Tíminn - 02.05.1931, Side 2
108
TIMINN
Það er eins og við fyrst nú
á allra síðustu árum ihöfum fund-
ið töfraorðið: „Sesam, opnist þú“
að hinum innri hvelfingum, sem
sýna framtíðarmöguleika hins ís-
lenzka landbúnaðar og afkomu-
möguleikana fyrir fólkið, þegar
hinum réttu aðferðum er beitt.
Og þó er það trúa mín, að enn
séu óopnuð hin allra veglegustu
salakynni.
í samræmi við þessa nýju opin-
berun um nútíðar- og framtíðar-
aðstöðu sveitanna, hefir nú á hin-
um allra síðustu árum hafizt sú
öld, að fara að beina fjfirmagni
til sveitanna.
Aldrei hefir jafnmiklu nýju
fjármagni verið beint til hinna
dreifðu byggða um landið, utan
Reykjavíkur, eins og árið sem
leið.
Méð þessu er verið að snúa
strauminum í þjóðlífinu. Skapa
vaxtarmöguleikana í sveitunum
og þar með undirstöðuna til stöðv
unar fólksfækkunarinnar í hinum
dreifðu byggðum, og til nýrrar
fólksfjölgunar þar.
Það er þvi hið hróplegasta
ranglæti að stofna einmitt nú til
gjörbreytingar ó kjördæmaskip-
uninni, á grundvelli höfðatölunn-
ar einnar, þegar af þessari ástæðu
einni, að straumhvörf eru að
verða í þjóðfélaginu einmitt að
þessu leyti.
Héröðin utan Reykjavíkur eiga
kröfu til þess, að slegið verði á
frest gjörbreytingu á kjördæma-
skipuninni, sem reist er á höfða-
tölunni einni, þangað til komið er
í ljós hver verður árangur hinn-
ar nýju öldu, sem nú er risin,
sem stöðvar strauminn til Reyk-
javíkur og beinir honurn aftur leið
út um byggðimar.
Höfðatölureglan skapar ranglæti.
Eg hygg að óhætt sé að full-
yrða, að í engu landi í heiminum
sé kjördæmaskipuninni svo hátt-
að, að höfðatalan ein eigi að ráða
úthlutun þingsæta, eins og gert
var ráð fyrir í leynisamningnum.
í engu Norðurlandanna er hið
pólitíska veldi höfuðborgarinnar
neitt svipað því, sem veldi Reyk-
javíkui' yrði samkvæmt þesaari
k j ördæmaskipun.
Aðstaða þeirra, sem í kaupstöð-
um og kauptúnum búa, til að
sækja kjörfund, er svo ólík að-
stöðu sveitafóiksins til þess, að
það, að úthluta þingsætum eftir
höfðatölunni einni, skapar hið
mesta ranglæti.
1 bæjunum keppast pólitisku
flokkamir við að sækja fólkið í
bílum á kjörstaðinn og flytja það
aftur heim. En vegalengdir og
hverskonar torfærur hindra kjör-
sóknina í sveitum.
Engum hefir og enn dottið 1
hug, eða a. m. k. ekki borið það
fram opinberlega, að láta höfða-
töluregluna gilda einhliða á öðr-
um hliðstæðum sviðum, t. d. um
kosning úr hreppunum «til sýslu-
nefndar.
Höfuðnauðsyn þjóðfélagsins.
Sterkt og réttlátt bændavald.
Hin mesta hætta, sem vofir nú
yfir hinni íslenzku þjóð, stafar af
ofvexti Reykjavíkur.
Sú hætta er ekkert nýtt fyrir-
brigði. Utan úr heimi hafa lengi
borizt hersögumar út yfir Islands
ála af átökum aðiljanna ytra í
vinnudeilunum í hinum miklu iðn-
aðarborgum.
ófríðarhættan ó þessu sviði
kemur með vexti bæjanna. Hún
er þegar orðin allmikil hér á landi
og langsamlega alvarlegust í
Reykjavík.
Það hefir tekizt til þessa að
firra vandræðum, áður en hin
allra alvarlegustu tíðindi yrðu.
En skainmt var áreiðanlega orðið
til meiri tíðinda er deilan stóð um
sjómannakaupið í ársbyrjun 1929.
Síðan hefir verið friður að kalia
á yfirborðinu, en það hefir vexið
„vopnaður friður“ og óhugsandi
er annað, en hin alvarlegustu á-
tök hefjist innan stundar.
Ef það yrði gert, sem stefnt
er að með hinni nýju kjördæma-
skipun, að draga svo einhliða hið
pólitíska vald undir Reykjavík,
þá vofir margföld hætta yfir þjóð
inni af þeim kaupstyrjöldum, sem
vafalaust munu dynja yfir Reyk-
javík á næstunni.
Þá munu Reykvíkingarnir ekki
gera upp sakirnar „í bróðerni“,
eins og nú, er þeir vilja hremma
hið pólitíska vald úr höndum
bænda og byggðamanna utan af
landinu. Þá munu þeir ekki standa
lilið við hlið á Bvölum Alþingis-
hússins, Héðinn Valdimarsson og
Ólafur Thors og tala um „einn
flokk“.
Þá mun Reykjavík, því miöur,
standa í ljósum loga stéttabarátt-
unnar — innbyrðis munu Reyk-
víkingar þá heyja hina beizku
baráttu. Sjálfir munu þeir ekki
færir um að firra hinum verstu
vandræðum.
Þá er það höfuðnauðsyn, að til
sé öflugt bænda- og byggðavald,
sem semji sættir milli öfgaflokk-
anna í kaupstöðunum og I Reyk-
javík sérstaklega.
1 Reykjavík eru þær öfgai' a
ferð í sambúð manna á meðal
og eigi síður í skoðunum um það,
eftir hverjum leiðum eigi að
stjóima landinu og átök og svift-
ingar verða þar svo harðar í ná-
víginu, að við voðann sjálfan
liggur, ef ekki er til þriðja vald,
sem á styrk sinn utan Reykja-
víkur.
öllum þeim, sem ekki eru sjálf-
ir þátttakendur í Hjaðningavíg-
um andstæðanna í Reykjavík, er
það ljóst, að þjóðíélaginu er það
nauðsyn að þungamiðja hlns póli-
tíska valds séhjáhvorugumöfga-
fiokkanna reykvísku; heldur að
þungamiðjan sé hjá þriðja aðilj-
anum, sem hefir rólyndi til og
réttdæmi að láta ekki blindast 1
stéttabaráttunni.
Tilveruréttur núverandi
kjördæma.
Hin nýja kjördæmaskipun gjör-
ir ráð fyrir, að niðui’ leggist öll
núverandi kjördæmi nema Reyk-
javík.
Það á að svifta öll önnur nú-
vei’andi kjördæmi landsins þeim
æfagamla rétti þeirra, að eiga sér-
stakan eða sérstaka þingfulltrúa.
Er það þá svo, að þetta gamla
skipuleg hafi reynst svo illa, að
rétt sé að henda því frá sér og
taka upp nýtt skipulag, sem samið
er við skyndiráð Reykvíkinga,
sem ekkert þekkja til út um
land?
Eg fullyrði að núveranda skipu-
lag hafi flutt héröðunum út um
landið hinar mestu hagsbætur.
Þingmenn hinna einstöku kjör-
dæma hafa í mörgum tilfellum
verið hinir allra þörfustu for-
göngumenn um hin brýuustu
nauðsynjamál héraðsins.
Hið nána persónulega samband
sem verður milli kjördæmisins
og þingmannsins, sem af alhug
setur sig í fylkingarbrjóst um
að fullnægja réttmætum kröfum
frá héraðsins hálfu, það kemur
miklu góðu til leiðar.
Vitanlega ber þingmanninum
að hafa fyrst og fremst heill og
þarfir heildarinnar fyrir augum.
En skipulagið sem nú er hefir
beinlínis kallað á menn til for-
ystu um að leysa vandamálin í
hinum dreifðu byggðum.
Fulltrúar héraðanna útávið
hafa þingmennirnir verið í fjöl-
mörgum tilfellum, og hefir sann-
arlega ekki af veitt, svo rík sem
tilhneigingin hefir verið, einkum
hjá peningastofnununum, að
draga allt til Reykjavíkur og
undir Reykjavík.
Ég gæti nefnt fjölmörg dæmi
um það hve núveranda skipulag
hefir reynst byggðunum um land-
ið vel í þessu efni. Þau dæmi má
finna innan vébanda allra stjórn-
málaflokka. En mál mitt verður
nógu langt þótt ég lengi það ekki
með slíkum dæmum. Enda munu
þau dæmi liggja laus í hugum
rnanna um allt land, ef um er
hugsað.
Þau misstu spón úr askinum
sínum, héröðin víða um land, ef
þau misstu réttixm itil þess að
eiga sérstakan þingmann.
Gerið ykkur allra ljósasta grein
fyrir þessu atriði bændur og
kauptúnabúar í hinum dreifðu
byggðum um allt land.
ókostir stóru kjördæmanna.
í stað hinna mörgu sjálfstæðu
núverandi kjördæma eiga að
koma þessi stóru og sum gríðar-
stóru kjördæmi og hlutfallskosn-
ingar í öllum.
Hið nána samband milli þing-
mannsins og þess kjördæmis sem
er kjördæmi hans eins, er alveg
horfið. Aðstaðan yrði nánast eina
og til núverandi landkjörinna
þingmanna.
Hvötin fyrir þingmanninn að
gerast forystumaður framfara-
mála héraðsins er að miklu leyti
horfin. Hann kemst ekki yfir að
fylgjast með um allt í hinu víð-
lenda kjördæmi.
Þingmaðurinn hverfur inn í
það að verða aðeins einn skák-
maðui’ á taflborði flokksins.
Hver kemst yfir það að fylgj-
ast náið með um þarfir fólksins
frá Trékyllisvík og alla leið norð-
ur á Tjörnes? Hver leggur sig
að því að beitast í einstökum at-
riðum fyrir mál Vestur-Skaftfell-
inga, Rangæinga, Ái-nesinga,
Vestmannaeyinga, Reyknesinga,
Hafníirðinga og Kjósai'sýslu-
manna allra í einu? Hvaða verk-
lag verður á þessu?
Þetta nýja skipulag mundi
svifta héröðin^þeim mjög marg-
víslegu gæðum sem gamla skipu-
lagið færði þeim
• I allra ríkustum mæli myndi
þetta koma í koll bændunum í
stóru kjördæmunum — kjósend-
unum þeim sem erfiðast ciga um
að lóta til sín taka á kjördegi,
og erfiðast eiga um að ná tah af
þingmönnunum.
Valdið yfir framboðunum.
Alvarlegustu afleiðingamar- af
hinni nýju kj ördæmaskipun, ekki
einungis fyrir bænduma, heldur
og fyrir allar hinar dreifðu
byggðir, kaupstaðina og kauptún-
in utan Reykjavíkur, eru þó þær,
að valdið um það hverjir yrðu í
kjöri á hlutfallskosningalistum
flokkanna í hinum stóru nýju
kjördæmum, það mxmdi dragasí
með meiri og meiri þunga til
Reykjavíkui'.
Hliðstæða dæmið eru framboð-
in á landkjörslistana. Valdið um
það er alveg í höndum flokk-
stjórnanrxa í Reykjavík.
Það er enginn vafi á því að
það færi eins er ákveða ætti
flokkslistana í þessum stóm kjör-
dæmum.
í allra fyrsta skiftið yrði eitt-
hvext itillit tekið til núverandi
þingmanna héraðanna.
En meir og meir mundi valdið
dragast í hendur flokkstjómanna
í Reykjavík.
I þessum stóru kjördæmum
yrði ómögulegt að koma á sam-
eiginlegum fundum til þess að
styrkja áhrif héraðsbúanna.
Úr héraðanna höndum drægj-
ust völdin meir og meir yfir því
hverjir eiga að veia frambjóð-
endur og samband þingmannanna
við héraðsbúana yrði æ ófull-
komnara.
Gífui’leg aukning Reykjavíkur-
valdsins.
Það fer ekki milli mála hverjar
afleiðingai’nar yrðu af hinu nýja
skipulagi um kjördæmin.
Hið pólitíska vald Reykjavíkur
myndi vaxa gífurlega, ekki ein-
ungis á kostnað bændavaldsins,
lxeldur einnig á kostnað kaup-
túna og kaupstaða utan Reykja-
víkur.
Auk þess sem Alþingi vafa-
laust yrði áfram háð í Reykja-
vík, með þeirn miklu áhrifum á
þingstörfin sem því eru samfara
af hálfu Reykvíkinga, og sem
því miður eru oft og tíðum lítt
holl eða til þjóðþrifa. —
Auk þess sem það er þegar
með núveranda skipulagi svo að
helmingur þingsins er Reykvík-
ingar, sem þó hafa þann hita í
haldinu, að þeim ber skylda til að
vera sérstakir útverðir þeirra
kjöi’dæma sem þeir — flestir —
eru einir þingmenn fyrir. —
Auk þess sem höfðatölureglan
mundi gífurlega styrkja aðstöðu
kaupstaða og kauptúna en þó
allra helzt Reykjavíkur. —
Auk þessa alls, mundi niður-
lagning einmennings- og tvi-
menningskjördæmanna og stofn-
un stói’u kjördæmanna, sem
flyttu valdið að ákveða fram-
bjóðenduma að mestu fyrst og
öllu siðar til Reykjavíkur, gjöra
alræði Reykjavíkur í þjóðmálum
lslendinga óskorað og óraskan-
legt.
Reykjávíkxu'valdið
í algleymingi.
Eins vissulega og nótt fylgir
degi og dagur nóttu — eins
vissulega mundu afleiðingar
hinnar nýju kjöi’dæmaskipunar
koina í ljós.
III. Framsóknarflokkur:
Endurskoðun
k jör dæmaskipunai'.
Eins og áður segir þá lít ég
svo á að það væri fullkomið
ranglæti að stofna til gjörbreyt-
ingar á kjördæmaskipuninni nú,
áður en betur er séð um hina
nýju starfsöld sem hafin er út
um landið og einkum í sveitun-
um.
En hitt er sjálfsagt að játa að
endurskoðun á kjöi’dæmaskipun-
inni, og nokkurar breytingar til
bráðabirgða mega skoðast í’étt-
mætai’.
En jafnvel þó aðeins sé að
ræða um endurskoðun til bráða-
birgða, þá er þó alls ekki sæmi-
legt að hlaupa í það verk og af-
ljúka í skyndingu mitt í þing-
önnum.
Breytingar á kjördæmaskipun-
inni sem nokkru nema, verða á-
vallt að teljast það stórmál, að
til þess á vel að vanda um allan
undirbúning.
En til þátttöku í »líkri vixmu,
alvarlegri vinnu til undirbúning*
bráðabii’gðalausnai’, erum við
Framsóknarmeim reiðubúnir.
Réttur héraðanna óskertur.
Við endui-skoðun kjördæma-
skipunarinnar teldi ég það alveg
ófrávíkjanlegt að áfram héldist
réttur hinna einstöku héraða til
þess að eiga sérstaka þingmexm.
Hefir verið hér að framan
gerð grein fyrir því hvex*su vel
það skipulag hefir reynst fyrir
héröðin.
Ég hygg að Framsóknai’meim
yfirleitt myndu beinast einhuga
gegn því að stofna í þess stað
hin stóru kjördæmin, sem myndu
draga þann dilk á eftir sér að
draga allt vald yfir vali fram-
bjóðendanna itil flokksmiðstjórn-
anna og valda einveldi Reykja-
víkur í þjóðmálum.
Sjálfstæði héi’aðanna í þessum
efnum og rétt til að halda því
IV. Þingrofid og
Hversvegna voru leynisamning-
anxir gjörðir nú?
Jafnaðarmenn hafa alltaf óskað
eftir að fá gjörbreytingu á kjör-
dæmaskipuninni — eins og á öðr-
um sviðum þjóðfélagsins. Þeir
hafa viljað ganga enn lengra en
nú stendur til, því að þeir vilja
helzt að landið verði eitt kjör-
dæmi með hlutfallskosningu.
Af hálfu hins íhaldssama flokks
hafa einnig undanfarið heyrzt
ákveðnar óskir um breytta kjör-
dæmaskipun. Mest umtal hefir
orðið um tímaritsgrein, sem Thór
Thórs cand. jur. ritaði um þetta
Reykjavíkurvald í algleymingi
mun sigla í kjölfar hinnar nýju
kjördæmaskipunar.
Stefnubi-eyting í löggjöf og
stjórnarfari verður hin óhjá-
kvæmilega afleiðing þess.
Til þai*fa Reykjavíkur verður
fyrst og fremst tillit tekið en þá
verður allt þyngri róðurinn um
áhuga- og hagsmunamál sveit-
anna, kauptúna og kaupstaða sem
dreifð eru um allt land.
Að sjálfsögðu yrðu hinii’
dreifðu bændur allra harðast úti.
Kröfumar um fullnæging
Reykjavíliurþarfamia, við mesta
dýrtíðarástand og skipulagsleysi,
sem sennilega er til í nokkurri
borg í Norðurálfunni, fengju sinn
greiða gang í gegnum Alþingi.
Þá mun verða þröngt fyrir
dyrum hjá einhverjum kotkarlin-
um og sjómanninum út um land-
ið, um það bil sem búið er að
láta landið standa um hríð undir
Reykj avíkurdýrtíðinni.
Þá mun verða skáhnöld á Is-
landi er „hinir sameinuðu“ hafa
dregið til sín allt pólitíska valdið
og heyja svo innbyrðis vægðar-
lausa stéttabaráttu um kaup-
gjaldið.
m og kjördœmaskipunin
skipulagi sem borið hefir ríku-
lega ávexti um allt land, viljum
við varðveita meðan »vo v«l
reynist.
önnur einstök atríði.
En á ýmsum öðrum sviðum
standa opnar leiðir til umbóta.
Flestir munu nú orðnir »am-
mála um að (landkjörið á engan
tilverurétt.
Samfara niðurlagningu land-
kjöx’sins mætti að einhverju
koma við umbótum þar sem me*t
er talin þörf í bili, og þó koma a
nokkurri fækkun þingmanna.
Af reynslu annara þjóða má
einnig læra nokkuð.
Danir hafa t. d. telcið upp svo-
nefnda „uppbótarþingmenn“, til
þeirra flokka, sem ekki fá þing-
menn í tiltölu við atkvæðamagn.
Þá er hið nýja fyi’irkomulag,
sem fi-jálslyndi flokkurinn enski
og verkamannaflokkurinn hafa al-
veg nýlega orðið ásáttir ixm, sem
ég því miður veit ekki um með
fullri nákvæmni hvemig er hátt-
að, en aðalatiiðið mun vera það,
að gefa kjósendum í einmennings-
kjördæmum rjett til að setja at-
kvæði til vara á annan frambjóð-
anda en þann sem fær aðal-
atkvæðið. Fái enginn fi’ambjóð-
endanna fullan meirahluta þá
koma þessi varaatkvæði einnig til
greina er úrslita er leitað.
Þessi og fleiri atriði munu
koma til athugunar við rólega og
flausturslausa athugun kjördæma-
skipunarinnar.
Við Framsóknax'menn ætlum
ekki í þessu máli frekar en öðr-
um að berja höfði við steininn
og neita allri samvinnu.
Við höfum staðið og stöndum
með útrétta hönd til samvinnu
um þetta mál, á þeim grundvelli
að tryggja réttlátlega byggða-
valdið gegn ofurmagni Reykja-
víkvu’.
kj ör dæmaskipunin
efni. Og er það mjög eftirtekta-
vert að hið nýja skipulag, sem
nú var samið um milli flokkanna,
er í flestum aðalatriðum í sam-
ræmi við tillögur Thórs Thórs.
Ástæðan til þess að hinn íhalds-
sami flokkur nú fyx’st hefir stigið
skrefið til samkomulags við jafn-
aðarrnennina er auðfundin. Þeir
voru farnir að óttast að Fram-
sóknarflokkurinn yrði ofsterkur
við núveranda skipulag. Þeir
vissu að fylgi Framsóknarflokks-
ins út um land var sífellt að auk-
ast og að því var nú hver síðast-
ur að forðast fullan meirahluta-
sigur Framsóknar með því að