Tíminn - 31.01.1931, Blaðsíða 4

Tíminn - 31.01.1931, Blaðsíða 4
20 TlMINN Utan úr heími. (Frh. s£ 1. síðu). Lítið varð þó um efndir fyr3t í stað, og stóð þetta í þófi árin 1917—1919. Þá voru samþykkt í brezka þinginu lög þau um stjómarháttu Indlands, er ná gilda. Eru þau köUuð tvístjómar- lögin. I stærri ríkjunum var svo kveðið á að innlendir ráðherrar hefðu með höndum uppeldis- og heilbrigðismál og innanlands féstjóra, og væri þeir ábyrgir gagnvart löggjafarsamkomu síns landshluta. Til löggjafarsamkom- anna skal kjósa eftir ákaflega tak- mörkuðum kosningarétti (3%) og er þó mikill hluti kjósenda ólæs. Örmur stjórnarstörf skyldu unnin af ráðherrum, sem hefðu umboð sitt beint frá hinni brezku stjóm. Þjóðþing skyldi einnig vera og eiga þar sæti 140 full- trúar. 105 eru kosnir í geysi- stórum kjördæmum. En ekkert af þessum ráðstöf- unum hefir reynst þess megnugt að lægja ólguna í Indlandi. Ein- mitt eftir að þessi lög náðu gildi, hafa orðið blóðugar uppreisnir; tilslakanir á fyma stjómarfari og aukin íhlutun þjóðarinnar sýndi einmitt betur en áður hvílík geisi orka byltist um í óskum og kröfum þessara manna. Samvinna Breta og indversku þjóðarinnar var grundvallarhugsun sú, er lög- in byggjast á. Samvinnuleysið verður nú heróp eins af áhrifa- ríkustu mönnum í stjómmálum indiands, klathatma Gandhi. Þessi hugsjón að þybbast ofstopalaust við Englendinga, vald þeirra, lög og stoínanir greip geisilega um sig á næstu árum, og kom þá jaínframt til mannskæðra bar- daga á ýmsum stöðum. Gandhi virtist þá um skeið verða nokkuð ágengt í því að koma sáttum á með Muhameðsmöxmum og Hindúum. En starf hans í þvi elm beið mikinn hnekki vegna þess aó ofsaíengnii- menn meðal fylgjenda hans fengu ekki kom- izt hjá blóðsútheilingum. Var Gandhi fyrir þær sakir tekinn fastur 10. marz 1922, dreginn fyrir dómstói og borinn sökum um það að stofna tii óeirða í rík- inu og vinna að upplausn ríkis- einingarinnar. Hann var dæmdur til sex ára fangelsisvistar. Ekki olli handtaka hans þá í bráð nein- um verulegum óeirðum. Meira að segja var engu líkara en að dreg- ið hefði úr fylgi manna við stjómmálastefnu Gandhi um sinn. En friður varð ekki fenginn þó að Gandhi væri þokað úr vegi um stundarsakir. Nokkrum mánuðum eftir handtöku hans brauzt út ægileg uppreist norð- ur í Punjab. Áttu þær róstur upptök sín 1 deilum tveggja trú- flokka og urðu yfirvöldin að skerast í leikinn. Sikkar, svo nefnist annar trúflokkur sá, er hér átti hlut að máli, þóttist bera skarðan hlut í þeim skift- um, og lét heita svo, að brezk yfirvöld hefðu gengið á trú þeirra. Varð það að hinu mesta ófriðarbáli og varð stjómin að kalla mikið herlið saman til þess að kæfa uppreistina. 1923—24 og 25 gengur ekki á öðru en sí- felldum óeirðum víðsvegar í rík- inu, ýmist innbyrðisdeilum trú- flokka og þjóðflokka, eða bein- um fjandskap hvorutveggja við brezk yfirvöld. Varð af þessu öllu ljóst, að aldrei yrði til lengdar tjóað við tvístjómarlög- in og skipuð nefnd til þess að gera álit um hag Indlands, stöðu í ríkinu, sjálfstjóm þess og innri stjómarháttu og yfir höfuð allt, 3em það varðaði. Nefndin hefir verið kölluð Simon-nefndin eftir forsetanum sir John Simon. Nefndin fór tvær ferðir til Ind- lands á árunum 1928 og 29, ferðaðist afar víða um landið og ræddi um Indlandsmál við fjölda málsmetandi manna. 1 júní s. 1. gaf nefndin út álit sitt í tveim stórum bindum. Fjallar hið fyrra um hag landsins og ástand, en í Hérmeð tílkynnist, að öll skip vor, sem koma við á austfjörðum þetta ár, koma einnig við á Norðfirði, þótt það ekki standi á áætlun. Reykjavík, 24. jan. 1931. H.f. Eimskipafélag Island Kolasöngur. Lagið er í „Æflntýri á gönguför“. Skrifta-Hans syngur: „Heyrðu, sko snáða“. Radio gjallarhorn (hátaiarar) MIKRO á kr. 45,00. RUMOL á kr. 85,00. Gegn póstkröfu hvert sem óskað er Viljirðu eignast ágætust kol. en átt ekki mikið kaupgetu þol, til funa og bríma, farðu í síma fimtán þrjátíu og einn. Kalt er 1 heimi, kol þurfa til að koma sem fyrst í stofuna yl. Til funa og bríma færðu í síma 1531. Toboji. Kolaverzl, B.F. SLElPNlR Nýjar plötur sungnar af Sig. Birkis: Englasöngur (Braga) Finst nokkur grund (Hflndel) Svo undur kær (Caro mio Ben) Saknaðarljóð (Elegie) Sofðu unga ástin mín Taktu sorg mína. Sungnar af Pétri Jónssyni: Nú legg ég augun aftur Nótt (Þór. Jónsson) Kveðja Gissur ríður góðum fáki Gígjan Nótt (Á. Thorsteinsson) Hér er kominn hoíFinn Álfadansinn í djúpið mig langar ísland vort land. Vörur sendar gegn póstkröfu um alt land. — Biðjið um plötuskrá. — Katrin Víðar Hljóðfæraverzlun — Lækjarg. 2. hinu síðara eni tillögur nefndar- innar. Þetta nefndarálit hefir verið hinn eiginlegi starfsgrund- völlur hinnar nýafstöðnu Ind- landsmálaráðstefnu. Hér er ekki tími til að fara mörgum orðum um tillögur nefndarinnar, sem eru mörg hundruð blaðsíður, né heldur hverri meðferð þær sættu á ráð- stefnunni. Tillögumar fela í sér mjög aukinn íhlutunarrétt Ind- verja um mál sín og stjórnar- háttu innanlands og hefir verið leitast við að tryggja minni- hlutaflokkum einnig sæti á lög- gjafarsamkomum, í ráðuneytum og annarsstaðar þar, er máli skiftir. Tillögurnar hvíla á mjög samvizkusamlegri rannsókn, en þykir skorta stjómmálalegt í- myndunarafl. Ihaldssamari Eng- lendingum þykir allt of langt gengið í sjálfræðisáttina. Þjóð- ernissinnar og sjálfstæðismenn i Indlandi eru hins vegar sár óá- nægðir og þykja réttarbætur smáar. Merkilegasta hugmyndin, sem fram kom á ráðstefnunni, er hugmyndin um bandaríki Ind- lands í bandalagi við England. Menn höfðu búist við að sjálf- stæðir þjóðhöfðingjar í Indlandi snerust svo við því máli, að ekki væri neinnar slíkrar úrlausnar að vænta. En það virðist hafa farið allt á aðra leið. Hinir merkustu þeirra, sem sæti áttu á ráðstefnunni, lýstu yfir fylgi sínu við þá hugmynd. Endanleg- ar ákvarðanir voru ekki teknar um það né annað, en störfum haldið áfram. Beinn árangur ráðstefnunnar varð ekki mikill, þó ýmislegt hafi verið fagurt mælt í skilnaðar- veizlum eins og siður er til. Ind- landsmálin eru eim óráðin, þrátt fyrir allar bollaleggingar og á- Sportvöruhús Reykjavíkur Box 384). FerCamenn, sem koma til Reykjavíkur, geta fengið ódýraata gistingu á Hverf- isgötu 82. Beybjavlk Síml 249 Niðursuðuvörur vorar: Kjlit......11 kg. og >/l kg. dósUHi K«ofo . .... 1 - - 1/2 — - BsjjanibJAfu 1 - - >/i - Flgfeabollur - 1 - - »/a — - 1UX........- 1 - - 1/2 - hljótfl almenniupglof Ef þór hafiB okki royut TÖrur þeasar, þA gjöriB það nú. Notíð lnnlendar rörur fremur en erlendar, með þyi atuðliö þór að þvi, að lilendingar rerði ajálfum sér négir. Pantanir afgreiddar fljótt og vel hvert á land sem er. Sjálfs er hðndin hollust Kaupið innlenda framleiðslu, þegar hún er jafngóð «rlendri og ekki dýrari. framlelðir: Kristalsápu, grænsápu, stanga- sápu, handsápu, raksápu, þvoíta- efni (Hreins hvítt), kerti aUs- konar, skósvertu, skógulu, Ieður- feiti, gólfáburð, vagnáburö, fægi- lög og kreólínsbaðlyf. KaupiS H R EIN S vörur. Þær eru löngu þjóðkunnar og fást í flestum verzlunum landsins. H. í. Hreinn Skúlagötu. Reykjavík. Sími 1825. reynzlu. Mun tíðindamaður út- varpsins bráðlega skýra frá ráð- stefnunni og því, er einkum varð framkvæmdum hennar að fóta- kefli. Mætti þá svo fara, að þetta stutta yfirlit yrði til nokk- urs skilningsauka. Sigurður Einarsson. Ritstjóri: Gísli Guðmundsson. Ásvallagötu 27. Sími 1245. Prentsmiðjan Aeta. Jarðír tíl sölu. Tvær samliggjandi jarðlr, Hlíðarendi og Litlaland í ölfusi, eru til sölu, og lausar til ábúðar nú þegar. Jarðir þessar eru einhverjar beztu beitijarðir í Árnessýslu. Væntanlegur kaupandi snúi sér til Kristins Jónssonar vagnasmiðs, Reykja- vík, sem gefur allar nánari upplysingar. og ©r ammóf ónmúsikin Spyrjist fyrir VIÐ HÖFUM ALT ^en^tvai^aðe^^ Hljóðfærahúsið Simnefni: HLJÓÐFÆRAHÚS Simi 656. Auglýsingar í Tímanum fara Yíðast og eru mest lesnarí Trygglð aðeíns hjá íslensku fjelagi, Pósthólf: 718 Símnefni: Incuranee BRUNATRY GGINGAR (hús, innbú, vörur o.fl.). Sími 264 SJÓVATRYGGINGAR (skip, vörur, annar flutningur o.fl.). Sími 542 Framkvæmdastjöri: Síml 309 Snúið yður til Sjóvátryöáíngafjelags Islands h.f. Eimskipafjelagshúainu, Reykjavík

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.