Tíminn - 01.12.1930, Qupperneq 4

Tíminn - 01.12.1930, Qupperneq 4
8 TÍMINN ILIPS nyungar PHIIILIIPS Verd kr 85,00 PHILIPS 2528 er tveggja lampa tæki, gert til notkunar með rafvökum. Er það gert fyrir þá sem ekkert rafmagn hafa. 2528 er sérstaklega gert fyrir innlendu stöðina og notar lampana A B-443-A. - Afkast þess er svipað og „CASAPHONE“ -straumtækisins PHiLIPS”2549 er 4-lampa tæki til notk- unar við 220 volta rakstraum. Að útliti til er það eins og hið þjóðkunna tæki 2511, og afkast einnig það sama. 2511 og 2549 eru að áliti sérfræðinga full- komnustu tæki sem nú eru á markaðinum. Philíps 2549 — Verð 530.00. i® L® Til þess að tryggja sem bezt|afkast frá Philips tækjum er nauðsynlegt að nota með þeim aðeins PHILIPS gella, sem sérstaklega eru gerðir til þess. Á öllum PHILIPS tækjum og gellum er eins árs ábyrgð gegn verksmiðju- og efnisgöllum. — Gegningarstöðin í Reykjavík annast viðgerðir. 4gr' D i m a - L i t e 1 j ó s h a 1 d a Rafmagnshandljós Þessi liandljós eru mörgum nauð- synleg og öllum þeim er úti vinna, að gegningum og fieiru. örugg í roki og regni, hættulaus á eldfim- um Btöðum. Hafirðu eitt slíkt ertu oft laus við mikil óþægindi og fyr- irhöfn, sem myrkrið veldur, Verð kr. 5.00 með einu extra batteríi, ef peningar eru sendir fyrirfram. sem hægt er að setja í hvaða lampa sem er án þess að breyta nokkru öðru en að taka úr per- una og skrúfa hana svo aftur í þetta stykki og þá hægt að draga upp og niður í lampanum. Verð kr. 4,50 175.00. Færimótor. Þessi mótor er afar þægilegt áhald, sem hægt er að fá hvort sem er fyrir jafnstraum eða riðstraum. Hann er svo útbúinn, að hægt er að setja hann við hvaða vél sem er, og hann orkar að snúa, t. d. skilvindu, strokk, hverfisteini, tað- kvörn, lítinn rennibekk og margt fleira. Eins og sézt af myndinni, þá er hægt að fá margskonar snún- ingshraða. Westinghouse Ijósastöðvar altaí fyrirliggjandi. Ef yður vantar eitthvað til rafmagns, þá skrifið hringið, símið eða talið við EIRÍK HJARTARSON, REYKJAVlK SÍMI 1690 PÓSTHÓLP 565. Ia Bókaútgáfa Þorst. M. Jónssonar Akureyri. Tiltölulega fáar þjóðir, að Dönum undanskildum, munu hafa salnað svo öllu í höfuðstað sinn sem vér íslend- ingar. Ástæðurnar eru þó mjög skilj- anlegar. Ræður þar mestu um fá- menni þjóðarinnar, sem gerir það erfitt öðrum bæjum landsins að fá verulega bæjamenningu, til þess nú ekki að nefna stórborgamenningu, þrátt fyrir hinn öra (allt of öra að mörgum finnst) vöxt þeirra. En eins og lífi og menningu nútímans er háttað, er það mjög erfitt að láta fyrirtæki — meira að segja fyrirtæki, sem beinlínis eru stofnuð og rekin með andlega menningu þjóðarinnar fyrir augum — þrífast í öðru lofts- lagi en borganna og utidir öðrurn skilyrðum en þeim sem borgirnar einmitt veita. Það er þess vegna því merkilegra, þegar um það er hugsað, að merk- asta bókaforlag landsins, sem nú er og hefir verið um nokkur undanfar- in ár, skuli vera rekið utan Reykja- víkur. í raun og veru kemur það líka svo flatt upp á menn, bæði út- lenda og innlenda, að það er engu líkara en það gleymist að geta þess — að minnsta kosti gleymist að geta þess eins og vert væri. Öllum sem til þekkja kemur víst saman um að bókaútgáfa Þorsteins M. Jónssonar á Akureyri sé sú ein- asta bókaútgáfa sem nú á sér stað hér á landi, er mest nálgast erlend fyrirtæki af sama tagi þó hún auð- vitað og af eðlilegum ástæðum sé í minni stíl. Fyrir þá, sem einkum líta á bókmenntir, sem mælikvarða fyrir andlega menningu þjóðarinnar (og það er að sumu leyti réttmætt) hlýtur því Akureyri að standa feti framar en Reykjavík — reyndar ger- ir hún það líka á öðru mjög mikils- verðu sviði, eða í samvinnufélags- skapnum, með K. E. A., sem ekki á sínn líka í Reykjavík. En hvorugt þessara fyrirbrigða liggur þó í nein- um sérstökum yfirburðum bæjarins í sjálfu sér, býzt eg við. Þegar um bókaútgáfuna er að ræða, þá virðast skilyrðin fyrir slíku fyrir- tæki betri hér en norður á Akur- eyri, en staðreyndin er að fyrirtæk- ið sjálft er þar, en ekki hér, og það verður ekki skýrt á annan hátt en þann, að Þorsteinn M.Jónsson er þar. Það segir sig sjálft, að þar sem hagar til eins og hér verður það — að minnsta kosti fyrst um sinn — enginn sérlegur gróðavegur að gefa út bækur; til þess að ráðast í slíkt fyrirtæki þarf meira en duglegan og hagsýnan mann í verzlun og viðskipt- um; það þarf líka hugsjónamann, sem metur andlega menningu og andlegan þroska þjóðarinnar meira en eigin stundlegan hagnað, og það er ekki nóg að maðurinn sé hug- sjónamaður, ef hagsýni, dugnaður og dirfska til að stofna fjármunum sínum í hættu fylgjast ekki að. Vegna þess að Þorsteinn er öllum þessum hæfileikum gæddur, líklega í talsvert ríkari mæli en flestir aðrir, er það að bókaútgáfa hans hefir orð- ið til, að hún þrátt fyrir alla erfið- leika hefir þrifist að þessu og á von- andi fyrir höndum að þrífast og efl- ast enn um langa hríð. Það takmark, sem hin vönduðu og meiriháttar forlög allsstaðar keppa að, er að fá það orð á sig, að menn geti nokkurnvegínn gengið að því vísu, að bækur, er þaðan koma séu góðar, að nafn forlagsins sé sem einskonar trygging fytir verð- mæti bókarinna. í löndum, sem lengra eru komin á þessu sviði en vér, er þetta hægara en hér, sökum þess að úr meiru er jafnan að velja — en þó einkum stærri verkum — hjá oss er það mesta sem berst útgefandanum ljóðasmámunir — í orðsins fyllsta skilningi — og smásögur. Oftast er enginn vandi að hafna — en vand- inn er að að finna það rétta. Sann- leikurinn er sá, að geta íslenzks bókaútgefanda er svo takmörkuð sök- um hinna litlu sölumöguleika í jafn fámennu landi, að jafnvel hinn djarf- asti og mest stórhuga útgefandi verð- ur að gæta allrar varúðar. — Hér frekar en annarstaðar verða hinar virkilegu bókmenntir að þola harð- vítuga samkeppni við hálf-list, við adventistarit, andatrúarritlinga o. þ. h., og verður þvi miður oft undir í þeirri samkeppni. Það væri því gróða- vænlegra fyrir fyrir útgefandann, að kasta einhverju „Ósjálfrátt rituðu“ kveri út á markaðinn, en t. d. ljóð- um Davíðs Stefánssonar. En um leið og hann gerir það, hefir hann sagt að forlagsnafn hans sé ekki lengur nein trygging. En nú er svo komið með bókaútgáfu Þorsteins, að kaup- endur geta alveg óhræddir keypt bækur hans, og enginn íslenzkur rit- höfundur mundi líta svo stórt á sig að hann þættist ekki fullsæmdur af, að bækur hans kæmu út hjá honum. En þetta hvorutveggja er sönnun þess, að bókaútgáfa hans hefir hug- sjónaeinkenni allra þeirra bókafor- laga, sem sem setja hókmentirnar, sem fyrsta takmark c-g ágóðann af fyrirtækinu sem nr. tvö. En betur sézt þetta þó ef lítillega er athugað bókaval Þorsteins. Kem- ur þá berlega í ljós að hér er mað- ur, sem frekar er að starfa fyrir þjóðina en sjálfan sig. — Nægir í þessu sambandi að benda á einstöku verk, eins og t. d. Ferðaminningar eftir Sveinbjörn Egilson, eða þau er komið hafa í safni hans „Eýð- menntun“, þar sem hann beinlínis stefnir að fræðslu almennings við lestur góðra bóka, og hefir það hing- að til líka verið notadrýgsta menn- ingartæki íslenzkrar alþýðu, sem hefir komið henni það á veg, að hún þarf hvergi að fyrirverða sig — og mundi hún enn geta haldið því lofi á ókomn- um tímum, ef hún nú eins og áður hefði vilja til að notfæra sér það sem í boði er. Þá mætti nefna skáldrit sem út hafa komið, en eg sleppi því hér að undanskildu einu, en það er Kvæðasafn Davíðs Stefánssonar, í tveim bindum, sem út kom síðastl. sumar. Var það mjög að makleg- leikum, er vinsælasta ljóðskáld þjóð- arinnar og einmitt bókaútgáfa Þor- steins sameinuðust í að gefa menn- ingu lands vors þá hátíðargjöf á þessu merkisári. — Ljóðum Davíðs ætla eg þó ekki að lýsa hér, — Eg hefi reynt að gera það annarsstaðar og á annan hátt en hægt er í þessu sambandi. — Aðeins skal því bætt við, að sígildara verk en þessi tvö bindi gat bókaíitgáfan trauðla fengið. Þá er önnur hlið — eða réttara þriðja hlið — bókaútgáfu Þorsteins, sú er veit að þjóðlegum fræðum (Folklore), og get eg naumast skilið svo við þetta mál, að eg geti ekki þeirrar hliðar litillega. Þjóðkunnugt er þegar orðið þjóð- sagnasafn þeirra dr. Sig. Nordal og Þórbergs Þórðarsonar »Gráskinna«. Er það bók sem náð hefir miklum og maklegum vinsældum og orðið víðlesið. Minna kunnugt mun vera annað safn, »Gríma«, sem Þorsteinn einnig gefur út nú. Kemur það í heftum og er bæði stórt og fjöl- breytt. Er þetta í raun og veru safn Odds Björnssonar prentsmiðjustjóra á Akureyri. En Oddur er, sem kunn- ugt er, áhugamaður hinn mesti um öll þjóðleg fræði — og reyndar margt fleira, sem hér ekki skiptir máli. Hefir hann safnað þjóðsögum um meira en hálfan þriðja tug ára, °g gaf fyrir nokkrum árum út eitt bindi af því safni; bjó síra Jónas Jónasson skáld það undir prentun. — »Gríma« er því áframhald þessa safns, en sonur síra Jónasar, Jónas Rafnar læknir býr hana undir prentun. Ýmislegt fleira væri auðvitað hægt að nefna af ýmsu tagi, en hér skal staðar numið að sinni. Eg get búizt við, að sumum muni finnast, að eg sé ef til vill ekki rétti maðurinn til að rita um bókaútgáfu Þorsteins M. Jónssonar, þar sem það er á allra vitorði, að bækur mínar eru meðal þeirra bóka, sem hann hefir gefið út. — Um það atriði má hver og einn hugsa eins og honum bezt líkar. — Eg hefi aðeins viijað benda lesendum blaðsins á, hvílíkt verðmæti þjóðin á í bókaútgáfufyrir- tæki Þorsteins og sömuleiðis hversu mikið hún í raun og veru á slíkum mönnum sem honum og hans líkum að þakka. Rvík 19/l2 1930 Friörik Ásmundsson Brekkan. -----©— íslenzk-sænska félagiS „Svíþjóð" hélt skemmtifund á Hótel Borg þann 12. þ. m. Formaður félagsins Ásg. Ásgeirsson fræðslumálastjóri bauð gestina velkomna og talaði um menningarsambandið milli okkar ís- lendinga og Svía. Sagði hann að eng- ir ungir íslendingar væru jafn ánægðir yfir utanferðum sínum og þeir, sem dvalið hefðu í Svíþjóð, og benti það á, að Svíþjóð, og sænsk menning, myndi sérstaklega vera við vort hæfi og þá um leið til mesta gagns og gleði fyrir þá, sem nytu hennar. Generalkonsúll Holmgren talaði þá. Lét hann ánægju sína í Ijósi yfir því hve marga og góöa vini Svíþjóð ætti hér, óslcaði hann að þau sambönd, sem nú eru milli íslendinga og Svía mættu mikiö efl- ast bæði á andlegu og fjárhagslegu sviði, og vonaði að hið nýstofnaða aðalkonsúlat í Reykjavík gæti unnið að eflingu þessa sambands. Dr. Gunnl. Claessen, próf. Sig. Nordal, dr. Guðm. Finnbogas og Helgi Hjörv- ar héldu hver um sig stutta og snjalla ræðu. Til skemmtunar var aulc ræðanna, að tveir stúdentar sungu Glunta við góðan orðstír. Loks var danz. Skemmtu menn sér hið bezta og kom öllum saman um að mikill sænskur blær hefði verið á samkomunni. — þeir vinir Svíþjóðar eða sænskrar menningar er óska að ganga í félagið geta gefið sig fram við ritara íélagsins, Guðlaug Rosen- kransson Fjölnisvegi 11, sími 1237, Reykjavík. Þetta aukablað, jólablaðið, er átta blaðsíður. Ritstjóri: Gísli Guðmundason, Ásvallagötu 27. Sími 1246. Prwmtanaiðjan. Acta.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.