Tíminn - 10.05.1930, Síða 1

Tíminn - 10.05.1930, Síða 1
©faíbfeti 09 afgreifcslumatmr íEtmans er Xannceig p 0 r s t e i n s öó t lir, Sambanbstjústnu, 2Reyf jar>tf. • ^fgteibsía C i m a n s er i Samban&sfyúsinu. ®pin ba^le^a 9—\2 {. i}. Sími ^96. Reykjavík, 10. maí 1930. XIV. ár. JJ Vér. mótmælum allir! ‘ ‘ Það eru áhrifarík augnablik, þegar sama spurningin er borin upp á sama tíma fyiir heilli þjóð. Og það eru eftirminnilegar stund- ir, sem líða á meðan biðið er eft- ir svari heillar þjóðar. I þjóðarsálinni hrærast sti-eng- ir, ósamróma eins og í hverri ein- ustu mannssál. Eins og líf einstaklinganna er samstilling þeirra radda, sem bær- ast í djúpi mannshugans, við æða slög líísins, eins er þjóðlífið í- mynd þess afls, sem máttugasr hefir reynst í flestum einstakl- ingum. Það afl verður með engu móti fyrirfram áætlað, því að við menn imir, sem beizlum höfuðskepn- urnar og kunnum að mæla fjar- lægðirnar milli himinhnattanna, þekkjum eigi lög lífsins. Af einum einstakling er mögu- leg svo náin kynning, að athafnir hans séu í mörgum tilfellum fyr- irfram vitanlegar. En frammi fyr- ir þjóðarsáhnni stendur maður jafnan sem framandi með spurn- arorð á vörum, óvitandi eina og barnið um það, sem utan við sjón- hringinn bíður á hinum óendan- lega fleti úthafsins. Og nú á þessu vori — enn einu sinni — liggur óþreyjan og eftir- væntingin í ioftinu, því að þjóðin hefir verið spurð og svarsins er biðið. n. Það hefir löngum verið sagt um okkur íslendinga, að við vær- um seinir til viðbragðs, saman- borið við ýmsar aðrar þjóðir, einkum þær sem sunnar búa á hnettinum. Það hefir verið á orði, að íslenzka þjóðin sé rólynd og kaldlynd, að hún sé sein að hríf- ast, að í íslenzku lundarfari vanti þá viðkvæmni, sem brýzt fram út á við í snögggum geðshræringum, fögnuði, tánnn eða gleðihlátr- um. Þessvegna er það líka sjald- gæft, að um íslenzkt þjóðlíf faii svo sterkur straumur tilfinninga, að nægi til þess að hræra til grunns sömu ölduna í sjálfri þjóðarsálinni. Og þó eru til atburðir, sem sýna það glögglega, að eigi veld- ur skapleysi eitt þunglamalegri íramkomu okkar Islendinga. 1 djúpi þjóðarsálarinnar íslenzku er eldur falinn, þó að eigi beri á honum hversdagslega fremur en bálinu sem brennur imdir rót- um jöklanna. Þeir atburðir hafa orðið á þessu landi — þó að stundum líði aldir á milli — að hin fá- skiftna, ómannblendna og þolin- móða íslenzka alþýða hefir risið upp, sem einn maður væri, með brennanda hjarta og eld í aug- um. Og þegar hversdagsgæfur al- menningur reiðir hönd til höggs, fellur höggið þungt eins og á eftir sé fylgt með margra kyn- slóða og alda afli. Slíkur atburður varð á Alþingi íslendinga, þegar erlendur kon- ungur gjörði sína fyrstu tilraun til að ræna frelsi Islendinga. Slíkur atburður varð á Norður- landi, þegar Jón Arason var af lífi tekinn án dóms og laga af erlendum yfirgangsmönnum. Og slíkur atburður varð á þjóðfund- inum 1851, þegar umboðsmaður erlends valds ætlaði að smána fulltrúa Islands. Hið fræga and- svar Jóns Sigurðssonar fór eins og leiftur gegnum hug og hjarta hvers einasta Islendings. Á einu vetfangi brauzt út niðurbæld gremja kúgaðrar þjóðar, sem um hundruð ára hafði sætt sig við fjötra og þjáningar. Á þessu augnabliki var íslenzku þjóðinni nóg boðið og einhuga tók hún undir hina brennandi, gremju- þrungnu upphrópun: Vér mótmælum allir! Svo nærri komst þjóðhetjan Jón Sigurðsson hjarta íslenzkr- ar alþýðu þjóðfundarárið, að síðan hefir nafn hans verið bless- að í hverju heimili á Islandi um átta tugi ára. m. Það gjörist ekki oftar en einu sinni á öld, að öll íslenzka þjóð- in rísi upp, sem einn maður, til að mótmæla. En sagan og reynzlan staðfesta það, að vissir atburðir geta ekki orðið hér á landi án þess að vekja alla þjóðina til slíkra mót- mæla. Til eru öfl í mannssálinni, aar. eru sterkari en róleg rök — ekki andstæð rökum en sterkari. Og sum mál eru þanmg vaxin, að óspilltur maður getur efcki leyft þeim aðgang að því að verða metin með rökum. Því að við mennimir eigum líka annað andlegt mat en hina köldu íhugun. Það mat leggja menn á gjörðir sínar á úrslita- stundum lífsins og þegar ráðist hefir verið á þeirra dýrustu helgidóma. Engri móður dettur það í hug, að meta með rökum hvort hún eigi að bjarga bami sínu úr lífs- hættu. Og þegar svo vont verk er framið, að út yfir fer þau tak- mörk, sem drengskapartilfinning- in markar í mannlegu lífi — þá þarf enginn óspilltur maður um- hugsunarfrest — þá á viðbjóður- inn að geta blásið heilli þjóð því í brjóst, sem gjöra skal — á einu augnabliki. IV. Nú er sá dagur enn upp runn- inn yfir þetta land, að þjóðin öll hefir ásfæðu til að mótmæla. Þann 15. júrií næstkomanda á að fara fram landskjör á Islandi. Um margt er sá atburður merki- legur og eftirtektarvprA’”-. Það eitt er mikilsvert, að velja til þingsetu menn, sem ætlað er að ráða að meira eða minna leyti löggjöf þjóðarinnar 8 árin næstu. Og eins og nú er háttað á þingi má ætla, að úrslit landskjörsins nú geti í vissum tilfellum ráðið því, hverju hægt verður að koma fram í þinginu næstu tvö kjör- tímabilin. Þó að íhaldsflokkur- tapaði ekki nema einu sæti í efri deild við landskjörið nú, væri fyr- ir því séð, að hann gæti ekki komið fram neinni löggjöf næstu átta árin, gegn vilja umbótaflokk- anna, jafnvel þó að svo ólíklega færi að hann fengi hreinan meirahluta í neðri deild. Því eru sterkar- líkur til, að íslenzKa þjóð- in eigi þess kost nú við lands- kjörið, að gjöra óskaðlega í næstum heilan áratug þá mexm, sem hættulegastir eru framsókn- inni á íslandi, mennina, sem vofa eins og vornæðingur yfir gróand- anum í íslenzku þjóðlífi. En landskjörið 15. júní 1 sum- ar hefir þar að auki alveg sérstaka þýðingu, sem ekkert landskjör á íslandi hefir áður haft — því að þann dag rennur enn upp yf- ir þetta land eitt af þeim sögu- legu augnablikum, þegar þjóðin öll hefir ástæðu til að mótmæla. Þann 15. júní á því sögufræga ári 1930, á þúsund ára afmæli hins íslenzka þjóðfélags, er kall- að á íslenzku þjóðina alla til að mótmæla því mesta níðingsverki, sem unnið hefir verið í opinberu lífi í tíð núverandi kynslóðar. Hún á að mótmæla níðings- verki, sem óhlutvandir, pólitiskir braskarar hafa framið á einum þeim ágætasta manni, sem borina hefir verið á þessu landi. V. Efstur á lista Framsóknar- flokksins við landskjörið í sum- ar, er maðurinn, sem íslenzka þjóðin hefir talað mest um síð- ustu tíu árin, maðurinn, sem þyngsta dómana hefir hlotið í blöðum kaupmannanna í Reykja- vík, maðurinn, sem hvíslað hefir verið um yfir búðarborðin í hverju útkjálkaþorpi á landinu, maðurinn, sem andstæðingamir segja, að valdi öllu illu, sem fyrir kemur á þessu landi. Síðan Jón Sigurðsson leið, hef- ir enginn maður átt eins mikil ítök í hugum íslenzku þjóðarinn- ar og Jónas Jónsson frá Hriflu, núverandi dómsmálaráðherra. Enginn maður hefir verið eins hataður og hann, enginn maður eins dáður og hann. Hvorttveggja er jafn eðlilegt, því að aðdáunin og hatrið eru hin vísu laun afburðamanna í baráttu þjóðfélagsins, og í því ríkara mæli sem yfirburðimir em meiri. Umbótum í mannfélags- málum verður aldrei komið fram án sársauka. Þó að jörðin, sem við lifum á sé stór, er hún of lítil og fátæk til að fullnægja kröfum allra manna, því að kröf- umar eiga sér engin takmörk en jörðin og auðæfi náttúrunnar eru takmörkuð. Því fleira sem þjóðfélagið á af aðgangsfrekum einstaklingum, því erfiðara á það með að líta eftir smærri bömum sínum og greiða af hendi með vöxtum arf- inn til komandi kynslóða. Þessvegna liggur leið umbóta- mannsins æfinlega yfir fleiri eða færri af niðurbrotnum vígjum þeirra einstaklinga, sem ætlað höfðu sjálfum sér meira hlut af gjöfum náttúrannar en þjóðfélag- ið sem heild getur sætt sig við. Því stórvirkari sem vunbótamenn þjóðfélagsins eru, því fleiri verða brotin af slíkum vígjum. Því ör- uggari sem umbótamaðurinn er í trúnni á málstað sinn og því ósérhlífnari sem hann er, þvi fleiri verða ái'ekstramir. Sumir menn bera í hjarta sínu ómótstæðilega þrá eftir því að fegra og bæta heiminn. Slíkir menn eru ákaflega ólíkir þeim, sem í daglegu tali er kallað að „vilji öðrum vel“. Fæstir hafa svo fúlmannlegan hugsunarhátt, að þeir í raun og veru hafi nokk- uð á móti því, að öðrum mönn- um geti liðið sæmilega. En menn, sem hversdagslega eru umtals- góðir og mestu prúðmenni að al- maima dómi, eiga það jafnvel til að ganga fram hjá grátanda barni á götu án þess að láta sér detta í hug að líta við. Það er þessi íúlmennska kæruleysisins, sem er ákaflega tíður löstiu- a dagfarsgóðum mönnum, sem oft á tíðum fá þau eftirmæh, að þeir hafi lifað og dáið elskaðir og og virtir af öllum og hvers manns hugljúfi! Hitt er nokkurnveginn víst, að „elskaður og virtur af öllum“ getur enginn sá maður orðið, sem gjörir það að lífsstarfi sínu að heimta rétt þjóðfélagsins í hendur voldugra einstaklinga og jafna lífskjör mannanna. En styrkur slikra manna í brotsjó- um haturs og hefnda er þögul inmi gleði yfir árangri barátt- unnar og ylurinn af tilhugsuninni um það, að a. m. k. einhver ófædd kynslóð muni hugsa hlýlega um minningu þeirra allra, sem „smni önd og eilífðinni gleyma í önnum sínum við að bætfi jörð". VL Einn slíkra manna er Jónas Jónsson frá Hriflu. Jónas Jóns- son er maður, sem aldrei á æf- inni hefir unnað sér óþarfrar hvíldar. Samverkameim hans, sem honum eru nákuxmugastir, vita það bezt, að starfsþrek hans og ósérhlífni við vinnu er meiri en títt er um aðra menn. Og eins og J. J. hefir aldrei hlíft sjálfum sér við eríiðum verkum, eins hefir haxm heldur ekki hlífst við að baka sér óvinsældir axm- ara manna og íllt umtal. J. J. mun heldur aldrei hafa við því búist, að á honum yrði tekið mjúkum höndum — og aldrei til þess mælst. Því er af ýmsum fram haldið, að pólitiska baráttan hér á Is- landi hafi aldrei verið harðari og hlífðarlausari en einmitt nú síðasta áratuginn. Um slíkar fullyrðingar þýðir ekki að deila nú. Sagan mun á sínum tíma dæma um þá baráttu og meta hana eftir viðfangsefn- um. Flokksmenn Jónasar Jónssonar munu aldrei sjá ástæðu til þess að ámæla andstæðingum sínum þó að þeir gjöri baráttuna svo harða, sem í þeirra valdi stendur, svo lengi sem bráttunni er haldið innan takmarka drengskapar og heiðarleika. VII. En nú á síðstliðnum vetri hefir verið framinn á Islandi pólitískur glæpur, sem ekki á sinn líka í sögu þessarar þjóðar. Baráttan gegn Jónasi Jónssyni hefir skyndilega gjörst svo æðis- leg og með þeim fádæmum, að tæpast myndi hafa verið trúað fyrirfram, að annað eins gæti komið fyrir hér á landi. Andstæðingar J. J. hafa nú ekki lengur látið sér nægja að vega að honum á opinberam vett- vangi. I þeirri vitfirringu ofsókn- aræðisins, sem framast er hugs- anleg, hafa þeir brotizt inn 1 einkalíf hans í þeim tilgangi að flæma hann sjúkan frá ráði og rænu. Það var andlegt þrek J. J. 30. blað. sjáífs og ekkert annað, sem forð- aði óhappamönnunum, frá því, að hið voðalega áform þeirra bæri árangur. Islenzka þjóðin hafði þá giftu til að bera í þetta sinn, að ekki tókst að fremja andlegt morð á einum af hennar mikilhæfustu mönnum — þeim manninum, sem öllum öðram fremur á þessu landl hefir fórnað sjálfum sér fyrir al- menmngsheill. En mennirnir, sem að óhappa- verkinu stóðu — þeir eiga að þola sinn dóm. Og sá dómur er þegar þungur orðinn. Mennirnir, sem sendu Helga Tómasson til að tilkynna Jónasi Jónssyni dauðadóminn, þann 19. febrúar síðastliðinn, standa nú fyrir dómi þjóðarinnar. Þjóðarinnar, sem er seinþreytt til vandræða, en þunghögg og stórhögg, þegar á reynir. Þjóðarinnar, sem stóð með Ein- ari Þveræingi á Alþingi 1024. Þjóðarinnar, sem sá morðingj- um Jóns Arasonar fyrir mála- gjöldum. Þjóðarinnar, sem fyrir áttatíu árum reis upp með Jóni Sigurðs- syni og mótmælti öll. VIII. Mótmælin eru hafin. Af öllu landinu berast trausts- yfirlýsingar til Jónasar Jónssonar ráðherra. Jafnt og þétt berast umboðs- mönnum Framsóknarflokksins meðmæli með B-listanum, listan- um, sem setur J. J. í efsta sæti. Aldrei hefir nokkur framboðs- listi við kosningar hér á lar.di, haft nándar nærri eins marga meðmælendur og B-listinn nú. En dómurinn yfir mönnum, sem ætluðu sér að kviksetja Jónas Jónsson ráðherra, á að verða enn þyngri. Islenzka þjóðin verður að búa svo um lmútana nú, að pólitískur glæpur, eins og sá, sem frair.inn \ar í vetur, geti aldrei framar 1 omið fy :ir á Islandi. Og það getur hu i gjört með bvi — því einu — að kveða upp nógu þungan dóm yfir þeim stjórnmálaflokki, sem ábyrgðina ber á tilræðinu við Jónas Jónsson. Stjórnmálaflckkur, sem giörir sig sekan í svo svívirðilegu at- hæfi, verður að fá svo eftirminni- lega ráðningu hjá þjóðinni, að sú ráðning geti aldrei gleymst. Ef önnur eins spilling og nú á síðustu tímum hefir gjört vart við sig í íhaldsflokknum, — öðr- um stærsta stjórnmálaflokki landsins — verður ekki stöðvuð nú þegar á eftirminnilegan hátt — þá mun ekki lengi þurfa þess að bíða, að Island hætti að vera byggilegt siðuðum mönnum. Alstaðar í umheiminum, þar sem frétzt hefir um hið voðalega tilræði við J. J., sem framkvæmt er með vilja og vitund íhalds- flokksins, eru menn undrun og flemtri lostnir yfir því áð annað eins skuli eiga sér stað meðal hvítra manna. Og eðlilega er þá spurt:: Hvað gjörir íslenzka þjóðin við þann stjómmálaflokk, sem ábyrgðina ber á þessu voðaverki. I einu litlu landi sunnarlega í Mið-Evrópu hafa gjörst þau tíð- indi, að dæmdir peningafalsarar hafa fengið opinbera viðurkenn- ingu frá þingi og stjóml En því landi vill engin þjóð

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.