Alþýðublaðið - 21.05.1927, Síða 2

Alþýðublaðið - 21.05.1927, Síða 2
2 ALÞYÐÚBLAÐiÐ Ulþýðublaðið j kemur út á hverjum virkum degi. 1 Afgreiðsla i Alpýðuhúsinu við < Hverfisgötu 8 opin írá kl. 9 árd. J til kl. 7 síðd. < Skrifstofa á sama stað opin kl. 9Va—lOVa árd. og kl. 8 — 9 síðd. Simar: 988 (aígreiðslan) og 1294 (skrifstoian). Verðlag: Áskriitarverð kr. 1,50 á mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 hver mm. eindáika. Frentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan (í sama húsi, sömu simar). m »p Alþýðumentunarmál svæft. Meðferð íhaldsins á góðu málefni. Eitt af frumvörpunum, sem rík- isstjórnin lagði fyrir síöasta ai- jjingi, var um samskóla Reykja- víkur, par sem fundin var ágæt lausn á vandamáli framhalds- mentunar Reykvíkinga. Frum- kvæðið að málinu átti Jón Ófeigs- son mentaskólakennari, og hafði hann með frábærri atorku undir- búið þaó í samráði við nefnd, skipaða mönnum, er aðiljar Iðn- skólans, Verzlunarskólans, Vél- stjóraskólans og bæjarstjórn Reykjavíkur höfðu valið, en rík- isstjórnin síðan tekið að sér að koma málinu fram við alþingi, eftir að samkomulag hafði tekist við hana um það og ýmsar breyt- ingar á því, er hún óskaði. Málið var lagt fyrir neðri 'deild, og þótt ríkisstjórnin væri jrar í minni hluta, komst það í gegnum þá deild óskemt aði frá töldum liti- um flokkshagsmuna-nagla um samvinnuskóiann, er í það var rekinn, en gerði svo sem ekkert til. Frá neðri deild var málið af- greitt til efri deildar í tæka tíð fyrir stuðning ýmsra andstæðinga stjórnarinnar, þar á meðal Al- þýðuflokksþingmannsins, er mátu meira gildi merkiiegs máls en bar- áttu-aðstöðuna gegn stjórninni. Paö hefði því mátt búast við, að rnálið næði ekki siður fram að ganga í þeirri deildinni, sem stjórnin hafði algerðan meiri hluta í, þar sem um mál var að ræða, er hún hafði fallist á að flytja, en þá gerast þau undur, að nefnd- in, sem íhaldsmenn voru í meiri hluta í, sezt á málið og dregur það ekki undan sér fyrr en kom- ið er að þinglokum. Pá leggur rneiri bluti hennar til, að það sé samþykt með þeirri breytingu, að dreginn sé úr því naglinn, sem það hafði hangið á gegn um heðri deild, en þetta var, eins og þá horfði við, sama sem að leggja tiJ, að það væri drepið. Nefndin hafði og gætt þess að skila ekki málinu fyrr en að svo áliðnu þingi, að það gat ekki komist áfram nema með afbrigðum, sem þá var líka synjað um, svo að málið varð óútrætt. Pessi meðferð á málinu er því ósvinnari, sem í nfefndinni sátu tveir skólastjórar (I. H. B. og J. J.), sem ætlast mátti til af, að ekki legðust gegn mentamáli, þótt öðrum væri ef til vill vorkunn vegna misskilinna eiginhagsmuna, enda og stjórnar- ansdtæðingur. Pað var skylda stjórnarinnar að nota sér flokksyfirráð sín í nefnd- inni til að reka á eftir málinu, úr því að hún tók að sér að flytja það, og það hefði hún gerþ ef um verulegt áhugamál hennar hefði verið að gera. En hér var ekki um það að ræða að gera alþýðu örðugra að njóta sín eins og í stjórnarskrár-kjördagsfærSlu- málinu, heldur þvert á móti að gera aimenning betur færah í lífs- baráttunni, en það er afturhaldi, svo sem margreynt er, ekkert keppikefli. Hér var um merkilegt alpýðumentunarmál aö ræða, og því hefir stjórninni þótt fara betur á að láta það kafna í íhaldssvæflunum en bera þaö hreinlega út í illviðri at- kvæöagreiöslu íhaldanna í efri deild. Þetta er eitt dæmi um ftð, « hversu auðvaídsflokkum er trú- andi til að fara með velferðarmál, er miða alþýðu til gagns, — enn eitt dærni þess, hver nauðsyn al- þýðu er að fjölga í hópi fulltrúa sinna á aiþingi, ef góðum málefn- um á að vera líft gegn um það. Magroí 00 níjar kosnmgar hafa verið ákveðnar með kon- ungsbréfi, dagsettn í gær. Eiga kosningarnar’ að fara fram 9. júlí næst komandi. Pá er íhaldið búið að hafa það af að gera það tvent í senn, að fella kjördagsfærsluna, sem rétt var, og færa þó kjör- daginn, sem er hneyksii. Bráttaraóta-útgerð. . Gísli Magnússon útvegsmaður í Vestmannaeyjum hefir ákveðið að gera út 4. vélbáta á dráttar- nótaveiðar („snurrevaad") í sum- ar. Eiga þeir að vera við Vest- mannaeyjar júnímánuð, júlí og á- gústmánuð norður á Skjálfanda- flóa og september og október við Vesturland, Breiðafjörð og Faxa- flóa. Samning hefir hann gert við enskt félag um kaup á aílanum, er verður fluttur út með togurum. Hásetar fá í kaup 150 kr. á mán- uði og 3 kr. af hverri smálest aflans. Grænlandslögin samþykt (Tilkyiming frá sendiherra Dana.) Svo sem getið var um hér í bLaðinu 9. þ. m , lagði innanríkis- ráðhenm Dana fyrir fólksþingið frumvarp tim rýmkun veiðiréttar danskra þegna við Grænland og þeirra manna, er þeim væra jafn- settir að lögum (Islendingar). Þetta frv. var samþ. óbreytt við 3. umr. í landsþinginu og er þar með orðið að lögum. —p------------------------- Álpjóða-Iýilskoifam' í Damraiirku (The international Peoples College in Denmark) eftir M. Refsgaarcl. I einu fegursta héraði Norður- Sjálands nokkrar rastir vestan við Helsingjaeyri iiggur búgarður einn. Ferðamaður, sem Ieggur leið sína þar fram hjá, mun tæpast veita honum nokkra eftirtekt, því að hann er að ytra útliti nauða- líkur öðrum sjálenzkum bónda- bæjum; alira síst mun nokkrum fljúga í hug, að þetta sé skóli. — Alþjóða-lýðskólinn skilur sig þannig að ytri sýn frá öllum öðrum skólum, og það bendir þegar á, að þar sé um nýjung að ræða á sviði æskulýðsskólanna. Hann er frábrugðinn öðrum skói- um rneðal annars í því, að hann sameinar líkamlega og andlega vinnu, þar eð nemendurnir verða að taka þátt í störfum þeim, er til falla á búgarðinum, og hvíla sig frá.náminu við heilnæma úti- vinnu. * Nú mun^Ginhver spyrja: Hvað er þessi alþjóða-iýðskóli og hver er stefnuskrá hans? Þa er ekki unt eins og víða annars staðar að nefna einhverja skólastofnun ,úti í heimi og segja, að þar sé fyrirmyndin og þangað séu hug- sjónirnar sóttar. Alþjóðalýðskól- inn við Helsingjaeyri er hinn fyrsti þess kyns skóli í heiminum og hefir sjálfur skapað ser hug- sjónir og stefnumið. Að vísu er hann allmikið sniðinn eftir stefnu Grundtvigs-skólanna, þeirri að víkka sjóndeildarhring nemend- anna við nám mála, sögu, bók- menta og þjóðfélagsfræði, eink- um hinna norrænu landa, án þess þó að ganga fram hjá hinum stærri menningarlöndum. Nú í haust eru liðin 5 ár frá stofnun skólans. Hann fór hægt af stað. Fyrsta árið vora þar að eins 24 nemendur, en þeir voru frá 8 löndum (tveir Ameríkumenn, einn Austurríkismaður, þrír Eng- lendingar, einn íri, einn Skoti, fimm Pjóðverjar, tveir Czekoslo- vakar og níu Danir). Síðan hefir nemendatalan aukist með ári hverju ,svo að nú eru þar ná- lægt 75 nemendur. Þegar’ skólinn hóf starf sitt, hugðu margir, að fjandskapur sá og þjóðahatur, sem heimsstyrj- öldin hafði vakið og þroskað, myndi hindra starf hans, en svo varð ekki. Þótt nemendumir séu af ólíkum og fjarskyldum þjóð- um, Læra þeri^ bráít að skilja hverir aðra og þroskast af að líta á máiin frá mörgum, ólíkum hiiðum. Yfirleitt má telja starf skólans einn lið i verki því hinu mikLa, sem nú er unnið til sam- einingar þjóðunum. Engum mun blandast hugur um, að á slíkum skóLa sfeu oft ákafar kappræður. Svo var t .d., þegar rætt var um, hvað gera skyldi gegn styrjöld- um, sem innleitt var í þýzkum námsflokki, en nemendur frá mörgum þjóðum tóku þáttí, og höföu sumir þeirra barist í síð- ustu styrjöld. í shkum kappræð- um sigrar ætíð almenningsheill- in yfir þjóðernisrígnum. Pað er fróðlegt að athuga, hverra stétta menn það eru, sem sækja skóla þenna. Sumir kynnu að ætla, að hann væri einkum sóttur af efnamönnum, sem engu létu sig skifta ferðakostnað frá. fjarlægum stöðum, en fjarri fer því, að svo sé. Margir nemend- anna eru ungir verkamenn, sem hafa sparað saman fé til að stand- ast kostnaðinn af ferðinni, því að útþráin hefir knúð þá til að kynnast siðum framandi þjóða. Meðal nemendanna eru Þjóðverj- ar, sem hafa-ferðast fótgangandi sunnan af Þýzkalandi, og þar er Afríkubúi einn, sem ferðaðist hingað norður sem háseti til að standa straum af ferðakostnaði. Slík dæmi sýna, að á skólanum eru saman komnir þróttmiklir og áhugasamir unglingar. Skólr* þessi er og frábrugðinn öðrum lýðskólum í því, að hann er samskóli sveina og meyja. Það þótti ýmsum viðurhlutamikið í byrjun og sögðu, að ílt myndi af leiða. Svo reyndist ekki; þvert á móti hafa samvistir beggja kynja valdið því, að allur hoiniil- isbragur er heflaðri og heilbrigð- ari en venja er til á sérskólum. Það er því full ástæða til að ' fagna þeirri ákvörðun. Maður sá, er mest hefir unnið fyrir skóla þenna, er P. Mannicke skólastjóri. Hann hefir reynst snillingur í að laða að sér unga menn og fá myndað samfelda. heild úr svo mörgum ólíkum nem- endum. Mannicke skólastjóri er í einu.orði sagt sál skólans.*Hann tekur sjálfur þátt í öllum störf- um, hvort heldur sem .það er kyrlát hókiðja, útivinna eða gleð- skapur. Hann hikar ekki við að fylgja nemendum sínum vinnu- klæddur út á akrana á sumrin og grafa þar og moka eins og hinir. Það er því ekki að undra,, þótt nemendur hans unni honum og að minningar þeirra frá skóla- vistinni séu margar og fagrar, enda keppast þeir við að lofa skólann og skólabraginn, er þeir koma heim, og hvetja vini sína og frændur til að sækja hann. Alþjóða lýðskólinn við Hels- ingjaeyri er enn ungur að árum. En eftir því, sem líkur benda til, á hann bjarta framtíð fyrir hönd- um. Ekki er ósennilegt, að í öðr- um löndum rísi upp skólar með sama markmiði, að kenna æsku- lýðnum að skilja hverir aðra án tillits til þjóðernis. Þar er ekki einungis átt við málið, heldur mikiu fremur hitt, að skilja hver- Tf annara hugsanaferil og tilfinn- ingalíf. Slíkir skólar innræta nemendum sínum, að allir menn eiga jafnan rétt til lífsins og gæða

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.