Tíminn - 09.08.1930, Page 4
TlMINN
íee
Landshorna milli
------ Frh.
Fundinn sóttu þeir s.i kappi og
ekki síst þeir, sem orðið höfðu
fyrir mestum skaðanum í illviðr-
inu. Karlmannlegt er það, að láta
slíkt ekki á sjer sjá. Haldnir voru
þennann dag 7 fyrirlestrar og
var umræðufundur á eftir. Síð-
an var dansað til morguns og urð-
um við fjelagar að taka tvívegis
til máls um nóttina. Ljetum við
þá bæði kartöflu- og áburðarfræð-
ina eiga sig. Svo vel var þessi
fundur sóttur, að lá nærri að
annarhver maður úr sveitinni
væri þar staddur.
5. og 6. desember vorum við í
átthögum hins fræga manns Þór-
bergs, sem skrifaði brjefin til
Láru, Suðursveitinni. Gistum við
að Kálfefellsstað hjá sjera Jóni
Pjeturssyni. Var aðsókn einnig
ágæt þar og framfarahugur í
fólki. 1 Suðursveit hefir verið
unnið að jarðabótum á hverjum
einasta bæ í sumar sem leið.Voru
Suðursveitungar óragir að taka
til máls og fluttu þrír þeirra fyr-
irlestra. Þrátt fyrir vafasamt
veður var aðsókn afbragð báða
dagana og glegibragð yfir mönn,
um, og sönn ánægja með þeim
að vera.
Síðasta námsskeið sem haldið
var í þessari feð, var í Öræfum
7. og 8. desember. Svo margt hef-
ir verið sagt og skrifað um ör-
æfi og öræfinga, að það er að
bera í bakkafullann lækinn að
bæta við það, en ekki varð jeg
fyrir neinum vonbrigðum er jeg
kom þangað. Björn Pálsson á Kví-
skerjum sókti okkui- að Jökulsá
á Breiðamerkursandi og var hún
nú eigi meiri en svo, að hún var
vel reið. En sátt er það, að ljót
er hún þar sem hún spýtist und-
an jökulröndinni. Ekki fórum við
lengra en að Kvískerjum þennann
dag og var gott að hvíla sig eft-
ir vökunóttina í Suðursveit. Morg-
uninn eftir fórum við að Hofi.
Leiðin er dásamleg fram með
fjöllunum, þar sem skriðjökiar
falla niður úr hverju gljúfri.
Hyggðin í Öræfum er eins og
menn vita, víðast í hverfum á
torfum, sem jökulhlaupin hafa
skilið eftir. Bæjahverfi þessi
erú hreinustu forngripir, bustar-
býggingar hlið við hlið og fjöldi
gripahúsa allt í kring út um alla
toríuna.
Lítið mun flutzt til Öræfa fyr
en allra síðustu árin, af steinlími
og því er allt byggt úr gamla,
heimafengna efninu, grjóti og
torfi og víða úr mestu leyti úr
rekavið. Hreinasta yndi er sum-
staðar, að horfa á heimagerðu
þiljurnar úr rauðavið sem rekið
hefir á fjörurnar.. — Marga hef-
ir fletturýu rekið á fjörurnar í
Austur-Skaftafellssýslu. Það sagði
mér frú Helga á Kálfafellsstað;
að þegar ákveðið var að byggja
það íbúðarhús fyrir rúmlega 30
árum, og átti að leggja á stað
með lest til Djúpavogs að sækja
húsavið; þá fanst rekinn í fjöru
rauðaviðarbjálki, 6 álnir á lengd,
og svo gildur, að hann náði manni
í mitti. Var honum flett í þiljur
og nægðu þær á allt húsið utan
og innan. Sparaði það mönnum og
hestum mikið erfiði og presti
stórfé. —
Við riðum framhjá Fátækra-
mannahól við Fagurhólsmýri, þar
sem bændur fyrrum í katólskri
tíð söfnuðu fátækum mönnum
saman einu sinni á ári og gáfu
þeim vel að éta, víst til að friða
sina eigin sál, því góðgerðasemí
er höfuðdyggð.
Þær nætur, tvær, sem við vor-
um í Öræfum gisti ég hjá góð-
kunningja mínum séra Eiríki á
Sandfelli, en fundir okkar voru
haldnir að Hofi. Voru þeir ágæt-
lega sóttir, þótti mér óvenjugott
að tala yfir öræfingum — þeir
hlustuðu vel á það, sem sagt var.
Síðari daginn stóð gleðskapurinn
þar til að aftur birti af degi.
Gamlir og irngir glöddust saman.
öldungurmn á Fagurhólsmýri,
Ari Hálfdánarson vakti með okk-
ur alla nóttina og var hinn kát-
asti.
Á Hofi er ein af hinum fáu
torfkirkjum, sem eftir eru á land-
inu. Þykir mér hún fegurst þeirra
torfkirna, sem ég hefi séð —
Iiið ytra. Yfir kirkjunni er svo
þjóðlegur blær, og leiðin öll í
kirkjugarðinum prýðilega upp-
hlaðin, en enginn minnisvarði á
neinu þeirra. Þar eru allir jafn-
ir eftir dauðann, eins og vera
ber; en hvorki völd, örbirgð né
auður ná þar út yfir. Vel fer á
því, og þessvegna er kirkjan og
kirkj ugarðurinn á Hofi helgari í
rnínum augum en allir slíkir stað-
ir, sem ég hefi áður séð.
Frá Ijós- og hitaveitum Öræf-
inga hefi ég sagt áður, 1 þessu
blaði, og þeirri blessun, sem af
þeim leiðir fyrir byggðina. Ljós
var þar og ylur í hverju skoti
og skammdegið því ólíkt betri
tími en áður var.
Síðustu nóttina gistum við á
Svínafelli, höfðingjasetrinu gamla,
sem að náttúrufegurð mundi geta
keppt við flesta aðra staði. Gil-
in með björk og víði á börmunum
kunna Svrnfeilingar vel að meta
og vernda, ekkert tré má skerða
sem þai' vex. Með nokkurri frið-
un mætti vissulega koma skógar-
gróðri til þar á stóru svæði..
Ekki vil eg bera iof á Öræfinga
frekar en aðra menn, enda geri
eg ráð íyrir að þeim myndi lít-
il þægð vera í því. En lengur
hefði mig langað til að dvelja
meðal þeirra. Bjart var yfir jökl-
inum þessa daga, sem við vorum
r uræium og skyggni gott vestur
'tir Lómagnúps.
Við fórum á einum degi frá
Svínafelli og að Kirkjubæjar-
klaustri á Síðu. Er það langur
áíangi. — Skeiðará fyrirfannst
ekki að heita má, var varla. í
hne. liáöldukvísl ekki til — allt
þurt og JMúpsvötnin ekki mikil.
A miðjum iSkeiðarársandi skall
kaíaid á, sem birgði alla sýn til
bæja og íjalla. Lómagnúp sáum
við ekki einu sinni og illa tindana
fögru við Núpsstað. íllt var að
rata og ekki hættulaust yfir eld-
hraunið eystra. Vegurinn mjór og
sprungur gapandi á báðar hliðar.
Vötn að byrja að spillast af fann-
komunni. Á Teigingalæk beið
okkar sendimaður frá Lárusi í
Klaustri, með hesta. En Jón bóndi
vildi ógjarnan sleppa okkur út í
veðrið, en varð þó úr, að við
drifum okkur á stað.. ' Skömmu
fyrir miðnætti komum við að
Klaustri. Fannkoman hélst alla
nóttina og næsta dag var
kcmin ófærð mikil. Þótti Lárusi
bónda víst ráðlegast að fylgja
okkur „puðunum“ sjálfur og að
ferðast, er list sem honum er lag-
in. En oft þarf þrek og áræði í
vetrarferðalögum og ekki síst í
Skaftafellssýslum, yfir stórvötn
og eyðisanda. Lentum við þó í
myrkri, því við urðum að krækja
langt upp með Tungufljóti og
síðasti hluti leiðarinnar verður
mér lengi í minni — sneru haus-
arnir á hestunum ýmist upp eða
niður í hinum mörgu giljum, sem
yfir varð að fara í Skaftártung-
unni. Og í kvöldskímu og kaf-
aldi sýndist allt ægilegra en það
var í raun og veru. Að Flögu
komumst við þetta kvöld. Næsta
dag fórum við yfir Mýrdalssand.
Klofsnjór var um allan sandinn.
Slógust nú í för með okkur Mýr-
dælingar nokkrir, sem leitað
höfðu að bónda einum, sem vilst
hafði á sandinum í veðrinu nótt-
ina áður. Hafði hann komist við
illan leik heim að Höfðabrekku
snemma um morguninn, eftir að
hafa villst alla nóttina og var
þetta þó einn af kunnugustu
mönnum þar eystra. Við stöldr-
uðum við í sæluhúsinu í Hafurs-
ey og hituðum þar kaffi. Þang-
að hafa margir orðið fegnir að
koma. En sími þyrfti að vera þar,
sem hægt væri að nota ef nauð-
syn krefði. Símalínan liggur við
húsið og er víst lítil hætta á að
Skaftfellingar myndu misnota
slíkt björgunartæki sem sírní í
Hafurseyjarsæluhúsi gæti verið
mörgum í vetrarhríðum. — Snjór-
inn fór minkandi vestan eyjar-
innar og nálægt Höfðabrekku var
jörð aftur að kalla mátti snjó-
laus. Mestan hluta leiðarinnar frá
Vík til Seljalands fórum við í
bíl. — Við komhlöðu Klemenzar
á Sámsstöðum sat, þegar við fór-
um þar- hjá, hópur snjótitlinga,
sem týndi korn þau, er fallið
höfðu af kornknippunum í flutn-
ingnum inn í hlöðuna. Virtust
þeir una sér all vel og vera hin-
ir sælustu. Myndi sú sjón hafa
glatt Þorstein minn Erlingsson
— og hver veit nema sunnlend-
ingarnir mínir eigi eftir að taka
upp þann góða siðinn, að setja
upp komknippi handa fuglrnn
himinsins þegar jólin nálgast.
Þegar búið er að rækta korn fyr-
ir framan nefið á körlunum, með
ágætum árangri, ár eftir ár, þá
á eg bágt með að trúa því, að
þá fari ekki að langa til þess að
rækta það sjálfir. En það tekur
sinn tíma. Réttast væri líklega
að leyfa þeim að brugga sterkan
mjöð úr heimaræktuðu komi, þá
myndum við fljótlega sjá ræktar-
lega akra á öðrum hverjum bæ!
15. dag desembermán. komum
við heim eftir að hafa farið land-
veg frá Djúpavogi til Reykja-
víkur.
Margir láta mikið af að ferð-
ast hér á landi á sumardegi.
Hræðist maður hvorki kulda né
nokkra áreynzlu, þá er það ekki
síður gaman um vetur. Ef til
vill er íslenzk náttúra sjaldan
tignarlegri en þá. Og blindingjar
einir ferðast um án þess að gefa
henni gaum. — Gestrisninni gæti
eg og sungið lofið, því henni hefi
ég mætt mikilli og nálega alls-
staðar. Þó má ég aldrei svo til
hennar hugsa, að ekki minnist ég
komu okkar félaga í kaupstað
einn vestra á vetrardegi. Við
komum yfir fjöllin síðla dags og
vorum þreyttir og hugðum gott
til húsaskjóls, því þama bjuggu
bæði sýslumaður og læknir, kaup-
maður og kaupfélagsstjóri, fyrir
utan „smælingjana“. Og það
hafði Bjarni heitinn frá Vogi
sagt mér, að hvergi hefði hann
hitt menn, sem væru eins líkir
brezkum lávörðum heim að sækja
og Dalamenn. — En þegar v.'ð
komum um kvöldið til Búðardals
og ‘báðumst þar húsaskjóls,
hafði okkur verið útveguð gisting
á bæ, mílu vegar frá kaupsiaðn-
um. Gengum við svo á milli
kvölds og morgna þá daga; sem
fundir voru 1 Búðardal og vildi
svo vel til, að veður var hið
bezta.
Þetta voru mín fyrstu kynni af
„lávörðunum“ hans Bjarna frá
Vogi. En ég er jafnv^ss um, að
gisting myndi hafa verið auð-
fengin í þorpinu, ef við heföum
aðeins leitað til hinna fátæku.
Annan febrúar átti Goðafoss
að fara frá Reykjavík og austur
um land og tókum við félagar
okkur far með honum.
Búnaðarnámskeið átti þá að
byrja á Breiðdalsvík og standa
yfir í 3 daga, þar sem fyrirhugað
námsskeið hafði fallið niður í
desember. En þó fór á annan veg;
því „Goðinn“ var orðinn 3 dögum
á eftir áætlun þegar til Djúpa-
vogs kom, og til þess að raska
ekki áætlun okkar, sem boðuð
hafði verið um sveitir urðum við
að fella Breiðdalsvíkurnámsskeið-
ið framan af og halda áfram til
Norðfjarðar, sem var annar áætl-
unarstaður okkar. Þótti mér þó
afarleitt að þurfa að fara fram-
hjá Breiðdalnum, sem er afskekkt
sveit og á við illar samgöngur að
búa. En þar sem ég var með
öllu ókunnugur austanlands þótti
mér þetta ráðlegast, þó ég hins-
vegar álíti nú, eftir að hafa farið
um eystra, að réttara hefði verið
að sleppa einhverju námsskeiðinu
Auglýsing
um
varnir gegn útvarpstruflunum
9. gr. útvarpslaga nr. 62, 19. maí 1930 er svohljóðandi:
„Nú hafa einstakir menn, iveitafélög eða bæjarfélög raflagnir, vélar
eða tæki, hverskonar sem eru, sem geta bagað eða valdið óreglu á notkun
útvarpstækja og er útvarpinu þú heimilt að gera, á kostnað eigenda, nauö-
synlegar réðstafanir um þau tæki, til þess að hindra truflanir, sem af þeim
geta hlotist.
Mönnnum þeim, sem eru i þjónustu útvarpsins, til þess að hindra slik-
ar truflanir, skal lieimilt að fara tálmunarlaust um lönd manna óg hús, ef
nauðsýn er á, vegna þessa starfs. enda fari þeir ekki um hýbýli fyrir kl. 8 að
morgní né eftir kl. (0 að kvflldi".
Það tilkynnist hér með, að ráðstafanir eru nú gerðar, til þess að
deyfa útvarpstruflanir og’ ber hlutaðeigandi mönnum að hlíta fyrir-
mælum framanbirtra lagagreinar.
Reykjavík 5. ágúst 1930
Jónas Þorbergsaon
settur útvarpsstjóri
fslenzka ölið
hefir hlotið einróma
lof allra neytenda
Fæst í öllum verslun-
um og veitingahúsum
ölgerdii
Egill Skallagrímsson
Jörðin Berjanes
í Vestur-Landeyjahreppi fæst til ábúðar á næstkomandi vori. Kaup
á jörðinni getur komið til greina.
Menn snúi sér til eiganda jarðarinnar, Geirs Einarssonar
Berjanesi, ellegar Guðbrands Magnússonar forsstjóra er
einnig veitir upplýsingar.
Keyhjarík Simi 249
Niðursuðuvörur vorar:
Kjöt......11 kg. og >/2 kg. dósum
Kæfa .... - 1 - - 1/2 — -
Bnyjaribjág-E 1 - - 1/2 -
Flskakollar - 1 - - 1/2 - -
Lax.......- 1 - - 1/2 -
hljótu almeuulng'Blof
Ef þér hafið ekkl r«ynt vörur
þeuar, þá gjörlð það nú. Notlð
innlendar vörur fremuren erlendar,
með þvi stuðlið þér ak þvi, að
íilendingar rerðl ijáifum iér nófir.
Pantanir afgreiddar fljótt og
vel hvert á land lem or.
öðru í þess stað t. d. á Seyðis-
firði eða þá á Egilsstöðum á Hér-
aði, þar sem búið er að halda
námsskeið svo oft, að helzt lítur
úr fyrir að menn séu orðnir leið-
ir á þeim.
fííðustu sjódagleiðina var bezta
veður og gott skygni til fjalla.
Var gaman að sigla meðfram
ströndinni, framhjá Skrúðnum og
Seleynni, sjá hinar reglulegu
rákir, sem leysingarvatnið hefir
grafið í Nýpuna við Norðfjörð
og Hornið, hinn hrausta bylgju-
brjót náttúrunnar, sem ver höfn-
ina þar fyrir æði hafsins.
Ragnar Asgeirsson.
Frh.
Tíminn
fæst í lausasölu á þessum
stöðum:
Reyk javík:
Tóbakssalan á llótel Borg,
BókaverzJ. Þór. Þorlákssonar
Bankastræti 11.
Tóbaksverzl. Hekla, Laugav. 6.
Bókabúðin, Laugaveg 65.
Tóbaksbúöin, Austurstræti 12.
Ólafur Gumilaugsson, Holtsg. 1.
Hafnarf jörður:
Valdimar S. Long, bóksaii.
Akureyri
Kaupfélag Eyfirðinga.
ísafjörður:
Jónas Tómasson, bóksali.
Siglufjörður:
Andrés Hafliðason, kaupmaður.
Seyðisfjörður:
Pappírs- og bókaverzl. Árblik.
V estmannaey jar:
Ágúst Ámason, kennari.
Norðfjörður:
Stefán Guðmundsson.
Ritstjóri: Gísli GuOmundason,
Ásvallagötu 27. Sími 1246.
Prentsm. Acta.
Sent út um land gegn póstkröfu.
Jón Sigmundsson, gullsmiöur
Sími 383. — Laugaveg 8.