Tíminn - 01.02.1931, Blaðsíða 4

Tíminn - 01.02.1931, Blaðsíða 4
8 TÍMINN Guðmundur Einarsson frá Miðdal Skipaskagi eða Akranes Meðan Alþingi stóð yfir í fyrra og rætt var um fjárveitinguna til hafn- ar á Akranesi, birtust nokkrar grein- ir í dagblaðinu Vísi, sem fjölluðu um það að mestu, hvað væri hið rétta nafn kaupstaðarins, sem vana- lega er kallaður Akranes. Greinar þessar rituðu „Garnall Borgfirðing- ur“, sem hélt því fram, að hið rétta og foma heiti kaupstaðarins væri Skipaskagi á Akranesi, en skaginn ekki Akranes út af fyrir sig, og „Gamall íslendingur“, sem nefnir sig í síðustu grein sinni Pál Jónsson, er heldur því fram, að hið rétta nafn sé aðeins Akranes, og að Skipaskaga- nafnið eigi alls ekki rétt á sér. þriðji maðurinn, sem lagði orð í belg, var Björn frá Grafarholti, er reit eina stutta grein. Tók liann afstöðu með „Gömlum Borgfirðingi" og getur þess þar, að ef fleiri eldri Akurnesingar létu til sin heyra, þá rnyndu þeir verða i meirahluta, er héldu fram gamla nafninu: Skipaskagi á Akra- nesi. Eg bjóst við því( að umræðum um þetta mál væri ekki lokið og var að bíða eftir framhaldi, en vegna þess, að svo virðist, sem deilendumir séu þagnaðir og enginn ætli að taka um- ræðumar upp, þá þykir mér rétt, sem gömlum Akurnesingi, og sem hefi alizt þar upp, að ég láti til mín •heyra með nokkrum orðum. þegar ég var að aiast upp á Akra- nesi, voru þar tveir hreppar, Akra- .neshreppur og Skilmannahreppur. Ut- ræði var þá frá innra-Hólmi og allu leið inn í Voga að vestanverðu á Akranesi. Skipaskagi var þá nefndur i allra munni, sá hluti Akranessins, sem kaupstaðurinn stendur nú á. Nokkru fyr fór að myndast þar lítið þorp og voru þar tvær verzlanir. þorpið óx nokkuð liraðfara vegna góðrar aðstöðu til sjóarins, því að aðstaðan til slíkra fanga var lang- hezt af Skaganum og er því ekki aö furða þótt kauptúnið hafi risið þar upp. Lika var það allra meining í þá daga, meðan strjálbyggt var á Skaganum, að Skaginn væri falleg- astur staður á Akranesi og jafnvel þótt víðar væri leitað um iandið. Smátt og smátt óx þorpið svo mikið á Skipaskaga, að það fékk kauptúns- réttindi. Sannar eftirfarandi visu- partur, sem allir geta séð i æfiminn- irigum Péturs biskups PétursSonar, að það var Skipaskagi, seni fékk kauptúnsréttindi, en ekki Akranes. Vísupartur Péturs biskups er svona: „Kaupstaður á Skipaskaga skötnum verður helst til baga“. Á Akranesi var Skipaskagi allt ai kallaður Skagi manna á meðal i hér- aðinu, en þegar utar dró á Akra nesi og út um land, var skaginn, sem kauptúnið stendur nú á, allt af neíndur Skipaskagi, eins og eítirfar- andi vísa í skáldatali Símonar Dala- skálds bendir til: Flug með ýðil andar há ellin stríð þó hamli. Skipa-tíðum-skaga á skálda-Lýður gamli. Einhverntíma á árunum 1880—90 var Akraneshreppi skift af þeim á- stæðum, að Skipaskagamenn vildu sökum þess hve þorpið þar hafði vaxið, verða sérstakt hreppsfélag. Sá maðurinn, sem barðist mest fyrri skiftingunni, var Hallgrímur í Guð- rúnarkoti, enda var hann hreppstjóri og foringi Akranesshreppsins. þessi skipting kostaði mikla haráttu, því að hver vildi ota fram sínum tota. Inn- nesið var miklu fátækari hlutinn af hreppnum og vildi því síður skipt- ingu. Eitt mesta þrætueplið varð kirkjan, sem tilheyrði Innnesinu, en Skipaskagamenn vildu fá hana til sín og sú varð útkoman, að þeir unnu og Garðakirkjan þar með flutt á Skipaskaga — rifin og flutt þang- að, en Innnesmenn urðu að byggja sér nýja á Innra-Hólmi. Árni bóndi á Innra-Hólmi varð frumkvöðull nýju kirkjubyggingarinnar á Innra- Hólmi, þar sem staðið hafði kirkja fyrir 90 árum. Meðan umræður stóðu yfir um skiptinguna, þá héldu allir, að hreppurinn á skaganum myndi bera nafnið Skipaskagahreppur, en það varð ekki, heldur voru hrepp- amir nefndir Ytri og Innri-Akranes- hreppar. Eftir skiítinguna og upp frá því, fór Akranesnafnið smám saman að festast við Skipaskaga eða Ytra- Akraneshrepp. En mér vitanlega hef- ir Akranesnafnið alls ekki verið lög- fest. það, sem ég hefi týnt til hér að framan virðist mér sanna það, að hið rétta nafn á kaupstaðnum sé ekki Akranes heldur Skipaskagi. það hefði t. d. þótt heldur kátlegt í fyrri daga, þegar maður var kom- inn „Pvtta vestur um Skaga“, að þá hefði einhver sagt, að nú værum við komnir „Pytta vestur um Akranes", en þetta voru miðin þar efra. það þætti víst ekki neitt vitlaust, að segja hið sama núna, því að mér virðist að þeir, sem halda fram Akraness- nafninu, séu alveg komnir „Pytta vestur um Akranes". Eg tel illt ef Skipaskaganafnið verður lagt niður fyrir trassaskap og hirðuleysi manna. Hin réttu örnefni rnega ekki týnast, því að þau eru saga þjóðarinnar og ef að röng nöfn eru sett í staðinn, þá er þar rang- tærsla í sögunni. Eg hefi ritað þessar línur veglia þess, að ég liefi orðið var við hve nafnarangfæi'slan i kaupstöðum hefir íætt af sér margar vitleysur. Fyrir nokkrum árum las ég í iilaði fréttir af Akranesi. þar stóð að nú (í 12. viku suinars) væri verið að ljúka við að hirða öll tún á Akranesi. Hér var átt við Skipaskaga, en þá vur sláttur varla býrjaður almenrit á t.únum'" á Akrunesi. Öðrn sinni las ég í lilaði, að nú væri búið að útrýma öllum liundum á Akranesi. Svo vildi til, að ég var nokkruin dögum seinna á ferð á hinu rétta Akranesi, og var þá liundatalan sú samu á hverjum bæ, að því sem mér virtist, og hún var áður. Einu sinni las ég í biaði, að þor- steinn á Grund hefði fyrstur grafið brunn á Akranesi. þótti mér það dá- lítið skrítið, þvi að í minum upp- vexti. voru þar margir brunnar. Allir þeir, sem hafa ritað þessar fréttir í blöðin, hafa átt við Skipa- skaga. Mörg rök eru enn til fyrir því, að að Skipaskaganafnið sé rétt, en Akranesnafnið rangt, en þau læt ég bíða þar til nýtt tilefni gefst. Gamall Akumesingur. ----o---- Bækur Samvinnan. Eitt af þeim tímaritum, sem út er gefið hér á landi er Samvinnan. Hún flytur ekki sögur eins og hin tímaritin, sefeir ekki einhliða þing- sögu eins og eitt timaritið gerir, lieldur ræðir Samvinnan um atvinnu- málin, samvinnumálin og ýms fram- tíðarmál lands og þjóðar. Jafnframt birtast i henni greinar sögulegs efn- is, sem varpa meira eða minna ljósi yfir liðna tímann, ljósi sem þá er ætlað að lýsa fram á veg. Bændum er Samvinnan ekki nógu kunn. Hún þarf að vera iesin á hverju byggðu bóli. 1 henni hafa birzt margar ágætar greinar. Sumum þeirra hefir verið gefinn of lítill gaumur eins og greinum Jónasar Jónssonar um byggingar og Jóns Sig- urðssonar um samgöngur o. fl. Til liinnar síðari hefði mátt taka ekki litið tillit við ákvörðun á vegar- stæðum hér og þar um landið. í nýútkominni Samvinnu er grein eftir Jón Gauta Pétursson um „Verzl- unarárferði landbúnaðarins á íslandi um 100 ár“. Er það mjög merk grein, sem teukr fyrir að ræða og rannsaka áður lítt eða ekki rann- rannsakað efni. Landbúnaðurinn íslenzki er ein- hæfur. Bóndinn íslenzki kemst ekki, eða illa, af með sína eigin fram- leiðslu. Hann verður að selja nokk- uð af henni til þess að geta keypt sér þær þaríir sinar, sem bann ekki getur framleitt sjálfur. Hvernig verzlunin er hefir því mikil áhrif á afkomu bóndans. þessu hafa bændur ekki veitt nægilega gaum. það er svo, að hlutfallið milli verðlags á aðkeyptu vörunum og þeim vörum er bóndinn hefir að selja, er mjög breytilegt. þess vegna er bóndanum misarðsöm verzlunin. þess vegna verður afkoma lians misjöfn. Og þess vegna á bóndinn að liaga verzl- un sinni misjafnt. í grein Gauta hefir hann nú tek- ið sér fyrir hendur að rannsaka hvernig þessu hefir verið varið í þingeyjarsýslu síðastliðin 100 ár, eða frá 1830 til 1930. Hefir hann þar farið eftir verzlunarreikningum hænda. Hann leggur í kaupvöruein- ingu það, sem hann telur að sé sem Guðmundur Einarsson er einn hinn eftirtektarverðasti meðal hinna yngri listamanna okkar og er án efa hinn fjölhæfasti meðai þeirra allra. Hann er upprunalega mynd- höggvari og lærði þá iðn suður í Þýzkalandi hjá góðum kennurum. Fylgir hér mynd ein er hann hef- Guðmundux ir höggið, af stúlku með könnu, og er hún hið prýðilegasta verk. Eitt er ekki sízt eftirtektarvert við þá mynd, það, að hún er höggin úr grásteini íslenzkum. Án efa er Guðmundur fyrsti listamaðurinn, sem hefir fullgert mynd úr því efni. — Nú er hann í viðlögum að fást við að höggva út mynd af Jóni Arasyni, úr sama efni og mun hún eiga að geymast í kirkju katólska safn- aðarins í Reykjavík. En ekki er lífvæniegt fyrir myndhöggvara á landi hér og því hefir Guðmundur orðið að fást við margt annað en að höggva í stein. Hann hefir málað margar myndir og tíðum sótt viðfangs- efni sín upp til óbyggða. Fáir nú- lifandi menn, jafnaldrar hans munu jafnkunnugir honum í ör- æfum landsins og hefir hann lýst mörgu þaðan vel og prýðilega, bæði í myndum sínum og eins í greinum í ýmsum tímaritum. Myndir af körlum og klettum hefir hann rist í málmþynnur — næst því sem meðalbóndinn keypu um miðju tímabilsins. 1 kaupvörueiningu er: 10 vætt. rúgur, 4 vætt. bankabygg, % vætt baunir, 2 vætt. matarsalt, 60 kg. hvítasykur, 20 kg. kaffi, 10 kg. smíðajárn. Framleiðslueiningu kallar hann aftur 2 kg. hvít vorull, 14 kg. ket, 3 kg. mör og 3 kg.gærur. Með töflum og lésmáli útskýrir liann nú hvernig kaupmáttur inn- lendu vörunnar hafi verið breytileg- ur. Sem sýnishom set ég hér töflu er sýnir hve mikið af hinum ýmsu vörutegundum þurfi til að borga kaupvörueiningu Hvit vorull Kjöt :0 S í- 1 O Tímabil kg. kg. kg. kg. 1830—1839 .... 228 1210 321 855 1840—1849 .... 241 960 330 660 1850-1859 .... 181 837 290 535 1860—1869 .... 134 848 334 514 1870—1879 .... 138 766 419 419 1880—1889 .... 148 456 356 327 1890-1899 .... 138 539 446 407 1900—1909 .... 120 472 438 260 1910—1914 .... 114 ' 431 440 261 1915—1919 .... 121 375 283 283 1920—1923 .... 245 499 386 384 1924—1929 .... 122 416 297 206 raderingar — og eru þar á meðal ýms ágæt verk. 1 eðli sínu er Guðmundur mað- ur þjóðlegur og kann því vel að meta þjóðleg verðmæti. Þrátt íyrir skólagöngu erlendis og dvöl þar í áratug, hefir list hans jafn- an borið þann blæ, að auðséð er að þar er íslendingur að verki. Einarsson Þykir mér það mikill kostur við þá listamenn okkar, sem segja má það um. Og kunnugleika hef- ir Guðmundur frá Miðdal á flestu hér til sjós og lands, róið margar vertíðir á opnum bátum, en fædd- Menn sjá að ullarverðið er tiltölu- lega hæst 1910—14, ket og mörverðið er hæst 1915—1919, og gæruverðið 1924—29. 1930 er ekki með en allir vita að nú er kaupmáttur ullarinnar og gæranna sama seip. enginn. það er í þessari grein mjög mik- ill íróðieikur sem bændur þurfa að kynna sér og þess vegna er ég að vekja athygli þeirra á Samvinnurmi og þessari grein. Mér þykir mikil vöntun að eþki skuli kaupgjaldið, sem hefir svo mikil áhrif á fram- leiðsluverðið, vera tekið til rann- sóknar líka. En það biður annars tima, eða annars manns. En bændur sem lesa greinina, þurfa að aðgæta út frá henni hvern- ig þetta er nú. Og þegar þeir gera það munu þeir finna, að kaupmátt- ur varanna þeirra er misjafn. Eftir því þurfa þeir að laga sig. Og þeir munu líka finna, að þeir fvrir sama magn af gjaldeyrisvörunni geta keypt mismikla næringu í liinum ýmsu erlendu vörum, og eftir því jiurfa þeir að taka, og breyta til eftir þvi sem við á, svo verzlunin verði þeim sem haganlegust. Og þetta vildi ég liiðja menn að liuga vel. 31. des. 1930. P. Z. -----o------ Stúlka. (Grásteinsmynd). ur og uppalinn í sveit og- opnaði fljótt augu sín fyrir yndisleik og tign íslenzkrar náttúru. Víða hefir hann farið um lönd og lengst komizt austur til Tyrk- lands og Litlu-Asíu. Fyrir jólin síðustu hélt Guð- mundur sýningu á verkum sínum, sem vakti mikla eftirtekt. Ekki vegna höggmynda, málverka eða teikninga, eins og vant er, heldur vegna þess að þar var mesti sæg- ur af ýmsum skrauts- og nyt- semdarmunum, sem Guðmundur hafði mótað og rennt úr íslenzk- um leir, og síðan brennt og litað í ofni þeim, er hann hefir fengið sér frá Þýzkalandi. Er þarna vís- ir til hins merkilegasta listiðn- aðar og má búast við mörgum nytsömum og góðum gripum þaðan. ISíðasta Alþingi veitti Guð- mundi nokkurn styrk til þessa fyrirtækis og er það stórþakkar- vert; enda hafði Guðmundur áð- ur sýnt lofsverðan áhuga á þessu og lagt mikið fé í rannsóknir á leirtegundum íslenzkum. Er gleði- legt að árangurinn hefir þegar orðið svo góðúr, sem sjá mátti á sýningunni í Listvinafélagshús- inu og mun ég seinna segja les- endum Tímans lítið eitt nánara frá leirbreimslustofu Guðmundar Einarssonar. R. Á. Ritstjóri: Gisli Guðmundsson. Ásvallagötu 27. Sími 1246. PrentsmiBjan Acta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.