Tíminn - 29.08.1931, Blaðsíða 3
TÍMINN
195
Gagnfræðaskólinn
í Neskaupstað
starfar í tveim deildum frá 1. okt. til 1. mai. Inntöku í eldri deild fá
þeir, sem lokið liafa prófi upp úr yngri deild Unglingaskóla Neskaup-
staðar og aðrir, sem hlotið hafa svipaða fræðslu. Umsóknir séu komn-
ar fyrir 15. sept. næstk.
Neskaupstað 2. ág. 1931
Jakob Jónsson
settur skólastjóri.
♦ Húsgögn ♦
sem við höfum fyrirliggjandi í miklu úrvali þurfa allir að kaupa.
Meðal annars:
AfllllllQíf/Í(tn samsí;æö, sérstaka skápa, matborð og
DUlUÖlUiUllUljgUgll mjög ódýra og fallega borðstofustóla.
eftir nýjustu tísku, smíðuð eftir
pöntun. Ennfremur dýnup
og dívana af öllum gerðum.
Barnavagnar okkar eru viðurkenndir þeir
fallegustu og beztu, sem til landsins flytjast. Þeir
eru djúpir og hlýir og seljast árið yfir. Ennfremur
höfum við barnakerrur, barnarúm,
vöggur og stóla,
Auk þess höfum við mjög mikið úrval af körfustólum, skrifstofu-
stólum, reykborðum, blómasúlum og stofuborðum o. m. fl.
Vörur sendar með pöstkröfu út um land.
Hósiiiiaverzlui leykjivlknr. Vitisstíg 3
Sími 1940
Jörðin Syðrasel í Hrunamannahreppi fæst til kaups og ábúðar í
næstu fardögum. Hún er með bestu heyskaparjörðum í Arnessýslu, tún
og engjar að mestu leyti véltækt og jörðin að öðru leyti mjög hæg.
íbúðarhús úr timbri með miðstöðvarhitun. Hlöðu fyrir ca. 1000 hesta,
fjós yfir 25 nautgripi, fjárhús fyrir 250 fjár.
Komið gæti til mála kaup á jörðinni nú þegar, með heyjum og
allri áhöfn. Borgunarskilmálar góðir.
Upplýsingar gefa Skúli Ágústsson Laugaveg 42 Reykjavik eða
Helgi Ágústsson Sigtúnum við ölfusá.
ustu ára er sagan um alhliða
framsókn þjóðar, sem er að vaxa
og trúir á tilverurétt sinn og
framtíð. Og í þessari marghátt-
uðu umbótastefnu hefir Fram-
sóknarflokkurinn hvarvetna haft
forustuna og íhaldið verið drag-
bíturinn, eftir því sem ástæður
hafa frekast leyft.
Nú síðustu vikur hafa mál-
gögn íhaldsmanna predikað, að
þjóðin hefði vei'ið betur farin, ef
hún væri án þeirra stórfelldu
framfara, sem orðið hafa á síð-
ustu árum. Eftir því væri ólán
að hafa fengið akfært milli
flestra af helztu byggðum lands-
ins, að hafa fengið góðar strand-
ferðir, kælihús, rjómabú, stór-
íelldar ræktunarumbætur, mynd-
arleg og varanleg steinhús 1 sveit-
um, góð sjúkrahús, skóla, réttar-
far þar sem borgararnir eru
jafnir fyrir lögunum, banka fyrir
aðalatvinnuvegi landsins o. s. frv.
Ihaldið getur sagt, að það vilji
ekki framfarir. En í raun og veru
meinar það ekld annað en að fá-
tækari stéttir landsins eigi að
fara á mis við gæði lífsins. Inn-
an vébanda íhaldsflokksins eru
allir þeir Islendingar, sem lifa
miklu eyðslulífi. Og sá hluti þjóð-
arinnar vill hafa góð hús fyrir
sig, banka, góðar samgöngur,
sjúkrahús ef veikindi ber að
höndum, og skóla fyrir börnin til
að lyfta þeim í mannvirðinga-
stigann. En eins og Jón Þorl.
sagði 1908, íhaldsmenn vilja ekki
þessar framfarir handa efnaminni
stéttunum. íhaldið skortir sam-
úð með þeim, sem eiga harðari
lífsbaráttu, og aflaklær íhaldsins
vilja ekki bera þungann af skött-
um, sem ganga til almennra um-
bóta.
Kjörtímabilið 1927—1931 tákn-
ar stórfellda framfarabaráttu hér
á landi, og á þeim árum hefir
verið lagður grundvöllur að fram-
tíð nýrra tíma, þegar frjáls og
starfsöm þjóð byggir landið og
bætir það með fórn og iðju hverr-
ar kynslóðar. I bili getur verið að
forkólfum kyrstöðunnar takist að
blekkja sjálfa sig með harma-
tölum út af bættum lífsskilyrð-
um í landinu. En það mun ganga
erfiðlega að telja þeim stéttum
hér á landi, sem háð hafa erfið-
asta lífsbaráttu, trú um það að
kyrstaðan sé betri en framfarir.
Það var gifta þjóðarinnar að
orku hennar hefir á undanfömum
árum verið beitt til að skapa
grundvöll að þróttmiklu starfi og
menningarlífi á Islandi. Verkefni
næstu ára verður nokkuð annað.
Umbótabaráttan kemur fram í
nýjum myndum. Verkefni næstu
ára verður að lækna hina óeðlilegu
dýrtíð í landinu. Þar er líka að
ræða um gamlar syndir íhalds-
stefnunnar. Þar verða að gerast
ný átök við kyrstöðuöflin í land-
inu. Verður vikið nánar að því
máli í næsta blaði. J. J.
-----o----
Gagnfræðaskólinn í Neskaupstað
tekur til starfa í haust. Hafa þá
kauptúnin á Austurlandi eignast
menntastofnun út af fyrir sig, sem
svarar til gagnfræðaskólanna í
Reykjavík og á Akureyri. Má það
vera metnaðarmál Austfirðingum að
hlúa að þeirri stofnun. Skólastjóri
í vetur verður sr. Jakob Jónsson í
Neskaupstað og kennari, auk hans,
Eiríkur Sigurðsson.
í pingvallanefnd voru kosnir í sam
einuðu þingi Jónas Jónsson, Jón
Baldvinsson og Magnús Guðmunds-
son, allir endurkosnir.
Samsteypustjóm í Englandi. pau
eftirtektarverðu tíðindi liafa orðið í
Englandi í síðustu viku, að ráðu-
neyti Mac Donalds (jafnaðarmenn)
liefir beðist lausnar, en í þess stað
hefir Mac Donald myndað samsteypu
stjórn, sem skipuð er mönnum úr
þrem aðal stjórnmálaflokkunum. I
þessari nýju stjórn eiga sæti m. a.
Baldwin, foringi íhaldsflokksins og
Sir Herbert Samuel, sem er foringi
Frjálslynda flokksins í forföllum
Lloyd George, sem nú er veikur. Bú-
izt er við nýjum kosningum bráðlega.
„Of miklar
samgöugnr" I
íhaldsdagblaðið Vísir birti 22.
þ. m. grein með ofanritaðri fyr-
irsögn. Úti um land er þetta
blað, sem þó er annað höfuðmál-
gagn íhaldsins, og aðallega hefir
flutt byltingakenningar Jakobs
Möllers, í fárra manna höndum.
Tímanum þykir tilhlýðilegt að
prenta nokkra kafla orðrétta upp
úr þessari grein, til þess að
sveitafólkið geti séð, hvernig
„tónninn“ er í „byltingarmönn-
unum“ núna um sláttinn.
Þar stendur m. a.:
„Samgöngurnar á sjó eru sem sé
komnar í það horf, að þær eru alt
of miklar á móts við gagnið sem þær
gera“.
Og þá þetta:
„Lítið á strandferðaáætlun ríkis-
sjóðsskipanna. Viðkomustaðirnir eru
orðnir 60, og þar af um 20 á Vest-
fjarðakjálkanum einum".
Það er svo sem auðséð, að
þær sömu þjóðhetjur íhaldsins,
sem, eftir að kosningaúrslitin
urðu kunn, ætluðu að hefja við-
skiftastríð við Árnessýslu, hafa
nú snúið reiði sinni á fleiri en
bændurna á Suðurláglendinu. —
Barðstrendingar felldu líka Há-
kon frá þingsetu og það mun nú
eiga að koma þeim í koll! 20
viðkomustaðir „á Vestfjarða-
kjálkanum einum“ sýnist íhald-
inu allt of mikið 1 landshluta,
þar sem það á ekki nema eitt
kjördæmi af fjórum — og það
jafnvel þó að kjósendur Jóns
Auðuns í Norður-Isafjarðarsýslu
eigi líka í hlut.
En hugsunarháttur þeirra
manna, sem helzt vilja setja allt
landsfólkið niður á Seltjarnar-
nesi, kemur þó bezt fram í því,
sem hér fer á eftir. I blaðinu seg-
ir svo:
„það sem verst er af öllu er þó
þetta: — Með þessu samgöngukerfi
er verið að hlaða undir staði á
landinu, sem engan tilverurétt eiga,
íyr en þjóðin er komin í þröng með
landrými eða með öðrum orðum:
orðin miljónaþjóð. — það eru gerðar
ráðstafanir til að negla niður byggðir
og bú á afskektum stöðum, festa
þar fé og vinnukraft, sem eykur
þjóðinni endalaus gjöld og fyrirhöfn
— það er verið að dreifa þjóðinni og
þynna út afl hennar, í stað þess að
nota heldur fjármagn landssjóðsins
til þess, að stuðla að heilbrigðri
samþétting á hentugustu stöðunum'1.
Hugsunin er greinileg. Það á
ekki að gefa fólki undir fótinn
til að „negla niður byggðir og
bú á afskekktum stöðum“. Og
þessir „afskekktu staðir“ eru við-
komustaðir strandferðaskipanna
(væntanlega þó ekki allir!) og
byggðirnar þar í kring. I stuttu
máli: Eftir kenningu „byltingar-
mannanna“ á blátt áfram að
neyða fólkið til að flytja úr sveit-
unum, með því að láta það ekki
hafa neinar samgöngur á sjó.
Þá stendur í greininni þessi
eftirminnilega klausa:
„Ef menn nú ekki beinlínis óska
þess, að hagur landsins stöðvist í |
því öngþveiti, sem þjóðræðið hefir
sett hann í, þá verður nú að fara
að ganga á milli bols og höfuðs á
skaðlegustu þjóðlyginni, sem nú
þjakar heilbrigðri hagsýni í land-
inu, og hún er þessi — að allir
þegnar ríkisins hafi Jafnan rétt til
landssjóðsins*)
Þessi er „heimspeki byltingar-
innar“ eins og hún kemur fram
í blaði Jakobs Möller sjálfs, að
það megi með engu móti lengur
verða þolað „að allir þegnar
ríkisins hafi jafnan rétt til lands-
sjóðsins"!
Myndi það ekki vera íhaldið í
Reykjavík, sem aðallega á að
hafa þennan „rétt til landssjóðs-
ins“, þegar „byltingarmennirnir“
fá meirahluta á Alþingi?
Þannig talar íhaldið í Reykja-
vík í sinn hóp. Einmitt nú, þegar
*) Auðkennt í Vísi.
atvinnukreppan steðjar að í höf-
uðstaðnum, á að kúga bændurna
til að flytjast til Reykjavíkur.
Ennþá hefir Framsóknarflokk-
urinn meirahluta á Alþingi. Svo
lengi sem það helzt, verður í-
haldið sjálfsagt að horfa upp á
það, að strandferðaskipin flytji
vörur fyrir fólkið á „Vestfjarða-
kjálkanum“ og aðra, sem líkt
stendur á um.
En hitt væri hugsanlegt, að
greinar eins og sú, sem drepið
hefir verið á hér að framan,
gætu orðið til þess, að byggðir
eins og „Vestfjarðakjálkinn“
hættu alveg að sjá sér hag í
því að láta strandferðaskipin
flytja íhaldsþingmenn til Alþing-
is.
---o---
Fréttir
Tryggvi pórhallsson forsætisráS-
herra fór ásamt konu sinni og dótt-
ur utan með Brúarfoss, s. 1. mið-
vikudagskvöld. Ásgeir Ásgeirsson
fjárráðherra veitir atvinnu- og sam-
göngumálaráðuneytinu forstöðu í
fjarveru hans.
NorSlenzku þingmennirnir fóru að
þessu sinni landveg heim í bifreið-
um yfir Kaldadal og lögðu af stað á
miðvikudagsmorgun. Austfjarðaþing-
menn fóru með Esju í fyrrakvöld.
Fyrsti fundur í kjördæmaskipun-
arnefndinni var haldinn á miðviku-
dagsmoi'gun s. 1. Jón Baldvinsson bar
þar fram tillögu þess efnis, að þing-
mannatala í réttu hlutfalli við kjós-
endatölu, yrði iögð til grundvallar
fyrir starfi nefndarinnar. Frestað var
að taka ákvörðun um tillöguna og
fundum nefndarinnar jafnframt frest-
að fyrst um sinn vegna brottfarar
forsætisráðherra og fleiri nefndar-
manna.
Reykholt. Ilinn stóri og myndar-
legi alþýðuskóli á höfuðbóli Snorra 1
Stui'lusonar er nú nærri fullgerður
og tekur til starfa í haust. Skóla-
stjóri verður Kristimi Stefánsson
cand. theol., sem í fyrra var kennari
á Laugarvatni. Aðrir kennarar við
skólann verða, eftir því, sem blaðið
hefir heyrt, sr. Einar Guðnason í
Reykholti, þórir Steinþórsson bóndi í
Reykholti og JJorgils Guðmundsson,
hinn góðkunni íþróttamaður, áður
kennari á Hvanneyri. Mun hann
annast sundkennsluna. Verður sund-
laugin í Reykliolti sú glæsilegasta,
sem enn er til í landinu. Slcólahús-
ið stendur rétt við Snorralaug. það
er hitað með vatni úr hv.ernum
Skriflu, þannig, að hveravatninu er
veitt i þró utan við liúsið, en ferskt
vatn er leitt í pípum gegnum þróna,
liitnar þar og rennur síðan i hita-
leiðslu hússins. — í Reykholti mun
i vetur vei'ða veitt viðtaka um 60
nemendum, og mun nú vera hver síð-
astur að tryggja sér þar aðgang. —
Síðan i júlibyi'jun hefir skólahúsið
verið sumarbústaður fyrir kaupstaða-
fólk, sem leitar hvíldar i sveitinni,
og gististaðui' fyrir ferðamenn. Eru
þar veitingar á boðstólum allan dag-
inn fyrir þá, sem um veginn fara. En
Reykholt er alveg í leiðinni þegar
Kaldadalsvegurinn er farinn milli
Norður- og Suðurlands. Næst Laug-
arvatni er hið nýja skólahús í Reyk-
holti vafalaust bezti gististaður, sem
völ er á i sveit yfir sumartímann.
PrófessorsembættiS í sögu við há-
skólann liefir af konungi verið veitt
Árna Pálssyni bókaverði. Er þar far-
ið eftir tillögum nefndar þeirrar, er
liáskólinn setti til að dæma um sam-
keppnisprófið. Eins og áður hefir
verið drepið á hér í blaðinu er úr-
skurður nefndarinnar um próf þetta
mjög undarlegur, þar eð Ami Páls-
son hafði ekki lokið nema hluta af
ritgerðinni og gat því í raun og veru
ekki komið til greina. Veitingarvald-
inu mun þó ekki hafa þótt rétt aö
ganga móti tillögum háskólans að
þessu sinni. Hinsvegar gefur frammi-
staða nefndarinnai' fullt tilefni til að
íhuga, hvort sá vandi sé eftirleiðis
leggjandi á herðar háskólanum sjálf-
um, að ráða mannavali í kennara-
stöður. Má það valda áliyggjum, þeim
er hag háskólans unna, hvemig nú
er skipað starfsliðið í aðal vísinda-
stofnun þjóðarinnar. — Hinsvegar
ber ekki að saka Árna Pálsson um
það, þó að annar maður honum fær-
ari, væri settur hjá af nefndinni, þeg-
ar dæmt var um úrslitin.
Félag ungra Framsóknannanna í
Reykjavík fór um fyrri helgi
skemmtiferð í þjórsárdal. Um 50
manns tóku þátt í förinni. Var lagt
af stað úr Reykjavík síðara hluta
laugardags og komið aftur á sunnu-
dagskvöld. Gisti unga fólkið í hlöðu
á Ásólfsstöðum um nóttina. Ásólfs-
staðir eru nú næstinnsti bær í þjórs-
árdal, en áður var dalurinn byggð-
ur lengra fram, en sú byggð eyddist
af öskufalli á 14. eða 15. öld. í þjórs-
árdal bjó Hjalti Skeggjason. Sér enn
í dalnum ýms merki byggðarinnar
og hyggja ýmsir þar elztan kirkju-
garð á íslandi á bæ Hjalta. í þjórs-
árdal er fagurt mjög, svo að fágætt
er kallað af mörgum. Hefir Páll
bóndi á Ásóifsstöðum nú komið upp
sumargistihúsi og dvelur þar nú
mai'gt fólk á sumrin. — Almenn
ánægja er meðal þeirra, sem þátt
tóku í förinni, enda var veður ágætt,
glaða sólskin og hlýtt. Vafalaust efn-
ir félagið til fleiri slíkra ferða, með
því fyrirkomulagi, að vel sé kleift
fjárhagslega, efnalitlu fólki. Myndu
slíkar ferðir vænlegri til hollra
áhrifa en þær pólitísku dansskemmt-
anir fyrir kaupstaðaunglinga, sem nú
tíðkast í sumum stjórnmálaflokkum.
Dómur í máli kommúnistanna,
sem sakaðir voru um forgöngu í upp-
þotinu, sem varð á bæjarstjórnar-
fundi í vetur, var kveðinn upp í
undirrétti 24. þ. m. þorsteinn Péturs-
son hlaut 60 daga, Guðjón Benedikts-
son 30 daga og Jónas Guðmundsson
15 daga einfalt fangelsi skilyrðis-
bundið. Magnús þorvarðsson hlaut 60
daga og Georg Knudsen 30 daga
fangelsi, báðir dæmdir áður. Haukur
Björnsson var dæmdur í 100 kr. sekt
eða 7 daga einfalt fangelsi.
GuSmundur Hlíðdal liefir verið
settur landssímastjóri.
í verðlaunanefnd „Gjafar Jóns Sig-
urðssonar" voru kjörnir á Alþingi
Hannes þorsteinsson, Ólafur Lárus-
son og Barði Guðmundsson.
Sr. Vilhjálmur Briem var endur-
kosinn framkvæmdastjóri Söfnunar-
sjóðs íslands til næstu 6 ára, en
gæzlustjóri Bjarni Ásgeirsson alþm.
----O-----
AJLþingi
Deildafundum á Alþingi lauk
nokkru eftir hádegi á mánudag.
Kl. 5 var fundur settur í sameinuðu
þingi. Var þar lokið afgreiðsiu nokk-
urra mála, þ. á m. kosningum i
nefnir o. fi., og þinginu slitið.
Einar Árnason var á laugardag
kjörinn foi’seti sameinaðs þings í
stað Ásgeirs Ásgeirssonar fjármála-
ráðherra. Hiaut E. Á. 22 atkv. en
Jón þorláksson 14.
Milliþingaforsetar voru kjörnir í
efri deild og sameinuðu þingi. Mæia
iög svo fyrir, er forsetar eru búsettir
fjarri höfuðstaðnum. Var Magnús
Torfason ltosinn milliþingaforseti i
efri deild en Bjarni Ásgeirsson i
sameinuðu þingi.
Yfirskoðunarmenn landsreikning-
anna voru kosnir Hannes Jónsson
alþm., Pétur þórðarson bóndi í
Hjörsey og Magnús Guðmundsson
alþm.
í útflutningsnefnd síldareinkasöl-
unnar voru kosnir Einar Árnason
alþm., Böðvar Bjarkan og Bjöm
Líndal, en til vara Ingimar Eydal,
þormóður Eyjólfsson og Stefán Jón-
asson.
í menntamálanefnd voru kosnir
Ragnar Ásgeirsson, Barði Guð-
mundsson, Stefán Jóh. Stefánsson,
Ingibjörg II. Bjarnason og Ámi
Pálsson. Sigurður Nordal, sem dvel-
ur erlendis næsta ár, hafði beðist
undan endurkosningu. Kemur Barði
Guðmundsson i hans stað, en að
öðru leyti er ráðið eins skipað og
áður.
í kjördæmaskipunarnefndina hafa
verið tilnefndir: Af hálfu Framsókn-
arflokksins: Tryggvi þórhallsson
forsætisráðherra og Bergur Jónsson
alþm. Af hálfu íhaldsflokksins: Jón
þorláksson alþm. og Pétur Magnús-
son alþm. Af hálfu jafnaðarmanna:
Jón Baldvinsson alþm. Hefir ríkis-
stjómin samkvæmt útnefningu flokk-
anna, skipað þessa menn í nefndina
og Berg Jónsson alþm. formann
nefndarinar.