Tíminn - 25.04.1931, Blaðsíða 1
©jalbfeti
og afgrci&slumaður Címans er
Hantipeig þ o r s t ei nsoóttir,
£c5fjargötu 6 a.
KeyfjaDÍf.
^fgreiböía
íTimans er i Scefjargötu 6 a.
(Dpin öagjeg,a- fl. 9—6
Strhi 2353
IV. árg.
Reykjavík, 25. apríl 1931.
33. blað.
Þjóðræði
Horft til lslands.
Fyrir ári síðan héldum við Is- i
lendingar hátíð til minningar um
þúsund ára sögu Alþingis. Um ''
heim allan var því athygli veiti
og um það fengin viðurKenning,
að við ættum lengsta og um
margt merkasta þingsögu allra
þjóða.. |,
Og nú ári síðar berast um heim-
inn frá landi okkar svo fáheyrð-
ar sögur um barnalegan hugsun-
arhátt sumra stjórnmáJaflokka i
sambandi við þinghaldið, að alla
mun reka í rogastans, og þó mun
þá furða mest á því að slíkar sög-
ur skuli berast einmitt frá land-
inu, sem á þúsund ára þingsög-
una. *
1 öllum öðrum þingræðislöndum
en íslandi er öllum almenningi
vel um það kunnugt, hve þingrof
er sjálfsagður og nauðsynlegur
liður í stjórnarfarinu. Þar er
kjósendunum sú hugsun runnin í
merg og bein, að þegar ákveðnir
viðburðir bera við í stjórnmálalíf-
ínu, þá sé þingrof ekki einungis
heimirt, heldur sjálfsagt og nauð-
synlegt.
í engu nágrannalandi okkar
væri það hugsanlegt að hægt
væri að æsa mikinn hluta höfuð-
staðarbúa til óspekta út af því
að skotið er til þeirra eigin úr-
skurðar þýðingarmiklum þjóð-
málum.
, I engu nágrannalandi okkar
gæti annar eins gamanleikur átt
sér stað og sá að eftir að búið
er að rjúfa þingið og málin þann-
ig eru fallin undir dómstól þjóð-
arinnar, þá strituðust gömlu
þingmennirnir áfram við að sitja
í þingstólunum, neituðu að ganga
undir dómstól þjóðarinnar og
þættust vera að halda þing.
Undrandi horfa stjórnmála-
menn erlendra ríkja á aðfarir
Islendinga að loknu 1001 Alþingi
þeirra. Annari samkomu gat
slíkur barnaskapur verið samboð-
inn — en allra sízt hinu elzta
þjóðþingi veraldarinnar.
Þingræði og þingrof.
Því er haldið fram, í blákaldri
alvöru að því er virðist, að þing-
rofið sé brot á almennum þing-
ræðisreglum.
Er þá brotaminnst að rifja upp
nokkur hin nýjustu dæmi úr sögu
þingrofanna hjá nágrannaþjóð-
unum.
Árið 1924 fór jafnaðarmanna-
stjórn með völd á Englandi í
fyrsta sinn. MacDonald var for-
sætisráðherra. Jafnaðarmenn
höfðu ekki meirihluta. Frá síð-
ustu kosningum studdist stjórnin
við hlutleysi frá frjálslynda
flokknum. Út af ýmsu er á milli
hafði borið, en sérstaklega út af
einu máli — verzlunarsamningum
við Rússa — sagði frjálslyndi
flokkurinn upp hlutleysinu og
snerist gegn stjórninni. Það lá
þannig fyrir að stjómin var kom-
in í minnihluta. Hvað var þá
gert? Þingið var þegar rofið og
málum flokkanna þegar skotið
undir dómstól þjóðarinnar með
nýjum kosningum.
Árið 1926 fór jafnaðarmanna-
stjórn með völd í Danmórku. Th.
Stauning var forsætisráðherra.
Jafnaðarmenn höfðu ekki meiri-
Atvinnumálaráðherrann nýi
hluta. Frá síðustu kosningum
studdist stjómin við hlutleysi frá
radíkala flokknum.
Út af ýmsu er á milli hafði boi-
ið, en sérstaklega út af einu máli
— mjög hækkuðum tekjuskatti af
hátekjum — sagði radíkaíi flokk-
urinn upp hlutleysinu og snerist
gegn stjórninni. Það lá þannig
fyrir að stjórnin var komin í
minnihluta. Hvað var þá gert?
Þingið var þegar rofið og málum
flokkanna þegar skotið undir
dómstól þjóðarinnar með nýjum
kosningum.
Árið 1929 fór vinstrimanna-
stjórn með völd í Danmörku.
Madsen Mygdal var forsætisráð-
herra. Vinstrimenn höfðu ekki
meirahluta. Frá síðustu kosn-
ingum studdist stjórnin við hlut-
leysi frá íhaldsmönnum. Útaf
ýmsu er á milli hafði borið, en
sérstaklega útaf einu máli —
fjárveitingum til hermála — sagði
íhaldsflokkurinn upp hlutleysinu
og snerist gegn stjórninni. Það lá
þannig fyrir, að stjómin var kom-
in í minnahluta. Hvað var þá
gert? Þingið var þegar rofið og
málum flokkanna þegar skotið
undir dómstól þjóðarinnar með
nýjum kosningum.
Svo kemur hliðstæða dæmið frá
íslandi.
Árið . 1931 fór Framsóknar-
stjóm með völd á Islandi. Tryggvi
Þórhallsson var forsætisráðherra.
Framsóknarmenn höfðu ekki
meirahluta. Frá síðustu kosning-
um studdist stjórnin við hlutleysi
frá jafnaðarmönnum. Útaf ýmsu
er á milli hafði borið, en sérstak-
lega útaf einu máli — stórfelld-
um breytingum á kjördæmaskip-
uninni — sögðu jafnaðarmenn
upp hlutleysinu og snerust gegn
stjórninni. Það lá þannig fyrir að
stjórnin var komið í minnahluta.
Hvað var þá gert? Þingið var
þegar rofið og málum flokkanna
þegar skotið undir dómstól þjóð-
arinnar með nýjum kosningum.
Það liggur í augum uppi að að-
staðan á Alþingi Islendinga 1931
var nákvæmlega sama og aðstað-
an í enska þinginu 1924 og í
danska • þinginu bæði 1926 og
1929.
Þingrofið á Islandi 1931 er
framkvæmt af nákvæmlega sömu
ástæðum sem þingrofið á Eng-
landi 1924 og þingrofið í Dan-
mörku 1926 og 1929.
Þingrofið nú á Islandi er fram-
kvæmt í nánasta samræmi við
þær reglur, sem gilda í öðrum
þingræðislöndum.
Allt hjal um þingræðisbrot í
sambandi við þingrofið er gripið
úr lofti.
Sannleikurinn er sá að ef Al-
þingi hefði ekki verið rof ið nú, þá
hefði verið framið brot á þeim
reglum, sem gilda í þessu efni
hjá öðrum þingræðisþjóðum.
Þingrofið er framkvæmt til
þess að fullnægja hinu sanna þjóð-
ræði.
Einræðishjalið.
Ennþá hlægilegra og barnalegra
er hjalið um það að stoihað hafi
verið til einræðisstjórnar á ís-
landi með þingrofinu. Og þetta á
að vera einhver alveg einstakur
viðburður. Og einræðið á að vera
Þriðjudaginn 20. þ. m. var Sigurður Kristinsson forstjóri Sam-
bands ísl. samvinnufélaga skipaður atvinnu- og samgöngumálaráðherra,
jafnframt því, sem Jónasi Jónssyni dómsmálaráðherra og Einari Árna-
syni fjármálaráðherra, var, samkvæmt beiðni þeirra, veitt lausn frá
embættum. En lausnarbeiðni þeirra var send til frekari áréttingar því,
að ráðuneytið skoði sig aðeins sem bráðabirgðastjórn, unz þing kemur
saman eftir kosningamar, og því eigi þörf þriggja ráðherra.
Atvinnumálaráðherrann nýi, Sigurður Kristinsson, er þjóðkunn-
ur maður fyrir starf sitt í þágu samvinnufélaganna.
Hann er fæddur í Öxnafellskoti í Saurbæjarhreppi í Eyjafirði
2. júlí 1880. Foreldrar hans voru hjónin Hólmfríður Pálsdóttir (sem
enn er á lífi) og Kristinn Ketilsson bóndi í öxnafellskoti.
Að loknu námi í Möðruvallaskóla dvaldi Sigurður nokkur ár við
verzlunarstörf á Austurlandi. Árið 1906 réðst hann sem starfsmaður
til Kaupfélags Eyfirðinga, en félaginu veitti þá forstöðu Hallgrímur
heitinn bróðir hans. Árið 1918, þegar Hallgrímur var orðinn forstjóri
Sambands ísl. samvinnufélaga, tók Sigurður við framkvæmdastjórn
Kaupfélags Eyfirðinga. Og við lát Hallgríms, snemma á ári 1923, féll
það enn í hans hlut að halda áfram starfi bróður síns, því að Hallgrími
látnum átti enginn jafn óskorað traust allra samvinnumanna í landinu
og Sigurður Kristinsson.
Kvæntur er Sigurður Guðlaugu Hjörleifsdóttur prófasts frá
Undirfelli, systur Einars H. Kvaran skálds.
Hér verða eigi nánar rakin æfiatriði Sigurðar eða grein gjörð
fyrir hinu umfangsmikla og margháttaða staríi, sem hann á að baki.
En þegar honum nú um stund a. m. k. hefir verið falið að fara með
nokkuð af æðstu völdum þessa lands má fullyrða, að til þess hyggja
margir gott, en enginn illt.
í því fólgið, að vegna þingrofsins
sé ekkert þing til, þangað til það
vei*ður aftur kosið, er kosningarn-
ar fara fram.
Það eru meiri tíðindin á Is-
landi þetta að þing er rofið og
ekkert þing til í bili! Það er
meiri stórviðburðurinn þetta, að
ráðuneyti skuli leggja til, að þetta
sé gert' Þetta sem er beinlínis
fyrirskipað í stjómarskrámh und-
ir vissum kringumstæðum.
I 76. gr. stjórnarskrárinnar er
svo ákveðið að ef tillaga um
breyting á stjórnarskránni nái
samþykki Alþingis „skal rjúfa
Alþingi þá þejfar og stofna til al-
mennra kosninga af nýju".
Þetta einræði, sem verið er að
hjala um, þetta ástand að stjórn-
in situr og f er með völd án þess
að nokkuð Alþingi sé til í bili,
þetta „einræði", er beinlinis fyrir-
skipað í stjórnarskránni.
Er þess og skemmst að minnast
hvenær þetta skelfilega „einræði"
,var síðast á íslandi. Það voru síð-
ustu mánuðirnir fyrir síðustu al-
mennar kosningar alveg eins og
nú fyrir þessar kosningar.
Þá, í þinglokin 1927, var sam-
þykkt tillaga um breyting á
stjórnarskránni og Alþingi var
rofið og Jón Þorlaksson var „ein-
)-æðisherra" til kosninganna alveg
eins og ég er nú og álíka langan
tíma.
Munurinn er aðeins sá, að nú-
verandi stjórn hefir lýst því yfir,
og það hefir verið áréttað með
sérstökum hætti, að hún muni
fara með ríkisvaldið innávið einT
ungis sem bráðabirgðastjórn, til
Jvosninganna. En af háJfu fyrver-
andi stjómar lá engin yfirlýsing
fyrir um þetta 1927 og var þó til
þess nægilegt tilefni, vegna yfir-
lýsingar frá meirihluta neðri
deildar Alþingis um það efni.
Einræðishjalið er barnahjaL En
fyrir þann er þetta ritar, er það
vissulega hlægilegt, að vera fyrst
borinn því orði árum saman að
vera valdalaust núli, en fá svo
allt í einu á sig stimpil um alveg
hið gagnstæða og kallast: ein-
ræðisherra. Og tilefnið ei* það á-
stand sem beint er fyrirskipað í
stjómarskránni! Og það sem
gjört er, er það að leggja völdin
og dóminn í hendur kjósendanna
í landinu.
Það er ekki einræði, sem komið
hefir verið á á Islandi nú, frekar
en áður er þing hefir verið rofið.
Til þess að fullnægja hinu sanna
þjóðræði hefir nú öllum málum
verið skotið undir dómstól þjóðar-
innar.
Tryggvi Þórhallsson.
Játníng
íhaldsins
Morgunbl. ómerkir yfirlýsingu
Jóns Þorlákssonar.
Sama kvöldið, sem síðasta
svarið kom frá- konungi viðvíkj-
andi þingrofinu hélt Jón Þorláks-
son ræðu á svölum Alþingis. J. Þ.
lýsti þá yfir því í áheym mörg
þúsund manna,að íhaldsflokkurinn
hefði ætlað sér að halda þing-
störfum áfram þrátt fyrir þing-
rofið, en væri nú fallinn frá þeirri
fyrirætlun, og ástæðan væri sú,
að Gunnar Sigurðsson frá Selalæk
hefði ekki, þegar á reyndi, feng-
ist til að taka þátt í þinghaldi
áfram, og án hans væri ekM
meirihluti í neðri deild, og deildin
því ekki ályktunarfær.
Mikill meirihluti áheyrendanna
vissi, að Jón Þorláksson fór með
ósannindi. Afstaða Gunnars frá
Selalæk var ekki það, sein máli
skiptá. Ástæðan var sú, að „hinir
gætnari og hyggnari menn í
íhaldsflokknum" (svo að notað sé
orðalag Ólafs Thors) þorðu ekki
og gátu ekki haldið áfram þiny
inu og höfðu aldrei ætlað sér þa^
því að til þess þurfti stjórnarbylt-
ingu. ?
Viðurkenningu íhaldsflokksins á
því, að Jón Þorláksson hafi far-
ið með ósannindi á þinghússsvöl-
unum og allar æsingatilraunir
stjórnarandstæðinga hafi verið
skrípaleikur, er að finna í Mbl.
fimmtudaginn 23. þ. m. 1 smá-
grein, sem heitir „Þingræðisbrot-
ið og Alþýðublaðið", segir svo:
„Eftir að úrslitasvar konungs
var komið, þar sem haldið var
tfast við þingrofið, var ekki til
neins fyrir þingmeirahlutann, að
setjast á þingbekkina og halda
áfram þingstörfum. Með svari
konungs var það öllum ljost, að
Alþingi var leyst upp — það var
ekki lengur til"*).
Þannig er það nú loksins ját-
að af sjálfu höfðumálgagni
íhaldsflokksins, að öll þau ósköp,
sem gengið hafa á hér í bænum
undanfarinn tíma, voru ástæðu-
laust fálm, sem engan löglegan.
árangur gat borið, og að þær þús-
undir manna, sem kvöld eftir
kvöld var hóað saman til að hlustá
á æsingaræður og götusamþykkt-
ir, hafa verið hafðar að ginning-
arfíflum á hinn hæðilegasta hátt
af forsprökkum stjórnarandstöðu-
flokkanna.
*) Leturbr. Tímans.