Tíminn - 01.09.1930, Side 1

Tíminn - 01.09.1930, Side 1
(Sfaíbfetf 04 afgceiðslumaður (Timans rr Hannoítg þorsittnsöóttir, SambanóslTÚstiiu. Hrffjopit. JVuftaM'að ^fgtelböía Ilmans er i Sambanbstybinu. (Dpin baglefta 9—(2 f. 4> - Stmi \9f. I. ár. MHigii ór Hlpilir „par roðnar aldrei sverð af banablóði". Það er gestkvæmt í Sviss á sumrin. Jafnskjótt sem snjórinn er horfinn úr dölunum, flykkist þangað fólk úr viðri veröld. Flest- ir gestirnir eru þó úr Evrópu norðan- og vestanverðri og Banda- ríkjum N.-A. Fararsnið þessa fólks vitnar um mismunandi kjör í mannfélaginu. íþróttamenn og námsfólk ferðast á hjólum eða gangandi með mal á bakinu. Auð- uga fólkið notar dýrari og þægi- legri farartæki. Jafn ólíkar og farartækin eru ástæðurnar sem förinni í'áða. Sumt ferðafólkið, einkum það fátækasta, eru nátt- úrubörn, sem elska blá fjöll og blómaliti. Skáld og draumlyndir menn leita þangað af því að suðr- ið býr yfir rómantiskum töfrum. Sagnfræðingar og aðdáendur fom- aldarinnar koma til þess að lesa leyndardóma liðinna tíma út úr fornum kirkjum og klausturmúr- um og rústum fallinna kastala. Og enn aðrir koma bara af því að það er nú einu sinni „fínt“ að fara til Sviss. Aimenningur talar oft með lítilli virðingu um „póst- korta-túristana“, sem koma með næturlest, fara um morguninn með járnbraut upp á háan fjalls- tind, borða þar dýran miðdegis- verð í nýtízku borðsal, þar sem breitt er fyrir sólarglugga, og skrifa um leið nokkur orð á póst- kort til kunningjanna heima, sitja síðara hluta dags á gildaskála niðri í dalnum og fara síðan til baka aftur með næturlest! En þeir sem fremur leggja stund á að safna endurminning- um en auðæfum, yfirgefa þetta land ríkari en þeir komu. Það er tilvinnanda að sjá Sviss í sum- arskrúða, þó að ekki sé nema hálfan þriðja sólskinsdag. Við leggjum af stað frá Kon- stanz við Bodenvatnið, rúmlega hundrað Norðurlandabúar, einn júlímorgun síðastliðið sumar og stefnum á fjöllin miklu í suðri. Við eigum að fara í bifreiðum, svo íangt sem vegurinn nær og ganga upp á einn af nyrstu tind- um Alpanna. Við vitum það fyrirfram, að þessi fjallganga er engin þrekraun. Tindurinn um 1800 metra. En flestir eru þó útbúnir með staf til stuðnings. Veðurútlit er tvísýnt um morg- uninn og þoka í fjöllum ofan til. Við vonum, að birta muni um há- degið. Við eigum margra klukkutíma ferð fyrir höndum. En engum manni getur leiðst á ferð í björtu veðri yfir Alpalandið, allra sízt íslendingi. Það er engin furða þó að Islendingar, sem alltaf eru að yrkja um eikur og linditré, sem þeir hafa aldrei séð, verði eins og bergnumdir í ríki skóganna. Og það er nógur skógur í Ölpun- um. Dalirnir eru flestir grasi vaxnir upp að fjallsrótum. Utan um fjallið neðan til liggur skóg- arbeltið, mest barrskógur. Neðst eru hávaxnar furur og grenitrá á stangli. En á blettum er skóg- urinn þéttur og ber af umhverf- inu eins og skriða. Ofantil eru fjöllin ber. En það er annað efni í þeim en íslenzku fjöllunum. Bergið er stálgrátt eða nærri hvítt. Við förum gegnum margar sveitir og nemum staðar í dálitlu þorpi. Við okkur blasir fjalldal- urinn iðjagrænn. Dalbúarnir haf- ast ekki við í þorpum. Þarna eru dreifðir bóndabæir eins og hér heima. En þar eru ekki langar bæ j ai’leiðirnar. Sólin skín öðru hverju og geislaflóðið streymir niður á milli himinhárra fjall- anna. Maður á dálítið erfitt með að gjöra sér grein fyrir, að lífið þarna sé veruleiki. Yfirbragð landsins er of æfintýralegt til þess. Miklu nær að hugsa sér að maður horfi inn á leiksvið og grænn dúkur hafi verið breiddur í dalbotninn og bæirnir séu bara málaðir á dúkinn! En við sjáum dæmi þess öðru hverju, að þama eins og annarsstaðar þarf fólk- ið að neyta síns brauðs í sveita síns andlits. Við stígum út úr bifreiðunum og fyrsti áfanginn hefst. Það er grasi gróin aflíðandi brekka með grenitrjám á stangli. Það kemur í ljós, að margt samferðafólkið er óvant göngulagi. Uppi undir sjálfri fjallshlíðinni stendur dá- lítill sumarskáli úr timbri. Þar fáum við mjólk að drekka. Þar verða þeir eftir, sem ekki treysta sér til að ganga á tindinn. Og þeir eru margir, imdarlega margir. Klukkutíma síðar stöndum við á fjallstindinum. Þetta er engin slysaleið. Ruddur gangstígur nærri alla leið upp. En hitinn er talsverður og svitinn streymir af okkur. Þokuhnoðrarnir eru á reki milli fjallatoppanna í kring. Það er ékki mikið sólskin og okkur er sagt, að það sé gott, því að öðrum kosti myndi landið hverfa í sól- móðu. En það má heldur ekki hryggja þann, sem staddur er uppi á Alpatindi í eina sinni á æf- inni! Og það væri líka vanþakklæti við skaparann að vera hryggur á þessum stað. Útsýnið er ógleym- anlegt. Niðri á milli fjallanna blik- ar á bláar tjamir. Langt í austri sést niður á Rín og yfir í smá- ríkið Lichtenstein. fsiendingi, sem dvelur hjá stórþjóð, er það ein- livernveginn hugraun, að heyra talað um lítil lönd, sem fáir vita að séu til. í suðri kveða við þungir dynkir. Sumir álíta, að það séu þrumur, en aðrir, að þar séu menn Mussolinis að heræf- ingum. En fyrri skýringin er víst áreiðanlega réttari. Það er líka sumarskáli þama uppi á tindinum. Á flestum Alpa- tindum eru slíkir sumarskálar, sumstaðar gistihús, sem rúma mörg hundruð manna. Við neyt- um þai'na hressingar eftir erfið- ið. Og á skammri stundu er þreytan horfin og gleymd. En á leiðinni niður fjallið mæt- um við manni með byrði á bak- inu. Við sjáum hann langt til niðri í hlíðinni og skiljum ekkeit í því, hvað hann er álútur og hvað hann gengur hægt. En það er ósköp eðlilegt, því að hann er með 100 merkur af mjólk á bak- inu. Á hverjum laugardegi ber hann eina slíka byrði upp á fjaUs- tindinn, til viðbótar við nytina úr geitunum gestgjafans. Ekki viss- um við, að mjólkin okkar hefði kostað svona mikið erfiði. Reykjavík í september 1930. Við sumarskálann í hlíðinni hittum við félaga okkar, sem eftir urðu. Af saklausri illgirni látum við enn betur yfir förinni en þörf var á. Þeir eiga fyrir því að vera dálítið sái'ir við sjálfa sig, úr því að við urðum að hella út svitanum! f neðstu brekkunni mæfum við litlum dreng, sem selur blóm- vendi. Það eru Alparósir. Hann er fátæklega búinn og segist eiga 10 systkini. Svona er það þá líka í þessum sæludal! En nú er kominn brakandi FjaUagöngur í Ölpunum. þurkur. Bændurnir niðri í daln- um hafa verið að þurka meðan við vorum á fjaUinu og eru nú að taka saman í óða önn. Þar eru hrífur eins og hér og menn sem bera bagga á bakinu. En stúlk- umar í Sviss kunna ekki eins vel að raka og íslenzku stúlkurnar. Mig langar til að segja þeim að halda ekki á hrífunni eins og krakkar, en bíllinn er á floy|i- ferð. Tíu dögum seinna, um fóta- ferðartíma, erum við aftur á leið I suðurátt. Að þessu sinni er för- inni heitið lengra en áður, alla leið suður á Ítalíu. Rómaborg, Napoli, og Miðjarðarhafið blasa við í hyllingum.Dvölin í sólríkum yndis- legum smábæ við Bodenvatnið lætui- eftir sig viðkvæmar endur- minningar, með áhrifum í geðblæ og svip. En á milli minninganna og takmarksins liggur hálfs ann- ars dags og einnar nætur dvöl í Alpalandinu, og hún er nóg til að gleyma hvorutveggja í bili. Næstu nótt eigum við að gista uppi á Rigi tindi. Borgin Luzern er fyrsti áfanga- staðurinn. Þangað komum við nokkru fyrir hádegi. Luzern stendur við Viervaldstáttervatnið. Sitt hvoru megin við vatnið gnæfa tindamir Pilatus og' Rigi. Héraðið við Viervaldstáttervatnið er af mörgum talið fegursti stað- urinn í fegursta landi Norðurálf- unnar. Luzern og- Napoli á ftalíu eru ekki ólíkar í fjarska, þó að Napoli sé a. m. k. fjórum sinnum stæri’i. Upp frá vatninu eru hæðir og ut- an í þeim, vatnsmegin, stendur borgin. En þar em einnig fögur mannaverk. Ofarlega í hæðunum er einskonar þjóðgarður með ein- kennilegum ummerkjum frá ísöld. Þar getur að líta eitt af listaverk- um Thorvaldsens, deyjanda ljón úthöggvið í sjálfan hamarinn, minnismerki yfir Svisslendinga, sem létu lífið í Napoleonsstyrj- öldunum fyrir rúmlega hundrað árum. Vatnið er mjótt þama og sum- staðar brýr yfir. Ein brúin er frá miðöldum. Er þak yfir brúnni og helgimyndir á veggjum. í gamla daga var brúin einskonar kapella, og íbúar bæjarins komu þangað á kvöldin til að biðjast fyrir. En við höfum ekki langan tíma til að skoða borgina. Eftir þrjár stundir erum við á skipi úti á vatninu áleiðis til Rigi. Himininn er heiður og skipið þakið sóltjöld- urn. Náttúrufegurðin og söguminn- ingarnar haldast í hendur til að gjöra þessa fögru byggð ógleym- anlega. Ifér bundust fjallabúamir svissnesku samtökum um að brjóta af sér vald keisai'ans í Vínarborg. Hér átti Vilhjálmur Tell heima, þjóðhetja Svisslend- inga, bogmaðurinn frægi, er skaut eplið af höfði sonar síns, til að bjarga lífi þeirra beggja. En aðra ör hafði hann geymt sér handa þýzka landsstjóranum, ef hann yrði svo óheppinn að vinna drengnum mein. Báturinn okkar lendir í litlu þorpi, rétt við rætur Rigifjallsins. Aragninn bíður okkar á járnbraut- inni. Þessi vagn er alltaf á ferð- inni til að flytja fólk upp og ofan fjallið. Það lætur undarlega í eyr- um að fara með jámbraut upp á hátt fjaU. En í Sviss eru mai'gar slíkar brautir. Rigibrautin er sú fyrsta, sem byggð var. Vagnam- ir ganga á tannhjólum eða draga sig upp sjálfir eftir stálvír. Eins og við má búast gengur ferðin hægt upp eftir fjallinu. Við nemum staðar á 2 eða 3 stöðum — eina mínútu í senn. Það er stutt viðkoma. Á viðkomustöðun- um eru sumarskálar, og við jám- brautarteinana standa konur og selja ávexti, sem þær rétta inn um gluggana á vagninum. En það er enginn tími til að fara út. Sænsk kennslukona kaupir blóm af litlum drenghnokka og réttir honum heilan svissneskan franka. Drengurinn þreifar í vasa sinn eftir smápeningum til að gefa til baka. En áður en hann finnur peningana, er lestin farin af stað og litli hnokkinn hleypur á eftir henni með útrétta hendina. A- rangurslaust. Konan sem fékk blómin, segir, að þetta hafi verið gott barn, en sumir aðrir halda, að hann hafi verið óþarflega lengi að leita að peningunum. Öll höf- um við heyrt að ferðamanna- straumurinn spilli fólkinu. En stundu síðar erum við uppi á Rigitindi. I djúpinu fyrir neð- an okkur liggja Alpadalimir með glitrandi lækjum og vötnum. Innan um skógi vaxnar hæðir og hvítar klappir liðast Vierwald- státtervatnið með spegilmyndum sínum, dreymandi og brosmilt eins og álfheimur, sem býr yfir leynd- ardómum þessa fagra lands. Tvær miklar gistihallir standa á Rigitindi. I hvorri þeirra rúm- ast mörg hundruð manna. ÖH þægindi eru þar miðuð við kröf- ur þeirra, sem vandlátastir eru. En á þessum stað verða öll mannaverk hégóminn einber. Hér er ekki staður til að dýrka glæsi- legan húsbúnað eða dýrar krásir. 6. blað. Dagur er að kveldi kominn. Húm- ið færist yfir óðfluga, og bláloft- ið hvelfist yfir „fjallasalinn". Við Norðurlandabúarnir erum ekki einir á ferð á Rigi-tindi þetta stjömubjarta kvöld. Þar má greina óm af tungum flestra Norðurálfuþjóða. Á tindum hinna svissnesku háfjalla koma menn af öllum þjóðum tH altaris frammi fyrir tign og heilagleik náttúr- unnar sjálfrar. Það er naumast hægt að hugsa sér nokkra æfintýralegri mynd en þetta heiða júlíkvöld á Rigitindi. Bjartar sumamætur, eins og hér, eru ekki til í Mið- og Suður-Ev- rópu. Við Islendingar eigum erfitt með að hugsa okkur heita tungl- skinsnótt. En heita tunglskins- nóttin er eitt af þeim náttúru- einkennum Suðurlanda, sem ein- kennilegust áhrif hefir á þá sem aldir eru upp norður undir heim- skautsbaug. Langt niðri hvílir byggðin í hálfdimmri móðu. I rökkrinu þar niðri skín Jjós við ljós. Við sjá- um Luzem í fjarska eins og bál á vatnsbakkanum. Svo vítt sem augað eygir, er sýnin hin sama. Það er eins og kveykt hafi verið á þúsundum jólakerta þarna niðri í djúpinu. Dalavötnin blilka við bjarma af eldi frá himni og jörðu. Máninn gægist skyndHega upp yf- ir fjallahringinn, eldrauður eins og hann viti á heimsendi. Handan við Vierwaldstatter-vatnið tindra leiðarljósin meðfram brautinni, sem liggur upp á Pilatus. Þar uppi er iíka fólk á ferli, og vafa- laust horfir það í áttina til okk- ar nú. Og aUt í einu sjáum við furðulega sýn. Undursamleg geislabylgja steypist af fjalls- tindinum ofan hlíðamar snar- brattar alla leið niður í dalinn. Sumum verður bylt við, en átta sig þó brátt. Þetta er kastljós, sem varpað er niður frá tindin- um. Undir ljósrákinni verður gló- bjart, sem um hádag. Góða stund halda þessar kastljósasendingar áfram, en svo hætta þær. Og nú er mál að hátta, því að á morgtfn eigum við að fara á fætur í aft- ureldingu til þess að sjá „Alpa- roðann“ yfir tindunum. En við sáum ekki „Alparoð- ann“ þennan morgim. TH þess var ekki nógu bjart í lofti. En Bem- aralpamir blöstu við í allri sinni tign. Með aðstoð kortsins gat maður á stuttri stundu lært að þekkja einstaka fjallatinda — svo sem „Jungfrúna“, „Munk- inn“ og hið ægilega „Schreck- liorn“. Við yfirgefum Rigitind og höldum áfram vatnaleiðina. Hér er fagurt og hér eru söguríkar stöðvar. Á vinstri hönd er Tells- kapellan rétt við vatnið. Þar slapp Vilhjálmur Tell úr bát óvina sinna. Ofsarok var á vatninu og fanginn var settur við stýrið. En Tell stýrði bátnum upp að strönd- inni, stökk sjálfur á land og hratt bátnum aftur út á vatnið. I litlum bæ, sem heitir Fliielen stígum við á land. Þar skHja leið- ir. Sumir snúa við aftur á norð- urvegu. Aðrir halda áfram móti heitara sumri og sól. Lestin, sem við stígum inn í, á að flytja okk- ur gegnum jarðgöngin undir St. Gottharð, lengstu neðanjarðar- jámbraut í Evrópu. Þessi göng voru grafin frá báðum hliðum. Mörg ár var unnið niðri í iðrum t

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.