Tíminn - 01.08.1930, Qupperneq 2

Tíminn - 01.08.1930, Qupperneq 2
160 TÍMINN Hjartanlegt þakklæti til sveitunga okkar og vina, nær og fjær, fyrir samúð við andlát og aðstoð við jarðarför mannsins míns, Guðmundar Ólafssonar, bónda á Lundum í Borgarfirði. Guðlaug Jónsdóttir og böm. hefir sú veirð venja um langt skeið, að þeir prestar, sem fá Auðkúlu flytja ekki þaðan aftur. Árið 1922 sagði Stefán af sér prestsskap, en dvaldist til dauða- dags á Auðkúlu hjá syni sínum. Séra Stefán var maður fríður sýnum og vinsæll með afbrigðum, góður kennimaður og einn af mestu raddmönnum hér á landi. Hann var friðsamur maður, og talinn mannasættir, en þó kapp- gjarn og hélt fast á sínum mál- stað. Hann var gleðimaður og þótti manna skemmtilegastur í samkvæmum. Séra Stefán sat Auðkúlustað með rausn og reisti þar kirkju og vandað steinhús. Hann var maður gestrisinn og góður heim að sækja. Yfirleitt má segja um séra Stefán, að hann var í hvívetna góður drengur og prýði sinnar stéttar. Séra Stefán var tvíkvæntur. Meðal bama hans af fyrra hjóna- bandi eru þeir Bjöm, eftirmaður hans, prestur á Auðkúlu og Hilm- ar bankastjóri á Selfossi. ----o---- Frá Alþingishátíðinni ------ Frh. Þótt Alþingishátíðinni væri slit- ið kl. 8 á laugardaginn 28. júní, þá var hún þó í rauninni ekki á enda. Daginn eftir var almenn- ingsveisla á Þingvöllum. Hafði Pétur Guðmundsson átt frum- kvæði að því, að hún var haldin, og var það hið mesta snjallræði, því þar komu fram fulltrúar fyr- ir allar stéttir í landinu og var það því þjóðleg samkoma í orðs- ins fyllsta skilningi. Um 550 manns sátu veizluna, og forsætis- og fjármálaráðherra héldu þar ræður og sömuleiðis forsetar Al- þingis og neðri deildar, ennfremur töluðu Sveinn Ólafsson alþm., Böðvar bóndi á Laugarvatni. Kristinn bóndi á Núpi o. fl. Sunnudaginn 29. júní kl. 8 hélt Alþingi lokaveizlu á Hótel Borg. Voru þar helztir gestir fulltrúar erlendra ríkja. Af ræðumönnum þótti mest koma til Marcks lá- varðar, enda mun snjallari ræða sjaldan hafa heyrst á íslandi. Forseti Alþingis stvrði veizlunni. En í hléinu um daginn fór fram önnur hátíð, sem var í rauninni miklu merkilegri og það var mót- tökuhátíð Alþingis. Þó komu í Alþingishúsið fulltrúar erlendra nkja og færðu íslandi gjafir og ávörp. Hefir áður verið skýrt frá helztu gjöfunum hér í blaðinu, en þvi má bæta við, að konungur 'vor gaf fimmtán þúsund krónur til íslenzku fornritaútgáfunnar. Mó það vera oss gleðiefniefni að vor æðsti embættismaður kann svo að meta gullaldarbókmenntir vorar. 1 sambandi við Alþingishátíðina voru margar aðrar hátíðir haldn- ar. Má þar fyrst nefna hið nor- ræna stúdentamót, sem nú var haldið í fyrsta sinni á Islandi. En sá galli var á, að mótið hvarf inn í Alþingishátíðina og varð í raun- inni ekkert stúdentamót, enda var það ómögulegt eins og ástæður voru fyrir hendi. Auk þess hélt þingmannasam- band Norðurlanda fund í Reykja- vík 30. júní til 2. júlí. Ekki er oss kunnugt um árangur þeirrar ráðstefnu, en sómi er það oss, að hún skyldi nú — og í fyrsta sinn — vera haldin á Islandi. Um framkomu Islendinga á há- tíðinni er það að segja, að hún var oss til hins mesta sóma. Reglusemin var alveg einstök. Hvergi troðningur eða hrindingar, en allt fór fram með ró og still- ingu. Manni verður á að minnast orða Matthíasar. „Landsins var lifandi trú, laganna heilaga starf“. Prúðmennska íslendinga á Al- þingi 1930 er bezti minnistvarði um andlegan þroska þjóðarinnar á þessu hátíðlega ári. Auk þessa voru haldnar sýn- ingar á málverkum, höggmyndum og listiðnaði. Munu koma dómar um þær sýningar í næstu blöðum Tímans, en þess skal aðeins hér getið, að á listsýningunni báru myndir Ásgríms Jónssonar langt af öllu öðru eins og venja er til. Hann er konungur íslenzkrar list- ar. Frh. ----o---- Sðfnun íslenzkra særinga Um nokkur undan farin ár hefi ég leitazt við að kynna mér m. a. allt það, er lýtur að galdratrú, galdrastarfsemi og galdramálum Islendinga fyrr á öldum. Þessar rannsóknir mínar hafa fært mér heim sanninn um, að íslenzkar galdrasæringar eru stórmerkar heimildir um hjátrú fyrri alda og eiga skilið að koma fyrir al- menningssjónir eins og íslenzk þjóðsagnasöfn, þjóðlagasöfn, þul- ur, leikjasöfn, gátur o. s. frv. Ég hefi því ákveðið að reyna að safna í eina /heild öllum þeim íslenzkum galdrasæringum, sem auðið er að finna. Af íslenzkum særingum hefir fátt eitt verið prentað. Það helzta eru særingar þær, sem birtust árið 1862 í Þjóðsögum Jóns Árnasonar, I, bls. 454—64 og árið 1903 í Þul- um og Þjóðkvæðum Ólafs Da- víðssonar, bls. 95—109. Þó að þetta sé lítið að vöxtum, nægir það til þess, að gefa algóða hugmynd um, hvers eðlis galdra- særingar eru. Ég mun og ef til vill innan skamms birta ritgerð um íslenzkar galdrasæringar og notkun þeirra. Nágrannaþjóðir vorar hafa að vonum látið sér skiljast, hve merkar galdrasæringar eru í sam- bandi við menningarsögu þeirra. Árið 1901 gaf Dr. A. Chr. Bang út geysimikið safn af norskum galdrasæringum (Norske Hexe- formularer og magiske Opskrif- ter), 761 bls. í stóru broti, í rit- um vísindafélagsins í Kristjaníu (Oslo). Árið 1917 gaf F. Ohrt út 1. bindi af dönskum særingum (Dan- marks Trylleformler) með ýtar- legum inngangi og registrum, og var það rit 540 bls. að stærð. Árið 1921 gaf sami maður út II. bindi af dönskum galdrasæringum, 142 bls. að stærð. Einnig má nefna, að Valter W. Forsblom í Helsing- fors hefir gefið út mikið af sær- ingum í ritinu Magisk Folk- medicin, sem birfist 1927 meðal rita sænska bókmenntafélagsins í Finnlandi (CXCV. bindi). Að svo stöddu er ókleift að segja um, hve mikið muni enn vera varðveitt af íslenzkum sær- ingum. Allmikið mun vera glatað, en þó er fjöldinn allur geymdur á víð og dreif í handriti utan lands og innan. Af særingum vor- um eru hin mergjuðu særinga- kvæði frá 17. öld langveigamest og mun vafasamt, hvort ná- grannaþjóðir vorar eiga nokkuð á borð við þau í þessum efnum. Ég vil hér með fara þess á leit við alla þá menn, sem unna þjóð- legum fræðum og kunna að geta gefið upplýsingar viðvíkjandi ís- lenzkum særingum, að þeir leggi mér lið við særingasöfnun mína. Ef einhver veit til þess, að sær- ingaþulur lifi enn á alþýðuvörum, væri mér mikil þökk á því, að sá hinn sami skrifaði þæ) upp og sendi mér ásamt greinargerð um heildarmenn sína og vitneskju um það, hvar særingarnar hafa geymzt. Þá væri mér auðvitað mjög kærkomin vitneskja um særingasyrpur og galdrakver, og hvort eg gæti, ef til kæmi, fengið þau að láni heim lil mín eða á Landsbókasafnið í Rcykjavík, svo að hægt væri að taka afrit af því, sem máli skipti. Ef einhver vildi gera mér þann greiða, að taka af- rit af særingum og senda mér, vil ég mælast til, að þau afrit sé rituð stafrétt eftir heimildum, og að öllum lestrarmerkjum sé ná- kvæmlega fylgt. Einnig væri æskilegt, að slíkum afritum fylgdi vitneskja um aldur heimilda, nöfn höfunda eða ritara þeirra o. s. frv. eftir því, sem menn bezt vita. Virðingarfyllst Sigurður Skúlason mag. art. Hrannarstíg 3 Reykjavík. Reykjavíkurblöðin Alþýðublað- ið, ísafold og Vísir, Skutull á Isafirði og Dagur á Akureyri eru beðin að birta þessa grein. S. Sk. ----o--- Heimkoman Af því maðurinn er þannig skapaður, að hann þráir félagslíf, þá er honum það mjög eðlilegt að láta í ljós gieði sína og einnig sorg. Það er mér mikið fagnaðar- efni, að vera kominn heim eftir margra ára dvöl erlendis. Eg fór til Ameríku fyrir tíu árum án þess að hafa nokkura löngun til að fara þangað og það sem ég færðist til í því landi, þá var það í öfuga átt, fjær og fjær heim- kynnunum. Ég komst alla leið vestur fyrir Klettafjöllin, næst- um að 'hafi, svo lengra varð veria farið í þá átt, en svo lá líka leið- in í áttina heim, og þegar ferða- lagið byrjaði, þá gekk það allt fljótt og vel. Heimþráin óx með ári hverju, varð fullnægt að lok- um og indælt var að koma heim. Handtök manna og kveðjur við heimkomuna, báru strax þess vott, að hér var það enn að finna, er svo lengi hafði verið þráð. Það skal þó sagt strax, áður en lengra er farið, að þótt ég kjósi helzt ísland af vissum á- stæðum, þá fann ég þó nóg af gæðum og góðu fólki í Canada. Ég mun jafnan gefa Canada hinn allra bezta vitnisburð og segja það allra mesta „ágætis land“, og canadiska þjóðin unga á lof en ekki last skilið. Hún er frjáls, hraust og framsækin vel, þótt mér finnist hún enn á eftir í and- legum þroska, samanborið við hinar ytri framfarir. Andlegu tindarnir gnæfa ekki það hátt, að æskan fái almennt augastað á þeim. Ég er hálfhræddur um, svona fljótt á litið, að sú hliðin kunni að vera dálítið á eftir hjá íslenzku þjóðinni líka. Ég er þakklátur fyrir þann tíma, er ég dvaldi í Canada. Hann var mér í alla staði lærdómsrík- ur. Margur íslendingurinn mundi geta lært miMð af því að fara vestur. Þó mun ég aldrei hvetja menn til útflutnings frá íslandi og það hefi ég ekki gert. I útlöndum fáum vér íslending- ar jafnan margar einkennilegar spurningar um Island. Það er sjálfsagt erfitt fyrir þá, sem aldrei hafa orðið fyrir þvílíkum spumingum, að skilja, hversu vér hinir þráum það, að íslend- ingar gæti kynnst öðrum þjóðum sem mest og það réttilega. Það hefir áreiðanlega orðið mörgum mikið fagnaðarefni, hversu al- þingishátíðin, nýafstaðna, heppn- aðist vel í alla staði. Vér Islands- vinirnir, sem vorum hópunum samferða heim til íslands frá útlöndum, þráðum það innilega, að heimsóknin gæti orðið gest- unum ánægjuleg og Islandi til sóma. Þetta hygg ég að hafi orð- ið. Ég hefi átt tal við marga af gestunum og allir eru mjög á- nægðir. Prófessor Jess Hamilton Jackson frá Virginia, Bandaríkj- unum, sem dvelur hér um tíma til að læra íslenzku, sagðist aldrei hafa séð svo mikinn maimsöfnuð samankominn þar sem allt hefði farið jafn rólega fram, eins og á Þingvöllum. Það var ánægjulegt að heyra þennan Islandsvin flytja fyririestur um íslenzkar bók- menntir, kvöld eitt á leiðinni heim til Islands um borð í skip- inu Montcalm. Það er enginn vafi á því, að íslandi verður vel goldið það, sem gert hefir verið til þess að heim- sóknin mikla, í sambandi við há- tíðarhöldin nýafstöðnu gæti orðið gestunum öllum ánægjuleg. Marg- ir munu bera Islandi góðan vitn- isburð og víðfrægja dáðir þess. Ég las fyrir skömmu mjög fall- ega og vel skrifaða grein í einu merkasta tímariti heimsins, „The Geographical Magasine“, um Is- land, er skrifuð vár af enskri konu er ferðast hafði um ísland. Greininni fylgdu nálega fjörutíu myndir frá íslandi. Þetta tímarit er mikið lesið af fræðimönnum um allan hinn enskumælandi heim. Ég gladdist mikið yfir þess- ari velskrifuðu grein. Verzlunar- maður nokkur í Kelowna, B. C., Canada, er lesið hafði greinina, bauð mér að tala um Island í samsæti, sem efnt var til af „Rotarian“ félagsskapnum þar. 1 samsætinu voru um fjörutíu for- ystumenn bæjarins og nokkurir aðkomnir, og þar á meðal einn eða tveir þingmenn. Allir virtust þeir hafa áhuga fyrir litlu og fá- mennu menntaþjóðinni „norður við heimsskaut í svalköldum sævi“. Prestur stærstu kirkjunn- ar í bænum var í samsætinu og bauð mér strax að tala næsta sunnudagskvöld í kirkju sinni um ísland og trúarlíf Islendinga. Hann auglýsti vel, og sama dag flutti bæjarblaðið langt ágrip af borðræðu minni í „Rotarian“ klúbbinum. Kirkjan var troðfull. Prestur leiddi mig í ræðustólinn, kynnti mig sem Islending og bað mig að bera íslandi kæra kveðju fólksins þar. Ræðunni var einnig útvarpað, svo að ég hafði þar gott tækifæri til að svara í einu mörgum spurningum, sem ég hafði oft fengið viðvíkjandi Is- landi. Spurningar þessar voru oft einkennilegar. Einn spurði mig, hvoi't það væri satt að ’menn ræktuðu ýmislegt á húsþökúnum á íslandi vegna þess, hve kalt væri þar. Mér leiddist þó einna mest að sjá, að í landafræði þeirri, er notuð er við lýðskólana í Canada, er ísland talið danskt. Þótt maður mæti víðsvegar mikilli fáfræði viðvíkjandi íslandi, þá er það gleðilegt, að þar sem Islendingar þekkjast vestan hafs, þá þekkjast þeir allir á einn veg. Þeir eru taldir beztu þegnar landsins. íslendingar 1 Ameríku hafa gert þjóð sinni mikinn sóma. Sonurinn í fjarlægð hefir miklað móður sína og elskað hana. Mai’g- an Islending hefi ég fundið í Ameríku, sem gjarnan vildi eiga kost á því, að bera beinin heima á ættjörðinni. Sjálfur fagna ég því að vera kominn heim. Þegar ég sá landið fyrst, við heimkom- una, þótt veður væri leiðinlegt, þá varð mér að orði: Helgidómur helgra sagna, hreysti, frægðar, vits og þors. Þér. ég heilsa, þér ég fagna, þú, bústaður andlegs vors. Ljómar drottins listasmíði, landið norðurhafsins prýði benda hátt til himins fjöll. Þar um aldir, ár og daga, Islands kvæða, sagna, laga geymir heilög gyðja Braga glæst í minninganna höll. Turnaborgin tigna, bjarta, tak mig í þinn móður-faðm. Þar mér kynntu þitt við hjarta þinnar sælu aldinbaðm. Gæði þín rnér gef að smakka, glaður skal ég ávalt þakka fenginn bezta, — feðra arf. Islendingur vil ég vera, vil þér a 111 til sæmdar gera, og þitt heiti, Island, bera, efla þitt hið mikla starf. Þegar ég sté á land í Reykja- vík og litaðist um, þá sá ég fljótt þá breytingu, er orðið hafði síð- ustu tíu árin. Allt bar vott um góðæri og framfarir, en fljótt á litið, virðist vera einhver skort- ur á sönnu jafnvægi í þroska þjóðarinnar. Óskandi væri, að ísland bæri gæfu til að þrosk- ast og vaxa heilbrigðum vexti, svo að það gæti haldið unnum heiðri og orðið fagurt, þótt smá- vaxið, hraustmenni á meðal menntaþjóðanna. Öllum íslend- ingum þykir vænt um ísland. All- ir vilja þeir sóma þess. Allir fagna þeir yfir unnum sigri og fenginni frægð, en fjársjóðanna er ávallt vandi að gæta, og þar þarf mikla trúmennsku til. Pétrn* Sigurðsson. ----o---- Sumarið. Veturinn. Fóðrið Anna-tími ársins stendur yfir. Allir hafa nóg að gera, og sumir meir en nóg. Atvinnuleysi þekkj- um við ekki. Og við vonum að við kynnumst því ekki heldur. Verk- efnin eru alstaðar, óþrjótandi. Óleyst og hálf leyst bíða þau bæði til sjós og lands, og við sjáum ekki annað en að komandi kyn- slóðir hafi nóg að gera hér á landi. I sveitunum stendur heyskap- urinn sem hæst. Menn keppast við að afla heyja til vetrarins. Allir vita að hann kemur, íslenzki vet- urinn, en enginn veit hvernig hann verður. Og allir skepnueig- endur vilja vera sem bezt undir hann búnir, því þeir vita, að vet- ur getur verið hai’ðhentur á stundum. En aðstaðan til að ibúa sig undir veturinn hefir breyzt. Fólk- inu í sveitunum hefir fækkað, og er færra nú en’ nokki*u sinni áð- ur. Og kröfur manna til lífsins 'hafa líka breyzt. Ný þægindi hafa menn vanið sig á, og til að afla þeirra þarf fé. Kaupgjald hefir því hækkað. Verð afurðanna hefir aftur ekki hækkað að sama skapi, og útlit til þess að það lækki í haust, frá því sem var í haust sem leið. Þess vegna er nú svo komið, að bóndinn getur ekki sætt sig við sama afrakstur eftir sláttumanninn og hann gat hér áður fyrri. Iiann verður að fá meiri eftirtekju nú, eigi að borga sig að slá eða afla fóðurs. Þetta sjá nú fleiri og fleiri með hverju ári sem líður. Það er langt frá, að það borgi sig að heyja lélegu berjurnar. Sinufló- ana og kargamóana sem vel borg- aði sig að slá, meðan lífsþarfim- ar voru litlar, og kaupið þess vegna lágt, borgar sig nú ekki að slá lengur. I stað þeirra þarf að koma vélslægt, ræktað land. Það er á leiðinni. Á flestum býlum lands- ins er það á leiðinni. En það þarf að koma fljótt. íSumstaðar er það komið nokkuð. 26. júlí hringdi til mín bóndason af Austurlandi og bað mig að útvega sér diskherfi. En það þurfti að komast með Súðinni 28. s. m. IJann ætlaði að fara að brúka það. Túnið var bú- ið, 320 hestar komnir í hlöðuna,

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.