Tíminn - 08.02.1930, Blaðsíða 3

Tíminn - 08.02.1930, Blaðsíða 3
TlMlNN 28 J. Krishnamurti mun flytja erindi á Stjöfnutjaldbúðafundinum, sem haldinn verður 1 Ommen, Hollandi dagana frá 29. júlí til 7. ágúst 1930. Fundurinn er opinn fyrir alla meðan rúm leyfir. Þeir Islendingaf, sem hugsa sér að sækja fundinn, geri svo vel að snúa sér til Aðal- bjargar Sigurðardóttur, Lauganesi, eða Sigríðar Björnsdóttur, Aðal- stræti 12, Reykjavík, sem gefa allar nánari upplýsingar. KJðtverzlun bænda Á gamlársdag var grein í Tíman- um um kjötverzlun bænda eftir Ilall- grím porbergsson. Nokkur atriði í lienni gætu virzt koma i bága við það, sem ég hefi verið að prédika á hrútasýningum og víðar, og til þess að þau ekki verði misskilin af fyrri áhevrendum mínum, finn ég mig knúðan til að rita grein þessa. H. p. segir að nálega í öllum hér- um landsins, só framleitt fyrsta flokks sauðaket. Ég hefi sagt á sýn- ingu eftir sýningu, að við ættum hér- umbil ekkert fyrsta flokks sauðaket, en lagt áherzlu á að við þyrftum að eignast það, og bent á hvað lielst viei-i liægt að gera til þess. I-Iér virðist vera mikill munur, en liann verður minni þegar öil greinin er lesin, því þá kemur greinilega í Ijós lijá Hallgrími, að ýmislegt vant,- ar á, að kjöt okkar sé eins og það ætti að vera. Skoðanamunurinn ligg- ur þá líkiega mest í hvað beri að telja íyrsta flokks ket. Ég vii telja þann ketskrokk i'yrsta flokks, sem fá inundi fyrstu verðlaun á slátur- afurðasýningu í einhverri stórborg Evrópu. Kröíurnar, sem þar eru gerð- ar til fyrstu verðiauna skrokka eru alstaðar eins, og þó þeirra hafi ekki gætt i saltketsmarkaðinum, eru þær ráöandi í enska frystiketsmárkaðin- um og eru að korna fram á inn- aniandsmarkaði að minnsta kosti í lleykjavík. Og þegar ég geri þessar kröfur, þá eru íáar kindur, sem fullnægja þeim. Innan um eru þó kindur um landt allt, sem gera það, sumstaðar fáar í öðrum syeitum þó nokkrar. En úrvalinu hefir allt að þessu, ekki ver- ið beint nógu ákveðið aö þessu at- riði. Um það er engan að saka, en þar þarf að vera stefnubreyting. Til þess að skrokkar af okkar fé geti að mínum dómi orðið fyrsta flokks vara vantar þá nú meðal ann- ars: I. llétt skrokklag. (Byggingariagið þarf að breýtast).. 2. Meiri fitu á kroppinn. (Sam- breysking, leggi eklci af fyrir slátr- un). 3. Meiri vöðva á kroppinn. (Betri meðferð síðari hluta vetrar). 4. Meira af góðu, minna af slæmu kjöti á kroppinn. (Betri malir og rass o. fl). 5. Fínna ket á kroppinn. (Gelding- ar, eklci hrútar, ungt fé, eklci gamalt, hæfilega þunga skrolcka o. fl.). Úr því, að ég er að skrifa um þessi mál, vildi ég benda á það, að það bezta og það langbezta, sem kaup- félögin geta gjört fýrir þetta mál, er að láta verðmuninn á góðu og lélegu skrokkunum á írysta markað inum, koma frarn í verðinu til eig- undanna, en ekki vera eitt meðal- verð á öllu frystu keti, eins og hefir vei'ið. Auk þess er það runglátt, að bóndi, sem á eingöngu fyrsta flokks kjöt, íái sama verð fyrir hvert kg. og hinn sem á annars flokks. Eí kaup lelögin vildu gera þctta, og á því mun nú Blönduós og Sauðárkrókur bvrja í ár, þá kemur þar bezta lyfti- stöngin til að lireyta til, en það er auraliagnaðurinn, sem þá fyrst er vei sýnilegur fjöldanum, er hann fer i þeirra eigin buddu, en ekki tii að liækka allt meðalverðið. pað eru nú nærri 20 ár síðan að við, sem þá vorum saman kennarar \ið Ilvanneyrarskólann, skrifuðum Búnaðarþingi og landstjórn, og lögð- um til að leyfður væri innflutningur á enskum holdakvnjum til einblönd- unartilrauna. Við bentum á að gera mætti slíka tilraun í byggðum eyj- um, sem fé væri aldrei ílutt í land úr, og með því yrði sýkingarhættan eng- in, eða hverfandi lítil. Og þessa leið álít ég enn að eigi að fara. Moð þvi fæst skorið úr því hvernig iniðlung- arnir í fyrsta lið verða, en það er atriði, sem nú má deila uin án þess að kornast að nokkurri niðurstöðu. Að hinu leytinu er ég ekki eins bjartsýnn á það, að bændur myndu ekki misnota innflutninginn, ef lmnn væri leyfður hindrunarlítið, eins og Hallgrímur vill. Enn er svo, að yfir 14 af bændum landsins hefir ekki liug-- mynd um, undan hvaða hrútum og ám líflömbin eru, sem þeir setja á. pað er sárgrætilegt að þurfa að segja þetta, en meðan ástandið er svona, hefi ég litla trú á að dómgreind manna sé orðin svo þroskuð í þessa átt, að þeir geti skilið hver liáski er búinn okkar fjárrækt með notkun einblendinga til undaneldis. Rúmsins vegna skal ég ekki orð lengja þetta meir, og væri þó astæða til að rita ítarlegt mál um kjötfram- leiðsluna, enda þó ég að vísu sé allt- aí allt árið að tala um það hvenær sem tækiiæri býðst. Nýjársdag 1930. Páll Zóphónlasson. j&ímtrm kemui' út einu sinni í viku að minnsta kosti og stundum tvö blöð í einu. Meðaltal síðustu ára 60—70 tbl. Árgangurinn kostar 10 krónur. Gjalddagi er í júní. Skilvísir kaupendur fá ókeypis aukablað Tímans, sem kemur út einu sinni í mánuði. Aukablaðið flytur myndir, íitgjörðir og fróð- leik ýmiskonar, innlendan og *er- lendan. Utan úr heimi. Skipasmíðar. Jtýzka skipið „Bremen" setti met í Atlanzhafsferð síðast.liðið sumar. Nú hafa ítölsku eimskipafélögin tvö skip í smíðum, sem verða öllu liraðskréiðari. Verða þau 45000 smá- iistir að stærð og annað þeirra er 900 feta iangt. Franskt félag ætlar að láta smíða skip, sem áætlað er að verði 50000 smálestir. Enska félagið „White star“ smioar nú mótorskip, 27000 srnál. að stæi’ó. Auk þess hlaupa af stokkuniun fleiri skip í Englandi áður en langt líður Á pýzkaiandi er verið að smiða skip, sem heitir „Evrópa” og pjóðvcrjar ætlast. til að fari fram úr Brnne.n og vinni rnetið. Bandarikjam nn eru þó mikilvirkastir: peir hafa i simð- uni sex skip til Atlanzhaf ifcrða (36000 smúl. hvert). Enska skipið „Mauretania" hélt meti frá 1909 — 1929. Samkomulag hefir náðst milli stórveldanna og pýzkalands mn íramkvæmd Youngsamþykktö.rmnar. Einnig hefir verið samþykkt, og til- kynnt að aðsetur alþjóðaliankans verði í Basel. Jjjóðernisleiðtoginn Base í Calcutta hefir ósamt 12 þingmönnum verið sakaður um landráð og sam- sreri og dæmdur fil eins árs fanga- vistar. Höfðu þeir beitt. opinberum mótþróa gegn lögreglunni. lndverski þjóðernissinnaleiðtog- inn Nehrii hefir haldið ræðu til livatningar fylgismönnum sínum. Hvetur liann þá til að hefja baráttu gegn brezkum yfirráðum og ekki vikju frá þeirri stefnu, sem liggur til grundvallar tillögum þeim, er samþykktar voru á indversku ráð- stefnunni, sem haldin var á jóiadag í vetur. Leggur Nehru einkum áherslu á, að Indverjar neiti að greiða skatta eða liafi nokkur skifti við brezk yfirvöld 1 landinu. Heldur Nehru því fram, að brezka heirns veldið sé að liðast í sundur, og ekki sé fullnægjandi þó Bretar veiti Ind- verjum sömu réttindi og sjálfstjórn- arnýlendurnar hafa. Skorar hann á Indverja að heimta fullkomið sjálf- stæði. pæi’ hafa verið taldar um 35 milj. kr. eða a. m. k. sem nemur 12—15 miljónum í tilteknum skuldbindingum til vara. Hér var sannarlega beitt við 'Pjóðfélagið aðferð ræningja á þjóðvegum, er þeir stöðva ferða- menn óvörum, setja marghleypu fyrir brjóst þeim og segja: „Peningana eða lífið*. Jón Þorl. hafði verið þessu fylgjandi, einkum fyrri tillögunni um 35 miljóna ábyrgðina. Var hann nú stórum breyttur frá því 1927, er hann barðist móti því að landið viðurkenndi að það bæri ábyrgð á sínum eigin banka. Sennilega hefir aldrei verið geng- ið lengra í forsjárlausri ósvífni um fjármál en þetta kvöld, þeg- ar leiðtogum íhaldsins datt í hug að það gæti á einni nóttu blekkt og kúgað allt Alþingi, svo að það gengist undir allsherjar á- byrgð á öllum skuldum hins stærsta gjaldþrotafyrirtækis, sem nokkurntíma hefir verið á íslandi. Fjármálaráðherra gerði það af kurteisi við bankastjóra hins fyr- veranda seðlabanka, að kalla Al- þingi saman á kvöldfund í sam- einuðu þingi. Reifuðu íhaldsmenn málið þá nótt, og stóðu umræður þar til kl. að ganga 6 að morgni. Engai' skýrslur eða skilríki lágu fyrir um hag bankans, nema ef telja skyldi eins sólarhrings at- Nehni flutti ræðu sina að viðstödd- um 30 þúsundum Indverja. Er hann lauk máli sínu, iirópuðu áheyrend- urnir: „Llfi byitingin!". — Irwiu landsstjóri Indlands hefir lýsl því yfir, áð lirezka stjórnin muni veita Indlandi sömu réttihdi og sjálf- stjórnarnýlenduhum. Gerði féiag' frjiílslyndra Indverja góðan róm að þessu og liét að taka þát.t i væntan- legri ráðstefnu, þar sem ræddar verða breytingar á stjórnarfari Ind- verja. Norska stjórnin ber fram til- iögu í Stórþinginu viðvíkjandi ís- lenzku alþingishátíðinni. Tflur hún þar til frændsemi við íslendinga og minnist á forna sameiginlega menti- ingu þjóðanna og leggur til, að Norð- menn séndi íslendingum minningar- gjöf. I.eggur stjóruin til, að veittar verði 100.000 kr. úr ríkissjóði og stofnaður \-erði sjóður, er nefndur verði „Snorrasjóður”, til styrktar Is- lendingum, sem nema við norskar vísindastofnanir. Síðan werði sjóður- inn aulcinn um lielming með fjár- söfnun einslakra nefmla. Talið or i ráði, að Ólufur ríkiserfingi fari hing að og taki þátt í hátíðahöldunuin. D a u d e t, foringi franskra kon- ungssinna liefir verið náðaður, ásamt nokkrum kommúnistum. Þaudet flýði úr fangelsi fyrir rúmum tveim- iir árunl síðan og hefir hafst við er- lendis. Spanskj e i n r æ ð i s h e r r a n n, de Rivera, hefir nú lagt niður völd og sagt af sér ásamt ráðuneyti sínu. llerma spanskar fregnir, að nú erRi að komast á þingræðisstjorn þar í landi. — Kringum veldisstól Musso- linis er enn alit með kyrrum kjör- um. ----o--- Á vfðavanéi. Þingfi’éttir, aði’ar en þær sem frani koma í greinunum um Islandsbanka- málið, verða að bíða næsta blaðs vegna þrengsla. Hefir og mestur hluti af störfum þingsins þessa viku farið til afgreiðslu þess máls. Kom málið fyrst til um- ræðu á lokuðum fundi sameinaðs þings á mánudagsnótt, en síðar tekið fyrir í neðii deild á mánu- dagskvöld. Komu þá fram tvö fi’umvörp, sem báðum var vísað til sérstakrar 5-manna nefndar, er enn hefir ekki skilað nefndar- áliti. íhaldið og samábyrgðin. íhaldsmenn hafa hingað til tal- ið það stórhættulegt, að bændur í samvinnufélögum gengju í samábyrgð fyrir bi’ýnustu lífs- nauðs.ynjum sínum. Fyrir tveim hugun tveggja manna, sem bygðu aðallega á lýsingu á bankanum frá 1926. Lauk þessu máli svo, að íhaldið vildi hraða áfram á- byrgðarflaninu, en andstæðingar íhaldsins, Framsóknarmenn og Jaínaðarmenn neituðu að greiða atkvæði um þvílíkt mál á slíkum fundi. Var þá tillaga íhaldsins fallin. Ef íhaldið hefði nú verið í meirihluta á Alþingi, myndi þeg- ar í stað hafa verið tekin ábyrgð á allri skuldasúpu bankans, rann- sóknar- og athugunarlaust. Bank- inn myndi þá hafa lifað áfram og skotið nýjum frjóöngum eins og þeim, sem þekktir eru á Seyðis- firði og Önundarfirði. En allt lánstraust landsins hefði verið bundið í skuldum Islandsbanka. Núlifandi og’ næsta kynslóð hefði verið fjötruð fjárhagslegum þræl- dómsviðjum. Orka þjóðarinnar hefði um langa stund gengið í að borga eyðsluskuldir Stefáns Th. Jónssonar og þvílíkra manna. í fyrstu munu borgarar lands- ins varla ná utan um þá hugsun, að þeir og niðjar þeirra hafi nú alveg nýverið verið í slíkri hættu, að öllu fjárhagslegu frelsi þjóð- arinnar hafi þá verið spilað í voða, og að Jón Þorláksson hafi verið fremstur í flokki og’ B. Kr. einn helsti stuðningsmaður þeirra er vildu setja þetta mikla sam- árum töldu þeir stefnt út í bein- an voða, ef ríkið tæki ábyi'gð á sínum eigin banka, Landsbankan- um. Nú vilja þeir umsvifalaust og án nokkurrar vewlegrar rann- sóknar láta þjóðina alla ganga í 35 m ilj. króna samábyrgð fyrir útlendan hluthafabanka, sem sýnt hefir stórfelldara g’áleysi í meðferð fjármuna en nokkurt annað fvrirtæki hér á landi. Hver samábyrgðin myndi landsmönn- um hættulegust og hvernig fer íhaldsflokkurinn að verja svo stórfurðulegan afstöðumun ? Handbært fé. Guðmundui' Benediktsson segir í Vísi, að til þess að geta full- næg’t lánsþöi’f þeirra atvinnu- rekenda, sem skift hafa við Is- landsbanka, þurfi Landsbankimi 30 milj. króna í „handbæru fé“. En íhaldsmenn í þinginu héldu að íslandsbanki gæti haldið áfram störfum með því að fá 3 milj- ónir. Eða dettur greinarhöf í hug, að íslandsbanki hafi haft 30 miljónir í handbæru fé? Málum blandað. Jón Þorláksson og’ Ölafur Thors gáfu þær upplýsingar í þinginu, byggðar á skýrslu sjálfr- ar bankastjórnarinnar, að íslands- banki hefði grynnkað á skuldum um meira en 1 miljón á síðastl. ái'i. Hér er hallað réttu máli og mun það nánar skýrt síðar hér í blaðinu. Langt gengið. I Mbl. í fyrradag standa um- mæli, sem ekki verða skilin öðru- vísi en svo, að blaðið sé að benda innlendum sparifjáreigendum á að flytja fé sitt úr landi. Blaðið sýnist ekki vita sitt rjúkandi ráð, í baráttunni fyrir tilveru hluthafabankans erlenda. Ný fréttastofa. Mbl. birti í gær símskeyti með ummælum frá dönskum fjármála- manni, sem á að hafa getið þess til, að lokun Islandsbanka væri pólitísk ofsókn. Viljugir eru „þeir dönsku“ að tala við Mbl. En með- al annara orða: Hvernig stendur á því, að skeytin um þann mikla óhug, sem lokun íslandsbanka á að vekja hjá erlendum fjármála- mönnum, koma til Mbl. en ekki fréttastofunnar ? Er Mbl. eins- konar alheimsfréttamiðstöð fyrir Islandsbanka eða eru þessar skeytasendingai' ekkert annað en einskonar viðskiftamanns af- gieiðsla eftir pöntun? ábyrgðarbákn íslandsbanka á alla þj óðina. Fyrsta árás þeirra, sem vilja koma skuldasúpu íslandsbanka yfir á alla borgara landsins var nú lu-undið. Andstæðingar íhalds- ins neituðu að láta smeygja heng- ingarólinni um háls allra Islend- inga á einu augabragði. Síðan hefir leikurinn orðið einskonar skotgrafahernaður og of snemmt að greina frá atburðum. En g'lögglega gætir þó í undirstraum- um þingsins, tveggja gagnólílcra skoðana. íhaldsmenn eru enn ekki von- lausir um, að þeim takist að koma snörunni hægt og hægt á þjóðina. Skeytum hefir rignt yfir Islendinga frá útlöndum, flestum til að reyna að hræða þingið inn í ábyrgðargildruna. Sum af þessum skeytum eru frá heiðarlegum lánai'drottnum bankans, sem eins og' vonlegt er, sárnar að vera gabbaðir, af þeim, er þeir hafa auðsýnt trúnað. Er enginn vafi á, að sumir þessir lánardrottnar bera þungan hug til íslands og Islendinga, ef þeir fá ekki fjár- muni sína alla. Slík óþægindi verður að bera saman við sjálfa eyðileggingu þjóðarinnar: alls- herjarábyrgðina, og meta hvort bölið er stærra. En allmikið af þessum ráðleggingum og hátóna- skeytum eru íslenzkur iðnaður, og þekkist glögglega úr. Þótti það fullkömin ósvinna ev Sigurður Eggerz var að breiða sig út yfir eitt slíkt hluthafaskeyti, og var óskemmtilegt að sjá einn af þeim mönnum, sem staðið hafa fyrir lánveitingum þeim, sem mjög hef- ii’ tapast á, hlakka í þingsalnum yfir framtíðarófarnaði þeim, sem óstjórn íslandsbanka myndi hafa í för með sér fyrir þjóðina. íslandsbanki hefir átt að veva fiskiveiðabanki Islands, en verið illa rekinn, sem raun ber vitni um. Nú er stofnaður Bún- aðarbanki fyrii' forgöngu Fram- sókuai’manna. Landsbankínn hefir verið gerður að virkilegum þjóð- banka, fyrir forgöngu hins sama flokks. Þriðja verkefnið bíður þeirra, sem hafa nógan kjark og manndóm til að sigrast á stórum erfiðleikum. Það er að láta rísa úr rústum hins hrunda, erlenda, ógiftusamlega spekulaationsbanka, trausta örugga lánsstofnun fyrir sjávarútveginn. Enn væri með öllu óviðeigandi að spá nokkru um framgang þessa máls. Hindranirnar eru margar en ein er þó mest: Ásókn þeirra, sem eiga hjá íslands- banka, og óttast að þeir tapi ein- hverju, nema ef þeim takist að koma ábyrgðinni af gömlu skakkaföllunum yfir á þjóðina alla. Fyrir þessum mönnum eru erfiðleikar augnabliksins allt, en hin fjariæga hugsjón, alíslenzkur' fiskiveiðabanki ekki nógu lokk- andi. Niðurstaða þessa máls fer eftir því hvort þeir, sem fórna framtíðinni fyrir augnablikið verða yfirsterkari þeim, sem fyrst og fremst hugsa um fram- tíð lands og þjóðar. íslandsbanki er lokaður. Það er afleiðing gamalla og nýrra yfir- sjóna eigenda og leiðtoga bank- ans. Ósigur bankans grípur víða inn í líf þjóðarinnar. Um það verður ekki deilt. En hitt er jafn- víst, að gengisleysi bankans staf- ar fyrst og fremst af því, að Al- þingi hefir þráfaldlega látið hlunnfara sig, til að efla hags- muni þeirra, sem stóðu að erlenda bankanum. Vel getur verið að svo fari enn. Hluthafarnir hafa sömu aðferð og fyr, ýmist að lokka eða hóta. Málalokin eru óviss. Þau gætu orðið fjárhagslegt hrun þjóðar- innar. En það getur líka verið, að endurreisn íslenzkra fjármála séu í þann veginn að gerast á hinu sögufræga ári, sem nú eru nýbyrjað. J. J. ------o------- Vakn, III. ár, 3. liefti, iiefir blaðinu borizt. Verður þess nánar getið siðar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.