Tíminn - 02.06.1931, Blaðsíða 2

Tíminn - 02.06.1931, Blaðsíða 2
TlMINN að vínsmyg-lun er hverfandi lítil í samanburði við það, sem áður var, og að allir eru jafnir fyrir lögunum, hvort sem þeir eru fá- tækir eða ríkir, voldugir eða van- máttugir. Það er rangt hjá Ólafi, að Framsóknarstjórnin hafi í nokkuru kvikað frá stefnu sinni í ]æssum málum. Lögin ganga enn jafnt yfir alla án alls mann- greinarálits eins og vera ber, enda hefir Framsóknarstjómin valið starfsmenn ríkisins með það eitt fyrir augum, að þeir væri rétt- látir og samvizkusamir menn. En glæpunum hefir fækkað, og það er tilgangur Framsóknarflokksins að vinna að því með festu og rétt- læti að fyrirbyggja glæpina og fækka þeim. En ólafi og félögum hans er þetta mótstæðilegt. Þeir vilja meiri glæpi og meiri refs- ingar. Þeim er líkt farið og fanga- verðinum, sem ekki gat tekið á heilum sér, ef hann hafði ekki alltaf fullt hús. Þeir vilja rang- láta ríkisstjóm, sem hægt er að skamma. Þeir vilja hafa fáa auð- menn og marga öreiga. Þá er góð- ur jarðvegur fyrir byltingakenn- ingar þeirra. Þeim er beinlínis illa við sj álfbj arga alþýðumenn eins og bændur og smáútvegs- menn. Byltingakenningar þeirra hafa þar engan jarðveg. Framsóknai'flokkurinn lítur öðr- um augum á þetta. Hann vill hlúa að sjálfsbjargarviðleitni al- mennings með friðsamlegri sam- vinnu, í atvinnurekstri, hagnýt- ingu framleiðslunnar og verzlun. Hann vill þroska svo andlegt og líkamlegt atgjörfi almennings, að öllum líði vel og menn geti litið með samúð og skilningi bver á annars þarfir og hjálpast að því að leysa vandamál félagsheildar- innar. Og í hjarta sínu fylgir þorri verkamanna Framsóknar- flokknum í þessu þó nokkrir þeirra ljái enn fylgi sitt við kosn- ingar Ólafi, Héðni, Einari Olgeirs- syni og öðrum rússneskum bylt- ingarmönnum. S. ----o----- í flatsænginni. Morgunbl. prentar ósannindi um f rambj óðendur Framsóknar upp úr Alþýðubl. Og Alþ.bl. birt- ir kafla úr kosningaræðum Ólafs Thors og gerir að sínum orðum. „öðruvísi mér áður brá“. „Reykjavlk ofar öllu“ — Rödd úr sveitinni. — I. í annað sinni í þingsögu vorri er þingrof án stjómarskrárbreyt- inga. Stjórnin hefir skotið deilu- málum þingsins fyrir dómstól þjóðarinnar. Hún hefir gætt bet- ur þjóðræðisins en aðrar stjórnir á undan henni. Þingrofið kom óvænt. Og við erum seinlátir íslendingar og tómlátir stundum. 1 eyrum okk- ar kjósenda kveða hróp æstra iýðskrumara. Hávaðamenn í Pweykjavík þeyta glamrandi hrossabresti, til að fæla menn frá rólegri athugun mála, trufla íhugula rannsókn almennings. Nú er þjóðin öll hæstiréttur. Hver kjósandi er dómari. Þar er jafngildur kotkaii sem prófessor. Allir verða að hafa sína eigin skynsemi sem æðsta ráðunauti Hér fara á eftir þankar eins kotkarls um atburði síðustu daga. II. Þingrof er málskot til þjóðar- innar. Einar prófessor Arnórsson var fyrir nokkrum árum einn voldugasti stjórnmálamaður lands- ins. Stj ómmálasaga hans var birt í blöðum, svo glögg og skýr, að allir þekkja manninn síðan, og aldrei síðan hefir hann verið hæf- ur talinn til stjómmálastarfa, hvorki af sjálfum sér né sam- herjum sínum. Yopnaburður Jóns Ólafssonar bankastjóra. Á landsmálafundi í Rangár- vallasýslu, beitti Jón ólafsson svo ódrengilegum og viðurstyggileg- um rógi um skipakaup Framsókn- arstjórnarinnar, að víst má telja að hann bíði þess aldrei bætur. IJm strandvarnarskipið „Þór“ fullyrti Jón að það hefði verið keypt alltof háu verði og fullyrti einnig að samskonar skip hefði um sama leyti verið selt fyrir 2 bús. sterlingspundum lægra verð. En sannleikurínn er sá, að samskonar skip var selt til Ameríku viku eftir að Þórs-kaup- in áttu sér stað, fyrir þúsund sterlingspundum hærra verð en Framsóknarstjórnin gaf fyrir Þór. Um „Súðina“ sagði Jón, að þetta væri ónýtur ryðkláfur, sem hefði verið búiim að liggja ónot- aður í Gautaborg svo árum skipti, og liefði enginn viljað nýta skip- ið, enda hefði það sýnt sig m. a. í því, að skipið hefði verið útatað í mannasaur, „fullt af mannaskít" og mennimir, sem hefðu komið til þess að taka við skipinu fyrir hönd kaupanda, hefðu fengið upp- sölu, „ælt“ eins og Jón ólafsson orðaði það. Til þess að hnekkja þessum óhróðri skulu hér birt gögn, sem sanna hve rakalaus rógur þetta er: Þýðing af símskeyti tíl ríkis- útgerðarinnar frá Kaupmanna- höfn 15. marz 1930: „Eigendur „Cambria“ fallast á bráðabirgðaskoðun 24—28 helzt 24. marz án þess að vél etc. sé tekin sundur. Skoðunin má ekki hindra femringu eða affermingu. Endanleg skoðun í þurkví getur átt sér stað 9. apríl afhending í síðasta lagi 15. maí. Símsvar óskast“. Þýðing úr öðru símskeyti 11. marz: „... Skipið fer frá Gautaborg föstudag kemur þangað aftur 24. marz ... “. Að framanritað sé rétt þýðing Nú varð svo ráðafátt um vam- ir íhaldsins, að hinn ryðgaði brandur var úr keldu dreginn og átti að færa þjóðinni sanninn um að stjómin hefði brotið stjórnarskrá og þingræðisreglur. Sannleikurinn er nú svo hláleg- ur, að menn rísa öndverðir gegn þessum afturgengna stjórnmála- manni, alveg eins og í fyrri daga. — Fjöldi innlendra lög- fræðinga úr öllum flokkum undrast svo fáránlega kenn- ingu. — Og utan úr löndum berast einróma álit þeirra lög- fræðinga sem eitthvað þekkja til íslenzkra laga og láta sig ís- land skipta. — Prófessornum er allsstaðar mótmælt. Allir sem eitthvað hafa fylgst með því sem geríst í heiminum vita. að þingrof er eitt þeirra meðala, sem tryggja að þingræðið verði þjóðræði. 1 móðurlandi þingræðisins, Englandi, eru þing- rof tíð, og talin skylda stjómar- innar að láta sem oftast þjóðina dæma um stórmálin með nýjum kosningum. Eru þingflokkar þeir, sem ráðið gátu málum, ef eigi væri kosið, aldrei svo grunn- hyggnir að kvarta og neita að leggja málin undir þjóðardóm. En hér er karlmennskan hjá íhaldinu minni en nokkum gæti grunað hjá „afkomendum hinna fornu víkinga“. Fullvissan um ósigur, um liarðan dóm þjóðar- innar, brýzt fram í Örvæntingar- hrópum Jóns Þorlákssonar, í ráð- lausum hávaða flokksins, glamr- aragangi og fundahöldum. Jón af mér sýndum símskeytum á dönsku vottast hérmeð. Reykjavík, 29. maí 1931. Inga Magnúsdóttir löggiltur skjalaþýðandi í dönsku og ensku. Þá fer hér á eftir vottorð frá yfirmönnum skipshafnar þeirrai’, sem veitti skipinu viðtöku og sigldi því til Islands: Utaf ummælum Jóns Ólafsson- ar fyrv. alþm. á landsmálafundi í Þykkvabæ í Rangárvallasýslu um ásigkomulag strandferða- skipsins „Súðin“, sem áður hét „Cambria“, þegar því fyrir hönd ríkisstjórnarinnar íslenzku var veitt viðtaka í Gautaborg hinn 25. apríl 1930, viljum vér undir- ritaðir láta þess getið, að skipið var að öllu leyti í hinu ákjósan- legasta ástandi hvað umgengni alla og þrifnað snertir, svo sem að líkum lætur, þareð skipið hafði verið í föstum ferðum milli Gautaborgar og Newcastle fram að þeim tíma er vér tókum við því. Skipshöfnin flutti ekki úr skipinu fyr en vér veittum því viðtöku. Þetta er oss ljúft að votta. Reykjavík, 21. maí 1931. Ingvar Kjaran, skipstjóri. Grímur Þorkelsson, 1. stýrim. Júlíus Ólafsson, 1. vélstjóri. Tíminn verður að biðja afsök- unar á því, að hann skuli hafa orðrétt eftir ummæli J. Ól. í þessu sambandi, en almenningur á heimtingu á því að fá að vita hið sanna um þá menn, sem sér- staklega bera sig eftir trausti hans, hvert innræti þeirra er og hverjum vopnum þéir beita. En þessi viðburður mun koma æði flatt upp á þá menn alla, sem ekki hafa haft náin kynni af Jóni Ólafssyni, menn munu al- mennt ekki hafa talið Jón í hópi þeirra manna, sem einkis svífast. ----------------o----- Úr Rangárþingi er skrifað: „Guimar frá Selalæk ferðast hér um, lofar hrossakaupum og að vera ekki vandlátur“. Þorláksson dirfist jafnvel að saka konunginn um eiðrof við stjórnar- skrána. En frá stjórninni og hennar mönnum heyrist enginn hávaði. Með rólegum föstum rökum er unnið. Með einráðnum hug er bú- ist til baráttu við hinn ærslamikla æpandi lýð, sem kveinar undan framkvæmd þjóðræðisins, — sem vegur að þjóðræði voru, á tvo vegu, undir merkjum Lenins og Mussolinis. III. Árið 1916 mun ætíð verða merkisár í sögu Islands, þá verða straumhvörf í stjómmálasögu okkar. Fram að þeim tíma vai' „pólitíkin“ og flokkaskipunin öll miðuð við hið ytra form, ramm- ann um þjóðfélagið, stjórnskipu- lögin sjálf. Menn skiftast í flokka um viðhorfið gagnvart Dönum. Atvinnumál, menntamál, skatta- mál fjárhagsmál o. s. frv. voru talin „ópólitísk“ fram að 1916. En eftir að Framsóknarflokkurinn nær áhrifum á þinginu, bregður svo við að landsmenn standa sam- einaðir, einhuga, í málunum gagnvart Dönum. Þá varð og sig- urinn skjótur, alger og auðunn- inn 1918. En jafnframt þessu höfðu Framsóknai-menn annað verkefni. Það var hin vam-ækta barátta fyrir hinu innra sjálfstæði. End- urreisn hinnar innlendu sveita- menningar — samræming hennar við nútímatæki og kröfur. Starfs- hættir landbúnaðarins höfðu Einar Arnórsson — Eyjólfur Bölyerksson „En ek mun segja þér, at þat verðr þess manns bani, er vörn færir fram fyrir brennumálið“. „Ok skyldi þessi hringr eigi verða þér at höfuðbana“. Bjarni Brodd-Helgason réði Flosa til þess að fá Eyjólf Böl- verksson til að verja mál sitt, þó hann sæi Eyjólfi vísan bana ef hann tækist það á hendur. Það átti aðeins að nota lög- kænsku hans í þágu Flosa og brennumanna, en um afdrif Eyj- ólfs var eigi hirt. Sagan ber það ótvírætt með sér að Eyjólfur hefir verið álit- inn slæg-vitur en eigi að sama skapi mannkostamaður, enda eigi hikað við það að bera á hann fé til þess að fá hann til að verja illan málstað. Atburðirnir endurtakast oft á líkan hátt, þó menning og siðir breytist. 111 verk eru unnin, slægvitrír mannkostalitlir þrjótar reyna að verja þau og telja þau jafnvel góð, en níða og ófrægja það sem rétt og vel er gert. Þeir sem fremst standa að mannkost- um, viti og dugnaði, mega ætíð búast við árásum frá einhverjum Eyjólfi Bölverkssyni síns tíma. íhalds-sjálfstæðismenn reyna að nota lögvísi Einars Amórs- sonar sér til varnar, þó þeir viti að málstaður sá, er hann á að verja, sé svo illur, að óverjandi er. Þeir gera sitt til að nota út úr Einari þó þeir hljóti að sjá afleiðingamar fyrir, þ. e. póli- tískan og lögfi'æðilegan dauða mannsins. Einari Amórssyni hefir oftar en einu sinni verið greitt fé fyrii’ það að stjóma blöðum og rita í þau. Það hefir numið rneiru en verði hringsins Eyjólfs. Enda átt stórt að vinna, jafnvel að ráða með því örlögum heillar þjóðar. Árið 1907 hafði Einar á hendi ritstjórn Fjallkonunnar. Meðal annars sem hann reit í hana var ritgerð er hann nefndi „Skáldin og konungskoman“. I þeirri rit- gerð beindist hann mjög að okk- ar góða þjóðskáldi Matthíasi sál. Jochumssyni. Eins og kunnugt er var Matthíasi eigi tamt að standa í mjög ströngum deilum við næstum staðið í stað í þúsund ár. Á einum 15 árum hafa Fi-amsókn- armenn lyft búnaðinum að nú- tímastarfsháttum. Þeir hafa stokkið yfir jái'nbrautaröldina yfir á bíla- og flugvélaöld. — Þeir hafa lyft jarðræktinni, flutt hana fram um þúsund ár, fram hjá hestum og plógum að full- komnustu vélum, að vísindalegri sáðrækt. Einangrun sveitanna er rofin, skjót flutningstæki, símar og útvarpsstöðin nýja eru að koma öllum svo sem á eitt heimili. Og skólar rísa, þjóðlegir skólar, er benda okkur aftur og fram, rótfesta og íslenzka hina nýju menningu, með því að leggja megináherzlu á nám íslenzkra fræða. Þúsund önnur verkefni hefir flokkurinn haft. óg óneitanlega hefir hann haft stuðning af öðr- um flokki, sem einnig var ný- græðingur. Jafnaðarmenn, um- bótamenn kaupstaða hafa staðið í mörgum málum við hlið þeirra. í jarðræktarmálum, skólamálum, samgöngumálum og ýmsum al- mennum mannréttindamálum hafa þessir flokkar staðið saman, bar- izt hlið við hlið við hinn sameig- inlega óvin, íhaldið, og oftast lát- ið deilumál sín á milli hvíla. Þessi fimmtán ár, sem þjóðin hefir tekið sér hvíld frá hinu há- spennta þjarki um hið ytra form stjórnskipulagsins og snúið sér að innri endurbótum, munu alltaf talin glæsilegur tími í sögu Is- lendinga. Og óneitanlega er það staðreynd, sem enginn maður get- Sambandshúsinu sími 1121 er opín allan daginn. menn, en í þetta sinn svaraði hann á þann hátt, að eftirminni- legt er. Svargrein hans kom í Lögréttu 47. tbl. 9. október 1907. Grein Matthíasar er merkileg og ekki sízt að því leyti, hve vel hann hefir strax skilið innræti mannsins, hún er lýsing á því, sem byrjað var, og sem búast mátti við frá Einari síðar. Vil ég nú láta Matthías hafa orðið og set hér nokkra kafla úr grein hans: „Þótti mér kastað tólfunum með illgirnina. — Guð náði al- þýðu vora, ef slíkir blaðamenn eiga lengi að ráða lífsskoðunum hennar og hugsunarhætti. — Hér og í öðrum greinum þessa blaðamanns, sé ég engri sann- girni fylgt, heldur flestallt byggt á röklausri og rótlausri frekju meinsemi og meinlokum!, — en að ráða og ríkja til eilífs nóns með lygamerði eða lagajúrista, sem öfugt lesa allar lagagreinir heimsmenningarinnar frá sköpun veraldar til vorra daga“. Það er hætt við því að ýmsum detti nú í hug við skrif prófess- orsins um þingrofið, að lesturinn gangi svipað enn, og að öðrum þræði ráði skrifum hans ennþá líkir mannkostir og Matthías lýsti. Matthías skapaði sér tignar- sæti með þjóð vorri, sem eigi verður frekar frá honum tekið, en að prófessomum takist að losa sig undan dómi hans, enda hafa ýms verk hans, síðan og til þessa dags staðfest dóminn ræki- lega. Bjarni Brodd-Helgason og Snorri goði spáðu fyrir Eyjólfi. En mundi nú eigi í samband við skrif prófessorsins um þingrofið, mega taka sér í munn orð Snorra goða: „Ok skyldi þessi hringi’ eigi verða þér at höfuðbana". Því lögvillur og ósannindi lætur íslenzka þjóðin ekki bjóða sér til lengdar. Y. ur mótmælt í alvöru, að frum- kvæði flestallra umbótanna eru frá Framsókn. Þau hafa fengið stuðning jafnaðarmanna, en and- stöðu íhaldsins, en vei’ið borin til sigurs af mönnum, sem nú hafa stjórnað landimi í fjögur ár. IV. Fyrir tveim árum síðan breytti íhaldið nafni sínu. 1 nafnskiptun- um sjálfum fólst yfirlýsing um að starf flokksins fram að þeim tíma hefði verið óheilbrigt, og ónauðsynlegt þjóðinni. í mis- skilningi á sögunni var flokkur- inn samtaka. Sumstaðar getur andóf gegn breytingum, eða íhald átt nokkurn rétt á sér. En flokk- urinn hafði beitt andófi gegn framfaramálum svo þi-ælslega, að farið var að skoða nafnið „íhalds- maður“, sem svartan blett á mönnum. Auðvitað var meiri þörf fyrir flokkinn að bæta ráð sitt en nafn sitt. Og það var nú síður en svo að nýja nafnið væri bót. Nýja nafnið var tihaun til að vekja úlfuð og deihir þar sem allir voru sammála og þar sem ekkert hafði unnizt að undanförnu, nema þegar allir höfðu verið sammála. Nýja nafnið var yfirlýsing um það, að vinnufriði í innanlands- málum ætti að vera lokið, stjórn- málin að snúast um ófrjótt þjark um skipun æðstu stjórnar. Nafnbreyting íhaldsins var fyrsta hótunin um að endurbóta- starfið (með Framsókn í broddi, en íhaldið sem hemil og jafnað-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.