Tíminn - 01.08.1931, Blaðsíða 3

Tíminn - 01.08.1931, Blaðsíða 3
TlMINN 179 Hugheilar þakkir flyt eg öllum þeim, sem á einn eða annan hátt veittu mér hjálp og sýndu mér samúð og hlutttekningu við fráfall elsku konunnar minnar, Þuríðar Bjarnadóttur. Ennfremur þakkir til allra þeirra mörgu er heiðruðu jarðarför hennar h. 7. þ. m., með nærveru sinni. Svarflióli i Geiradalslireppi, 14. júli 1931. Jón Ólafsson. hverju einu dagsverki, sem mælt var 1925, eru mæld nærri 5 dags- verk 1930 eða með öðrum orðum að jarðabæturnar hafa nálega fimmfaldast á þessum árum. En á sama tíma hefir tala jarðabóta- mannanna tæplega þrefaldast (1584:4658). Til landsskuldargreiðslu á þjóð- og kirkjujörðum voru mæld s. I. ár 11789 dagsverk og nema þau til þeirrar greiðslu kr. 35367,00. Um það verður ekki sagt hvort þær allar, eða hversu mikill hluti þeirra, virkilega hefir gengið til landsskuldargreiðslu, því að um það eru engar skýrslur til, svo ég viti. En alls hafa nú, samkv. mælinga-skýrslunum, verið mæld á árunum 1925—’30 til lands- skuldargreiðslu: 482702/3 dagsverk — og af- gjaldsmáttur þeirra er að sam- töldu kr. 204212. Hafi þær allar gengið til lands- skuldargreiðslu, þá er jarðabóta- styrkurinn allur, að meðtöldum tillögunum tií Verkfærakaupa- sjóðs, orðinn um lír. 2.290.000 síðan jarðræktarlögin gengu í gildi, og jarðabæturnar, sem á bak við þann styrk liggja, um 2.051.000 dagsverk. Sé kostnaðarverð dagsverksins talið 6 kr., þá hafa bændur lagt í þessar jarðabætur rösklega 12,3 miljónir króna, eða tæplega 10 miljónir umfram styrkinn. M. St. -----o---- Alþingi -----o---- Frv. og þáLtill. Frv. um framlenging á gildi laga nr. 33, 7. mai 1928, um skattgreiðslu h. f. Eimsldþafélags íslands (undan- þága frá skatti). Flutt af fjárhags- nefnd í nd. Frv. um br. á 1. nr. 32, 7. maí 1928, um sundhöll í Reykjavík (ríkisfram- lag allt að 250 þús. í stað 100 þús. nú). Flm.: Héðinn Valdimarsson, Magnús Jónsson og Einar Arnórsson. Frv. um heimild fyrir ríkisstjórn- ina til að ábyrgjast rekstrarlán (allt a, 150 þús. sterlingspundum) fyrir Útvegsbanka íslands h.f. Flutt af fjárhagsnefnd í nd. Till. til þál. um minningu þjóð- fundarins 1851 í hátíðasal mennta- skólans í Reykjavík, svohljóðandi: „Alþingi ályktar að lieimila íorsetum Alþingis að láta á kostnað þingsins mála á vegg liins forna fundasals Al- þingis í menntaskólanum i Ileykja- vík,- gegnt dyrum, olíumynd af þjóð- fundinum 1851, enda fái þeir til þess nauðsynlega aðstoð um sögulega ná- kvæmni, svo og að gjöra aðrar þær umbætur á salnum, sem þörf þykir á, til þess, að myndin njóti sin. Má verja í því 'skyni allt að 5000 kr.“. Flm.: Ásgeir Ásgeirsson, Eínar Am- órsson og Héðinn Valdimarsson. Til- lagan er flutt eftir beiðni Pálma Hannessonar rektors og fylgir henni greinargjörð frá honum. Frv. um fiskimat. Flutt af sjávar- útvegsnefnd í nd. Frv. um íbúðarhús á prestsetrum. Flutt af allshn. í nd. Frv. um br. á 1. nr. 22, 3. nóv. 1915, um fasteignamat. Flm.: Eiuar Árna- son. Till. til þál. um skipun nefndar til- þess að rannsaka og gjöra tiliögur um skipasmíðastöð (doclt) í Reykja- vík. Flm.: Einar Arnórsson. Frv. uin sóknaskipun i Reykjavílc. Flm.: Magnús Jónsson og Einar Arn- órsson. Frv. um br. á 1. nr. 45, 1929, um verkamannabústaði, flutt af jafnaðar- mönnum í nd. Frv. um br. á 1. nr. 56, 15. júní 1926, um notkun bifreiða. Fim.: Héð- inn Valdimarsson. Frv. um ríkisveðbanka íslands, flutt af fjárliagsnefnd i nd., að til- hlutun fjármálaráðherra og í samráði við stjórn Landsbankans. Hlutverk ríkisveðbankans sé að kaupa og ann- ast. sölu skuldabréfa frá veðdelldum Búnaðarbankans og Landsbankans. Stjórn bankans skipi: Einn af banka- stjórum Búnaðarhankans, einn af bankastjórum Landbankans og einn gæzlustjóri. Bankastjórarnir vinni starf sitt við ríkisveðbankann endur- gjaldslaust. Fjárlagafrv. er nú komið gegnum 2. umr. í nd. og kemur væntanlega til 3. umr. á mánudag. Eldhúsdegi hefir með samkomulagi milli flokkanna verið frestað til 3. umr. Lausn samgöngumálanna í Skaftafellssýslum. Eins og sakir standa er samgöngu- málum vorum nú komið í svipað horf og símamálinu var fyrir nokkr- um árum — sem sagt eru bílvegir komnir frá Reykjavík norður fyrir land og þaðan austur fyrir, en þar strandar við sunnanlandsvötnin og sandana eins og fyrri daginn. Er ekki árennilegt að brúa allar þær jökulár er velta sér úr einum far- vegi í annan á fárra nátta fresti. En það er leið engu að síður, þegar betur er aðgætt, kemur það í Ijós, að það þarf ekki að fara yfir öli þessi vötn. þannig hagar til, að nærri því óslitið lón liggur fyrir alla þessa sanda, er vötnin falla í — falla þau víða langar leiðir fram með fjörunum, bátgeng með köflum, en grynningar og smáhöft hindra rennslið, svo að þau brjóta út smá- ósa hér og hvar, er þó lokast ann- að slagið. Hornafjörður hefur um langan ald- ur verið eina höfnin, sem um er að gera á allri þessari löngu strönd, að vísu góð höfn þegar inn er komið, aðeins er ósinn svo vatnslitill, að stærri skip fljóta þar ekki inn. Væru nú höftin í lóni þessu grafin sundur, mundu vötnin öll falla að einum ósi, sem sagt þangað. Með því væri margt unnið í senn. 1) að nóg vatn fengist í Hornafjörð til að gera liann að ágætri liöfn, mundi því vel til haga þar eð styzt er uppsigling' undir Horn, enda vel fallið til togaraútgei-ðar, þaðan skamt til Ingólfshöfða. 2) væru Skaftafellssýslur báðar opnaðar fyrir samgöngum, þar sem vélbátar gengju daglega um skurð þenna fram og aftur. Mundu þá opnar markaðsleiðir úr aðliggjanda héruðum til Horna- fjarðar, sem nú er í uppgangi. Hér- uð þessi eru vel fallin til stórbú- skapar, verksmiðjuiðnaðar og námu- reksturs. 3) er einmitt það, sem okk- ur vantar í svipinn, sem er bilveg- ur alla leið austan um land til Reykjavíkur, en hann mundi þarna koma af sjálfu sér. Um leið og höft- in í lóni þessu væru grafin sundur og rennslið fengið austur með, hyrfi ! öll brúagerðin, þar eð fjörurnar yrðu óslitinn bilvegur; hafa þær reynst vel til keyrslu milli ósa, er þá myndu líka fyllast upp. Aðeins j þyi'fti þá eina brú upp í hverja sveit ! yíir skurðinn, en þar með yrði allt suður- og austurland komið í sam- band við Reykjavík. Ennfremur lausn fengin frá fjártapi slíku, er ill- ar samgöngur valda, en sem mest hamla nú menningu vorri og starfs- kröftum. Verður öllu til haga að halda, ef vér eigum að hamla upp með drift- um vorum og framförum seinustu 10 árin. pað er að visu margt sem kemur til greina viðvíkjandi máli þessu er byggist á nánari rannsóknum og mælingum, t. d. áhrif sjávarfalla, er sennilega mundu mjög hægja straum- inn og auka vatnsdýpið, mundi vart fjara, er vestar drægi með söndun- um svo að flyti yfir grynningar þær, er nú eru. Mun mannvirki þetta ódýrara en menn hyggja, þar eð nátt- úran veldur mestu um. Guðmundur A. Skapta. -----0---- Skattur sveitanna. Oft má sjá það í dálkum Morgun- blaðsins, að sveitimar séu ekki mik- ils virði í ríkisbúskapnum, og að þær lifi einkum á náð Reykjavíkur og annara kaupstaða. par séu fjárhags- byrðarnar bomar og auðsins aflað. pess er minna getið í því blaði, hvar peningunum sé eytt, hvar stóru töpin eigi sér stað, hvar dýrtíðin sé sköpuð og henni viðhaldið, með háum vöxt- um vegna skuldatapa, og dýrri álagn- ingu á nauðsynjavörur. Sveitirnar munu þó bera bróður- lilutann af töpunum og dýrtíðinni, sem þær enga sök áttu á og ekki hafa skapað. Einn skattur er, sem sjaldan er nefndur, og er þó eigi lítilfjörlegur liður i rikisbúskapnum. pað er upp- eldiskostnaðurinn á starfsfólki handa bæjum og kauptúnum. Sveitirnar ala upp hundruð karla og kvenna, er kaupstaðirnir taka við, þegar fólk þetta verður fulltiða, og njóta starfs- krafta þess og arðsins af vinnu þess, án þess að hafa einum eyri kostað til uppeldis þess. Ef fólki þessu hlekk- ist eitthvað á, þá fá sveitirnar oft. að greiða fátækrahjálp þess til kaup- staðanna, og hana tvöfalt kostnaðar- meiri en þyrfti að vera í sve.it. í einni sveit hefir verið athugaður flutningur til kaupstaða og írá þeim, síðastliðin tólf ár. pær tölur líta þannig út: Samtals hefir 207 mönnum fleira flutt úr sveitinni til kaupstaðanna, heldur en gagnstætt. par af 47 börn innan 15 ára aldurs, og 131 á bezta aldi'i, 15,—50 ára. pað munu eigi ofílagt, að gera upp- eldiskostnað barna til 15 ára aldurs kr. 4000,00. Sé nú uppeldiskostnaður barnanna 47 talsins aðeins hálfur, þá verður uppeldiskostnaður þessa fólks í'úmlega fimmtíu þúsund ki'ónur ár- lega í tólf ár. Er þettö skattur, sem þessi eina sveit hefir beinlínis greitt kaupstöðunum með því að ala þeim upp starfsfólk og skila því fulltíða á bezta aldri. Er þá ótalið það fólk, sem flytur eldra en 50 ára, og sú fá- tækrahjálp, sem sveitin hefir orðið að leggja sumu af þessu fólki til kaup- staðanna, einkum gamalmennum. Ennfremur eru ótaldir þeir fjáraiunir, sem fluttir hafa verið úr sveitinni til kaupstaðanna. pessi skattur sveitanna er gífur- legri en allir aðrir skattar saman- lagðir, og ætti að gefa sveitunum góðan og gildan rétt til áhrifa á stjórn landsins. Má með góðum rétti segja, að kaupstaðirnir lifi á sveitun- um, þar sem þær leggja til hundruð starfsfólks á góðum aldri, sem kaup- staðirnir hafa allan hagnaðinn af, en engin útgjöld. p. Börn 1-15 4ra 15-30 áva 30-50 ára 50-60 ára yfiröOára Flutt til kaupstaða 69 119 48 13 22 Flutt frá kaupstöðum 22 19 17 2 4 Mismunur 47 100 31 11 18 Eftirmæli. Hinn 27. febrúar síðastliðinn and- aðist að heimili sínu, Grænhóli í Ölfusi, Jóhann Jóhannesson, bóndi 78 ára að aldri eftir 6 daga lcgu í lungnabólgu. Iiann var fæddur að Eyðisandvík í Flóa 2. nóv. 1852 og ólst þar upp þar til vorið 1867, að hann fluttist að Grænhól með foreldr- um sínum, Jóhannesi Jóhannssyni frá Kotferju Hannessonar spítalalialdara í Kallaðarnesi Jónssonar og Hólm- fríðar Oddsdóttur frá púfu í Ölfusi Björnssonar hreppstjóra á púfu Odds- sonar, og átti liann þar síðan heimili í nær 64 ár til dauðadags. Árið 1882 byrjaði hann búskap með litlum efn- um og giftist sama ár pórdisi Guð- mundsdóttur frá Strýtu Guðmunds- sonar, hún dó 13. sept. 1929 eftir 46 ára góða og ástrika sambúð. peim varð 6 barna auðið, 5 dóu í æsku, einn sonur lifir ókvæntur í heimahús- um. Jóhann sál. var alltaf sístarfandi fram á síðustu daga. Strax og hann var tekinn við búforráðum tók hann að gjöra jarðabætur, sléttaði túnið og færði það út yfir móa og mela svo heyfengur margfaldaðist á fáum ár- um, sömuleiðis stórbætti hann útengi með áveitum svo nú er það vélunnið að mestu. Hann var hið mesta. ljúf- menni í allri framkomu, félagslynd- ur, fyrirhyggju- og búsýslumaður hinn mesti, og fylgdist vel með öllum framfaramálum nútímans, ábyggileg- ur í öllum viðskiptum, hjálpfús og ráðhollur, góður húsbóndi og faðir, vinafastur og gestrisinn, og ávann sér traust og virðingu allra, sem lion- um kynntust, með fráfalli lians er því höggvið stórt skarð í bændastétt héraðsins. Kunnugur. ----o----- Úr þýzku skeyti: Brúning ríkis- kanzlari hefir lialdið ræðu, sem vakið hefir mikla eftirtekt. Var ræðu hans útvarpað. Kvað hann pjóðverja reiðubúna til þess fyrir sitt leyti að stuðla að því, að Frakkar og pjóð- verjar fengi réttari skilning hvor á öðrum, með það fyrir augum, að hagkvæmt samstarf mætti takast milli beggja þjóðanna. „pað verður aldrei um varanlegan frið að ræða í álfunni", sagði Brúning, „fyrr en Frakkar og pjóðverjar gleyma óvild liðinna tíma og snúa sér að þvi sameiginlega að ráða fram úr vandamálum framtíðarinnar". -----o----- Fréttir Gestir í bænum. Staddir eru hér í bænum Magnús Guðmundsson kaup- félagsstjóri á Flateyri og Friðbert Guðmundsson hreppstjóri Súganda- firði, til að undirbúa fyrirkomulag með útflutning á ísfiski á komanda liausti frá Flateyri og Súgandafirði. Ungmennafélagar koma saman i prastaskógi á sunnudag, þann 2. ágúst. n. k. Hefst mótið kl. 2 e. h. með guðsþjónustu. Síðan fara fram ræðuhöld, söngur o. fl. Verða þar ýmsir snjallir ræðumenn. — Sam- koma þessi er aðeins fyrir ung- mennafélaga og þá, sem ungmenna- félagsskapnum eru sérstaklega • tengdir. — prastaskógur er eign U. M. F. í., gjöf til þess frá Tryggva Gunnarssyni. Ungmennafélagar koma þar venjulega saman einu sinni á sumri og hafa þær samkomur jafn- an verið vinsælar. Ungmennafélögin i Borgarfirði hafa ákveðið að lialda liéraðssamkomu að lteyholti 2. ágúst n. k. Frá stórstúkuþinginu 1931. pessir voru kjörnir embættismenn stórstúk- unnar fyrir næsta kjörtímabil: Stór- templar Sigfús Sigurhjartarson, cand. theol., kennari, með 35:33 atkvæðum, stórkanzlari Sigurður Jónsson skóla- stjóri með 39:28 atkvæðum, stór- varatemplar póra Halldórsdóttir, frú, með 36:32 atkvæðum .(endurkosin), stórgæzlumaður unglingastarfs Magn- ús V. Jóhannesson fátækrafulltrúi, með 16:15 atkvæðum (endurkos- inn), stórgæzlumaður' löggjafar- starfs Árni Johnsen Vestmannaeyj- um, með 37:30 atkvæðum, stórritari Jóhann Ögm. Oddsson, endurkosinn í einu hljóði, stórfræðslustjóri Jón E. Bergsveinsson, með 35:32 atkv., stór- gjaldkeri Jakob Möller bankaeftir- litsmaður, með 38:30 atkvæðum, stór- kapellán Sigurgeir Gíslason verk- stjóri, Hafnarfirði, með 38:28 atkv., fyrv. stórtemplar Pétur Zophónías- son var samþyktur í framkvæmdar- nefndina í einu hljóði. Mælt var með Borgþóri Jósefssyni fyrv. bæjar- gjaldkera sem umboðsmanni há- templars. Næsti þingstaður Stórstúk- unnar var ákveðinn í Vestmanna- eyjum með 65:5 atkvæðum. Bréfkafli úr ísafjarðarsýslu: „---- Ég get ekki látið hjá líða, að láta í ljós gleði mina yfir kosningaúrslit- unum, og óska yður til hamingju með sigurinn. Ég liefi haft kosning- arrétt til Alþingis síðan í fardögum 1881 eða full 50 ár, og ávalt notað þann rétt, þegar tilefni hefir gefist, var þó framan af langt til kjörstað- Hjartans þakklæti til allra þeirra er voru viðstaddir jarðarför Jóns sál. Jónssonar smiðs A Hlemmi- skeiði, eða sýndu hluttekningu á annan hátt. 26/7 1931 Fyrir hönd aðstandenda Þorgeir torsteinsson. Tapast hefir rauðbleikur hestur með mikið tagl og snúin- hæfður á framhófum. Mark heil- rifað hægra. Þeir sem yrðu hests- ins varir eru vinsamlegast beðnir að gera mér aðvar. (Símastöð Torfastaðir). Egill Greirsson. Múla Biskupstungum. Höfum til: MOELVEN vagnhjól og tilbúnar kerrur. Verðid lækkad. Sambaod íslenzkra samvinonfjelaga ar nl. á ísafjörð. En ég minnist ekki að hafa fylgt neinum kosningum með meiri áliuga eða spenningi en einmitt þessum. Mér fannst svo mik- ið undir þvi komið fyrir þjóðina hverjir sigruðu nú. pessar lcosningar sýna að bændum er þó ekki svo úr kyni kippt, að þeir ekki kunni að meta það sem vel er gjört. Nú er Framsóknarflokkurinn kominn í svo öruggan meirahluta, að hann getur haldið áfram þeim umbótum, sem hann er þegar byrjaður á, í næstu 4 árin, hvernig sem hinir flokkamir iáta, því enga skynsamlega ástæðu sé ég til þess að fara að hrófla við stjórnarskránni, fyr en að enduðu kjörtímabilinu. En auðvitað hvílir nú ábyrgðin á stjóraarfarinu - ein- göngu á Framsóknarflokknum, er því áríðandi að hvert sæti sé skip- að beztu og hæfustu mönnum ■— -—“. (Úr bréfi til Tryggva pórhallssonar forsætisráðherra). Úr Vestur-Skaftafellssýslu er F.B. skrifað 8. júlí: Veðrátta liefir i allt vor verið óvenjulega köld og þur- viðrasöm, lang oftast norðaustannæð- ingur með krapahríðum öðru hvoru einkum i Mýrdal austan til. Gras- spretta því afartreg, einkum á tún- um. Mýrar, en þó einkum flæðiengi mun betii. Nú fyrir nokkrum dögum biá til lilýinda með vætu öðru hvoru og fer gróðri nú allvel fram. Getur enn orðið viðunandi grasvöxtur, en er þó í síðasta lagi. Fénaðarhöld urðu betri en ástæður voru til, því hey frá fyrra ári voru afarlóleg. Lambadauði lítill, en fé farið með meira móti úr ull vegna þurkanna. — Heilsufar manna yfirleitt gott og fáir dáið. — Eitt rjómabú starfar i sýslunni eins og að undanförnu. — Jarðabætur verða meS minna móti. Veldur því verðfall afurða og erfið- leikar í viðskiptalífinu. — Dráttar- vélin hefir unnið meiri hluta vorsins og gengið vel. Mest var unnið hjá porláki Björnssyni í Eyjarhólum, 3 hektarar. — Kaup á útlendum áburði svipuð og í fyrra, en áburðurinn hef- ir ekki komið að fullum notum vegna þurkanna. — Bifreiðaumferð mikil yfir Mýrdalssand. Vötnin vaxa lítið ennþá. — p. 5. þ. m. var haldinn aðalfundur í h.f. Skaftfellingur. Reksturshalli síðasta árs var rúmar 60D kr. Stjórnin var endurkosin: Lár- us Helgason, Magnús Finnbogason, Helgi Bergs, Eiiiar Erlendsson og Ólaíur H. Jónsson. svo og endurskoð- endur Bjarni Einarsson og Jón Kjart- ansson ritstjóri. — Sama dag var haldinn deildarstjórafundur fyrir Vestur-Skaftafellssýslu í Sláturfélagi Suðurlands. Fulltrúar voru mættir úr öllum deildum. Fulltrúi sýslunnar var endurkosinn Lárus Helgason al- þm. Varamaður Magnús Finnboga- son í Reynisdal. pýzkt ríkislán. Federal Reserve bankinn, í Bandaríkjunum, Eng- landsbanki og Frakklandsbanki hafa í sameiningu lánað þýzka ríkisbank- anum eitt hundrað miljónir dollara. Alþjóðabankinn í Basel tekur einn- ig þátt í fjárhagsaðstoð þeirri, sem þýzka ríkinu er veitt, til þess að hægt verði að standast útgjöld þau, sem greiðast verða í lok júlímán- aðar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.