Tíminn - 04.07.1931, Blaðsíða 3

Tíminn - 04.07.1931, Blaðsíða 3
TÍMINN 167 Yeitið athygli! Sú reynsla sem þegar er fengin á smá „Vindtúboumu okkar, hefir geng- ið að öllu leiti eftir óskum; og er þar með sagt að nu sé fundinn mögu- leiki fyrir því að veita rafljósi inn á hvert heimili enda þótt ekki sé vatnsafl fyrir hendi. Ennfremur viljum við vekja at- hygli á að við höfum á lager nokkr- ar vatnstúrbinur, ásamt Dýnamoum sem seljast við vægu verði meðan birgðir endast, komið gæti til mála að einhver greiðslufrestur yrði veitt- ur gegn góðri tryggingu, notið tæki- færið. Bræðnrnir Ormsson. Mót fyrir ungmennafélaga verður í Þrastaskógi sunnudaginn 2. ágúst nk. og hefst kl. 2. eftir hádegi. Kj ellström-Harmonikur. „Zeppelin gre1fl“ í Reykjavík. Framh. af 1. síðu. stóð var varpað niður pósti frá skipinu í lítilli fallhlíf og féll hann hratt til jarðar. — Graf Zeppelin flaug nú í hring yfir bæinn og lægði flugið er hann kom að Öskjuhlíðinni. Flaug hann þá enn lægra en áður. Þeg- ar hann kom yfir hið merkta svæði heyrðist hringing í skipinu og í sama bili stöðvaðist það. Þetta mkla ferlíki virtist nú hanga í loftinú yfir fólksfjöldan- um. Var nú enn látin síga niður lína og voru póstpokamir festir við hana og gekk það allt greið- lega. Voru þeir af ósýnilegu afli dregnir inn um op á neðanverð- um bol skipsins. t sama bili heyrðist aftur hringing, vélar skipsins voru settar af stað og enn var veifað og hrópað í kveðjuskyni ákafar en nokkru ránni fyr. í hreyfilkörfunum, sem festar eru við loftbelginn að neð- anverðu, mátti sjá vélamenn beygja sig út fyrir skjólgarða sína og veifa húfum og höndum. í öllum gluggum loftskipsins voru andlit, vasaklútar og veifur á lofti. Það gljáði á búk skips- ins, og silkidúkurinn sem þaninn e,r utan um bol þess bærðist líkt og í bylgjum í morgunblænum. Svo hækkaði Zeppelin flugið og sveif á burt, fyrst einn hring yfir bænum, svo tók hann stefnu til suðurs og hvarf sýnum von bráðar yfir Reykjanessfjallgarð- inum. Þá var klukkan tæplega hálf níu um morguninn. Pósturinn sem Graf Zeppelin tók hér var í tveimur pokum eins og áður er sagt og höfðu þeir inni að halda nær 12 þúsund bréf, bæði almenn bréf, ábyrgðar- bréf og bréfspjöld. Burðargjald fyrir almenn bréf var kr. 2.00, en fyrir bréfspjöld kr. 1.00, fyrir það engu síður þó að steingarðar séu í kring, og láta sína menn setjast að krásum þeim, sem hinir svokölluðu ríku voru reknir frá. Hér heima er eitt dæmi um úppreistartilraun frá hálfu kom- múnista. Svo sem kunnugt er réðst hópur kommúnista að bæj- arstjórn Rvíkur í vetur, í því skyni að kúga bæjarstjórnina, þ. e. íhaldsmeirahlutann, til að gera ákvarðanir í eyðsluátt, sem bylt- ingarseggimir bjuggust við að íhaldið vildi ekki gera. Það kom í ljós við rannsóknina að tilgang- ur kommúnista var að slá hring um bæjarþingssalinn og með ýms- um kúgunarráðum að beygja Knút Zimsen, Jakob Möller, Ein- ar Arnórsson og aðra íhalds- menn. Áhlaup kommúnista. var gert með allmikilli grimmd, þann- ig að lögreglumenn meiddust, og sýndu þeir þó hina mestu hóf- semi og beittu ekki kylfunum. Talið er að Zimsen og Einar Amórsson muni á því augnabliki ekki hafa óskað að vera riðnir við fleiri byltingar. Ef lögreglan og valdstjórn landsins hefðu látið uppreistina gegn bæjarstjóminni afskifta- lausa myndu óróaseggirnir hafa fært sig upp á skaftið. Að sjálf- sögðu tók lögreglan málið í sínar hendur og mun undirdómur nú vera faflinn eða í þann veg að falla. Síðan lögreglan sýndi kom- múnistum að þeir geta ekki tekið völdin af bæjarstjóm Rvíkur, án þess að verða fyrir armlegg lag- anna, hafa þeir hvergi hreyft ó- spektum. Og það er vitað að leiðtogar þeirra játa, að bylting- arbrölt þeirra hefir firrt þá fylgi og samúð. Dylgjur og hótanir hr. J. M. og blaðs hans em hliðstæðar skrafi kommúnistarma. Eins og kom- múnistar hugðust að brjóta borgarstjóra og bæjarstjórn und- ir sig með einskonar byltingu, þannig er að sjá að sumir íhalds- ábyrgðarbréf kr. 2.30. Burðar- gjaldið undir allan póstinn nam alls nær 18 þús. krónum. Þetta er hið fyrsta póstflug sem farið hefir verið á milli íslands og út- landa. Loftskipið Zeppelin greifi (L. Z. 127) er byggt í Friedrichs- haven við Bodenvatnið og á þar heima. Skipið var byggt undir umsjón dr. Hugo Eckener og var hann með því í förinni kringum jörðina sumarið 1929. Sú för stóð 22 daga með viðdvöl í Ame- ríku og Japan. Skipið er 236,6 m. langt, 30,5 m. breitt og 33,3 m. hátt. Það er sívalt og aflangt eins og sézt á myndinni og mjórra í þann endann, er aftur veit. „Byrðingurinn“ er úr vatnsheldum dúk og aluminium. Mestur hluti skipsins er fylltur með gastegund, sem er léttari en venjulegt loft, en farþegarúmið, sem sjá má á myndinni, er undir loftbelgnum að framanverðu. Belgurinn rúmar 105 þús. kubik- metra. Skipshöfnin er 30 manns. Farþegaklefarnir eru 10 og rúm fyrir 2 menn í hverjum. Borð- salurinn er 5X5 m. að stærð. Skipið ber 15 smálesta þunga auk farþega og skipshafnar. Geymsla fyrir póst og farangur ásamt íbúð skipshafnar er inni í belgnum. Ilraði skipsins getur verið mestur 128 km. á klukku- stund, en er að meðaltali 117 km. Fimm mótorvélar knýja skipið áfram, og hefir hver þeirra 530 hestöfl. Á efri myndinni sézt: Efst loftskipið að utanverðu, næst hliðar- og þá grunnmynd af far- þegarýminu. Neðri myndin er af dr. Eckener, yfirmanni loftskipa- ismiðjunnar í Friedrichshaven. Þegar Graf Zeppelin flaug kring um hnöttinn varð dr. Eckener heimsfrægur. leiðtogarnir séu að espa lið sitt tfl að sviíta Alþingi og lands- stjórn vinnufriði. Hr. J. IVf. ætti að vera ljóst, að fiokkur hans hlýtur að fá sömu útreið ef byrjað er að ráö- ast á Alþingi, eins og kommún- istar fengu fyrir að ráðast á bæj- arstjórn Rvíkur. Og hr. J. M. ætti að skilja, að það er nokkur ábyrgðarhiuti fyrir þá, sem æsa til hermdarverka, íyrst af því að þegar til eftirmáls kemur, verður að leita til uppsprettunn- ai‘ ef um glæpamál og glæpaverk er að ræða, og í öðru lagi af því að þeim sem hvetja tii ódáða- verka, getur ekki verið sama um örlög þeirra sem æsingamennirn- ir leiða út á glæpabrautina. Það er mælt að hr. J. M. muni gjarnan vilja fá einskonai- for- ingjastöðu yfir herleifum íhalds- ins, og aö æsingargreinar hans í Vísi eigi að vera stigaþrep fyrir iiann upp í stól Jóns Þorláksson- ar. Slík átök innan íhaldsflokks- ins koma ekki öðrum flokkum við nerna ef þau setja heill landsins alls í hættu. Og byltingai'skraf íhaldsmanna mun gera þjóðinni stórtjón út á við. Engin þjóð sem hyggur á bylt- ingar hefir sæmilegt lánstraust. Bankastjóri við einn af allra- stærstu bönkunum í London sagði við mig fyrir ári síðan, að hann væri ekki hræddur við að láta fé til íslands af því að kyn- þátturinn væri hinn sami og í Englandi og á Norðurlöndum og að í þeim löndum þyrfti ekki að óttast byltingar. Mig grunar að ef byltingargreinar hr. J. M. væru þýddar á mál frændþjóð- anna, sem vonandi verður ekki gert, þá myndu þær um stund a. m. k. stórspilla ef ekki eyðileggja fjármálatraust erlendra þjóða á íslandi. Ég hefi í grein í erlendu stórblaði tekið það fram til verð- ugs heiður fyrir hr. J. M., að hann hafi afstýrt því, að skríll úr félagi Thor Thors gerði aðra árás á sendiherrabústað erlendr- ar þjóðar. Það var vel gert, en fyrri árásin mun því miður hafa eyðilagt um stund markað fyrir íslenzk verðbréf í því landi, sem varð fyrir hinni ósvífnu árás, sem sprottin var af æsingarræð- um og æsingargreinum íhalds- leiðtoganna eftir að þing var rof- ið í vetur. Allar ræður og greinar íhalds- manna um uppreist, um að gera Rvík að sérstöku ríki, um að hlýða ekki lögum landsins, er al- veg hliðstæð við samskonar ráða- gerðir hjá kommúnistum. Hvor- ugur flokkurinn hefir nokkurar málsbætur aðrar en þær sern venjulegur ræningi eða innbrots- þjófur beitir til afsökunar athæfi sínu. Hr. J. M. hefir séð af þessum kosningum hvernig þjóðin tóic hinu lævíslega samsæri gegn kjördæmaskipuninni. Hann mun hafa veitt því eftirtekt, að í höf- uðstaðnum sjálfum hefir sá flokkur er hann nefnir „óvin Reykjavíkur" vaxanda fylgi, og meira en íhaldinu er gleði að. Hr. J. M. mun væntanlega geta gizkað á, að fylgi Framsóknar muni ekki minnka, jafnvel ekki í höfuðstaðnum, ef flokkurinn verður framvegis, samhliða því að vera róttækur umbótaflokk- ur, líka að vera aðalvígi þjóð- skipulagsins. Ihaldið hefir fengið að kenna á því hvemig kjósend- ur tóku í ofbeldistilraun þess gagnvart kjördæmaskipuninni. En sá ósigur sem íhaldið beið 12. júní s. 1., er ekkert hjá þeim hörmungum sem sá íhaldsflokkur leiðir yfir sig, sem talar og breytir eins og kommúnistar. J J. ---o--- Fréttir. TíSarfariS vikuna 28. júní til 4. júlí. 1 byrjun vikunnar var fremur hæg norðanátt hér á landi með nokk- urri rigningu norðanlands. Síðan brá til vestanáttar og lilýinda með litils- háttar rigningu og dumbungsveðri, sem hólst allt til fimmtudags. þá kom alldjúp lægð suðvestan úr hafi og olli SA-hvassviðri og rigningu á Suðurlandi, en norðanlands vaj'ð átt- in þegar norðaustlæg og rigndi lítið. Á föstudag var lægðin komin suð- austur fyrir laridið og gerði þá all- hvassa norðanátt um allt land. Stytti upp suðvestan lands, en varð allmikil úrkoma og kalsaveður fyrir norðan og austan. 1 dag er norðanhvassviðri í Reykjavík (vindhraði 15—18 m. á sek.) og sést grána á fjallabrúnúm, en oi' úrkomulaust á láglendi. Mest- ur hiti í Reykjavík þessa viku varð 15 st. en minnstur 5 st. Úrkonm yfir vikuna 5 mm. Á Norður- og Austur- landi var úrkoman víða 10—20 mm. aðfaranótt laugardags. Aöalfuntíur Eimskipafélags íslands var haldinn í Reykjavík 27. júní s. 1. Mættir' voru á fundinum fulltrúar fyrir lilutafé, að upphæð 065,200,00 kr. (þar með talið hlutafjárframlag ríkissjóðs, 100 þús.) og fóru með 23108 atkv. samtals. En alls er nú hlutafé félagsins kr. 1,680,750,00. — Fjármálaráðlierra fór, að venju, með atkvæði ríkissjóðs en Benedikt Sveinsson og Sigurður Eggerz með atkvæði Vestur-íslendinga. — Fjár- | hagur félagsins er nú mjög eriiður. Á árinu 1930 hefir" orðið rúml. 240 þús. kr. tekjuhalli. Reksturshagnað- ur skipanna samanlagður er um 115 þús. kr. eða nál. 436 þús. kr. lægri en árið 1929. Flutningsgjöld voru ár- ið 1929 kr. 2,973,535,28 en árið 1930 kr. 2,480,145,00 og liafa þvi lækkað um rúml. 493 þús. kr. — Alls fóru skip félagsins á árinu 491/2 I’e ''ð milli landa (Dettifoss tvær) og aukaskip, sem fólagið liafði á leigu, 12 ferðir. — Nýtt skip, Dettifoss, var byggt á árinu, aðallega ætlað til vöruflutninga, hefir rúm fyrir 20 farþega. — Vöruflutningur skipanna minnkaði á árinu um rúml. 12 þús. smál. eða nærri 20%. Er slíkt alvar- legt íhugunarefni, á sama tíma og erlend skipafélög ausa upp fé fyrir flutninga fyrir íslenzka menn. Mun hér nokkru valda hugsunarleysi kaupsýslumanna, sem vörunum x'áða. En það • verða menn að gjöra sér ljóst, að þjóðin í heild græðir á því, að flut.t sc með íslenzkum skipum. Nú sem stendur er Eimskipafélagið rikissjóði til byrði, og má ekki við svo búið standa, enda óþarft, og á valdi landsmanna sjálfra, að breyta þvi ástan'di til batnaðar. Um þetta mál á að vera samvinna allra flokka, þó að hinsvegar verði eigi séð, að • þeim, sem ráða yfir meira- liluta atkvaiðamagns á fundum, sé það keppikefli, ef dæma skal eftir mannavali i fólagsstjórnina. Verkamannabústaðirnir í Reykja- vík. Byggingarfélag verkamanna í Reykjavík hefir á fundi fyrir skömmu síðan samþykkt uppdrætti að vænt- anlegum verkamannabústöðum, sem byggja á á leigulóð, sem bærinn leggur til á svæðinu milli Hring- brautar, Bræðraborgarstígs og Ás- vallagötu. Er gjört ráð fyrir að byggja um 50 íbúðir þegar í stað. Verða íbúðirnar 2—3 herbergi, auk eldliúss og baðklefa. í kjöllurum húsanna verður sameiginleg geymsla og þvottalierbergi fyrir íbúðirnar. Kostnaðarverð hverrar íbúðar er áætiað 7900—10400 kr. Félagsmenn, sem ætla sér að eignast íbúðir, leggja fram i upphafi 15% af kostnaðar- verði, en greiða síðan 6% á ári i 42 ár, og eru eftir þann tíma eigendur íbúðanna. Svarar sú uppliæð sem þannig er greidd árlega til háifrar húsaleigu eins og hún tíðkast nú. Lögin um verkamannabústaði voru samþykkt á Alþingi 1930. Sildarleit úr loíti. Stærri flugvélin, Súlan er nú farin norður til síldar- leitar. Hin flugvélin er ekki ferðafær sökum skemmda, er hún hlaut í stormi á flugliöfninni. Munu því reglubundnir póst- og farþegaflutn- ingar ioftleiðis leggjast niður í bráð- ina. Stórstúkuþingið var sett hér í bæn- um 30 f. m. og unglingaregluþing jafnframt. Hófst þinghaldið með guðsþjónustu í fríkii’kjunni, og var þeirri guðsþjónustu útvarpað. Fór sr. Árni Sigurðsson fyrir altarið ,cn sr. Halldór Kolbeins steig i stólinn. I fyrradag fóru þingfulltrúar austur yf- ir fjall og skoðuðu mjólkurbú Ölfus- inga. Menntaskólanum i Reykjavík var sagt upp 30. f. m. Síðastl. vetur voru nemendur skólans 183 alls, 76 í gagn- fræðadeild og 107 í lærdómsdeild. Undir gagnfræðapróf gengu 29, en 26 stóðust prófið. Af þeim náðu 18 þeirri einkun, sem áskilin er til inntöku í lærdómsdeild. Stúdentsprófi luku 42, þar af 30 í máladeild og 12 i stærð- fræðideild. Undir inntökupróf í 1- bekk gegn 98, en 42 stóðust prófið, en 25 verða teknir inn í skólann eins og undanfarin ár. — Eftir að skýit liafði vérið frá úrslitum prófa úthlut- aði rektor verðlaunum, eins og venja er til, þar á meðal einum iþróttaverð- launum og hlaut 5 bekkur þau verð- laun fyrir dugnað við í’óðraræfingar. — Að lokum sleit rektor skólanum* með snjallri í’æðu. Embættispróíi í læknisfræði við há- skólann haía nýlega lokið: Berg- sveinn Ólafsson, Bjarni Sigurðsson, Guðmundur ■Karl Pétursson, Högni Björnsson, Jóhann Sæmundsson, Júli- us Sigurjónsson, Karl Guðmundsson og María Hallgrímsdóttir. þeir Jó- hann Sæmundsson og Júlíus Sigur- jónsson luku báðir námi á 5 árum, Harmonikur, egta ítalskar, króma- tiskar, fimm nótnaraðii’, svartar og hvítai', 2—3—4 corige. Einnig venju- legar Tangóhai’mónikur. Mandolin, Gitarar, Flackmandolin og Grammo- fónar fyrirliggjandi. — Hljóðfæra- verzlunin: Aðalumboðsmenn .Tohn Kjeílström & Sön Aabenx-aa 13. — Köbenhavn. Bændur Biðjið verzlanir ykkar um heyhrífur frá Trésmiðjunni Fjölni með aluminium- tindum og aluminiumstýfuðum haus, en gætið þess vandlega að kaupa að eins þær hrifur *em eru með okkar stimpli bæði á hausnum og skaftinu. og or það ári skemmri tími en venju- legt er. Hlutu þó báðir I. einkunn. Nemendur 5. bekkjar meimtaskól- ans i Reykjavík eru nýlega komnir úr ferðalagi um Norðurland. Á Akur- eyri slógust nemendur úr 5. bekk skólans þar með í förina. Farið var norður til Grímseyjar, en síðan til Kópaskers og þaðan landveg yfir þingeyjarsýslu til Akureyrar. Varð- skipin Óðinn og Ægir önnuðust flutn- ing nemendanna sjóleiðis. Guðmund- ur Bárðarson náttúrufræðikennari stjómaði förinrii. Er þetta þriðja vor- ið, sem slík námsferð er farin, en upphaflega var til þeirra stofnað að tilhlutun Jónasar Jónssonar þáv. kennslumálaráðheri’a. En tilgangur- inn er að gefa nemendurium kost á að kynnast landinu og náttúru þess með eigin augum án tilfinnanlegs kostnaðar. Sveinn Guðmundsson hreppstjóri á Akranesi er staddur hér í bænum ----O----- Mbí. og' Árni Pálsson. Mbl. er hissa á því að Þorkell Jóhannesson magister skuli hafa hlotið embætti við kennaraskól- ann og það að vori til. En Mbl. er víst ails ekki hissa á því að Árni Pálsson gengur um bæinn og sárkvartar jafnt undan „hi‘útshominu“, sem Sveinn í Firði talaði um við hann, og því að hann skuli ekki nú þegar vera farinn að fá laun við háskólann. Tæplega myndi Árni vinna mikið við háskólann í sumar. Sömuleiðis ætti Mbl. að kynna sér það, að við kennaraskólann voru í vetur þrjár lausar stöður, og mun eng- inn lá Framsóknarstjórninni, þó að hún teldi sig betur færa að velja menn í þær, heldur en íhald- ið, sem amast við allri alþýðu- menntun. B. P. ----o-----

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.