Tíminn - 22.08.1931, Blaðsíða 1

Tíminn - 22.08.1931, Blaðsíða 1
C í m a n s er í Sœfjar^ötu 6 a. (Dpin öaglcgrt'fl. 9—6 Sími 2353 ©fafkffcri og afgrei&slumaður ílmaní « Kannpeia. þorsteinsoótttr, £œfjara.ötu 6 a. JSeYfjaDÍJf. XV. ár. Reykjavík, 22. ágúst 1931 57. blað. Ráðuneytisbreyting tilkynnt á Alþingi í gær Tryggvi Þórhallsson. Jonas Jónsson. Ásgeir Ásgeirsson. Um leið og þingfundir hófust í gær tilkynnti forsætisráðherra deildunum báðum þá breytingu á ráðuneytinu, að Sigurði Kristinssyni atvinnumálaráðherra hefði samkvæmt beiðni, af konungi ver- ið veitt lausn frá starfi hans í ráðuneytinu, en jafnframt væri þeir Jónas Jónsson og Ásgeir Ás- geirsson, eftir tillögu forsrh. skipaðir til að taka þar sæti. Verkaskipting í ráðuneytinu, eins og það nú er skipa'ð er þessi: Tryggvi Þórhallsson forsætisráðherra, fer með atvinnu- og samgöngumálin. Jónas Jónsson er dóms-, kirkju- og kennslumálaráðherra. Ásgeir Ásgeirsson er fjármálaráðherra. Heyskapurinn í sumar og ásetningurinn í haust Um allt land byrjaði heyskapur- inn, þessi bjargræðistími sveita- mannanna, seinna en vant er. Víð- ast munaði það viku til hálfum mánuði. Túnannir eru víða búnar. Ann- arstaðar standa þær yfir. Töðu- fengur hefir verið með afdæmum misjafn. Til eru heilar sveitir, þar sem ekki fæst nema V5 hluti af venjulegum töðufeng, og margar sveitir, eða flestar á Vestf jörðum, fá frá 1/3 til 2/3 af venjulegum töðuheyfeng. Til eru tún, sem eru svo slæm, bæði af bruna og köl- um í vor, að þau verða ekki Ijá- borin í sumar. Annarsstaðar t. d. í niðursveit- um Suðurlands, eru tún sæmileg og töðufengur manna í meðallagi, og sumstaðar meiri. Heita má að töður hafi alstað- ar náðst með góðri nýting. Að vísu mæddu óþurkar nokkuð, bæði hey og menn á Norður- og Austur- landi, en ekki var það til muna, né verulegs skaða. Og grasið á jörðunni virtist vera í meðallagi hvað gæði snertir, svo heyið, sem af því verkast, ætti að verða sæmilegt. Engjasláttur er víða byrjaður. Á öðrum stöðum byrjar hann á næstunni. Flæðiengjar og fjalla- flóar hafa verið vel sprottnir, og spretta á öðru útengi er óðum að jafnast og batna. Lítur svo út sem grasspretta fari úr þessu að verða í meðallagi. En heyskapar- tíminn er orðinn stuttur og ekki líklegt, að heyskapur geti orðið góður, enda sýnt, að svo verður ekki með töðurnar. En með út- heyin veltur mest á mánuðinum, sem eftir er. Verði þá hagstæð tíð, svo Htið fari af tímanum í tafir, getur farið svo að útheys- aflinn verði ekki mikið undir meðallagi. En heyskapartíminn hefir stundum orðið endasleppur á haustin. Svo getur farið, og þá verða hey ískyggilega lítil víða. Engar verulegar fyrningar voru til í vor. Þær eru því ekki til að hjálpa. Það er því sýnilegt, að töðuforðinn, sem á verður sett í haust, verður minni en venjulega. Með útheyið er þetta enn í óvissu, en líkur eru til að það verði með minna móti, og víst er, að víða er nú slegið á margra ára sinu, svo þó það að hestaflatölu verði líkt og vant er, þá verður það lélegra til fóðurs. Þegar þess er ennfremur gætt í þessu sambandi, að kúm hefir íjölgað um V6 en sauðfé um Vio nú hin síðustu 5—6 ár, þá er augljóst, að heyin, sem til verða á haustnóttum, hrökkva skammt til að fóðra bústofninn, sem nú er til í landinu. Og hvað skal þá til varnar verða? Margir, sérstaklega Vestfirðing- ar, hafa skrifað mér og spurt um fóðurbætiskaup o. fl. Þó ég geti ekki svarað þeim eins og skyldi, og hafi svarað sumum þeirra bréflega, þá vildi ég þó með þess- ari grein reyna að hjálpa þeim, sem heylitlir verða í haust og óvissir í hvað gera skal, til að svara sjálfum sér. II. Til hafa þeir bændur verið hér á landi, sem hafa gripið tii þess úrræðis, þegar íitið hefur heyjast, að ætla hverri skepnu nokkru minna fóður en venjulegt er. Þeir hafa gert ráð fyrir því, að jörð mundi notast betur en venjulega. Þeim hefir fundizt það óréttlátt af forsjóninni að láta fylgjast að slæmt sumar og hagaskarpan vet- ur. Þeir hafa ekki getað sam- rýmt það með þvi að guð væri algóður og almáttugur, en því trúðu þeir. Þessvegna treystu þeir á það, sem þeim fanst rétt- látt, en það var, að góður vetur kæmi eftir slæmt sumar. En þessi trú hefir margsvikið Tíunda hvert ár í sögum umliðinna alda er blettað með fellivetursnafni. Tí- unda hvert ár í sögu aldanna, sem landið okkar hefir verið byggt, er litað blóði fénaðar, sem fallið hefir af fóðurskorti. Þessi spor hræða. Þau! breyta trú manna. Menn fara meir og meir að treysta á eigin mátt, meir og meir að skilja það, að guð hjálp- ar kanski bara þeim, sem hjálpa sér sjálfir. Ég er nú að vona, að nú sé trú manna í landinu orðin svo breytt, að sá búandi maður sé ekki til í öllu landinu, sem lætur sér detta í hug að bjargast út úr rýrum sumarheyskap með því að „setja á Guð og gaddinn" Detti einhverjum það í hug, á hann umsvifalaust að fleygja þeirri hugsun. Hún er ekki samboðin ís- lenzkum bónda. Bóndinn á að vera búinn að læra það, að skepn- an er lifandi vera, gædd sál og tilfinningu. Hún er ekki skynlaus né tilfinningalaus. Bóndinn hefir ábyrgð á h'ðan hennar, þá ábyrgð hefir hann tekið á sig, þegar hann gerðist framfærandi skepn- unnar, og svifti hana frelsi sínu, svo hann hefði meiri hagnað af henni. Þetta er ég að' vona, að bændur nútímans séu farnir að skilja, og þessvegna setji enginn á „Guð og gaddinn" í haust. Vet- urinn sýnir, hvort sú von mín rætist. Ég er að vona það, en annars er það í valdi bændanna sjálfra að láta hana rætast. HI Gætnu bændurnir, sem höfðu tilfinningu fyrir líðan skepnunn- ar, tóku það ráð, þegar illa heyj- ast, „að skera af heyjum". Það þótti ekki gott að þurfa þess, en væri það gert að haustnóttum, var það þó allur munur. Nú er það svo, að sauðfjár- stofninn má ekki minni vera. Hann þarf að vaxa, eit má ekki minnka. Því kemur ekki til nokk- urra mála, að skera sauðfé af heyjum í haust. Öðru niáli er að gegna með kýrnar. Sem stendur er víða á landinu ekki til neinn markaður fyrir mjólkurafurðir. Á þeim stöðum takmarkast kúafjöldinn eingöngu af mjólkurþörf heimil- anna. Um það, hve mikil hún er, eða eigi að vera, má deila. Eg skal ekki leggja dóm á það nú, en í þessu sambandi vil ég biðja TJtan úr heimi. 1: Frakkneski stærðfræðingurinn og stjórnmálam. Painlevé, sem er frægur vísindamaður og fyr- verandi forsætisráðherra í Frakk- landi ritaði á síðastliðnum ^etri grein um heimskreppuna í eitt af stærstu blöðum Norðurlanda. 1 greininni kemst hann m. a. að þessari eftirtektarverðu niður- stöðu: í fyrri daga stöfuðu hall- ærin af ótíð og uppskerubresti. Þá var fólk hungrað, af því að enginn matur var til og klæðlaust af því, að ekki var til efni í föt. En kreppan og neyðin, sem nú gengur yfir heiminn er af gagn- stæðum orsökum. Nú hungrar verkafólkið af því að of mikið er til af mat. Og nú deyja fátæk- lingarnir úr kulda í vetrarfrost- unum af því, að verksmiðjurnar eru búnar að framleiða of mikið af fötum. Þessi ummæli hins reynda stjórnmálamanns lýsa svo vel sem hægt er að gjöra í fáum orð- um kreppunni, sem nú gengur yf- ir allan heiminn. Þetta hallæri, sem nú þjakar öllum þjóðum, er ekki af völdum náttúruttnar. Þetta hallæri er af mannavöldum. Það er af því, að skipulagsgáf- ur mannanna hafa ekki vaxið í hlutfaiii við framleiðslumöguleik- ana, það er af því, að mennirnir hafa ekki fundið ráð til þess að koma brauðinu til hinna hungr- uðu og fötunum til þeirra, sem naktir eru. Um allan heiminn undantekn- ingarlaust geisar nú hin ægilega fjárhags- og viðskiptakreppa. At- vinnurekendurnir fá of lítið fyrir framleiðsluna. Verkafólkið hefir of lítið að vinna. Ríkisstjórnirnar og löggjafarþingin í öllum lönd- um. eru í vandræðum með að afla þeirra tekna, sem nauðsyn- legar eru til brýnustu útgjalda. • II. I Bretlandi, auðugasta ríki Norðurálfunnar, hefir nú um stund setið sparnaðarnefnd á rök- stólum. Henni hefir verið fengið það hlutverk, sem nú er orðið vandasamt, að finna ráð til að láta tekjur og gjöld brezka heims- veldisins standast á. Og nefndin hefir gefizt upp við það hlutverk. Hún hefir komizt að þeirri niðurstöðu, að á brezku fjárlögun- um næsta ár hljóti óhjákvæmi- lega að verða tekjuhalli. Sá tekju- halli telst henni til að muni verða um 120 miljónir sterlingspunda (nál. 2660 milj. ísl. kr.) eða um 15% af fjárlagaupphæðinni, ef engar sérstakar sparnaðarráðstaf- anir séu gjörðar. Nefndin hefir gjört nokkrar til- lögur um sparnað til að draga úr tekjuhallanum. Þær tillögur falla aðallega í þrjál liði. Atvinnuleysis- styrkina á að lækka um 66 i/g milj. sterlingspunda, útgjöld til fræðslumála um 13,6 milj. og framlög til vega um 8 milj. ster- lingspunda. En þó að allar sparn- aðartillögur nefndarinnar komizt í framkvæmd, verður tekjuhall- inn samt rúml. 23 miljónir ster- lingspunda (rúml. 500 milj. ísl. kr.). Árleg útgjöld brezka ríkisins eru nú um 800 miljónir sterlings- punda (17720 milj. ísl. kr.). Af þeirri miklu fjárupphæð, sem ár- lega þarf að heimta af landslýðn- um er ein upphæð, sem sérstak- iega stingur í augun. Það eru rentur og afborganir af ófriðar- skuldunum. Sú upphæð er um 350 miljónir sterlingspunöa eða fast að helmingi af öllum ríkis- útgjöldunum. III. Þeim þætti heimsstyrjaldarinn- ar, sem háður var á vígvöllunum, lauk í nóvembermánuði 1918. En styrjöldinni var ekki lokið þá, og er ekki lokið enn. Blóð hinna föllnu hefir komið yfir höfuð eft- irkomendanna. Vinnanda fólk um allan heim ber nú þungann af því að endur- greiða peningana, sem fóru til þess að eyðileggja mannslíf og verðmæti, sem iðnar hendur höfðu skapað á áratugum og öld- um. Ofurþungi stríðsskuldanna, sem komið hefir óeðlilegri truflun á allt viðskiptalíf, eru líka ein af orsökum heimskreppunnar. Fyrir tilhlutun stjórnarinnar í Bandaríkjunum hefir nú orðið samkomulag um, að fresta greiðslum stríðsskulda þeirra, sem einstök ríki eru í hvert við önn- ur, um eitt ár. Bandaríkjamenn sem sjálfir eiga mest hjá öðrum, hafa neyðst til að bera fram þetta úrræði, af því að þeir sjá að fjárhagshrun annara þjóða er líka hrun þeirra sjálfra. Og þannig hlýtur að fara á fleiri sviðum. Ekkert ríki, eitt út af fyrir sig, er fært um að bjarga sér út úr kreppunni. Hún er sam- eiginlegt vandamál og úrlausnar- efni allra þjóða. bændui í þcim sveitum, sem ekki hafa markað fyrir mjólkurafurðir að athuga tvennt. Annaö er það, að fullnægja má mjólkuiþörf heimilisins bæði með fáum góðum kúm cg mörgum lé- legum. Og undantekningarlaust þurfa fleiri kýrnar meira fóður. 3 kýr, sem vel er gert við, geta mjólkað eins og 5, sem sæmilega er farið með. En þær þurfa alltaf milli 30 og 40 hesta minna fóður. Fjölda dæma má tilfæra, sem sýna þetta. Þau eru til úr sögu allra eldri nautgriparæktarfélag- laganna. Og þetta er auðskilið. Það borgar sig ekki að halda kaupafólk og hafa ekki vinnu til handa því. Þetta vita allir, eoda láta allir kaupafólkið fara þegar slátturinn er búinn. En kýrnar eru nokkurskonar kaupafólk. Þeirra vinna er að mynda mjólk. Að ala 5 til þess, og láta þær hafa svo knappan efnivið, að þær geti ekki afkastað nema 3 kúa vinnu, er heimskulegt. Það á vitanlega ekki að ala nema 3, en láta þær hafa nóg að gera, takmarka ekki framkvæmdina við knappan efni- við. Bændur ættu að athuga þetta. Það er vafalaust, að ýmsir geta fækkað kúm, en farið betur með þær, sem eftir eru, og með því haft næga mjólk, og þó sparað fóður. Þessir menn eiga að skera af heyjum eina eða fleiri kýr eft- ir atvikum. Hitt er það, hvort mjólkin sé

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.