Tíminn - 08.02.1930, Blaðsíða 2

Tíminn - 08.02.1930, Blaðsíða 2
22 TIMINN 1 ðlilloidflf iMátMÉte Reyivlkiit verður í kaupþingssalnum á þriðjudaginn 11. þ. m. kl. 9 e. m. Stuðn- ingsmenn B-listans við síðustu bæjarstjórnarkosningar eru velkomnir á fundinn. Lyftan verður í gangi. Hvað er framundan? Fyrir okkar litla þjóðfélag eru slík tíðindi sem þessi næsta al- varleg. Nálega í mannsaldur hef- ir íslandsbanki starfað. Um hríð var hann langstærsta peninga- búð landsins og >ó að hann hafi mjög gengið saman, eru viðskifti hans mikil enn. Um fjórar milj- ónir af seðlum hans eru í um- ferð í landinu og hann geymir yfir sex miljónir af sparisjóðsfé. Truflunin innanlands, einkum hér í bæ, hlýtur að verða mikil. Útávið hefir Islandsbanki haft viðskiftasambönd um öll þau lönd sem ísland hefir viðskifti við. Hann á þar að sjálfsögðu víða skuldbindingum að gegna og við- skiftasambönd hans fjölmörg standa á gömlum merg. Það liggur í augum uppi, að lokun Is- landsbanka hefir, í bili a. m. k., einnig mikil áhrif fyrir íslenzka ríkið, lánstraust íslendinga og álit yfirleitt. Þeir sem sá vandi hvílir á, að ráða fram úr þessum miklu erf- iðleikum, verða sem fyrst og sem öruggast að hefjast handa. Standa yfir um það samningar innan stjórnar, þings og fjár- málamanna. Er þess og að vænta að hin mikla alvara sem hvíla verður yfir ráðstöfunum um slík mál, byggi úti gömlum og nýj- um flokkakrit og tryggi sam- eiginlegt átak til umbóta. Og sem betur fer, er engin á- stæða fyrir okkur Islendinga til að örvænta eða fyllast alt of miklu bölsýni, þó að þessi alvar- legu tíðindi hafi yfir okkur kom- ið. Góðæri undanfarinna ára hefir eflt okkur til stórra muna, bæði atvinnurekendui' og ekki sízt þjóðbankann, svo að við getum miklu fremur nú en fyrir fáum árum tekið á móti áföllum. Enn verður ekki sagt í ein- stökum atriðum hvað gjört verður. En fullyrða má að um fjölmörg atriði er enginn á- greiningur. Við ráðum yfir nægu fjár- magni til þess og við látum það verða, að sú stofnun, — hvort sem hún áfram ber nafnið Is- landsbanki eða annað, — sem innan sem fæstra daga tekur til starfa í húsi Islandsbanka við Austurstræti, mun geta, í sam- vinnu við Landsbankann, stutt nægilega alla heilbrigða við- skiftamenn Islandsbanka. Seðlam- ir verða innleystir. Spai'ifjáreig- endunum verður veitt hjálp, eins mikil og lög standa frekast til. Um bankastuðning við framleið- endurna sérstaklega, sem lang- mest er undir komið, á að mega fullyrða, að hann geti orðið al- veg fullnægjandi, til allra þeirra framleiðenda, sem reka atvinnu sína á heilbrigðum grundvelli. Hin allra síðustu ár hefir það hvoi*t sem er verið svo að Is- landsbanki hefir sjálfur nálega ekki ráðið yfir neinu fjármagni til þess að styðja með þá fram- leiðendur, sem hafa skift við hann. Hann hefir að mestu leyti fengið það að láni hjá Lands- bankanum. Svo greiðlega og fljótt sem unnt er verður það nú að leys- ast af hendi, að allir atvinnurek- endur fái þann aðgang að fjár- magni sem atvinnurekstur þein-a verðskuldar. Eg veit að fullur vilji er til þess að þetta geti orð- ið. Þessvegna vil eg trúa á það að engin stöðvun, sem neinu nemur, þurfi að verða á rekstri atvinnuveganna og ekkert at- vinnuleysi að hljótast af þessum alvarlegu tíðindum. Því miður er ekki hægt að vera eins bjartsýnn um hvemig bæta megi það tjón sem þegar er orðið og enn hlýtur að verða um lánstraust okkar og álit útávið. Við áttum sem sé í því efni við alveg sérstaka aðstöðu að búa Islendingar. Það hefir aldrei fyr komið fyrir okkur þetta, að lánsstofnun, sem hafði viðskifti út fyrir landsteinana, yrði að loka. I Danmörku og Noregi aftur á móti skifta þeir tugum bankarn- ir sem lent hafa í þroti. Þennan mikla heiður höfum við misst og fáum hann aldrei aftur. Við verðum að sætta okk- ui' við hið sama og nágranna- þjóðirnar hafa orðið að sætta sig við í þessu efni. Og vitanlega brennur þetta enn sárar á okk- ur vegna þess að við erum svo ung þjóð í sjálfstæðum við- skiftum við aðrar þjóðir og eig- um af svo litlu að má. En vissulega þurfum við ekki að einblína á svörtu hliðina í þessu máli. Aðstaða þjóðbank- ans út á við er Islandi og Is- lendingum til hins mesta sóma. Á árinu sem leið mun hann aldrei hafa þurft að skulda nein- um viðskiftamanna sinna neitt. Og um áramótin mun hann hafa átt inni utanlands upphæð sem svara mun 80 krónum á hvert einasta nef á Islandi. — Mikla erfiðleika verðum við að berjast við á næstunni, bæði innávið og útávið, íslendingar. Fullráðið er það ekki enn í einstökum atriðum hvernig við tökum upp vörn og sókn. En þegai' við höfum ákveðið stefnuna, þá skulum við hiklaust sækja fram. Það er engin á- stæða til að láta hugfallast. Það getur meir að segja farið svo, að þessir erfiðleikar sem nú þrengja kosti okkar svo mjög, verði okkur hinn hollasti skóli. Eg held að forsjónin ætlist til þess að við látum svo reynast. Tryggvi Þórhallsson. -----o---- Innlendar fréítir Tíðarfarið síðastliðna viku hefir mátt hoita gott hér á lanrli. Fram- an af vikunni var austanátt og þíð- viðri; nokkuð stormasamt við S.- ströndina, Um miðja vikuna gerði stillur og allfrosthart, einkum norð- anlands, 10—14 st. í innsveitum. Á föstudag brá loks til sunnanáttar og liláku um alt land með 7 st. hita suðvestanlands og á Austfjörðum en 3—5 st. hita á Norðurlandi. — Snjór hefir sigið talsvert við hlákublotana í byrjun og lok vikunnar, en mun þó vera talsvert inikill um ailt land og víða haglaust. Er einkum gort orð á fannkvngi á Siglufirði. I alþýðuskólanum á Laugum eru í vetur 70—80 nemendur. Eru þar um 100 manns með kennurum og þjón- ustufólki. (Jngmennafélag starfar i skólanum. Iiúsmæðradeildin er tekin til starfa, í húsi þvi sem reist var í fyrra. Eru þar 14 námsmeyjar í vetur. Forstöðukona húsmæðradeild- arinnar er Kristjana Pétursdóttir frá Gautlöndum. Kend er matreiðsla, vefnaður, saumar o. fl. Einnig taka stúlkurnar þátt í ýmsum námsgrein- um alþýðuskólans sjálfs. Útvarpsmóttökutæki hafa verið sett niður á tveim bæjum í Bárðardal í vetur og eitt í Reykjahverfi (þverá). þykir æði nýstárlegt að geta hlust- að á söng og hljóðfæraslátt frá fjar- lægum löndum, þegar ekki er hægt að komast bæja á milli sökum fann- kyngi. Fiskafli hefir verið á Húsavík i vetur, þegar hægt er að róa, en það hefir verið sjaldan Vegna ógæfta. Hjálmar Vilhjálmsson hefir verið kosinn bæjarstjóri á Seyðisfirði og Jón Sveinsson endurkosinn á Akur- eyri. Nýlega brann hús í Bolungarvík. Eigandinn var Jón Eyfirðingúr. Fólk bjargaðist nauðugiega, og nokkuð af húsgögnum. Fiskiþinginu var slitið s. 1. mánu- dag. Samþykkt er að félagið ráði fiskifræðing (Áma Friðriksson) i þjónustu sína. Ennfremur hafi fé- á skömmum tíma einni miljón króna í síldarbræðslustöð við ön- undarfjörð. Meðferð St. Th. á Seyðisfirði og' Eyjólfs bróður hans á fé bankans er alþekkt dæmi. E. Cl. og- J. M. sáu að bank- inn myndi stranda þegar í stað, ef ekki væri tekið stórlán handa bankanum. Var M. Guðm. mjög móti vilja sínum látinn taka enska lánið, og steypa meirahluta þess í Islandsbanka. Lán þetta er hið hörmulegasta, sem þekkst hefir, að nokkur Norðurlanda- þjóð hafi tekið. Raunverulcgir vextir um 9,88%, tolltekjur landsins settar til tryggingar og mörg önnur ókjör. Hefir lán þetta hvílt á Islendingum síðan eins og óafmáanlegur skammarblettur. Það hefir svo sem frekast var unt eyðilagt álit landsins og lánstraust. Þegar K. Zimsen vill fá lán fyrir Rvík eða Isfirðingar til vélbáta sinna, þegar ríkið þai'f fé i Landbúnaðarbankann kemur enska lánið frá 1921 eins og illur andi inn í umræður og ályktanir. Erlendir peningamenn taka enska lán íhaldsins eins og mælikvarða um hvaða lánskjör íslendingar telji sér boðleg. Andrúmsloftið í íslandsbanka hélt áfram að vera hið sama, og ekki batnaði það við aðferð Sig. Eggerz til að koma sér í lagið fastan vélfræöiráðanaut. Félag- ið hefii' að undanförnu styi'kt ís- lenzkan stúdent til náms við fiski- liáskólann í Halifax. — Til styrktar hjörgunarmálum og ýmsum fram- kvæmdum ver félagið á næsta ári rúmum 20.000 kr. Stjórn félagsins var endurkosin, forseti Kristján Bergsson og meðstjórnendur dr. Bjarni Sæ- mundsson og Geir Sigurðsson. Viðskiftasamningur hefir verið gjörður milli íslands og Grikklands. Heita löndin livort öðru „heztu kjör- um“ í verzlunarviðslciftum. Skinfaxi, 21. árg. 1. hefti, hefir bor- izt Tímanum. Skinfaxi er svo sem kunnugt er tímarit íslenzkra ung- mennafélaga. Ritstjóraskifti hafa orð- ið við timaritið nú um áramótin. Hefir Björn Guðmundsson fj'á Núpi látið af ritstjórn, en við tekið Aðal- steinn Sigmundsson fyrv. skólástjóri á Eyrarbakka. Er Aðalsteinn jafn- framt ráðinn til fyrirlestraferða fyrir ungmennafélögin. Síðastliðið sumar fór hann um Norðurlönd og viðar til þess að kynna sér æskuiýðshreyfing- una með ýmsum þjóðum. Tók hann þá m. a. ásamt fleiri íslendingum þátt í alþjóðamóti skáta, sem haldið var við Birkenhead á Englandi. — Skinfaxi hefst. að þessu sinni á kvæði eftir Indriða á Fjalli, haglega ortu svo sem vænta má úr þeim stað. þá er stutt lýsing, ásamt mynd af gisti- húsinu nýja, sem reist var í þrasta- skógi fyrir 2 árum síðan. En þrasta- skógur er eign U. M. F. í., friðlýstur reitur, skógi vaxinn austanvert við Sogið. — þá má nefna stutta frásögn um skátamótið eftir' ritstjórann, grein um þegnskaparvinnu ungmennafélag- ann á þingvöllum, eftir Guðbjörn Guðmundsson prentsmiðjustjóra, um laridssýninguna 1930 eftir ungfrú Halldóru Bjarnadóttur og skemmti- leg hugvekja um erlend staðaheiti og ættarnöfn, eftir Ragnar Ásgeirsson og ioks bókafregnir eftir ritstjórann. Lindin heitir nýtt rit um andleg mál, gefiö út af Prestafélagi Vest- fjarða. Kemur út einu sinni á- ári. Framsóknarlélag var stofnað í Hafnarfirði fyrir nokkru siðan. 1 Reykjavik hefir verið stofnað Félag ungra Framsóknarmanna og voru lög félagsins samþykkt og stjórn kosin á fundi í Kaupþingssalnum síðast- liðið fimmtudagskvóld. AS tilhlutan kennara og nemenda Samvinnuskólans verður haldið skemmtimót fyrir samvinnumenn á Ilótel Borg að kvöldi þess 22. fehr.. n. k. Tilgangur mótsins er að efla kynningu meðal samvinnumanna, sem búsettir eru hér í Reykjavík eða undirbankastjórastöðu veturinn 1924. Var aðferð hans þar jafn- íáheyrð og' skaðleg eins og kjör- in á enska láninu. íslandsbanki fór eftir þetta að verða einskon- ar alheimssafn af fordæmalaus- um félagsmálaafglöpum. Bankinn lifði í tíð ílialdsins á því að sjúga sig fastar og fastar á Landsbankann. Þegar aura vantaði í íslandsbanka fór E. Cl. upp í stjórnarráð og mæltist til vinsamlegrar aðstoðar og með- mæla í Landsbankanum. En Landsbankinn stóð þá beint und- ir fjármálaiáðherra. Báru þessar ferðir oftast einhvern árangur. Bezt þekkt er það þegar Jón Þorl. píndi Alþingi, með hjálp flokks síns, til að ábyrgjast 9 miljóna viðskiftalán í Ameríku, og tók svo af því eina mil.P>n handa íslandsbanka. Landsbank- inn þurfti sín vegna ekki þetta lán og notaði það ekki svo að heitið gæti. En miljónin varð að fastri skuld íslandsbanka við Landsbankann. Var nokkur hluti lánsins greiddur í sumar, en hinn hlutinn er víxill í óskilum enn- þá. Forlög íslandsbanka voru þó ekki með öllu ákveðin fyr en J. Þorl framkvæmdi gengishækk- un sína, sem þjóðin saup seyðið af. I það eina sinni er sann- anlegt að E. Cl. ályktaði rétt um dvelja hér um stundarsakir. Til skemmtunar verða ræðuhöld, söngur, úpplesturj dans o. fl. Slík mót eru tíð erlendis og hafa mikil áhrif í þá átt að létta samstarf þeirra, sem eiga sameiginlegar hugsjónir eða áhuga efni. Fyrirkomulag mótsins verður nánar auglýst siðar. Fyrsti íundur í bæjarstjórn Reylcja- víkur eftir kosningarnar var haldinn síðastl. fimmtudag. Samþykkt var að fresta kosningu borgarstjóra til næstu mánaðamóta. Greiddu íhalds- menn atkvæði með þeirri ráðstöfun, en Jafnaðamienn á móti, en Frain- sóknarmennirnir tveir sátu líjá við atkvæðagreiðsluna. ---O--- Yfirlýsing F orsætisráðherra hefir leyft fréttariturum erlendra frétta- stofnana að hafa eftir sér svo- fellda yfirlýsingu: „Islandsbanki hefir alltaf verið einkafyrirtæki. Höfuðorsakir lok- unarinnar: I stríðslokin varð bankinn fyrir miklu tapi og aftur 1926 vegna hækkunar íslenzku krónunnar. Honum kom hjálp bæði frá ríkinu og annarsstaðar að. Árin sem liðin eru síðan hefir bankinn árlega orðið að afborga af sínum gömiu skuldum. Hins- vegar hefir þjóðbankinn eflst mjög á þessum árum og dregið til sín meir og meir af hinum arðberandi viðskiftum. íslands- banki hinsvegar ekkert nýtt kapi- tal getað fengið. Á síðastliðnu hausti konstaterast nýtt tap á einu úbúanna. Verðfall hlutabréf- anna framkallar síðast lokunina. Þjóðbanki íslands stendur ágætlega. Hefir aldrei síðastliðið ár skuldað neinstaðar utanlands. Á nú inni utanlands upphæð, sem svarar ca. fjórum sterlingspund- um á hvern íbúa Islands. Undan- farin tvö ár hafa verið rekordár í framleiðslu Islands. Samningar standa yfir um hvað gjöra skuli, en undir öllum kringumstæðum verður séð um að truflun á fram- leiðslunni verði að eins hverfandi lítil“. Fréttastofnanir þær, sem hér er um að ræða hafa fréttasam- bönd víðsvegar um heim. ----«----- fjármál. Hann stóð í gengismál- inu fullkomlega við hlið Fram- sóknarmanna, eins og máttvana rödd hrópandans á fj ármálaeyði- mörk íhaldsins. Gengishækkunin lamaði stór- kostlega gjaldþol margra af við- skiftamönnum íslandsbanka, og það því meir sem þeir voru skuldugri. Reyndu þeir E. Cl. og S. E. nú ekki annað en láta ber- ast fyrir straum og vindi. Á hverju þinginu eftir annað var íslandsbanka veitt undanþága frá seðlainndrætti þeim sem þó var lögákveðinn. Lauk svo því máli, að inndráttur bankans varð aldrei nema á pappírnum, því að seðlaskuldin við Landsbankann hélt áfram að vera nálega jafn- há hinum svokallaða inndrætti. Á yfirborðinu létu þeir E. Cl. og S. E. ekki bera á neinum erf- iðleikum. Sérstaklega var S. E. bjartsýnn! Var helzt á honum að heyra, að bankinn og flest hans fyrirtæki græddu árlega á tá og fingri. Leið svo þar til nokkrir dagar eru liðnir af þingi. Þá rita banka- stjórarnir fj ármálaráðherra bréf sem hann fékk um kl. 5 síðdegis á sunnudaginn var. Tilkynna bankastjórarnir þar, að bankinn loki næsta morgun ef Álþingi taki ekki þá um nóttina ábyrgð á öllum skuldbindingum hans, en Hrun oú endurreísn Um mörg undanfarin ár hefir íslandsbanki staðið á völtum fót- um. Erlendur maður, Tofte að nafni, stýrði honum á stríðsár- unum, ærið ógætilega. I verð- hruninu eftir stríðið tapaði bank- inn mörgum miljónum á svip- stundu á síldarbröskurum, Fisk- hringnum o. m. fl. Jón Magnús- son, Sig. Eggerz og Eggert Cla- essen munu hafa ráðið mestu um að Tofte þessi var keyptur út fyrir æma fjárhæð, eitthvað 100 þús. kr. Erlendis myndi slíkur maður hafa verið brotalaust rek- inn, og ef til vill hegnt. Tveir ís- lenzkir undirbankastjórar voru líka keyptir út, og fengu til sam- ans árlega kringum 20 þús. kr. úr sjóði bankaris. Jón Magnússon réði E. Claes- sen til að bjarga bankanum. Samdi við hann til 10 ára í einu, og galt honum 20 þús. kr. á ári og a. m. k. 100% í dýrtíðarupp- bót. Fyrir 10 ára vinnu átti E. Cl. þannig að fá 400 þús. kr. — Magnús Kristjánsson lækkaði nokkuð dýrtíðaruppbótina, svo að laun E. Cl. munu síðastliðið ár hafa verið um 32 þús. kr. Samningurinn við E. Cl. hafði hættuleg áhrif á launakjör banka- manna. Meðbankastjórar hans fengu. fyrst um 24—25 þús. kr. Þegar svo hafði staðið um hríð voru laun bankastjóranna við Landsbankann ákveðin eins og laun „undirbankastjóranna“ við íslandsbanka. Þótti ekki viðun- andi að setja þessa trúnaðar- menn íslenzkra fjármála lægra en svo. En í Landsbankalögunum frá 1928 er launakjörum komandi bankastjóra við Landsbankann stillt í hóf, miðað við starfið og efnahag þjóðarinnar. Eggert Claessen sýndi brátt, að hann átti ekki 40 þús. kr. skilið árlega fyrir verkstjórn í bankan- um. Hann lét enga úttekt fara fram á bankanum, og settist rannsóknarlaust í alla hina botn- lausu skuldasúpu frá tíð Tofbs. Enginn maður, sem ætlaði að vinna sokkinn banka upp með venjulegum úrræðum myndi hafa sýnt svo frámunalega léttúð, og skammsýni.. Brátt sást að ráðagerð E. Cl. var allt önnur en að vinna bank ann upp með elju og sparsemi. Eyðslan hélt áfram til stór- spekulationa. Islandsbanki tapaði

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.