Tíminn - 24.05.1930, Blaðsíða 3

Tíminn - 24.05.1930, Blaðsíða 3
TlMINN 126 notið góðærisins og blómgvast á eðlilegan hátt. En til hvers múndi J. Þ. hafa notað góðærið, eí' hami heíði setið nú við stjórn- artaumanaY Mundi hann ekki haí'a hækkað gengið, þó ekki væii til annars en að íækka reiknings- skekkjunum? n. Á íyrra stjórnartímabili Jóns Magnússonai’, 1916—1922, >egar þegar þeir B. Kr., Sig. Eggerz og M. G. voru fjármálaráðherrar, var hér útlendur bankastjóri við lslandsbanka. Hann fékk leyfi til þess hjá stjórn og þingi, að gefa út seðla eftir vild sinni. Afleið- ingin af þessu seðlaflóði vai’ð ótrúiega mikil dýrtíð, verðhækk- un og fjárbrask í landinu. Leiddi þetta af sér hrun krónunnar 1920 og hinar afarmiklu kreppur árin á eftir. Stjórnin, J. Þ. eða aðrir hans líkar, sem síðar þótt- ust vera sjálfkjörin fjármálafor- sjón landsins eftir að hafa tekið upp íhaldsnafnið, sáu ekkert at- hugavert við þetta. Þvert á móti. Seðiaflóðið skapaði gullöld fyrir þessa menn og aðra lærisveina hinnar frjálsu samkeppni. B. Kr., Sig. Eggerz og M. G. voru örir á fé ríkissjóðs og söfnuðu á hverju ári 2—21/2 milj. af ríkisskuldum. Hvert fyrirtækið var stofnað á fætur öðru í kaupstöðum og við sjóinn. I Reykjavík reis upp heill her af heildsölum og stórkaup- mönnum. Húseignir og lóðir margföiduðust í verði. Margir urðu stóreínaðii’, án þess að hreyfa hönd eða fót — verðhækk- uinn gerði þá nka. Hver og einn framleiddi og seldi eftir eigin höfði. Kaupstaðir og sjávarþorp þöndust út því þar hækkaði kaup- ið fyrst og örast. Sveitirnar tæmdust af fólki og landbúnað- inum hrakaði ár frá ári. Seðla- pressa Íslandsbanka vann nótt og dag. Alit var skipulagsiaust og andi iiinnar frjálsu samkeppni sveif yfir iandinu. Eitt af þvi seni( auðkenndi öll þessi fyrirtæki var að þau söfn- uðu engu varafé. Gömul félög eins og togarafélögin áttu enga varasjóði. Arðinum var skipt árs árlega og hver fór með hann eins og honum sýndist. Það var ein- ungis hugsað um augnablikshagn- að, lítið um morgundaginn og þetta leiddi til þess að margir lifðu um efni fram og að fjöl- menn eyðslustétt myndaðist á skömmum tíma. Samvinnufélögin voru einu félögin, sem þegar frá upphafi höfðu safnað sjóðum og gátu þess vegna mætt nokkrum skakkaföllum. Og svo kom verðfallið 1920. Fæstir af þessum „nýríku“ mönn- um voru undir það búnir. Fjöldi manna gat því ekki staðið í skil- um. Töp þeirra færðust beint og óbeint yfir á bankana og aftur frá bönkunum með vaxtahækkun yfir á alla þjóðina. íslandsbanki var samkvæmt lögum og samningum skyldugur til þess að annast greiðslur allat- (yfirfæra) fyrir landið út á við, enda var hann seðlabanki lands- ins. Vorið 1920 gat hann ekki lengur uppfyllt þessa skyldu sína. Landsbankinn varð því allt í einu að taka að sér yfirfærslumar og var þá á engan hátt undir það búinn. Til þess að bjarga íslands- banka frá gjaldþroti tók M. Guðm. fyrir hönd ríkissjóðs „enska lánið“ 1921 að upphæð 10 milj. króna. Ríkissjóður lánaði Islandsbanka aftur af láninu mu 6 milj. kr. og Landsbankanum tæpar 2 milj.*). Afgangurinn gekk upp í tekjuhalla ríkissjóðs. — Enska lánið er það mesta ókjaralán, sem landið hefir nokkru sinni tekið. Raunverulegir *) Upphæðirnar miðaðar við þá- veranda gengi, en verða talsvert hærri í isl. peningum, þegar krónan stóð lægst. vextir af því eru 9,88% og landið varð að veðsetja tolltekjurnar til tryggingar láninu. Hver einasti eyrir af þessu 10 miij. kr. láni varð að eyðslu — gekk til þess að borga töp bankanna og tekju- halia ríkissjóðs og hi'ökk ekki tii nema að litlu leyti. Allt þetta fé og miklu meira hafði tapast í stjórnartíð Jóns Magnússonar og Magn. Guðmundsonai’ og sam- herja þeirra.. Enska lánið gaf aðeins stundar- frið og bjargaði Islandsbanka frá gjaldþroti. Kreppan hélt áfram. Góðærið 1924 og 1925 hjálpaði nokkuð og hefði hjálpað meir, ef J. Þ. hefði ekki notað það til þess að hækka gengið. Gengishækk- unin leiddi af sér nýja kreppu 1926 og 1927, en góðæri síðustu ára, verðfesta krónunnar, björg- un landbúnaðarins og skynsamleg fjármálastjóm virðist nú hafa dregið sviðann úr verstu fjár- málasárunum frá íhaldstímabil- inu. En fullgróin eru þau sár ekki. Til þess eru þau of djúp. Það tekur mörg ár að borga skuldir ríkissjóðs, sem mynduð- ust í stjórnartíð J. M., M. G. og Sig. Eggerz og það tekur senni- lega enn fleiri ár fyrir þjóðina að greiða töp bankanna. Bókfært tap Landsbankans síðan 1920 er c. 12 milj. og töp íslandsbanka á sama tíma eru talin ca. 21 milj. Samtals hefir þá tapast 33 milj. al' fé bankanna og þetta fé er tapað í kreppunni 1920 og’ ki epp- unni, sem leiddi af gengishækkun J. Þ. 1925—26. Engin skýrsla hefir enn verið birt yfir þá menn, sem fengið hafa veltufé þjóðarinnar til um- ráða og farið með það á þennan hátt. 1 stórum dráttum vita menn þó þetta. Engum eyri hafa bank- arnir tapað á samvinnufélögunum og annast þau þó mikinn hiuta af verzlun bænda. Þau áttu stóra sjóði 1920 og einungis lítill hluti af þeim nægði til þess að stand- ast straum af töpum þeirra. En á ýmsum gróðafélögum kaupmanna og útgerðai'manna hafa bankarair tapað stórfé. Má benda á Fiska- hringinn o. fl. o. fl. Ennfremur á ýmsum kaupmönnum, útgerðar- mönnum og síldarspekulöntum. Hér hefir alstaðar verið lifað eft- ir lögmáli hinnar frjálsu sam- keppni — hverjum degi verið lát- ið nægja sín þjáning — engum sjóðum safnað til að mæta töp- um — það væri að svifta einstak- lingana fjárráðum segja menn! Öil umtalsverð töp bankanna eru hjá mönnum, sem fastast hafa staðið utan um íhaldsflokkinn. Fjármálaendurminningum íhalds- flokksins væri mjög ábótavant, ef ekki væri minnst á lántökur J. Þ. fyrir hönd ríkissjóðs, er hann var fjármálaráðherra 1924—27. Á árunum 1926 og 1927 lét J. Þ. landið taka tæpai- 8 milj. kr. lán í Danmörku handa veðdeild Landsbankans og til jarðræktar- bréfakaupa. Veðdeildin mun hafa fengið ná- lega 7 milj. af láninu. En svo ein- kennilega vildi til að veðdeildin lánaði aftur 95% af þessu fé til húsabygginga í kaupstöðum og auðvitað aðallega í Reykjavík. Kauptúnin, sjávarþorpin og land- búnaðurinn fengu einungis 5% af allri fúlgunni. Sýnir þetta furðu ljóst, hverskonar umhyggja það er, sem J. Þ. ber fyrir land- búnaðinum og smáframleiðendum utan kaupstaða. Á þinginu 1927 fékk J. Þ. flokksmenn sína til þess að sam- þykkja 9 milj. króna lánsheimild í ameriskum bönkum handa Landsbankanum. LandsbanJrinn þurfti ekki á fénu að halda. En vart mun lánsheimildin hafa ver- ið fengin er J. Þ. lét Landsbank- ann taka 1 milj. kr. af þessu láni og lána aftur Islandsbanka. Hvað mikið J. Þ. hefði látið Landsbank- ann nota af þessari lánsheimild og hvað mikið Landsbankinn hefði svo verið látinn lána Is- landsbanka verður aldrei sannað, því þjóðin var svo heppin að binda enda á fjármálastarfsemi J. Þ. með kosningunum 1927. HI. Eftii- stjórnarskiptin 1927 var það eitt af fyrstu verkum núver- andi stjórnar að hlutast til um að Landsbankinn greiddi þessa 1 milj. er J. Þ. lét hann taka í Ameríku handa Islandsbanka. En í vetur er íslandsbanki varð að gefast upp, átti hann eftir að greiða Landsbankanum x/% milj. af þessari skuld. Og síðan núverandi stjóra tók við hefh- verið tekjuafgangur bæði árin samtals nokkuð á 3 milj. Afborganir, auk vaxta, af föstum skuldum ríkissjóðs hafa verið greiddar ca. s/4 milj. á ári. Peningaforði ríkissjóðs hefir auk- izt um 1 milj. kr. Engin ný lén hafa verið tekin nema 3 milj. kr. framlagið til Landsbankans. Magnús Guðmundsson og Jón Þorláksson hafa nú í vetur og vor bæði á þingi og í blöðum sínum ráðizt á fjármálastjórn Fram-. sóknarflokksins og tahð hana standa langt að baki fjármála- stjórnimii, þegar þeir voru sjálf- ir fjármálaráðherrar. Satt er það, að hér er um r A^víðavangi LandsmálafunUú- B-listans á Austurlandi haía veriö fjöi- sóttir meö afbrigðum. A Djúpa- vogi mættu 1U0, á Breiðdalsvík 8U, á Fáskrúðsfirði 400, á Eski- firði 350, á Reyðaríirði 300 og á Egilsstöðum 500. Egilsstaðafund- urinn er taliim fjöisóttasti fund- ui' á Austurlandi í manna minn- um. Tíu innanhéraðsmenn tóku þai' til máls og töluðu sjö þeirra með Framsóknai'flokknum. Al- staðai' um Austurland fer fylgi J. J. hraðvaxanda. Ólafur Thors og Magnús Jónsson ætluðu að haida fundi út af fyrir sig og byrjuðu á Seyðisfirði. En sá fundur vai’ð svo fámennur, að þcir félagar sáu sitt óvænna, töldu þann kost vænstan að láta af áformi sínu og sækja fundi J. J. Fóru þeir með togara til Fá- skrúðsfjarðar og þaðan með mót- orbát til Breiðdalsvíkur. Bauð J. J. Magnúsi far með sér, en Magn- ús kaus að láta eitt yfir sig ganga og Ólaf félaga sinn, sem ekki þykir „varðskipshæfur“. — Skröltu þeir félagar ýmist í Kveldúlístogara eða mótorbát milli fjarða og fóru á stundum villir í þokunni, eftir því sem Mbl. segir. Ekkert hefir um það heyrst að Austfirðingar hafi vor- kennt þeim Magnúsi og ólafi lirakningana, og hafa þeir þvert á móti fengið fremur lélega að- hlynningu á fundum, eftir því sem símfregnii* herma. Sérstak- lega er þess getið, að Fáskrúðs- firðingar, sem eru menn gæf- lyndir hversdagslega, gjörðu óp að Magnúsi í ræðustól og báðu hann aldrei þrífast. Þykjast þeir Austfii'ðingar aldrei hafa fengið kennimaim aumari, síðan Bjarna sál. í Möðrudai leið, þann er um getur í sögu Möðrudals-Möngu. — Frétst hefir, að þeir félagar séu nú á leið hingað suður og þyki för sín, að vonum, ill orðin. Úlpumenn íhaldsins. Einn af merkari embættismönn- um þessa bæjar lét svo um mælt fyrir skemmstu, að hámarks- kröfur íhaldsflokksins til fram- bjóðenda sinna vœru þær, að þeir væru óþekktir og hefðu ó- spillt mannorð. Mun þessu eigi fjarri fara. Við landskjörið 1926, um haustið, bauð íhaldsflokkur- inn fram Jónas lækni á Sauðár- króki, sem fáir vissu deili á og enginn fékk að sjá fyr en kosn- ingin var um garð gengin. Aldrei hefir fylgi íhaldsins verið eins mikið og í það siim. J. Kr. reynd- tvennskonar fjármálastjóm að ræða, og hana mjög ólíka. Magnús Guðmundsson og Jón Þorláksson og þeirra fiokksmenn bera ábyrgðina á tekjuhallanum 1917—1923. Þeir bera ábyrgð á reikningsfærslunni, sem enginn skildi, ekki einu sinni „heili heil- anna“. Þeir bera ábyrgð á 10 milj. ki*. enska láninu með 9,88% vöxtum og veðsetning tollteknanna. Þeir bera ábyrgð á amerísku lántökunni handa Islandsbanka. Þeir bera ábyrgð á 7 milj. ki’. veðdeiidarláninu, þar sem land- búnaðurimi fékk ekki nema 5%. Þeir bera ábyrgð á gengishækk- uninni, sem breytti góðærinu í illæri. Og þeir bera ábyrgð á töpum bankanna — þrjátíu og þrem miljónum — peningum, sem áttu að vei-ða veltufé íslenzkra at- vinnuvega kynslóð eftir kynslóð, en nú eru tapaðir að fullu. Framsóknarflokkurinn ber á- byrgð á nál. 3 milj. kr. tekjuaf- gangi árin 1928 og 1929, framlag- inu til þjóðbankans og því sem unnið hefii- verið í landinu fyrir atbeina hins opinbera tvö síðustu árin. Kjósendurnir dæma. P. ist eins og kunnugt er, með af- brigðum iiia, greiddi atkvæði í þingmu móti sinum eigin tillög- um, og var við lok kjörtímabils- ins hverjum manni hvimleiður íyrir mannskapsleysi og flokks- þræidóm. lngibjörgu H. Bjarna- son vai’ á sínum tíma prangað út í kvenkjósendur í fölskum umbúðum en síðan höfð fyrir uppistöðu í fiokk Jóns Þorláks- sonar. Jónasi og Ingibjörgu hefir nú báðum verið skákað upp á skemmuloft á „kærleikaheimil- inu“, en Pétri Magnússyni og Guðrúnu Lárusdóttur teflt fram í þeirra stað. Úti rnn land full- nægja þau bæði þeim kröfum, sem íhaldið gjörir til úlpumennsk- unnar, og fá lítið að sýna sig á mannamótum. En í bæjarmálum Reykjavíkur eru þau bæði full- reynd — að engu — og til lands- icjörs eiga þau ekki annað erindi en að fjölga atkvæðum „Kveld- úlfs“ á Alþingi. i’- Hringingarnar á Kleppi. Síðan lyfjaskráin var tekin af Helga Tómassyni með fógeta- valdi, hefir lítið heyrst frá hon- um aimað en það, að hann væri í þann veginn að setja á laggirnar einhverskonar Litla Klepp á efstu hæð í einu af gisthúsum bæjar- ins. Þykir mönnum tiltækið und- arlegt og ekki líklegt til að afla gistihúsinu vinsælda. Aðeins einu atriði í síðustu grein J. J. ráð- herra hefir H. T. leitast við að svara, en það er viðvíkjandi hringingafútbúnaðinum í læknis- bústaðnum á Nýja Kleppi. J. J. sagði í grein sinni, að „maður sá, sem yfirumsjón hafði með hús- inu“, hefði tjáð sér, að „H. T. hefði pantað í það innanhúss hringingaráhöld fyrir 500 kr.“ H. T. segir, að í læknisbústaðinn hafi verið lagður hringingar- útbúnaður fyrir kr. 474,70. Raf- magnsfróður maður, sem skoðað hefir útbúnaðinn, hefir tjáð Tím- anum, að hann sé nálega helm- ingi dýrari en hann hefði þurft að vera*). Annaðhvort hefir H. T. ritað þessa grein um hring- íngarútbúnaðinn í þeim tilgangi að staðfesta frásögn J. J. eða þá að „eftirtekt og skilningi“ hans sjálfs er orðið meira en lítið „ábótavant“. *) það skal tekið íram, að áður- nefndur hringingarútbúnaður er all- ur innan húss í læknisbústaðnum, að íbúðarherbergin eru öll á einni hæð, og að engin hringingarleiðsla önnur en simi er milli íbúðarhússins og spítalans. Á fimdi J. J. á Seyðisfirði, mættu um 400 manns, eftir því sem símfregn hermir, en á fundi þeirra Ó. Th. og M. J., sem hald- inn var nokkrum dögum áður, tæpl. 100. Á Norðfirði var fundur úti, þegar þeir félagar komu þangað, og hélt J. J. þá annan fund stuttan, þeim til hugnunar. ——o-------------- Þingmálafundur í Vestmannaeyjum. — Úr bréfi. — „Miðvikudaginn 14. maí barst hingað sú fregn, að 3 efstu menn landskjörslistanna kæmu hingað daginn eftir og héldu landsmála- fund. Fundinn boðaði Jónas ráð- herra Jónsson og þótti líklegt að hann byrjaði kl. 1 e. h. Margir af íhaldsmönnum hér, sem drekka í sig Mbl., biðu þessa fundar með dálítið geigblandinni tilhlökkun. Þeir vildu fegnir mega trúá níðinu og afskræmislýsing- unum, sem Mbl. og Kleppslæknir- inn höfðu gefið af ráðherranum. Hinsvegar leyndist í þeirra hug- skoti grunur um það, að sann- sögli blaðsins og fjandmanna Jónasar hefðu nú sínar veiku hliðar, Þar við bættist svo það, að ráðherrann hafði eigi fyr boð- að hér stjórnmálafund og fjöldi fólks aldrei séð hann. Stundu fyrir kl. 1 þyrptist fólk saman við dyr fundarhússins, samtímis heyrðist að „Fylla“, sem flutti frambjóðenduma, væri enn ekki komin. Þá tróðust inn í hópinn 2 þingmenn íhaldsmanna, auk Jóhanns Jósefssonar, þeir Magnús fyrv. dósent og Ólafur Thors, er komið höfðu með „Botníu“. Eftir dálitla bið gat þá Jóhann þess, að Ólafur myndi gera fyrir sín orð að predika yfir lýðnum, meðan dómsmálaráðhei'ra kæmi ekki. þá Ólafur upp á húströppur gegnt íólkinu og hóf þar þann dæmalausasta skammavaðal með fettum, brettum og allskonar pati út 1 loftið. Er Ólafur fá- dæma málliðugur, en ihyrtur og heimskyrtur. Er hann miklu lík- ari „hysteriskum“ farand-trúboða en stjórnmálamanni. En inntak ræðunnar og tilburðum ræðu- manns er bezt lýst með frásögu eftirfaranda atviks: Þegar hér var komið var fólk enn sem • óð- ast að streyma að. Það heyrði glamranda og óp ræðumannsins og hélt fundinn settan. Einn fetólpagripui’ íhaldsins, sem kom að í þessu, vék sér að kunningja sínum og sagði með spekingssvip um leið og hann benti á Ólaf, sem hann þekkti ekki: „Sjáðu, sjáðu! þarna er þá Jónas kominn. Nú eg held svo sem að það leyni sér ekki að maðurinn er geggj- aður“. Að þessu loknu þokaðist múg- urinn eða hluti hans — eftir til- mælum Jóhanns, að húsi Gunnars Ólafssonar. Skálmaði þá guðs- maðurinn Magnús Jónsson því- nær upp á þak hússins og út- helti sínum anda yfir söfnuðinn. Var það aðalerindi þessa drott- inssmurða að æsa Vestmannaey- inga til hefndá — gegn stjóra- inni vafalaust í krafti sinnar köllunai’ sem umboðsmaður Krists. Stóð fólkið þétt undir bununni. Blikaði þar á rekublað í hendi eins verkamanns; sagðist hann vera að moka af sér „skít- inn frá Magnúsi“ — og þótti fyndið. Skönunu seinna kom ráðherra í land. Hafði „Fylla“ tafist í and- byri á 4 tíma. Var nú húsið, sem lckað hafði verið til þessa af því að bæjarfógeti vissi eigi, hvort leyfa skyldi öllum inngöngu eða einungis landskjörskjósendum, opnað og fundur settur af ráð- herra, gerð grein fyrir töfinni og kosinn fundarstjóri, bæjarfógeti Kr. Linnet. Við komu ráðherrans í skoruðu íhaldsþingmenn á fólkið

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.