Tíminn - 25.10.1930, Síða 1

Tíminn - 25.10.1930, Síða 1
©faíbfeti og afcjrci5íluma5ur Címans cr Hannueig £>orsteinsi>óttir, Ccrfjargötu 6 a. KeYfjamf. CÍYfgrciboía Címans cr í €œfjargötu 6 a. ©pin öaglcga fl. 9—6 Simt 2353 XIV. ár. Reykjavík 25. október 1930. 60. blaS. Ósannindi íhaldsflokksins um fjárhag ríkissjóðs 1 fjárlagaumræðum á síðasta Alþingi fullyrti Magnús Guð- mundsson, að skuldir ríkissjóðs hefðu í árslok 1929 verið um I8V2 milj. króna. Einar Ámason fjármálaráðherra bar þá jafn- skjótt þessa staðhæfingu til baka og sýndi fram á tvær meginvillur í skuldareikningi M. G. Að M. G. taldi ríkissjóði til skuldar reikningslán í Englandi, sem stjórnin hafði fengið loforð fyrir en ekki tekið nema hluta af. Að M. G. taldi þann hluta reikningslánsins, sem stjómin hafði tekið á árinu, skuldaukning hjá ríkissjóði, þó að því hefði verið varið til að borga gamla skuld hjá öðrum lánardrottnum og því aðeins um tilfærslu að ræða. Skömmu fyrir landskjörið byrj- uðu íhaldsmenn aftur á röngum frásögnum um fjárhag ríkissjóðs. Blekkingin í frásögnum þeirra var þá í því fólgin, að telja rík- issjóði til skuldar fé, sem lagt hefir verið í sjálfstæð fyrirtæki, sem sjálf standa straum af stofn- kostnaði sínum og rekstursfé. Hannes Jónsson dýralæknir rit- aði þá tvær greinar hér í blaðinu og benti á, að fé það, sem hér var um að ræða, væri alveg hlið- stætt lánum, sem tekin vom í stjómartíð íhaldsmanna, og feng- in sérstökum stofnunum, svo sem enska lánið og veðdeildarlánin, og hefðu þau aldrei verið talin með skuldum ríkissjóðs. Eftir þetta hættij íhaldsblöðin um tíma að rangfæra tölur við- víkjandi ^ríkisskuldunum. í þess stað hóf Mbl. hinar alkunnu og illræmdu árásir sínar á lánstraust ríkisins og fullyrti, að stjómin myndi hvergi fá lán erlendis. Árangurinn af þessu fávíslega frumhlaupi blaðsins, var sá, að niðrandi ummæli um lánstraust íslands voru birt a. m. k. í einu erlendu fjármálariti og Mbl. bor- ið fyrir þeim. Vakti þessi aðferð íhaldsflokksins megna óbeit inn- anlands, sem vonlegt er. Sló þá felmtri á foringja flokksins, sem lagt höfðu blessun sína yfir skrif blaðsins. Rak svo iangt, að Jón Þorláksson gaf opinbera vfirlýs- ingu þess efnis áð staðhæfingar um,að stjómin gæii hvergi fengið lán, væm ekkert axmað en „fá- sinna“. Voru ritstjórar Mbl. látn- ir birta yfirlýsingu J. Þ. í sam- talsformi, og þar með neyddir til að taka aftur ósannindi sín og svigurmæli um glötun láns- traustsins. Eftir að M. G., sem nú um tíma hefir verið meðritstjóri Mbl., neyddist til þess, að boði Jóns Þorlákssonar, að hætta róginum um lánstraustið, hefir hann nú byrjað á nýjan leik á endurtekn- ingu rangra staðhæfinga um rík- isskuldirnar. n. Eins og Hannes Jónsson dýra- læknir hefir glögglega skýrt frá í greinum sínum síðastUðið vor, má skifta. lánum íslenzka ríkisins í tvo flokka. Annarsvegar eru lán, sem tekin eru til að stand- ast lögboðin útgjöld ríkissjóðsins sjálfs, greiðslur á laimum em- bættismanna o. s. frv. TAn, sem tekin em í þeim tilgangi, verður að greiða af tekjum ríkissjóðs sjálfs, þegar betur lætur í ári. Slík lán eru aðeins tekin, þegar tokjurnar hrökkva ekki fyrir gjöldunum, og ríkissjóður getur ekki staðið í skilum af eigin ram- leik, eins og átti sér stað í fjár- málaráðherratíð Magnúsar Guð- mundssonar og tvö síðustu árin í fjármálaráðherratíð Jóns Þorláks- sonar. Séu tekjumar meiri en gjöldin, eins og árin 1928 og 1929, þarf auðvitað ekki að taka slík lán og er heldur ekki gjört. ' I hinum flokkinum era lán, sem landsstjórnin hefir tekið án þess að ríkissjóður sjálfur þurfi á þeim að halda, 0g fengið þau í hendur sjálfstæðum stofnunum. Hefir ríkið tekið þessi lán á sína ábyrgð, af því að það hefir meiri tiltm en einstakar stofnanir, sem fáir vita deili á erlendis. Stærst af þessum lánum em enska lánið, sem bankarnir fengu (aðallega fslandsbanki) árið 1921, nál. 8*) milj. króna (með núveranda gengi) og fjögur lán, sem Jón Þorláksson tók í Danmörku handa veðdeild Landsbankans ár- in 1926—27. Nema þau lán líka nál. 8 milj. samtals. öll þessi lán voru tekin á ábyrgð ríkisins, ekki af því, að peninga vantaði í ríkissjóðinn, heldur til sjálf- stæðrar starfsemi i landinu, rík- issjóðnum óviðkomandi. Hvorki Magnúsi Guðmundssyni né Jóni Þorlákssyni datt í hug að telja þessi lán — mn 16 milj- ónir króna — með skuldum ríkis- sjóðs, og bám fyrir sig þá á- stæðu, að bankamir ættu sjálfir að greiða lánin, en ekki ríkið, og þess vegna væri rangt að bók- færa þau í landsreikningunum. Vitaskuld var þetta röng bók- færsla hjá M. G. og J. Þ. Lánin, sem tekin vom handa bönkunum áttu að bókfærast í landsreikn- ingunum, úr því að ríkið hafði tekið þau. En hinsvegar var réit að aðgreina þau frá lánum, sem ríkið hafði tekið til eyðslu og aldrei gat fengið endurgreidd. Þá aðgreiningu staðfestu þeir M. G. og J. Þ. með því að halda lánum bankanna alveg utan við lands- reikninginn. in. Það er alveg auðsætt mál, að ef gjöra skal réttan samanburð á skuldum ríkissjóðs í tíð fyrver- andi og núverandi stjómar, þá verður einnig nú að halda út af fyrir sig lánum, sem tekin" eru handa sjálfstæðum stofnunum, al- veg eins og gjört var við þær 16 miljónir, sem M. G. og J. Þ. tóku handa bönkunum og veðdeildinni. Slík lán eru ekki eyðslueyrir rik- issjóðs nú frekar en þá. Skuldir ríkissjóðs vom, samkv. landsreikningnum, í árslok 1928 taldar ca. 13,6 miljónir, en í árs- lok 1927 ca. 11,3 milj. f fljótu bragði virtist því ríkissjóður hafa safnað 2,3 milj. kr. skuld árið 1928, ef gengið var út frá samskonar reikningsfærslu og í tíð M. G. og J. Þ. En „skuldaraukningin" lá í því, að ríkið hafði á árinu tekið að láni 3 milj. kr. stofnfé handa Landsbankanum, og greiðir bank- inn af því 6% vexti árlega. Þetta lán var í raun og vem sama eðlis og önnur lán, sem bankamii höfðu fengið, og ekki voru færð á landsreikningunum. Færsla þessara 3 milj. inn á landsreikn- inginn var aðeins tilraun til réti- ari bókfærslu en tíðkast hafði í tíð M. G. og J. Þ. í raun og veru voru því skulair ríkissjóðs í árslok 1928 ca. 10,6 milj. og höfðu þannig lækkað um 700 þús. kr. á árinu, ef gengið er út frá samskonar reikningsfærslu og í tíð fyrverandi stjórna. IV. Blöð íhaldsmanna halda því fram, að skuidir ríkissjóðs hafi aukizt um ca. 5 milj. kr. á árinu 1929. Er þar farið með bláber ó- sannindi, og hefir í upphafi greinai’ þessarar verið bent á, í hverju blekkingin liggur. I ársbyrjun 1929 vom skuldir þær, sem ríkissjóður sjálfur stendur straum af, eins og áður er fram tekið, 10,6 milj. Á árinu 1929 tók ríkisstjómin reikningslán hjá Barckley’s Bank í London, að upphæð krónur 2,569,400.*) Af þessu iáni var varið IV2 milj. króna til greiðslu á skuld ríkisins við Landsbankann. Stóð sú skuld auðvitað í stað, þó að skift væri um lánai’drottin. Ennfremur fékk síldarverk- ;smiðjan á Siglufirði 450 þús. af Jláni þessu og annast sjálf vexti og afborganir þess, lögum sam- kvæmt. Eftir eru þá af reikningsláninu kr. 619,400,00, sem lá um áramót- in óeytt í sjóði, með því að tekju- afgangur var á ríkisbúinu. En á sama tíma námu afborg- anh’ af eldri skuldum ríkissjóðs, föstum og lausum, ríflega einni miljón króna (kr. 1.103,049), og skuldir þær, sem ríkissjóður sjálfur stendur straum af lækk- uðu úr ca. 10,6 milj. niður í ca. 9,6 milj.**). Er sú lækkun um 400 þús. kr. meiri ,en gjört var ráð fyrir í fjárlögum. En jafnhliða því, sem svonq mikið var borgað af ríkisskuld- unum, jókst peningaeign ríkisins í sjóði, um 1 milj. 0g 700 þús. kr., eða um ca. 1 milj. 80 þús. kr., ef eftirstöðvamar af reikn- ingsláninu frá Barckley’s Bank eru frátaldar. AIls var peningaeign ríkisins í sjóði í árslok 1929 rúmlega 6 miljónir króna eða sem svarai’ tveim þriðju hlutum allra þeirra Utan rtr heimi. *) Hér er vitanlega ekki talinn með sá hluti enska lánsins, sem M. G. tók handa ríkissjóöi sjálfum til greiðslu á eyðsluskuldum. *) I fjárlagamnræðunum sagði M. G., að lán þetta væri 5y% milj. Fjármálaráðherra bar það þegar til haka, en þrátt fyrir það klifar M. G. og Mbl. jafnan á sömu ósannindun- um. **) Lækkun ríkisskuldanna nemur ekki fyllilega upphæð afborgananna af því að til frádráttar eru talin tvö smálán vegna vinnuhælisins á Eyr- arbakka og kaupa á Reykjum í Öl- fusi, en það eru einu lánin, sem tekin voru ixmanlands á árinu. Þýzka þingið sett. Þýzka ríkisþingið, hið ný- kosna, kom saman 13. þ. m. Var almennt búizt við sögulegum at- burðum í sambandi við þingsetn- inguna og lögreglan í Berlín við- búin götuóeirðum. Margfaldur lögregluvörður var settur um þinghúsið til þess að greiða götu þingmannanna og stemma stigu fyrir æstri mannþrönginni. Kosn- ingabaráttan hafði verið grimm en hið nýkosna þing þannig skiþ- að, að allra veðra er von. Af því að veður var hlýtt þenn- an dag, vakti það athygli eigi all- litla, er fjöldi þiitgmanna mætti í síðúm vetraffrökkum 0g dúðaðir upp að höku. En inni í þinghúsinu kom ástæðan í ljós. Voru það ein- göngu þingmenn Fascista, sem höfðu búið sig svona vendilega, en innan undir yfirhöfnum bám þeir einkennisbúning sinn, sem bann- aður er með lögum. Höfðu þeir eigi þorað að eiga undir því að láta sjá sig svo búna utan þing- helginnar. Þegar Fascistamir, 107 að tölu, komu inn í þingsal- inn, laust upp ópi miklu af bekkj- um Kommúnista. En þeir eru nú þriðji stærsti flokkurinn, 76 alls. Um kvöldið urðu mjög alvar- legar götuóeirðir, hinar mestu, sem orðið hafa í Berlín síðan 1920. Flokkur ungra Fascista, kvenna og karla, óð um götumar, vopnaður grjóti og bai-eflum. Ilerhlaupi þessu var beint gegn Gyðingum og grjótkast hafið á búðir og verzlunarhús, sem rekin eru af mönnum af Gyðingaætt- um. I hinni miklu verzlunarbygg- iugu Wertheims, vqru brotnar rúður fyrir 160 þús. kr. Umferð komst á ringulreið. Vom spor- vagnar víða stöðvaðir af ofbeldis- mönnum þessum, og farþegum misþyrmt, sem gmnaðir vom um að vera af Gyðingaættum. En þegar lögreglan kom á vettvang tvístraðist óaldai’flokkurinn, en 100 manns vom hnepptir í fang- elsi það sama kvöld og daginn eftir. Uppreisn í Brazilíu. Suður-Ameríka logar í borgara- styrjöldum. Brazilía er stærsta ríkið þar, svipuð Bandaríkjunum að víðáttu með 38 milj. íbúa. Brazilía framleiðir 70% af kaffi- birgðum veraldarinnar. Á síðast- liðnu vori féll kaffið mjög í verði og kom sú verðlækkun mjög nið- ur á eigendum kaffiekranna. Stjórnin, sem studd var af stór- eignamönnum, tók þá upp það ráð, að láta ríkið kaupa upp kaffi- birgðir af landeigendum og fékkst fé til þess sumart með hækkun skatta á almenningi og sumpart með lántökum hjá auð- mönnum Norður-Ameríku. Um svipað leyti fór fram forsetakosn- ing, og var þá beitt ofbeldi af hálfu stjómaiinnar og frambjóð- andi hennar kosinn með miklum meirahluta atkvæða, þó að al- mennt væri talið, að andstæðing- ur hans hefði í rauninni átt stór- um meira fylgi. Óánægjan út af forsetakosningunni 0g kaffikaup- um ríkisins hefir fyrir stuttu síðan brotizt út í opinberri upp- reisn og geysar nú blóðug styrj- öid um iandið allt. Verulegur hluti hersins hefir gengið í lið með uppreisnarmönnum. Frá Finnlandi. I finnsku kosningunum er tal- ið, að Lappomenn hafi sigrað, og þó vafasamt. Talið var, að kosn- ingabaráttan stæði um útrýming Kommúnistaflokksins. — Ætla Lappomenn að knýja fram lög- gjöf í þá átt, en til þess þarf 2/8 atkvæða í þingínu. Höfðu Jafn- aðarmenn lýst yfir, að þeir rayndu verða slíkum lögum and- vígir, og valt því á því fyrst og fremst, hvort þeir fengju þriðja hluta atkvæða. Hann hafa þeir ekki fengið, og ganga lögin því fram, svo framarlega, sem allir hinir flokkarnir standa saman. Þó að Jafnaðarmenn næðu ekki þriðjungi atkvæða, em þeir samt stærsti flokkur þingsins (66). Bændaflokkamir (tveir) hafa samtals 60 þingsæti, Sjálfstæðis- flokkurinn (sem næst stendur Lappomönnum) 41 þingsæti, sænsku flokkamir 21 sæti og Frjálslyndi flokkurinn 11. Kom- múnistar sátu margir heima eða skiluðu auðum seðlum í mótmæla- skyni. Flestir foringjar þeirra sitja nú í fangelsi. Foringi Lappomanna, Kosola, gjörir ráð fyrir að kvatt verði til þjóðfundar innan skamms og þangað verði boðaðir um 2000 fulltrúar meðal áhangenda Lappo- hreyfingarinnar. detur sú sam- koma haft tíðindi í för með sér, Ástandið sem nú ríkir í Finn- landi er mjög alvarlegt athugun- arefni, ekki einungis fyrir finnsku' þjóðina heldur alla álfuna. Cvíst er að nágrannamir í austri sitji aðgjörðarlausir, ef ofsóknunum gegn Kommúnistum verður hald- ið áfram eins og hingað tiL En myndi Vestur-Evrópa sitja hjá, ef Rússar réðust inn í Finnland? skulda, sem ríkissjóður sjálfur þarf að standa straum af*). V. Það þarf meira en litla ó- skammfeilni til þess að halda því fram, að fjárhagur ríkisins hafi farið vei’snandi, sama árið sem greitt er af gömlum skuldum ná- lægt einni miljón króna og eign ríkissjóðs í handbærum pening- um eykst um 1,7 milj. króna. Og ennþá hastarlegri verður óskammfeilnin, þegar hún kemur frá þeim stjómmálaflokki, sem sjálfur hefir stofnað til eyðslu- skuldanna, sem ríkissjóður verður *)í ái’slok 1927 var peningaeign í sjóði ca. 3 milj. 300 þús. kr. að borga af um 600 þús. krónur ái'lega og annað eins í vöxtum nú sem stendur, samkvæmt fjár- lögum. Svo að segja allar þær skuldir, sem ríkissjóður nú þarf að standa straum af, em leifar eyðsluskulda, sem urðu til á ár- unum 1917—23 og að langmestu leyti í fjármálaráðherratíð Magn- úsar Guðmundssonar. Athugasemdir fjármálaráðherra viðvíkjandi ósannindum MbL um lántökuheimild ríkissjóðs birtast á öðrum stað í blaðinu.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.