Tíminn - 15.03.1930, Blaðsíða 3

Tíminn - 15.03.1930, Blaðsíða 3
TlMINN 49 Framsóknarfélag Reykjavíkur heldur fund í Kaupþingssalnum, þríðjudaginn 18. marz n. k. kl. 8Vz síðdegis. Einar Árnason fjánnálai’áðherra hefur umræður um bankamálið. Nýir félagar teknir inn í fundarbyrjun. Félagsstjómin. Hugheilar þakkir fyrir auð- sýnda samúð við andlát og jarðar- för Guðrúnar Loftsdóttur , Vestri Holtum, er andaðist 5. febr. síð- astliðinn. Aðstandendur. fram í manni, þá er geðveikin um leið orðin veruleiki. Jafnvel „grunur'* sérfræðinga um ókomna atburði er sama og vissa. Svo mikill er óskeikulleiki sérfræðinn- ar að dómi íhaldsblaðanna. Athugum nú óskeikulleik ann- ara „sérfræðinga“ með samskonar undirbúningi og Þórður og Helgi á Kleppi hafa. Tökum lögfræð- inga eins og Lárus Bjarnason og Jóhaimes Jóhannesson, og verk- fræðinga eins og Sigurð Thorodd- sen eldra, Jón Þorláksson, Jón ísleifsson, Geir Zoéga, Árna Páls- son aðstoðarmann vegamála- stjóra. Allir þessir menn standa að skólanámi jafnfi-amariega „sér- fræðingunum“ á Kleppi. En um alla þessa menn er vit- að, að sérfræði þeirra hefir ekki reynst óskeikul. Lárus Bjarnason kvað upp harðan sektardóm yfir Skúla Thoroddsen. „Sérfræðingar“ iandsyfirréttar gjörbreyttu dómn- um Skúla í vil og danskir „sér- fræðingar“ í hæstarétti í Khöfn kollvörpuðu gjörsamlega dómi Lárusar. Almenningur á Islandi hefir frá upphafi fordæmt undir- dóm Lárusar, líkt og hæstiréttur Dana. Hvar var þá óskeikulleiki Lárusar, sérfræðings í lögum, er hann á aldri Helga á Kleppi kvað upp „dómmn“ í Skúlamálinu? Jóh. Jóhannesson átti vel að vita af „sérfræði" sinni í lögum, að hann átti ekki að tæma sparisjóðsbæk- ur erfingja í búum er hann hafði til skipta, og geyma féð stundum árum saman á vöxtum honum sjálíum til gróða. En „sérfræði“ Jóh. Jóh. var honum ekki nóg. Honum skeikaði á sérfræðissviði sínu, svo sem mest mátti verða og alþjóð er nú kunnugt. Ekki hefir verkfræðingunum gengið betur. Jón Þorláksson hefir meðal margra annara stóryfir- sjóna í verklegum efnum á sam- vizkunni brúarstæðið á Gljúfurá í Mýrasýslu, Kveldúlfsbúkkann, sem kinkar kolli framan í Ölaf Thors um stórsteaumsfjöru, Norðurárbrúna, sem „heili heil- anna‘ reiknaði ekki nógu vel út, svo að áin tók hana. Sig. Thor- oddsen og Jón ísleifsson hafa reist óskeikulleika íslenzkrar verk- fræði óbrotgjarnan minnisvarða með því að finna ekki „óbilgjömu klöppina“ á Skeiðunum. En þessi hógværu og rökföstu ádeilu á H. T. og framferði læknanna, gat vitanlega ekki verið geðveikur. Það þýddi ekkert að reyna að telja nokkrum manni trú um slíka fásinnu. Morgunblaðið og Vísir þögðu, og lögðu sínum bágstadda samherja ekki eitt einasta liðs- yrði. Tveim dögum eftir að Timinn birti „Stóru bombuna“ gefur H. T. sína eftirminnilegu játningu í Morgunblaðinu. Framkoma mín á heimili J. J. „væri mér til mestu vansæmdar bæði sem manni og lækni, ef rétt væri frá skýrt“, segir Helgi Tómasson. Eftir heimsóknina í Sambands- húsið átti II. T. eitt óheiðarlegt vopn eftir ónotað gegn J. J. og fjölskyldu hans. Til þessa vopns grípur hann nú í neyð sinni. Kona Jónasar Jónssonar hefir sagt ósatt um það, sem fram fór í Sambandshúsinu, segir Helgi Tómasson. Jafnskjótt sem svar H. T. birt- ist í Mbl., skoraði Tíminn á H. T. að skýra frá því undandráttar- laust og tafarlaust, að hverju leyti frásögnin í bréfi dómsmála- ráðherrans um framkomu H. T. væri röng. Helgi Tómasson hefir aldrei oi'ðið við þessari áskorun Tímans. Hann hefir verið spurður þessar- litli „skeikulleiki" hinna sérfróðu, olli því að blómleg sveit var ger- samlega eyðilögð unz landið hljóp undir baggann. Yfirsjón bænda á ‘Skeiðunum var ekki nema sú, að þeir trúðu þá, en ekki nú, á óskeikulleik svokallaðra „sérfræð- inga“. ,,Sérfræði“ Geirs Zoéga hefir að því er fullkomna alvizku snertir, fengið lokadóm reynslunnar í sambandi við „Sýkið“ hjá Ferju- bakka. Þurfa Borgfirðingar eða iandsjóður ekki frekari fræðslu um það efni. Árni Pálsson er talinn með efnilegri yngri verkfræðingum. Hann stóð aðallega fyrir brúar- gerð á Skjálfandafljóti í sumar, en Geir hafði yfireftirlit. En þeg- ar allt var undirbúið með tvö- faldri ,,sérfræði“, þá var ofurlítil ályktunarvilla í „óskeikulleika“ Mbl.. Brúin vildi ekki hlýða, og situr á öðrum bakkanum í allan vetur, og bíður vors og þess að „sérfræði“ íslenzkrar verkfræði verði minna skeikul í ár en í fyrra. I hverri sveit á Islandi þekkir fólkið nærtæk dæmi um rangar ályktanir „sérfróðra“ manna, verkfræðinga, lækna og lögfræð- inga. Almenningur talar sín á milli um fátt tíðara heldur en dýr og háskaleg axarsköft, sem ýmsir þessii' menn hafi framið, í beztu meiningu, en fyrir vöntun á gáf- um og þekkingu. En hvað á þá að segja um Ilelga á Kleppi, þegar hann vill „spá“ um heilsu manna í framtíðinni. Ólíkt þarf meiri skarpskygni til þess en að reikna út brú eða mæla fyrir skurði. Mönnum honum færari hefir hraparlega skjátlast þar sem þeir gátu þó komið við fullkominni rannsókn um áþreifanleg efni. Helgi á Kleppi vill vera „spá- maður“ fyrir íhaldið um fram- tíðarheilsufar dómsmálaráðherr- ans. íhaldsblöðin telja hann óskeikulan í „sérfræði" sinni. En almenningur mun líta svo á, að fyrst að íhaldsdómurum, íhalds- skiptaráðendum og íhaldsverk- fræðingum skjátlast svo oft -sem raun ber vitni um, þá sé lítt að marka „spádómsgrun" hins grunnhyggna, kjarklitla, „yfir- spennta" sendiboða íhaldsins á Kleppi. R. ----o----- Bráðabirgðamat á „drengskap“ Jónasar Krist- jánssonar (sbr. yfirlýsingu íhalds- þingmannanna í Mbl. í dag) mun Tíminn láta fram fara svo fljótt sem við verður komið. ar sömu spurningar frammi fyrir i'annsóknarrétti og þá neitað að svara henni. Með þögninni hefir hann játað það, sem öll þjóðin hefir á tilfiningunni, að frásögn Jónasar Jónsonar er rétt og að II. T. hefir orðið „sér til van- sæmdar bæði sem læknir og mað- ur“. VI. Helgi Tómasson hefir aldrei þorað að fullyrða það opinber- lega, að Jónas Jónsson ráðherra væri geðveikur. I greininni í Mbl. segist hann aðeins hafa „látið í ljós þann grun*), að vafi leiki á um andlega heilbrigði dómsmála- ráðherrans, og að ástæða geti verið til að óttast ósjálfráðar at- hafnir hans, ef sá gimnur er réttur“. I sama blaði, sem út kom 12. marz s. 1., birtir H. T. þá yfirlýs- ingu, sem hann þá einnig var búinn að gefa fyrir rétti, að ráð- herrann hafi aldrei verið undir sinni hendi sem sjúklingur og að hann (H. T.) minnist þess ekki að hafa haft nein veruleg af- skifti af ráðheri'anum önnur en þau, sem af starfi sínu leiði (þ. e. þau viðskifti, sem H. T. sem *) Allar leturbr. í ummælum þeim, sem höfð eru eftir H. T. eru gjörðar af ritstjóra Tímans. Fréttir Tíðin. Norðanátt. og kuldatíð alla þessa viku. BrA til norðanáttar fyrra laugard, og var þegar komið 5 st. írost um allt land næsta dag, og á mánudaginn var frostið orðið 9—10 st. á Norðurlandi. Hefir það haldizt síðan og suma dagana orðið 15—l2 * * * * 7 st. Grímsstöðum á Fjöllum var frost- ið 28 st. á fimmtudagsmorguninn og í Reykjavík hefir næturfrostið orðA rúm II st. Er þetta mesti frostah.afli, sem komið hefir á vetrinum. Veður inátti iieita stillt fram el'tir vikunni og suma daga mjög gott sjó- veður. Á mánudagsmorgun gerði snöggvast SA-storm i Vestmannaeyj- um, en gekk brátt í noiðrið og iygndi. Á fimmtudagskvöldið gjörði loks norðangarð um ailt land er hólst allan föstudaginn með 10—12 st. frosti og hríðarveðri á Norður- og Austurland, en norðanstormi og níst- ingskulda á Vestur- og Suður-landi. í dag er komið ágætt veður vestan- lands og norðan, en ennþá hríðar- veður austan lands. Snjólaust má heita á Suðvestur- landi, en nokkur snjór kominn á Norðausturlandi. Um Bretlandseyjar og Norðurlönd er fremur stillt veðrátta og frostlítil. Framsóknarfélag Reykjavíkur held- ur fund í Ivaupþingssalnum á þriðju- dagskvöld (sjá augl.). Einar Árnason fjármálaráðherra talar um hanka- málið. Uppgripaafli á ísafirði og i Vest- mannaeyjum. „Burknar", heitir ljóðabók, sem kom út fyrir skömmu. Höfundurinn, Pétur Pálsson, er maður um fimm- tugsaldur og hefir eigi gefið út ljóð fyr en nú. Bók þessi mun vera með betri ljóðabókum, sem út komu á síðasta ári. Líkbrennslufélagið danska gerir Reykjavikurbæ tilboð um að lána 165 þús. króna, til þess að reist verði bálstofa hér. Dánardægur. Látnir eru mcrkis- bændurnir Daníel Jónsson á Eiði á Langanesi og Ólafur Stefánsson í Kalmanstungu i Borgarfirði. Hreindýr hafa í vetur gengið niður í byggð í Fljótsdalshéraði, sökum harðinda á öræfum. Amundsen hefir verið reist minnis- merki á Kyrrahafsströnd. Er það granitsúla. Blliheimilið í Reykjavík er rm nær fullgert. Mun það kosta um þó milj. króna. Siðastliðið ár voru reist 154 hús í Reykjavik, 132 úr st.ein og 22 úr timbri. Húsin munu hafa kostað samtals um 7y2 milj. króna. Skálda- og listamannastyrk, sam- kvæmt ákvörðun Menntamálaráðs hafa hlotið: Halldór K. Laxness og Guðm. Kamban 1500 kr. hvor. María Markan söngkona 12*0 kr., Guðni Kristjánsson söngvari 1000 kr., Jón embættismaðui' ríkisins þurfti að eiga við hlutaðeiganda ráðhei'ra). Þó að ekki væri annað við að styðjast en játningu H. T. sjálfs, liggur það alveg í augum uppi, að hann hafði enga aðstöðu til að geta vitað neitt um heilsufar ráðherrans. Yfirlýsing H. T. í Mbl. 28. febr. segir heldur ekki neitt um það efni, sem um er að ræða. Það má náttúrlega segja um hvaða mann, sem er, að „vafi leiki á um andlega heilbrigði hans“, svo lengi sem það gagn- stæða er ekki beinlínis sannað. Ilitt, að ástæða „geti verið til að óttast ósjálfráðar athafnir" manna, sem ekki eru andlega heilbrigðir!, er speki, sem ekki þarf að sækja til „sérfræðinga“. VII. Því hefir verið mjög á lofti haldið í blöðum íhaldsmanna nú upp á síðkastið, að H. T. einn væri bær að dæma um andlegt heilsufar manna, af því að hann sé „sérfræðingur“. H. T. hefir þó ekki sjálfur haft meiri trú á sérfræðinni en svo, að hann virð- ist hafa ráðgast við nokkra „col- lega“ sína, sem ekki eru sérfræð- ingar, um það, hvaða stefnu bæri að taka gagnvart Jónasi Jónssyni. Á læknafundi, fundi fáeinna hörð- ustu andstæðinga J. J„ sem, að Leifs tónskáld 1000 kr., Eggert Guð- ímmdsson og Óskar Scheving málar- ar og þórarinn Jónsson tónskáld 600 kr. hver. Norski konsúllinn í Leith, sem jafnffamt er afgreiðslumaður Eim- skipafélags íslands, hefir gefið f 250 (rúmlega 5500 kr.) til væntanlegrar dómkirkjubyggingar í Reykjavík. Vitaver3inum á Reykjanesi hefir atvinnumálaráðherra vikið frá em- bætti, sökum óreglu. Olynipisku leikarnir fara fram í Caleforniu í Bandaríkjunum árið 1932. íþróttasambandi íslands er boð- in þátttaka í leikjunum. Einnig er íslendingum boðið að senda fulltrúa á minningarhátíð enska íþróttasam- bandsins í sumar. Hallæri hefir verið j Kína á þessu ári. I einu héraði, þar sem neyðin er einna mest, er talið að 2 milj. manna hafi orðið hungurmorða árið sem leið, en þar voru 6 milj. íbúa. Fjölda mörg þorp ha.fa eyðst algjör- lega. Rán og ofbeldi er samfara hall- ærinu og ástandið ömurlegt á allan hátt. Ujipskerubrestur hefir verið undanfarin ár í ýmsum héruðum, þar sem neyðin er mest. Alþjóðafé- lag hefir verið stofnað í því skyni að bæta úr þessu ástandi, með fjársöfn- un o. s. frv., en aðstaðan til þess er erfið að ýmsu leyti. Við allt þetta bætist að nú er óvenju harður vetur i Kína. í Kóreu biðu hundrað manns bana af gassprengingu. Voru það flest skólabörn, sem voru viðstödd kvik- myndasýningu skamt frá. -----o---- íhaldið sér að sér. Þingmenn íhaldsflokksins, allir 17 með tölu, hafa séð þann kost vænstan að afneita Helga Tómas- syni opinberlega í Morgunblaðinu í dag. Það er alveg vafalaust, að af- neitun þeirra íhaldsmannanna er knúin fram af ótta við þá sterku andúðaröldu, sem risið hefir meðal almennings um land allt út af framferði læknisins á Kleppi. En þó að íhaldsflokurinn kunni að telja það skynsamlegt að láta Helga Tómasson standa einan og yfirgefinn, þegar á reynir, dregur það á engan hátt úr ábyrgð þeirra manna sem hótu H. T. því fyrir mánuði síðan oð sprengja „stóru bombuna“ á Alþingi. 2 undanteknum, hafa enga sér- þekkingu á geðveiki, er aðíörin ráðin. Og þegar H. T. fer að þræta fyrir söguburð sinn og réttlæta „gruninn“, ber hann fyr- ir sig ummæli pólitísks óvildar- manns ráðherrans, manns, sem ekki er „sérfræðingur“ í geðveiki, en hefir íramið læknisaðgjörðir, sem eru nægilega vafasamar til þess að vera orðnar að dóm- stólamáli. VIII. Þeirri ljótu sögu, sem rakin hefir verið að nokkru í þessari grein, mun nú að mestu lokið. Tilraun rökþrota andstæðings til þess að ráða niðurlögum vinsæl- asta stjórnmálamanns Islendinga hefii' mistekizt og hlotið verð- skuldaðan dóm. Atburðirnir skilja eftir óþægilega minningu um lítil- sigldan mann, sem varð verkfæri í höndum ógöfugrar þjóðmála- stefnu, og galt sjálfur óhappa sinna. Eftir eina öld eða svo, verður svar Helga Tómassonar í Mbl. álíka sögulegt plagg og morðbréfin frá dögum Jóns Sig- mundssonar eru nú, og heimsókn geðveikralæknisins í Sambands- húsið, verður þá talin hliðstætt sýnishorn af menningu 20. aldar- innar, og Sauðafellsför er af sinni öld. Alþingi s Frumvörp og þál. Frv. um gagnfræðaskóla, frá Ing- vari Pálmasyni og Erlingi Friðjóns- syni, flutt að tilhlutun kenslumála- ráðherra. í Vestmannaeyjum, Hafn- arfirði, Reykjavík, ísafirði og Akur- eyri skulu vera gagnfræðaskólar. Ennfremur er landsstjórninni heimilt að láta efna til gagnfræðaskóla á Sigiufirði og Norðfirði, þegar þeir kaupstaðir óska þess og uppfylla sett skilyrði. Stofnkostnaður gagnfræða- skólanna greiðist að þrem fimmtu hlutum af hlutaðeigandi bæjarfélagi, en að tveim fimmtu hlutum úr ríkis- sjóði. Ríkið leggur skólunum til rekstursfé, sem svarar 100 kr. árlega fyrir hvern nemanda, gegn framlagi úr bæjai'sjóðum, 150 kr. fyrir hvern nemanda. Ríkið leggi fram 90 þús. kr. samtals á næstu 3 árum til að ¥ reisa gagnfræðaskóla í Rvík. Fyrir- komulag gagnfræðaskólans á Akur- eyri helzt óbreytt fyrst um sinn. — Með þessu frv. er gjörð tilraun til að samræma löggjöfina um alþýðu- skóla kaupstaðanna á svipaðan hátt og áður hefir verið gjört i sveitun- um með lögunum um héraðsskóla. Frv. um járnbrautarlagning frá þingmönnum Árnesinga og Rangæ- inga og Magnúsi Jónssyni. Frv. um heimild fyrir ríkisstjórn- ina til nokkurra ráðstafana vegna Alþingishátíðarinnar 1930, fré alls- herjarnefnd efri deildar. Alþingis- hátíðinni er tileinkað sérstakt stimp- ilmerki, sem ríkisstjómin hefir einkarétt á. Verzlanir, sem óska að setja merki þetta á vörur sínar, greiði fyrir það allt að 15% af inn- kaupsverði vörunnar. Gjaldi því er inn kemur á þennan hátt skal vai'ið upp i kostnað við hátiðina. í frv. er ríkisstjórninni ennfremur heimilað, að ákveða, að undangenginni skoð- un, hvaða bifreiðar megi vera í notkun á þingvallavegum dagana 25. til 29. júní og er það gjört til að koma í veg fyrir að lélegar bifreiðar verði notaðar til mannflutninganna, og draga á þann hátt úr slysahættu. Loks er stjóminni heimilað að láta loka búðum í Rvík dagana 26.—28. júní, en leyfa að þær séu opnar að einhverju leyti sunnudaginn 29. Frv. um tekjuskatt og eignaskatt, frá Halldóri Stefánssyni og Magnúsi Guðmundssyni, flutt samkv. tillögum meirahluta milliþinganefndarinnar í tolla- og skattamálum. Milliþinga- nefndin var kosin á þinginu 1928 og hefir nú lokið störfum. í henni voru í upphafi Halldór Stefánsson, Har- aldui’ Guðmundsson og Jón þorláks- son, en síðan tók Magnús Guðmunds- son sæti í henni i stað J. þorl. Hefir Haraldur Guðrnundsson borið fram tillögur sinar í sérstökum frumvörp- um, sem einnig liggja fyrir þinginu. Frv. um verðtoll, flutt af sömu mönnum, og einnig samkv. tillögum meirahluta milliþinganefndarinnar. Sú nýbreytni felst í frumvarpi þessu, að i stað vörutolls og verðtolls, er nú gilda, komi verðtollur eingöngu. Er gjört ráð fyrir, að tekjur af verð- toili samkv. frumvarpinu, verði á- líka miklar og nú eru af báðum toll- unum til samans, en innheimtan hinsvegar einfaldari og ódýrari. Enn- fremur kemur verðtollur með meira réttlæti niður en þungatollur. Verð- tollurinn er tvennskonar. Tollskyld- um vörum er eftir frv. skift í fjóra flokka og tollurinn 5—30%. Allmarg- ar vörutegundir eru undanþegnar tolli þessum. En auk hans gjörir frv. ráð fyrir iy2% verðtolli, sem leggst á allar vörur jafnt, nema sérstakar undantekningar séu gjörðar. Frv. um ágang búfjár, frá Bern- harði Stefánssyni og Jörundi Bryn- jólfssyni. Frv. til ábúðarlaga, frá Jörundi Brynjólfssyni og Bemharði Stefáns- syni. Frumvörp þessi eru bæði samin af milliþinganefnd í landbúnaðar- málum og voru flutt á þingi i fyrra, en urðu þá eigi útrædd og eru flutt nú nálega óbreytt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.