Tíminn - 01.02.1931, Blaðsíða 3

Tíminn - 01.02.1931, Blaðsíða 3
TÍMINN 7 Ófærufoss í Elrtyjá. Steinboginn er náttúrusmíði. koma. Við geng-um síðan niður Reynisfjall að vestanverðu og skoðuðum hellra og klungur og héldum síðan austur með Víkur- og Höfðabrekkuhömrum og var Einar Hjaltason í Kerlingardal með okkur. Er haim einn af hin- um fáu einkenniiegu Mýrdæling- um, sem eftir eru af þeim, sem ég nefni þá gömlu og góðu. Sakna ég alltaf þeirra gömlu andlita, þegar þau hverfa undir torfuna grænu. Austan í Víkurkletti sat fugla- fangari og hafði fugl á mínútu hverri meðan við horfðum á hann. Þarf fræknleik og snarræði við þann starfa. Á vesturleið komum við til Ól- afs bónda í Fagradal. Hann sýndi bjargsig í Almannagjá á Al- þingishátíðinni, því hann er með beztu fjallamönnum eystra þar. En bamaleikur er að fást við slíkt í gjánni móts við að síga í Mýrdalsbjörgin. Yíir kaffiborði í Fagradal rifjuðum við upp gaml- ar sögur og er unun að heyra Skaftfellinga segja frá, því mál- far er þar hressilegt. Sögðu þeir mér sögu eina, Ólafur eldri í Fagradal og Einar Hjaltason, er fyrir kom eitt sinn skömmu eftir aldamót, er Hólar héldu strand- ferðum uppi. Vont var þá í sjó og Vildi skipstjórinn — Jakob- sen — ekki samiband við land í Vík. En Einar Hjaltason brauzt þó út yfir brimgarðinn. Illt var að athafna sig við skipshlið, því úfinn var sjórinn, en Einar réðst þó til uppgöngu. En er Einar var nær kominn upp í skipið réðst skipstjóri að honum, greip báðum höndum í axlir honum og hnykkti hann á bak aftur niður í bátinn. Þótti bátsmönnum sem lægi við slysi. Rann þá Einari í skap og tók hann þá eftir kaðli, sem hékk niður með skipshliðinni, grípur til hans og vindur sig eftir hon- um upp í skipið, veður að skip- stjóra og leggur á hann klof- bragð og í sama vetfangi liggur hann á balíinu í bleytunni á þil- farinu. Lauk svo Einar erindi sínu, vatt sér niður í bátinn og mun hafa orðið fátt um kveðjur í þetta sinn. Næst þegar Hólar komu fór Einaf aftur út um borð. Víkur Jacobsen sér þá að Einari og biður hann að koma með sér upp í lyftingu. Gerir Einar það. Þar tekur Jakobsen fram tva.r flösk- ur af brennivíni og fimm af gamla Carisberg og spyr Einar hvort hann vilji eiga. Vildi Einar það gjarnan. Voru þeir síðan mestu mátar upp frá því, enda drengskaparmenn báðir. Þettað skeði á vínöldinni, en nú eru 25 ár síðan Einar hefir látið vínið andann hressa og er hann þó fullhress enn. Það hefir ekki þurft að „endurreisa“ Einar Hjaltason, síðan hann sneri baki við Bakkusi; en honum mun hann hafa þjónað með trú og dyggð meðan hann gerði það. Börn og barnaböm á Einar, sem sýna, að enn er táp í því kyni. Þeir eru mér minnisstæðastir úr Víkinni fyrir 25 árum Einar Hjaltason og Heiðmundur bróðir hans, sem þá bjó á Götum. Vel sóttu Mýrdælingar búnað- arfræðslufundina, enda var nú veður til þess. Og kappsamlega tóku F þeir þátt í umræð- um á fundum. Virt- ist þó einkum bind- indismálið vekja hita og minntust sumir nálega vikn- andi þeima tíma, þegar bragðgóða glaðningu var að fá í þessu landi og þar í sveit. Ekki var deilt neitt þar um sam- vinnumálin, enda ræddi Sigui'ður á Arnarvatni þann veg um þessa sjálfbjarg- aiTÍðleitni alþýð- unnar, að ekki lá vel við höggi, þó máske stöku menn hefðu fullan hug á að reyna það. Um 18 erindi voru flutt í Vík þessa 3 daga sem við vorum þar. Af sýslubúum fluttu þar erindi Gísli Sveinsson sýslumaður, Eyjólfur hreppstjóri á Iivoli og Magnús í Reynisdal. En síðasta kvöldið var veizla haldin með andlegum og veraldlegum „trakteringum" og hélt Gísli sýslumaður aðalræðuna og þakkaði okkur félögum kom- una, en Sigurður á Arnarvatni þakkaði fyrir okkar hönd. Var síðan dansað og skemmt sér til morg- uns. Sátu þar ungir og gamlir, lærðir og leikir, kaupmenn og samvinnumenn hver við annars hlið og fór allt hið bezta fram. Um morguninn kvöddum við Vík og Víkurbúa, vil ég allt- af síður fara þaðan, heldur en koma á þann stað. Var og mörgum að þakka. En með því að bíllinn sem átti að flytja okkur í vesturátt var lítill, en við félagar margir og stórir, urðu tveir að verða eftir og varð bíllinn þó fullhlaðinn. Fór ég því gangandi upp og yfir Reynisfjall í 4. sinn og Sigurður Börkur með mér. Vorum við komnir jafnfljótt að Reynisdal og bíllinn, því þangað átti að ' sækja Magnús bónda. Fengum við þar góða hressingu og var auð- fundið á kaffinu, að frú Krist- björg hafði búið það til — en ekki Magnús. I í Dyrhólahreppi. Þar dvöldum við í tvo daga og liéldum fund í hinu stóra og vandaða húsi Bjama bónda á Hvoli. Gistu þrír okkar félaga þar en aðrir þrír hjá Eyjólfi Guðmundssyni hreppstjóra. Þar Þú hefir unnið þarflegt strit lokið því með snilli. Sýndi Gísli mér fram á það með sínum lærdómi, hvers vegna rímið væri svona og mætti ekki öðru vísi vera. En eigi höfum vér fest oss þá skýringu í minni. Næsta dag árdegis flutti Gísli flokk þann, er hann hafði flutt við vígslu Jökulsárbrúar og ennfremur Dyr- hólavita drápuna þar sem hver og einn smiðanna er upp tal- inn, sem að vitanum vann. Margar eru vísurnar og sumar skrítnar en hin síðasta er þessi: Læsi ég niður ljóðakver og leggst í blundinn. Mín þar bíður menjahrundin; mikið verður indæl stundin. Eigi námum vér fleira gott úr þessum brögum, en aftur á móti gátum vér með engu móti gleymt hinum alkunnu síldarmjölspoka- vísum Gísla. Og af því að þær snerta hina „hærri pólitík" í landinu þykir mér viðeigandi að fleiri heyri en Mýrdælir. Tildrög þeirra eru þau, að á landsmálafundi sem haldinn var í Vík fyrir fáum árum, talaði Ólafur Thors og hélt því fram að síldarmjölsverksmiðja gæti með engu móti borgað sig fyrir ríkið. Greip þá Gísli fram í og sagði að bændur þyrftu á síldar- mjöli að halda — en Ólafur svar- aði: „Ég skal gefa þessum manni Var það góð skemmtun að heyra Gísla fara með kveðskap sinn undir viðeigandi lögum og stemmum. — Var vel fjörugt á Hvoli þessa daga þótt veður væri leitt og vatnágang-ur töluverður. Fólk'ið hið prúðmannlegasta og Við Dyrhólaey. var allfjölmennt og voru þar ýmsir þeir, sem setið höfðu undir ræðum okkar alla dagana í Vík- inni, t. d. Þorlákur bóndi í Eyr- /arhólum. Þar var og Gísli bóndi á Ketilsstöðum, annað höfuðskáld Mýrdælinga um þessar mundir. Ekki fer Pegasusinn hans Gísla míns troðnar brautir, þar sem rímgirðingar eru til beggja hliða, heldur brokkar hann jafnt poka af síldarmjöli“. Stóð þá gamli maðurinn upp og mælti: „Ég heiti Gísli Þórarinsson og bý á Ketilsstöðum og ég þigg pokann“! En svo leið haust og vetur — og pokinn hefir líkast til lent í óskilum — og þá kvað Gísli: Gísli þó sé gjarn á spott, gæfan hans er furðu stór, Dyrhólabærinn, Búrfell ber i jökulinn. um þýfða móa, mætti vel færa líkur að því, að Laxness hefði tekið Gísla sér til fyrirmyndar í Kvæðakveri sínu. — Gísli heils- aði okkur Sigm’ði frá Amarvatni með vísum, sem hann kvað við raust og var vísan til mín svo- hljóðandi: Þakka þér fyrir ferð og rit Landshomanna miJli. Síldarmjölið sagt er gott, sent til hans frá Óla Tliór. Búrfell þó sé býsna hútt bríkin kletta mörg er stór. Mun það þó samt miðast lágt við mjölpokann frá Óla Tliór. Sendingin sem Gísli fékk sú var bæði þung og stór. Séð hafa engir soddan sekk. — Sona er allt frá Óla Thórl Pétursey og Hafursá. dansað fram undir morgun eins og víða annarsstaðar. — Þó get ég ekki stilt mig um að segja frá einu atviki, er fyrir kom um ; kvöldið, er dansað hafði verið nokkra stund. — Þá kom þar að- komumaður, komungur bílstión og hafði bíllinn gefist upp í aur- vötnunum í óveðrinu. Skal ég reyna að lýsa honum ofanfrá <)g niðureftir: Efst vai’ ensk húfa — sixpence — komin til ára sinna, þá „sígaretta“ lafandi úr munnvikinu, þá regnfrakki renn- blautur og litaður af aur og olíu, þá leðurhanzkar svartir af ein- hverju, þá fullhá gúmmístígvél sem héngu í druslum niður á hælunum á honum. Þannig búinn gekk hann í danzsalinn og hneigði sig fyrir ungri aðkomu- stúlku, og sjá! Hún dansar við hann og óglæsilegri danzsvein hefi ég aldrei séð. Þær meta sig ekki hátt stúlkurnar þær, sem láta bjóða sér slíkt. Og tilfinnanlegt er að sjá slíka óglæsimennsku og vöntun á almennri kurteisi lijá ungum manni, sem annars virð- ist að öllu leyti vel gefinn frá náttúrunnar hendi. Enda tóku rfst fleiri eftir þessu en við fé- lagar. — Morguninn eftir héldum við í vestur. Komum að Pétursey til Sigurjóns bónda Ámasonar. Til forna hét fjallið Eyjin há. Svo var þar byggð kirkja og helguð postulanum Pétri og síðan er Eyjin há nefnd Pétursey. Fag- urt er þar í hlíðum undir hömr- unum og sagnir þaðan margar um álfa og þessháttar. En vestan í Eynni er Eyjarhelhr, gímald stórt með koldimmum ranghala innúr. Svo höldum við vestur á Sól- heimasand, — „sjávar þar aldrei þagnar kliður“. — Þokan hylur fjöllin og fimindi öll, svartur gróðurlaus sandur allt í kring. Brátt leggur móti okkur illan daun úr Fúlalæk; nafnið ber hann með réttu. Nú veltur hann áfram kolmórauður og straumþungur, en engum til farartálma lengur. Eftir nokkur augnablik er brúin að baki og við eram komnir í Rangárvallasýslu. Góðir vora dag- amir eystra, en fyrir vestan Fúla- læk er einnig fagurt og gott að vera. Ragnar Ásgeirsson. Myndirnai- í þessari ferðasögu eru teknar úr bókinni „Vestur- Skaftafellssýsla og íbúar henn- ar“, með leyfi séra Björns í Ás- um, nema myndin af Einari Hjaltasyni og Sigurði skipstjóra á Gullfossi. Hana hefir vitamála- stjórinn, hr. Th. Krabbe, leyft mér að nota. En Sigurður skip- stjóri er Skaftfellingur að móður- ætt. R. Á. I Fúlalæk. ■ ••;V-, • • - •'.‘.'•/•.-f-V/.* ri

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.