Tíminn - 22.08.1931, Side 3
TlMINN
191
Jarðeplaskóflur og jarðeplagref.
eru óimssandiá hverju heimili, þar sem eitthvað er ræktað af
jarðeplum.
Samband ísl. samvinnufél.
Tilkynning
um útflutning' á nýjum fiski.
Þar sem ríkisstjórnin hefir samkvæmt lögum um „heimild
fyrir ríkisstjórnina til ýmsra ráðstafana vegna útflutnings á' nýjum
fiski“ falið oss að leigja skip í þessu augnamiði, viljum vér hérmeð
vekja athygli þeirra, sem ætla sér að fá fisk fluttan með skipunum,
á því, að komið verður við á þeim stöðum eingöngu, sem fullnægja
skilyrðum þeim, sem tilgreind eru í 1. gr. nefndra laga, en þar segir svo:
„Ríkisstjórninni er heimilt að leigja þrjú eða fleiri skip til þess að koma
íi og lialda uppi reglubundnuin hraðferðum með kaddan eða ísvarinn fisk frá
þeim stöðum á landinu, þar sem útvegsmenn og sjómenn hafa með sér félags-
skap um fisksölu ,en tæki skortir til að koma nýjum fiski á útlendan markað,
enda sé öllum frjáls þátttaka og atkvæðisréttur óbundinn að samvinnuhætti.
Skal á þeim stöðum vera nauðsynlegur útbúnaður til fiskgeymslu og af-
greiðslu skipanna, sem útgerðarstjórn telcur gildan“.
Vegna undirbúnings málsins er nauðsynlegt að allar tilkynning-
ar þessu viðvíkjandi komi til vor sem allra fyrst.
Reykjavík, 22. ágúst 1931.
Skipaútgerð ríkisins.
Pálmi Loftsson.
Greinin um Björn Bjarnarson í
Grafarholti var, vegna annríkis höf.,
ekki tilbúin i þetta sinn en kemur í
næsta blaði.
-----O-----
Mbl. og dýrtíðin í Reykjavík.
I-Iér í blaðinu birtist sl. vor
samanburður á verði nokkurra
nauðsynjavörutegunda, annars-
vegar eins og það er alment hjá
smásölum í Rvík, hinsvegar hjá
einu sérstöku kaupfélagi á Norð-
urlandi. Einhver „háspekingur“
hinnar „frjálsu samkeppni“, gjör-
ir nú nýlega þennan verðsaman-
burð að umtalsefni, en hefir sýni-
lega ekkert skilið í því, sem um
var að ræða. Er því þessi vaðall
í Mbl. algjörlega út í hött. Tíminn
hefir aldrei gjört samanburð á
verði kaupfélaga og kaupmanna
yfirleitt í landinu, heldur var hér
verið að skýra muninn á Reykja-
víkur-vöruverði annarsvegar og
vöruverði úti um land hinsvegar,
í því skyni að benda á dýrtíðina
í Rvík. Verðsamanburður sá, sem
Mbl. gjörir á vörum hjá Kaupfé-
lagi Isfirðinga og „Verzluninni
Björninn“ á sama stað, er því
þessu máli alveg óviðkomandi,
jafnvel þótt hann væri réttur, en
um það er blaðinu alveg ókunnugt.
íhaldsmenn og Sig. Nordal.
Annað íhaldsdagblaðið hér, Vís-
ir, reynir að breiða yfir það, að
flokkur Mbl. á þingi nálega allur,
gerði sitt til að flæma Sig. Nordal
úr landi 1924, og að það var þing-
flokkur Framsóknarmanna, sem
lagði til í báðum deildum nálegú
allur þann atkvæðastyrk, sem
bjargaði málinu. Á sama þingi
ætlaði Jón Þorl. í raun og veru
að eyðileggja háskólann, og byrja
á þeirri deildinni, sem kenna átti
mál og sögu þjóðarinnar. Honum
SJálfs er bBadie
hðllust
Kaupið innlenda framleiðslu,
þegar hún er jafngóð erlendri og
ekki dýrari.
f ramleiðir:
Kristalsápu, grænsápu, stanga-
sápu, handsápu, raksápu, þvotta-
efni (Hreins hvítt), kerti alls-
konar, skósvertu, skógulu, leður-
feiti, gólfáburð, vagnáburð, fægi-
lög og kreólínsbaðlyf.
Kaupið HREINS vörur.
Þær eru löngu þjóðkunnar og
fást í flestum verzlunum landsins
H. í. Hre í nti
Skúlagötu. Reykjavík. Sími 1825.
ZEISS IKON-
skólavélar eru heimsfrægar.
Notaðar I menntaskólum hér og
erlendis.
Aðalumboð fyrir Island
Höium til:
Vatnsdælur
og
vatnspósta.
Samband ísl. samvinimfélaga
tókst það ekki, en í þessu sýndi
Jón líka þroska sinn. Skipti eng-
inn sér af háskólanum og hans
málum á þingi aftur fyr en
Framsóknarstjórnin fór að beita
sér fyrir mesta framtíðarmáli
hans, byggingarmálinu.
Jafn mikil ósannindi eru það,
sem Vísir segir í sömu grein-
inni, að Sigurður Nordal hafi
verið með Helga Tómassyni,
sem nú er nefndur útlagi tveggja
konungsríkja, þegar Helgi ætlaði
með leynd og hrekkjum að troða
sér inn á kennaranámskeið á
Laugarvatni síðastliðið vor. Pró-
fessor Nordal hefir verið spurð-
ur um hvort hann hafi verið í
þessum fyrirhugaða ferðaleið-
angri Helga, og neitaði hann að
það hefði svo mikið sem verið
G. M. BJÓRNSSON,
Skólavörðustíg 25. Reykjavík.
Ferðamenn,
sem koma til Reykjavíkur, geta
fengið ódýrasta gistingu á Ilverf-
isgötu 32.
Reykjavík Sími 249
Niðursuðuyörur vorar:
nefnt við sig. Er þetta því með
öllu uppspuni Jakobs Möllers og
Páls Steingrímssonar. Mun þeim
hafa þótt ósigur „útlagans“ nógu
mikill, þótt reynt væri að bæta
úr því á þann hátt að draga merk-
an mann eins og dr. Nordal inn í
hina ókarlmannlegu sníkjuheim-
sókn Gunnlaugs Einarssonar og
mannsins frá Kleppi. F. B.
Kjlit......i 1 Ug. og 1/2 kg. dósutn
Kæfa ..... l - - 1/2 - -
Bajjara'bjúgu 1 - - 1/2 —
Fisbsbollur -1 - - 1/2 —
I.8X.......- 1 - - 1/2 -
hijótn almenciugskif
Ef þér hafíð ekki reynt vörur
þe»sar, þá gjörið það nú. Notíð
inalendar vörur fremur en erlendar,
með þvl sfuðlið þór að þvi, aö
íslendingar verði sjálfum sér nógdr. B
Pantanir afgreiddar fijótt og ■
vel hvert á land sem er.
drepist eftir bólusetningu. Þessi
númer eru: 4, 10, 11, 14, 15 og
16. Af • þessum 25202 kindum
hafa 119 drepist af bólusetningu
eða 0,47%.
Aftur hefir drepist úr pest, af
fé sem bólusett hefir verið með
íslenzka bóluefninu og skýrslur
hafa verið sendar um, 190 kindur
eða 0,75%.
Alls hefir því drepist 1,22% af
því fé, sem bólusett hefir verið
með íslenzka bóluefninu.
Á þeim bæjum, er sent hafa
skýrslur, hafa verið bólusettar
4448 kindur með dönsku efni. Því
er ver að of fáir hafa notað bæði
bóluefnin, og því er samanburður-
inn ekki eins góður eins og æski-
legt væri. En af þessum 4448 kind
um, sem bólusettar hafa verið
með dönsku bóluefni á sömu bæj-
unum og skýrslan um það íslenzka
nær yfir, hefir engin kind drep-
ist af bólusetningu, en 99 úr pest.
Það eru því 2,23%.
Samanburðurinn er því í heild
sá, að af 25202 kindum, sem bólu-
settar eru með íslenzka efninu,
drepast alls 309 eða 1,22%, en af
þeim 4448, sem voru bólusettar
með dönsku efni á sömu bæjum
drepast 2,23%.
Svo lítur því út sem innlenda
bóluefnið hafi reynzt betur í heild
sinni, en það danska, síðastliðið
iiaust, og sum númer þess miklu
betur.
Hve mikil vörn bólusetningin
er við pestinni, sézt meðal ann-
ars á því, að af þeim lömbum,
sem heimtust eftir að bólusett
var, og því ekki urðu bólusett,
hefir fullkomlega fjórða hvert
lamb drepist. Annars hefir ekki
verið að ræða nema um gamalt
fé óbólusett á þessum bæjum, en
þó hefir pestin sálgað af því 68
kindum á vetrinum, en hve margt
það hefir verið alls, veit eg ekki,
því það er ekki tekið fram nema
á fáum skýrslunum.
Margir hafa látið dóma sína um
bóluefnið fylgja skýrslunum, og
ég er þeim þakklátur fyrir. En
æði eru þeir misjafnir. Sem sýnis-
horn skal eg setja nokkra:
Einn segir, úr Hornafirði:
„Þess skal sérstaklega getið, að
bráðafár virtist óvenju magnað
hér í haust, og við þökkum það
eingöngu íslenzka bóluefninu, að
það olli ekki meira tjóni en varð,
því strax þegar farið var að bólu-
setja með því, stakk í stúf, svo
féð hætti að drepast“. (Nr. 1).
Annar segir, úr Rangárvalla-
sýslu: „Ein ær drapst í febrúar,
en óvíst að það hafi verið pest.
Allt fé, nema lömb, sem hafa
verið bólusett tvisvar, hefir und-
anfarin ár verið bólusett með
dönsku bóluefni, en þó alltaf drep-
ist um 10%, þar til nú, að við
notuðum íslenzka efnið og ekkert
arapst“ (Nr. 3).
Þriðji segir, úr Árnessýslu:
„Eins og segir í svörunum, voru
4 kindur dauðar um fyrstu réttir
og leit því út fyrir mikið pestar-
ár, svo ég álít eftir fyrri reynslu,
að miklu meiri vörn hafi verið
í þessu efni en danska bóluefn-
inu, sem reynslan sýndi að þurfti
að margbólusetja með, til þess að
sæmileg vörn væri í því. Vel get-
ur átt sér stað, að nálin hafl
stungist gegnumj skinnið á þessu
eina lambi, sem drapst úr pestinni
hjá mér, fyrir slíkt er ekld hægt
að synja“ (Nr. 6).
Úr Rangárvallasýslu og Húna-
vatnssýslu er sagt frá lömbum,
sem drápsut eftir bólusetningu af
Nr. 10. — I Húnavatnssýslu fékk
féð á 3. degi eftir bólusetningu
hríð, og telur eigandi það vera
meðverkandi til þess að lömbin
bólgnuðu og drápust.
I Rangárvallasýslu sá lítilshátt-
ar á helti í lömbunum morguninn
eftir bólusetninguna. Voru þau þá
látin út í kalsa veður, orðið bólg-
in að kvöldi og drápust á þriðja
degi.
Þessi dæmi tvö eru hér sögð
mönnum til athugunar, því af
þeim má læra.
Um Nr. 15 er sagt úr Rangár-
vallasýslu: „Þess skal getið að
hér hefir verið mikið um bráða-
fár í sauðfé undanfarin ár og ekki
hætt fyr en eftir 2 og 3 bólu-
setningará hverju hausti. 1929
drápust 25 af 80 lömbum. 1928
drápust 30 af 70 og 1927 60 af
90, og svona mætti lengi telja.
En í haust skipti alveg um, svo
að hér var ekki bragðað pestar-
kjöt, og þakka ég það íslenzka
efninu að svo fór í þetta sinn.
Kæra þökk fyrir íslenzka efnið“.
Ur Suður-Múlasýslu er skrifað
um Nr. 15: „Hérmeð er mér
ánægja að skýra frá, að íslenzka
bóluefnið hefir reynzt vel hjá
mér. Ég vil taka fram með þær 4
kindur, er dráipust af bolusetning-
unni, að þeim mun hafa verið
sleppt of fljótt út, því veður var
ekki gott“ — Menn athugi þetta.
Bóndinn bólusetur 50 fjár, 4 drep-
ast af bólusetningu, að því er
hann telur, af því að þeim er
sleppt of fljótt út, en þó er hann
ánægður, því ekkert drepst úr
pest, en því átti hann að venjast.
Um Nr. 15 er sagt úr Árnes-
sýslu: „Fyrsta lambið, sem drapst
af bólusetningunni, drapst á
þriðja sólarhring, svo var féð að
smádragast upp, þangað til liðnir
voru 8 sólarhringar (hann missti
9). Féð var í afgirtu svæði og
ekki hýst. — Frá 2.—10. nóv. að
drepast“.
Þá hefi ég nefnt nokkur dæmi
af mörgum um hvað menn segja
um bóluefnið. Þessir menn eru
ánægðir, enda þótt sumir af þeim
hafi misst fé af bólusetningunni.
En svo eru aðrir óánægðir, og
sumir af ástæðum, sem ekki er
sjáanlegt hverjar eru. Einn segir:
„Mér virtist bóluefnið, sem ég
notaði, alveg meinlaust, og mér
liggur við að segja gagnslaust,
ekki gat ég fundið bólu á nokk-
urri kind og yfirleitt varð því
ekkert um bólusetninguna“.
Þessi bóndi missti enga kind
úr pest, eftir skýrslu hans, og er
því lítt skiljanlegt yfir hverju
hann er óánægður. Að annar, sem
missti 6 af bólusetningu, geti
verið óánægður og sagt: „Ég tel
ekki árangurinn á mínu fé svo
góðan, að ég geri ráð fyrir að ég
noti innlent bóluefni aftur“, get
ég frekar skilið, og þó er sú um-
sögn varla nóg hugsuð.
I líkan streng taka einstöku
bændur, sem misstu af bólusetn-
ingu.
Af skýrslunni og þessum sýnis-
hornum af umsögnum manna ætla
ég nú að menn sjái, hvernig bólu-
setningin með innlenda bóluefn-
inu hefir reynzt síðastliðið haust.
Ég skal bara bæta því við, að
bóndi úr Eyjafirði skýrir frá, að
hann hafi verið búinn að tvíbólu-
setja með dönsku efni, en þó hald-
ið áfram að missa, en það hafi
hætt, þegar hann bólusetti með
því íslenzka, og bóndi úr Mýra-
sýslu segir sömu sögu. En hvor-
ugur þessara bænda hafa sent út-
fylltar skýrslur og því eru ekki
neinar tölur frá þeim í yfirlits-
skýrslunni- hér að framan. —•
Fleiri hafa í bréfum sagt frá
reynslu sinni, én ekki gefið tölur,
svo hægt væri að taka reynslu
þeirra með í yfirlitsskýrsluna.
Af reynslunni síðastliðið haust
virðist mér þetta vera Ijóst:
1. Sum múmer innlenda efnis-
ins hafa verið varasöm, svo fé
hefir drepist af bólusetningu.
2. Stundum hafa orsakir þess
verið þær, að kindin, sem fær
hita meðan bólan er að koma út,
hefir ofkælst, og því minnkað
mótstaðan og kindin drepist. Og
þessi orsök, sem sumstaðar er
greinileg, getur verið til staðar
víðar.
3. Bóluefnið hefir ekki verið
örugg vörn við pest, en þó meiri
en felst í bólusetningu með
danska efninu.
4. Féð virðist misþolið móti
bólusetningu og mishætt við pest,
og er þar að ræða um mismun á
eðli fjárins, sem ekki hefir verið
gefinn sá gaumur sem skyldi.
5. Þar sem er verulega pestar-
hætt, geta kindur á öllum aldri
sýkst og drepist, end<u þótt lang-