Tíminn - 01.12.1930, Síða 3

Tíminn - 01.12.1930, Síða 3
T'lMINN 7 Smásysturnar „Le Petites Sæurs des Pauv- res“ bjug-gu í „San Pietro in Vincoli". Þær voru um fimmtíu talsins, flestar franskar. Þær voru allar góðvinir mínir og einnig margir hinna þrjú hundr- uð fátæklinga, sem bjuggu í þessu mikla húsi. Heimilislæknir fátækrahælisins, sem var Itali, sýndi mér aldrei neina stéttaraf- brýði. Mér var það gáta, hvem- ig smásystrunum tókst að út- vega þessum þrjú hundruð fá- tæklingum fæði og klæði. Vagn- skrjóðurinn þeirra, sem skrölti frá einu gistihúsinu til annars, til að safna öllum þeim leifum, sem til náðist, var gamalkunn- ugur Róma-gestum þeirra tíma. Tuttugu smásystur voru frá morgni til kvölds á ferli með skreppui- sínar og peningabauka. Tvær þeirra héldu sig venjulega í einu homi skálans hjá mér, meðan ég tók á móti sjúklingum; margir þeirra minnast þeirra vafalaust. Eins og allar nunnur voru þær kátar og skemmtnar og hikuðu ekki við að skjótast um bakdyrnar inn í læknisstofu mína, til að fá sér rabb, þegar ég hafði næði. Þær voru báðar ung- ar og ásjálegar. „La Mére Supé- rieure“, forstöðusystirin, hafði áður trúað mér fyrir því, að gamlar og grettnar nunnur dygðu ekki til að safna ölmus- um. 1 stað þess trúði ég henni fyrir því, að ungum og fallegum hjúkrunarkonum gengi betur að hemja sjúldinga mina, en þeim ófríðu. Þessar nunnur, sem vissu svo lítið um umheiminn, voru þaulkunnugar mannlegu eðli. Þær sáu á augnabragði, hverjir mundu gefa ölmusu og hverjir ekki. Nunnurnar sögðu mér, að ungt fólk gæfi venjulega meir en gamalt, böm gæfu sjaldan, nema barnfóstrurnar segðu þeim það, karlmenn gæfu meir en kon- ur og fótgangandi meir en þeir, sem ækju í vagni. Englendingar voru beztu styrktarmenn þeirra, þamæst Rússar. Franskir ferða- langar voru fáir. Ameríkumenn og Þjóðverjar tóku nærri sér að láta peninga af hendi, yfirstétt- ar-ítalir vom hálfu verri, en fá- tækii- Italir mjög gjafmildir. Lítils stuðnings var að vænta af flestum, sem höfðu kongablóð í æðum — og prestum. Þeir hundrað og fimmtíu karlar, sem nunnurnar önnuðust, voru yfir- leitt góðir í umgengni, en kerl- ingarnar í sífelldu rifrildi hver við aðra. Logandi „drames pas- sionels“ voru stundum háð milli hinna tvieggja álma hælisins, og þá reyndi á systumar að slökkva þann eld, sem gaus upp úr ösk- unni, að svo miklu leyti sem hin takmarkaða reynsla þeirra leyfði. Eftirlætisgoð heimilisins var Monsieur Alphonse, snögglegur, lágvaxinn Fransmaður með hvítt síðskegg. Hann bjó bak við blá tjöld í einu horninu á stórum skála með sextíu rúmum. Hin rúmin voru öll ótjölduð, því hér var um að ræða einkarétt M. Alphonse, hins elzta íbúa fá- tækrahælisins. Hann sagðist vera sjötíu og fimm ára, systurnar héldu, að hann væri um áttrætt, ég taldi, af æðaslögunum að dæma, að hann mundi vera kom- inn undir nírætt. Hann hafði komið þangað, enginn vissi hvað- an, fyrir mörgum árum, með litla handtösku, í snjáðum síðjakka og með pípuhatt. Á virkum dög- um ól hann aldur sinn bakvið tjöldin blá, í stoltri einangrun, en á helgum birtist hann og skálmaði þá til kirkju, með pípu- hattinn í hendinni. Enginn vissi hvað hann aðhafðist liðlangan daginn bakvið tjöldin. Systumar sögðu, að þegar þær færðu honum grautinn eða kaffið, sem hann liafði líka einkarétt á, þá sæti hann alltaf á rúminu og blaðaði í skjölum, sem lágu í handtösk- unni eða væri að bursta pípu- hattinn. M. Alphonse var mjög siðavandur um heimsóknir. Fyrst átti að berja nokkur högg á borðið, sem stóð við rúmið. Þá stakk hann í skyndi öllum skjöl- unum ofan í töskuna, setti upp pípuhattinn, og mælti í skrækum rómi: „Entrez, Monsieur!“ Síðan sló hann út hendinni og bauð sæti við hliðina á sér á rúminu. Hann virtist hafa mætur á kom- um mínum og við urðum skjótt góðkunnugir. Allar tilraunir mín- ar til að komast á snoðir um for- Hið eina sem ég vissi, var að Hið eina sem ég vLsi var, að hann var Fransmaður, þó vart frá París, held ég. Hann kunni ekki orð í ítölsku og þekkti harla lítið til Rómaborgar. Hann hafði jafnvel ekki komið í Péturskirkj- una, en hann ætlaði sér að fara þangað „un de ces quatre mat- ins“, þegar hann mætti vera að. Systurnar sögðu, að það mundi aldrei verða af því, þó hann mætti sannarlega skálma þangað og hvert sem hann vildi. Sann- leikurinn var sá, að hann sat heima á fimmtudögum, sem voru útivistardagar karlanna, af þeiiTÍ ástæðu, að síðfrakkinn og pípu- hatturinn voru komnir í hörm- ungar niðurlægingu, þrátt fyrir sífelldar burstanir. Hinn minnisverða deg, þegar eg bað hann að reyna háan silki- hatt og spánnýjan síðfrakka, sem ég fékk hjá Pittsburgh- miljónamæring vegna smitunar- hræðslu — Pittsburghs fashion — hófst síðasti, og máske gæfu- ríkasti þáttuiinn í lífi M. Alp- honse. Allar systurnar, og það j afnvel líka „La Mére lSupérieure“, ’.’oru saman komnar við höfuð- dyrnar næsta fimmtudag til að sjá hann stíga upp í viðhafnar- vagn minn. M. Alphonse lyfti há- tíðlega nýja hattinum fyrir að- dáendum sínum. „Er hann ekki sætur“, sögðu nunnurnar hlæj- andi,. „maður skyldi halda, að þetta væri enskur lávarður“. Ég hafði boðið M. Alphonse í ár- degisverð í Piazza di Spagna. Ég hefði gaman af að sjá þann mann, sem hefði staðizt þá freist- ingu að láta þetta boð gilda um alla ókomna fimmtudaga! Allan þann vetur varð ég að aka M. Alphonse til Piazza di Spagna á hverjum fimmtudegi, stundu eftir hádegi. — Einni stundu síðar, þegar viðtalstími minn hófst, tók Anna, þjónustustúlka mín, hann í skemmtigöngu um Pincio. Síðan var hálfrar stundar kaffihlé á Café Aragno, glæsilegasta veit- ingastað Rómaborgar. Þar sat M. Alphone við áskilið borð, á svip- inn eins og gamall sendiherra. Stundum bauð jeg nokkrum vin- um mínum að taka þátt í borð- baldi okkar. Gladdi það M. Alphonse stórlega. Enginn þeirra hafði hugmynd um hvaðan hann var. Mér var ekki kunnugt um, hvaða mannvirðingar hann hafði haft, og tók því þann kost, að kynna hann sem fyrveranda stjórnarerindreka. Vinir mínir ávörpuðu hann með „Monsieur !e Ministre“ og Anna kallaði hann íilltaf „Vostra Eccellenza“. Þið hefðuð átt að sjá svipinn á gamla manninum! Ég varð að hafa vak- andi auga á öllu og var ætíð reiðubúinn að flytja vínflöskuna eftir annað glasið af Frascati- víni, sem hann drakk. M. Alphonse var eldheitur kon- ungssinni, tilbúinn í allt til að steypa lýðveldinu. Hann bjóst á hverju augnabliki við tilkynningu frá trúnaðai-mönnum og þá yrði hann samstundis að hverfa til Farísar. Á því stigi höfðum við enn þá fast land undir fótum. Ég var vanur að heyra Frans- menn kollvarpa lýðveldinu. En þegar hann byrjaði að tala um mág sinn „le sous-préfét“, varð ég samstundis að flytja flöskuna. Fimmtudagurinn sá er mér minnisstæður, þegar Waldo Storey, ameríski myndhöggvar- inn, borðaði með okkur. Áður en M. Alphonse var búixm úr fyrsta glasinu, var hann þegar farinn að ráðgast við Waldo um að bjóða út her af gömlum Garibaldimönn- um til að kollvarpa lýðveldinu. Mér virtist hann vera full ákafur og var sannfærður um að „mág- ur“ hans væri ekki langt undan. „Mon-beau-frére, le sous-préfét“, byrjaði M. Alphonse, en stein- þagnaði þegar ég flutti flöskuna. Ég iðraðist, helti aftur í glas hans og sagði: „Yðar skál, kæri M. Alphonse, og niður með lýð- veldið, fyrst þér endilega viljið hafa það“. Mér til mikillar undr- unar rétti hann ekki út höndina eftir glasinu, heldur sat hann grafkyr og starði niður í disk- inn. M. Alphonse var látinn. Ég vissi vel, hvað mundi hafa skeð, ef ég hefði sent eftir lög- reglunni, eins og lög mæltu fyrir. Líkskurður, réttaiTannsókn og af- skipti franska sendiráðsins! Og síðast en ekki sízt, þá mundi hinn látni verða sviftur aleigu sinni, leyndardómi lífs síns. Nokkrum mínútum síðar sat M. Alphonse við hlið mína úti í vagninum, með uppbrettan kraga og slútandi silkihattinn af Pitt- bourghmiljónamæringnum. Hann var líkur því, sem hann átti að sér, aðeins miklu minni allur, eins og framliðnir eru vanir að vera. „La Mére Supérieure“ viar ekki allskostar ánægð, þegar við komum heim. Sama kvöld var M. Alphonse kistulagður. Skjala- taskan var látin ’undir höfuðið og lykillinn að henni hékk eins og áður í bandi um hálsinn. Smá- systumar spyrja einkis, hvorki lifendur eða dauða. Það eina, sem þær vilja vita um þá, sem leita skjóls hjá þeim er, hvort þeir séu gamlir og svangir. Annað varðar hvorki þær né aðra, heldur Guð einn. Þær vita vel, að margir lifa í skjóli þeirra og deyja undir gerfinöfnum. Ég vildi láta silki- hattinn háa, sem hinn látni hafði svo mikið dálæti á, í kistuna, en systurnar sögðu, að það væri ósæmilegt. Mér þótti það miður, því ég er viss um, að hann sjálf- ur hefði viljað hafa nýja hattinn með sér. Nótt eina var ég vakinn af hraðboða frá systrunum. Þær báðu mig að koma samstundis. Allt var kyrrt og dimmt í hinu mikla hæli. Ég lieyrði óminn af bænum systranna i kapellunni. Mér var fylgt lil lítils herbergis i sýstrahúsinu, en þar hafði ég aldrei komið áður. í litlu járn- rúmi lá ungleg nunna og blund- aði. Andlitið var hvítt eins og koddinn. Það var „La Mére Ge- nérale des Petites Sæurs des Pauvres“. Hún hafði komið sam- dægurs frá Napoli á heimleið lil Parísar úr eftirlitsferð umhverf- is jörðina. Líf henar var í veði. Ég liefi staðið við sjúkrabeð konga og drottninga og heims- kunnra manna og kvenna þegar líf þeirra hefir verið að fjara út og á stundum legið í mínum hönd- um. En aldrei hefi ég fundið á- byrgð þá, er fylgir starfi mínu, livíla þyngra á mér en þessa nótt, þegar nunnan opnaði hægt aug- un, undurfögur, leit á mig og hvíslaði: „Gerið allt, sem í yðar valdi stendur, herra læknir, ])ví fjörutíu þúsund fátæklingar eru mér háðir“. Smásysturnarvinna baki l)rotnu frá morgni til kvelds að hinu nyt- samasta og þó vanþökkuðu verki. Það þarf ekki að leita til Róm á fund þeirra. Fátækt og elli er um heim allan og einnig „Les Petites Sæurs des Pauvres" með tómar skreppur og peningabauka. Láttu qitthvað af gömlu fötunum þín- um i ])oka þeirra! Það gildir einu hvort ])ú ert stór eða lítill, allar stærðir eru við hæfi Smásysti'- anná. Háir liattar eru að falla úr tízkunni; þú getur einnig gefið þeim piþuhatt þinn! Það er allt af í einhverju herberginu bakvið blá tjöld, einliver gamall M. Alp- honse, sem sífell er að bursta út- slitinn háan hatt, síðustu leyfar betri daga. Lofaðu honum að aka í vagninum þínum á frídögum sín- um. Þú hefir gott af þvi að taka þér langa göngu með liundinum þinum. Bjóddu honum að borða næsta fimmtudag. Það er engin öivun betri við lystarleysi en að horfá ó svangan mann borða sig saddan af góðum mat. Gefðu hon- um glas af Frascativíni svo hon- um gangi betur að gleyma, en flyttu flöskuna frá honum, þegar hann hann fer að rifja upp end- urminningar. Legðu nokkra aura í ])eningabauk Smásystranna. Trúðu mér, þú getur ekki varið peningum betur. Minnstu þess, sem ég hefi sagt á öðrum stað i þessari bók: Þú glatar því, sem þú heldur, en eignast það, sem þú gefur. Og raunar liefir þú engan rétt til að sitja einn að peningunum. Þeir eru ekki þínir peningar. Guðirnir selja allt með góðu verði, hefir gamalt skáld sagt. Þvi hefði mátt bæta við, að guð- irnir selja það, sem bezt er, lægsla verði. Það sem okkur er verðmætast er ódýrt. Það er að- eins óþarfinn, sem er dýr. Ágæt- ustu gjafir lífsins eru ekki til sölu. Við fáum þær að gjöf frá hinum ódauðlegu guðum. Þeir l.áta okkur sjá sólina rísa og ganga til viðar, skýin þjóta um himinhvolfið, hafið, skóga og akra — allt án þess að við þurf- um að greiða einn eyri. Fugl- arnir syngja ókeypis og vér get- Lim tínt vilt blóm meðfram þjóð- veginum. Það er enginn aðgangs- éyrir að stjörnubjörtum hátíða- sal næturhiminsins. Fátæki mað- urinn sefur betur en sá ríki. ó- breyttur matur er til lengdar bragðbeti'i en krásir frá „Ritz“. Nægjusemi og sálarfriður þrífst Letur á litlum sveitabæ en í stór- borgarhöll. Nokkrir vinir, fáein- ar bækur, helzt mjög fáar, er allt, sem sá þarfnast, sem á sig sjálf- an. En maður þarf að búa í sveit- inni. Fyrstu borgina byggði djöf- ullinn. Það var þessvegna sem Guð lagði Babelsturninn í rústir. Hefurðu nokkru sinni séð djöf- ulinn? Ég hefi séð hann. Hann stóð álútur uppi á turni Notre Dame-kirkjunnar. Vængirnir féllu að honum og' hann studdi höndum undir kinn. Kinnarnar voru sognar, og liann stakk út úr sér tungunni rnilli glottandi vara. j Hreyfingarlaus liefir liann staðið þarna í hartnær þúsund ár, og horft út yfir sína útvöldu borg, líkast því, að lrann gæti ekki lraft augun af því, sem hann sá. Var þetta erkióvinurinn, sem ég hafði óttast að heyra nefndan á nafn frá því ég var barn, liöfð- ingi myrkranna í hinni eilifu bar- áttu góðs og ills? Ég horfði á hann undrandi. Mér fannst hann ekki eins illúðlegur og ég hafði búizt við. Ljótari svip liefi ég séð en þetta. Það brá ekki fyrir sigurhrósi í þessum steingerðu augum, liann var þreytu- og slitlegur, þreyttur á auðunnum sigrum, leiður á helvíti. Vesalings, gamli Beelzebub! Máske er það ekki, þegar öll | kurl korna til grafar, þér einum að lcenna, hve margt fer aflaga hér í heimi. Það varst ekki þú, sem skapaðir þennan heim. Það varst ekki þú, sem hleyptir þján- ingu og dauða út meðal mann- anna barna. Þú varst fæddur með vængi og ekki klær. Þú varst gerður að djöfli og steypt til vitis til að vaka þar vfir hinum for- dæmdu. Þú mundir vissulega ekki hafa setið í þúsund ár þarna uþpi á Notre-Damekirkjunni, ef þú yndir við þitt starf. Það nrá vera þungbært að vera djöfull fyrir þann, sem er fæddur með vængi. Höfðingi myrkranna! Hversvegna slekkur þú ekki eld- inn í undirheimum og flytur til vor og sezt að í einhverri stór- borginni? Sveitin er ekki staður fvrir þig. En stórborg, þar sem þú getur lifað óháður, etið og drukkið og lifað á renturn? Eða ef þú vilt talcast eittlivað starf á hendur til að ávaxta pund þitt, hversvegna seturðu þá ekki á r.tofn nýtt spilavíti í Monte Carlo eða pútnahús i París, eða gerist liúsabraskari i fútækrahverfi? Eða ef þú þráir loftbreytingu, hversvegna seturðu þá ekki á stofn nýja þýzka verksmiðj u til að framleiða eiturgas þitt? Ég veit, að það varst þú, sem stjórn- aðir loftárásinni, þegar kastað var íkveikjum mitt á meðal þrjú hundruð gamalla manna og kvenna í fátækraliæli Smásystr- anna í Napoli. Leyfist mér til endurgjalds fyrir þessi lieilræði að bera franr eina spurningu? Hversvegna rek- urðu út úr þér tunguna si-svona? Ég' veit ekki livernig á það er lit- ið í víti, en með allri virðingu, liérna uppi er það talinn vottur um háð og fyrirlitningu. Fyrir- gefið herra, en af hverju rekið þér út úr yður tunguna? Ásgeir Ásgeirsson þýddi. ---o---- Kveðjusa msæii Laugardaginn 4. okt. voru fjörutíu Mýrhreppingar samankomnir í skóla- liúsinu á Núpi til þess að kveðja fyrv. hreppstjóra R. f. I. Friðrik Bjarnason frá Mýrum, sem verið Lefir búsettur í hreppnum í 40 ár, cn er nú að flytja burtu. Oddviti Kr. Guðlaugsson mælti fyr- ir minni heiðursgestsins; raktl starfs- sögu hans og sýndi fram á hve mikilsverð dvöl hans hefði verið hreppsbúum. Jafnframt las hann gjafabréf frá heiðursgestinum, þar sem hann gefur lireppnum. þinghús það, er hann undanfarin ár hefir leigt. þakkaði hann þessa höfðing- legu gjöf. — Minningargjöf höfðu hreppsbúar látið gera, en því miður varð hún ekki afiient heiðursgest inum í það sinn. Friðrik Bjarnason flutti vaHdaða ræðu, þar sem hann minntist dvalar sinnar hér og margra látinna sam- starfsmanna sinna frá fyrri timum. Skólastjóri Björn Guðmundsson þakkaði heiðursgestinum f. h. U. M. F. Mýralirepps fyrir velvild og stuðn- ing á liðnum árum, en einkum fyrir þá mikilsverðu hugulsemi að hafa áskilið félaginu rétt til fundahalda i þinghúsinu í gjafabréfi sinu. Minnt- ist hann einnig húsfrú Ingibjargar sál. Guðmundsdóttur og afhenti minningarspjöld frá U. M. F. og og hreppsbúum um hana. Höfðu gjafir til minningar um hana verið lagðar í Menningarsjóð Vestfjarða. Seinna um kvöldið, undir kaffi- borði, talaði prófastur sr. Sigtr. Guð- laugsson o. fl. peir Kristinn Guð- láugsson og Jóhannes Davíðsson fluttu heiðursgestinum sitt kvæðið hvor. Skemmtu menn sér lengi nætur við söng, spjall og sögulestur. Var samsæti þetta í alla staði hið á- nægjulegasta. Viðstaddur. -----o----- Prófessorsnafnbót hafa verið sæmd- ir af konungi: Guðjón Samúelsson húsameistari ríkisins og Guðmundur Bárðarson náttúrufræðingur. Gjörö- ist það sama daginn, sem lands- spítalinn var opnaður, en próf. Guðjón Samúelsson hefir, sem kunn- ugt er, gjört teikninguna að þvi mikla stórhýsi og haft umsjón nieð framkvæmd verksins. Silfurbrúðkaup áttu 16. f. m. sæmd- arhjónin Sigríður Bjarnadóttir og F.i- ríkur Kristjánsson hreppstjóri í Bíldudal. Við það tækifæri voru sam- an komnir á heimili þeirra hjóna vandamenn þeirra og vinir og var þeim þá afhent að gjöf vandað út- varpstæki. þeim hjónum hefir eigi orðið barna auðið, en alið hafa þau upp fósturböm og gengið þeim í for- eldrastað. ----O-----

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.