. Fjarað út árlega. Skuldimar frá áfallaárunum hefir bankinn vitanlega orðið að borga með árlegum afborgunum. Samningar um þær greiðslur voru gerðir, meir og minna hagstæðir. Jafnt og þétt hefir orðið að af- borga. Má þar til einkum nefna afborganir af skuld til hins gamla viðskiftavinar, Privat- bankans, í Kaupmannahöfn, af skuld við ríkissjóð Dana og af skuld við ríkissjóð Islands, enska láninu. Þessar og aðrar smærri afborganir munu næstliðin ár að jafnaði hafa numið meiru en einni miljón króna á ári. I þessu sambandi má og geta •þess, að samkvæmt lögum ber bankanum að draga inn eina miljón króna á ári af seðlum sín- um og hafði þegar gjört það fjögur árin. En að því leyti, sem það gull hrökk ekki til, sem losn- aði jafnhliða, hefir Landsbankinn meir en hinu svaraði endurkeypt af Islandsbanka víxla, svo að fjármagn hans hefir ekki skerst við það. En í staðinn íyrir þær afborg- anir, sem að framan eru nefndar, og árlega rýrðu til stón-a muna fjármagn bankans, hefir ekkl tekist að afla bankanum neins nýs fjármagns, svo teljandi sé. Þannig hefir fjármagn bank- ans þorrið árlega. Dýrt starfsfé. Minnkandi fjáimagn, og einnig dýrt rekstursfé, hefir dregið úr afkomumöguleikum bankans und- anfarið. Sparifé hefir bankinn aðeins haft tiltölulega lítið 1 sínum vörsl- um undanfarin ár — míklu minna en áður var. Yfirleitt hefir til- tölulega mjög lítið af því fé sem liann hafði til að starfa með und- anfarið verið með sæmilegum kjörum. Kjörin á enska láninu t. d. svo slæm, hinir raunverulegu vextir svo gríðarlega háir, að þeir era að mun hærri en þeir vextir, sem bankinn hefir tekið af víxlum sín- um. Og kjörin á þeim lánum, sem íslandsbanki hefir sumpart haft föst og sumpart fengið um tíma árlega hjá Landsbankanum hafa verið þau, að á þeim hefir Is- landsbanki a. m. k. sáralítið eða ekkert hagnast. Má af þessu það liggja í aug- um uppi, að hagnaðurinn af lána- starfsemi bankans undanfarin ár getur ekki hafa verið mikill. Dýr rekstur. En bankinn hc.fir verið dýr í rekstri. Það lag er nú einu sinni komið á að bankarnir á íslandi launa starfsfólki betui en nokkrar aðr- ar stofnanir, undantekningarlítið, og hefir samanburður í því efni, við ríkisstofnanir orðið flestum lítt skiljanlegur. Sérstaklega hefir íslandsbanki jafnan haft dýrt höfuð. Afar- hálaunaða bankastjóra, fjöl- mennt bankaráð og tiltölulega fjölmennan hóp eftirlaunamanna. Fyr og síðar hefir það verið tízka, að gæta ótrúlega lítillar sparsemi um fé bankans í þessu efni. Og svo er því yfirleitt þannig varið að stofnun, sem er að minnka, eins og Islandsbanki hefir verið að gera undanfarið, á erfitt með að rninnka reksturs- kostnaðinn í jafnríkum mæli. Enn dregur þetta úr afkomu- möguleikum bankans og líkum til þess, að hann gæti rétt við. Traustið utávið. Svo var til íslandsbanka stofn- að í upphafi, að hann hafði sterka aðstöðu útávið. Hann var a. m. k. með annan fótinn í því landi, Danmörku, sem Island hafði þá langsamlega mest við- skifti við. Árum saman átti 'ís- landsbanki sitt mikla traust að sækja til danskra fjármálamanna og stofnana. Þessi fótur er nú högginn af. Ástæður til þess verða ekki raktar í þetta sinn. En mörgum munu þær liggja í augum uppi að nokkru a. m. k., eftir þeim tíð- indum, sem hér hafa gerst ný- lega. Vinsældir Islandsbanka og traust í Danmörku hefir mjög rækilega verið að engu gert og hefir ósleitilega verið að því unn- ið. Afleiðingarnar fyrir bankann, beinar og óbeinar, er svo breytt- ist aðstaðan til aðalviðskiftalands- ins stofnana þar og einstaklinga vitanlega líka, munu liggja í augum uppi. Þetta atriði er eitt hið þýðing- armesta um að skilja hvernig komið er fyrir bankanum. Aðstaðan inn á við. Ilinsvegar hefir þjóðbankinn, Landsbanki Islands, eflst með vaxandi hraða á undanförnum ár- um, við hliðina á íslandsbanka, sem alltaf hefir verið að minnka. Landsbankinn hefir dregið til sín meir og meir af sparifé lands- manna, enda ber ríkið sjálft ábyrgð á inneignunum. Hann hefir einnig dregið að sér útlendu viðskiftin og það sum arðbær- ustu viðskiftin með vaxandi hraða. Innávið hefir traust Lands- bankans jafnan aukizt. Megin- hluti þjóðarinnar hefir af ekki óeðlilegum ástæðum, látið sér miklu annara um þann bankann, sem hún taldi fyi’st og fremst sinn eigin banka og einhverja þýðingarmestu stofnun þjóðar- innar. Útávið hefir ekkert það borið við, sem því hefði mátt orka að veikja traust Landsbankans, held- ur ]?vert á móti. Hnígur en að hinu sama um afleiðingarnar fyrir íslandsbanka. Það liggur í augum uppi, að það rýrir afkomumöguleikana að starfa við hliðina á slíkum keppi- naut. Óvænleg framtið. Það sem nú hefir verið fram tekið er ærið nóg til þess að sýna, að það er ekkert undarlegt ]->ótt Islandsbanki hafi lent í erfið- leikum. Hann hefir hlotið að vera í sífeldum érfiðleikum jafnvel þótt alveg sérstaklega vel hafi látið í ári og- þeir erfiðleikar hafa hiotið að fara vaxandi. Við slíka aðstöðu gat Islands- banki ekki átt annað en óvæn- lega framtíð framundan. Engan þarf því að undra þó að íslandsbanka hafi um síðir rekið upp á sker. Það má nálega svo að orði kveða, að hitt sé undarlegi’a, að hann gat staðið svo lengi. Fyrir alllöngu hafði ég fært það í tal við ráðandi menn í Is- landsbanka hversu óvænleg mér virtist framtíð bankans af þess- um ástæðum, sem nú hafa verið nefndar. Ég- benti á það, að fyrir því yrði að hugsa, að hér yrði á ein- hver breyting, því að þannig gæti þetta ekki gengið áfram. . Þessi ummæli fengu ekld áheyrn, fremur en ýmislegt ann- að, sem ég bar fram. Mikil bjart- sýni um áframhaldandi rekstur bankans virtist a. m. k. vera ríkj- andi og það fram á allra síðustn daga. Þess vegna kom það banka- ráðinu, ég held alveg öllu, mjög á óvart, með hve sáralitlum fyrir- vara síðustu vandræðin skullu 'yfir. - Útbúið á Seyðisfirði. Almenningi er að nokkru leyti kunnugt um það áfall, sem bank- inn hefir orðið fyrir í útbúinu á Seyðisfirði og uppvíst varð um við rannsókn hins setta banka- eítirlitsmanns á síðastliðnu hausti. Fyrir banka sem þegar áður var erfiðlega staddur, er það mikið áfall að mjög mörg hundr- uð þúsundir króna hverfa út úr rekstrinum, og að miklu leyti sem gjörtapaðar. Verður sú ráðs- mennska útbússtjórans þar, því óskiljanlegri og vítaverðari, hygg ég, því nánar, sem það mál verð- ur athugað að öllu. En innanlands varð samt eng- enginn órói um bankann út af Seyðisfjarðarmálinu. Góðærið mun hafa átt sinn þátt í að róa menn, og menn hafa haldið að Is- landsbanki mundi þola þetta sár, eins og svo mörg önnur. — En þá gerðist sá atburður ut- anlands sem telja má víst að hafi orðið síðasta, beina, ástæð- an til lokunarinnar. Verðfall hlutabréfanna. Hlutabréf bankans hafa jafnan verið skráð á kauphöllinni í Kaupmannahoín, enda hefir meiri hluti hlutahafanna jafnan verið danskur. Hlutabréfin höfðu um langa hríð verið verðföst; keypt og seld, hvert 100 króna bréf, á 38 —40 krónur danskar. Rúmri viku fyrir lokunina féllu þau alt í einu niður í 24 kr. Næstu dagana stigu þau að vísu dálítið aftur, en það var aðeins stundarfriður. Síðustu dagana 6. blað. fyrir lokunina fóru þau aftur að hríðfalla. Er svo stutt umliðið síðan að engar fréttir eru af því komnar hvað muni hafa valdið þessu snögga og mikla verðfalli hluta- bréfanna. Með vissu vil eg og ekki segja hvað hafi valdið þessu. En það er nú vitað, að fá- um dögum fyrir verðfállið hafði aðalviðskiftabanki íslandsbanka í Kaupmannahöfn bréflega sagt ís- landsbanka upp skuldinni sem hann á hjá honum og nemur fullum tveim miljónum króna. Það veit enginn hér með vissu hvort samband er milli þessara tveggja atbui'ða. En það liggur í augum uppi, að þessi lánsupp- *ögn getur verið langsamlega nægileg ástæða til verðfalls hlutabréfanna. Meir að segja má nálega fullyrða að hafi það frétzt til hluthafanna, að þessi aðalviðskiftabanki Íslandsbanka hafði krafið hann um alla skuld- ina, þá hafi það orðið til þess að auka framboð á hlutabréfun- um, og valdið verðfalli. En hitt er.víst að þetta verð- fall híutabréfanna varð hin síð- asta beina ástæða til þess að Is- landsbanki varð að loka. Verð- fallið kom af stað vaxandi óróa um bankann utanlands. Fyrir- spurnir bárust hvaðanæfa að, bæði til einstakra manna og stofnana hér í bænum. Þær leiddu af sér að óróinn um bankann, sem verðfall bréfanna hafði skap- að utanlands, fór nú einnig að gera vai’t við sig hér. I.okun bankans. A fimmtudagskvöldið í vikunni sem leið var enn ekki talið að nein sérstök hætta væri á ferð- um. Á föstudagskvöldið var óróinn farinn að gera svo alvarlega vart við sig að bankastjórnin lýsti því yfir við bankaráðið, að hún þyrði ekki að opna bankann morguninn eftir, nema hún ætti von á sérstakri hjálp. Samkvæmt ósk lét fjármála- ráðherra þá hjálp í té og bank- inn gat verið opinn á laugardag- inn. En þá var það sýnt, að ó- mögulegt var að bjarga bankan- um án alveg sérstakra ráðstaf- ana. Bankaráðið bar fram þá ósk að haldinn yrði lokaður fundur í sameinuðu Alþingi um málið. Sú ósk var uppfyllt. Fundurinn hófst tveim stundum fyrir miðnætti aðfaranótt mánudagsins og stóð þangað til undir morgun. Þeim sem bezt þekktu var það ljóst, að einungis eitt nægði til þess að bjarga bankanum og það var ]->að, að ríkið tæki ábyrgð á öllum skuldbindingum fslands- banka, enda var það aðalósk bankaráðsins, að ríkisstjórnin bæði Alþingi um heimild til þess að mega gjöra það. Landsstjórnin treysti sér ekki til þess að mæla með því, og meiri hluti Alþingis treysti sér ekki til þess, með nokkurra klukkutíma umhugsunarfresti á næturfundi, að takast svo gífur- lega ábyrgð á hendur, sem eng- inn gat vitað með hve miklum þunga myndi leggjast á núver- andi og næstu kynslóð. IÞá var ekki annað að gjöra fyrir bankastjórnina en að loka bankanum á mánudagsmorgun- inn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.