Tíminn - 09.08.1930, Blaðsíða 2

Tíminn - 09.08.1930, Blaðsíða 2
164 TlMINN böm sín, hvers vegna ekki að stofna íslenzkan íhaldsspítala, þar sem íhaldsvísindi væri iðkuð eins og eldrúnir voru lesnar í Svarta skóla? Og ef þvílíkur spítali er stofnaður, þá er í flokki Mbl. og Vísis yfirdrifið af allskonar mein- lætaskepnum. Ef til vill væri vel viðeigandi að hafa álmu út úr vit- lausraspítalanum, sem sannarlega ætti að heita Helgastaðir, og láta idiota og beinasna vera í sérstakri deild. Það er alveg fullvíst, að þó að íhaldsílokkurinn notaði þessa stofnun eingöngu fyrir flokksbræð ur sína, þá gæti verið þar nóg starf fyrir þá Helga og Valtý báða. Og hvers vegna að þrýsta slíkum mönnum upp á Dani? Átti það ekki að vera metnaður ísl. „'Sjálfstæðismanna" að „styðja innlendan iðnað“, líka þann merki- lega iðnað, sem Helgi og Valtýr Albertsson hafa stundað fyrir flokk sinn? X. ---o--- Kristindómurinn í BJarnanesi Eins og vænta mátti hefir í- haldið fundið að því bar skylda til að bæta kristilegri fjólu í blóma- safn sitt, með því að verja hinn burtvikna prest í Bjamanesi, ólaf Stephensen. En úti um land er enginn vafi á því, að allir heiðarlegir menn álíta það skyldu kirkjustjómar- innar að fjarlægja úr kirkjunni presta sem eru ókristilegir við söfnuð sinn, ekki síst þá, sem máttarminstir eru eins og ekkj- ur og einstæðingar. Þetta hefir ólafur Stephensen gert. Þess vegna var honum vikið úr stöðunni að undangenginni ítarlegri rannsókn. En af sömu ástæðu ver íhaldið málstað klerks. Alþingishátíðin [Meðal gesta vorra á Alþingishá- tiöinni var danski rithöfundurinn Ole Björn Kraft. Hann var einn at' forgóngumönnunum að stofnun nor- ræna stúdentabandalagsins og het'ir um langt skeið fengist við ritstörf og blaðamennsku. Hann á sæti á rikis- þingi Dana, og tilheyrir íhaldsflokkn- um. — Nokkru eftir heimkomuna hélt hánn í útvarp Dana, fyrirlestur þann, sem hér birtist í þýðingu, litið eitt styttur. það er nógu fróðlegt fyr- ir oss íslendinga að sjá, hvernig g-if- aður og menntaður Dani, sem er i þeim flokki, sem verið hefir oss and- stæðastur, dæmir um Alþingishátíð- ina — H. H.j. Þegar Newton lávarður, for- maður ensku sendinefndarinnar á Alþingishátíðinni flutti lslandi heillaóskir að Lögbergi, minntist hann á, að England væri kallað móðir þingstjómarinnar, en hið þúsund ára Alþingi amma þing- anna. Og satt er það, að þegar höfðingjar hins íslenzka frjálsa ríkis, komu saman hinn heilaga fimmtudag 930, fyrsta sinn, á hið fyrsta dæmandi og löggefandi þing, þá var skapað nýtt stjóm- arfyrirkomulag — ef ekki þjóð- stjórn, þá að minnsta kosti sjálf- stjóm frjálsra manna. Ekkert var því eðlilegra en að hið unga ís- lenzka ríki vildi minnast þessa viðburðar, og með því tengja sína frjálsu framtíð við merkilegasta tímabilið í sögu sinni. En það var áhættuverk að halda stórfenglega hátíð, og sýna gestrisni, ekki aðeins frændþjóð- unum á Norðurlöndum og útflutt- um íslendingum — einkum frá Canada — heldur og öllum menntuðum þjóðum. Og ef litið er óvilhallt á málið, þá er ákvörð- unin um, að halda sjálfa hátíð- ina á Þingvöllum, mitt í auðn- inni, margar mflur frá menningu T Það er siður þess að verja öll röng mál. Hér er ekki tími til að rekja alt ofbeldi Ólafs Stephensens síð- an hann kom í Bjamarnes, enda er þess síður þörf, þar sem þvi hefir ítarlega verið lýst hér í blaðinu áður og íhaldið lamað svo í þeirri viðureign að það gat engri vörn við komið. Hér skal aðeins rifjaður upp einn þáttur úr hinni kærleiksríku framkomu Ól. St. við ekkjuna í Brekkubæ og son liennar. Aðui' en Ól. St. kemur er ekkjan búin að fá loforð þáverandi prests tii að hún megi kaupa hjáleiguna Brekkubæ. Sýslunefnd hefir lagt blessun sína yfir kaupin. En fá- tækt hindrar ekkjuna í bili frá að framkvæma kaupin. En allur hugur hennar var á því að son- ur hennar, sem var að vaxa upp gæti fengið litlu jörðina, þar sem hún hafði strítt sína hörðu ekkju- ! bai'áttu. | Um það leyti sem ÓL St. kom i var sonur ekkjunnar svo upp- kominn, að hún gat farið að | framkvæma kaupin. En þá tekur prestur til sinna ráða. Hann fékk ágimd á kotinu. Hann hafði til ábúðar beztu jörðina í sveitinni. Hann gat ekki fyrir ráðleysi not- að nema heiming af slægjum Bjarnaness. En hann byrjaði að nta gimdai-augum htia býiið ekkj- unnar. Honum íiaug í hug, að fiæma ekkjuna og son hennar burtu. Freistingin varð of sterk fyrir þennan veikbyggða þjón Krists, sem fékk peninga úr rík- issjóði til að kenna Homíirðing- um, að ágimd væri andstyggileg og að mildi og drengskapur, ekki síst við lítilmagnann, væri full- næging kristindómsins. Sr. Ólafur svíkur nú gefin heit við ekkjuna, neitar að hún megi kaupa, spillir fyrir sölu hjá Jóni Magnússyni og byrjar að þrengja að kosti ekkjunnar með hrottaskap og blekkingum, svo sem þeim, að lífstíðarábúð hennar væri ekki i gildi. Ekkjan getur ekki varist þeirri hugsun, að sóknarpresturinn sé ekki vernd og skjól hinna um- komulausu. Hún hittir prest, er hann er að búa sig undir Reykja- víkurferð. Hún biður hann að tala máli sínu við þá háu í Rvík., við yfirmann kirkjunnar, biskupinn, og biðja -hann að sjá um, að hún ekkjan í Brekkubæ, fái litla kot- ið sitt keypt, áður en hún deyr, svo að einkasonur hennar geti búið þar. En presturinn gleymir að hann er þjónn Krists. Hann reiðist af því ekkjan vill fá handa barninu sínu kotið, sem hann vill svæla undir sig, en hefir ekki með að gera. Hann eys yfir ekkjuna hörð- um og ljótum orðum fyrir það að hún er að biðja griða bami sínu. Og þjónn Krists í Horaa- firði gerir meira. Hann ieggur hendur á ekkjuna, harm þrífur í axlir henni, hann keyrir hana ruddalega og með ofbeldi út úr stofunni. Sóknarprestuiinn vildi ekki vera boðberi umkomulausrar ekkju tii biskupsins. Hann hrakti ekkjuna með líkamlegu og and- legu ofbeidi út úr prestssetrinu. Litlu síðar deyr ekkjan í Brekkubæ. En henni skilst að andi kristindómsins búi ekki 1 Bjarnan.-si hjá sóknarprestinum nennar. Hun biður son sinn þess, að láta ekki sr. Óiaf Stephensen kasta mold á kistu hennar. I stað þess stefnir hún presti sínum að fornum sið fyrir æðri dóm en kirkjustjórn Jóns Magnússonar. Og til að verða við síðustu bæn móður sinnar, sækir ungi bónd- inn í Brekkubæ prest 4 dagleiðir til að veita ekkjunni þá hvíld, sem hinn launaði þjónn kirkj- unnar á staðnum gat ekki veitt. Presturinn heldur áfram sömu hörkunni við Bjama í Brekkubæ. Hann ætlar að smáþrýsta honum út af jörðinni. Hann leggur undir sig part af jörðinni, en Bjarni nær þó byggingu á meira en helmingnum. En hann veit að prestur bíður eftir tækifæri til að hrekja hann burtu. Þá verða stjórnarskiftin. Bjami í Brekkubæ hefir í fjar- lægðinni fengið þá hugmynd, að það hafi verið vinir og banda- menn Ólafs í Bjamanesi sem fóru, og að nýr hugsunarháttur muni ef til vill kominn í hvíta húsið við Lækjartorg. Og Bjami bóndi fer suður til Reykjavíkur og segir kirkju- stjóminni sögu sína. Skjöhn eru tekin upp. Það reynist rétt sem Bjarni segir. Ekkjunni í Brekku- bæ hefir verið lofað jörðinni, bæði af fyrverandi presti og mælt með af sýslunefnd. Skjölin báru með sér að ofbeldi og ranglæti hafði verið beitt við ekkjuna. Kirkjustjórnin sá enga ástæðu til að svikja geíin ioíorð. Hún ákvað að standa við hið gamla heit. Jörðin var metin að nýju í sam- bandi við hærra verðlag í land- inu og seld eftir þaö vorið 1929. Bjarni hafði þá ábúð frá fyrri árum á meirihluta jarðarinnar, frá 01. St. En nokkurn hluta jaróarinnai' hafði prestur -byggt öðrum sérstaklega. Sá partur losnaði tvisvar um vorið 1929, eftir að Ól. St. var tilkynnt sai- an. Að réttu lagi átti Bjarni að fá þann hiuta tii ábúðar, úr því hann iosnaði eftir að sala fór fram. En nú varð freistingin of sterk fyrir Ól. St., er hann sá málstað ekkjunnar og smábóndans réttast fyrir tilhlutun landsstjómarinnar. Ofsinn greip hann, og snemma á túnaslætti í fyrra ræðst hann snemma morguns með 6 sláttu- menn heim á tún Bjarna, einmitt þann hiuta túnsins, sem Bjarni hafði haft um nokkui' undanfai- andi ár með byggingu ÓL St., og byrjar að slá. Hvorki bænir né mótmæli duga. Lífsbjörg smá- bóndans á að takast með ofbeldi og flytjast heim á kirkjustaðinn. Ihaldspresturinn hafði vanrækt guðs lög við umkomulausa ekkju og verið stefnt fyrir guðs dóm. Nú braut hann lög landsins og varð að þola þeirra dóm. Beztu menn héraðsins risu nú upp, sendu ól. St. símskeyti og sögðust afhrópa hann sem prest, ef hann sleppti ekki ránsfeng sínum á Brekkubæ. Bjami bóndi kærði fyrir G. Sv. En hann átti ekki heimangengt. Þá kærðu bæði Bjarni og Ól. St. til landsstjóm- arinnar og báðu um dómara. Og hún sendi Karl Einarsson. Hann skakkaði deiiuna. Hann stöðvaði ránið í Brekkubæ og kvað upp fógetaúrskurð um það, að lögum samkvæmt væii athæfi prests um heyskap á Brekkubæ fuilkomlega ólöglegt. Bjarni væri fyrst og fremst löglegur bóndi á meiri- iiluta jaiðarinnar, sem ÓL St. hefði byggt honum, og auk þess ætti hann að fá tii ábúðar þann part sem prestur hafði byggt öðr- um sérstaklega, úr því að sá hluti jarðarinnar hefði losnað úr ábúð eitn' aö sala fór íram. Máliö gekk tii Hæstaréttar, sem staoíesti aöaiatriði undirdómsins, nefniiega rétt Bjai'na til þess hiuta jarðarinnar, sem hann haföi alLt af haft. En þá um leið var kominn lokadómur um athæfi prests. flann hafði ekki fremur rétt tii að ræna frá Bjama hey- feng af jörð hans, heldur en að fara suður í Rvík og taka með vaidi messuskrúðann af Jóni biskupi Helgasyni. Hitt var lítil- tjöriegt atriði, hvort Bjami fékk endanlega til ábúðar' þann hluta jarðai'innar, sem eítir var að end- urheimta vorið 1929 eða 1930. Hæstiréttur breytti dómnum um þann hluta jarðarinnar, en við Reykjavíkur, og undir skilyrð- um, sem að mörgu leyti minntu á þau, er voru fyrir hendi, er hið íyrsta Aiþingi kom saman, að sumu ieyti svipuð heitstrenging- um, sem fóru fram í gildaskálum fornmanna, og eins og kunnugt er, kostaði það oft dauða og iiættur, að framkvæma þær. En nú var ákvörðunin tekin og fram- kvæmd. I tvö ár hafði hið litla, 100 þúsund manna ríki, -beitt öll- um ki-öftum sinum til þess að leysa hiutverkið af hendi. Það voru ógurlegir erfiðleikar, sem sigra þurfti. Aðeins samgöngu- máiið eitt, að flytja allar þessar þúsundir manna heilar á húfi, gegnum hraunin til Þingvalla, og heim aftur, hlýtur að hafa vald- ið hátíðanefndinni langvarandi svefnleysi. Og þegar svo gestim- ir voru komnir til Þingvalla, þurfti að sjá þeim fyrir gistingu, þar sem engin hús voru til, mat- væium, þar sem engar birgðir voru til. Þar þurfti að útvega vatn, afrennsli o. s.frv. Það varð að útvega lífsnauðsynjar til þriggja daga, handa borg, sem var á stærð við meðalbæ í Dan- mörku, að Kaupmannahöfn und- anskilinni. Og það þurfti að stjóma hinum volduga mann- fjölda, sem sótti hátíðahöldin að Lögbergi, sjá um reglusemi og að allt færi vel fram. Og við alla þessa erfiðleika bættust svo ógn- anir veðursins, sem enginn mann- iegur máttur gat ráðið við. Ef það kom stormur, regn eða hríð, var allt til einskis. Allur útbún- aðurinn var gagnslaus, og hrundi saman eins og spilaborg, reist af höndum trúgjamra barna. En þetta allt heppnaðist vissu- lega betur en flestir höfðu búizt við. Nýr vegur var lagður frá Reykjavík til Þingvalla, svo hægt var að stjóma vel umferðinni og aka í eina átt hvora leið. Fimm hundruð bifreiðar fluttu fólkið, og á Þingvöllum vom reistar stórar tjaldborgir, alls 4200 hvít tjöld. Fjölmenn lögregla var sett á stofn til þess að sjá um reglu og stjórna umferðinni. Itarlegar ráðstaíanir vom gerðar til þess að bæta úr þeim óhöppum, sem hlutu að koma fyrir, þrátt fyrir aiian undiibúning — og komu fyrir. Bænirnar um sólskin og sumar- blíðu voru heyrðar — að mestu. Áðm- en hátíðin hófst vom sí- feildar kuidarigningar, og þegar hinum fyrsta hátíðardegi lauk, dró dimm ský yfir fjöllin og tók að snjóa og rigna, og leit um stund út fyrir að hátíðin myndi farast í óveðrinu. En þetta stóð ekki lengi. Veðrið batnaði og varð því fegurra, sem lengur leið á há- tíðina. Hin stórfenglegu heimboð voru þegin. Skyldi nokkumtíma fram- ar slík sjón sjást á hinni fögm höfn Reykjavíkur, undir fjöilun- um, sem glitruðu í öllum htum, sem sú, er mætti auganu á þess- um dögum og töfrandi björtu nóttum, er sólin aðeins hvarf sem snöggvast undir sjóndeildarhring- inn, og nóttin hafði varla sent skugga sína yfir himininn, er hún hneig aftur í hafið. „Hellig Oiav“ kom með norræna stúdenta og þingmenn til Reykjavíkur um kvöld, sem ef svo segja mætti, dró fegurð þessa norræna drauma- heims saman í eitt. Við komurn úr æfintýri, næstum því spegil- sléttu Atlantshafi, og sigldum að landi, sem teygði hina hvelfdu fjallatinda móti björtum hress- andi himinblámanum. Lengst í vestri glitraði í geislum hnígandi sólar hin eilífa ísbreiða Snæ- fellsjökuls, og umhverfis flóann risu fjöll úr hafi lauguð bláum, fjólubláum og ijósgrænum lita- straumum, en allt með þýðum, léttum, líðandi blæ. Fegurð ís- lenzkrar nætur verður aðeins mál- uð með vatnslitum, hún er of óvirkileg fyrir hin sterku litbrigði olíumálverksins. — O g skyldu nokkrir geta skilið hana til hlítar nema Norðurlandabúar, sem hafa augun óþreytt af litabruna sólar- landanna. En fyrir okkur var hún fullnæging á fegurðarþrá norrænna hjarta. Hún var okkar. Draumar okkar orðnir að veru- ieika. Til þessarar hafnar höfðu svo þjóðirnar sent fulltrúa sína, og þar var stóríenglega sjón að sjá. Englendingar sendu Rodney, stærsta herskip heimsins, dásara- legt furðuvierk vísinda og vél- fræði. Frakkar sendu nýtt beiti- skip, Englendingai* sendu líka stóran flugbát, sem flaug frá ís- landi til Skotlands án þess að lenda. Frá Norðurlöndum komu herskipin, Tordenskjold frá Nor- egi, Oscar II. frá Svíþjóð, Niels Juel og Fylla frá Danmörku. Aúk Hellig Olavs komu ferðamanna- skipin Meteor, Stella Polaris og Polonia á höfnina. Lífið í Reykja- vík á þessum dögum, þegar fall- byssuskotin drundu fyrir kon- ungi íslands og Danmerkur, eða sænska krónprinsinum, þegar hljómsveitimar léku á herskipum og höfnin var full af bátum, var samboðið hverri stórborg. Fyrst var tekið á móti norræn- um stúdentum og síðan þing- mönnum. Konungur og drotning gengu í land, á bryggju fánum skreyttri, um hádegi þann 26. júní, og sænski krónprinsinn skömmu síðar. Um kvöldið hófst svo straumurinn til Þingvaila. En útlitið var ekki gott. Við konungsmóttökuna var sailarign- ing. Flöggin hengu vot niður á stöngunum og firðir og fjalla- tindar voru sveipaðir þoku. Forin á vegunum og hugsunin um ástandið í tjaldborginni í auðn- inni gerði menn dapra og niður- lúta. Við móttökuhátíðina hjá for- sætisráðherranum á miðvikudags- kvöldið sagði merkur maður við mig: „I tvö ár höfum við verið að undirbúa þessa hátíð, og ef vér fáum ekki betra veður á morgun misheppnast alt saman. Island á í dag aðeins eina ósk, sólskin“. Þegar straumurinn til Þingvalla hófst var enn regn, en af stað fóru menn samt. Og alt kvöldið og aila nóttina þutu bifreiðamar áfram gegn um eyðimörkina. Frá Reykja vík var nær því samfeld lest af bif reiðum. Eg hefir áður minst á nýja veginn, en eg verð einnig að mimiast á hina miklu umhyggju er sýnd var til þess að ráða bót á þeim óhöppum, er fyrir kunnu að koma. Með stuttu miilibiii stóðu verðir með benzín og vaiahluti, og þessu var það að þakka að allir komust út og heim aftur. Þessa hátíðardaga fengu bifreiðastjór- arnir ekki mikinn svefn. Seinast voru sumir þeirra orðnir svo þreyttir að þeir urðu að stíga út úr vögnunum á leiðinni og ganga spölkorn til þess að hrista af sér svefninn. En þeir dugðu samt, og ættu að fá heiðursmerki fyrir þann þátt, er þeir áttu í því að hátíðin fór svo vel fram. Fyrsta kvöldið voru fluttar 16 þúsundir manna til Þingvalla. Við ókum frá menningunni út í hina ósnertu frumnáttúm. Þessi akstur gegn um hið fomlega lands lag, þar sem sýnilegar eru minjar um hinar voldugu byltingar nátt- úrunnar, sem átt hafa sér stað, gegn um storknað hraun og með- fram rauðum eldgígum, býr hug- ann undir það, sem hann á að mæta. Hér er landið eins og það var fyrir 1000 árum. Hér þarf enga list og engin leiktjöld til þess að endurskapa myndina. Svona sá Grímur geitskór Þingvelli, er hann valdi þar samkomustað fyrir hina frjálsu bændur og höfðingja Is- lands. Þessir klettar hafa bergmál að ræðu hins fyrsta lögsögumanns Hrafns Hængssonar, er hann í fyrsta sinn sagði upp lögm. A þess um hrikalegu flötum, þar sem jarðskjálftamir hafa tætt hraun- ið sundur, þar sem vatnið glitrar í gjánum og Lögberg rís eins og hvelfdur skjöldur, reistu íslenzkir bændur vaðmálstjöld sín fyrir þús-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.