Tíminn - 24.05.1930, Blaðsíða 4

Tíminn - 24.05.1930, Blaðsíða 4
126 TlMINN Ný fegurð fyrir bros yðar. Náið burtu húðinni, sem gerir tennurnar dökkar. npANNHIRÐINGAR hafa tekið stórum * framförum. Tannlæknavísindin rekja nú fjölda tann- kvilla til húðar (l^gs), sem myndast á tönnunum. Rennið tungunni yfir tenn- urnar; þá flnnið þér slímkent lag. Nú hafa vísindin gert tannpastað Pep- sodent og þar með fundið ráð til að eyða að fullu þessari húð. Það losar húðina og nær henni af. Það inniheldur hvorki kísil né vikur. Reynið Pepsodent. Sjáið, hvernig tenn- urnar hvítna jafnóðum og húðlagið hverf- ur. Fárra daga notkun færir yður heim sanninn um mátt þess. Skrifið eftir ókeypis 10 dafra svnishorni til: A. H. Riise, Afd. 2 13 «9 Bredgade 25, EX, Kaupmannahöln, K. FAlÐ TÚPU I DAG! AH’r óa-tannpasía nútimans. H - n r'tnvr' ..'iflztu htnnlækna í öllutrj litvmv 2Hlá að hlusta ekki á hina frambjóð- endurna, en hlýða sínum fortöl- um, en enginn gegndi. Biðu menn með eftrvæntngu að sjá þennan ægilega ræðumann, sem 10—12 blöð fjandmanna hans geta aldrei svívirt eftir óskum. Héldu svo fulltrúar flokkanna þar ræður sínar, hver eftir ann- an, sinn ákveðna tíma. Tvennt var einna athyglisverð- ast við þennan fund. Annað var væðuform þingmanna. íhalds- menn drápu nær því aldrei á sín stefnumál. Þeirra hjal voru ein- tómar skammir, svo heimskuleg- ar og sundurleitar, að furðu gegndi. Varð bæjarfógeti að skipa ólafi að láta af persónu- legum ókvæðisorðum, en halda sér við þingmálin. Mátti af orð- um hans ráða, að ella mundi hann taka af honum orðið. Þar á móti talaði dómsmála- ráðherra — og Har. Guðmunds- son að sumu leyti líka — svo ró- lega og prúðmannlega, að orð var á gjört. Eg fullyrði að ráðh. vék aldrei einu einasta særandi orði að andstæðingum sínum. Með stillilegum, hógværum rökum rakti hann sundur blekkingavef þeirra ólafs og gaf áheyrendum sýn inn að kjarna málanna. Þess vegna var hans ræðutími oft út- runninn áður en öllum árásum var hrundið. En með rökfestu og fyrirmannlegri prúðmennsku varpaði hann á augabragði þeirri blekkinga-glýju af augum fólks- ins, - sem óþrjótandi sorpgreinar Mbl. hafa reynt að þyrla að sjón- um sinna manna> um persónu ráð- herrans. Hið annað athyglisverða við fundinn var sá fádæma ódreng- skapur, sem íhaldsþingmennimir sýndu með auðvirðilegu gaspri um Húsmæðraskólinn á Hallormsstað tekur til starfa 1. nóvember n. k. Námstími 2 vetur, 6 mánuðir hvorn. Skólinn starfar í 2 deildum. 1 yngri deild verða aðal- námsgreinar: Islenzka, reikningur, náttúrufræði, danska, saumur, vefnaður og prjón. En í eldri deild: Aðallega matreiðsla og heim- iiisstjórn. Inntökuskilyrði eru: Nemendur séu ekki yngri en 18 ára; skulu þeir hafa lokið fullnaðarprófi samkvæmt fræðslulög- um, og hafa heilbrigðisvottorð. Nemendur, sem óska inntoku í eldri deild, skulu hafa alþýðuskólafræðslu, eða aðra fræðslu álíka. Skólinn leggur nemendum til ókeypis: Ljós, hita og rúmstæði með dýnum, en nemendur rúmfatnað. Nemendur greiði 100 kr. í skólagjald, fyrir hvert skólaár og 60 kr. fyrir fæði um mánuðinn fyrra veturinn, en 55 kr. um mánuðinn seinna veturinn. Nemend- ur hafi ábyrgð fyrir skilvísri greiðslu skólakostnaðar. Umsóknin sendist undirritaðri fyrir 15. ágúst n. k. Sigrán P. Blöndal skólastýra. Þér, sem heimsslcið höfuðborgina um alþingishátíðina, munið eftir að beztu kaupin á öllum fatnaði gerið þér í Fatabúðinni. Ávalt fyrirliggjandi gríðarstórt úrval af: Karlmannafötum, bláum og mislitum, unglingatötum, rykfrökkum fyrir konur og karla, sumarkápum, kjólum peysum allskonar, reiöjökkum, sportbuxum og sport- sokkum, stökum buxum, ljósum og dökkum, skyrtum og öllum nærtatnaði o. m. fl. Ennfremur: metravara ýmiskonar, smávara, fiður, og dúnn. Verzlið þar, sem þér táið mest og bezt tyrir minnsta peninga. Fatabúðin Hafnarstræti 16. Reykjavík Skólavörðustíg 21. 10. ársþíné sambands ísl. barnakennara hefst laugardaginn 21. júní í Reykjavík. Dagskrá auk venjulegra þingstarfa: 1. Launamálið. 2. Námsskráin. 3. Lestrarprófið í vor. 4. Ýms félagsmál. 5. önnur mál sem fram kunna að verða borin. Staður og stund verður auglýst í dagblöðunum næstu daga fyrir þingið. Stjórnin Ellen og Jón Benediktsson tanelakear Hafnarstræti 8, I. hæð Sími 2286. Heímsóknartími 10—4 og 7—8 Aðrir tímar eftir samkomulagi. Orggl-hirminiun oi liano frá NYSTRÖM, MtLLER, HOFBERG og ESTEY. Þó að ég hafi sjaldan fullyrt mikið um ágæti’hljóðfæranna, er ég hefi til sölu, hefir svo neyðarlega til tekizt, að hjá mér hefir alloft orðið þrautalendingin, þegar búið var að leita að verulega góðu hljóðfæri í öllum hljóðfærabúðum hér í borginni. Fram eftir sumrinu kemur enginn að tómum kofunum hjá mér, býst ég við. Elias Bjarnason Sólvöllum 5, Reykjavík, Sími 1155. Fundur alþýðuskóiakennara Samkvæmt samþykkt fundar er skólastjórar alþýðuskólanna höfðu með sér s.l. vor, eru hér með allir skólastjórar og fastir kennarar- ís- lenzkra alþýðuskóla boðaðir á fund í Reykjavík dagana 20,—22. júni næstkomandi. Til umræðu: stofnun félags ísl. alþýðuskólakennara, héraðsskóla- lögin, reglugerðir alþýðuskólanna, félög gamalla nemenda, kennslubæk- ur, kennsluaðíerðir o. fl. Hvítárbakka 14. maí 1930. Lúðvig Guðmundsson ráðherrann áður en hann kom í iand. Vel vitandi það, að ráð- herrann gat ekki — úr því sem komið var verið kominn í land — var Jóhann úr Eyjum að kasta því út yfir mannfjöldann, að nú sæti Jónas víst heima hjá ein- iiverjum kunningja sínum hér yfir kaffidrykkju. Rétt er hann hafði sleppt þessum orðum, kom fregn um að „Fylla“ lægi djúpt undan Eiðinu, vont að leggja smábát að henni, og ráðherrann því ókominn frá borði. Þá gall aftur í sama manni, að Jónas sæti auðvitað veizlu um borð og drægi viljandi tímann til að losna við þingmenn Sjálfstæðis- flokksins og hrekja fólkið sem mest úti í kalsa veðri. Þetta var a. m. k. meining orðanna. En er ráðherra kom í land, bað sami þingm. hann um að halda fund- inn' úti áfram. Var þá sýnilega hættur að kenna í brjósti um kvenfólkið. Dylgjur þær, sem Ólafur Thors lét sér um munn fara í þessu sambandi, að J. J. fjarstöddum, eru ekki eftir haf- andi. Eftir fundinn sögðu líka bæði íhaldsmenn og konur: „Það er skömm að manni eins og ólafi Thors“. En hann eykur nú fylgi J. J., því jafnframt því sem að ólafi dregst botnsorinn úr mannfólk- inu, hrindir hann öllum heiðar- legum og hugsandi mönnum frá sér. Um viðskifti þeirra Har. Guð- mundssonar og Jóhanns er það ZEISS IKON MYNDAVÉLAR. Sportvöruhús Reykjavíkur. Liftryggið yður hjá þvl félagi, sem ekki flytur peningana út úr laudinu. A N D V A K A Simi 1250. að segja, að hinn síðamefndi fékk þar háðulega útreið. Um r,áðh. má segja, að hann hafi aldrei þurft á þessum fundi að taka á sinni eiginlegu mælsku, svo létt var honum um vamir allar. Og eitt er víst: íhaldið vann ekki fylgi á þess- um fundi, enda sáust þeir' ekki hinir eiginlegu frambjóðendur íhaldsins. Geta þeir þó naumast veríð óframbærilegri en áður- nefndir farandtníðar flokksins“. Ritstjóri: Gísli Guðmundsson. Ásvallagötu 27. Sími 1245. Prentsmiðjan Acta. Einkaumboð fyrir hið heimsþekkta rafmagnafirma, AUgemeine Elektricitáts Gesellschaft. Sími 1126. Skrifstofa: Sambandshúsinu, Reykjavík. Símnefni Elektron. . ■ " ■ Selur allskonar raftæki og efni frá A. E. G., svo sem vélar, löfluútbúnað allan, mælitæki, jarðstrengi, suðu- og hitaáhöld, Ijóskúlur, rafmagnslampa, spenna (transformatora), rafstöðvar af hverskonar gerð og stærð, allt efni í rafmanslagnir, kvikmynda- húsútbúnað o. m. fl. Sérstök athygli skal vakin á vatnsaflsstöðvum, allt að 140 Kw., með Petersen-jafnspennurafala (generator) og sjálfvirkri spennubreytingu, fyrir fallhæð frá 1—150 metra. Félagið hefir í þjónustu sinni þýzkan sérfræðing og getur því án tafar gefið allar upplýsingar er kaupendur þarfnast, gert uppdrætti og nákviæm tilboð. Ölgeröin Egill ðkaUagrimsson fslenska ölið heflr hlotið eiiiróma lof allra neytenda Fæst í öUum verslun- um og veitingahúsum Mynda- og rammaverzlun Freyjugðtu II. Sími 2105. SIG. ÞORSTEINSSON. Reykjavik. Höfum sérstaklega fjölbreytt úrval af: Veggmyndum, Spor- öskjurömmum og margskonar smárömmum, með sanngjömu verði. — Myndir innrammaðar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.