Alþýðublaðið - 20.05.1927, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 20.05.1927, Blaðsíða 4
4 ALBÝÐUBLAÐIÐ að segja Aipbl. eftir farandi sögu- korn. Síðast liðið sumar fékk verzlun ein taisvert af skemdum vörum, sem hún svo seldi viðskiftavinum sínum eftir mati. Vörurnar voru lágt metnar (ekki af mönnum verzlunarinnar) og seldust því við vægu verði. En verzlun þessi er ekki ein um hituna; þar er líka kaupfélag, og til þess að forða sínum efnaðri viðskiftamönnum frá að lenda í klónum á kaupfé- laginu, þá borgar verziunin þeim ákveðna upphæð fyrir hvern hest- burð af matvöru, sem þeir sækja til hennar. En í þetta skifti fór svo, að hver hestburður var met- inn og seidur 1 kr. lægra en jreirri upphæð nemur, sem verzl- unin borgar þessum sínum uppá- haldsmönnum fyrir viðskiftin. Heildarútkoman yarð því sú, að þeir fengu vörurnar fyrir ekkert og 1 kr. að auki fyrir að hirða hvern hestburð af matvöru. Að vísu .var varan gölluð, en þó ekki ónýt. p>að væri nú ekki amalegt fyrir þingmann „Morgunblaösins“, ef hann gæti bent á mörg dæmi þessu lík i kosningaróðrinum væntanlega. Sveitakarl. SJm daginn ©s weffÍKœ. Næturlæknir er í nótt Maggi Magnús, Hvg. 30. simí 410. Veðrið. Hiti 7—5 stig. Hægviðri. Norð- læg átt nema á Austurlandi, þar austlæg og suðlæg. Lítil úrkoma við suðurströndína. Þurt annars- staðar. Útlit: Svipuð vindstaða. Þurt á Suðvestur- og Norður-Iandi og að mestu á Vestfjörðum. Dá- lítið regn á Austurlandi. Loftvægis- lægð yfir Suðurlandi á leið til suðausturs. Ólaíur Friðriksson hefir ritað bók um för Nansens yfir Grænland. Kemur hún út í þremur heftum. í henni er mikið af myndum, prentuð á góðan pappír. Verður nánara getið síðar. Skipafréttir. Varðskipið „Öðinn“ fer héðan í kvöld kl. 101/2 vestur og norður um land. Togarar teknir. „Þór“ tók tvo togara, þýzkan bg enskan, af ólöglegum veiðum við suðurströndina og flutti í gær til Vestmannaeyja. Dórnur var ekki fállinn í morgun. Aðrir þrír tog- arar sluppu undan og sá fjórði í vikunni. Elti „Þór“ hann og skaut viðvörunarskotum, en hinn dró undan til hafs. öuðspekifélagið. Fundur í Reykjavíkurstúkunni í kvöld kl. 81/2- Efni: Gamlir lamp- ar í stað nýrra. / ítí-Ji-t'V 'if.í ’P'Si Sv.iiWSiúC:M? SBg, Togararnir. „Hilmir“ kom í gær af veiðujn með 101 tn. lifrar. Oengi erlendra mynia í dag: Sterlingspund...........kr. 22,15 100 kr. danskar .... — 121,77 100 kr. sænskar . . . . — 122,20 100 kr. norskar . . . . — 117,87 Dollar..................... 4,57 100 frankar franskir. . . — 18,08 100 gyllini hollenzk . . — 182,96 100 gullmörk pýzk. . . — 108,25 Far með „Óðm“ fá nokkrir þingmenn, sern at- kvæði greiddu með stjórnarskrár- breýtipgarkáki Jóns Þorlákssonar. velja stu gciuu. — juœgsta verð. Málningarv. alls konar. Sigurður Kjartansson, Laaigavegi 20 Sími S3®. Góður er fréttaritari „Mgbl.“ á bæjarstjórnárfundum. »Mgbl.« segír það satt í dag í fréttum af »Briíish Petioleum Co. og Reykja- víknrbæ«, að Jón Ásbjörnsson hafði lagt til, að hafðar væru tvær um- ræður um málið. í niðuriagi frá- s sagnarinnar ersagtsvo: »Samþykt var, tillaga Jóns Ásbjörnssonar að hafa tvær umræður um málið«, én hið rétta er, að tillaga Jóns Ásbjörnssonar var feld og mála- leitun, »British Petroleum Co.« samþykt. Nú er spuming: Hvernig mega slík hausavixi á staðreynd- um verða? Sefur fréttaritarinn, eða er hann svo gáfnasljór, að hann geti ekki sljiliö það, sem frain fer, eða er hann ekki á fundunum, en gizkar á, hvað gerst hafi? Það Hólaprentsmiðjan, Hafnarstræti 18, prentar smekklegast og ódýr- ast kransaborða, erfiljóð og alla smáprentun, sími 2170. Gardínuíau í stóru og fallegu úrvali frá 0,85 mtr. Verzl. Ámunda Árnasonar. Sumarkjóla- og kápu-efni nýkom- in, falleg og ódýr. Verzlun Ámunda Arnasonar. Golftreyjur kvenna og barna úr nll og silki nýkomnar, hvergi meira úrval. Verzl. Ámunda Árna- sonar. Veggmyndir, fallegar og ódýr- ar, Freyjugötu 11. Innrömmun & sama stað. S©kkar — Sokkar — Sokkar frá prjónastofunni Malin eru ís- lenzkir, endingarbeztir, hlýjastir. 1 Mjólk fæst allan daginn í AI- þýðubrauðgerðinni. Hafið þér heyrt það, að Örkin hans Nóa gerir ódýrast við reið- hjól í bænum? og reynslan sannar bezt, hvernig verkið er af hendi leyst. Verzlid viö Vikar! Þad oerður notadrýgst. Harðíiskur, riklingur, smjðr, tólg, ostur, saltkjöt; ait bezt og ódýrast í Kaupfélaginu. Til fcreÍEagesnramga er Gold Dust þvottaefnið tilvalið. Herbergi til leigu fyrir einhleyp- an reglumann. Ræsting fylgir, og gæti komið til mála aðgangur að síma. A. v. á. skiftir að vísu minstu máli, hvort er; það er aðalatriðið, að „Mgbl.“ er ekki trúandi til að fara rétt iheð. Það er efnilegt fyrir almenn- ing. að byggja skoðanir sínar á siikum fréttaburði. Rltstjórl og ábyrgðaraíaðuí Hallbjðra lÍGlldórsseB. Alþýðuprentsmiðjan. Siegerkranz; Æfintýri herskipaforingjans. „Gott, Jimmy! Segðu eldasveininum, að maturinn eigi að vera tilbúinn eftir hálf- tíma, og biddu Samúel að koma inn til mín.“ Paterson teygði sig. Hann hafði sofið vel þessa tvo tíma frá þvi,- að hann skildi viö Adéle og Dubourclrand. Hann haíði borðaö með þemi morgunverð. Síðan hafði Dubour- chand ekið þeim i bíinum sínum til Kap Martin. Því næst fór Paterson um borö. Þar hafði ekkert borið til tíðinda, engar skipanir hvorki frá Toulon eða París. Hanh setti nýja veröi og skammaði einn hásetann dug- lega, sem hafði drukkið sig íullan. Nú hafði hann sofið vært í tvo tíma, var óþreyttur og til taks í ný æfintýri. Hann var glorhungraður þrátt fyrir morgun- verðinn. Nú stóð hann upp og ætlaði að fara í nýjiu fötin sín í allra bezta skapi. Það var barið. „Kom inn! Já; það eruö þér, SamúeJ! Ég fer upp i spilahús 1 kvöld og kem seint heirn, ef ég annars kem.“ Samúel glotti. „Skipshöfnin fær vanalegt landgönguleyfi til klukkan tólf fyrir útan Lawson; hann verður kyrr. Gætið þess líka, Samúel! að þeir drekki sig ekki fulla, svo að þeir finni höfnina aftur. Hvað ætlið þér að gera i kvöld ?“ . „Ég hitti gamlan félaga, herra! Hann er stýrimaöur á skemtiskipi Joels. Það er skemtikvöld hjá honuin í kvöld, og hann hefir boðið mér.“ „Jæja; auðvitaö hafið þér frí eins lengi og þér viljið, en hvernig er þetta skemti- kvöld ?“ „Golem það er stýrimaðurinn, vinur minn, — á skemtilegan skáp. Þegar hann opnar hann í kvöld til þess að fá sér í staupinu, þá verða þar tvær litlar danzmeyj- ar frá Alhambra. Annars er þar aldrei annað en vín. Hvaðan þær eru komnar, veit eng- inn! En við erum ekki harðbrjósta og látum stúlkurnar koma út og setjast á legubekk- inn. Svo syngur Golem; „Take me back to New York town“ eða „Let me sleep on your breast, my honey Darling you!“ -.... og ég spila á banjo og þær danza slæðudanz. Það er afmælisdagur Golems í dag og þess. vegna hefir einn vinur hans 'komið stúlkun- um inn í skápinn til þess að koma honum á óvart. Ef hann gleymir nú að koma þeiin til Alhambra aftur, —- hver mun liggja hon- um á hálsi fyrir það?“ Paterson lautinant hló. „Þetta er gott, Samúel! Góða skemtun, og gætið yðar nú!“ „Þakkir, herra lautinant! í sama máta.“ Samúel hneigði sig og fór. Lautinantinn tók nú fyrst kait bað í bað- herberginu, nuddaði sig með grófu handklæði og gerbi nokkrar leikfimiæfingar i hring- um, sem héngu í loftinu. Svo fór hann í kjólföt og hvitt silkivesti og setti lakkskó á fætur sér. Hann skoðaði sig með ánægju- brosi á vörum í spegli, gekk svo inn til að borða. Það var búið að leggja dúk á borð, og lautinantinn hringdi. Svertingi í snjóhvít- um fötum með gljáhnöppum kom í Ijós í dyrunum. „Súpan kemur á augabragði, herra lautin- ant! Hann hvarf strax og kom síðan með ilm- andi, rjúkandi skjaldbökusúpu. Lautinantinn breiddi gætilega pentudúkinn yfir silkivestið, og fór aö borða. James hvarf enn og koin síðan með vín- glas, er Paterson drakk. Meðan hann yar að drekka, datt honum skyndilega Adéle i hug. Hvern þremilinn var hún að gera,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.