Tíminn - 10.04.1930, Blaðsíða 4

Tíminn - 10.04.1930, Blaðsíða 4
72 TÍMINN ar embættaveitingar borið ondir mig. Eg skal þá geta þess fyrst, að hv. þm. hjelt því fram, að stjórn- in færi eítir fastri reglu um allar embættaveitingar. Ég man ekki hvort hv. þm. sagði, að það væri nær eða alveg ófrávíkjanleg regla, en þessi hv. þm. er vanur að kom- ast skýrt að orði. Reglan vai- þessi: Stjórnin fer annað hvort eftir pólitískri eða persónulegri hlutdrægni um embættaveitingar. Hv. þm. hefir bezta aðstöðu til að kveða upp dóm um þetta, þvi hann er einn þeirra, sem hefir orðið íyrir því að koma til greina við em irættaveitingar af þessarl stjóra. Ég veit ekki hvort það hefir heldur verið af persónulegri eða pólitískri hlutdrægni, að hann fékk veitingu fyrir því embætti. (Magnús Jónsson: Það er bez.t að spyrja flokksmenn hæstv. stjóm- ar. Þeir hafa skammað stjómina). Ég var nú að spyrja hv. 1. þm, Reykv. Ég spyr nú hv. þm. alveg ákveðið. Hvort var það heldur pólitísk eða persónuleg hlut- drægni, er ég veitti honum pró- fessorsembætttið ? Árásir hv. þm. á mig hafa aðal- lega verið á þrem sviðum, um skipun bankastjóra búnaðarbank- ans, póstmannaembættin og út- varpsst j óraembættið. Hv. þm. ásakaði mig einkum fyrir skipun aðalbankastjórans í Búnaðarbankanum og virtist hneykslast mjög á því, að mér hefði dottið í hug að setja dr. Pál Eggert Ólason í það embætti. Hneykslun hv. þm. stafaði eink- um af því, að honum fannst alveg sjálfsagt að taka einhvem banka- mann. Ég er á allt annarri skoð- un en hv. þm. Það er svo gjör- samlega ólíkt að starfa sem starfsmaður í banka, til dæmis við bókhald eða gjaldkerastörf og að vera bankastjóri, sem sé ráða því, hvert eigi að beina peninga- straumnum í landinu. Bankamenn geta auðvitað haft þá hæfileika, sem bankastjóra eru nauðsynleg- ir, en þeir geta líka verið lausir við slíka hæfileika og samt verið vel fallnir til síns starfs. I banka- stjórastöðuna þarf að fá gáfaðan mann, duglegan og sjálfstæðan, sem er gagnkunnugur öllum hög- um landsins og landbúnaðarins sérstaklega. 0g jafnvel hv. 1. þm. Reykv. (M. J.) hefir játað, að Páll Eggert Ólason hafi þessa hæfileika í ríkum mæli. Svo að ég haldi mér við ummæli ýmissa samherja hv. þm., get ég sagt það, að einn af menntuðustu blaða mönnum í hans flokki hefir sagt, að hann áliti dr. Pál Eggert ein- hvern alhæfasta manninn í þess- um bæ til að vera bahkastjóri Búnaðarbankans og annar sam- flokksmaður hv. þm., sem situr hér skmmt frá mér, hefir látið svo um mælt, að hann álíti veit- inguna óaðfinnanlega. Það væri kannski. hægt að beina þeirri ásökun til mín, að ekki hefði ver- ið rétt að taka slíkan dugnaðar- mann, sem dr. Páll Eggert er, úr því starfi, sem hann hefir gegnt. En þó að mér sé saeran kær, er mér þessi nýja stofnun enn kær- ari. Mér er Búnaðarbankinn svo kær, og það er svo áríðandi, að hann fari vel af stað, að ég lét ekkert annað en velgengni bank- ans ráða þessari veitingu. Ég vissi, að allt hefir blessast í hönd- unum á Páli Eggerti og um allt hefi ég á honum hið fyllsta traust. Þess vegna veitti ég hon- um embættið. — Hv. þm. hefir ekkert ásakað mig fyrir að gera Pétur Magnússon að bankastjóra, en út af Bjama Ásgeirssyni var hann eitthvað óánægður. En ég vil segja, að Bjami Ásgeirsson er sérstaklega vel að sér á búnaðar- sviðinu, einkum er hann vel kunn- ur öllum nýjungum á sviði bú- skaparins, enda var hann á síð- asta Búnaðarþingi endurkosinn í stjóm Búnaðarfél. með öllum 12 atkvæðum. Nei, eina stóra ásökunin í þessu máli var sú, að ég skyldi hafa tekið Pál Eggert Ólason, mann, sem er viðurkennd- ur fyrir frábæra vitsmuni og dugnað. Og þessi ásökun kemnr frá manni, sem reis upp hér í hv. deild í fyrra og mælti á móti því, að Búnaðarbankinn yrði stofnað- ur. En ég veit, að eftir nokkurn tíma verður það einróma dómur þjóðarinnar, að valið á forystu- manninum, hafi tekizt farsællega, alveg eins og dómur þjóðarinnar var á móti hv. 1. þm. Reykv. í fyrra. Hv. þm. kastaði til mín þeirri hnútu, að við í stjórninni værum að leggja Þórð Sveinsson, lækni, í einelti. Hann hefði verið í stjóm Ræktunarsjóðsins í fyrra, en væri ekkert riðinn við Búnaðarbankann núna. Þegar Bjami Ásgeirsson vai'ð bankastjóri, losnaði hann úr þeirri sérstöku nefnd, sem á að vera stjórn Búnaðarbankans til aðstoðar um lánveitingar úr Bygg- ingar- og landnámssjóði, en Þórð- ur Sveinsson var skipaður í stað hans. Þórður tók þeirri skipun greiðlega og hefir starfað með áhuga í nefndinni, eins og hans var von og vísa. Þetta er nú elt- ingarleikurinn sá. Hv. þm. sagði, að ég hefði flýtt mér að búa til útvarpsstjóra- embættið. Á þinginu 1928 vom sett lög um þetta mál, en það var ekki fyrr en í ársbyrjun 1930, að útvarpsstjórinn var skipaður. Alþingi skorar á mig á þinginu 1929 að flýta þessu máli. Enn- fremur lágu fyrir tillögur frá út- varpsráðinu í þessa átt. Með öðr- um orðum var það alveg sjálf- sögð ráðstöfun að skipa útvarps- stjóra. Hv. þm. sagði, að ég hefði flýtt mér að ákveða launin. Nefnd var skipuð 1927, og liún ákvað launin í nál. og ég fór eftir því. Sannleikurinn er sá að þingið hef- ir oftar en einu sinni verið að reka á eftir mér í þessu máli, sagt mér að ég þyrfti að flýta mér — og svo fæ ég aftur skammii' þegar loks er farið af stað. Um sjálfa veitinguna ætia ég ekki að segja margt. Vitanlega orkar alltaf tvímælis um slíkai stöður, einkum þar sem ekki get- ur verið um reynda menn að ræða í því starfi, sem þeir eiga að vinna. Nú hittist svo á, að frá út- varpsráðinu og landssímastjóra komu 4 tillögur. Allt voru það góðir menn, sem stungið var upp á og ég var þeim öllum kunnug- ur. Þar sem útvarpsráðinu bar ekki saman, hlaut ég að taka mest tillit til þess, sem formað- urinn sagði, og hann tilnefndi Jónas Þorbergsson. Þetta var nú formléga hliðin. Um efnislegu hliðina er það að segja, að ég trúði á mestan dugnað hjá Jónasi Þorbergssyni af þeim fjórum mönnum, sem til voru nefndlr. Iiv. þm. sagði, að útvarpsstjórinn mætti umfram allt ekki vera póli- tískur maður. Þá var vandlifað fyrir mig, því að allir þessir menn voru pólitískir. Þríi af þeim voru ritstjórar við pólitísk blöð og séra Ragnar Kvaran er vfirlýstur sócialisti. En hitt er ég sammála hv. þm. um, að þegar þessi pólitíski maður er orðinn útvarpsstjóri, á hann að vera hlutlaus. Jónas Þorbergsson á mest í húfi sjálfur, ef hann verð- ur hlutdrægur. Loks kom rúsín- an hjá hv. þm. Hann sagði, að ég hefði veitt Jónasi Þorbergssyni embættið af tveim ástæðum. Ann- ars vegar af því að Jónas Þor- bergsson væri einhver ákveðnasti og harðsnúnasti vinur minn og samherji. Hinsvegar af þeirri ástæðu að Jónas Þorbergsson væri orðinn á móti mér og gerði mér allt til bölvunar. Með öðrum orð- um. Af tveim ástæðum veitti ég Jónasi Þorbergssyni embættið: annarsvegar af því að hann var svo mikið með mér, hinsvegar af því að hann var svo mikið á móti mér. Slík er rökvísi hv. þm. Þeim sem nota önnur eins rök að þetta, á að útvarpa. Loks kem ég að póstmönnun- um. Áður en ég vík að póststöð- unum 1 Reykjavík, ætla ég að minnast á þrjár breytingar, sem gjörðar voru úti á landi. Hv. þm. fann að því, að ég hafði tekið póstaígreiðsluna af séra Ólafi Sæ- mundssyni í Hraungerði. Ég gjörði þetta, af því að póst- afgreiðslan var flutt frá Hraun- gerði að Ölfusárbrú. Svo stóð á, að búið var að fullgjöra nýja rjómabúið við Ölfusárbrú. Ölfus- árbrú varð þá auðvitað enn miklu frekar en áður miðstöð fyrir hér- aðið, svo að það var alveg sjálf- sagt, að þar átti póstafgreiðslan að vera. Hraungerði liggur í miðj- um Flóanum og var vel sett fyrir póstafgreiðslu á sinni tíð. Nú er alt öðru máli að gegna, enda hef- ir póstmálanefndin hiklaust lagt til, að afgreiðslustaðurinn yrði fluttur. Elngum einasta manni í Árnessýslu dettur í hug að áfell- ast mig fyrir þetta. Þá álasaði hv. þm. mig fyrir að póstafgreiðslan í Vestur- Skaftafellssýslu skyldi verða flutt að Klaustri. En það er öllum vit- anlegt, að þegar póstafgreiðslan var fyrir nokkrum árum flutt frá Klaustri, var það af pólitískum ástæðum gert, svo að eg var bara að gera. sjálfsagða leiðrétting. Ivirkjubæjarklaustur er miðstöð í héraðinu, og þar á póstafgreiðsl- an að vera, enda lagði póstmála- nefndin það eim’óma til. Það þriðja, sem hv. þm. nefndi, var afgreiðslan á Sandi. Við Framsóknarmenn höfum ekki vit- að til, að þar ættum við nokkra fylgismenn, en þegar einn sam- flokksmaður hv. 1. þm. Reykv. ber þar fram tillögu um að á- saka mig fyrir afskifti mín af póstmálunum þar, er hún felld þar á 2 fundum, af andstæðing- um mínum. Loks kem eg að þyngstu ásök- un hv. þm. um veitingu póst- meistara- og póstritaraembætt- anna hér í Reykjavík. Þeir menn, sem embættin fengu, hafa báðir um áratugi verið í þjónustu póst- stjórnarinnar og farizt það hið bezta úr hendi. Hv. þm. setti upp reglu, sem sé þá, að ráða mætti með vissu af embættaveitingun- um, að mennirnir væru flokks- menn stjórnarinnar. Annar mað- urinn, sem um er að ræða, Sig- urður Baldvinsson, er Jafnaðar- maður. Hinn, Egill Sandholt, er Ihaldsmaður. Hvorugur þessara manna er því flokksmaður stjóm- arinnar. Hinsvegar sótti um póst- ritarastöðuna mjög eindreginn flokksmaður minn frá heimili í Strandasýslu, þar sem búa ein- hverjir öruggustu fylgismenn fylgismenn mínir. Þessi maður var Einar Guðnason. En eg veitti honum ekki embættið. Hv. þm. vildi halda fram Guðmundi Bergssyni. Hann er vafalaust vandaður maður, en hann er kominn á gamals aldur og póst- málastjóri lagði ekki til, að hann fengi embættið. Eg veitti það Sigurði Baldvinssyni, sem um langt skeið hefir gegnt sams- konar störfum á Seyðisfirði og getið sér hinn bezta orðstír. En um leið verður póstafgreiðslustað- an á Seyðisfirði lögð niður, sam- einuð stöðvarstjórastöðunni. Spar- ast ríkissjóði árlega álitleg fúlga við það. Hinsvegar veitti eg þeim manni póstritarastöðuna, sem að- alpóstmeistari lagði eindregið til að yrði póstmeistari hér í bæn- um. Þeirri stöðu fylgir mikil pen- ingaábyrgð, umsjón með öllum frímei'kjabirgðum og öllum fjár- reiðum í fjarveru póstmálastjóra. Eg veitti Agli Sandholt embættið í samráði við póstmálastjóra. Eg leitaði upplýsinga um manninn og treysti honum bezt, að fengn- um upplýsingum, og veitti honum þessvegna embættið. Þá kem eg að stóru syndinni, sem hv. þm. sagði, að væri ekki pólitískt glappaskot, heldur annað miklu verra. Hv. þm.*) sagði, að persónuleg hefndarlöngun hefði ráðið gjörðum mínum. Hv. þm. gat þess, að fyrir mörgum ár- um hefði eg lent í blaðadeilum við Magnús Joohumsson, og nú hefði eg hefnt mín á honum, með því að veita honum ekki þá stöðu, sem hann sótti um. Það er erfitt fyrir mig að sanna, að persónu- legar hvatir hafi ekki ráðið þess- ari veiting. Undir slíkum kring- umstæðum komast venjuleg rök ekki að. Og þegar eg nú legg út í að tala um þetta, kemst eg ekki hjá því, að vera nokkuð persónu- legur. Hv. þm. segir, að ég hafi vegna skammagreinar hefnt mín á göml- um skólabróður á ódrengilegan hátt. Hann segir, að ég hafi mis- beitt valdi mínu til þess að níð- ast á Magnúsi Jochumssyni. Fyrst vil ég þá spyrja: er það einsdæmi, að skammagrein sé skrifuð um Tryggva Þórhallsson? Nei, þær skifta hundruðum og jafnvel þúsundum. Hv. 1. þm. Reykv. ætti því sannarlega að geta rökstutt það með mörgum dæmum, hvernig þessi vondi mað- ur, Tryggvi Þórhallsson, hefir hefnt sín fyrir þessar skamma- greinir. Ég hefi sem sé haft betri aðstöðu en nokkur annar maður á íslandi til að hefna mín bæði sem þingmaður og ráðherra. Dæmin ættu því að vera mörg fyrir hendi. En slík dæmi hefir hv. þm. alls ekki nefnt. Ég ætla aftur á móti að leyfa mér að nefna nokkur dæmi, sem benda nokkuð í aðra átt. Ég nefni þá fyrst til viðskipti mín við annan skólabróður minn. Margar skammagreinar fóru okk- ar í milli miklu harðari en milli mín og Magnúsar Jochumssonar. Við háðum saman hina harðvít- ugustu kosningabaráttu. Og enn harðari varð viðureign okkar, því að hann lögsótti mig og fékk mig dæmdan í fésektir. Síðan fékk ég tækifæri til að hefna mín, og hafði vissulega meiri ástæðu til þess, gagnvart honum, heldur en Magnúsi Jochumssyni. En hvem- ig hefndi ég mín? Það kom fram á Alþingi nokkrum árum siðav, þegar hv. þm. Barð. flutti till. um fjárstyrk til þessa skólabróð- ur míns, og það valt á mínu at- kvæði, ef ég man rétt, til sam- þykktar. Svona hefndi ég mín á honum. Ég get ennfremur nefnt annan skólabróður minn, embættismann nú á Norðurlandi. Við skrifuðum hvor um annan margar skamma- greinir, hinar mestu óbótaskamm- ir, sem sést hafa í blöðum á síð- ari árum. Það leið ekki’ á löngu, að ég fengi tækifæri til að hefna mín og hvemig gjörði ég það? Þessi skólabróðir minn sendi erindi til Alþingis, sem var miklu þýðingarmeira fyrir hann, heldur en þessi 500 kr. launaviðbót til Magnúsar Jochumssonar. Ég greiddi atkvæði með þessu erindi fyrst í fjárvn. og svo í þingdeild- inni. Miklu meiri ástæðu hafði ég til þess að hefna mín á honum en á Magnúsi Jochumssyni. Svona hefndi ég mín gagnvart þessum skólabróður mínum. Þá nefni ég þriðja dæmið, og þar hlýt ég að verða enn per- sónulegri. En ég þarf að verja hendur mínar gegn mjög illvígri persónulegri ásökun, þeirri ásök- un, að ég hafi misbeitt valdi mínu gegn gömlum skólabróður. En ég vil jafnvel fá háttv. 1. þm. Reykv. til þess að sannfærast um það og játa, að þessi áburður hans er rangur, að ég hafi verið að hefna mín út af lítilfjörlegri skamma- grein. Ég vil minna háttv. þm. á það, þegar við fyrir nokkrum árum síðan kepptum um embætti hér við háskólann; það var embætti, sem faðir minn hafði gegnt um skeið, og sem ég hafði verið sett- ur til að þjóna í 9 mánuði. Þetta *) þ. e. Magnúsi Jónssyni. er hið eina embætti, sem mig hefir langað til að fá; en háttv. þm. tók það frá mér. Það eru mestu vonbrigðin, sem ég hefi orðið fyrir imi æfina. Hversu miklu meiri ástæðu hafði ég ekki tii þess að hefna mín grimnuiega gagnvart þeim skólabróður, sem hremmdi þetta embætti frá mér, enda þótt að hann veitti. það ekki. En hvernig hefndi ég mín? Þar sem við höfum nú starfað meira og- minna saman á ýmsum svið- um í 10—20 ár; þá vil ég nú snúa mér að honum með þá spurningu, og leggja undir dreng- skap hans, hverju hann svarar: Hvernig hefi ég komið fram við hann i okkar viðskiptum? Hefir hann orðið var við hefndarhug frá mér í sinn garð? Og ef ég er svona lieínigjam sem hv. þm. vill vera láta, þá hafði ég sérstaka ástæðu til að gjöra-það í þessu tilfelh. Síðastliðið sumar var svo til, að það heyrði undir mig, í forföli- um hins reglulega dómsmrh., að veita pi'ófessorsembætti við guð- fræðideild háskólans. Þar fékk ég tækifæri til að sýna í verki hversu hefnigjarn ég væri. Ég get gjarn- an sag-t það, að ég sóttist eftir því að veita þetta embætti og hvatti til þess fyr að svo yrði sett i embættið sem var. Og svo veitti ég hiklaust þessum gamla skólabróður mínum embættið. Og nú segir hann, að útaf lítil- fjörlegri skammagrein, fyrir mörgum árum, hafi ég hefnt mín á Magnúsi Jochumssyni Oðrum fórst en ekki hv. 1. þm. Reykv. að beina því til mín, að ég notaði tækifæri til þess að hefna mín í embættaveitingum. Háttv. 1. þm. Reykv. hefir sízt allra maima átyllu til þess. Ég þykist vita hvaða vitni hann muni bera mér um þetta, og sam- vinnu okkar yfir höfuð, og treysti drengskap hans til þess að játa það sem rétt er. Ég vil ljúka máli mínu með þvi að beina þeirri áskorun til háttv. 1. þm. Reykv., að hann taki aftur þá ásökun sína í minn garð, að ég hafi níðst á gömlum skólabróður mínum í hefndarskyni, með því að neita honum um póstritara- embættið. Við veitingu þess em- bættis hafði ég það eitt í huga, að veita það þeim manni, sem ég gæti borið fullt traust til, að þvi er snertir hina fjárhagslegu ábyrgð, sem því er samfara. Háttv. þm. hefir ásakað mig fyrir fjórar embættav eitingar. Tvö af þessum embættum voru veitt samflokksmönnum mínum, en hin tvö mönnum, sem ekki eru í mínum flokki. Þar er því ekki hægt að bregða mér um póhtíska hlutdrægni. Ég víl ennfremur benda á, að undir mína stjómar- deild heyra flestai embættaveit- ingar, og að ég hefi veitt yfir 100 embætti og opinber störf, síðan ég tók við stjóm. Og svo kemur þessi ötuli stjómarandstæðingur, með marga árganga af íhalds- blöðunum, og ræðst á mig fyrir veitingu á þessum fjórum em- bættum. Tvö af þessum embætt- um eru veitt bráðduglegum gáfu- mönnum: dr. Páli E. ólasyni og Jónasi Þorbergssyni, og hin tvö mönnurn, sem em vammlausir og hafa staðið vel í sínum stöðum; en það eru Sigurður Baldvinsson póstmeistari á Seyðisfirði og Eg- ill Sandholt. Mér þykir leitt að þurfa að hryggja háttv. 1. þm. Reykv., með því að þakka honum eins og áður, ekki fyrir þær persónulegu aðdróttanir, sem hann hefir beint til mín, heldur af því, að hann, sem er svo glöggur maður og öt- ull stjórnarandstæðingur, hefir ekki getað fundið fleira að gerð- um mínum til að ásaka mig fyrir, en ræða hans bar vott um. Ritstjóri: GíaJí Guðmondsson, Hólatorgi 2. Sími 1245. Prantsmiðjan Acfta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.