Tíminn - 02.06.1931, Blaðsíða 4

Tíminn - 02.06.1931, Blaðsíða 4
TfMtNN Þeir vita að verið er að koma á jafnvægi atvinnuveganna með því að skapa ræktunarbúskap í sveit- unum. Þeir vita að það er þjóðinni allri fyrir i beztu að hún þurfi eigi að eiga allt undir stopulum sjávarafla. Alþýðan í Reykjavík skilur það, að verði ekki með löggjöf og fjár- stuðningi hjálpað til að skapa ræktunarbúskapinn, þá flýr fólk- ið sveitimar. 0g hvert flýr fólkið úr sveitun- um? Það flýr á mölina og keppir þar um atvinnuna, sem þegar er orð- in of lítil handa þeim, sem fyrir eru. Verkalýðurinn skilur það, að Kveldúlfur og önnnur slík at- vinnufyrirtæki hafa ekkert á móti þessu. Samkeppnin lifi! Samkeppnin um vinnuna svo, kaupið geti orðið nógu lágt. Og með valdinu yfir þinginu fengist vald yfir bönkunum, sem nota mætti til þess að borga tekjuhallann hjá togurunum með- an þeir væru bundnir við hafnar- garðaha hálfar og heilar vertíð- ir meðan verið væri að murka lífið úr verkamannasamtökunum með því eina vopni sem bítur. Með hungrinu! Nei, Héðinn Valdimarsson! Það þýðir lítið úr því sem kom- ið er að afflytja ræðumenn Fram- sóknarflokksins! Sjómennimir og verkamenn- irnir þekkja Framsóknarflokkinn — þekkja hann af verkunum. Hvað gerði Framsóknarflokk- urinn þegar íhaldið barðist fyrir ríkislögreglu. Hvemig stóð hann að þegar barizt var um togaravökulögin. Hver bjargaði verkalýðnum, þegar búið var að binda öll Eim- skipafélagsskipin við hafnargarð- ana, togaraflotanum til samlætis! Héðinn Valdimarsson! Þér hafið notað verkalýðinn til þess að koma yður til valda. Það getur vel verið, að þér hafið gert það undirhyggj ulaust. Tíminn getur hugsað sér það, að yður gangi gott til, og meira að segja, að þér hafið einlægan ásetning um að reynast verka- lýðnum vel. Þér hafið gengið ötullega fram i því að útvega verkalýðnum hátt kaup. En hvemig kemst svo verka- fólkið af með þetta háa kaup. Naumast nógu vel. Hversvegna? Vegna þess, að þér hafið ekki gjört neitt annað að kalla má, en að útvega „háa kaupið“. Þér hafið ekkert athugað um það, hvað verkalýðurinn fær fyrir sitt „háa kaup“. Hér getur ekki verið um að ræða nema annað tveggja. Annaðhvort hefir yður skort hæfileika stjórnmálamannsins, ellegar þér eruð ekki heill í for- ingjastai-fi yðar. Þér vitið að húsaleigan, mjólk- in, fiskurinn, og allur verzlunar- varningur er hér óhæflega dýr. Dýrari en nokkui-sstaðai' ann- arsstaðar á landinu. Hversvegna hafið þér ekki beizt fyrir því, að bæta úr þessu. Hversvegna hafið þér, t. d. ekki beitt yður fyrir stofnun og stjóra á stóru, öflugu kaupfélagi! Hversvegna emð þér að verzla með olíu og benzín, vörur, sem eru í höndum einokunarhringa og þér getið engu ráðið um verð- ið á. Ekki er það til þess að græða fé, sem neinu nemur fyrir stjóm- málaflokkinn, sem þér fyllið. Kostnaðurinn af honum hefir lagst á Alþýðubrauðgerðina, þetta eina fyrirtæki, sem nokkuð kveð- ur að sem þér og samherjar yðar hafið sett á fót til þess að draga úr dýrtíðameyðinni í Reykjavík. Og nú er það opinbert leyndai- mál, að öll önnur brauðgerðarhús okra á brauðverði í Reykjavík, einmitt í skjóli Alþýðubrauðgerð- arinnar, vegna þess, hversu hinn pólitíski tilkostnaður hefir sökkt henni í skuldir! Yður vantar foringjahæfileika, Héðinn Valdimarsson! Mundi ekki hafa verið vitur- legra að hugsa um eitthvað ann- að en einhliða kauphækkun, og verzlun með olíu! Eða þótti yður það líklegast til fylgis. Og nú skilur alþýðan í Reykja- vík það betur en nokkru sinni áður að þér munuð ekki vera „al- góður“ sem foringi, þegar þér hyggist að fara með allt yðar lið í bandalag við höfuðandstæðing- ana, í bandalag við íhaldið, aðeins til þess að ríða niður þá menn úr landstjóm, sem einn af sam- herjum yður hefir sagt um að hafi orkað meiru til hagsbóta öll- um alrnenningi, en allir foringjar verkalýðsins til samans! ----o--- [inar MrssDi og Danir Mbl.-mönnum svíður það sárt, að erlendis þykir yfirleitt meira koma til Framsóknarmanna, og stefnu þeirra, heldur en íhalds- liðsins. Þetta er af eðlileguin ástæðum. Framsóknarflokurinn hefir með atorku unnið að því að lyfta landi sínu og þjóð, og þau atvik hafa orðið þjóðinni til sæmdai' erlendis. Aftur á móti koma íhaldsmenn venjulega fram landinu til minnkunar. Nýlega bað tíðindamaður Pólitiken Jón Þorláksson og Jónas Jónsson um samtal. Jón neitaði og sýndi í einu, að hann hafði vondan mál- stað, og kunni lítt háttu stjóm- málamanna. Jónas Jónsson ritaði ítarlega grein í blaðið og gerði þar þá einu tilraun sem gerð hef- ir verið til að draga úr þeirri skömm, sem íhaldsmenn leiddu yfir landið, er skríll þeirra réð- ist með svívirðingarorðum á sendiherra Dana. Mun það ein- stakt í stjórnmálasögu seinni ára, að íslenzkur stjórnmálamaður bregði þannig skildi fyrir verstu andstæðinga sína í þeim eina til- gangi að bjarga heiðri landains. Einar Arnórsson segir, að Dan- ir telji Jónas Jónsson líklegasta 'forsetaefni. Bendir það á, að róg- burður Mbl. og íhaldsmanna hafi ekki einungis skapað Jónasi Jóns- syni hróður og tiltrú innanlands, heldur séu sömu aðilar á góðum vegi með að auka álit hans er- lendis, ef nú þykir tiltækilegt að ætla honum virðingai'sæti, sem ekki eru til, nema þegar Gunnar á Selalæk leyfir íhaldi og social- istum að látast spila þjóðveldis- forkólfa. Annars mun það mála sannast, að Einar Amórsson má öfunda flesta menn af áliti því er þeir njóta. Fáir hafa að baki sér aum- ari stjómmálasögu en hann. Ein- ar bjó til fyrirvai'ann sæla, en át hann svo ofan í sig. Hann brást Sigurði Eggerz og klauf flokkinn til að komast til valda. Einar stóð um langa stund með hjálp innlimunarmanna í sam- bandi við dönsku stjómina um hversu velta skyldi Sig. Eggerz með prettum. Einar fór loks til Danmerkur og lifði þar í nokkrar \’ikur á dýru hóteli, en Kristján konungur hinn X. borgaði fyrir hann reikninginn. Að lokum kom Einar heim og varð ráðherra eft- ir að hafa brugðist flokki sínum, etið ofan í sig fyrirvarann, og lif- að um alllangan tíma beinlínis á molum, sem féllu af borðum kon- ungs, sem þá var danskur en ekki íslenzkur. Nú býður þessi sama persóna sig fram til þings og er studdur af Mbl., sem danskir stórkaup- menn eiga og verður kosinn af langsamlega flestum Dönum, sem búa í Reykjavík. Skyldu þeir halda að Einar Amórsson sé nú sjálfstæðari gagnvart dönsku valdi,.en þegai' hann lifði á mol- I um af borði Danakonungs. B.P. ----o--- Frá stjórnmálafundum Á öllum fundum Péturs Magn- ússonar frá Akranesi til Hofs- óss var Héðinn Valdimarsson eins og skjaldsveinn eða þjónn íhalds- ins. Hann deildi ekki á íhaldið, og íhaldið sýndi honum í öllu sanna blíðu. Sameiginlega réðust þeir Pétur og Héðinn á Fram- sóknarflokkinn. En þetta hafði skrítinn árangur. íhaldsbændum- ir skömmuðust sín fyrir sam- bandið við socialista, en verka- menn töldu sér misboðið með makki Héðins við íhaldið. Á annan í Hvítasunnu var fundur við Ölfusárbrú. Höfðu Magnús sýslumaður og Jörundur boðað hann. En er til kom þótt- ust hvorki socialistar né íhald geta komið. Vildu þeir bersýni- lega eyða fundinum. En fyrver- andi þm. ltjördæmisins létu það ekki á sig fá. Var fundurinn mjög fjölsóttur, líklega um 300 manns. Jörundur, sýslumaður og forsætisráðherra flettu ofan af leynimakki socialista og íhalds og höfðu allan fundinn með sér. Lúðvig læknir las upp skrifaða ræðu um ágæti Mbl.stefnunnar. Klöppuðu tveir drengir fyrir hon- um að ræðulokum. Eiríkur á Hæli sást hvergi. Hafði hann áður borið við önnum, að hann þyrfti að sinna skyldustörfum í Lands- bankanum, líka á annan 1 Hvíta- sunnu. Ekki mun þetta þó hafa reynst svo mikil þrælkun, sem Eiríkur hugði, því að hann sást að morgni fundardagsins austur við ölfusáfbrú, en var með öllu horfinn er fundur hófst og kom þar hvergi. Þótti gömlum kunn- ingjum Eiríks fara að líkindum, að honum þætti leitt að láta sjá sig með íhaldinu. Ungir íhaldsmeim úr Reykja- vík efndu til fundar í Keflavík annan hvítasunnudag. Mættu þar menn frá félögum ungra Fram- sóknarmanna og jafnaðarmanna. Á fundi þessum bar mest á bömum, sem biðu óstillt eftir kvikmyndasýningu í fundarhús- inu, og uppgjafalækni Keflvík- inga, sem kunnur er fyrir óvenju áhrifamiklar áfengislækningar. Lítt hrökk glamur andstæðing- anna við rökum Framsóknar- manna. Er fundur hafði staðið skamma hríð, var húsið tekið af : ihaldsmönnum. Vildu þeir þá halda götusamkomu, en fengu engan til þess með sér. Voru þeir svo ringlaðir eftir fundinn, að þeir villtust suður í Hafnir, er þeir ætluðu til Grindavíkur — I að klappa fyrir ólafi Thors. Á fundinum í Grindavík þótti sr. Brynjólfi mælast skörulega. Hefir hann nálega allt fylgi í sumum sveitum og kauptúnum, þai' sem hann er bezt þekktur. En hann er ekki svo heilsusterk- ur, sem skyldi, býr að gömlum innflúensu-veikindum. Býst hann við að geta ekki sótt alla fundi, svo sem annars mundi hann hafa gert. Er talið líklegt, að Jón ólafsson frambjóðandi íhaldsins í Rangárvallasýslu muni austur þar hlífa sér við fundasókn í þetta sinn, fyrir lasleika, og er talið að Einar á Geldingalæk muni þá að- stoða hann. Munu dugandi menn ekki liggja Jóni Ólafssyni né sr. Brynjólfi á hálsi fyrir þennan brest á góðri heilsu. ----o--- Kjósendur, sem fara úr bænum fyrir kosn- ingar, þurfa að muna eftir að kjósa C-listann áður en þeir fara. Listi Framsóknar er C-listi, Nýr fisbixr úr Þör Bauðspretta, koli, ýsa, þorskur o. fil. Seldur á Klapparstíg 8, sími 820 Pólitístur hreppaflutningur Hversvegna er J. ól. hrakinn austur í Rángái'vallasýslu. Þegar íhaldið gjörði bandalag- ið við hina „fyrverandi Sjálf- stæðismenn“ og gjörðist „núver- andi Sjálfstæðisflokkur“, setti Jakob Möller það upp, að honum yrði tryggt efsta sæti á fram- boðslista íhaldsins við . Alþingis- kosningar. Mun hann ekki hafa talið sig óhultan annarsstaðar í hópi hinna nýju samherja. Að þessu gengu þeir J. Þorl. og ólafur Thors og það án þess að leita til þess samþykkis Jóns Ólafssonar. Löngu síðar kom J. Þorl. að máli við nafna sinn og tjáði honum, að nú yrði hann að leita á náðir Rangæinga um þingmennsku, þeir yrðu að „senda hann á sína sveit“. J. Ól. tók þessu fálega sem von var og það engu síður fyrir það, þótt J. Þorl. segði honum að Magnús dósent mættu þeir ekki missa, „hann hefði svo góð- an kjaft“. Mun J. Ól. til skamms tíma ekki hafa hugsað sér að láta flytja sig slíkum sveitar- flutningi. En nú komu aðrir hlutii- til. Hinn mikli leynisamn- ingur sem íhald og jafnaðar- menn höfðu gjört með sér og með hinni mestu leynd um að gj örbreyta kjördæmaskipuninni, vai'ð uppvís. Óvæntur krókur kom á móti bragði. Þingið var roíið og málinu áfrýjað til kjós- enda. Þá vóru góð ráð dýr. Þá þurfti að grípa til einhverra bragða. Og ráðið var það, að fá Einai' Arnórsson prófessor í stjórnlagafræði 1 lið með sér. Taldi hann að Framsóknarstjórn- in hefði brotið stjórnarski'ána og skyldi þetta verða henni að falli í alþingiskosningunum. Notagildi vísindamennsku E. A. er auka- atriði 1 þessu sambandi. En allt bendir til að íhaldið hafi orðið að kaupa því að prófessornum yrði séð íyrir tryggu þingsæti fyrir vikið. Víst er um það, að J. Þorl. fer enn á stúfana, hittir J. Ól. að máli, þeysist síðan aust- ur að Móeiðarhvoh og reynir að fá Skúla Thorai'ensen til þess að víkja fyrir Jóni, en Skúli neitai'. Er þá flúið á náðir Einars á Geldingalæk, sem meir af per- sónulegri viðkynningu en flokks- fylgi hefir átt allra manna vís- asta kosningu í sýslunni hingað til. Einar skilur neyð samherja sinna og dregur sig í hlé. En með þessu hefir íhaldið vai”pað frá sér einu líkindunum sem voru fyrir því að það gæti lafað á þessu kjördæmi. Rangæingar telja sig ekki í neinni þakklætisskuld fyrir hinar fölsuðu tilvitnanir E. A. í ei- lend fræðirit. Þeir vita að þær miðuðu að því, að rýra vald sveit- anna á Alþingi. Þeir kunna illa slíkum hreppaflutning-i og þeim, sem nú er hafður í frammi á J. Ól. Þeir mundu telja flokki hans hollan lærdóm í því að hafa í frammi minna einræði í næsta sinn, þegar prangað er með þingsætin. Enda mun það sýna sig nú við kosningamar, að þessi er sannfæring þeirra. Smekkur Jakobs Möllers, að setjast á hinn innsta bekk hjá gömlum pólitískum fjandmönn- um, frekja Jóns Þorl. og Ólafs Thors að verzla með þingsæti Jóns ólafssonar hér í Reykjavík að honum fomspurðum, ákafi Skúla á Móeiðarhvoli að ryðj- ast fram fyrir hinn vinsæla gamla þingmann flokksins, Einai' á Geldingalæk, og loks hin alveg einstöku viðskifti íhaldsins við „vísindamanninn“ Einar Amórs- son, og það frammi fyrir alþjóð — allt ber þetta einkenni hug- sjónasnauðra braskara, sem meta ekkert meir en að skara eld að eigin köku. Ætti þjóðin að sjá svo um að hæfilega margir af flokki slíkia sérgæðinga yrðu hiim 12. júní fluttir hreppaflutningi þangað sem örugt væri að ekki gætti um of áhrifa þeirra á þingi þjóð- arinnar í framtíðinni. T. Ki’. ---o---- Héðinn á Patreksfirðí Hákon í Haga er nú mjög fylgislaus orðinn, og mun ekki hyggja á lengra pólitískt líf sér til handa en það sem endaði 14. apríl s. 1. — Jón Þorl. fór vestur að hjálpa honum, en vann ekki á, og mun heldur hafa gert Hákoni skaða. En er Jón fann, að hann gat ekki hjálpað Háikoni var Héðni Valdemarssyni gefin vís- bending um, að nú væru góð ráð dýr. íhaldið væri að missa sinn ágæta þjón Hákon. Hans eigin flokkur gæti ekki bjai’gað honum. En ef til vill gætu socialistar gert eitthvað til að rétta hinn auma hag bóndans í Haga. Héðinn gleymdi um stund, að Hákon hafði verið móti öllum umbótum á kjörum verkamaima. Hákon var á móti 8 tíma svefni, móti verka- mannabústöðum, móti þingmanni fyrir Hafnarfjörð, móti einkasölu á síld, móti síldarbræðslum o. s. frv. En Iiéðinn var skuldbundinn j Ólafi Thors. Hann átti að leggja til sprengingarkandidata til að korna íhaldinu að, Hákoni, Ludvig Norðdal, Ottesen, Steinsen, Gísla Sveinssyni, Pétri Magnússyni, Jóni á Reynistað, M. Guðmunds- syni, Þórarni og þeim bræðrum Ólafi og Thor Thors. Svo Héðinn flaug vestur til að hjálpa Hákoni. En árangurinn var enginn. Verkamenn tóku Héðni með fálæti og þögn. Verkamannafélagið á Patreksfirði var á einum fundi búið að ræða tillögu um að ganga úr Alþýðu- sambandinu. Og aðalverk Héðins á Patreksfirði gekk í það að bæta fyrir gamlar syndir, reyna að sannfæra verkamennina um að hann væri enn ekki með öllu kom- inn á vald íhaldsins. Þegar Héðinn kom til Patreks- fjarðar varð það hans aðalvið- fangsefni að hindra verkamanna- félgið frá að ganga úr Alþýðu- sambandinu. Við hitt gat hann ekki ráðið, að verkamennimir þar, að frátöldum nokkrum kom- múnistum, neituðu að kjósa Árna Ágústsson og sögðu: „Við viljum ekki Hákon! Við viljum ekki íhaldið“. En Hákon hélzt í hættu sem fyr. -----o--- Sigurjón Ólaísson, hinn snjalli, ungi myndhöggvari, er nýlega kom- inn heim, eftir tveggja ára dvöl í Danmörku, en þar hefir hann getið sér mikinn orðstír. Mun hann dvelja lieima í sumar, en hugsar til Ítalíu- farar með haustinu. Rltstjóri: Gíali GaBmavdBflon, Ásvallagfitu 27. Sími V2M. PrentamlOJa* Aet*.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.