Tíminn - 31.01.1931, Page 1

Tíminn - 31.01.1931, Page 1
(?>jaíbferi og afgrci53lumaí>ur íímans cr Kannueig f>orsteins6óttir, €a:fjargöíii 6 a. KeyfjaDÍf. ^fgteifcsía Cinians er í Cacfjargötu 6 a. (Ðpin öaglega fl. 9—6 5ími 2353 XV. árg. Undanfarið hefir verið ár- gæzka í landinu. Náttúran hefir verið örlát við böm landsins. Og þjóðin hefir lagt fram krafta sína. Aldrei frá byrjun byggðar íslands hafa verið eins stórstíg- ar umbætur á Islandi eins og hin síðustu ár. Gjöfum náttúrunnar hefir verið varið til að bæta lífs- skilyrðin í landinu, til að búa í haginn fyrir lífsbaráttu ókom- inna ára. Enn er árgæzka í landinu. 1 nánd við höfuðstaðinn er frostíð ekki nema liðlega fet niður í jörðu, því að veðrin hafa verið mild. Og hvar sem veiðiskip leita fiskjar við landið sunnan og vestanvert, er fisk að fá. Nátt- úran er því að láta þjóðinni í té gjafir sínar. En mennirnir virðast tæplega tilbúnir að nota þessar gjafir. Línuskipin eru öll ófarin til veiða, og mikill fjöldi annara báta og skipa liggja enn við landfestar eða uppi á þurru landi og auka ekki framleiðsl- una. Þó er fjöldi manna í landi sem þráir það eitt að vinna, að fá að vinna eins og á undan- gengnum athafnaárum. Það er eins og loku hafi ver- ið skotið fyrir leið sem áður var opin. Einhver ósýnileg hönd er að leggjast yfir athafnalífið, hönd, sem lamar. Hver er þessi ósýnilega hönd? Það er dýrtíðin í Reykjavík. Reykjavík er að setja sjálfa sig í hættu og landið allt um leið. Ef til vill sannar ekkert eitt dæmi betur hvílík hætta er hér á ferðum, heldur en það sem Her- mann Jónasson lögreglustjóri minnti á í ræðu í bæjarstjóm- inni. Sú ræða var síðar prentuð hér í blaðinu. Lögreglustjóri seg- ir að verkamaður í Reykjavík, sem hefir fasta atvinnu árið um kring, með hinu umtalaða háa kaupi, geti orðið sveitarlimur í bænum, ef hann á nokkur böm. Dýrtíðin er máttugri en háa dag- kaupið. Það mun láta nærri að þjóðin fái þriðjungi minna árið 1930 fyrir útflutningsvörur sínar, heldur en undanfarin ár. Helztu framleiðsluvörur Islands hafa stórfallið, og eru meir og minna óseljanlegar, jafnvel ekki fyrir hálfvirði. Náttúrlega vona menn að kreppunni létti áður en langt um líður. En menn vita ekki hve fljótt það verður, og að hve miklu leyti varanleg verðlækk- un hefir átt sér stað í heimin- um. En svo mikið er víst, að hver sú þjóð, sem framleiðir með tiltölulega litlum kostnaði verður sigursæl í kapphlaupinu um heimsmarkaðinn, eins og hann er nú. En hér á landi er framleiðslu- kostnaðurinn tiltölulega hár, einkum í Reykjavík. Og í ágöll- um fjármálalífsins í höfuðstaðn- um liggur orsök þeirra erfið- leika, sem nú kreppa að atvinnu- lífi landsins. Reykjavík hefir með nokkrum hætti risið undir dýrtíð sinni á undanfömum árum, af því að sjórinn hefir gefið uppgripaafla, af því að verð á afurðum lands- |ns hefir verið fremur hátt, og Reykjavfk, 31. janúar 1981. 6. blaS. að síðustu en ekki sízt af því, að bankamir hafa tapað á sumum viðskiftamönnum sínum að minnsta kosti eitthvað yfir 30 miljónum króna. Dýrtíðin hefir sogið blóð þjóðlíkamans — veltu- fé bankanna — eins og óvættur sem lamar eða deyðir dýr, er það hefir milli klónna. En nú eru ástæðumar breytt- ar. Að líkindum getur aflinn enn verið mikill. En verðið er stór- fallið, eins og allir vita. Og bank- amir hafa ekki fé til að lána í atvinnurekstur sem ekki skilar fé sínu aftur. Og þó að bankamir hefðu mikið fé milli handa, væii það glæfrapólitík, að láta það verða að óarðgæfum eyðslueyri, eins og því miður hefir of mik- ið verið gert að á undanfömum árum. Það er ekki nema ein leið út úr þessum ógöngum. Það þarf að minnka dýrtíðina í Reykja- vík. Höfuðstaður Islands þarf að verða ódýr bær. Þá getur hann orðið stór bær og gagn- legui' þjóðarheildinni. Hvað er of dýrt í Reykjavík? Bókstaflega allt. Lóðir undir hús, húsin sjálf, sandur og möl til bygginga, vinna verkamanna, iðnaðarmanna og ekki sízt svo- kallaðra „kuimáttumanna“. Búðir bæjarins em sennilega 10 sinn- um fleiri en þær þyrftu að vera. Og innlend vara er sízt betri. Fiskurinn er oft margfalt dýr- ari hér á hafnarbakkanum, held- ur en sem svarar söluverði er- lendis. Og mjólkin, sem Reykvík- ingar kaupa, er í útsölu hér í búðum um það bil þrefalt dýrari heldur en bændur fá fyrir hana í sumum nágrannalöndunum. Ekki batnar þegar komið er að fjármálum höfuðstaðarins. Bærinn er í miklum skuldum. Otistandandi opinber gjöld munu vera yfir ein miljón. Út úr vandræðum safnar bærinn undir stjóm íhaldsmeirihluta, sem ráð- ið hefir bænum frá ómuna tíð, lausaskuldum eftir því sem hann bezt getur. Og þennan bæ vantar þó enn flest af því, sem höfuðborg á að hafa. Bærinn á ekkert ráðhús, ekkert þak yfir höfuðið á starfs- mönnum sínum. Bærinn á ekkert hús til að geyma í menn, sem hneyksla eða valda uppþotum á götunum. Bærinn á ekkert sjúki’ahús. Bærinn á ekki þak yfir sitt litla bókasafn. Bærinn á ekki baðhús, sem sé boðlegt myndarlegum smábæ. Eina hús- ið, sem bærinn á og hefir byggt varanlega er hálfsmíðaður barna- skóli. Þegar spurt er um orsakir dýr- tíðarinnar í Reykjavík, þá er ekki hægt að benda á nema fátt með varanlegu gildi, sem borgar- amir hafi lagt í sína þungu skatta. Niðurstaðan er alstaðar hin sama. Reykjávík hefir verið illa stjómað inn á við 0g út á við. Bæinn vantar enn fjölda mörg hin sj álf sögðustu menningar- tæki. Dýrtíðin gleypir allt í botn- lausa hít: Skatta bæjarins, gull hafsins, og auð landsveitanna, sem streymir hingað óaflátan- lega með hinum sívaxanda inn- flutniogi. Og í ofanálag á allt annað, hafa eyðsluklær bæjarins sóað vei’ulega miklum hluta af þeim 30 miljónum, sem bank- arnir hafa misst út í sandinn. Nábúaflokkar Framsóknar, í- haldið og socialistamir, hafa ekki borið mikla giftu til að bjarga höfuðstaðnum. Ihaldið hefir sukkað mestu, bæði í niargskonar óhófseyðslu, og í fjárbralli. Það hefir búið til dýr- tíðina. Síðan hafa verkameim sætt lagi að hækka kaupið, en þó jafnan verið jafn fátækir. Dýrtíðin hefir gleypt allar þeirra dýrkeyptu kauphækkanir. Þrátt fyrir það, að Reykjavík er á góð- um vegi með að flæma héðan burtu alla ummyndun á fram- leiðsluvörum landsins, eins og Jón Ámason hefir nýlega bent á hér í blaðinu, þá er verkamanna- stéttin illa stödd, jafnvel þegar hún hefir atvinnu. Frá sjónarmiði okkar Fram- sóknarmanna verður það höfuð- verk næstu ára, að þrýsta niður dýrtíðinni í landinu, en einkum þó í Reykjavík, til þess að koma fjármálum framleiðendanna á grundvöll, sem ekki bilar, þótt byggt sé á til frambúðar. Hér skal drepið á nokkra liði í baráttunni við dýitíðina í Reyk- javík. Fyrsta og stærsta atriðið er húsaleiguokrið. Ef vel ætti að vera, þyrfti Alþingi að semja lög um húsaleigu í Reykjavík og ef til vill í fleiri kaupstöðum. Leig- an ætti að vera metin þannig, að hún væri hófleg peningarenta af því sem gömul hús kosta, eins og þau em nú, og af nýjum húsum eins og þau kosta nú, ef byggt er með skynsamlegum vinnuað- ferðum. í öðru lagi ættu nýbyggingar hér að gerast með nýju föstu skipulagi. Lögin um verkamanna- bústaði eru þar spor í rétta átt og standa til bóta. Ef hús eru byggð samföst gafl við gafl, og mörg með sömu gerð, þá verður hver íbúð langtum ódýrari en nú. Báðum þessum þáttum máls- ins ætti að mega þoka áfram nú í vetur. Lóðir í bænum eru óhæfilega og ósanngjamlega dýrar. Mætti þrýsta verði þeirra niður til gagns fyrir þjóðfélagið með verðhækkunarskatti á lóðum, sem komnar væru í óeðlilegt verð. Byggingarmálum bæjarins er næsta fávíslega fyrir komið á þann hátt að möl og sandur er flutt að í smávögnum, oft langar leiðir og engri hagsýni við kom- ið fi’á hálfu bæjarstjómar. Þeg- ar Landsspítalinn var reistur tókst að spara yfir 20 þús. kr. með því að flytja innlenda bygg- ingarefnið með jámbraut. En umbót í þessu efni er bæj- armál Reykjavíkur og mim lítils þar að vænta af íhaldsmeirihlut- anum. Mjólk og fiskur er að jafnaði selt óeðlilega dýrt í Rvík. Eðli- legast myndi að reyna að þoka því máli í rétt horf með nokkurs- konar pöntunarsamtökum. Bænd- ur austanfjalls koma þegar toezt lætur Vs hluta af mjólk þeirri, er þeir flytja til smjörbúanna, í háa verðið í Reykjavík. Úr allri hinni mjólkinni verður að vixma osta, smjör og skyr. En í Reyk- javík Ifefir reynst í sumum bekkjum barnaskólans, að þriðj- ungur barnanna fær alls enga mjólk, ,af því mamma getur ekki keypt hana“, eins og toömih Utan úr heimi, (Útvarpserindi flutt 28. jan. 1931). Indlandsmálin og Indlandsráðstefnan. í dág kemur fregnin um að Mahatma Gandhi sé látinn laus úr fangeslinu í Poona og sé þegar kominn til Bombay. Samtímis því kemur manni ósjálfrátt í hug, að Indlandsráðstefnan er búin að sitja á rökstólum undanfama mánuði, og lauk störfum sínum þ. 20. þ. m. Á milli þessara tveggja atburða er innra sam- hengi. Þeir minna á voldug menn- ingarleg og stjómmálaleg átök, svo sterk, að það hefir brakað í sjáflum samskeytum hins brezka heimsveldis, þótt lítt hafi ómað hingað sakir fjarlægðar. Hvað er það, sem hefir verið að gerast í Indlandi. Það er tilraun einstakra stjómmálamanna og miljóna af einstaklingum til þess að finna stjómarháttu, sem hæft gæti 320 miljónum maxrna. Það er nálega V5 hluti mannkyns. Og þessir mexm búa á svæði, sem er jafnstórt Evrópu allri að undan- teknu Rússlandi, svæði, sem er 20 sinnum stærra en England. Þeir tala 147 mismunandi tungu- mál, sem em svo ólík innbyrðis, en engin tiltök em að skilja hvern annan. Þeir játa jafn mörg trúarbrögð, sem tungumar em, og er á milli sumra þeirra stað- festur nálega ósættandi fjand- skapur. Og þar á ofan skiptist þjóðin í óteljandi stéttir, sem ekkert samneyti mega hafa sam- an, og er stéttarflutningur bann- aður að lögum guðs og manna. Auk þess em í landinu 50 milj. stéttaleysingja, sem því nær virð- ist ógjömingm- að veita nokkur mannleg réttindi, án þess að öðr- um stéttum þyki hagsmunum sín- um, þjóðfélagsaðstöðu og trúar- brögðum misboðið. Og loks eru stór svæði þessa geypilega lands frjáls að nafninu til og njóta ýmissa sérréttinda, en önnur íuta Bretum að öllu. Sjálfstæðu ríkj- unum stjórna konungar eða aðal- bomir menn. Em þeir sjálfráðir í innanlandsmálum, en hafa sér við hönd stjómmálafulltrúa skip- aða af Bretastjóm, og mega þeir ekkeii; láta utanríkismál til sín taka nema með þeirra samþykki. Eru því einatt viðsjár miklar með þeim og stjóminni, og eins milli þeirra 0g hinna albrezku landa. Austurindía félagið brezka hafði náð yfirráðum yfir þessum landsvæðum og ríkti þar með fullkomnu hervaldi þangað til 1857. Þá braust út ógurleg her- mannauppreisn á Indlandi, sem var kæfð í blóði. Félagið varð að fá liðstyrk hjá brezka ríkinu, en jafnframt að afsala sér landinu. Gaf þá Viktoría drottning út til- kynningu um að landið tilheyrði Bretaveldi 1858, setti reglur um valdsvið konunganna, en albresk- um löndum skyldi stjómað af landstjóra með konungsnafnbót. Á þessum fyrirmælum hvíla stjórnarhættir Indlands enn þann dag í dag. En það hefir aldrei verið full- kominn friður í landinu, og þrátt fyrir loforð þau um lögreglu- vemd, réttaröryggi, viðreisn at- vinnuveganna, og jafnrétti inn- borinna manna til opinberra starfa, sem upprunalega stóðu í tilkynningu drottningarinnar 1858 og síðan hafa verið endurtekin og aukin í ýmsum yfirlýsingum þings og stjómar, þá hefir óánægjan farið sívaxandi í land- inu. Þjóðemistilfinningin vaknar og styrkist smám saman. 1 henni eignast þessar stéttskiptu þjóðir sameiginlegt andlegt verðmæti, sem hafði í sér fólginn möguleika til að brúa djúpin. Blóðugar upp- reisnir gjósa upp hvað eftir ann- að, en eru jafnharðan bældar nið- ur með vopnum og loforðum. StjómmálareglaEnglendinga virð- ist um skeið hafa verið sú, að gera allvel til hinna svokölluðu konunga, sýna þeim ýms virðing- armerki, sem þeir gengust upp við, t. d. fyrirmæli um að þeim skuli heilsa með svo og svo mörgum fallbyssuskotum, láta þá halda sem stærstum landsvæðum og stjóma þar með æfagamalli austrænni einveldisvenju. Hins- vegar mur svo almemit hafa ver- ið litið á aii ýmsislegt þjóðskað- legt í venjum og trúarbrögðum væri svo rótgróið, að ekki yrði við hróflað, t. d. hjónabönd bama og trúarbragða fjandskapurinn. Það, sem einkennir þessa stjóm- arstefnu er það, að hvergi bólar á neinu, sem stutt gæti þjóðlega einingu. Valdasvið hvers konungs var samningsatriði við hann ein- an og ráðgefandi mót fyrir al- biæzku löndin, sem komið hafði vei’ið á, höfðu í raun réttri sára lítið áhi*ifavald. Var þá svo komið rétt fyrir aldamótin, að þáver- andi landstjóri, Curson lávarður, tók að krefjast umbóta í þessu efni. Sama gerði eftinnaður hans, Minto lávarður. Mönnum var bætt í ráð landstjórans, og umbætur voru gerðar á ýmsum lögum. Loks kom lagabálkur mikill frá brezka þinginu 1909 (India Counsils Act) um sjálfstjóm Indlands, þar sem ákveðið var að stofna til þjóðþings á Indlandi. Sætti þetta hugi manna í bili, enda varð þá góðæri hin næstu ár og hagur almennt betri en verið hafði. Eru það þessar ráð- stafanir í sambandi við hagstætt árferði, sem því ollu meðal ann- ars hve vel indverskir konungar og þjóðin í heild brást við því að styðja Breta í ófriðnum mikla. Á síðustu 5 mánuðum ófriðarins létu 200.000 hermenn skrá sig í her bandamanna, og ríkisskuldir Indlands jukust um 153 milj. £ vegna tilkostnaðar við ófriðinn. Sjálfstraust Indverja óx við þátt- tökuna í stríðinu og þegar að því loknu hófu þeir kröfur um stjóm- arbætur, samkvæmt hátíðlegum loforðum stjómarinnar að vel yrði launuð dyggileg framganga og þungar fómir. Framh. á 4. síðu. segja sjálf. Einhvemtíma kemur að því, að bændur á Suðurlág- lendinu vilja heldur koma allri sinni mjólk út, með nokkru lægra verði en nú þekkist, til neyzlu í Reykjavík og Hafnar- firði, heldur en að verða að gera smjör 09 osta úr mjólk súmto með þeim erfiða og takmarkaða markaði, sem þar er um að ræða. Um fiskverðið er hið sama að segja og mjólkina, að hér er um algerlega óeðlilegt verðlag að ræða, og verður við annað tæki- færi vikið nánar að þessum hlið- um málsins.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.