Tíminn - 24.01.1931, Side 4

Tíminn - 24.01.1931, Side 4
14 TlMINN Utan ór heimi. (frh. af 1. síðu). ur, prófessor Cassel, og fleiri hagfræðingar, setja þær óhikað í samhengi. Nú skulum við athuga á hvem hátt skaðabótagreiðslurnar geta valdið yfirstandandi kreppu. Þjóðverjar eiga að greiða skaða- bæturnar með gulli, og verða þeir því að kappkosta að selja til þeirra landa, sem geta greitt með gulli. Þjóðverjar verða að fram- leiða ódýrt, svo að þeir geti selt ódýrt, til þess að selja mikið. Hinar ódýru þýzku vörur er öðrum þjóðum auðvitað illa við, þeim, sem framleiða samskonai' vörur. Þær þjóðir verja sig með því að leggja háan toll á vörum- ar til þess að vemda sína eigin framleiðslu. Þetta, að Þjóðverjar verða að flytja svo mikið fé úr landi gerir þeim mjög erfitt, það veldur vitanlega fjárskorti, þeir geta ekki fengið nægilegt fé, sem þarf til viðhalds, bóta eða aukningar á framleiðslutækjun- um og féð verður dýrt. Þá valda tollarnir ekki minni erfiðleikum. Frakkland og Banda- ríkín, þau lönd, sem Þjóðverjar eiga að borga mest af skaðabót- unum til, hafa mjög háa tolla og útiloka <þar með að miklu leyti þýzkar vörur. Þjóðverjar eru þar með útilokaðir frá að geta borg- að skaðabæturnar með vörum, sem hefði verið hægast fyrir þá, en verða í stað þess að borga þær með gulli. Þetta hefir í för með sér, að gullið frá þeim lönd- um, sem Þjóðverjar selja til, sendist til Frakklands eða Banda- ríkjanna. T. d. greiðsla fyrir vör- ur, sem Þjóðverjar selja til Brazilíu, Danmerkur eða Nor- egs, sendist í gulli til Frakk- lands. Gullið safnast til þessara landa, enda hefir þjóðbanki Frakka nú meira gull í vörzlum sínum en nokkuru sinni fyr, eða rúml. 53 miljarða gullfranka. Hver áhrif hefir nú þessi gull- söfnun í einstökum löndum á vöruverðið? Það verður auðvitað gullskortur í öðrum löndum, gullið hækkar í verði, sem þýðir lægra vöruverð. Meðan þessir háu tollar haldast og gullstraum- urinn heldur áfram í sömu átt og hingað til, hiýtur jafnvægið að raskast meir og meir, vöru- verðið lækkar, framleiðslan verð- ur öll erfiðari og kreppan helzt eða eykst. Verðfallið hefir, eftir útreikningi manna, sem sérstak- lega hafa rannsakað þetta raun- verulega valdið 15% hækkun un á skaðabótunum sem Þjóð- verjar eiga að greiða eftir Youngsamningunum. Það er ekki ólíklegt að þeir þurfi einu sinni ennþá að semja um skaðabóta- gréiðslurnar. Gullstraumurinn til Bandaríkjanna og annara af bandaþjóðunum veldur því, að mikið fé safnast fyrir í bönkum. Bankamir lækka forvextina mjög mikið, en þrátt fyrir það er eft- irspumin eftir peningum lítil. Þeir sem eiga fé í bönkunum láta það vera þar og bíða eftír að lækkunin komizt á lágmarkið, til þess að geta þá haft það handbært til kaupa á hlutabréf- um og öðram verðbréfum, til þess að hafa eignarrétt á þeim þegar hækkunin kemur aftur. Þeir sem þurfa að taka lán til framleiðslufyrirtækj a, bíða þang- að til þeir hafa von um að vöru- tegund sú, er þeir hugsa sér að framleiða, hætti að falla í verði eða fari að hækka. Þannig kemst framkvæmdalífið í kleminu og kreppan helzt eða eykst. Það, sem vafalaust að ein- liverju leyti gæti vegið á móti þessu, væri að lönd þau sem yf- irfljótaniegt fé hafa, lánuðu þeim sem fjárþurfi eru með sæmilegum kjörum. En þeir, sem fé eiga, vilja ógjama lána fé sitt til óvissra fyrirtækja, sem mörg fyrirtæki eðhlega eru, þeg- ar íramleiðsluvörur þeirra hríð- íalia í verði, og það gerir lánar- drottnana tortryggna. Þess vegna eru stór lán tekin til langs tíma, tiltölulega dýr og erfitt að fá þau, þótt stutt lán séu ódýr. Ef fjármálastefna sú, sem nú er, breytist ekki, getur orðið langt að bíða, að nokkuð hægist um. Guðlaugur Kósenkranzson. Ritstjóri: Gísli Guðmundsson. Ásvallagötu 27. Sími 1245. Prentsmiðjan Acta. FerQamenn, sem koma til Reykjavíkur, geta fengið ódýrasta gistingu á Hverf- isgötu 82. Hestur i óskilum. Hjá hreppstjóra Kolbeinsstaða- hrepps er í óskilum rauðstjörnótt- ur hestur 6—7 vetra gamall með mikið fax. Mark: Stýft hálft af af aftan hægra og biti aftan vinstra. Réttur eigandi vitji hests þessa sem allra fyrst og greiði áfallinn kostnað. Næsta símstöð: Haukatunga. Sjálfs er hðndin hollust Kaupið innlenda framleiðslu, þegar hún er jafngóð erlendri og ekki dýrari. framleiðir: Kristalsápu, grænsápu, stanga- sápu, handsápu, raksápu, þvotta- efni (Hreins hvítt), kerti alls- konar, skósvertu, skógulu, leður- feiti, gólfáburð, vagnáburð, fægi- lög og kreólínsbaðlyf. Kaupið H R EIN S vðrur. Þær eru löngu þjóðkunnar og fáat í flestum verzlunum landaina. H. í. Hreinn Skúlagötu. Reykjavík. Sími 1825. i verksm., sem þá þyrfti varla að stanza allt árið. Nyrðri verksmiðjan. Fyrir norðan Gerpi hefir verið talað um tvo staði, þar sem síldai*- bræðslan ætti að standa: Norð,- fjörð og Seyðisfjörð. Báðir þess- ir firðir liggja jafnvel við haf- síldarveiðum. En Seyðisfjörður hefir ýmsa þá kosti fram yfir hinn og mun þyi verksmiðjan sennilega verða sett þar. Seyðis- fjarðarverksmiðjan þarf að vera stór, miðuð við að geta tekið við hafsíldarafla Austfirðinga og einnig annara landsmanna, sem myndu sjá sér hag í að selja )>ar afla sinn. Austfirðingar eiga nú fá skip til hafveiða, en þeim, og sérstaklega Seyðfirðingum, virðist nauðsynlegt að eignast þau. Verksmiðjan myndi lyfta undir stækkun skipastólsins, veita þeim móguleika til að eignast stærri skip. Þangað til, eða þegar Austfirð- ingar sjálfir ekki gætu veitt verk- smiðjunni nægilegt verkefni, yrði að fá þangað veiði annara lands- manna. 1 næstu köflum verða leiddar líkur að því að það muni vera hægt. Síldarsvæðið. Síðan byrjað var að veiða í snyrpinót hefir reynsl- an sýnt, að snyrpinótasvæðið á hafinu nær frá ísafjarðardjúpi og austur á Bakkaflóa, sum árin á öllu þessu svæði, önnur ýyiist miðsvæðis eða austan og vestan. Nálægt miðju þessa svæðis liggja Siglufjörður og Eyjafjörður og eru á þeim aðalsíldarverum flest- ar síldarverksmiðjur, eins og vera ber. Þar era 5 verksmiðjur stór- ar og mættu sennilega vera fleiri. Á vestuienda síldarmiðanna er bræðslustöðin Hesteyri ein stærsta stöð landsins og fyrir vestan alla síld er Önundarfj. Þar er ein allstór síldarverksmiðja. Á austurhelmingi síldarsvæðisins er aftur á móti engin síldarbræðsla, nema ef telja skyldi bræðsluna á Raufarhöfn, sem er eign Norð- manna og svo afkastalítil, að hún má teljast þýðingarlaus fyrir ís- lenzka veiðiflotann. Öruggustu síldanniðin eru álit- in Húnaflói, Siglufjarðarmiðin og við Langanes. Af Húnaflóa hefir þó farið meira orð á seinni árum en það kann að stafa af því, að þangað er styttra að sækja frá Vestfjörðum og Siglufirði en til Langaness. Langanesmiðin hafa verið minna notuð sökum fjar- lægðar frá verkunarstöðvunum. Þó hefir komið fyrir að síldar- laust hefir verið allsstaðar nema við Langanes svo jafnvel skip frá Önundarfirði hafa orðið að sækja síld austur á Bakkafjarðarflóa. Ég held að það megi leggja að jöfnu síldarsæld Húnaflóa og Langanesmiða. Það liggur í augum uppi, að það væri stórhagur síldveiði- flotanum, að öflug bræðsla yrði reist á austurhluta síldarsvæðis- ins og væri sjálfsagt búið að því fyiir löngu síðan, ef ekki hamlaði hafnleysi. Á öllu bilinu frá Eyja- firði til Seyðisfjarðar, er engin örugg höfn nema Raufarhöfn. Sú höfn liggur ágætlega við síld- veiðum, en er svo lítil, grunn, og innsiglinguna tekur af í stórbrim- um, svo þar er ekki von á að stór fyrirtæki verði sett niður fyrst um sinn. En verksmiðju á Seyðis- firði myndi verða til mikils hag- ræðis fyrir veiðiflotann, eins og sjást mun á þessum samanburði: Vegalengdir á miðin. Til þess að finna vegalengd frá Vest- fjarðaverksmiðjunum, á Húna- flóamiðin tek ég meðalfjarlægð þaðan til þriggja hafna við fló- ann: Reykjafjarðar, Blönduóss og og Skagastrandar.. Ætla ég það nærri lagi, og er þá meðalvega- lengdin rúmar 100 sjóm. Þama eru miðin, þar sem Vestfirðingar fá mest af sinni síld, en lengst hafa þeir sótt hana austur á Bakkafj.flóa, en þangað eru um 270 sjóm. Frá Siglufirði á þessi sömu Húnaflóamið eru 66 sjóm., en frá Siglufirði til Langaness eru 114 sjóm. Frá Siglufirði til Bakkafjarðar 147 sjóm. Frá Ak- ureyri (Krossanes) á Húnaflóa- mið eru um 100 sjóm., en austur um til Bakkafjarðar 164 sjóm. Frá Seyðisfirði til Langaness eru 79 sjóm. Þaðan er þá V3 styttra á Langanesmiðin en frá Siglu- firði, sem annars er næstur. Mun- ar um minni spotta, þegar menn eru að flýta sér. Til þess að sækja jafnlangt og Siglfirðingar lengst, mættu Seyð- firðingar fara vestur á Axar- fjörð. Til jafns við Krossanes- menn vestur undir Flatey á Skjálfanda. En til að jafnast við lengstu sókn Vestfirðinga gætu þeir sótt vestur um allan Húna- flóa. Sést á þessum samanburði, að Seyðisfjörður liggur allvel við síldveiðum. Ef síldarverksmiðja yrði reist þar, er líklegt að Langanesmiðin verði stunduð frekar en áður og að þau skip, ..■ —---— ...... ......-.......- - ■ - - ■ - Landspítalinn Daggjöld sjúklinga eru fyrst um sinn ákveðin kr. 6.00 á sambýlisstofum og kr. 12.00 á einbýlisstofum fyrir fullorðna, en kr. 4.00 fyrir börn yngri en 12 ára. í daggjaldinu er ailur kostnaður sjúklinga innifalinn, nema aukavökunætur og varanlegar umbúðir. Sjúklingar með lungnaberkla verða ekki teknir nema um Btuttan tíma til sérstakra aðgerða. Konur, sem vilja fæða á spítalanum, eru beðnar að koma til skoðunar, 4—í> vikum undan fæðingu, á miðvikudögum kl. 4—5 e. h. — Á fæðingardeildinni er sama daggjald og að ofan greínir og sömu skilyrði. Sjúklingar eru að eins teknir eftir læknistilvísun, sem sendist skrifstofu spítalans, nema um slys sé að ræða. Fyrirfrámgreiðsla fyrir 3 vikur og ábyrgð, sem spítalinn tekur gilda, fyrir hverjum sjúkling. Heimsóknartími til sjúklinga er kl. 2 til 3 e. h. virka daga, en kl. 1 til 3 e. h. á helgidögum. Reykjavík, 12. janúar 1931. Stjórn spítalans Jörðin Innri-Skeljabrekka i Borgaríirði fæst til kaups og ábúðar í næstkomandi fardögum (1931), með öllum gögnum og gæðum. Allar upplýsingar þessu viðvíkjandi gefur Sparisjóður Mýrasýslu og eigandi jarðarinnar (Andrés Bjömsson). . Skeljabrekku 6. janúar 1931. ANDRÉS BJÖRNSSON. SMARfl SIUBRLÍKÍ IKa.Tj.pfélagsstj órajr I Munið eftir því að haldbest og smjörílíkast er „Smára“ - smjörlíkí Sendið því pantanir yðar til: H.f. Smjörlikiséerðin, Reykjavík. sem fengju afla við Langanes kysu frekar að fara stytztu og jafnframt, venjulega öraggustu leiðina, til Seyðisfjarðar. Niðurlag. Ég hefi hér að fram- an leitast við að lýsa síldveiðum Austfjarða, þörf Austfirðinga á síldarverksmiðju og áfstöðu þeirra til þess máls. Þykist ég hafa skýrt rétt frá og gert mér far um að vera hlutlaus. En til þess að ekkert sé undandregið, er rétt að minnast á helztu og að því er mér virðist einu frambæri- legu mótbáru andstæðinga bræðsluverksmiðju á Austurlandi, en það er: Hin stopula síldveiði Austfjarða, eins og þeir segja. Þessari mótbáru á ekki að þurfa að svara vegna verksmiðju á Seyðisfirði, sem verður byggð á hafveiðum, að miklu leyti á sömu miðum og aðrir landsmenn nota árlega. Hinu þýðir ekki að neita, að fjarðaveiðin getur orðið stopul. En því má ekki gleyma að á Austfjörðum var langt árabil — lengra en ennþá er vissa um í öðrum landshlutum — með upp- gripaveiði. Og að nú um nokkur ár hafa verið mikil síldarár þar. Góðærin hafa verið miklu fleiri en síldarleysisárin. Það er ekki verið að tala um að reisa miljónafyrirtæki fyrir 1 jarðaveiðina, heldur verksmiðju, sem myndi kosta innan við 100 þús. kr. og sem e. t. v. gæti starf- að mikinn hluta ársins þó eng- in síld veiddist. Þessi verksmiðja ætti að þola síldarleysisár með litlu tapi, en bera sig vel í síldar- árum. 1 góðærum myndi hún borga viðskiptamönnum sínum hundruð þúsunda fyrir vöru og vinnu, og auk þess styðja síldar- söltun, svo það gæti orðið fyrir- myndaratvinnuvegur í stað þess að vera til skapraunar eins og komið hefir fyrir. Austfrðingar myndu vera bún- ir að koma upp verksmiðjunum, ef ekki vantaði fjármagn. Það þarf enginn að leggja þeim út á verra veg. Fyrsta og eina verksmiðjan á öllu landinu, sem Islendingar hafa byggt sjálfir, er hin nýja síldar- verksmiðja ríkisins á Siglufirði. Menn voru sammála um það í mörg ár að nauðsynlegt væri að fjölga bræðslum á Norðurlandi, vegna alls íslenzka síldveiðiflot- ans, samt virtist ókleift að koma verksmiðjunni upp, þar til það var gert fyrir ríkisfé eingöngu. Þó íslendingar eigi fleiri verk- smðjur, þá vora það útlendingar, sem tóku stærsta takið, þeir byggðu þær. Það er vafalítið, að hægt myndi að fá útlendinga til að byggja síldarbræðslur á Austfjörðum, með því að láta þeim í hendur ýms fríðindi, sem þeir þættust þurfa í sambandi við það. Það er ólíklegt, að það ráð verði upp tekið. En verður hægt að verja það að láta ónotuð héreftii* eins og hingað. til, þau auðæfi af síld, sem árlega væri hægt að ausa upp úr sjónum við Austurland? Austfirðingar hafa ekki sjálfir bolmagn til að koma síldariðnaði í\ fót. Þeir þurfa að fá hjálp til þess: Annaðhvort útlenda eða þá íslenzka ríkisins. Magnús Vagnsson.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.