Tíminn - 28.03.1931, Side 3

Tíminn - 28.03.1931, Side 3
TÍMINN 69 Flokksþing Framsóknarmanna Þátttakendur, sem heima eiga utan Reykjavíkur, vitji að- göngumiða á skrifstofu Tímans, á mánudag og þriðjudag. Flokksstjórnin. hiisiknarléiai Rtfkjníkir lieldur fund í Sambandshúsinu kl. 8V2 í kvöld. Dagskrá: 1. Jónas Jónsson ráðherra hefur umræður. 2. Kosnir fulltrúar á flokksþing Framsóknannanna. Félagsstjómin. Fréttlr Tíðarlarið (vikuna 22.—28. marz). Um síðustu helgi var stillt og bjart veður hér á landi, en talsvert írost á Vestfjörðum. Á þriðjudag brá til S-áttar og hláku um allt land. Varð stormur á Vestur- og Norðurlandi með 7—9 st. hita og regni. Stóð svo til miðvikudags, en þá fór áttin að verða vestlæg og kólnaði svo á Vest- fjörðum og Norðurlandi, að á fimmtudagsmorgun var þar komið 3 st. frost með hríðarveðri, en á Suð- vesturlandi héldust hlýindi eflir sem áður, þangað til á föstudag, að kóln- aði niður í 1—2 st. Nú se n stendur er mikill munur hita og kulda fyrir norðan land og snnnan. Um ishafið og Grœnland er 10—20 st. frost, en á Atlantshafinu, skammt fyrir sunn- an landið, um 10 st. hiti. Verða ým- ist hinir suðrænu eða norðrænu straumar hér yfirsterkari og veðra- brigði því snögg. í Reykjavík var mestur liit.i þessa viku 9 st., lægstur -f- 4 st. og úrkoma 9 mm. Prófessorsembættið í íslantíssögu. Umsækjendur um stöðu dr. Páls E. Ólasonar, prófessorsembættið í sögu íslands, voru 7 alls. Eins og kunn- ugt er, ákvað háskólinn að efna til samkeppnisprófs áður en embættið yrði veitt. Umsækjendur skiluðu samkeppnisritgjörðum sínum (Frjálst verkafólk á íslandi til siðaskipta) um áramót. Um miðjan marz kvað dómnefndin, að ritgjörðunum atliug- uðum, upp þann úrskurð,' að rit- gjörðir tveggja umsækjendanna, þor- kels Jóhannessonar og Árna Pálsson- ar bæru svo af hinum ritgjörðunum, að ekki þætti ástæða til að láfa aðra en þá tvo flytja fyrirlestur þann, er ókveðinn iiafði verið sem lokaraun samkeppninnar. Fyrirlestrarnir voru fluttir í iðnó í fyrradag að viðstaddi'i dómnefndinni og liúsfylli áheyrenda og jafnframt ■ útvarpað. Talaði Arni um „kirkjuna og sjólfstæði Islands á hinni siðustu lýðveldisöld", en þor- kell um „Magnús Stephensen og vorziunarmólin 1787—1816“. Álit dóm- nefndarinnar er enn ókomið, en væntanlegt í dag, eftir því sem blað- ið hefir frétt. Báðir voru fyrirlestr- arnir skörulega fluttir, en dóm um þá að öðru leyti þykir ekki rétt að birta hér, með því að álit nefndar- innar cr enn ókomið. Leikhúsið. Leikfélagið sýndi í gær- kveldi þýzkan skopleik, eftir Franz Arnold og Ernst Bach, í íslenzkri þýðingu eftii' Emil Thoroddsen. Er ýmsu vikið við i þýðingunni, þannig að leikurinn virðist fara fram hér ó landi, og nýtur hann sín betur þess vegna. Leikritið er vel gjört, og meðferð hlutverkanna yfirleitt góð. Er vert að geta þess, að lir. Bi'ynjólf- ur Jóhannesson, sem hlaut litla sam- ÚÖ fyrir leik sinn í „Oktobei'degi", leysti í þetta sinn hlutverk sitt prýðiiega af hendi. Aðrir leikendur eru: Frú Magnea Sigui’ðsson, Hai’- aldur Á. Sigurðsson (kunnur úr skopleikjum „Reykjavíkui'annáls"), Friðfinnur Guðjónsson, Indriði Waagé, frú Mai*ta Kalman, ungfiú Sigrún Magnúsdóttir, ungfrú Hanna Friðfinnsdóttir og Valur Gíslason. Leikurinn er yfirleitt bráðskemmti- legur og vei’ður vafalaust vel sóttui’. Er vonandi að félaginu takizt til- (ölulega jafnvel, þegar næst kemur til alvörunnar, þó á því hafi orðið nokkur misbrestur hingað til. Rannsókn hefir fyrir nokkru vei’ið fyi’ii’skipuð út af netjahvarfinu í Gai’ðssjó í vetui’, um það leyti, sem varðskipin voru að leita að „Apríl" og peningagreiðslu þeiri’i, sem netja- eigendum hefir verið boðin, með mjög einkennilegum hætti frá ein- hvcrjum mönnum í Reykjavík. Fer íannsókn fram bæði syði’a og í Reykjavík. Færeyska skonnortan „Queen Vic- toiia“ strandaði 17. þ. m. á sandinum við Meðalland. Skipsmenn, nítján að tölu, björguðust allir. Komust þeir í verzlunarhús kaupfélagsins þar á sandinum, en þar er sími, og gátu þeir því gert vart við sig þaðan. Bæjarstjóm Siglufjarðar er að byrja að láta smiða síldartunnur til at- vinnubóta í hænum. Kom hálfsmíð- að efni i 20þús. tunnur í Selfoss sein- ast. Skonnortan „Lillie“ frá Færeyjum til Vestmannaeyja að morgni liins 23. þ. m. nauðulega stödd. I-Iafði enskur botnvörpungur rekist á hana og brot- ið niður að sjó, svo að sást út úr ká etunni. Skonnortan gaf botnvörp- ungnum merki um að fylgja sér til hafnar, en hann sinnti því ekki. Skipið hefði sokkið, ef sjór hefði ver- ið ósléttur. Skonnortan náði númeri botnvörpungsins. Millirikjasamningar. Milli íslands og Litliaugalands hefir verið gerður verzlunar og siglingasamningur, er fylgir meginreglunni um beztu kjör i viðskiptum ríkjanna. Tala atvinnuleysingja í Danmörku var í febrúarlok 75.613. Stúdentar í háskólanum í Ma- drid gjörðu óspektir í borginni 25. þ. m. og hófu grjótkast ó lögregluna. 8 lögregiumenn meiddust af grjót kastinu, en einn lögreglumaður og tveir stúdentar særðust skotsárum. — Stúdentar báru fána, sem á stóð: „Lifi lýðveldið". Kröfðust þeir þess og, að allir pólitískir fangar væru látnir lausir skilyrðislaust. Óeirðirn- ar voru svo magnaðar, að hundrað manna úrvalslið af varnarliði borg- arinnar var kallað á vettvang. Réð- ist það á stúdentana, en þeir voru nú vopnaðir skammbyssum og ódauns- sprengjum. Skothríðin var mikil á meðan barizt var og tóku stúdentar eigi minni þátt í henni. Samskonar óeii'ðir yrðu fyrir framan dýralækna- skólann. jlar lögðu verksmiðjustúlk- ur stúdentunum lið í bardaganum. Sex spánskir lýðveldissinnar, Za- mora, Maura, Belosrius, CabeRero, Casares og Albornos hafa verið dæmdir í misseris og eins dags fang- elsi liver fyrir þátttökunni í bylting- artih'auninni, sem gerð var í desem- ber. pýzka ríkisþingið hefir til bráða- birgða svift Fascistaleiðtogann, dr Göbhels, sérréttindum þingmanna, til þess að gefa yfirvöldunum (ækifæri til þess að neyða hann til nð mæta i rétti til yfirheyrslu, en málshöfð- anir eru framkomnar á hendur hon- um fyrir meiðandi ummæli um ýmsa ráðherrana. -— Göbbels hefir til þessa skeytt engu um skipanir þær, sem liann hefir fengið, um að mæta fyr- ir rétti. Víða um landið hafa nú undanfarið orðið megnar óspektir á völdum Fascista. í Hamborg var bæj- arfullti'úi úr flokki Kommúnista skotinn til liana, og er morðinginn Fascisti. Vegna þessa atburðar hefir stjórn horgarinnar bannað útkomu blaða, sem Fascistar og Kommúnist- ar standa að. Berlíner Tageblatt hef- ir hafið harðar árásir á Fascista- flokkinn og gefur í skyn, að þetta morð og fleiri önnur séu frarnin á ábyrgð flokksstjórnarinnar. Krefst blaðið þoss, að flokkurinn verði leystur upp og foringjanum, Ilitler, vísað úr landi, en Hitler er austur- rikskui' þegn, ella standi borgara- styrjöld fyrir dyrum. Hinsvegar hef- ’ir Hitler lýst vanþóknun sinni á framferði morðingjans í Hamborg og rekið hann úr flokknum, en þó jafn- framt ráðið lögmann til að verja mál hans fyrir dómstólunum. Frá Svíþjóð. Jafnaðarmenn hafa unnið sex ný sæti í bæjarstjórnar- kosningum i Stokkhólmi og hafa nú algerðan meirihluta atkvæða í borg- arstjórninni eða 52 sæti af 100. íhaldsmenn misstu fimm sæti, en kommúnistar þrjú. Prentvillur. í greininni „Gengis- málið og Jón þorláksson" í hinu blaðinu, sem út kemur í dag, hafa slæðst inn prentvillur. í 3. dálki stendur „að fólk sé alltaf að hugsa um breytingar á verðgildi pening- anna, þegar það getur sparað”, en á að vera, „að fólk sé alltaf að liugsa um breytingar á verðgildi pening- anna, þegar það hefir krónu afgangs, sem það getur sparað. í 4. dálki: „þá eru það þau lán, sem bændur hafa tekið” á að vera: þá eru það þau lán, sem menn hafa tekið. I 5. dálki stendur: „Menn draga betri myntina undan og gleyma". A að vera: Menn draga betri myntina und- an og geyma, þvi að hún o. s. frv. -----O----- Lindhagen dómari. Margt má.Jæra af hinni ágætu grein Guðlaugs Rósinkranzsonar um bók Lindhagens dómara. — Lindhagen er frægasti dómari Norðurlanda, kunnur að skör- ungsskap og drengskap. Og hann segir og sannar á ótvíræðan hátt, hvernig vísindi sumra geð- veikralæknanna eru þar í landi. Þeir gefa vottorð um heilsufar manna, sem þarf að losa við auð sinn. Þeir hjálpa ættingjum, sem langar í peninga vandamanna sinna með fölskum vottorðum. Þeir segja þá heilbrigðu sjúka og þá sjúku heilbrigða eftir því, sem á stendur. Um það, hvort slíkar lækningar séu veittar ókeypis, geta menn getið. sér til. Niður- staða dómarans, með langa lífs- reynslu að baki er sú, að vitnis- burður sálsýkisfræðinga sé sízt að meira hafandi en framburður al- gengra vitna. En auðséð er hve- nær mishepnaðir sálsýkisfræðing- ar fara helzt á stúfana. Það er þegar annaðhvort á að svæla und- ir óhlutvandamenn auð eða völd og takmarkinu verður ekki náð en slíkum vottorðum. * Jón Þorláksson hleypur á sig. Við umræður um fimmtardóm- inn nú í vikunni sat Jón Þorláks- son lengi gneipur og þrútixm. Að lokum tók hann þátt í umræð- mn og þótti dómsmálaráðherra hafa syndgað í meira lagi með því að minnast á frægan hneyksl- isdóm í Danmörku, ofsóknardóm- inn gegn Berg "bændaforingj a. Lét hami sem slíkir dómstólai’ væru nálega heilagir. Þá varð tíð- rætt um íslenzka landsdóminn. Komst Jón þá í illt skap og full- yrti að sá dómstóll væri til þess eins vel falliim að hylja glæpi og svívirðingar. Jón Baldvinsson stóð þá upp og' sagði með hægð: „Það á ekki að tala illa um dóm,- stólana!“ Var þá hlegið dátt inn allan salinn á kostnað Jóns Þor- lákssonai’. Varð þá bert að hann vai’ til með að beita grófustu áfellisorðum málsins til að svala sér á dómstól, sem hann heldur líklegan til að dómfella ekki sak- lausa menn. — Sennilega er livorki Jón eða flokkur hans bú- inn að bíta úr nálinni með árás þessa á landsdóminn. * næringu, þá getur hún verið í misjöfnum næringarefnum. I síldarmjöli er t. d. mest eggja- hvítuefni, í lýsi, eingöngu feiti, og í melassa, sem er úrgangsfóð- ur frá sykurverksmiðjunum, ein- göngu kolvetni. Til þessa þarf að taka tillit. Það er gert með því að gefa bæði upp hve mikið hver fóðureining kostar, og hve mörg grömm af meltanlegri eggjahvítu séu í fóðureiningunni. Þó þessi samanburður sé gerð- ur, og það er hann, sem ég nú ætla að gera, þá gerir það rugl- ing í reikninginn, að sama fóður- tegund getur verið mjög misjöfn að gæðum. Allir þekkja hve hey- ið getur verið misjafnt. Og þó það geti nú verið einna misjafn- ast, þá geta allar fóðurtegundir verið misjafnar. Síldarmjölið er t. d. mjög misjafnt. Síldarmjöl frá í fyrra — 1929 — virðist t. d. vera um Vs verra til fóðurs en það síldarmjö.l, sem notað hefir verið við fóðurtilraunir undanfarin ár, en við það hefi bæði ég og aðrir miðað, þegar við höfum talað um síldarmjöls- gjöf, t. d. með beit handa sauðfé. Þegar því á að tala um málið almennt, er ekki hægt að miða við það eða þann fóðurbæti, sem þið hver og einn, hlustendur mínir, kunnið að hafa, heldur verður að miða við meðalefna- samsetningu hverrar fóðurteg- undar. Bændurnir verða svo að tryggja sér að fá fóðurbæti sem er góður. Og það geta þeir bezt með því að kaupa hann hjá þeim sem ekki flytja inn fóðurbæti frá öðrum en stofnunum, sem 'Selja hann með ábyrgðu og þekktu efnainnihaldi. Stærstu innflutningsverzlanimar með fóð- urbætir, S. í. S. og M. R., g’era það bæði. Samanburðurinn þessi: Fóðurteguud Jai’ðhnetukökúr.. Soy.iaskro .. .. Síldarmjöl .. .. Fóðurblanda B.. Fóðurblanda C.. Fóðurblanda M. R Rúgmjöl......... Maismjöl........ Ef þið athugið þetta, sjáið þið að fóðureiningin er ódýrust í maís. Hann er það eina af ofan- töldu, sem fæst bæði hjá S. í. S. og M. R. Hjá S. í. S. kostar 63 kg. pokinn 12 kr. en hjá M. R. kostar 100 kg. 19,25. Fóðureiningin í maisnum kostar ekki nema 18 aura en í henni eru ekki nema 62 gr. af meltan- legri eggjahvítu. Þetta er mikijs- til of lítil eggjahvíta í fóðurein- ingunni handa búfé okkar. Hún gæti ef til vill gengið handa hest- um með heygjöf, en öðrum skepnum ekki. Handa sauðfé — lambfullum ám, — verður maður að krefjast minnst 100 gr. af meltanlegum eggjahvítuefnum í fóðureiningu úr því að þessi tími er kominn, og handa kúm 150. verður þá 2 . — £ bD - 5 £ P 5) « £ ú p. /O u aj > C *2 ‘S r* >0 ‘O s > .§ •3.S.Ö ^ bo-o O V-. 28,5 22,8 329 23,0 19,4 341 34,5 27,6 401 23,34 20,1 350 22,67 20,1 310 24,14 20,9 160 19,85 19,9 91 19,25 18,00 62 Af því sjáið þið að maisinn er ekki kaupandi, þó ódýr sé, til að nota hann einan. Saman við hann verður að blanda eggjahvíturíkri fóðurtegund, til þess að fá nægi- legt af eggjahvítu í fóðrið. Og ef þið nú lítið á útreikninginn hér ofar, þá sjáið þið að eggja- hvítuefnin eru ódýnist í soyj- askro. Þar kostar fóðureiningin 19,4 aura og í henni eru 341 gr. af meltanlegum eggjahvítuefnum. Sá fóðurbætirinn sem því verð- ur ódýrastur nú, það er blanda af maismjöli og soyjasko. Sé bland- að einum fimmta af soyjaskro saman við maisinn, fást um 120 gr. meltanleg eggjahvíta í fóður- eininguna, og það er mjög gott handa sauðfé til heysparnaðar, og má notast handa lágmjólka kúim. Margir kaupa nú rúgmjöl og gerir það mest gamall vani. En það er til muna dýrara. Fóður- einingin af því kostar undir tvo aura meira en fóðureiningin af blöndu af soyjaskro og mais, og mundi þó reynast ver, því eggja- hvítu magnið er í minnsta lagi í rúgmjölinu. Margur mun nú spyrja hvoit þessi verðmunur nemi miklu. Það gerir hann ekki. En hann nemur þó því, að bóndi sem gefur hálfa gjöf af fóðurbæti, og á um 150 fjár, hann eyðir lambsverði á mánuði í fóðurbætiskaup, kaupi hann rúgmjöl, framyfir það sem hann mundi eyða, ef hann keypti mais og soyjaskro og blandaði því saman. Og þetta eru líka peningar, sem finnast þegar skór- inn er krappur fyrir. En því er þá gefið og keypt rúgmjöl? Það er af því, að mennimir sem það gera, vita ekki hvað þeir gera. Og af því svo er, verður þeim líka að fyrirgefast mistökin og óþarfa eyðslan. Þá hefi ég nú sagt hvað nú sé ódýrast að gefa til heysparnaðar. En fóðurbætir er líka notaður í tvennum öðrum tilgangi. Hann er notaður handa mjólk- urkúm til að láta þær mjólka meira og til þess að geta fóðrað þær réttar og ódýrar. Um það má tala í annað sinn, en nú vil ég geta þess, að þá verður að var- ast að gefa mikið af einstakri fóðurbætistegund. Þessvegna eru þá gefnar fóðurblöndur. Eggja- hvítumagnið í fóðureiningunni þarf, ef mátulegt eggjahvítu- magn er í viðhaldsfóðrinu, að vera 150 gr. í fóðureiningu, en í heyinu okkar eru hlutföllin venjulega svo, að eggjahvítu- magn afurðafóðursins þarf að vera breytilegt, eftir því hve mikið er gefið af heyi, og eftir því hve mikið kýrin mjólkar. Þess vegna er líka eggjahvítu- magn fóðurblandanna haft mis- jafnt. Enn er fóðurbætir gefinn fé með beit, og ám, þegar fram á líður, til þess að fá stærri burð, og þar með meiri skrokkþunga að haustinu. Þá þarf að gefa eggjahvíturíkan fóðurbæti. í beitinni fær ærin að vetrinum mjög lítið af eggjahvítuefnum, og því þarf hún mikið af þeim í viðbótarfóðrinu. Síldarmjöl hefir verið reynt til þess að gefizt ágætlega. Það var ódýrt 1929 og í sumar, miðað við aðrai’ eggja- hvíturíkar fóðurbætistegundir. Þá hvatti maður því til að kaupa það. Nú er það dýrt. Og það er líklegt að soyjaskro reynist lítið eða ekki ver. Þeir sem því ætla sér hér eftir að kaupa fóðurbæti 1 þessu skyni, ættu að reyna það, en gera það samt með gát, því hér er um líkur að ræða, en ekki vissu. Um leið og ég þá lík máli minu skal ég taka fram: Reynið að minnka barlómstón- inn, hanix á að verða landrækur. Reynið að auka öryggi búanna, ]>að er okkur ekki vansalaust, kynslóðinni sem nu lifum, ef okk- ur tekst það ekki. Til heyspamaðar er blanda af mais og soyjaskro ódýrust. Handa mjólkurkúm á yfirleitt að gefa fóðurblöndur. Handa sauðfé, með beit, og lianda ám síðari hluta vetrar, )>aif að gefa eggjahvíturíkt fóð- ur. Síldarmjöl hefir reynst vel, en töluverðar líkur eru fyrir að soyjaskro geti verið eins gott, og það er nú miklu ódýrara. Vorið er að koma, það kemur í dag. Þá vaknar allt til lífsins. Is- lenzkir bændur, með vorinu hefj- ið þið líka á ný umbótastarfið fyrir sveitina ykkar og landið ykkar, og heill fylgi ykkur í því starfi. Páll Zóphóníasson. ----0——

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.