Tíminn - 04.10.1930, Síða 3
TÍMINN
208
Bezta bók ársins:
Tíðindalaust
á vesturvígstöðvunum,
eftir Erich Maria Remar-
que, fœst hjá bóksölum'
um land allt. — Einnig'
má panta bókina burðar- ’
gjaldsfrítt hjá Bimi Bene-
diktssyni, Tjarnargötu 47,1
Reykjavík. — Allir verða ’
aS eignast þessa góSu bók.1
Góðir gestir
f ágústbyrjun voru á ferð yfir
Húnavatnssýslur bræðurnir Sigvaldi
Kaldalóns og Eggert Stefánsson og
liéldu söngskemmtun og Blönduósi.
þaðan var svo ferðinni heitið til
Skagafjarðar og Akureyrar. Báðir eru
þeir bræður vel þekktir um land allt,
enda þótt þetta muni í fyrsta sinn,
sem þeir ferðast saman út um land
og gefa sveitum og fámennum kaup-
túnum tækifæri til að njóta þess, er
þeir hafa að bjóða. Einkum vo*u það
lög eftir Kaldaíóns sjálfan, flest ný,
er hér voru flutt, og höfðu víst fæstir
áheyrendumir heyrt þau flutt áður
af höfundinum sjálfum.
Annars munu lög Kaldalóns vera
til á hverju heimili að heita má, sem
hljóðfæri hefir, og eigum vér nú
áreiðanlega ekkert tónskáld jafn vin-
sælt og hann. þau hafa líka hlotið
góðan flutningsmann, bæði hér heima
og erlendis, þar sem Eggert Stefáns-
son er, og stendur íslenzka þjóðin
tvimælalaust í mikilli þakklætisskuld
við hann fyrir það, hve víða um
heim hann hefir kynnt íslenzk tón-
smíði á svo glæsilegan hátt.
Aðsókn að skemmtun þeirra var
góð á þessum áðurnefndu stöðum,
og tóku áheyrendur þeim að makleg-
leikum ágætlega. Einkum var stemn-
ingin góð á ITvammstanga, enda
söng Eggert þar ekki í kirkju eins
og á Blönduósi, lieldur í samkomu-
húsi, þar sem áheyrendur gátu látið
hrifningu sína í ljósi með lófataki.
Var það líka óspart notað, og auð-
lieyrt að fólkið kunni að meta list
þeirra bræðra og fagnaði hjartan-
lega þessari ágætu ánægjustund.
Hafi þeir þökk fyrir komuna.
H.
þeir bræður Eggert og Sigvaldi eru
nú nýkomnir hingað til bæjarins úr
för sinni um Norðurland. Hefir þeim
hvarvetna verið tekið með miklum
fögnuði. Hér i Rvík hafa þeir haldið
hljómleika eitt kvöld, síðan þeir komu
að norðan, og láta þeir vel af, er á
heyrðu.
— ■ ■■
Þakkarávarp
þegar ég undirritaður heilsulítið og
nærri sjónlaust gamalmenni, varð
fyrir þeirri sáru sorg að missa mina
ástkæru eiginkonu, Sigríði Jónsdótt-
ur, sem andaðist 13. marz s. 1. eftir
nýafstaöinn uppskurð á sjúkrahúsinu
á Hvammstanga, varð ég var við svo
mikinn mannkærleika, samúð og hlut-
tekningu, að ég get ekki annað en
minnst þess með hrærðu hjarta.
Vil ég þá fyrst til nefna lækninn'
á Hvammstahga, herra Jónas Sveins-
son, sem gaf mér öll sín verk þessum
uppskurði viðvíkjandi, auk ýmislegr-
ar annarar fyrirhafnar, sem hann tók
alt á sig, bæði með sending líkkist-
unnar og íleira og fleira. Einnig
votta ég hjúkrunarkonunni á
Hvammstanga mitt alúðarfyllsta
þakklæti, fyrir auðsýnda hluttekn-
ingu i bréfi, sem hún skrifaði mér,
eftir dauða konu minnar. þar næst vil
ég nefna Björn hreppstjóra Halldórs-
son á Smáhömrum hér í Kirkjubóls-
hreppi, sem var hvatamaður þess að
hafin voru samskot handa mér sem
námu að upphæð um 170 kr. þessu
góða fólki bið ég guð að launa.
Jón Björnsson,
Tind í Miðdal við Steingrímsfjörð.
Samtaka!
„Finanstidende“ (danskt viku-
rit) birtir 17. f. m. grein um fjár-
hag og atvinnulíf Islands. Þar er
m. a. sagt frá >ví, að síðasta Al-
þingi hafi gefið stjórninni heim-
ild til þess að taka 12 milj. kr. að
láni erlendis, að nokkrum hluta
þeirra peninga eigi að verja tii að
endurgreiða enska lánið („det saa
ofte omtalte engelske Laan“), en
að eftir því sem Morgunblaðið
segi, hafi stjórninni þrátt fyrir
mikla viðleitni ekki tekizt að út-
vega neitt lán*) .
Grein þessi er nafnlaus. En rit-
gerðir um íslandsmái, sem áður
hafa birst í „Finanstidende“ hafa
jafnaðarlega verið eftir hinn al-
þekkta danska kaupmann og
Morgunblaðs-hluthafa, Aage Ber-
léme, og ekki ástæða til að ætla
annað en þessi sé það einnig. Má
nú íhaidið vel við una, að Morg-
unblaðs-rógurinn sé breiddur út
um Norðurlönd af þessum dygga
danska bandamanni stórkaup-
mannaklíkunnar í Rvík.
*) Á dönsku: „Efter hvad „Morg-
enbladet" meddeler, er det imidlertid
endnu ikke lykkedes Regeringen
trods ihærdige Forsög at optage nog-
et Laan“.
Superfosfat
Nokkrar smálestir af superfosfat verða seldar mjög lágu verði.
Væntanlegir kaupendur gefi sig frarn og vitji áburðarins fyrir
15. október.
pp. Áburdapeinkasala ríkisins
Samband isl. samvinnufél.
Við höfum fyrirliggjandi Vatnstúrbínur ásamt jafnspennuvél-
um fyrir ýmsa mismunandi staðhætti. Af sérstökum ástæðum get-
um við selt nokkrar af vélum þessum fyrir ca. hálft verð og er
því alveg sérstakt tækifæri fyrir þá sem hafa læk nærri bænum
að koma upp ódýrri en góðri rafmagnsstöð fyrir skammdegið.
Auk þess viljum við vekja athygli almennings á smá vélasett-
um okkar, sem fást frá 50—300 Wött, en þau höfum við einnig
á lager og komum til að hafa fyrir mismunandi staðhætti. Þessar
vélar eru ómissandi úti um land þegar nýja útvarpsstöðin er kom-
in í gang. Auk þess eru þær nægjanlega stórar til ljósa og kaffi-
fcitunar fyrir meðal heimili. Allar upplýsingar veittar samstundis
endurgj aldslaust.
Bræðurnir Ormsson
• Reykjavík.
Fréttlr
Jónas Jónsson dómsmálaráðherra og
Auður dóttir hans tóku sér far til út-
landa síðastliðinn miðvikudag.
pessum stúdentum hefir Mentamála-
ráð íslands veitt styrk af fé því, sem
ætlað er á fjárlögum fyrir árið 1931
handa íslenzkum námsmönnum er-
lendis: Magnúsi Jónssyni stud. mag.,
Asgeiri O. Einarssyni stud. vet., Bimi
H. Franzsyni stud. mag., Gísla Hall-
dórssyni stud. polyt., Agnari Norð-
fjörð stud. polit., Jóni E. Vestdal stud.
chem., Valgarði Thoroddsen stud.
polyt., Jóni Blöndal stud. polit., Sverri
Kristjánssyni stud. mag., Áma V.
Snævarr stud. mag., Jóni Ágústssyni
stud. polyt., Símoni Jóh. Ágústssyni
stud. mag.
Kennslubók í frönsku, er nýkomin
út, eftir Pál Sveinsson kennara við
menntaskólann í . Reykjavík. Bókar
þessarar verður nánar getið bér i
blaðinu innan skamms.
Valdemar Snævarr skólastjóri á
Norðfirði og kona hans eiga silfur-
brúðkaup 19. nóv. næstk. Valdemar er
nú að byrja 28. skólastjómarárið og
sennilega elztur í þeirri stöðu allra
barnaskólastjóra í landinu.
Athygli skal vakin á því, að af-
greiðsla blaðsins er flutt úr Sam-
bandshúsinu og er nú í Lækjargötu
6A (sbr. augl. á 1. síðu). En ekki
vannst tími til að breyta heimilisfangi
afgreiðslunnar í fyrirsögn blaðsins, í
þetta sinn.
Vélbáti frá Sleipnisfélaginu var ný-
lega rænt hér á höfninni. Sá er bátinn
tók heitirTryggvi Helgason, og hafði
hann, að sögn, ætlað á honum vestur
um haf, en náðist um síðustu helgi
í Aðalvík og var fluttur til ísafjarðar
til yfirheyi’slu.
Erlent lán eru þjóðvei-jar í þann
v.eginn að taka, 125 milj. dollara að
upphæð.
Hindenburg, foi-seti þýzkalands,
vai'ð 83 ára í fyrradag.
Frá þjóðabandalaginu. Tuttugu og
sjö þjóðir, sem eru meðlimir þjóða-
bandalagsins, þar á meðal Danmörk,
Noregur og Svíþjóð, hafa ski’ifað und-
ir samning um að tryggja þeim þjóð-
um fjárhagslega aðstoð, sem knúðar
eru út í styrjöld vegna árása frá öðr-
um þjóðum.
Kosningar eru um garð gengnar i
Finnlandi. 70% neyttu atkvæðisréttai’.
Úrslit ei-u ókunn.
Rannveig porsteinsdóttir afgreiðslu-
m. Tírnans var meðal fai'þega á Goða-
fossi hingað frá útlöndum 29. f. m.
Hefir hún dvalið í Danmörku, Svíþjóð
og þýzkalandi síðara liluta sumars.
prír þýzkir stúdentar eru nýkomnir
hingað i stúdentaskiptum, tveir mal-
fræðinemar og einn náttúrufræðinemi,
sem ætlar sér að kynnast íslenzku
fuglalífi.
Karl Jónsson læknir, bróðir Ríkarðs
Jónssonar listamann kom hingað til
lands á síðastliðnu vori eftir nærri
fjögui-ra ára framhaldsnám erlendis,
í Danmörku, þýzkalandi og Vínar-
liorg. Lengst dvaldi liann í Danmörku
og hafði þar fasta stöðu á heilsuhæli,
þar sem lögð er stund á ýmiskonar
lækningar með Ijósi, rafmagni, böðum
og nuddi, þar á meðal gigtlækningar.
Hefir lxann fengið sérfræðiviðui’kenn-
ingu i þessum greinum. Karl er nú til
heimilis í Reykjavík.
þessari aðferð eins vel og kostur
er með nokkurri annarri aðferð,
er íullsörmuð staðreynd.
Þegar varnarlagið, mosalagið,
er tekið ofan af tóptinni, þá er
efsta heylagið dökkt og blautt
— þar pressast vatnið ekki úr
því, — greinileg súrlykt af því
og súrbiturt á bragðið; líkist
með öðrum orðum dálítið súr-
heyi, en vantar þó alveg þessa
stækjulykt, sem allir, er með súr-
hey fara, kvarta undan, að ekki
verði losnað við og pesti öll hý-
býli. Þegar neðar dregur verð-
ur heyið grænna og þurrara, vel
þvalt eins og nýslegið gras. Þó
getur líka verið, að efsta lagið sé
eins þurrt eða þurrara en neðar.
Hvemig á því stendur, er erfitt
að segja, en í því dæmi, sem ég
þekki, þá var hitanum hleypt
hærra (um 40°).
Eins og af þessu má ráða, er
heyið mjög þokkalegt til gjafar
og virðist vera mjög gott, ljúf-
fengt og lystugt fyrir skepnur og
— það sem mest er um vert —
þær þola það eitt sér, jafnt ung-
viði sem fullorðnar skepnur.
Hér í Reykjavík hafa verið
aldir kálfar eingöngu á þessu
heyi frá því fyrsta og fram á
græn grös og hafa dafnað vel.
Mjólkurkúm hefir verið gefið það
eingöngu svo mánuðum skiptir,
hafa mjólkað vel af því og ekk-
ert óbragð komið að mjólkinni,
eins og hætt er við, ef miMð súr-
hpy er gefið. Þó er betra að gæta
þess, að ekki sé gefið um leið og
mjólkað er. Hér eru dæmi þess,
að sá sami mjólkar, sem gefur
heyið, og kemur ekki að sök.
Eins og menn vita, voru hey
mjög slæm eftir sumarið 1926, og
fóðraðist peningur illa og drapst
víða, einkum þegar kom fram
undir vorið 1927. Á Loptsstöðum
í Flóa voru ær mjög rýrar, þegar
kom fram á, eins og víða annar-
staðar. Var þá farið að gefa
þeim gerhey, og tóku þær góðum
bata og gengu vel fram.
Eins er þetta hey sagt ágætt
fyrir heysjúka hesta.
Hvernig má nú þetta verða, að
unnt er að verka hey á þennan
hátt? Hvað er það, sem íram
fer í heyinu við verkunina, sem
gjörir það að góðu og ljúffengu
fóðri, en auðvelt er að ráða við
með því að bera vatn á það?
Þegar lífsþráðurinn er slitinn,
Jxá fara öll lífræn efni að taka
breytingum, sem miða að því að
leysa þau upp aftur í þau ein-
földu sambönd, sem þau með lífs-
starfinu eru gerð úr. I jurtarík-
inu era þessi sambönd aðallega
kolsýra, vatn, ammoniak og salt-
péturssýra. Þessar efnabreyting-
ar eru kallaðar gerð og rotnun.
Rotnuninni valda ýmsir gerlar.
Við rotnun myndast oft eitrað
efni, og yfirleitt gjörir hún allt
óhæft til nokkurrar notkunar, og
getum við því sleppt henni hér.*)
öðru máli er að gegna um
gerðina. Hún hefir reynzt mann-
kyninu til ýmissa hluta nytsam-
leg, og þess vegna verðum við
að athuga hana nokkuru nánára.
Hér verður aðeins talað um gerð
í efnum úr jurtaríkinu.
Allri gerð valda ýmsir sveppar
og gerlar, og getur hún verið
með ýmsu móti, eftir því hvaða
sveppar og gerlar eru að verki
og hvaða efni er um að ræða til
gerðarinnar. Gerðin ber venju-
lega nafn þess efnis, sem mest
ber á við gerðina. Edikssýru-
gerðinni valda gerlar. Mjólkur-
sýrugerðinni valda líka gerlar.
Vínandagerðinni valda gersvepp-
ar.
Vínandagerð er mjög marg-
brotin, eftir því hvað er tilgang-
urinn með henni, hvort framleiða
skal vínanda, ýmisleg vín, öl o. s.
frv. Þær efnabreytingar, sem
verða, era í aðaldráttum í því
fólgnar, að gersveppamir kljúfa
sykur- og mjölefni í vínanda og
kolsýru (C6H1206 (sykur) —
2CoH5OH (vínandi) + 2C02 (kol-
sýra)). Einnig myndast ýmis
önnur efni (glycerin, barksýra,
*) Minnast má þó í þessu sam-
bandi hákarlsins íslenzka. íslending-
ar eru ef til vill sú eina þjóð, sem
liefir hagnýtt sér rotnun. þó eru þær
breytingar, sem verða á hákarlinum
við kösunina, alv.eg órannsakaðai’.
rafsýra o. fl.), sem náð er burt
með ýmsu móti, ef þau eru ekki
æskileg, en önnur þeirra eru líka
bragðbætandi og setja hið sér-
kennilega bragð á ýmsar vín- og
öltegundir. Gerðin fer fram með
tvennu móti: yfirgerð og undir-
gerð. Yfirgerðin fer fram við
hærra hitastig, sem er mismun-
andi hátt, eftir 'því hvaða vín er
verið að framleiða (vínandi 8—
28 stig, öl 12—25 stig). Þá er
gerðin svo ör, að gersveppamír
Ixerast með kolsýrunni upp á yfir-
borðið og myndast froðuskán ofan
á vökvanum. Takmarka verður,
hvað mikið lopt kemst að vökvan-
uiii rneðan á gerðinni stendur.
Undirgerð fer fram við lægra
hitastig (öi 5—6 stig), er miklu
hægari og tekur margfalt lengra
tíma. Aftur á móti þolir t. d.
undirgert öl miklu betur geymslu.
Gersveppar og gerlar eru til í
óteljandi afbrigðum og alstaðar í
náttúrunni. Ef þessi stöðuga
■hringrás efnanna ætti sér ekki
sífellt stað, þá væri allt líf ó-
mögulegt. Alstaðar þar, sem líf-
ræn efni safnast saman og hæfi-
legur raki er, myndast gerð.
Greinilegasta merki hennar er hit-
inn. Fyrir þessu er dagleg reynsla
þeirra, sem fást við heyverkun.
Ef heyið er ekki þurkað nógu
vel, þá hitnar í því. Ef þessi raki
er ekki of mikill, þá ryðja þau
sig og verkast vel. Oft er rakinn
í heyinu misjafn, og þá koma
fram mygluskánir eða forblautar
skánir, sem orðnar eru með öllu
ónýtar. Ef rakinn er meiri og
jafnari í heyinu, þá getur hitn-
að svo í því, að það brenni eða
verði ónýtt. Oft sjást í heyjum
svartar heyflyksm’, sem eru orðn-
ar að koli. Þar hefir elduriim
ekki náð að brjótast út vegna
loptleysis og þrýstings. Ráð til að
kæfa hita í heyjum er að fergja
þau (sæthey). Annað ráð er að
láta standa svo mikið vatn á hey-
inu, að það geti ekki hitnað nema
að vissu marki (súrhey, vothey).
Við þá aðferð, sem hér er um að
ræða, genheyið, er vatnið ekki
látið standa á heyinu, heldur lát-
ið síga burt, en hæfilega miklu
vatni allt af bætt í það, svo að
hitinn fari aldrei yfir ákveðið
mark. Reynslan bendir til, að
heyið verði því betra, sem gerðin
fer fram við lægra hitastig. Síð-
astliðð sumar er mér sagt, að á
Loptsstöðum hafi verið reynt,
vegna vatnsleysis, að láta ekkert
vatn í heyið. Heyið reyndist illa,
en mér er ekki kunnugt, í hverju
það liggur eða hvernig heyið er.
Allir, sem með súrhey hafa far-
ið, vita, hvað það er msjafnt,
hvernig það verkast. Þessi galli
við verkunina getur varla legið
1 öðru en mismunandi gerð, feftir
því, hvort það eru góðir og heppi-
legir gersveppir, sem ráðandi era
við gerðina, eða vondir. Að þessu
geta verið áraskifti, eins og gefur