Tíminn - 15.08.1931, Blaðsíða 3

Tíminn - 15.08.1931, Blaðsíða 3
TIMINN 187 Hftfnm til: Handverkfæri allskonar oé Ú a rðyrkj uverkfæri Sænskt og ameriskt smíði, beztar gerðir og sanngjarnt verð. Samband ísl. samvinnnfél. fessorstaða þessi veitt til eins árs í senn, nafnkunnum mðnnum, og er þeim einnig heimilt að flytja fyrir- lestra við aðra háskóla í Bandaríkj- unum. Sigurði Nordal er veitt staðan frá 1. sept. þ. á. til 1. sept 1932, og leggur hann af stað héðan vestur seint í þessum mánuði. Einar Ól. Sveinsson mag. art. gegnir störfum hans við háskólann hér þetta ár. SigurSur Sigurðsson búnaðarmála- stjóri varð sextugur 5. þ. m. í til- efni af því var honum haldið sam- sæti um kvöldið á Hótel Borg, og tóku þátt í því um 100 manns. Fjöldi samfagn'aðarskeyta og ávarpa barst Sigurði þennan dag, i'rá félögum og einstökum mönnum innan lands og utan, ennfremur heiðursgjafir, frá Ræktunarfélagi Norðurlands o. fl. Hefir Sigurður, að verðleikum, hlotið alþjóðarviðurkenningu fyrir liið mikla starf sitt, í þágu land- búnaðarins á íslandi. Perlur. Annað hefti 1931 er nýlega komið út, prýðilegt að frágangi, Efni: Færeysk byggð, grein eftir Aðalstein Sigmundsson, Ætti jeg valið, kvæði eftir Richard Beck. Hefndin, saga eftir Loft Guðmunds- son. í val hinna dauðu, kvæði eftir Helga Sveinsson frá Hraundal. Yose.- mite, grein eftir próf. dr. Georg Wegener. Jarðarförin, saga eftir Mark Twain. Ógnir öræfanna, fram- haldssaga eftir Cui-wood. •— Ileftið er prýtt fögrum myndum. — Forsíðu- myndin er af sprungu í Langjökli. Heimsmeistarlnn í skák, dr. Alje- chin, kom hingað til Reykjavíkur 2. þ. m. og fór aftur i fyrradag. Dr. Aljechin er landflótta Rússi, en hefir frakkneskan borgararjett og hcfir numið lögfræði við háskólann í Prag. Einnig er hann kennari í stærðfræði. Á meðan hann dvaldi hjer þreytti hann tvö kapptefli við Taflfélag Reykjavíkur. Fyrra kappteflið liófst fyrra þriðjud. kl. 8 síðd. og stóð til kl. 5,45 á miðvikudagsmorgun. Tefldi dr. Aljechin þá við 40 menn samstundis, þar af tvær blindskákir. Úrslittn urðu þau, að dr. Aljechin vann 32 skákir. 4 urðu jafntefli, en 4 tapaði hann. þeir, sem sigruðu heimsmeist- arann voru: Ámi Knudsen, Frímann Ólafsson, Einar þorvaldsson og Krist- ínus Arndal. Núverandi skákkóngur íslands, Ásmundur Ásgeirsson, varð fyrst mát, en dr. Aljechin ber mikið lof á taflmennsku hans. Sunnudag- inn 9. þ. m. tefldi heimsmeistarinn við 10 úrvalsmenn úr Taflfélagi Reykjavíkur — líka samtímis. Voru þá þær reglur, að hver þessara 10 teflenda skyldi leika 40 teiki á 2 stundum og síðan 20 leiki á klukku- stund, en dr. Aljechin skyldi leika á öllum taflborðunum á sama tíma. í þetta sinn vann heimsmeistarinn 8 skákir, 1 varð jafntefli, og einni tap- aði hann fyrir Hannesi Hafstein. Slys. Á Akureyri beið 11 ára gömul hæðin væri misjöfn, hefir nýlega verið gerður í Svíþjóð. Þar var bæjunum skift í 4 flokka eftir nythæð kúnna og var sú niðurstaða sem hér segir: Meðal nyt á bæ.................. Fóðureyðsla allt árið........... Mjólk fyrir 1 fóðureiningu .. .. Hér kemur hið sama í ljós, því j hærri sem ársnytin er, því arð- samari er kýrin. Frá Danmörku og Noregi liggja fyrir svipaðar upplýsingar, teknar úr félögun- um þar. Bændur ættu því vel að athuga þetta, þess er altaf full þörf og því meiri nú en venjulega, sem tímarnir eru ez-fiðari. V. Fyrir ári síðan sýndi ég fram á það sama sem gert er að um- talsefni hér að ofan, en tók þá málið með nokkuð öðru móti. Það er leitt að verða að endurtaka lilutina, og margtala um sama málið, en þó er þessa þörf. Nú eru 27% af öllum kúm landsins undir eftirliti í nautgriparæktar- félögum. 1 Danmörku eru það 40% af kúnum, sem eru í félög- unum. Enn er því langt frá að við séum búnir að útbreiða félögin hér eins og þeir eru búnir að gera þar. Og þó ber öllum þar saman um, að þeim þurfi að fjölga. Það mál því enn tala og tala um málið, stúlka bana af byssuskoti 6. þ. m. Hafði hún ásamt annari stúlku og dreng á líku reki farið niður i bát, er lá við innri bryggjuna til að leika sér. Eigandi bátsins hafði skroppið frá, og skilið eftir hlaðna byssu. Fór drengurinn að handleika byssuna; hljóp skot úr henni og í bak annari stúlkunni. Var þegar farið með hana upp á spítala, en hún dó skömmu eftir komuna þangað. Aflafréttir að norðan 8. þ. m.: Blíð- viðri. þorskafli að glæðast. Síldveiði mikil þessa viku. Söltun þangað til í gærkvöldi 72400 tunnur, þar af gróf- saltað 34191, kryddsaltað og sérverk- að 38209. Verkun á sama tima í fyrra 70000. Ríkisbræðslan. hefir fengið 40000 máltunnur. Einkasalan útborgar þessa dagana 3 krónur á tunnu, auk helmings söltunarlauna eins og þau eru á Akureyri. þar eru þau nokkru lægri en hér. — Aflahæsta skip síld- veiðaflotans er Ármann með 8000 tunnur. Veiðileyfi sumra skipanna, sem búin eru að salta að fullu, hafa verið nokkuð aukin. Úr Norður-þingeyjarsýslu: Önnur af tveimur dráttarvélum Búnaðarsam- bands Norður-þingeyjarsýslu, sú er starfaði austan Öxarfjarðarheiðar, hefir á vorinu, eða síðan 18. maí, fullunnið ca. 30 hektara lands, þrátt fyrir bilanir, sem valdið hafa baga- legri töf. Ennþá liefir hún unnið nær eingöngu í þistilfirði, en nú verður liún notuð til þess að vinna ca. 12 ha. á Langanesi, og síðan fer hún út á llaufarhöfn og verður notuð þar fram eftir haustinu. Slys. Fjörga ára drengur íéll nýlega út um glugga í Vestmannaeyjum og beið bana af. Súluuni hlekkist á. Súlan bilaði á flugi yfir Skagafirði rétt eftir síðustu mánaðamót og varð að nauðlenda. Sjógangur var talsverður og norð- austan vindhraði 4—5. í flugvélinni voru Sigurður Jónsson flugstj., Björn Olsen vélamaður og Stefán Bjömsson stýrimaður á varðskipinu þór. Lend- ingin tókst vel, en sökum sjógangs reyndist ógerlegt að gera við vélbil- unina í rúmsjó. Rak svo flugvélina inn og vestur Skagafjörð. Tilraun var gjörð til að nota rekakkeri, en þau reyndust of þung og vörpuðu flugmennirnir þá út mestöllum oliu- forðanum til að létta vélina og komust naumlega hjá að lenda á boða, sem var á leið þeirra langt undan landi. Var lengst af ekki annað sýnna, en að þeir myndu týnast. Til tveggja skipa sáu þeir snöggvast meðan þá rak og kölluðu á hjálp, en þokan fól þau strax sýn. Komu þau ekki í ljós aftur. Eftir fimm stunda rek bar þá að landi við Selvík á Skaga. Er þar sæbratt og hamrar, brim og landtaka hin versta, svo litlar líkur virtust til að þeir myndu bjargast lífs af og enn síður, að flugvélin mundi bjargast heiL þeir hrópuðu nú það þarf að g'erast oft enn, áður en menn fá opin augu og sjá nauðsyn félagsskaparins. En það þurfa allir að sjá. Menn þurfa að sjá að nautgriparæktarfélögin eru 1. fl. 2. fl. 3. fl. 4. fl. 2610 2990 3420 3770 kg. 2420 2500 2720 2840 f.e. 1,10 1,24 1,37 1,47 kg. eina leiðin, sem fær er til að bæta kúakynið. Menn þurfa að sjá og skilja hver munur er á arðsemi góðu og slæmu kúnna. Menn þurfa að sjá og skilja hver mun- ur það er að afhenda niðjunum kýr, sem gefa 200 kr. í ársarð eða kýr, sem ekki gefa nema 2 kr. Menn þurfa að skilja hver munur verður á lífsbaráttu mannanna, sem taka við fjósunum, sem gefa arð, eða fjósunum, sem í standa svo eðlisslæmar kýr, að þær borga ekki fóðrið sitt. Og þegar menn skilja þetta, þá fyrst er þess að vænta, að þeir fari að vinna að því að kynbæta kýrnar. Því ávalt er hin rétta undirstaða fullkominn skilningur á hlutun- usn. Og jeg veit að hinn rétti skiln- ingur bændanna á þessum efnum kemur smámsaman, en líklega þarf enn að tala um málið nokkuð oft þar til allir hafa fengið hann. 9. ágúst 1931. Páll Zóphoniasson. ----o---- sem þeir máttu og var fólk á Sel- nesi "enn á fótum og heyrði til þeirra og kom þeim til bjargar, fyrst á ára- bát, síðan á vélbát Attu þeir þá ör- fáa faðma til lands upp í klungrið. Dró vélbáturinn fluguna inn á Selvík og var henni borgið þar. Næsta dag tókst þeim að gera við bilunina og fá bensín og smurningsolíu til ferðar- innar hingað. Hafði vélin eigi laskast svo sjáanlegt væri. Tókst vel að hefja hana til flugs og l.enti hún kl. 7,45 siðd. á Siglufirði. Flaug hún því næst til Akureyrar. En daginn eftir livolfdi henni í sunnanroki þar á höfninni og hefir legið í lamasessi síðan. Nýja flugvélin, Álftin, er því sú eina, sem ferðafær er nú sem stendur, því að Veiðibjallan or enn í aðgerð vegna áfalla þeirra, er hún hlaut á höfn- inni hér í sumar. Áheit á Strandarkirkju, send Tím- anum: Frá L. og M. 15. kr. Frá ís- lendingi í Ameríku („af því að hinn betri málstaður sigraði í kosningun- um“) 10 kr. þossar upphæðir hafa verið afhentar biskupi. Tvö hefti af tímaritinu „Réttur“ hafa Tímanum verið send nýlega. Ritið er mjög læsilegt og gefur góð- ar upplýsingar um hugsunarhátt þeirra manna, sem kollvarpa vilja núveranda þjóðskipulagi. Almenn- ingur þarf að kynna sér skrif þessara manna til þess að sjá, að Jieir liafa meiri vilja en mátt til að gjöra um- bætur á högum þjóðanna. Frá Færeyjum. Ríkisstjórnin danska liefir sent lögþingi Færeyja tillögur um fjármál eyjanna. Aðalatriði til- laganna er, að lögþingið ráði fram- vegis yfir ýmsum tekjum, sem ríkis- sjóður Dana hefir hingað til fengið, þar á meðal tekjum af konungsjörð- um, ýmsum tollatekjum, alls um 140 þús. kr. Hinsvegar takist lögþingið á hendur í staðinn kostnað við vega- gerðir, rekstur sjúkrahúsa og styrk- veitingar til siglinga milli eyjanna. J Patursson segir, að tillögumar nái allt of skammt. Leit að Amundsen. Rússneski ís- brjóturinn Malygin hefir farið til „Lands Rudolfs krónprins“, til þess að rannsaka hvort þess sæist nokkur merki þar, að Roald Amundsen hefði komist þangað, eins og kanadiskir leiðangursmenn í. norðurhöfum höfðu ætlað. — Rússar fundu ekkert, sem bendir til þess að getgátan sé rétt. pýzku ráðherramir Briining og Curtius, fóru nýlega til Rómaborgar til að ræða skuldamálin. ítalski utan- ríkisráðherrann og þýzka sendisveit- in tóku á móti þeim. ítalir höfðu safnast saman í þúsundatali í nánd við stöðina og fögnuðu þeir þýzku ráðherrunum vel, hrópuðu: „Lifi þýzkaland“ o. s. frv. þjóðaratkvæði í Prússlandi. Á sunnudaginn var fór fram þjóðar- atkvæði um það, hvort leysa skyldi upp prússneska þingið. Greiddu HJólkÍD og þjóðio. —----- Nl. Auglýsingar eru nú á támum máttugt meðal til þess að vekja eftirtekt fjöldans á hverskonar varningi, og margskonar gyll- ingar viðhafðar, og ekki ætíð gull- vægar fyrir kaupandann — til þess að koma varningnum út. Og oft og tíðum er það mest lofað í auglýsingum, sem sízt skyldi, og betra væri án að vera en að hafa, en hitt er oft þögninni of- urselt, sem helzt ætti að örfa meirn til að kaupa. Á það við um mjólkina og framleiðsluvörur landbúnaðarins yfirleitt, að lítið er gert til þess með auglýsingum, að halda þeim að mönnum. Og mjólkin, alnauðsynlegasta mat- vælið, sézt svo að segja aldrei auglýst, á nokkum hátt. Þegar ekið er úr Rvík austur yfir fjall, má víða sjá á steinum aug- lýsingar frá ýmsum verzlunum í Reykjavík, og þykir mörgum það í mesta máta óviðeigandi. Hvað sem nú um það má segja, þá býst ég við að flestir mundu fallast á, ef eitthvað er auglýst á þenna hátt, þá ættu það fyrst og fremst að vera landbúnaðar- vörur og allra helzt mjólkin og mjólkurafurðirnar, þar sem þetta er við veginn milli Reykjavíkur og mjólkurbúanna austanfjalls. 9.793.328 atkvæði með því, en 362.885 á móti. Tuttugu og sex miljónir manna hafa kosningarrétt, en um það bil helming atkvæða þeirra, sem á kjörskrá eru eða 13 milj. þarf til þess að leysa upp þingið. pjóðar- atkvæðið var knúið fram af þjóð- ernissinnum. Atkvæðagreiðslunni lauk kl. 5 e. h. — Um kl. 8 að kvöldi lenti í bardaga milli lögreglunnar og kommúnista á Bulow-torginu í Berlín. Allmargir menn biðu hana í skot- hríðinni og margir særðust, en hve margir vita menn eigi með vissu enn. Lögreglan sló loks hring um torgið, en kommúnistar héldu áfram skothriðinni af húsþökunum fram eftir kvöldinu. Um klukkan hálf tólf dró lögreglan sig í lilé, en bardögum lauk þó eklci að fullu fyrr en eftir miðnætti. Áttatíu og þrír menn voru handteknir fyrir þátttöku í óeirðun- um. Frá Spáni. Stjórnarskrárnefnd þjóð- þingsins, en í lienni eru 21 þing- maður, eru nú komnir vel á veg með að semja uppkastið að stjórnar- skrá iýðveldisins. Forseti stjómar- skrárnefndarinnar er Luis Asua. Hann er jafnaðarmaður. Fullyrt er, að uppkast nefndarinnar muni verða i ýmsu frábrugðið þeim tillögum, sem lögfræðinganefnd sú, er hafði málið til meðferðar, lagði til. Uppkastið er í fjórtán greinum, í stað átta eins og lögfræðingarnir höfðu ráð fyrir gert. Nefndin leggur til, að Spánn verði sambandslýðveldi. Kastilinska verður opinbert mál. Madrid verð- ur höfuðborg lýðveldisins, ríki og kirkja aðskilin, trúarbragðafélög leyst upp og eignir þeirra lagðar undir ríkið, ef uppkastið verður samþykkt, eins og nefndin leggur til. — Yfir- völdin hafa fyrirskipað að leita að Ramon Casanellas og handtaka liann. Er lagt mikið kapp á að liafa hend- ur í liári hans. Ramon Casanellas er einn af þremur mönnum, sem taldir eru morðingjar Edward Dato for- sætisráðlierra, sem myrtur var í marz-mánuði 1931. Kom Casanellas á óvænt til Spánar og hélt ræðu á Á mjólkurbílunum, í mjólkur- búðum, á veitingahúsum, í verka- mannaskýlum og í barnaskólum ættu að vera smekklega gerðar auglýsingar, sem skýra satt og skrumlaust frá ágæti mjólkurinn- ar og gildi hennai' sem fæðuefnis, og slíkt hið sama mjólkurafurð- anna. I bæjunum eru mörg „kaffi- hús“ þar sem . aðalveitingarnar eru kaffi — eins og nafnið bend- • ir á — ásamt súkkulaði og öli, I en mjög er sjaldgæft að sjá þar framreidda mjólk, og e. t. v. er hún þar ekki einu sinni fáanleg víðast hvar. Þar sem mjólk er af skornum skamti í bæjunum, er þetta vitanlega eðlilegt. En mun nokkuð vera gert til þess að halda fram mjólkinni á „kaffi- húsunum“ þótt nóg sé af henni í bænum ? Væri ekki reynandi að koma upp hér í bænum „mjólkurstofu", þar sem aðallega væri seld mjólk í ýmsum myndum, eins og nú er gert í öðrum löndum og ýmsum aðferðum beitt til þess að gera mjólkina aðgengilega og útgengi- lega fyrir gesthia. Skal ég nefna þar til nýmjólk, áfir, súrmjólk, súkkulaðimjólk, er kæmi tilbúin frá kælirúmum mjólkurbúanna, skyr og rjóma. Þá mætti og selja þar smurt brauð með íslenzkum ostum o. s. frv. Um ostana má geta þess, að 1 kg’. af 20% mjólk- urosti hefir álíka næringargildi fundi, þar sem fimm þúsund komm- únistar höfðu samnast saman. Hvatti hann þá til að afla sér skotvopna og steypa stjóminni af stóli. Að fundin- um loknum safnaðist múgurinn sam- an á almenningstorgi í borginni og æpti: „Niður með auðvaldsstjórnina". Lögreglan kom þá á vettvang, en múgurinn hóf grjótkast á hana og nleypt var af skammbyssum í þröng- inni. Horlið kom þá til skjalanna og hóf skothríð til þess að dreifa mann- fjöldanum. Einn maður særðist alvar- lega. Tveir menn, sem héldu ræður á fundinum, og farið höfðu mjög óvægi- legum orðum um stjómina, voru handteknir. Casanellas komst undan á flótta. Flugslys. „Hannibal", stærsta far- þegaflugvél í heimi, eign Imperial Airways flugfélagsins, hrapaði til jarðar nálægt Tonbrigde. Flugvélin var á leið til Parísar með átján far- þega. Enginn þeirra meiddist alvar- lega. Orsökin til þess að vélin hrap- aði var sú, að tveir af mótorum flug- vélarinnar komust í ólag báðir sam- timis. Flugvélin hefir alls fjóra mót- ora. — Annar vængur flugvélarinnar skemmdist talsvert. Kvikmynd ljet fraldcneska stjórnin taka á Alþingishátíðinni i fyrra og hefir sent íslenska ríkinu að gjöf. Var myndin sýnd í Reykjavík nýlega. -----O---- Björn Bjarnarson hreppstjóri í Grafarholti átti 75 ára afmæli í gær. Á þessu ári er liðin nákvæmlega hálf öld, síðan B. B. hóf opinbera starf- semi í þjónustu íslenzks landbún- aðar, og hefir hann haft slík störf með höndum óslitið alla þá tíð. Frá starfi og æfiatriðum hans verður nánar skýrt í grein, sem birtist í næsta blaði. — Þess óska vinir og samherjar fjær og nær, að bjart megi verða yfir æfikvöldi bændaöldungsins í Grafarholti. sem 2 kg. kjöt, 1,9 kg. egg eða 2,3 kg. síld. Hér í bænum ætti Mjólkurfé- lag Reykjavíkur að ganga á und- an með þetta. Og kaupfélögin ættu að leggja kapp á sölu ís- lenzku ostanna, svo sem þau frek- ast geta. Eins og drepið er á hér að framan, og öllum er vitanlegt, er mjólkin einkum nauðsynleg böm- unum. En hitt er líka vitanlegt að mörg böm fá mjólk af skom- um skamti. I barnaskólunum í Ameríku er það orðið alg-engt, að börnin fái daglega ákveðinn mjólkurskamt, og í öðrum löndum er það nú líka farið að tíðkast. Er þetta talið nauðsynlegt til þess að börnin fái nægilegt, liolt og goott viðurværi og geti þeirra hluta vegna orðið fullhraust fólk á fullorðinsárun- um, en heilbrigðh- þurfa ekki læknis við, og reynzlan sýnir, að þetta verður til þess að draga úr sjúkdómum og kveða niður að meira eða rninna leyti ýmsa kvilla, sem tíðum þjá þá, sem ekki njóta nægilega góðs viður- væris í uppvextinum. Með þessu móti verður þá dregið úr sjúkra- hússkostnaði og kostnaðurinn við mjólkurgjafirnar fæst endurgold- inn á þann hátt. Vegna lítillar atvinnu á þessu ári hér í Reykjavík, má búast við að þröng verði í búi hjá mörg- um heimilisföður komanda vetur,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.