Tíminn - 10.04.1930, Blaðsíða 2

Tíminn - 10.04.1930, Blaðsíða 2
70 TÍMINN bankastjórarnir eru komnir. Hv. þm. vill láta draga að skipa bankastjórana. En hverjar hefðu afleiðingamar orðið, ef það hefði verið gert? Þá hefði vitanlega öll undirbúningsvinna undir það að koma skipulagi á bankann orðið að bíða. Heldur hv. þm., að allar reglur fyrir hinar mörgu deildir bankans og yfirleitt alit fyrirkomulag bankans hefði skap- að sig sjálft, svo að bankinn hefði allt í einu komið fram al- skapaður eins og Aþena forðum út úr höfðinu á Seifi. Nei, til alls þessa þarf mikla vinnu og hverjir áttu að vinna það verk aðrir tn bankastjórnin? Það er gæfa, að hv. 1. þm. Skagf. átti ekki að skipa bankastjórnina. Hann hefði látið það dragast, svo að bankinn hefði ekki getað tekið til starfa og ekkert verið hægt að gera. Eg vona, fyrst bankastjórnin var skipuð á þeim tíma sem-’var, en ekki dregið að gera það, þá takist að vinna himi nauðsynlegasta undirbúning, áður en bankinn flytzt í þau bráða- birgðahúsakynni, þar sem hann verður að vera, þangað til hann fær önnur veglegri og betri húsa- kynni en þar eru. Þá kom hv. þm. (M. G.) að því í ræðu sinni, þegar eg „hafði á hendi yfirstjórn Islandsbanka“, eins og hann orðaði það. Ifonum fannst, að þessi „general-banka- stjóri, Tryggvi Þórhallsson, hefði að mestu leyti eða öllu leyti verið valdur að þessum vandræðum Islandsbanka. Það hefði þó verið munur á hinum fyrverandi ráðherrum og þessum. Þeir hefðu vitað og skilið, hvað þeir voru að gera. Hv. 1. þm. Skagf. vissi hvað hann var að gera, þegar hann tók enska lánið, það versta lán, sem nokkru sinni hefir verið tekið Islendingum til handa. Hv. 3. landskj. vissi, hvað hann var að gera, þegar hann skipaði Landsbankanum að beina einni miljón til Islandsbanka. Hv. þm. vill, að eg hefði gert slíkt hið sama, og látið ríkið taka á sig alla súpuna, þegar banka- stjórn íslandsbanka kom til mín og fór fram á það. Eg er sam- mála hv. 1. þm. Skagf., að það er mikill munur á mér og hinum fyrverandi bankaráðsmönnum Is- landsbanka að þessu leyti. En eg er ósammála hv. 1. þm. Skagf. um annað. Það hefir kom- ið fram áður í ræðu hjá honum, að hann álítur að fyrst og fremst hafi eg sem bankaráðsformaður átt að hugsa um hag bankans, en eg álít, að fyrst og fremst liafi átt að hugsa um hag lands- ins. Annars fer eg ekki langt út í það mál. Eg býst við, að flestir séu nú ánægðir með það, hvernig þetta mál var leitt til lykta og kvarta því ekki yfir því, hvemig komið er. Eg fyrir mitt leyti er mjög ánægður, ekki sízt fyrir það, að hv. 1. þm. Skagf. hefir haft tækifæri til að halda líkræð- una yfir bankaráðsformennsku minni, þó að eg hefði fremur kosið,að hann hefði getað flutt hana fyrr. Árið sem leið var eg að hugsa um að fara þess á leit við konung, að hann vildi létta því af forsrh. landsins með út- gáfu bráðabirgðalaga, að vera bankaráðsformaður fyrir privat- banka. Enginn maður er glaðari en eg út af því að vera nú leyst- ur við að vera bankaráðsformað- ur íslandsbanka. Háttv. þm. fór loks að tala um fjáraukalögin í sinni tíð og fjár- aukalögin nú. Eg ætla ekki að fara langt út í það mál, það heyrir undir fjmrh. Hv. þm. fór hér sem oftar með villandi og rangar tölur. Eg skal aðeins nefna tvö atriði. Annað er um- framgreiðsla á berlavarnarkostn- aðinum frá stjómartíð hv. 1. þm. Skagf. Árið 1924 var sú umfram- greiðsla 256000 kr., 1925 var hún 204000 kr., 1926 var hún 191000 kr. og 1927 var hún 360000 kr. Hitt atriðið er jarðræktarlögin. Árið 1927 var umframgreiðsla vegna þeirra 129000 kr. Engin þessara upphæða var tekin á fjáraukalög, en svona umfram- greiðslur eru á fjáraukalögunum nú. Eg nefni þetta aðeins sem dæmi til að sýna, hvað villandi þessar tölur eru hjá hv. þm. Nú skal eg ljúka máli mínu, en vil aðeins minnast á það, sem hv. þm. talaði um einn af minum látnu vinum, Hallgrím Kristins- son. Hann var að tala um, hvað hann hefði sagt og var að gera samanburð á sér og honum. Eg vil ekki taka þátt í því starfi með hv. 1. þm. Skagf., hvorki nú né endranær. Eg hefi enga til- hneigingu til að nefna þá í sömu andránni, hv. 1. þm. Skagf. og Hallgrím Kristinsson, og saman- burð á þeim mun eg aldrei gjöra. Fyrsta ræða Einars Árnasonar fjármálaráðh. laugardaginn 22. marz. Það voru nokkur atriði í ræðu háttv. 1. þm. Skagf., sem að mér sneru. Háttv. þm. las upp skýrslu um skuldir ríkissjóðs eins og þær liafa verið samkvæmt landsreikn- ingunum mörg undanfarin ár. Eg geri ráð fyrir, að háttv. þm. hafi farið rétt með þær tölur, sem hann tók upp úr landsreikningun- um fram til ársloka 1928. En svo fór haim að gjora áætlun um það, hvernig útkoman væri með skuld- imar árið 1929, og þá fataðist honum útreikningurinn. Ég undr- aðist, að maður, sem hefir verið fjármálaráðherra skuli láta sér sæma að fara með svo villandi tölur. Hann sagði, að árið 1929 hefðu skuldir ríkissjáðs vaxið úr 13,6 milljón upp í 18,5 milljón. Þessa staðhæfingu sína byggir liann á því að á árinu 1929 hafi stjómin tekið 5 '4 milljón kr. lán og bætir því við skuldarupphæð- ina eins og hún var við árslok 1928. Sannleikur þessa máls er sá, að á síðastliðnu hausti gjörði stjórn- in samning við enskan banka um 5'/4 millj. kr. lán og mátti stjórn- in nota svo mikið eða lítið af þessu láni, sem hún teldi sig þurfa. Nú notaði stjórnin af þessu urn 214 millj. og var þeirri upphæð varið tii að greiða aðrar skuldir, sem ríkissjóður var í, og taldar eru á landsreikningunum 1928. Fór mest af þessu fé til Lands- bankans. Hér er því aðeins um tilfærslu á skuldum að ræða. Ég tók það fram við 1. umr. íjárlaganna, að skuldir ríkissjóðs hefðu að mestu staðið í stað á ár- inu sem leið og þó heldur minnk- að. Við þetta stend eg hvar sem er. Allt tal hv. þm. um hækkun á skuldum ríkissjóðs á árinu 1929 er því vísvitanda fals og staðlaus- ir stafir. Þá kom háttv. þm. með miklar bollaleggingar um það, hvemig það yrði með skuldir ríkissjóðs í framtíðinni. Hann sagði, að ef þetta og þetta lán yrði tekið, þá mundu skuldir ríkissjóðs verða svona og svona miklar. Hann komst að þeirri niðurstöðu, þar sem skuldir ríkissjóðs væru 18 millj. kr., — en það er vitanlega alrangt, þá mundu skuldimar verða 30 millj, kr., þegar búið væri að taka það 12 millj. kr. lán, sem stjórnin hefði heimild til. Þetta er náttúrlega auðveit reikningsdæmi, sem óþarfi var að leggja fram hér, allir vita að 12 við 18 eru 30. Auk þess vita allir hv. þm., nema þá ef til vill hv. 1. þm. Skagf. (M. G.) að þess- ar 214 milljón, sem búið er að taka, eru hluti af 12 millj. kr. heimildinni. En hv. þm. er nú ekki að rekja sannleikann svo ná- kvæmlega. Og ef hv. andstæðing- ar hafa ekkert annað en ódrýgð- ar syndir stjórnarinnar til að tala um, þá fara nú ásakanimar að verða léttvægar. Háttv. þm. lét mjög á sér skilja, að lítil gætni væri sýnd í fjármálum. En ég verð að segja það, að ef athuguð er atkvgr. við 2. og 3. umr. fjárlaganna nú í þessari deild, muni það koma í ljós, að það er háttv. 1. þm. Skagf. og hans flokksmenn, sem. hafa viljað fara ógætilega. Nu vill 1. þm. Skagf. og hans flokks- menn, að byggðar séu raforku- veitur út um allar sveitir, og í sambandi við það sé ríkissjóði steypt í milljónaábyrgðir og skuldir. Ég hefi í raun og veru alls ekki á móti raforkuveitum, síður en svo. Þær framkvæmdir enj sjálfsagðar, þegar hægt er að koma þeim upp án þess að stofna héruðum og ríkissjóði í fjárhags- legan voða. En háttv. þm. og hans flokksmenn vilja byrja á þessum framkvæmdum undir eins, án þess að athuga, hvort ríkis- sjóður hefir nokkurt bolmagn til að reisa rönd við slíkum útgjöld- um. Eins og nú er ástatt, þá er enginn tekjuliður ákveðinn, sem mæti þessum raforkuveitum og þeim kostnaði, sem af þeim leiðir. Og þá er ekki um annað að gjöra fyrir ríkissjóð en að taka lán. Og get ég ekki séð hvað gæti komið ríkissjóði í skuldir, ef ekki það. Þá sagði háttv. þm., að áætlun 7. gr. fjárlagafrv. um vexti og af- borganir lána væri allt of lág, að það mundi væntanlega koma fyrir, að lán yrði tekið á þessu ári. Það er nú fyrst og fremst ómögulegt um það að •segja, hvort eða hve mikið lán verður tekið þetta ár, og því ómögulegt að segja um það, hve mikla vexti ríkissjóður verður að greiða. En þó að lán verði tekið þá er nú svo með það lán, sem tekið verður til vissra stofnana og fyrirtækja, að þessi fyrirtæki standa undir sínum lánum sjálf og kemur alls ekki á bak ríkis- sjóðs að greiða vexti og afborg- anir. Svo er t. d. um síldarverk- smiðjuna, símstöðina, skrifstofu- bygginguna og Byggingar og land- námssjóðinn, og þangað fer ,þó mest fjármagnið. (M. G.: En Is- landsbanki?). Islandsbanki sýnd- ist standa í blóma, þegar frv. var samið og ekki hægt að vita, að kassinn tæmdist svona hastarlega (M. G.: Má maður koma með brtt.?). Já, háttv. þm. má koma með brtt. Það bannar honum eng- inn. En það er vel á minnst hjá hv. þm., að allt útlit er fyrir að íslandsbanki muni verða þungur baggi á ríkissjóði. (M. G.: En framlagið til Landsbankans?). Landsbankinn greiðir 6% vexti af því. Veit hv. þm. það ekki? (M. G.: Nei, það hefir ekki verið upplýst.). Það stendur þó í sámn- ingunum milli ríkisstjómarinnar og Landsbankans. Eða heldur hv. þm., að þetta sé ekki satt? (M. G.: Nei.). Mig furðar það að hv. þm., sem er endurskoðandi Lands- reikninganna, skuli ekki vita þetta, og eg held, að það hefði verið betra fyrir hann að kynna sér þetta mál, áður en hann fór að tala hér um það. Þá sagði hv. þm., að það væri fært til vaxta í 13. gr., sem ætti heima í 7.t gr. Þetta skiftir engu um fjárhagsafkomu ríkisins. Hann sagði, að þetta væri gert til að fela vextina, en þetta er gert eftir fyrirlagi þingsins, að vextir af byggingu landssíma- stöðva skyldi vera fært á 13. gr., og fjvn. þessarar deildar hefir fallizt á þetta. Það sem hv. þm. á hér við, eru vextir og afborg- anir af byggingarkostnaði lands- símastöðvarinnar. I frv. er þetta sett á 13. gr. beinlínis eftir fyrir- mælum þingsins í fyrra, enda hefir fjárveitinganefnd þessarar deildar ekkert haft við þetta fyr- irkomulag að athuga. Það þarf því ekki að eyða orðum að þess- ari firru hv. þm. Hv. þm. var að tala um það, að ekki væru talin í 7. gr. fjár- lagafrv. öll þau lán sem ríkis- sjóður hefir tekið. Til þess er því að svara, að það hefir aldrei ver- ið gert, að telja þar öll lán, sem landið hefir tekið. T. d. er það svo um lán til veðdeildarbréfa- kaupa, að þau hafa hvorki verið talin sem skuld í Landsreikningn- um né vextir af þeim verið færð- ir á 7. gr. fjárlagafrv. Hv. þm. (M. G.) talaði um, að hv. 3. landsk. (J. Þ.) hefði lækk- að skuldir ríkissjóðs á þeim ár- um, sem hami var fjmrh. Á þess- um árum voru litlar framkvæmd- ir af hálfu hins opinbera, og var því hægt að borga nokkuð af skuldum. Eg viðurkenni fylliiega, að það var gert. En þó var það svo, að þessi hv. þm. tók í ráð- herratíð sinni nokkurra milljón króna lán, en það sézt bara hvergi í fjárlögum eða Lands- reikningum. Þetta fé fór til veð- deildanna, og er að sínu leyti hliðstætt því fé, sem núv. stjóm væntanlega tekur að láni tii I Byggingar- og landnámssjóðs. Sá er aðeins munur á, að það fé, sem hv. 3. landsk. tók til láns, fór til bygginga í kaupstöðum og kauptúnum, en Byggingar- og landnámssj óður fer til þess að byggja upp sveitir landsins. Þegar hv. 1. þm. Skagf. (M. G.) var að tala um, að útlit væri fyrir, að ríkissjóður myndi kom- ast í stórskuldir í tíð núv. stjórn- ar, gleymdi hann alveg að minn- ast á það atriði, að nú er verið að byrja hér stórkostlegar fram- kvæmdir, sem Alþingi hefir á- kveðið, að í skuli ráðizt og veitt fé til. (M. G.: Eg tók þetta fram). Stjómin á því ekkert á- rnæli fyrir þetta. Ef ekkert væri gert, en safnað stórum skuldum eins og árin 1920 og 21, þá væri einhver ástæða til ásakana. Þá var allt etið upp og sást ekkert eftir. Þá var hv. þm. enn með spá- dóma frarn í tímann, — hann sýn- ist halda mikið upp á þá, — um það, hversu há fjáraukalögin fyrir næsta ár mundu verða. Sagði hann, að þau myndu verða ennþá hærri en „íjáraukalögin miklu“. Skal eg ekki fara að met- ast um þetta við hann, reynslan mun skera úr því. En út af því, sem hann sagði, að hann vissi til að búið væri að greiða úr ríkis- sjóði millj. kr., síðan eg gaf hér skýrslu mína við 1. umr., vil eg geta þess, að eg bætti við einn lið í þeirri skýrslu minni 200 þús. kr. umfram það, sem greitt hafði verið. Verður a. m. k. að draga það frá upphæð þeirri, sem hv. 1. þm. Skagf. (M. G.) talaði um. Annars finnst mér þetta, hvort búið er að borga krónunni meira eða minna síðan þing kom saman, vera smámunir. sem ekki er hægt að eyða tíman- um til að tala um. Fleira þykist eg ekki þurfa að svara úr ræðu hv. 1. þm. Skagf. Hún var full af hógværum blekk- ingum og rökvillum í því nær hverju atriði. Sérstaklega er sú fullyrðing hans, að skuldir ríkis- sjóðs séu nú 18.5 millj. kr., alger- lega röng, og er upphæðin nærri 5.5 millj. kr. of há, eins og eg bent á áður. Vil eg að lokum skora á hv. þm. að færa skýr rök að þessari staðhæfingu sinni, ella verður hún að teljast markleysa ein. Síldareinkasalan Síðasta ræða Einars Árnasonar fjármálaráðherra mánudagizm 31. marz. Eg skal reyna að leitast við að lengja ekki umr. mjög mikið. Þessr eldhúsdagur hv. stjórn- andstæðinga er nú ekkert orðið annað en lengdin, sem aHir fæl- ast, og eru fyrir löngu orðnir leiðir á, því enginn er farinn að skilja í því hvar þetta eigi að enda. Eg get því frekar verið stuttorður nú þar sem eg hefi ekki heyrt nema sumt af þeim ræðum, sem fluttar hafa verið hér í þessari hv. deild, og sumt hefir farið fram hjá mér þótt eitthvað kunni að hafa fallið í minn garð. Eg hefi, að minnsta kosti af og til, haft þarfara að starfa en að hlusta eftir þessurn ræðum. Það, sem gefur mér aðallega tilefni til að standa upp, er ræða hv. þm. Vestm. (JJós.), sem haldin var einhverntíma í vik- unni sem leið. Okkur hv. þm. bar nokkuð á milli út af síldareinkasölunni, sem hann gerði að árásarefni á stjórnina. Hv. þm. kvartaði und- an, því að eg hefði verið harð- orður í sinn garð. Mér þykir það leitt, ef hv. þm. hefir tekið sér það mjög nærri, en hinsvegar verð eg að segja það, að ræða hans gaf tilefni til þess að ekki væri tekið á henni með sérstak- lega mjúkum silkihönskum. Það er langt frá því, að eg ætli að fara að deila við hv. þm. um öll atriði sem fram komu í ræðu hans. Til þess er enginn tími. Eg ætla aðeins að minnast á fáein atriði. Það, sem hv. þm. sagði um síldarsöltun, virtist bera vott um litla þekkingu hjá honum á síld- arsöltun og útgerð og mig furðar að hann skuli fara svo langt út í málið sem hann gerði. Hv. þm. hefir vafalaust fengið upplýsing- ar hjá mönnum, sem ekki hafa verið neitt vinveittir einkasöl- unni, og hann hefir byggt of mikið á þeim upplýsingum. Eg hafði svarað sumum atrið- um frá fyrri ræðu hv. þm., en í seinni ræðu sinni endurtók hann sumt og þarf eg ekki að fara út í það. Hv. þm. gat þess meðal ann- ars, að eitthvað hefði verið selt af síld áður en reglugerðin 1928 hefði verið samþ. Þetta getur verið rétt hjá hv. þm., en það voru tiltölulega fáar tunnur, sem seldar voru áður en reglugjörðin var sett. Og sú sala var í sam- ræmi við þá reglugjörð, sem síð- ar kom eftir till. þeirra manna, sem bezta þekkingu töldust hafa á þessu máli. Stærð síldarinnar var svo sem reglugjörðin ákvað að hún ætti að vera, endá seldist sú síld fullu verði, sem seld var fyrirfram. Þá er búið að marghrekja í ræðum og blöðum það, sem sagt hefir verið um síldarsamninginn 1928. Samanburður hv. þm. á krydd- síld árin 1927, 1928 og 1929 er villandi, því sú tunnuupphæð, sem hann nefndi fyrir árið 1929 er röng. Krydd- og sykursöltuð síld, sem altaf er talin saman í útflutningsskýrslunum, voru 26 þús. tunnur árið 1929, en ekki 17 þús., eins og hv. þm. sagði. Staðhæfingar hans munu vera byggðar á sögusögnum annara, þar sem hann hefir alls ekki kynnt sér þessi mál af eigin reynd. Mun sykursaltaða síldin hafa verið dregin undan. Þá kom sami hv. þm. að því í seinni ræðu sinni, að Svíar hefðu eiginlega kryddsíldarverkunina í sínum höndum. Það er rétt, að þannig hefir það verið, og það er ekki svo létt að breyta því í einu vetfangi. Árið 1928 var ekki hægt að ná samningi við Svía um kaup á kryddsíld á öðrum grund- velli en þeim, að þeir að miklu leyti legðu til salt, tunnur og krydd. Var eðlilegt að svo færi fyrsta árið, því sumir síldarkaup- endurnir áttu tunnur og salt liggjandi hér á landi frá árinu 1927. Einnig höfðu íslenzkir síld- arútgerðarmenn gert fyrirfram samninga um kryddsíld snemma á árinu 1928, sem Síldareinkasal- an varð að taka tillit til, þó ó- hagstæðir væru á ýmsa lund. Þessvegna var ekki hægt að taka kryddsíldarverkunina eins föstum tökum og æskilegt hefði verið. Árið 1929 var hægt að lagfæra þetta að talsvert miklu leyti, þó nokkrir síldarkaupendur fengju

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.