Tíminn - 03.05.1930, Blaðsíða 4

Tíminn - 03.05.1930, Blaðsíða 4
94 TÍMINN Bréf Jónasar Jónssonar dómsmálaráðherra, Haralds Guðmundsson- ar og Péturs Magnússonar. I. Þann 28. f. m. hefir Jónas Jónsson, efsti frambjóðandi B- listans, ritað efstu mönnum A~ og C-listans, þeim Haraldi Guð- mundssyni og Pétri Magnússyni á þessa leið: Reykjavík, 28. apríl 1930 Einn síðasta þingdaginn átti eg tal við yður og efsta mann þriðja landskjörslistans um fundi af hálfu okkar þriggja efstu manna lista þessara nú í vor. Eg álít að kjósendur eigi rétt á, að fá að kynnast með sjón og heyrn þeim frambjóðendum, ei þeir fela umboð til 8 ára. Eg álít .þessvegna að okkur beri skylda til að koma sem allravíðast á fundi með kjósendum þann stutta tíma, sem eftir er fram að kjör- degi. Eg álít, að rétt sé, að hafa marga fundi en stutta, og alloft megi hafa tvo slíka fundi á dag, þar sem skilyrði eru heppileg. Vildi eg fyrir mitt leyti stuðla að því, að svo gæti verið. En eins og vegum er háttað hér á landi, er erfitt um langar landferðir í maímánuði. Hefir mér því komið til hugar, að við ætt- um í maí, eða einkum fyrri hluta mánaðarins að fara á þá staði, þar sem fólk getur auðveldlega safnast saman í kauptún, þótt landvegir séu slæmir, og er það fyrst og fremst á Vestfjörðum. Hefi ég álitið mögulegt,að við þar gætum haft nokkum flutnings- létti af varðskipunum, sem þurfa að líta eftir þar einmitt á þeim tíma. Hygg eg nálega ómögulegt, að við getum komizt yfir hina mörgu fundarstaði, sem þarf að heimsækja, nema með því að njóta einhvers flutnings með þeim skipum, eftir því, sem at- vik leyfa. Samkvæmt þessu álít eg, að gæti komið til mála að við fram- bjóðendur heimsæktum nokkur helztu kauptúnin á Vesturlandi íyrra hluta maímánaðar. Bið ég yður að láta mig vita skriflega, ekki síðar en næsta þriðjudags- kveld, hvort þér getið eða viljið taka þátt í slíkri fundarferð. Að lokirmi ferð á Vesturlandi hefði eg helzt kosið að heimsækja Austfirðinga, og að við frambjóð- endur héldum þar fundi í kaup- túnum og á Egilsstöðum, halda síðan áfram norður í Þingeyjar- sýslur, og ef unt væri hafa lokið fundi á Akureyri rétt áður en af- mælishátíð skólans byrjar, um mánaðamót maí og júní. Eftir þá hátíð fellur hraðferð til Reykja- víkur með Esju, og væri þá hægt um vik að halda fundi á landinu sunnanverðu og vestanverðu og í Reykjavík sjálfri og næstu kaup- túnum. Ég vildi megi óska þess, að þér létuð mig á sama hátt vita hvaða fundi þér kunnið nú þegar að hafa ákveðið og hvaða ráða- gerðir þér hafið um fundi og fundarstaði. Viðvíkjandi fundum þeim, sem eg boða til, mun eg leggja til að fullt jafnrétti sé milli flokkanna, þeir hafi jafnan tíma hver fyr- ir sig, að framsöguræður fram- bjóðenda eða umboðsmanna þeirra séu hálf stund eða ekki meira, og þaðan af styttist ræð- ur allra eftir því, sem frambjóð- endur koma sér saman um. Eg vænti heiðraðs svars yðar eigi síðar en annað kvöld viðvíkj- andi aðalatriðum þessa máls. Um fyrirkomulagsatriði viðvíkjandi einstökum fundum getum við tal- að síðar. Virðingarfylíst Jónas Jónsson. 1. landskjörinn þm. II. Bréf yðar, herra ráðherra, dag- sett 28. þ. m. hefi eg fengið og læt yður vita, að ég vil gjamar hafa fundi með yður og fram- bjóðanda C-listans á sem allra, flestum stöðum fyrir landskjörið næsta. Ef þér gerið ráð fyxir að hafa einhvem „fluttningslétti“ að ein- hvierju varðskipanna milli fund- arstaða, mun eg þiggja boð yð- ar um að íljóta með, þar sem eg sé ekki að mér verði fært að kom- ast á alla íundarstaðina í tæka tíð án þess. Virðingaríyllst Reykjavík, 24./9. 1930 H. Guðmundsson. Herra 1. landskj. þm. Jónas Jóns- son, ráðherra, Reykjavík. III. Reykjavík, 30. apríl 1930. Herra dómsmálaráðherra Jónas Jónsson Reykjavík, Mér hefir borizt heiðrað bréf yðar, dags. 28. þ. m. þar sem þér spyrjizt fyrir um, hvort ég vilji taka þátt í ferð yðar í þingmála- íundaleiðangui' til Vestfjarða í næsta mánuði. Gjörið þér ráð fyrir að nota varðskipin til flutn- ingsléttis í þessum ieiðangri. I samráði við miðstjórn Sjálf- stæðisflokksins skal ég svara er- indinu á þessi leið. Enda þótt miðstjórnin telji eigi rétt að nota varðskipin til slíkra ferða tek ég boði yðar um að fylgjast með í leiðangrinum, svo framarlega sem þér eruð ráðnir í að nota skipin. Sjálfstæðisflokk- urinn óskar og eftir að einn mað- ur úr miðstjórn hans geti fylgst með í leiðangrinum. Þátttaka mín í leiðangnnum er bundin því skilyrði, að ég fái leyfi atvinnumálaráðherra til að fara frá Búnaðarbankanum, en á því mun væntanlega ekki standa. Mér er mjög erfitt að fara héð- an úr bænum fyr en næstk. þriðjudag 6. maí, og vil ég því mælast til að þér boðið eigi fundi fyr en eftir þann tíma. Ég geri eigi ráð fyrir að geta sótt fundi á Austfjörðum, en að sjálfsögðu mun flokkurinn senda einhvern fulltrúa á þá fundi, sem þar verða haldnir. Jeg mun láta yður vita jafn- skjótt og einhver fundahöld eru ákveðin af hálfu Sjálfstæðis- flokksins. Virðingarfyllst, Pétur Magnússon. IV. 1. maí 1930. Hr. málaflutningsmaður Pétur Magnússon Út af heiðruðu bréfi yðar frá 30. apríl s. 1. vil ég taka þetta fram: 1. Ég hefi útvegað samþykki atvinnumálaráðherra til að þér getið verið burtu eftir þörfum frá Búnaðarbankanum fram að kosningum og yrði þá að setja, þann tíma, sem þér væruð fjar- verandi. 2. Vegna þess, að ég ætla að freista að koma sem víðast á fundi og nú langt komið fram á vor, get ég ekki biðið með burt- för héðan úr bænum nema til laugardagskvölds 3. þ. m. Vænti ég að þér getið komið þá með í umrædda Vestfjarðaferð. 3. Til að hraða förinni sem mest hefi ég gert ráð fyrir tveim fundum á dag, í kauptúnum sem ekki er nema 2—3 tíma sigling milli. Yrði þá hver slíkur fundur ekki nema 3—5 stundir og alls á hvem af hinum þrem frambjóð- endum ein stund, ef gjört er ráð fyrir einhverjum tíma til fyrir- spurna frá kjósendum. Ég hefi gjört ráð fyrir að fara einn fyrir minn flokk í þessa ferð, og bæta engum liðskosti við tilefnislaust. Mér er ekki kunnugt um að frambjóðandi A-listans hafi neinn mann sér til fylgdai'. Eg álít að fullt jafnrétti eigi að eiga sér stað milli flokkamia og listanna og myndi telja það nokk- urn ójöfnuð, ef í alvöru væri ætl- ast til að einn flokkurinn færi á slíka fundi fjölmennari en aðrir. Auk þess er á svo stuttum fund- um ekki hægt að koma við mörg- um ræðumönnum frá flokkunum, án þess að það geri örðugt fyrir aðalframbjóðendur listanna að fá viðunanlegt tækifæri til að skýra frá áhugamálum sínum. 4. Á hinn bóginn býst eg við að af hálfu okkar Framsóknar- manna verði boðaðir nokkrir fund ir í júní bæði í Gullbringu- og Kjósarsýslu og á Suðurláglend- inu, þar sem gert yrði ráð fyrir að umræður yrðu langar og að fundimir stæðu jafnvel fram á nótt. Þar eiga flokkamir að geta tekist á til þrauta um mál þau, er skilja þá, og þar er með góð- um árangri hægt að koma við mörgum ræðumönnum frá hverj- um flokki. 5. I samtali því er eg átti við yður og efsta mann A-listans laust fyrir þinglok, gerðuð þér ráð fyrir að þér mynduð vegna annríkis tæplega geta komið með í umrædda Vestfjarðaför. Eg skoraði þá munnlega á einn af helztu leiðtogum flokksins yðar á þingi að taka þátt í för þessari, ef þér gætuð ekki komið, og bjóst hann við að geta sint því. Eg árétta það nú bréflega, ef svo tækist til, sem eg álít að ekki ætti að koma fyrir, að kringum- stæður bönnuðu yður að hitta kjósendur vestra nú í byrjun pessa mánaðar. Eg vonast eftir heiðmðu svari yðar eigi síðar en 2. þ. m. Virðingaifyllst Jónas Jónsson. V. Hr. alþm. Sig. Eggerz. Þar sem því miður getur far- ið svo að hr. Pétui Magnússon geti ekki komið á nokkra stjórn- málafundi, sem eg hyggst að boða í kauptúnum á Vesturlandi, nú allra næstu daga og þar sem eg og efsti maður A-listans ger- um ráð fyrir að taka þátt í um- ræðum um landsmál, leyfi^ eg mér að endurtaka áður fram- komna munnlega áskorun mína til yðar, að þér komið á fundi þessa og hafið rétt til að ráða yfir þriðjungi ræðutímans fyrir yður og yðar samherja, svo framarlega sem hr. P. Magnús- son getur ekki komið. Eg geri ráð fyrir burtför úi Reykjavík að kveldi 3. þ. m. Áskorun mín til yðar byggist á því, að við sambræðslu þá er varð á flokki yðar og aðalandófs- flokki stjómarinnar síðastliðið vor, virðist þér hafa fenglð þá aðstöðu í flokknum, að einna helst megi snúa sér til yðar með pólitíska forgöngu við hinar fyrstu kosningar sem fram fara eftir áðumefnda sambræðslu, svo framarlega sem aðalframbjóðandi flokks yðar getur ekki mætt. Eg vonast eftir skriflegu svari yðar eigi síðar en 2. þ. m. Virðingarfyllst Jónas Jónsson. Prestafélag Islands Ákveðið er, að aðalfundur Prestafélags Islands verði haldinn föstdaginn 20. júní þ. á. DAGrSKRA: 1. Skýrt frá g'jörðum og hag félagsins. 2. Prestafélagsritið og önnur bókaútgáfa. 3. Deildir félagsins. 4. Ræddar spurningar þær, er prestum hafa verið sendar. 5. Frumvörp kirkjumálanefndar. 6. Kosning stjórnar og endurskoðenda. 7. Önnur mál. Félagsstjórnin Samband ísl. samvinnufél. International Deering diskaherfin eru komin. Frá Sig. Eggerz barst munn- legt svar á þá leið, að Pétur Magnússon myndi fara á fundina og félli þar með niður ástæða til nánara svars af sinni hálfu. VI. Reykjavík, 2. maí 1930 Herra dómsmálaráðherra Jónas Jónsson, Reykjavík. Heiðruðu bréfi yðar dags. 1. þ. m. svara eg á þessa leið. Eg verð efth' atvikum að sætta mig við að leggja af stað næstk. laugardagskvöld, 3. þ. m. og vænti að þér látið mig nánar vita burtfarartíma skipsins. Leyfi eg mér jafnframt að mælast tii, að þér látið mig fá lista yfir fund- arstaði og fundartíma, áður en héðan er farið. Að sjálfsögðu er eg samþykk- ur, að hver flokkur hafi jafnlang- ann ræðutíma á hverjum stað. Hinsvegar get eg eigi séð neina ástæðu til, að flokkamir fái eigi sjálfir að ráða, hvernig þeir nota ræðutíma sinn. Er mér eigi kunn- ugt um annað en svo hafi jafn- an verið, hingað til. Fyrir flokks- ins hönd vil eg því óska eftir að Ólafi Thors alþingismanni, sem á sæti í miðstjórn Sjálfstæðisflokks ins, gefizt kostur á að vera með í förinni. Óska eg skriflega svars um það í dag. Virðingarfyllst Pétur Magnússon. VII. Reykjavík, 2. maí 1980 llr. málafærslumaður Pétur Magnússon. Út af heiðruðu bréfi yðar frá í dag vil ég taka það fram, að eg mun síðar tilkynna yður burt- för skipsins héðan, sem að öllu forfallalausu verður annað kvöld. Eg hafði hugsað mér fund á Sandi fyrra hluta sunnudags, en síðari hluta sunnudags í Ólafs- vík. Næsta fund á Bíldudal á mánudag og ef unt væri á Pat- reksfirði sama dag. Að öðru leyti hefi eg hugsað mér að við fram- bjóðendur kæmum okkur saman um nánara fyrirkomulag á fund- unum, en fara þó ekki lengra norður en á Isafjarðardjúp, og reyna jafnan að koma af tveim fundum þar sem. unt er sama dag. Eg get ekki samþykkt, að neinn af flokkunum komi fjölmennari til þessa leiks, en aðrir, og álít það ekki með öllu kurteisi af samherjum yðar, að fara fram á forréttindi vegna yðar flokks, sem aðrir ekki njóta. Eg býst við að gefa hv. 2. þm. Gullbringu- og Kjósarsýslu tækifæri til ítar- legra umræðna á fundum í hans eigin kjördæmi síðar í vor. Að öðru leyti vil eg taka fram, að þar sem eg ræð yfir skipskosti ! mun eg nú við undirbúning þess- ara kosninga bjóða jafn mörgum 1 far af hverjum flokki. Ennfremur að þar sem þér ekki getið mætt, sökum anna, að þér sendið í stað- inn aðra frambjóðendur af lista yðar, eða flokksbræður yðar af þingi. Þó get eg ekki tekið með sem gesti á varðskip ríkisins menn, sem orðið hafa brotlegir við landhelgislögin, og er það einföld velsæmisástæða, enda mun slíkum mönnum auðsóttur annar farkostur hér við land, ef þeir þurfa milli hafna. Virðingarfyllst Jónas Jónsson ----©----- Ritstjóri: Gísli Guðmundsson. Hólatorgi 2. Sími 1245. Prentsmiðjan Acta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.