Tíminn - 24.05.1930, Blaðsíða 2

Tíminn - 24.05.1930, Blaðsíða 2
124 TlMINN andstaöa geg'n aukning hús- mæðrafræðslunnar í landinu. Árið 1926 var I. H. B. aftur á íerðinni með kvennaskóla sinn í Rvík. Frumvarpið var þá flutt af meirahluta menntamálanefndar í efri deild, en stutt af stjórninni. Höfðu flm. nú séð þann kost vænstan að taka Blönduósskólann með. J. J. flutti þá breytingartillög- ur við frv. á þá leið, að ríkið skyldi eiimig stofna húsmæðra- skóla í Dalasýslu og í Eyjafirði. En þá var „fulltrúa kvenn- anna“ nóg boðið! Við nafna- kallsatkvæðagreiðslu, sem fram fór í deildinni 23. apr. s. á. greiddi I. H. B. atkvæði á móti húsmæðraskólunum í Dalasýslu og við Eyjafjörð. Á þingi 1923 fluttu J. J. og Sigurður heitinn frá YztafeUi þingsályktunartillögu svohljóð- andi: „Alþingi ályktar að skora á stjómina að gjöra nú þegar á þessu ári í samráði við forseta Búnaðarfélags íslands ráðstafanir til að stofnaður verði sem alh-a fyrst húsmæðraskóli fyrir Vest- urland að Staðarfelli“. 1925, þegar sýnt var, að I. H. B. og flokksmenn hennar myndu ekkert gjöra í málinu, flutti svo J. J. í efri deild frumvarp til laga um „húsmæðraskóla á Staðar- felli“. „Fulltrúi kvennanna“ á Al- þingi virti þetta mál ekki einu sinni svo mikils, að taka til máls, þegar það var til umræðu. Og við 2. umræðu frv. vildi hún ekki einu sinni láta vísa því til nefnd- ar og gréiddi umsvifalaust at- kvæði á móti því (16. febr.). Á þingi 1926 fluti J. J. þál. um stofnun húsmæðraskóla fyrir Austurland, og skyldi skólinn standa á Hallormsstað og á næsta þingi (1927) flutti Ingvar Pálmason frv. um sama efni. I. H. B. hélt þá enn uppteknum hætti um andstöðu gegn hús- mæðrafræðslunni. Hafði hún þá framsögu fyrir meirahluta menntamálanefndar í efri deild og komst þá svo að orði, að „ekki sé ráðlegt! að stofna fleiri hús- mæðraskóla en nú eru fyrir“. (Alþt. 1926, C. 493). Trú sinni á menntalöngun kven- þjóðarinnar íslenzku, lýsir I. H. B. ennfremur á þennan eftir- minnilega hátt: „Eftir minni reynslu og þekk- ingu á þessum málum, þá leyfi eg mér að efa, að það þurfi núm fyrir 40 nemendur á skóla þess- um (Hallormsstað), ef fjórir*) slíkir skólar komast upp í fram- tíðinni". (Alþt. 1927, C. 503). Og þann 13. apr. 1927 gjörði „fulltrúi kvennanna" Hallorms- staðaskólanum sömu skil og hún hafði áður gjört húsmæðraskól- anum á Staðarfelli, greiddi at- kvæði á móti honum, að viðhöfðu nafnakalli. Svo áberandi var andstaða I. H. B. orðin gegn húsmæðra- fræðslunni, að frú Ragnhildur Pétursdóttir í Háteigi sá sig neydda til að rita grein í dag- blaðið Vísi, til þess að átelja þessa óverjandi framkomu „kvennafulltrúans“. Það er býsna nöpur kaldhæðni örlaganna, að þessi sama Ragn- hildur Pétursdóttir skuli nú eggja konur landsins lögeggjan til þess að vinna á móti kosningu þess manns, sem árum saman hefir naldið uppi málstað kvennaxma á Alþingi, gegn þrotlausri og á- kveðinni andstöðu „kvennafulltrú- ans“ sjálfs. Ég hefi nú hér að framan rakið í fáum dráttum afskipti „kvenna- fulltrúans“ á Alþingi af „sérmál- um“ kvennanna íslenzku. Kemur yður og flokkssystrum yðar í hug, að konur á Norður-, Vestur- og Austurlandi hafi séð sér hag í því að eiga á þingi full- trúa, sem virðist hafa talið það sína sjálfsögðustu skyldu að *) Auðkennt hér. bregða fæti fyrir húsmæðraskól- ana, í Eyjafirði, Staðarfelli og á Hallormsstað ? Haldið þér, að kon- unum í byggðum landsins geti verið mjög mikið kappsmál að greiða yður og flokki yðar at- kvæði til þess að halda áfram baráttu Ingibjargar H. Bjamason á móti menntunarmöguleikum ungu stúlknanna í sveitunum? VIII. Efstur á lista aðalandstæðinga yðar — lista Framsóknarflokks- ins, er maður, sem meira hefir unnið fyrir konur þessa lands en þér og allar flokkssystur yðar, sem ávaii)ið hafa undirritað, hafa gjört, og það þó að verk ykkar allra séu talin í einu lagi. Þessum manni er það að þakka öllum öðrum fremur, að hús- mæðraskólar hafa risið upp á Austur- og Vesturlandi, og því hefir hann þá fyrst komið fram, þegar fulltrúi ykkar, missti að- stöðu til þess að hindra framgang þessara mála. Þessi maður hefir komið því til leiðar öllum öðrum fremur, að bændabörnin gætu fengið mennt- un sína heima í sveitunum, og yrðu ekki hrifin frá mæðrum sín- um út í hringiðu bæjalífsins. Þessi maður og flokkurinn, sem býður hann fram til þings, hafa barizt fyrir því meira en áratug að skapa viðunandi framleiðslu- möguleika og lífskjör í hinum dreifðu byggðum landsins. Þessi maður hefir gjört meira að því að skapa björt og hly heimili víðsvegar um landið en þér eða nokkur önnur flokks- systir yðar, sem fegurst talar um „mannúðarmálin“. Þennan mann hafa flokksbræð- ur yðar árum saman ofsótt á all- ar lundir og með öllum hugsan- legum vopnum, aðeins af því að hann hefir ekki getað komizt hjá því að hrófla við þeirra eigin hagsmunum, og þennan mann mynduð þér sjálfar fella frá kosn- ingu nú við landskjörið, ef það stæði í yðar valdi. Svo langt hafa ofsóknirnar gengið gegn Jónasi Jónssyni dómsmálaráðherra, að jafnvel heimilisfriður hans hefir verið rofinn. Jafnvel gegn konu hans hafa ofstopamennimir í flokki yð- ar snúið vopnum sínum. Að slíkum atburðum undan- gengnu hafið þér, vemdari kvenn- anna, haft skap í yður til þess að ganga fram fyrú- skjöldu í flokki íhaldsmanna. Þér, sem héðan af berið yðar hluta ábyrgðarinnar, af því mesta hermdarverki, sem unnið hefir verið í pólitiskri baráttu á Islandi, teljið yður hafa rétt tíl að víta rithátt íslenzkra blaðamanna. Þér um það! Dómur yðar um „óvandaða lesmálið“ verður ekki endanlegur dómur. En yður, sem eruð svona misjafnlega örlátar á harða dóma, öfunda ég ekki af að semja frið við sjálfa yður. En þann frið fáið þér sjálfsagt tíma til að semja — einhvers- staðai' annarsstaðar en á Alþingi íslendinga. Virðingarfyllst. Gísli Guðmundstson. Fjímála-enlimínniBHr ihaMsflikKsins I. Frá 1916 til síðast á þingi 1922 var Jón Magnússon forsætisráð- herra. Á þessu tímabili voru þeir fjármálaráðh. fyrst Björn Krist- jánsson, þá Sig. Eggerz og síð- ustu 3 árin Magnús Guðmunds- son. Stjóm þessari var steypt af stóli í þinglok 1922 eftir að búið var að ganga frá fjárlögum fyrir árið 1923 í öllum atriðum, sem máli skiptu. Ber sú stjóm því fulla ábyrgð á tekjuhalla ársins 1923. Á þessum árum 1917—1923 mynduðust ríkisskuldir þær, sem hvílt hafa og hvíla á ríkissjóði, langsamlega mest fyrir stöðugan tekjuhalla á fjárlögunum (öll ár- in nema 1919, þá afgangur 1,5 milj), nam sá tekjuhalli samtals meir en 14 milj. króna. Alt þetta fé er tapað fé — eyðslueyrir, sem varið er til að borga hinn ár- lega halla ríkissjóðs. Engar sér- stakar framkvæmdir — engin varanleg þjóðnýt verk voru unn- ið fyrir þetta fé. Fyrstu ár þessa tímabils fram að 19-20 eru upp- gangs ár, allir græða — pening- arnir flóa um allt. Samt er tekju- halli. Ríkissjóður naut ekki spe- kulationsgróða stríðsáranna, þvert á móti. Mennina, sem við stýrið sátu skorti fyrirhyggju og fram- sýni. En landsreikningarnir vom þannig færðir, að ómögulegt var að sjá hinn raunverulega tekju- halla hvers árs — allt falið — alstaðar blasir við fyrirhyggju- leysið og sukkið. Þá var það 1923, að Tr. Þór- hallsson reit greinar sínar í Tím- ann um „Fjáraukalögin miklu“ og sýndi í stórum dráttum hvert komið var og að framundan blasti við óhjákvæmileg gjald- þrot ef haldið væri lengur áfram á sömu braut. Það var sem þjóð- in vaknaði af svefni við vondan draum. Alþingi 1923, semur gæti- leg fjárlög, sem gáfu í reyndinni IV2 milj. i tekjuafgang 1924 og síðari hluta ársins 1923 neitaði þáverandi stjórn (en í henni áttu sæti 2 menn úr Framsóknar- flokknum) blátt áfram að fram- kvæma fjárlögin frá 1922 og dró úr útgjöldum til verulegra mima. Um haustið 1923 fóru kjör- dæmakosningar fram um land allt. Eftir þær kosningar myndað- ist íhaldsflokkuiinn. Áhrifamenn- irnir í þeim flokki voru hinir sömu, sem staðið höfðu að Morg- unblaðinu árum saman. Til kosn- inga gengu þeir undir nafninu Borgaraflokkur og áður, meðan M. G. var við stýrið, og stýrði hinum stórkostlega árs ár- lega tekjuhalla, hét flokkurinn sparnaðar bandalag. Jón Þorl. varð einn af aðalmönnum íhaldsflokksins. Hann kom á þing sem þingmaður Reykvíkinga 1921 og fyrir þann tíma hafði hann tekið mjög mikinn þátt í stjórn- málum, en hann eins og aðrir flokksmenn hans hafði sofið á verðinum — horft á sukkið, tekjuhallann, og nýjar lántökur með venjulegu kæruleysi sinna samherja. En 1923 er eins og hann hafi fengið sting í hjartað er Tr. Þ. reit greinar sínar um fjársukkið. 1 ársbyrjun 1924 hélt J. Þ. íyrirlestur í Reykjavík um allt fjársukk M. G., J. M. og ann- ara samherja sinna, gerði grein fyrir ólaginu á færslu landsreikn- inganna, og að þeir væru mark- leysa — sýndu ramskakkar tölur um afkomu hvers árs —. Þetta var „óttalegur kvöldmatur“ fyrir flokksmenn J. Þ., en staðreyndun- um varð eigi mótmælt. Á þinginu 1924 hafði sú alda, er Tr. Þ. hafði vakið, risið hæst. Kl. Jónsson fjármálaráðherra lagði fyrir þingið frv. um gengis- viðaukann og ýmsir þingmenn úr öllum flokkum stóðu að því að leita að enn nýjum tekjustofni. Árangurinn af því varð frv. um verðtollinn. Bæði þessi frv. voru samþykkt á þinginu og hafa síð- an aukið tekjur ríkissjóðs um 2— 3 milj. árlega. Á hinn bóginn voru útgjöld ríkissjóðs minnkuð eins og framast var unnt og tak- mörkun útgjalda, sem Kl. J. hafði byrjað á, haldið áfram. Afleiðing þessara nýju tolla, takmörkuðu útgjalda, og góðæris- ins 1924, var mjög ríflegur tekju- afgangur 1925. Enda segir J. Þ. á þinginu: „I fyrra á fyrsta þing- ingu eftir kosningar, var sú stefna tekin afdráttarlaust og ágreiningslaust milli allra þing- flokka að stöðva tekjuhallann og sjá um að gjöld ríkissjóðs færu ekki fram úr tekjunum. Ég þyk- ist vita, að engin hætta sé á að kvikað verði frá þessai'i braut“ (Alþt. B., bls. 42). En því miður kvikaði J. Þ. og allur flokkur hans frá þessari braut. Hvorki J. Þ. né íhaldsfl., sem fyrst og fremst er myndaður af hinni raunverulegu eyðslustétt þjóðfélagsins, hafði næga ábyrgð- armeðvitund né siðferðisþroska til þess að tileinka sér regluna í alvöru og einlægni um að eyða ekki meira en tekjunum næmi. Þess vegna fóru stórlaxar flokks- ins, stórkaupmenn, stórútgerðar- menn og annar fjárafla og eyðslu- lýður að heimta af J. Þ., að hann gjörði eitthvað fyrir þá, þegar svona vel léti í ári — létti á sköttum og gæfi hlunnindi. Af- leiðingin varð sú, að J. Þ. og íhaldið lækkaði skatta ríkxssjóðs um freka 1 milj. kr. á ári (kola- og salttollur o. fl.), en jafnframt hækkuðu útgjöld ríkisssjóðs úr 9,5 milj. 1924 upp í 12,7 milj. 1927 eða um 3.2 milj. Endirinn á f jármálastjóm J. Þ. varð því sá, að stórfeldur tekjuhalli var á rík- isbúskapnum tvö síðustu árin sem hann var fjármálaráðherra. 1926 slampaðist J. Þ. af með 203 þús. kr. tekjuhalla á LR. með því þó að nota nálega 900 þús. kr., sem áætlað var á fjárlögunum til skuldagreiðslu til eyðslu á ýmsum liðum, en láta vera að greiða skuldir eða leggja þetta fé í sjóð. Raunverulegur tekjuhalh er því þessari upphæð hærri en sýndur er á LR. 1927 jókst tekjuhallinn enn hjá J. Þ. og er þá 1.5 milj. kr. Greind sveitakona kvað hafa sagt að grafskrift J. Þ. ætti á sínum tíma að hljóða á þessa leið: „J. Þ. heíir reiknað margt, en hann hefir oft reiknað vit- laust“. Um sama leyti sem J. Þ. reikn- ar út að óhætt yæri að lækka tekjur ríkissjóðs og hækka út- gjöidin reiknar Jón Þ. einnig út, að við verðum að koma krónunni upp í gullverð. Hann hækkar því gengið 1925 ört og ógætilega og hættir ekki fyr en hann upp- götvar, að atvinnuvegimir eru komnir á kné og góðærið orðið að íjárhagslegu illæri. Tr. Þ. með Framsóknarflokkinn að baki sér spymti á móti. Gengishækkunin var stöðvuð 0g krónan hefir stað- ið með óbreyttu gengi síðan og atvinnuvegimir blómgast á ný. Við þessi tvö stóru dæmi: fjár- hagsafkomu ríkissjóðs og lausn gengismálsins fataðist J. Þ. frár munalega reikningslistin. Þegai- Framsókn tók við stjórn seint á árinu 1927 beið flokksins sama verkefnið og 1922—1923. I bæði skiptin varð að stöðva fjár- sukk og tekjuhalla íhaldsins. Tr. Þ. reit um málið og tekjuhallinn var stöðvaður með því að draga úr framkvæmdunum 1923 og sama ár að semja fjárlög sem gáfu 1,5 milj. í tQkjuafgang ár- ið 1924. 1928 varð að stöðva tekjuhalla J. Þ. og íhaldsins, ann- aðhvort með því, að draga úr út- gjöldum ríkissjóðs eða að taka aftur upp í einhverri mynd þá skatta, sem J. Þ. hafði látið niður falla frá 1924. Þrátt fyrir fjár- sukk íhaldsins biðu alstaðar óunn in verk og verkefni og þjóðin vildi framsókn á þeim sviðum sem öðrum. Varð því að hverfa að því ráði að tryggja afkomu ríkissjóðs með því að taka upp aftur nokkuð af sköttum þeim sem J. Þ. hafði felt niður. Ihaldsflokkurinn barðist á móti tekjuaukafrv. stjómarinnar og hefir sennilega búizt við, að full- trúar verkamanna mundu einnig beita sér á móti því að fjárreið- um ríkisins yrði komið í lag. En sú von brást. Verkamenn mátu meir að vinna að því með Framsókn að tryggja fjárhags- lega aíkomu ríkissjóðs, heldur en aö spyrna á móti óhjákvæmileg- um tekjuaukum. Fyrir íhaldsm. vakti emungis að skapa stjóm- inni óhæga íjárhagsaðstöðu og tekjuhalia og þótti þeim þá sem ráð sitt myndi vænkast um að ná aitur stjórnaitaumunum. En við landskjörið í sumar og aðrar kosningar ættu menn að muna það vel, að afstaða Fram- söknar til tekjuaukafrv. ríkis- sjóðs var ólík afstöðu íhalds- fiokksins. Framsókn undirbjó og lagði upp í hendui' íhaldsins tekjuaukafrv. 1924. Hún áleit þá og hefir altaf álitið að nauðsyn- legra væri að sjá fjárhagslegri afkomu ríkissjóðs borgið, heldur en að skapa andstæðingum, sín- um erfiða aðstöðu í fjármálum, jalhvel þótt það gæti flýtt fyrir falli þeirra. En 1928 barðist í- haldið á móti sjálfsögðum tekju- aukafrv. í von um að fjárvand- ræði ríkissjóðs gætu greitt þeim leið að ráðherrastólunum. En núverandi stjóm hefir gei't meira til þess að tryggja fjár- hagsafkomu ríkissjóðs en það eitt að beita sér fyrir tekjuauka- frv. 1928. Hún hefir hlutast til um að ýms fyrirtæki og stofn- anir ríkissjóðs væru reknar með meiri fyrirhyggju en á íhaldstím- unum. Má benda á sameiginleg innkaup fyrir heilsuhælin á Kleppi, Vífilsstöðum og Laugar- nesi, sem spara maiga tugi þús. Innkaup á nauðsynjum strand- varnarskipanna, sem þegar lækk- uðu kolasmálestina um 7 kr., fæðissölu útgerðárinnar á sikip- unum, sem sparar stórar upp- hæðir á ári o. fl. o. fl. Mest mun þó muna um endurbætumar á áfengisverzluninni. Nú gefur hún 1 milj. kr. á ári í tekjur, auk tolls, en áður gaf hún í tekjur á ihaldstímum 2—300 þús. auk tolls. Ötaldir munu og þeir pen- ingar sem ríkissjóði hafa áskotn- ast með auknu tolleftirliti, eftir- liti með gjaldheimtumönnum rík- issjóðs, tilhlutun um endurbætur reikningsfærslu gjaldheimtu- manna og fyrirmælum um að ríkissjóður fái vexti af fé sínu jafnharðan og inn kemur. Minna má og á framkvæmd laganna um tekju- og eignaskatt. óx bæði eigna- og tekjuskattur um frekan helming í Reykjavík frá því sem áður var. Svona mætti halda áfram að telja. En í stuttu máli má segja að núverandi stjóm hafi tryggt fjárhagsafkomu ríkissjóðs með því að skifta alveg um aðferð frá því sem var í tíð íhaldsins og setja ráðdeild í stað ráðleysis og stjórn í stað óstjómar. Afleiðingin af þessu er þá sú, að tekjur ríkissjóðs hafa stór- aukist og þrátt fyrir það þó í tíð núverandi stjómar hafi verið margfaldar framkvæmdir svo a8 segja á öllum sviðum við það sem áður var. Þá hefir orðið verulegur tekju- afgangur bæði árin sem núv. stjórn hefir farið með fjárvörzlu ríkissjóðs. 1928 nam tekjuafgang- urinn 1 milj. 78 þús. og 1929 er hann áætlaður 1 milj. 700 þús. krónur. Ekki skal því gleymt, að góð- ærið á sinn verulega þátt í hinni ágætu fjárhagsafkomu síðustu tveggja ára. En á það skal jafn- framt minnt, að svo má stýra fjármálum þjóðarinnar, að góð- æri breytist í illæri fyrir atvinnu- vegina og þá um leið fyrir tekjur ríkissjóðs. Þetta skeði eins og áð- ur er að vikið undir fjármála- stjóm J. Þ. er hann á ógætileg- asta hátt örhækkaði gengi krón- unnar. Núverandi stjóm hefir haldið genginu alveg föstu og þar með sannað, að fullyrðingar J. Þ. um að ekki væri hægt að verjast gengishækkun, ber einungis að telja með hans mörgu reiknings- skekkjum. En um hitt er þó meira vert að í skjóli fasts geng- is hafa atvinnuvegirnir getað

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.