Tíminn - 30.12.1930, Page 1
©jaíbf eci
og afgrci&sluma&ur Címans er
Hanuueig £>orsteinsí>óttir,
íafjar^ötu 6 a. SeYfjapíf.
^fgteibsía
Círnans er i £asfjargötu 6 a.
0pin öagk§a fl. 9—6
Stmi 2353
XIV. ár.
Reykjavík, 30. desember 1930.
73. blað.
Tveir Morgunblaðspostular
Jón Þorláksson.
L \
Fyrir nokkru skrifaði J. Þ.
grein um það, að eftir almenn- ,
um vöxtum á stuttum lánum í
stórbönkum ytra hefði ríkið átt 'jj
að fá betra lán en það, sem tekið
var hjá Hambro nú í haust. Vitn-
aði Jón mjög í, hve hagstætt lán
hann hafði tekið í Danmörku
1926.
Nú alveg nýverið hefir J. Þ.
bætt við annari grein í Mbl. Vill
hann þar sanna, að í saníbandi
við lántökuna í haust hafi ís-
lenzka stjórnin veðsett landið
meir en M. Guðm. 1921. Mun
þessi skilagrein J. Þ. tekin til at-
hugunar.
Eftir fyrri grein J. Þ. var
nokkrum fyrirspumum beint til
hans hér í blaðinu, og bent á, að
ef hann gæti ekki svarað, væri
það sama og játa vanmátt sixm.
J. Þ. var spurður um gengis-
hækkunina, og afleiðingar henn-
ar, bæði fjárhrunið og hina óverð-
festu pappírskrónu. Hvortveggja
er verk hans og íhaldsins. Hvor-
tveggja er vitaskuld stórskaðjegt
fyrir traust landsins út á við. Þá
var hann spurður hvort sú stað-
reynd, að tolltekjurnar eru sér-
stök trygging fyrir láninu frá
1921, í ofanálag á almenna
ábyrgð þjóðarinnar myndi bæta
traustið. Þögn hans er áfelling
fyrir M. G. Hann er spurður hvað
hann haldi um álit landsins í
sambandi við dóminn um vaxta-
tökuna, sem er skilin erlendis
þannig að eignarrétturinn sé ekki
lengur lögvemdaður á Islandi.
Þögn J. Þ. er enn sama og viður-
kenning þess óvenjulega ástands
sem sá dómur skapar þjóðinni.
Enn er J. Þ. spurður hversvegna
J. Möllei* og Kn. Zimsen fá raun-
verulega nærri 7% tilboð í raf-
magsstöðina á sama tíma og ríkið
tekur sitt lán og hversvegna E.
Claessen fékk alls ekkert lán
handa fasteignafélaginu, þrátt
fyrir ferð um mörg lönd. Vitund-
in um ósigur síns málsstaðar í
þessu máli lokar líka munni J. Þ.
Ekki tekur betra við með mál-
færi Jóns þegar hann er spurður
um hrun Islandsbanka, þessa
óskabams Mbl.-flokksins, eða um
róg Mbl. um traust landsins, sem
að lokum var farinn að bergmála
í „Finanstidende“. Og að lokum er
J. Þ. sjálfsagt tregt um itungu, er
haxm minnist þeirrar velvildar í
Danmörku, er haim rómar svo
mjög í fylgiblaði Mbl. 1926, og
sem hann teiur ástæðu til þess að
stjórn hans fékk þar veðdeildar-
lánið það ár, og svo þegar haxm
hinsvegar veit um þaxm urg og
ótnú á Islandi, sem J. Þ. og klíka
sú, er að honum stendur hefir,
hefir skapað í Danmörku með
stöðugum dylgjum þessaramanna
um að Danh* sitji á svikráðum
við sjálfstæði landsins.
J. Þ. hefir eitt sinn sagt að
„verkin skyldu tala“. Og verk
hans hafa talað móti honum.
Hinu mun hann sennilega síður
hafa tekið eftir, að þögnin getur
líka talað fyrir hann — líka sak-
fellt hann og málstað hans eins
og nú.
J. Þ. telur að hækkun útgjalda
í tíð núverandi stjómar séu for-
dæmanlegt atriði. Honum gleým-
ist að athuga hvað þjóðin hefir
fengið fyrir ' peninga sína. Gott
dæmi eru umbætur á vegum
landsins. J. Þ. sagði á Sveins-
stöðum 1925, að akfært yrði úr
Borgamesi til Akureyrar 1940.
En það varð akfært úr Rvík til
Húsavíkur 1930!
Annars gleymir J. Þ. því, að á
árunum frá 1924—27 hækkuðu
útgjöldin um 3V3 úr miljón, og
að J. Þ. lækkaði sjálfur skatta
á samherjum sínum um IV2 milj-
ón, og að hann skildi við með
tekjuhalla á tveim síðustu árun-
um, alls nærri 2 miljónir króna.
Tekjuhalli þessi var við hlið-
ina á tryggingunni í tolltekjun-
um einn aðalþröskuldur í vegi
lántöku fyrir ríkið núl Og þeir
M. G. og J. Þ. báru þar aðalá-
byrgðina hvor með öðmm.
Það var svo langt frá því að
fjárstjóm J. Þ. væri í góðu lagi,
að hann hafði hækkað útgjöldin,
lækkað tekjurnar, komið á tekju-
halla, skildi við pappírskrónu,
lamaði atvinnuvegina og Lands-
bankann, en drap íslandsbanka
með krónuhækkuninni Það voru
rústir einar í fjánnálum, sem
J. Þ. skildi eftir er hann lét af
stjóm. ‘
n.
Næst er að koma að lántökum
J. Þ., sem hann er svo hreykinn
af. Er þá fyrst að tala um 9
miljóna heimildina til lántöku í
Ameríku, sem J. Þ. barði fram
gegnum þingið. Islandsbanld
hafði ekkert lánstraust og var
að springa m. a. á gengishækk-
uninni. J. Þ. þorði ekki að biðja
um lánsheimild eða ábyrgð
handa islandsbanka. En hann
bað um lánsheimild handa Lands-
bankanum, sem ekki þurfti þess
með og engin lán vildi taka. Sið-
an misnotaði J. Þ. húsbóndavald
fjármálaráðherra yfir þjóðbank-
anum til að láta hann lána Is-
landsbanka þá einu miljón,. er
hann notaði af láninu. Raunveru-
legir vextir af þessu skyndiláni
munu hafa orðið Landsbankanum
a. m. k. 6%. Eftir eitt ár varð
að borga lánið upp og það gerði
þjóðbankinn. En Islandsbanki
gat ekki borgað honum aftur
nema í baugabrotum og skjalda-
skriflum, og mikið af láninu stóð
sem ógoldin skuld í íslandsbanka
þegar bankinn strandaði í fyrra-
vetur.
öll þessi ráðsmenska J. Þ. var
líkust fjármálaaðgerðum léleg-
asta hrossaprangara. Þingið var
blekkt, Landsbankinn misnotað-
ur og svikinn, allt til að fresta
gjaldþroti erlendrar braskstofn-
unar.
' J. Þ. þykist standa föstum
fótum, er hann minnist á veð-
deildarlán þau, er hann tók 1926
og 1927, alls fram undir 8 milj.
króna. Én ótrúlega margir agn-
úar eru á þeirri lántöku.
Fyrst er form hennar. Ef land-
ið hefði notið æskilegs trausts,
og haft iimleysanlega mynt,
myndi veðdeildin hafa tekið
þetta lán sjálf, með tryggingu í
jarðeignum og húsum, sem lánað
var út á. Þannig fara öll lönd að,
sem njóta fullkomins fjármála-
sjálfstæðis. Hér gerði J. Þ.
tvennt rangt. Fyrir gengishrunið
og pappírsmyntina varð hann að
láta ríkið taka lán, sem það átti
ekki að taka. Og til að dylja
þetta eða reyna að gera það,
setti J. Þ. landsreikninginn
skakkt upp og gerði þjóðina að
undri með því að telja ekki þessa
skuld með skuldum ríkisins. Sví-
ar hafa fordæmt þessa aðferð
mjög kröftuglega og ótvíræct
gefið í skyn, að þessi aðferð
væri mjög vítaverð. Margir hér
hafa vitað þetta og fordæmt
þetta, en orðið út á við að halda
sig að landsreikningnum. Nú
bætir fjármálaráðherra úr þessu,
og landsreikningurinn fyrir 1929
verður fyrsta útgáfa af L.R.
hins „frjálsa Islands", sem þolir
gagnrýni þeirra sem vit hafa á.
Næst kom innihald og meðferð
þessara miljóna. Núverandi for-
sætisráðherra rannsakaði meðan
hann var endurskoðandi Lands-
bankans hvert féð fór; 95% af
þessum miljónum fór 1 hús í
kauptúnum og kaupstöðum, 5%
fór í sveitimar. Um helmingur
fjárins mun hafa farið í að festa
verðhækkun gamalla húsaskrokka
í Reykjavík, þannig, að hús,
sem voru byggð fyrir striðið
voru nú metin að nýju, miklu
hærra og lánað út á þau. Að
hinu leytinu fór lánið í ný stein-
hús í kaupstöðunum og sem-
entsverslun J. Þ. blómgaðist
meir en nokkru sinni fyr. Ekkert
skipulag var á nýbyggingum
þessum, ekkert gert til að byggja
góð og ódýr íbúðarhús fyrir
starfanda lýð landsins. Mikið af
fénu fór í „villur“ manna sem
litlu síðar stóðu í óbættum sök-
um við bankana og erlenda lán-
ardrotna, og sem enginn hefir
nú efni á að búa í.
Tæplega var hægt að nota lán-
ið ver, ganga framhjá sveitun-
um; velta því í verðhækkun
gamalla húsa, og láta það að
miklu leyti renna í óhófsbygg-
ingar skaðræðismanna í fjármál-
um. En alt þetta var að skapi J.
Þ. Verzlun með sement og jám
blómgaðist. Iðjulausa stéttin í
landinu dafnaði. Ihaldið græddi á
öllu saman, en dugnaðarmenn og
skilamenn landsins stóðu í á-
byrgð fyrir þessu heimskulega
lánsfargani.
Framkvæmd lánsins var yfir-
leitt hin aumasta af hendi J. Þ.
Hami virðist hafa verið jafn
þreklaus og úrræðalaus eins og
M. G. 1921. J. Þ. virðist ekki
einu sinni hafa getað leitað fyrir
sér í Danmörku. Það liggur fyrir
í grein eftir J. Þ. frá því 1926
í fylgiblaði Mbl. bein yfirlýsing
um að Jón Krabbe hafi útvegað
lánið, og þakkar J. Þ. réttilega
ráðsnilld hans og ekki síður vel-
vild Dana, jafnt stjómmálamanna
sem fjármálamanna,, að lánskjör-
in urðu ekki lakari en raun bar
vitni um, eða tæplega 6%. J. Þ.
virðist hvergi hafa komið nærri
þessum málum. Eina dyggð hans,
samanborið við M. G. 1921, er sú,
að hann hafði hinn prýðilega
mann Jón Krabbe til framkvæmd-
anna, þar sem M. G. beitti fyrir
anna, þar sem M. G. notaði Kúlu-
Andersen og Pál Torfason.
Hr. J. Krabbe tókst með lagi
að fá lán þetta í smápörtum,
stundum V2 miljón, stundum 2
miljónir í einu, hjá vátryggingar
félögum, sem beint eða óbeint
höfðu hagsmuna að gæta á Is-
landi. Útboðsgengið var býsna
lágt, frá 90 til 93 hvert hundrað.
Á þetta lagðist enginn skattur,
eins og 2 %, sem nú þarf að
greiða af föstum lánum til út-
landa, sem tekin eru í Englandi.
Bak við veitingu þessaara smá-
lána, sem hvergi voru auglýst
eða boðin út með kostnaði, eins
og virkileg ríkislán, lá velvild
Dana til íslands og heppileg fram
koma kunnugs manns, þ. e. J.
Krabbe, sem nýtur sérstaklega
mikils trausts allra er hann
þekkja. En slík lán koma vitan-
lega alls ekkert við heimsmark-
aðinum um peninga, allra síst
vöxtum af nokkurra vikna
skyndi innlögum i banka. Allar
skýrslur J. Þ. um vexti af slíkum
innstæðum þá, koma máli þessu
alls ekki við. Sem dæmi þess hve
heimilislega var gengið frá þessu
máli má geta þess, að eftirsótt
heiðursmerki mun hafa bætt kjör
in á verulegum hluta þessa láns
um V2 %. En ekki var það snjall
ræði J. Þ. að þakka frekar en
annað sem betur horfði í þessu
máli. Um hitt geta kunnugir dæmt,
hvort slík smáglaðning getur orð-
ið að gagni við sölu lánsskulda-
bréfa á opnum markaði í heims-
borg.
IH. \
Veðdeildarlán J. Þ. er þess-
vegna sízt honum til sóma. ó-
dugnaður hans við að útvega það,
formið, að láta landið taka það,
og feluleikurinn með það í LR.
vai* hans verk. Sömuleiðis er það,
vitanlegt, að hann beitti áhrifum
3 kúgunarátt til að láta nota fjár
magn þetta jafn gálauslega fyr-
ir sanna þjóðarhagsmuni eins og
raun var á.
En þetta lán, tekið í smáum
einingum hjá tryggingarfélagi,
sem vildi halda í viðskipti sín á Is-
landi, hafði þó einkennilegan eft-
irbát, sem sé lán, sem Jón lét
taka handa sjálfum sér í bygging-
arstofnun í Danmörku, í hús það
er hann reisti hér við Austurvöll.
Út úr braski sínu við dönsk
byggingarfélög, var „sjálfstæðis-
hetjan“ J. Þ. orðin dálítið rugl-
uð um sitefnumörkin. Reykjavík-
urbær hafði endurtiyggt í dönsk-
um félögum. En um þetta leyti
kom í ljós, að bærinn gat fengið
endurtryggt í Þýzkalandi, þannig
að spara mátti bænum í þessum
útgjöldum 60 þús. kr. á ári. En
er um þetta var rætt, umhverfð-
ist Jón með öllu og kunni sér
ekki hóf á fundum í fasteigna-
eigendafélaginu. Þótti honum hin
mesta goðgá, að flytja trygging-
ar frá dönskum til þýzkra félaga,
þótt svo mikill munur væri á til-
boðum, eins og nú er skýit frá.
Talaði Jón svo herfilega af sér
um fjármálagetu Þjóðverja, að
hættulegt var fyrir álit landsins
hjá hinni stærstu af frændþjóð-
um okkar. Er það fullyrt að Jón
hafi og fyllilega með réttu orð-
ið fyrir þeirri alveg einstöku lífs-
reynslu, að vera áminntur um
sannsögli og drengskap í milli-
ríkjaskiftum, af umboðsmanni
þeirrar þjóðar, sem hann hafði
móðgað svo stórlega.
Sem betur fór hirti bæjarstjóm
Reykjavíkur ekkert um rógmælgi
J. Þ. um Þjóðverja, heldur not-
færði sér hin góðu boð þeirra
og sparaði bænum þannig tugi
þúsunda árlega.
Jón hafði nú í smíðum hús það
sem áður er nefnt og sem er svo
ljótt, hvar sem á það er litið, að
einn af flokksbræðrum J. Þ„ —
Valdimar Hersir — hefir ekki
getað orða bundist um smekkleys-
ið og kauðaskapinn, sem skín út
úr hverri línu í veggjum þess eða
þakgluggum. Jóni varð féfátt við
að koma því upp, sem ekki er í
frásögur færanda. Hann gat vita-
skuld tekið lán í veðdeild Lands-
bankans. Og það var ekki
heimskulegra að lána í slíkt hús
heldur en í hallir almennra gjald-
þrotamanna. En Jón vildi það með
engu móti. Hann vildi endilega
taka lán í dönskum krónum til að
geta innbyrt 20% í illa fengnum
gengisgróða, þegar búið væri að
hækka íslenzku krónuna í jafn-
hæð við danska krónu. J.Þ. reyndi
töluvert sjálfur, en fekk engu á-
orkað erlendis, þrátt fyrir bar-
áttu sína við að halda skiptum
við byggingar í óeðlilegum skorð-
um í Danmörku. Loks fekk Jón
annan til að útvega lánið í Dan-
mörku og tókst það eftir langa
mæðu. Nú bíður J. Þ. eftir færi
til að eyðileggja síðustu stofna
íslenzks atviimusjálfstæðis með
nýrri- gengishækkun. En um leið
græðir hann á danska láninu, sem
hann tók handa sjálfum sér, al-
veg eins og veðdeildin 1926 og
’27 varð blessunarrík fyrir sem-
entsverzlun hans.
IV.
Lýsingin af framgöngu J. Þ.
í sambandi við ríkislánin, er saga
um andlega dvergvöxtinn, þrek-
lausan og úrræðasnauðan mann,
sem gerir flest nokkum veginn
allt eins lítilfjörlega og hægt er.
En J. Þ. átti þó eftir eitt skref
niður á við. Það skref hefir hann
stigið nú í sambandi við lántök-
una 1930. J. Þ. hefir í því efni
gert það sem einn fyndinn borg-
ai’i lýsti hnyttilega, er hann sagði
að nú hefði J. Þ. „riðið út í auða
vök“.
J. Þ. sá nýlega í ensku blaði út-
drátt úr upplýsingum sem Ham-
bros Bank lét fylgja útboðinu á
láninu íslenzka frá í haust. Þar
er tekið fram, að ísland sé í á-
byrgð fyrir láninu, eins og lög
gera ráð fyrir, en að engin önn-
ur sérstök trygging sé fyrir því.
Fari hinsvegar svo, að íslending-
ar veðsetji síðar eignir eða tekj-
ur fyrir nýju láni, öðru láni, þá
gildir sú trygging jafnframt fyr-
ir láninu frá 1930.
Út af þessum eðlilegu og óhjá-
kvæmilegu skilyrðum, kemst J.
Þ. að tveim mjög skökkum
niðurstöðum. Fyrst, að hér sé um
samskonar skuldbindingu að ræða
og þá, sem M. G. gaf 1921, og
í öðru lagi að með þessu sé ís-
landi bannað að veðsetja eignir
sínar eða tekjurí Hvorttveggja
er alrangt, eins og nú mun sýnt
verða.
Ábyrgðarskjöl M. G. 1921 0g
E. A. 1930 byrja bæði svo að
segja alveg eins, og þannig byrja
lánsskjöl allra fjárhagslega sjálf-
stæðra landa. I báðum tilfellun-
um lýsir lántakandinn því yfir,
að hið íslenzka ríki sé í ábyrgð
fyrir láninu, bæði að höfuðstól og
vöxtum.