Tíminn - 01.04.1931, Blaðsíða 2

Tíminn - 01.04.1931, Blaðsíða 2
74 TlMINN Alþingi í sambandi við umrœður um frv. þeirra Jóns Ól. og Har. G. um, að ríkið ábyrgðist innstœður sparifjár- eigenda í Útvegsbóanka íslands, þóttust íhaldsmenn fá tækifæri til að rifja upp minningar frá dögum íslandsbanka. Reið M. G. fyrstur á vaðið og lýsti átakanlega þeim of- sóknum sem sá banki hefði orðið fyrir. Virtist hann vara búinn að gleyma því, að einu sinni fleygði hann þó sjálfur í bankann einum 7 milj. kr. af fé landsins, með veikri heimild að baki. Sig. Eggerz þótti bera nauðsyn til að minna á, að einu sinni hefði hann staðið mjög nærri bankanum. Lýsti hann því yfir, að öll þessi ofsókn, sem bankinn hefði orðið fyrir, væri af stað komin, til þess að ná sér niðri á vissum stjóm- málamanni. Fór hann út frá því að tala um þingmannskosningu í Dala- sýslu, og undirbúning undir hana. Varð þeim sem að komu umræð- unum um það leyti, torvelt að átta sig á, hvaða mál nú væri verið að ræða af þeim, sem á dagskrá voru. Annars lýsti Sig. Eggerz því yfir, að „það hefðu verið mestu fjármálaaf- glöp, sem gerð hefðu verið hér á landi, þegar íslandsbanki var stöðv- aður'. Tóku sumir þessi ummæli þannig, að hann ætti við, að mestu fjármálaafglöp sem gerð hefðu verið hér á landi, hefðu orðið þess vald- andi, að íslandsbanki varð að hætta. þótti það sannmæli. En aðrir litu nú svo á, að ummælin bæri að skilja á þann hátt, að „fjármálaafglöpin" hefðu verið þau, að svifta banka- starfsemina hér á landi jafn dýr- mætum starfsmönnum og hv. þm. Dalamanna og félögum hans í bankastjóm íslandsbanka. Vert er að geta þess, að S. E. talaði fimm sinnum og var ekki nema einu sinni hringdur niður fyrir óviðeigandi orðbragð. Var þolinmæði forseta mjög rómuð, sem von var. Ólafur Thors vildi minnast þess hvað hann hefði aðstoðað íslands- banka sáluga. Benti hann í því sam- bandi á snjallræði það, sem hann og 1. þm. Skagf. komu með á þingi í fyrra. Vildu þeir að ríkissjóður keypti allar „eignir" íslandsbanka með því að leggja- í hann 3 milj. kr. og þótti Ó. Th., sem það mundi hafa verið þjóðráð. En mjög dofnaði yfir lionum, er forsætisráðherra benti honum á, að niðurstaðan liefði orðið sú á þessum „kaupurn", ef þau hefðu yerið framkvæmd, að allar þrjár miljónirnar hefðu nú verið tapaðar og 1% milj. að auk. Að þessi „kaup“ hefðu með öðrum orðum gert ríkis- sjóð að eina eiganda að öllum töpum Islandsbanka, sem nú eru metin um fram hlutafé og varasjóð 4% milj. kr. En eins og málið réðist, standa nú 6 milj. kr. af öðru fé en ríkis- sjóðs fyrir þeim töpum, sem orðin eru og verða kunna á bankanum. Frv. og þáLttU. Frv. um fimmtardóm. Flm.: Ingvar Pálmason. Frv. er flutt eftir tilmæl- um dómsmálaráðherra og í aðalatrið- um eins og í fyrra. í greinargjörð- inni segir svo m. a.: , „Við „system“-skipti þau, sem urðu hér á landi 1927, hefir komið í ljós, að liið gamla embættaskipulag var að ýmsu leyti orðið mjög úrelt. Bók- færsla ríkisins og endurskoðun var afarúrelt og ófullkomin. Framkvæmd á skiptum dánarbúa var sein og væg- ast sagt óþarflega dýr fyrir sum dánarbúin. Virðing lögreglunnar í höfuðstaðnum var ekki meiri en svo, að lögregluþjónn varð að fara í einkamál við afbrotamann, sem hrækti á lögregluna, þegar liún var að gegna skyldum sínum. Á sjónum var réttarfarinu ekki öllu betur fram- fylgt, því að í bókum hins íslenzka gæzluskips stendur, að tveir íslenzkir togarar voru „reknir úr landhelg- inni“, árið 1924, en ekki kærðir, og er vitanlegt, að þar hefir yfirstjórn land- helgismálanna lagt fingur í milli. Á undanförnum árum hafa ýmsir af þessum ágöllum verið lagaðir. Lög- reglan i Reykjavik er orðin sterk og bænum til sóma. Dánarbúum er skipt eins fljótt og unnt er og með öllu lagður niður sá siður, að skipta- ráðandi taki innstæður úr sparisjóðs- bókum búanna og leggi inn á sinn reikning og sér til hagsmuna. Bók- færsla ríkisins og ríkisstofnana er að verða eins fullkomin og hjá öðrum menntuðum þjóðum. Endurskoðun hjá innheimtumönnum ríkissjóðs fer fram árlega. Og íslenzkir togarar eru orðnir jafnhræddir við land- helgisgæzlu þá, sem ríkið kostar, eins og erlendu skipin. Fyrirkomulagi hæstaréttar hlaut að vera meir en lítið ábótavant, eins og öðrum hliðstæðum réttarfarsfram- kvæmdum á sama tíma. Það var þess vegna óhjákvæmileg skylda þess þingflokks, sem í svo mörgum efn- um hafði tekizt að ráða bót á sleiíar- lagi undangenginna þingmeirihluta, að freista líka að gera aðaldómstól landsins sem bezt úr garði, svo að hann væri í alla staði að fomii og vinnubrögðum samboðinn þjóð, sem ætlar að halda sínum sessi í heiðri meðal frjálsra menningarþjóða". Frv. um br. á 1. 1929, um einkasölu á síld. Flm.: Jóhann þ. Jósefsson, Pétur Ottesen og Ólafur Thors. Frv. um ríkisútgáfu skólabóka. Flm.: Jafnaðarmenn í Nd. Frv. um br. á 1. 1929, um rekstur verksmiðju til bræðslu síldar. Flm.: Ólafur Thors, Pétur Ottesen og Jó- hann þ. Jósefsson. Frv. fjallar um breytingar á skipun verksmiðju- stjórnarinnar. Verksmiðjunni stiórna nú 3 menn, einn skipaður af atvinnu- málaráðherra, einn af bæjarstjóm Siglufjarðarkaupstaðar og einn af stjórn síldareinkasölunnar. Frv. um br. á 1. 1923, um vamir gegn kynsjúkdómum. Flm.: Halldór Steinsson og Pétur Magnússon. Frv. um þingmannakosning í Reykjavik. Flm.: Héðinn Valdemars- son og Sigurjón Á. Ólafsson. Samkv. frumv. á Reykjavík að hafa 9 full- trúa á Alþingi, kjöma hlutbundinni kosningu, og eigi þá 33 þingmenn sæti í neðri deild í stað 28 nú. Frv. um br. á 1. 1928, um Bygging- ar- og landnámssjóð. Flm.: Bjami Ásgeirsson. Frv. að mestu samhljóða breytingu, sem sami þingmaður flutti á þingi í fyrra. Frv. um br. á 1. 1921, um sam- vinnufélög. Flm.: Ingólfur Bjamar- son. Miða þessar breytingar að því að taka af vafa um nokkur atriði sam- vinnulaganna. Frv. um br. á 1. 1930, um heimild til ríkisrekstrar á útvarpi. Flm.: Magnús Jónsson. Frv. er um afnám einkasölu á viðtækjum og löggilding ákveðinna viðtækjategunda. Frv. um veitíng læknisembætta. Flm.: Magnús Jónsson. Veita skal læknisembætti ekki seinna en 5 mán- uðum eftir að það losnar og leita álits læknafélagsins og læknadeildar háskólans um veitinguna. Sami þing- maður flytur frv. um „heilbrigðis- ráð“. Frv. um heimild fyrir sýslu- og bæjarfélög til að starfrækja lýðskóla með skylduvinnu nemenda gegn skólaréttindum. Flm.: Bjarni Ásgeirs- son, Magnús Guðmundsson, Haraldur Guðmundsson, Sveinn Ólafsson, Ein- ar Jónsson, Jóh. p. Jósefsson og Gunnar Sigurðsson. Frv. um Útvegsbanka íslands. Flm.: Jón Ólafsson og Haraldur Guðmunds- son. 1 greinargjörð er tekið fram að „lagafyrirmæli um Útvegsbankann séu heldur ófullkomin og nokkuð í molum“ og því hafi flm. þótt „rétt að gjöra frv. að heildarlögum um hann líkt og gjört liefir verið um hina bankana". Ný hlunnindi, sem flm. fara fram á að bankanum séu veitt eru ábyrgð ríkinu á sparisjóðs- innlögum og írestun á inndrætti hinna gömlu seðla íslandsbanka. Frv. um loftskeytatæki á botn- vörpuskipum og um eftiriit með loft- skeytanotkun íslenzkra veiðiskipa. Flm.: Sveinn Ólafsson. Frv. þetta er almenningi kuimugt frá undanförn- um þingum. Andstæðingar frv. hafa haldið því fram hingað til, að slík löggjöf væri óþörf, þar sem ríkis- stjórnin hafði í gildandi lögum (14. nóv. 1917) nægilega sterka heimild til eftirlits með loftskeytum. í tilefni af því hefir verið leitað álits lögfi'æð- ings um þetta efni og er það prent- að í greinargjörð frv. í áliti lögfræð- ingsins segir m. a.: „pó að lög 82/1917 og reglug. 32/ 1918 heimili nokkurt eftirlit með loft- skeytastöðvum yfirleitt, sbr. fyrirsögn laga 82/1917, þá er það þó bersýni- legt, að tilgangurinn með þeim fyrir- mælum, sem þar er að finna, lieiriist alls ekki að loftskeytanotkun veiði- skipa. þetta er og næsta eðlilegt. þeg- ar lögin frá 1917 voru sett, mun ekk- ert íslenzkt veiðiskip hafa liaft loft- skeytaútbúnað. Sá útbúnaður kom síðar til sögunnar. Og lögin frá 1917 og reglug. 1918 beinast sýnilega aðal- lega að því, að hindi’a notkun skeyta sem „geta verið skaðleg velferð landsins", og þar átt við rikismálefni yfirleitt, en ekki eftirlit með land- helgisgæzlu. Aftur á móti beinist frumv. um loftskeytanotkun veiðiskipa eingöngu að því, að lcoma í veg fyrir misnotk- un loftskeyta í sambandi við ólög- legar landhelgisveiðar. þess vegna er í írv., auk skyldunnar til þess að hafa fullkomin loftskeytatæki á öll- um botnvöipuskipum, farið fram á það, að lögleiða þau nýmæli 1) að allir ísl. útgerðamienn, sem hafa skip með loftskeytatækjum við veið- ar her við land, skuli skyldir að láta dómsmálaráðuneytinu í té lykil að hverju því dulmáli, sem notað kann að vera í skeytasendingum milli út- gerðarmanns og veiðiskipa, eða ís- lenzkra veiðiskipa innbyrðis, 2) að landssímastöð og hvert ísl. veiðiskip með loftskeyttækjum skuli hafa sér- inu undir frumrit slíkra skeyta, 3) að hver sá, sem skeyti sendir til eða frá veiðiskipi, skuli undirrita á skeyt- ið drengskaparvottorð um, að skeyt- inu sé ekki ætlað að stuðla að land- helgisbroti, forða sökunaut við töku eða gefa bendingu um ferðir varð- skipa, 4) að skrá skuli í sérstaka bók á loftskeytastöðvum og veiðiskip- um öll skeyti til og frá skipunum i töluröð, með nákvæmri stund og dag- setningu, 5) að loftskeytamenn varð- skipa og starfsmenn loftskeytastöðva í landi skuli skyldir að bókfæra öll loftskeytatæki milli v.eiðiskipa inn- byrðis og skeytaskipti þeirra við land, 6) að landssímastjóra skuli senda frumrit allra loftskeyta, sem milli lands og skipa hafa farið á síðastliðnum mánuði, og skrásetn- ingarbækur skuli senda dómsmála- ráðuneyti, og að öll þessi skjöl séu látin sjávarútvegsnefndum Alþingis í té til rannsóknar, 7) að refsa megi útgerðarstjóra, skipstjóra eða öðrum, sem hagsmuna hafa að gæta og reynzt hafi sannir að sök um brot Síldareinkasala Islands og framtíð hennar. I. Um fá mál síðari ára hefir stað- ið jafn mikill og þéttur styr og um Síldareinkasölu Islands fró byrj- un hennar. Sumar aðfinnslur eru ef til vill réttar, enda mun jafn- an unnið að því af þeim, sem standa Einkasölunni næst, að jafna agnúa þá, sem í Ijós koma. En hitt er verra er aðfinnslurnar eru tómar öfgar, skapaðar í þeim tilgangi að vinna á móti starfi Einkasölunnar og til að spilla fyrir að réttmætar og gagnlegar breytingar nái fram að ganga. Fyrir starfsemi Einkasölunnar eru öfgamar og ýkjumar skað- legri en nokkuð annað, og er í raun og vera vaTla hægt að búast við góðum árangri, þegar Einka- salan aldrei hef ir vinnufrið; aldrei er hið rétta, sem Einkasal- an gerir, viðurkexmt, heldur jafn- an allt, sem opinberlega er um hana sagt í ræðu sem riti lagt út á verstan veg fyrir útflutnings- nefnd hennar og framkvæmda- stjóm sem og fyrirkomulag það, er stofnunin byggist á. Á sama tíma sem fiskfi*am- leiðendur annara landa eru að btndast samtökum, af frjálsum vilja eða með lögum, svo sem sardínuframleiðendur á Kyrra- hafsströnd, fiskútflytjendur í Es- berg í Danmörku, svo ég nefni aðeins fáa, er þess krafizt af sumum að síldareinkasalan verði lögð niður og verzlunin gefin frjáls, og fylgja sem röksemdir upptalning á syndunum. Þó er slakað á þessari kröfu, þegar ber- sýnilegt er, að henni, sem betur fer, verður ekki sinnt, að minnsta kosti ekki að svo komnu máli. Ein upptalning á syndunum birtist í „Vísi“ 10. febrúar og var uppprentun úr Akureyrarblaðinu „íslending“, þó hvergi sjáist þess merki, að um upptuggu sé að ræða. Höfundur er Steindór J. Hjaltalín, útgerðamiaður. Upplýs- ingar þær, er framkoma í umget- inni grein hefðu sjálfsagt orðið gagnlegar ef þeim væri treyst- andi til hlýtar. En vegna þess að svo er ekki, og vegna þess skaða, sem „upplýsingar“ höfundarins hafa orsakað, tek ég þær til at- hugunar. Tvennt í greininni ger- ir það, að verkum, að lesendm* álykta réttilega, að þar er farið með öfgar í þeim tilgangi að spilla fyrir Einkasölunni, enda birtist greinin í þeim málgögnum, sem álitið hafa það heilaga skyldu sína að skaðskemma einkasölu- hugmyndina á allar lundir, og enda hafa umræður þær er urðu á Alþingi og víðar sýnt að eixm partur greinarinnar hefir verið gripinn fegins hendi af mótstöðu- mönnum núveranda einkasölu- fyrirkomulags. Þessi kafli hljóð- ar: „Þó tekur út yfir allt, þegar verið er að vinna íslenzkri síld markað í Ameríku, að slíkt skuli hafa komið fyrir, að áður söltuð síld skuli hafa verið tekin upp úr salti og krydduð og síðan send til Ameiiku sem kryddsíld". Af þessu að dæma virðist svo sem höfundui*inn og þeir aðrir menn, sem notað hafa þetta sem höggstað á Síldareinkasöluna, þekki svo lítið inn á það svið, sem þeir eru að fjalla um, að eðlileg krafa allra sem réttan hlut eiga að máli, verði sú, að þessir sömu menn láti málefnið algerlega afskiftalaust. Er bezt að taka þrennt fram í þessu sambandi: 1) að hægt er að gera góða kryddaða síld úr lítt saltri saltsíld íslenzkri, 2) að líkar að- ferðir þekkjast og eru viðhafðar við sumt af síldarframleiðslu nærliggjandi landa, og 3) að t. d. í New York er lítt sölduð síld frá Maine fylkinu (í Ameríku) og Nýfundnalandi umpcfckkuð og þá jafnframt krydduð; síðan er hún seld annaðhvort þannig eða í ediki, eftir nokkurra mánaða geymslu. — Hitt er aftur allt annað mál, að hér skal ekkert um það dæmt hvort rétt eða rangt hefir verið farið að hjá Einkasölunni í einstökum atrið- um þessari tilraun viðkomandi. En framangreind grein ber eng- ar sannanir fram í hvoruga átt, enda verður manni á að álykta að höfundur hafi hvorki haft vitneskju um það né heldur haft ástæður til að geta tekizt á hendur dómarastarf; og er illt til þess að vita, þegar spillt er af vanþekkingu fyrir málefni, sem gæti verið gott. Ég gizka á í fljótu bragði, að ég þekki yfir 50 mismunandi aðferðir við vex*k- un, söltun og kxyddun síldar (þar í ekki taldar fullnaðarverk- unaraðferðir, svo sem niðurlagn- ingar í dósir, o. s. frv.), en það kann vel að vera, að bæði grein- arhöfundur þekki fleiri verkunar- aðferðir, og einnig þeir þingmexm sem aðrir, er fordæma gjörðir Einkasölunnar, jafnframt því, sem þeir styðjast við upplýsing- ar greinarhöf. En þó þykist ég fullviss um, að hvorki þeir né ég þekkjum helming þeirra aðfei’ða, sem viðhafðar era víðsvegar um heim. Þessir menn hafa því ekki neinn rétt á að finna að gjörðum Einkasölunnar fyr en reynslan er búin að sýna, að villigötur hafi verið farnar. Síldaratvinnuvegur- inn hjá okkur er enn á byrjunar- stigi, og við verðum að þreifa okkur áfram, fet fyrir fet. — Hin upplýsing höfundarins er sú, að hann brigzlar einum fram- kvæmdastjóra Einkasölunnar beinlínis og útflutningsnefnd og hinum framkvæmdastj óranum ó- beinlínis, sem samsekum um að hafa farið óheiðarlega að og móti betri vitund, við leigu á tunnu- flutningaskipi. Hæfir ekki að gjöra slík brigzlyrði að umtals- éfni í blöðum. — Þá gefur höf- undui'inn í skyn um Einkasöluna, að hún hafi aldrei gext það sem útgerðarmenn og sjómenn hafi viljað. Athugi rnaður nú með fullri sanngimi gerðir Einkasölunnar, verður að viðurkennast, að hún hefir faríð allar þær Ieiðir, sem útgerðai’menn, sjómenn og aðrir kröfðust af hexmi þegar í byrjun. Ef árangurinn hefir því ekki orðið nógu góður ennþá, hlýtur það að stafa af því, að leiðin hefir orðið torsótt — meðfram fyrir undirróður mótstöðumann- anna —, eða að kröfurnar hafa ekki verið hinar réttu, ellegar að þær hafa ekki verið nógu víðtæk- ar og miklar. Þess var krafizt, að takmarka ætti verkunarmagn síldar ár hvert. — Þetta var gent. Þess vai' eixmig krafist, að selja ætti síld til Rússlands — þetta var gert. Þess var og kraf- izt, að leita ætti nýrra markaða — þetta var gert. Þá var þess krafizt, að bæta ætti verkun síld- ariimar og hafa betra eftirlit með henni — þetta var gert fyrst en mæltist illa fyrir. Og síðan var þess krafizt, að komið yrði upp síldarbræðslu — þetta var líka gert, þó það sé utan við starfssvið Einkasölunnar. En þess var aldrei krafizt, að unnið yrði á móti . þeirri svívirðu, að Norðmenn þeir og aðrir útlend- ingar, er verka síld utan land- helginnar, en nefni síldina Is- landssíld, þó aldrei komi hún á íslenzka grund né skip. Eins og er með aðrar megin- vörur, ef svo mætti kalla, (staple articles) á síldin og síldarútveg- urinn viðgang sinn undir þess- nm þremur aðilum: framleiðend- um, neytendum og þeim millilið- um, sem núveranda skipulag mannkynsins útheimtir til dreif- ingar vöranni. Ef nú ekki á að verða kyrstaða, þurfa allar kröf- ur þessara aðila að verða sam- rýmanlegar innbyrðis, því ef einhver aðilixm gerizt of heimtu- frekur, segja hinir: Þið megið eiga ykkur. En því miður hefir verið um stöðugar öfgar að ræða milli aðila þeirra, er átt hafa við íslenzka síld og framþróun at- vinnuvegarins því orðið lítil. En við íslendingar erum komn- ir á alveg rétta braut, sem framleiðendur. Við höfum komið á hjá okkur samvinnu um fram- leiðsluna og söluna; en þó skipu- lag sé komið hér heimafyrir, er samt erfitt og mikið verk eftir, en það er að koma skipulagi á út á við — á neytendamarkað- ina og brúa bilin á milli allra þeirra sem þátt taka í að koma vörunni til neytendanna. Við höfum fyrir okkur dæmi þess, t. d. um kaffi, banana, eldspýtur, að þessar atvinnugi*einar hafa verið á leið að komast í kaldalxol. En með skipulagi, er nær um gjörvallan heim, hefir þeim ekki einungis orðið viðbjargað, heldur hefir hið nýja skipulag áunnið sér traust fjármálamanna, sem keppst hafa um að eignast ein- hver ítök. Og allsstaðar hefir skipulagið, þegar það loks komst á, átt upptök sín hjá framleið- endunum, og það hefir veríð verk þeirra að skipuleggja út á við allsstaðar eftir að sameiningin var komin á fastan grundvöll innbyrðis. II. I greinum, sem ég reit í Ak- ureyrarblaðið „Dag“, og út kom í janúar og febrúar sl., tilfærði ég m. a. sögu Síldareinkasalanna beggja í Noregi og sýndi, að á- rangurinn hjá þeim hefir ekki einungis kveðið niður allar hrak- spár mótstöðumaxmanna, heldur farið langt fram úr björtustu vonum fylgismannanna- En í lok greinar mixmar gat ég þess, að ég myndi taka síðar til athugun- ar ráðstafanir Brasilíumanna út af kaffiframleiðslu þeirra, því síðan 1921 hefir þeim tekizt að

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.