Tíminn - 22.08.1931, Blaðsíða 4

Tíminn - 22.08.1931, Blaðsíða 4
192 TlMINN Þeir sem ætla að kaupa Kalíáburð eða Superlosfat til notkunar nú í haust, eru beðnir | að senda pantanir sínar sem allra fyrst. ATH. Eins og að undan^ förnu er að eins tekíð á móti áburðarpöntunum frá samvinnu' félögum, kaupmönnum, búnað^ arfélögum og hreppsfélögum, en ekki frá einstökum mönnum. Reykjavík, 19. ágúst 1931 pr. Áburðarsala ríkisins Samband ísl. samvinnufél. 4 % Kjöttunnur, L. Jacobsen, KÖBENHAVN Símn.: Cooperage V A L B Y allt til beykisiðnar, smjörkvartel o. s. frv. frá stærstu beykisamiðj- um í Danmörku. Höfum í mörg ár selt tunnur til Sambandsina og margra kaupmanna. mest drepist aí ungu íé, lömbum og veturgömlu. Ýmsar fleiri hugleiðingar mætti gera aí skýrslunum, en því skal nú sleppt hér, enda geta menn sjálfir gert sumar þeirra, er þeir athuga skýrsluna. Vafalaust verður búið til ís- lenzkt bóluefni í haust. Annað væri með öllu óverjandi. Menn eiga vitanlega að reyna það, en þó menn geri það, þá eiga menn ekki að hætta að nota danska bóluefnið. Það þarf að notast til samanburðar. Og ég vil mælast til þess að menn geri það sem flest- ir, og muni að vetri að senda mér skýrslur um árangurinn. TJtlit er þannig með sprettu, að ekki er líklegt að mikið verði sett á af lömbum. En eitthvað verður það, og veturgamalt fé þarf þó að bólusetja. Menn þurfa því nú, eins og venjulega, að fá sér bólu- efni. Hvernig menn haga þeim kaupum er misjafnt, og á því getur verið og þarf að verða betra lag en verið hefir. Sumsstaðar ætlast menn til þess að verzlanir hafi bóluefnið, og vilja svo kaupa það þar, þegar þeir þurfa. Þetta er ólán. Við þeirri kröfu eiga verzlanir ekki að verða og bændurnir eiga ekki að gera þá kröfu til þeirra. Verzl- anir geta ekki vitað, hvað mikið viðskiptamennirnir þurfa, og því getur svo farið, eins og mörg dæmi eru til, að þær hafi ekki bóluefnið alltaf. Menn geti því ekki náð í það, þegar þeir vilja bólusetja, og missi því fé úr pest að óþöifu. Taki verzlunina aftur mikið, getur hún legið með það frá ári til árs, og það vill hún helzt ekki, og þá er líka meiri hætta á að bóluefnið geti skemmst, enda þótt að það eigi að vera hægt að geyma það óskemmt. Á öðrum stöðum láta menn sýslumennina hafa bóluefnis- verzlunina. Úm það er alveg hið sama að segja og um það, þegar verzlun verzlar með bóluefnið. Það fylgja því sömu annmarkar, og enginn kostur annar en sá, að fjáreigendur þurfa litla fyrir- hyggju fyrir því að hafa að ná í það. Sumsstaðar panta bólusetjarar í eins margt og þeir hyggja að þeir muni bólusetja að haustinu. Þegar ræða er um menn, sem bólusetja fyrir marga, er ekki gott fyrir þá að vita með vissu, hve margt þeir munu verða látn- ír bólusetja. Annars færist nú meira og meira í það horf, að hver bólusetji fyrir sjálfan sig, og að því ber vitanlega að stefna, að svo verði. Nokkrir bændur panta fyrir sig sjálfir. Gerðu allir það, þyrfti á 7. þúsund sendingar af bóluefni, og burðargjaldið undir þær allar yrði allmikið. Það væri fjársóun að óþörfu. Langsjáifsagðast er, að hver oddviti panti fyrir si’nn hrepp. Á vorhreppaskilum eða á mann- fundi síðar að sumrinu tekur hann þá á móti pöntunum manna, iær að vita, hvað hver vill mikið og hvers konar bóluefni, í hvernig glösum hver vill, sem vill danska bóluefnið, og pantar svo í einu lagi fyrir allan hreppinn. Þá get- ur pöntunin komið svo snemma Mauser fjár- og stórgripa byssur eru handhægar og traustar. Verð kr. 18.50. Haglabyssur, einhl. 90 cm. hlaup- lengd. Kr. 65.00 Tvíhleypur 75 cm. hlauplengd. Púður og högl, skotfæri alskonar. Sportvöruhús Reykjavíkur Bankastr. 11. Box 384. Ritstj óri: Gísli Guðmundsson Ásvallagötu 27 Sími 1245 Prentsmiðjan Acta 1931 til seljanda, að hann viti hve mik- ið þarf að búa til, ef um innlent efni er að ræða, en hve mikið þarf að fá frá Danmörku, ef um erlent efni er að ræða, en þetta atriði er mjög mikilsvert. Ef þessa er ekki gætt, þá getur far- ið svo um erlenda bóluefnið, eins og nokkrum sinnum hefir komið fyrir, að það sé uppselt á miðju hausti, og menn ekki geti náð í það, þegar þeim hefir legið á, og því misst fé að óþörfu úr pest. Og með innlenda efnið getur þá farið svo, að eftirspurnin að haustinu verði svo ör, að ekki vinnist tími til að prófa styrkleik- ann á sauðfé, áður en gengið er ' frá því í sendingar-glösin, en það er vitanlega alveg nauðsynlegt. Því ríður á að bóluefnið, bæði það innlenda og danska, sé pant- að í tíma, svo hægt sé að full- nægja pöntunum manna. Margir hafa látið pöntun fylgja skýrslum þeim, er þeir sendu mér um reynsluna á bóluefninu i fyrra. Síðan hafa ástæður breytzt, og ekki víst að lambalíf verði eins mikið og menn þá bjuggust við. Ég hygg því að það væri réttast að menn endurnýi þær pantanir, og þá helzt gegnum oddvitana fyrir allan hreppinn í einu. Með því móti þarf ekki nema 200 send- ingar út um landið, og við það vinnst tími og burðargjald. Pantanir sínar á innlenda efn- inu ættu menn að senda beint til rannsóknarstofu Háskólans, en á því danska til frú Ástu Einarson, Túngötu. Það virðist eins og pestin sé 3hL á: á: dc, æ ác á; X. á; ;fc :fc :fc & & át ^JtLSfeSftífeJli5fe5fe5fe*fe5fe5fe5feflR5fe5fe5fe5fejfc5fe5fe5fe5fe5feSfe: Tgyggið aðeins hjá íslensktt fjelagi. Pósthólf: 718 Símnefni: Incurance BRUNATRY 6 G I N G A R (hús, innbú, vörur o.fl.). Sími 254 SJÓVATRYGGINGAR (skip, vörur, annar flutningur o.fl.). Sími 542 Framkvæmdastjóri: Síml 309 Snúið yður til Sjóvátryggtng&ljelags Islands h.f. Eimskipafj elagshúsinu, Reykjavík HyííöI frá ÞÓR ernú kjördrykkur oröið konan pað skamtar með matnnm á borðið. farin að drepa fyr á haustin en áður. Fyrir réttir drap hún sumsstað- ar í haust (Eyjafirði, Hornafirði og víðar), og meðan sláturtíð stóð yfir drap hún margt víða. Því eiga menn að bólusetja líf- féð snemma að haustinu. Þá er tíð líka venjulega betri og hlýrri en seinna og þá verður fénu minna um, en þegar veður eru orðin misjöfn og fé byrjað að leggja af. Ég vil endurtaka það og biðja bændur að athuga vel, að hafa nú, og í framtíðinni, samvinnu um það innan hrepps, að panta bóluefni og panta það í tíma, þá er vissa fyrir, að þeir geta feng- ið það danska, og að hægt er að senda þeim innlent efni, sem búið er að reyna á fé hvað styrkleika snertir. Þá er rétt að benda mönnum á það, að bólusetningarsprauturnar, sem menn nota, eru misstórar, það er að segja milli marka á sprautunum eru mismargir ten- ingssentimetrar. Þetta hefir þau áhrif á bólu- setningu með danska efninu, að það verður úthrært í mismiklu vatni, en að öðru leyti fær hver kind sinn skammt. íslenzka efnið er aftur á móti vökvi, og því fá kindurnar mis- marga skammta eftir stærð sprautanna. I fyrra átti að endast úr glasinu í 50 kindur. En þeim, sem áttu stærst inndeildu spraut- urnar, entist ekki nema í 25 kind- ur úr glasinu, öðrum í 36, enn öðrum í 50, enn öðrum í 75 og einstaka í 100 kindur. Það var því bæði til, að kindin fékk tvö- faldan skammt og hálfan skammt. Hvort þetta kann að eiga ein- hvern þátt 1 því, að meira hafi drepist úr pest þar, sem kindin fékk hálfan skammt, og af bólu- setningu þar, sem hún fékk tvö- faldan skammt, er ekkert hægt að fullyrða um, því þótt ég á flakki mínu -hafi séð sprauturnar, þá veit ég ekki hvernig sprautu hver einn af þeim hundruðum bænda, sem hafa sent mér skýrsl- ur eiga. En hver einn ætti að prófa stærð sinnar sprautu, og það er auðgert rueð vatni úr meðalaglasi af ákveðinni stærð. Athugið sprauturnar, rannsakið livað þær rúma milli strika. Eg ber þá íon í brjósti, og eg vil láta það verða að vissu, að okkur megi takast það hér heima að búa til gott bólusetningarefni, og til þess eigið þið bændur lands- ins að lijálpa, með því að gera á því samanburð og danska bólu- efninu, sem þið hafið notað og eigið að nota jöfnum höndum við það íslenzka. Og ég vona að þá heppnist að leysa ýmsar getgátur, er standa í sambandi við pestina, eins og það, hve fé þolir bólusetninguna mis- jafnt, hve fé er mismóttækilegt íyrir pest, hve lengi kindin verð- ur ómóttækileg eftir bólusetningu o. m. fl., sem maður veit lítið eða ekkert um ennþá. Reykjavík, 12. júlí 1931. ----o-----

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.