Tíminn - 02.06.1931, Blaðsíða 1
©ía&feci
09 afgrci&sluma&ur íimans «
K a n n d e i g £)orsteins&óttir#
£ajfjaraötu 6 a. Seyfjamf.
C í m a n s er í Sœfjaraötu 6 a.
(Dpin oaglega fl. 9—6
Sími 2353
XV. árg.
Reykjavík, 2. júní 1931.
12. júní n. k. liggur fyrir, þjóð
vorri að velja menn til að fara
með löggjafarvaldið á Alþingi Is-
lendinga um næstu framtíð. Kosn-
ingar standa fyrir dyrum.
Alþingismönnum er veittur
mikill trúnaður. Þeirra er máttur-
inn og valdið að setja lög og
breyta lögum eða nema þau úr
gildi. Um greipar þeirra renna
örlagaþræðir þjóðar vorrar öðrum
mönnum fremur. Þeim er öðrum
fremur trúað fyrir, að varðveita
f joregg ríkis vors hins unga. Þeim
er allra manna helzt trúað fyrir
hag og heiðri alþjóðar og einstak-
linga. Á fáu, ef til vill engu, ríður
þ'jóð vorri jafnmikið og því, að vel
og viturlega takist val manna til
Alþingis.
Kosning til Alþingis er því al-
varleg athöfn og örlagarík, virðu-
leg og helg. Kjósendumir standa
með stjórnarvöl þjóðarskútunnar í
hendi sér litla, en stóra, stund,
hver einstakur og allir saman.
Stýra um brimsund milli boða,
þar sem lög og ólög skiptast á.
Andartakið, sem þeir standa við
kjörborðið.
Hefir þú athugað, kjósandi,
hvað fólgið er í orðinu kosningar-
réttur? Það táknar vald þitt til
þess að ráða að þínum hluta lög-
um og lofum á landi hér. Það þýð-
ir rétt þinn til þess að hafa áhrif
á hag og örlög þjóðarinnar, sæmd
ríkisins. í því er fólgið traust rík-
isins á þér — getu þinni, vilja
þínum drengskap þínum að gera
það eitt, sem rétt er og hollt.
öllum réttindum fylgja skyldur,
því meiri, sem rétturinn er
stærri — því helgari, sem mikils-
verðari réttur er veittur.
Miklar skyldur fylgja kosning-
arrótti þínum, kjósandi, víðtæk-
asta rétti þínum og áhrifamesta.
Skyldur við ætt þína, ættjörð og
þjóð. Þungar skyldur og helgar.
Fyrsta skyldan er sú, að þú not-
ir rétt þinn — leggir lóð þitt á
metin — kjósir.
önnur skylda og eigi minni er
sú, að þú kjósir þann málstað og
þann einan, sem þú ert sanhfærð-
ur um, að hollastur sé þjóð vorri
og mestar umbætur fylgi.
Kosningin snýst um málstaði,
stefnur, flokka — sem minnst eða
ekki um menn. Þú bregðst því
trausti, er þjóðin sýnir þér með
því að veita þér kosningarrétt,
ef þú lætur undir höfuð leggjast
að kynna þér málstaði flokk-
anna, stefnur og rök; vérðleika
þeirra og veikleika, kosti og
bresti; líkur þeirra til góðra
verka og stórra, liðstyrk þeirra,
drengskap og manngildi foringja
þeirra. Þá fyrst, er þú hefir gert
þér þetta fyllilega ljóst, ertu fær
um að velja og hafna. Þá fyrst
geturðu varið það fyrir samvizku
þinni, að leggja hönd á stjórnvöl
þjóðarinnar þinnar, svo sem
skyldan býður þér.
Það er skylda þín að hafa skoð-
un og sannfæringu, og að kjósa
eftir þinni eigin skoðun og þinni
eigin sannfæringu — ekki annara.
Þetta ber að muna og hafa
hugfast, ef atkvæðasmalar koma
og reyna að leiða þig og lokka til
að kjósa að þeirra vilja, án rann-
sóknar, án sællar vissu um að
gera rétt.
Aukablaö 2
Við Framsóknarmenn leggjum
ríka áiherzlu á þessa skyldu —
við einir stjórnmálaflokka.
Við vitum það, að því gerr,
sem þjóðin hugsar mál sín, því
sterkara er fylgi okkar til kosn-
inga.
Því gaumgæfilegar, sem skoðuð
eru verk þau, sem flokkur okkar
hefir þegar unnið, því fleiri þing-
sæti hlýtur hann og meiri mátt
til áframhaldandi framkvæmda.
Framsóknarflokkurinn einn
allra flokka veit það og treystir
því, að styrkur hans og sigurvon
liggur í menntun og þroska þjóð-
arinnar — í rólegri hugsun; ná-
kvæmri, rökfastri yfirvegun kjós-
enda.
Flokkur með slíku trausti hlýt-
ur að ganga bjartsýnn og djarf-
huga til kosninga.
Flokkur með slíkan málstað
hlýtur að sigra.
Verk íhaldsíns
á Suðurlandi
Ef litið er á forgöngu íhalds
og Framsóknar í Rangárvalla- og
Árnessýslum, þá sannast bezt,
hve réttilega Jón Þorl. hefir lýst
stefnu íhaldsiiis í Lögréttugrein-
inni, því að það er mála sannast,
að íhaldið virðist ekki hafa gert
neitt til gagns eða hagsældar
fyrir Suðurláglendið.
Árnesingar hafa nú um 8 ára
skeið kosið á þing tvo hina öfl-
ugustu umbótamenn, Magnús
Torfason sýslumann og Jörund
bónda í Skálholti. Það féU í hlut
M. T. að . rétta Árnessýslu sem
sýslufélag úr eymd þeirri sem í-
haldið hafði skapað þar. Jón
Magnússon hafði haft þar eitthvað
10 sýslumenn setta í nokkur ár
með þeim árangri sem Ámesing-
ar þekkja. Bókhald sýslunnar og
fjármál voru í mesta ólagi, en
M. T. rétti hvortveggja við.
Þegar farið var að endurskoða
hjá sýslumönnum árlega, kom í
ljós, að allt bókhald M. T. var
svo fullkomið, að ekki varð um
bætt. Mæla sýslubúar svo, að
aldrei muni þeir fá röggsamara
né betra yfirvald. Jörundur Bryn-
jólfsson hefir verið einhver hinn
helzti forgöngumaður allra land-
búnaðarlöggjafar, auk þess sem
hann er einn hinn duglegasti Nog
athaínamesti bóndi á íslandi við
búskap sinn.
Slíkir hafa verið forgöngumenn
Árnesinga á þingi. Þar hafa þeir
unnið á sama hátt. Og verkin
tala þar sínu máli. Vegakerfið
hefir lengst drjúgum í Árnes-
sýslu, má heita, að nú sé bílfært
um alla sýsluna. Tvær stórbrýr
hafa þar verið gerðar alveg ný-
verið. Sýslan hefir fengið ung-
mennaskóla, þar sem 120 æsku-
menn fá almenna menntun að
vetrinum til én 40 stúlkur sér-
menntun í húsmóðurfræðum á
vorin. Reykjatorfuna keypti
landið, og er .þar nú byrjað á
myndarlegri starfrækslu, bæði í
berklamálum og ræktun fyrir
spítalana. Þaðan fær nú land-
spítalinn mjóik og allskonar garð-
meti með hagstæðari kjörum en
unnt væri að fá annarstaðar. Með
atbeina Tr. Þ. og samherja hans
liafa verið byggð tvö hin. myndar-
legustu smjörbú í ölfusi og Flóa,
og má heita, að þangað sé flutt
mjólk af öllu suðurláglendinu til
vinnslu. Ef þetta hefði verið van-
rækt myndi búskapur í lágsveit-
um Ámessýslu og víða í Rangár-
vallasýslu hafa verið í beinum
voða. Spítalaómynd sú, sem Jó-
hann V. ogs Guðmunda Nielsen
þóttust ætla að reisa hjá Eyrar-
bakka, og sem sýndi yfirleitt
framsýni og manndóm íhaldsins,
var tekinn og breytt í vinnuhæli
og fangelsi, eitt hið fullkomnasta,
sem til er í álfunni, og að allra
dómi hin þjóðnýtasta stofnun.
Jón Þorl. og verkfræðingar hans
höfðu skilið við áveitusvæðin í
sýslunni í mestu eymd og vesæl-
dómi. Bændur á Skeiðunum voru
lokkaðir út í fyrirtæki sem átti
að kosta um 120 þús., en kostaði
nálega fjórum sinnum meira.
Kom í því máli fram hve óvand-
virkir og lítilsigldir eru ýmsir
þeir verkfræðingar, sem landið
verður að láta vinna fyrir sig.
Ef bændur á Skeiðunum hefðu
átt að borga allan þennan gífur-
lega áveitukostnað, hefði hver
einasta manneskja þar orðið að
ganga slypp og snauð frá heimil-
um sínum. Framsóknarflokkurinn
hefir beitt sér fyrir, að bændur
þessir, sem lent höfðu þannig í
fáfræðis-klóm íhaldsverkfræðinga
fengju þá réttarbót sinna mála,
að þeir gætu haldið jörðum sín-
um. Jón Þorl. sóttist eftir að
stýra Flóa-áveitunni, en þar mun
fara eins og á Skeiðunum, að
Flóabændum mun þykja. reikn-
ingarnir um kostnað fyrir hverja
jörð, hæri'i en tekjubálkurinn.
M. a. hefir Sigurður búnaðar-
málastjóri sýnt fram á, að svo
lítið búvit var í þessari fram-
kvæmd Jóns Þorl., að hánn reikn-
aði með vetraráveitu á Flóann,
sem þó var bygð á því, að frost
væru lítil eða engin um vetur
hér á landi. Bændur í Flóanum
hafa hvað eftir annað sýnt Jóni
Þorl. í hinu góða samkomuhúsi,
sem byggt er á bakka Flóaskurð-
arins, að þeir gera úr fáum þjóð-
málamönnum minna en honum,
enda hafa þeir reynsluna.
Rangæingar hafa löngum kos-
ið íhaldsmenn á þing, enda hefir
svo reynst, að þeir fulltrúar háfa
lítið lagt tii umbótamála á þingi,
og a. m. k. lítið borið úr býtum
frá þjóðfélaginu til héraðsins.
Mun leitun á nokkurri umbót sem
íhaldið hafi beitt sér fýrir til
handa Rangæingum. Það voru
Framsóknarmenn sem björguðu
Þykkvabænum úr opnum kjafti
Þverár. Það var sami flokkur
sem studdi bændur í Þykkvabæ
þegar einn íhaldsverkfræðingur
ætlaði að minnka Djúpós, en ekki
að teppa hann. Það var Fram-
sókn sem hjálpaði bændum undir
Eyjafjöllum að fá áveitu úr
Markarfljóti. Það var Framsókn,
sem byrjaði að láta skip koma
með vörur beint upp á sandinn
í Hallgeirsey. Það var Framsókn
sem létti af austursýslunum hinu
rangláta viðhaldi á austurbraut-
inni, og beitti sér fyrir endur-
byggingu á Flóa- og Holtaveg-
inum. Það var Framsotai, sem
lét brúa sýkið, gera veg um
Hvolsvöll og laga veginn inn
Fljótshlíð, svo að hann þyldi hina
miklu umferð. Það var íhaldið
(M. Guðm.), sem lofaði Land-
mönnum að hann skyldi láta gera
við veginn upp á Land sumaiið
1927. En íhaldið efndi ekki þetta
heit. Framsókn iét gera veginn
upp að miklu leyti og síðan taka
hann í þjóðvegatölu. Það er
Framsókn sem beitt hefir sér
fyrir hinni miklu sandgræðslu í
sýslunni. Það er Framsókn, sem
beitti sér fyrir vatnafélaginu, til
að sameina Rangæinga um stokk-
un Markarfljóts og brúarmálið.
Það vai' Framsóknarstjómin,
sem lét rannsaka og undirbúa
málið og kom nú í vetur bæði
með frv. um lausn vatnamálsins
og vetrarveg yfir Hellisheiði. Það
var Framsókn, sem í trássi við
Geir Zoéga, Jón Þorl. og M.
Guðm., flutti inn bíla þá, sem
haldið geta uppi vetrarsamgöng-
um á snjó yfir Hellisheiði. Ef
dæma ætti eftir verkum flokk-
anna, þá ættu bændur á Suður-
landi að senda á þing sr. Svein-
bjöm, Rál Zophóníasson, Magnús
Torfason og Jörund í Skálholti.
Suðurland þarfnast framfara en
ekki kyrstöðu.
Fjáröflun
til flokksþarfa
Stjórnmálaflokkarnir gefa út
blöð, hafa opnar skrifstofur, eyða
fé í burðargjöld, símgjöld, ferða-
lög og bifreiðar.
Allt kostar þetta fé. -
Alþýðublaðið þykist vilja fræða
menn um það, hvernig Framr
sóknarflokkurinn verði sér' úti
um það fé, sem hann notar í
þessu skyni. Telur blaðið að það
sé kúgað út úr opinberum starfs-
mönnum og þeir hræddir með at-
vinnumissi, ef þeir eigi láti laust
gjaldið.
Framsökn hefir snúið sér til
flokksmanna sinna um framlög
í kosningasjóð og óskað fram-
laga eftir efnum og ástæðum, og
hafa þeir orðið vel við. Alþ.bl.
fullyrðir, að tilmælin hafi verið
send opinberum starfsmönnum án
tillits til þess, hvort menn fylgdu
Framsóknarflokknum eða ekki.
Sanni blaðið þetta með því
að nefna nöfn þeirra Jafnaðar-
eða íhaldsmanna, sem flokkurinn
hefir snúið sér til.
Tíminn er þakklátur Alþ.bl.
fyrir að hafa hreyft þessu máli.
Hingað til hefir því verið haldið
fram, a. m. k. af íhaldinu, að
Sambandið væri einskonar flokks-
sjóður Framsóknarflokksins. Og
ennfremur hefir því verið haldið
fram, að ríkissjóðurinn hafi
verið notaður í sama skyni. En
nú kemur upp úr kafinu, að ekki
aðeins Framsóknarmenn heldur
jafnvel menn úr öðrum flókkum
séu látnir borga brúsann.
En af því að Alþ.bl. er með
dylgjur um óheiðariega ásælni í
þessu sambandi, þá er vert að
minna blaðið á vissa „kúgun",
sem þess eigin flokkur hefir í
frammi.
Sjómannafélagið er ópólitískt
stéttarfélag. • Enginn sjómaður
fær atvinnu á skipum þeim sem
lögskráð er á, án þess að vera í
Sjómannafélaginu. Við þessu er
ekkert að segja í sjálfu sér. En
auk inntökugjaldsins, sem mun
vera 10 kr., er lagt á menn 16
kr. árgjald og einhverju af þessu
fé er varið til pólitískrar starf-
. semi Alþýðuflokksins. Með þess-
um hætti „kúgar" Alþýðuflokk-
urinn fé út úr pólitískum and-
stæðingum sínum í flokksþarfir.
En önnur „kúgun" er þó öllu
verri, sem höfð er í frammi af
Alþýðuflokknum. Og hún er sér-
stök, af því hún er framkomin
flokknum sjiáifum þvert úm geð,
vegna skorts á fyrirhyggju og
manndómi, og úr því sem komið
er fær flokkurinn ekkert við
henni gert, heldur verkar hún
eins og „kronisk",' eins og sam-
felld, óslitin martröð, ekki að-
eins á hina pólitískt marglitu fé-
lagsmenn verklýðssamtakanna í
Reykj'avík, heldur á allan al-
menning í bænum.
Það er brauðgerðarkúgunin!
Það er hið óheilbrigða verðlag
á þessari nauðsynjavöru, sem á
sér stað í Reykjavík í skjóli
hins sokna fyrirtækis, Alþýðu-
bi-auðgerðarinnar, sem á undan-
fömum árum hefir jafnan orðið
að hlaupa undir baggann, þegar
„danska gullið" hrökk ekki leng-
ur til.
Og hamingjan hjálpi brauð-
verðinu í Reykjavík í framtíð-
inni, þegar Alþýðublaðið sér nú
ekkert nema „svart", þar sem
áður var gull, brauðgerðargull,
danskt gull! Sn.
Meiri glæpi
ólafur Friðriksson skrifar
greinarstúf í Alþýðublaðið á
fimmtudaginn. Greinin er mein-
laust „snakk", en á þó að vera
ádeila á Framsóknarflokkinn. Tel-
ur hann Framsóknarflokkinn al-
gerlega fylgislausan í Reykjavík,
og segir að kjörgengi sitt við síð-
ustu bæjarstjómarkosningar hafi
flokkurinn átt að þakka aðför
Helga geðveikralæknis að Jónasi
Jónssyni. Bæjarstjórnarkosning-
ar fóru fram 25. janúar, en aðför
sína gerði Helgi 19. febrúar. Það
gengur víst mörgum illa að skilja
hvemig Kleppsmálið átti að geta
hjálpað Framsókn við bæjar-
stjómarkosningamar. Þetta ber
vott um óvandvirkni Ólafs sam~
hliða því sem það sannar, að fylgi
Framsóknarflokksins við bæjar-
stjómarkosningarnar var ekki
augnabliksfylgi, enda mun svo
reynast 12. júní.
1 þessari grein segir ólafur
ennfremur: „Þegar bæjarstjóm-
arkosningarnar fóru fram dáðust
margir að því að Framsóknar-
stjómin skyldi hafa flett ofan af
ýmsum svikum íhaldsins. En
þessu er Framsóknarstjórnin fyr-
ir löngu hætt".
Hugsunarháttur Ólafs, Héðins,
Guðjóns Bénediktssonar og
margra annara byltingarsinnaðra
manna lýsir sér prýðilega í þess-
um orðum Ólafs. Ólafur veit og
viðurkennir, að Framsóknar-
stjómin „hefir flett ofan af ýms-
um syikum", sem þrifust ágæt-
lega í stjórnartíð íhaldsflokksins.
Hann veit, að fjársvikurum hefir
ekki verið hlíft, heldiir ekki óheið-
arlegum embættismönnum, • að
landhelgisbrotum hefir stórum
fækkað vegna strangara eftárlits,