Tíminn - 25.07.1931, Qupperneq 3
TÍMINN
3
B v im.
Mórgunsólin signir löndin
Silfurlit á vötnin slær.
Lágar bylgjur laðar ströndin.
Loftið hrærir þýður blær.
Lóur tifa á túnum slegnum.
Tíminn líður — komið haust.
Blöðin visna á bleikum teigmum.
Bia'kta segl við iokuð naust.
Sifja er yfir sænum breiðum,
sveipar fjöllin móða blá.
Dalalæða á lágum heiðum
læðist yfir silungsá.
Úti á skerjum kollur kúra.
Kyrð er yfir flestu nú.
En oft er milli skins og skúra
skemmra en hyggur ég og þú.
Það syrtir í lofti og suðar í hafi.
Nú siglir að landi hvert fley.
Það kembir í álinn og dimmir við djúpin.
Það dunar í loftinu — þey.
Tindarnir skjálfa í skarplegum vindum.
Skýbólstrar þyrlast í ferlegum myndum.
Geigvænleg stórhi’íðin gjögrana lemur.
— Garðurinn kemur.
Og bylgjumar velta með vaxanda hraða
og verða að æðanda róti.
Við járngreipta veggina hramminn þær hrista
svo hrykktir í björgum og grjóti.
Þær hækka, þær lækka — þær steypast og stynja,
standa á öndinni — hvæsa og drynja.
Það argar og* sargar. —Þær soga og toga
um sanda og voga.
Svo lagar um stund, en í djúpinu drynur.
— Deyjandi öldurnar stynja.
Svo ganga þær aftur og bölvandi byltast
búnar til hörðustu víga.
Þær hnyklast í brúnum og miklast í móði,
magnaðar helkrafti — litaðar blóði.
Þær æra og særa og ögra þeim veika
í úthafið bleika.
Þá rumskast hver vættur í brakandi björgum.
Brúnirnar þyngjast og síga.
Brandana skaka þeir skýjunum móti
og skora á Hræsvelg til víga.
— Já, hamist þið vindar og' blásið þið betur,
í blágrýtið ristum við örlagaletur:
Vort land skal um aldur og árdaga standa
sem útvörður landa. —
Sigursteinn Magnússon, ólafsfirði.
„upptökur“ „urg“, því þær veita
öllum þeim, sem á annað borð
vilja hlusta á góð tónverk, hina
mestu ánægju.
Ég álít, að við íslendingar sé-
um ekki, fremur en aðrar þjóðir,
hafnir yfir það að nota grammó-
fón við útvarpið. Við fáum með
því móti tækifæri til að hlusta á
ótalmargt nýtt og verulega gott,
sem við ella færum algerlega á
mis við, nema því aðeins að því
værí endurvarpað frá útlöndum
eða með beinu sambandi við er-
lendar stöðvar, en þeir munu
fæstir, sem hafa tök á því. Hvað
endurvarp snertir, þá mun verða
unnið að því að það komist á svo
fljótt sem unt er.
Hversu vel, sem til útvarps-
dagskrárinnar er vandað, má á-
valt gera ráð fyrir því, að þeir,
sem semja hana, geti ekki gert
allt svo öllum líki; en nú er það
ávalt tilkynnt fyrírfram, hvað á 1
boðstólum er þann og þann dag- |
inn, og virðist mér því, að mönn- [
um ætti ekki að verða skotaskuld
úr því að velja það úr, sem þeir
vilja heyi’a, og hlusta þá heldur
ekki á það, sem þeir hugsa að þeir
þreytist á að heyra. Smekkvísi
manna er með ýmsu móti og mis-
jöfn mjög, því nokkrir vilja helzt
ekki heyra annað en danslög og
þá helzt ilðein á harmoníku, aðrir
aftur á móti vilja ekkert heyra af
þessu tæi, teldur aðeins sígildar
tónsmíðar, hinar beztu, sem völ
er á. Hvernig á nú útvarpið að
gera báðum þessum aðiljum full
skil eða svo að öllum líki? Nei;
það er ekki hægt að gera. Menn
verða að læra að hlusta í út-
varpið, kynna sér dagskrána,
velja það svo úr, sem þeir hafa
áhuga og smekkvisi fyrir að
hlusta á, en hafna hinu. Gagnrýni
er góð og nauðsynleg, en hún
verður að byggjast á þekkingu
og sanngirni, og þegar um jafn-
nýtt og áður lítt þekkt menning-
aratriði er að ræða, sem útvarpið
er, a. m. k. hér hjá oss, verða
menn að sýna því ofurlítið af
góðvilja í dómum sínum, en ekki
allt of mikla heimtufrekju. I við-
tali við mig hafa ýmsir gagnrýnt
tónlistarflutning útvarpsins í vet-
ur og vor, og hefir sumt af því,
Bitafjölin
og „Hásetaiöðin“ hans Árna.
Frá Landeyjasandi hafa knáir
menn bæði íyrrum og nú ýtt skip-
um sínum, og róið til fiskjar, oft
langt til hafs. Sýnist og svo, að
eigi muni heiglum hent að ýta
þaðan frá landi, þar sem ekki er
aimað en ein hafnleysa með allri
suðurströnd landsins og öldur At-
lantsáls eru þar oftast í algleym-
ingi. Enda er þar tíðum gæfta-
leysi, en fiskur nógur ef út yfir
brimgarðinn er komið. Og þess
vegna máske stundum dregið á
fiot, ef ekki var alveg ófæit í sjó-
inn. Enda stundum orðið að slysi.
„Ekki er ein báian stök út við
Landeyjasand“ kvað Grímur Þor-
grímsson — og er merivilegt að
jafn rammur íslendingur og hann
var, með jafn rammíslenzkt nafn;
skyldi láta kalla sig „Thomsen“
mestan hluta æfi sinnar.
Eldri menn, sumir sem nú lifa,
munu minnast þeirra tíma þegai’
ónytsamt prjál var ekki til í hí-
býlum fólksins til sveita. En þá
var almennt að ýmsir nytsamir
hlutir svo sem ýms búsáhöld,
væru prýddir á margan hátt, t.
’d. munir úr tré útskomir, kistlar
og- stol^ar, askai’, rúmfjalir o. s.
frv. Og hver af þessum prýddu
munum var jafnan til einhvers
hæfur og oftast í daglegri notk-
un.
Nú er einnig skorið út á íslandi,
en nú er naumast lengur um al-
þýðulist að ræða og margir þess-
ara nýju gripa einungis til þess
hæfir að horft sé á þá, og varla
það, t. d. hinir oft svo ósmekk-
sem þeim fanst athugavert við
hann, verið vel athugað og á rök-
um byggt, enda hefi ég, að því
leyti, sem það hefir náð til minna
afskipta, gert mér far um að taka
það til greina og ráða bót á því.
Hefir og öll útvarpsstjórnin full-
an vilja á því, að ráða sem bezt
fram úr vandamálum útvarpsins.
Reykjavík, 10. júlí 1931.
Páll ísólfsson.
Sigurður Einarsson:
Átthagafræði.
]>að er nauðalítið, er ritað hefir
verið á íslenzkri tungu i uppeldis-
fræði, einkum hefir verið deyfð mik-
il í þessu efni nú um stundir. Ekk-
ert uppeldisrit h.efir nú um hrið
verið gefið út á landinu, enda þótt
í hverjum fjárlögum sé styrkur
skráður tii þessarar útgáfu. — það
er enginn hægðarleikur fyrir kenn-
ura að alla sér aukinnar þekkingar
í kennslumálum. Kennarar eiga ekk-
ert l)ókasafn, og við harnaskólana
liér í Rvík og kennaraskólann er lít-
ill bókakostur á þessu sviði. í
Landsbókasafninu er heldur ekki um
auðugan garð að gresja. þótt leitað
sé þai' með loganda ijósi finnst
trauðla nokkur uppeldisfx-æðileg bók.
Verða því flestir kennarar að láta
sér nægja þá litlu fræðslu er kenn-
araskólinn lætur þeim í té. —
Kennarar munu þvi fagna hverri
nýtri bók, er um grein þeirra fjall-
ar. Mun því bók þessi verða þeim [
og öðrum, er láta sig uppeldismál J
einhverju skifta, aufúsugestur næsta
mikill.
Bókin er ekki venjuleg kennslu-
bók, heldur handbók fyrir kennara.
Átthagafræði (Heimatlcunde, Hjem-
stavnslære) er fremur ung fræði-
grein og mun hafa verið svo að
segja óþekkt á landi liér, þar til
Steingrímur Arason tók að íást við
kennslumál, en lítt mun hann hafa
haft tækifæri til að raunnýta hana
að ráði. Höfundur þessarar greinar
er talinn yfirkennari í Frankfurt a.
M., Finger að nafni. Gaf hann út,
bók árið 1844, er hann nefndi „An-
vveisung zum Unterricht in der
Heimatkunde" (Leiðarvisir í átthaga-
Iræðikennslu). Hún hefir það hlut-
verk, að veita börnum þekkingu á
byggðarlagi þcss, - en sú þekking er
reist á eftirtekt barnsins sjálfs. í víð-
legu og' langt um of skreyttu
askar, sem hvergi nærri komast
til jafns við fyrirmyndirnar sum-
ar gömlu, vantar þann einfald-
leiltans blæ, sem jafnan er feg-
urstur.
Eitt af því sem fyrrum tíðkað-
ist, a. m. k. við suðurströnd
landsins, var að hafa bitafjöl
útskorna á bátunum. Var
hún fest aftan á bitann fyrir
framan „bitarúmið“. Sátu þar
jafnan, í bitarúminu reyndustu
og gætnustu mennirnir, svo
að formaður gæti ráðgast við
þá ef vanda bæri að höndum.
Þótti þar jafnan virðingarsæti.
— Þegar ég var í Austur-Land-
eyjum, fyrst í desember síðast-
liðnum, á bændanámskeiði á
Ivrossi, þá gekk ég einn dag vest-
ur að Hallgeirsey til að kveðja
gamlan góðkunningja, Guðlaug
bónda Nikulásson, sem þá lá á
banasænginni. Var hann þá mjög
aðframkominn, gamli maðurinn
og þráði burtför sína héðan úr
heimi. Hann var á níræðisaldri og
hafði víst búið í Hallgeirsey í
hálfa öld, stundað land og sjó,
og var vel metinn af öllum, enda
prúðmenni í raun og sjón. —
Skömmu eftir nýárið, var ég aft-
ur á ferð þarna og var þá við
jarðarför Guðlaugs heitins, en
hann var grafinn að Krossi. —
Við Guðlaugur heitinn gátum
lítið talast við, er ég sá hann í
síðasta sinn, en ég hafði áður
hitt hann, bæði eystra og hér
syðra, þegar hann var í fullu
fjöri. Hann hafði áður verið for-
maður við Landeyjasand og átt
bát, sem hét „Farsæll“. Báturinn
mun fyrir nokkuð löngu liðinn
undir lok, en bitafjölina af hon-
tækara skilningi teljast hér til st.aðir,
menn, hlutir, jurta- óg dýralíf, skyld-
ur og.réttindi íbúanna og loks sagnir
og saga héraðsins. Erlendis er mikil
stund lögð á átthagafræði í smá-
barnadeildum. Er hún uppistaðan i
kennslu þeirri,. er þjóðverjar nefna
| „Gesamtunterriclit". En sú kennsla er
undirstaða námsgreinakennsiunnar.
Aðferð þessi er notuð í hinum neðri
deilduin barnaskólanna. Engin
stundaskrá er viðhöfð. Er mest
áherzla lögð á, að börnin noti skyn-
færin og læri að vinna meö hug og
hönd.
Bókin er vel samin og virðist
standa jafnfætis bókum þeim, er ég
hefi átt kost á að sjá á útlendum
máluin um þetta efpi. Er enganveg-
inn létt að semja sllka bók, þar eð
engin bók var til á máiinu i þessari
grein og brjóta þurfti brautina. Ber
hún vitni . skýrieika höfundar og
næmleika hans og skilnings á sálar-
lífi barna.
Eftir inngang bókarinnar koma
um, hafði Guðlaug-ur geymt í
mörg ár; og notað fyrir rúmfjöl.
Bitafjöl þessa gaf gamli maður-
inn mér að skilnaði er ég kom til
hans síðast og kvaddi.
Bitafjölin er tæpir 150 cm. á
| lengd, 14,45 cm. á breidd.
Hún er prýdd fagurlega með
útskurði til endanna en á miðri
fjölinni stenur skorið með upp-
hafsstöfum, latnesku letri:
„FARSÆLL bigður 1871 —
Náð Drottins vors Jesú Ch. veri
með oss öllum“.
Bitafjöl þessi er skorin af
Kjartani Ólafssyni bónda á Þúfu
í Landeyjum, en hann var
tengdafaðir Skúla bónda á Mó-
eiðarhvöli.
Á Farsæl réru jafnan 8 menn.
Byggður var hann víst upp oftar
en einu sinni og fylgdi fjölin hon-
um jafnan; þar til hann var ekki
gerður upp að nýju, en þá hirti
Guðlaugur heitinn fjölina og
geymdi vel.
Þegar ég var á ferðinni í Aust-
ur-Landeyjum, fyrir jólin, reiddi
ég bitafjölina með mér upp í
Fljótshlíð, að Múlakoti. Þar býr í
austurbænum frú Þórunn ólafs-
dóttir, kona Árna Einarssonar, en
bæ; gremd kona og góð. Faðir
hennar var eitt sinn á Farsæl.
Var þá Þorbjörn í Kirkjulands-
hjáleigu formaður, en hásetar
hans þessir:
Ólafur í Múlakoti,
Sigurður á Kirkjulæk,
Jón í Hellishólum,
Þorsteinn í Hlíðarendakoti,
Jón í Kirkjulækjarkoti,
Oddur í Suðurhjáleigu og
Árni á Kirkjulæk.
kaflar tveir, annar um vinnubrögð
og aðferSir, en hinn um efnisval. í
fyrri kaflanum er gerð grein fyrir
starfsháttum barna, á meðan að þau
eru sjálfráð og hveniig kennslan á
að vera í samræmi við þá í smá-
barnaskólunum, því næst um tæki
þau er nota þarf. I síðara kaflanum
um efnisval er skýrt frá þvi, hversu
velja skuli námsefnið. En það verð-
ur að takast úr nánasta umhverfi
barnsins og síðan sjónhringúrinn
smátt og smátt víkkaður. þá koma
ellefu kaflar með fjölda dæma og
spurninga úr hinum ýmsu sviðurn
lífsins. Eru þar lagðir hornsteinar að
hagrænni þekkingu, er hver maður
verður að öðlast í hinu daglega lífi
og hinum ýmsu fræðigreinum. Er
iiöf. furðu hugkvæmur að velja
spurningar og dæmi eftir íslenzkum
staðháttum. það er galli allmikill,
að engar skýringarmyndir eru í l)ók-
inni ,en úr því verður væntanlega
bætt í nœstu útgáfu.
Síra Sigurður Einarsson er einn
Árni á Kirkjulæk var Einars-
son. Hann var hagmæltur vel og
orkti um skipverjana, sem þá
voru á bátnum. Vísurnar þær
skrifaði ég upp, eftir frú Þórunni,
síðast er ég kom að Múlakoti.
Byrjar Árni á þeim fremsta í
skipinu, en endar á formanninum.
— En „Hásetaröð“ eftir Árna á
Kirkjulæk er svona:
Okkar knör þá er á floti
Ólafur frá Múlakoti,
barka situr borði á.
Fiskinn vel og fylgismaður,
fáorður, en tíðum glaður;
úrtölur ei iðkar sá.
A sömu þóftu sæti hefir
Sigurður, og ekki gefur
þorski taum, þó togist á.
Allt í standi hann vill hafa,
hirðumaður er án vafa,
Kirkjulæk er kominn frá.
Andófsmaður annar valinn
okkar er á juli talinn,
Hellis- sá er -hólum frá,
Jóni getinn, Jón sem heitir
jafnan dug og skemmtun veitir
bæði lög og landi á.
vonum framar virðist mér.
Glaður þegar gengui' betur,
girndum sínum takmörk setur,
mesti sómamaður er.
í austurrúmi, einatt glaður,
allra bezti fiskimaður
Kirkjulækjarkots er Jón.
Á sjó og landi sér ei hlífir;
sinni vel í áíri dýfir;
margra gjörir manna bón.
hinn framsæknasti og glæsilegasti
hinna yngri skólamanna voi-ra. Leið-
beinir hann nú kennaraefnum í
kennaraskólanum og kennir jafn-
framt í einni deild barnaskólans
nýja. Gefst honum þar væntanlega
kostur á að raunnýta þar kenningár
sínar.
Jóhann Sveinsson.
Pierre Loti: Á íslandsmiðum.
Páll Sveinsson þýddi. Menn-
ingarsjóður gaf út. — Rvík
1930.
Sjálfsagt er þessi bók nú þegar
orðin landsmönnum nokkuð kunn.
það er skáldsaga, eftir frakkneskan
höfund. Efnið er tekið úr lífi frakk-
neskra sjómanna um það leyti sem
Frakkar stunduðu mest fiskveiðar
við Islandsstrendur. þýðingin er sýni-
lega gjörð af vandvirkni en of ná-
kvæm. Bókin er frá hendi höf. ágætt
listaverk, og er vel farið, að stjórn
Menningarsjóðs skuli hafa stuðlað að
útgáfu hennar.
Háseta á hlunna dýri,
hönd þó sjaldan leggi á stýri;
einhvem bezta Odd eg tel.
Fylginn sér og fylgismaður
framsýnn og til greiða óstaður
öllum látinn af er vel.
Einn á bita Árni situr
ég held þetta hver sem flytur,
greiði fyrir góðan mann.
Skipsáróður skjaldan þiggur,
skrafinn er, en lyndisstyggur.
Aðgætinn um of er hann.
Þorbjörn stýrir þóftu valnum;
það má svona lýsa halnum:
hagur margt á höndum ber.
Hugaður og heppinn líka,
hygg ég ekki margra slíka,
sem hann var, og enda er.
Farsæl út á flyðru móa
fýrðar þessir átta róa,
upp sem taldir eru hér.
Ég bið Drottinn að þeim gæti,
engum svo að slysum mæti;
á hann treystum allir vér.
Bitafjölin af Farsæl og Háseta-
röðin hans Árna, mega vel geym-
ast, sem minningar um gamlan
sið og liðinn tíma. Því bað ég
„Tímann" fyrir þessar línur. Hafi
j svo Guðlaugur þökk, sem varð-
j veitti fjölina og Þórunn, sem vís-
unum hélt til haga.
Sjálfsagt gætu Landeyingar
sagt margt fleira um Fai’sæl, en
þetta er allt sem ég veit um hann.
Læt ég því hér staðar numið.
R. Á.
----o----
systir Sigurþórs bónda í Kolla- | Þorsteinn gamli, Einars arfi
andæfir á súðar skarfi,