Tíminn - 25.10.1930, Page 3

Tíminn - 25.10.1930, Page 3
TIMINN 219 THE INSTPUMENT OF QUALITY CLEAR AS A &ELL gfflZffl saumavélar hafa verið seldar svo hundruðum skiptir á síðastliðnum 3 árum. Langskyttur með kassa..........frá kr. 75.00 Sving'skyttur með kassa........frá kr. 100.00 Hringskyttur stignar í borði . . frá kr. 225.00 »Corona« ferðaritvélin fæst nú í fleiri litum með kassa fyrir aðeins kr. 260.00. Normal Britannia prjónavélar eru sterkari og endingarbetri en nokkrar aðrar prjónavélar, enda hefir salan aukizt ár frá ári, þannig að þessar vélar eru nú lang útbreiddastar allra prjónavéla hér á landi. grammófónamir eru óviðjafnanlegir hvað hljómfegurð snertir, aðeins nokkrir óseldir. Töskufónar Skápfónar saumavélar sænskar Samband ísl. samvinnufélaga Reykjavík svona yfirleitt, að þeir verði að meta ullina eftir útliti og þvotti, því að þá bresti þekkingu á nota- gildi hennar. Og það er eins og G. G. telji það mjög lítils virði að meta ullina eftir „útliti og þvotti“, þó annað kæmi ekki til greina. En þetta er rangt. Kaup- endur þurfa meðal annars að vita, hvað mikil óhreinindi ullin inni- heldur og matið á, meðal annars, að segja til um það. Það sem ullarnotendur leggja mesta á- herzlu á, þegar þeir kaupa ull eftir matsvottorðum, er, að gott samræmi sé í matinu, þannig, að ull með sama flokksmerki sé sem líkust að gæðum og eins ár eftir ár. Þetta er að vísu nokkuð erfitt og vilja stundum koma fyrir mis-r fellur, en þeim fer fækkandi svo sem vera ber. Ef að því ráði yrði horfið, að meta ull eftir „notagildi“ henn- ar eins og G. G. virðist álíta að sé aðalatriðið, þá yrði að breyta mjög til um alla meðferð ullar- innar, því til slíks verks eru ekki aðrir færir en „fag“-menn á því sviði. Það yrði fyrst og fremst að flytja ullina saman á örfáa staði, því að ekki er kostur nema eins eða tveggja „fag“-lærðra matsmanna hér innanlands, og talsvert langan tíma mundi það taka, að kenna mönnum að meta ullina eftir „notagildi", ef í því felst, að ullin skuli aðgreind eft- ir því, til hvers á að nota hana. Og ég tel vafasamt, að slíkt mat svaraði tilganginum. Islenzk ull er notuð til margvíslegra hluta, t. d. í teppi, fatadúka, „filt“ og m. fl-, svo að jafnan mundi leika nokkur vafi á hvemig matinu skyldi hagað, þegar ekki væri vitað um það fyrirfram til hvers erlendir kaupendur ætluðu að nota ullina. Ég vil þá athuga nokkuð það sem G. G. segir um „mat“ á gær- um og svikna gæruvigt. Algengast sölufyrirkomulag á söltuðum gærum annarsstaðai' en hér, er að vega þær, þegar kaupandi veitir þeim móttöku. Þessari venju var undantekning- arlaust fylgt hér á landi fyrir stríð. Árið 1919 seldi fulltrúi Sambandsins 1 New York allar gærur félaganna og fékk því til leiðar komið, að vigtarvottorð frá kaupfélögunum væru látin gilda. Á næstu árum tókst að komast að samskonar samningum við alla viðskiftamenn Sambands- ins í Evrópu. Þetta sparaði íslenzkum fram- leiðendum stórfé árlega. Bæði þótti vilja brenna við, að vigtin i móttökulandinu væri ekki ætíð sem réttust, þegar útflytjendur hér höfðu ekki umboðsmenn á staðnum til að líta eftir vigtinni, og svo varð seljandi jafnaðarlega að borga hálfan kostnað við vigtunina. Mér finnst G. G. færast nokk- uð mikið í fang, þegar hann fullyrðir, að síðastliðið haust hafi mjög lítið tillit verið tekið til ís- lenzkra gæruvottorða í Dan- mörku. Sambandið flutti út í fyrrahaust um 260.000 gærur. Þar af seldi það 60.000 í Dan- mörku. Allar þessar gærur, bæði þær sem seldar vóru í Danmörku og annarsstaðar, vóru seldar eft- ir íslenzkum vottorðum*) og engin kvörtun kom um undirvigt og engin skilyrði vóru neinsstað- ar sett um, að Sambandið bæri ábyrgð á og endurgreiddi það sem vantaði upp á þyngdina umffam 3%, svo sem altítt var um gærur þær sem kaupmenn seldu. Ég veit ekki fyrir víst, hvað margar gærur voru alls fluttar út í fyrrahaust, en býst við að þær *) Aðeins lítið eitt aí gærum sem sendar voru út síðara hluta vetrar voru vegnar ytra, en það var ekki samkvæmt kröfu kaupenda. hafi verið um 320.000. Kaup- menn hafa þá flutt út 60.000 gærur eða rúman fimta hluta gæranna. Og þar sem G. G. veit ekkert um, með hverjum hætti fjórir fimmtu hlutar gæranna hafa verið seldir, þá finst mér það nálgast rógburð um íslenzka útflytjendur, að viðhafa þau um- mæli, sem hann gjörir um út- flytjendur gæra og ullar, án und- anteloiingar. Að vísu flytur Sam- bandið út heldur minna. hlutfalls- lega af ull en gærum, eða um 70% af allri útfluttri ull en um 80% af gærum. Ég vil ekki neita því, að grein G. G. sé að einhverju leyti rituð aí umbótaáhuga. En höf. er full- ur úlfúðar og gremju í garð þeirra stofnana, sem nú hafa með höndum mestan hluta verzlunar með landbúnaðarvörur hér á landi. Ávirðingum nokkurra ó- íyrirleitinna stéttarbræðra sinna reynir hann að koma á þær stofnanir (kaupfélögin og Sam- bandið), sem nú annast sölu á mestum hluta landbúnaðaxvar- anna erlendis. Það er alkunnugt, að hér hafa átt sér stað grunsamlegar vigtar- skekkjur á gærum (gærur Borg- arnesskaupmanna 1928 m. m.) og talsvert varhugavert mat á ull. En .ólíkt drengilegra væri það fyrir mann, sem vill umbætur á þessu sviði að beita hirtingar- vendinum á bak sökudólganna, en að láta hann ríða jafnt að baki saklausum sem sekum. Ég tel ekki ólíklegt að illvilj- aðir menn hafi tilhneigingu^til að leggja þá merkingu í þessar at- hugasemdir mínai', að ég vilji mæla bót sviknu mati og svikinni vigt á vörum þeim, sem ég hefi hér minnst á. En ég vil taka það fram, að ég tel framtíð landbún- aðarins byggjast mjög á því, að Lítill ágóði. Fljót skil. Verzl. EDINBORO Reykjavík Fullkomnasta Gler- og Vefnaðar- vöruverzlun landsins bændur vandi vörur sínar og bæti þær svo sem föng eru á. »Og ég befi þá trú, að framfarir á því sviði verði miklu stórstígari hér eftir en þær hafa verið hingað til. Því að þess verður væntanlega ekki langt að bíða, að umbætur í búf járrækt verði sniðnar meira að háttum annara siðaðra þjóða en verið hefir að þessu, bæði með kynbótum og innflutningi og upp- eldi nýrra búfjárstofna, sem gefa meiri og verðmætari afurðir. Um allmörg undanfarin ár hefi ég átt kost á því að tala við fjölda manna víðsvegar um land, sem vinna að framleiðslu og sölu landbúnaðarafurða. Og ég hika ekki við að fullyrða að áhugi manna fyrir umbótum á fram- leiðslu og meðferð landbúnaðar- vara hefir glæðst mjög mikið á seinni árum. Álít ég mikið hyggilegra að reyna að glæða þann áhuga, en draga úr honum með órökstuddum sleggjudómum. Slíkum málum verður hvort sem er ekki kippt í lag í snöggu bragði með lagafyrirmælum og reglu- gerðum. Framleiðsla góðra vara kostar mikla ástundun og stöð- uga árvekni og skilning allra þeirra manna, sem að þeim mál- um vinna. Jón Árnason. Vef naðarvönideildin: Peysufataklæði 10,95 Peysufatasilki Upphlutasilki, 5,50 í upphlut Kjólasilki 7,75 Slifsi 7,00 Drengjafatatau 4,50 Cheviot 3,60 Silkisvuntuefni mislit 10,75 Silkisvuntuefni svört 10,00 Skermasilki 3,00 Crepe de Chine Káputau frá 3,00 Kápuskinn Möttulsklæði Möttulskantur Handklæðadregill Borðdúkar og servíettur Borðdúkadregill Handklæði, Þurkur Tvisttau 0,80 Léreft 0,65, Flónel 0,85 Fiðurhelt efni, Fiður Ilvítur vaxdúkur Gólfdúkar frá 5,50 Gólfpappír m. m. fl. Gleivara og Búsáhöld í stórkostlegu úrvali Vörur sendar um land allt gegn eftirkröfu. EDINBORG

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.