Tíminn - 05.09.1931, Blaðsíða 2

Tíminn - 05.09.1931, Blaðsíða 2
198 TÍMINN ákveðið að fella niður nokkuð af kaupi sínu. Það er sennilegt að það verði nokkuð mörg sveita- heimili, sem í haust og vetur kaupa ekki frá útlöndum neitt sem heitir, nema allra nauðsyn- legustu kornvöru. Bændurnir sjá hvað verði líður á afurðum bú- ,anna, og þeim mun flestum ekki finnast önnur leið opin en sparn- aður. 1 bæjunum kemur að hinu sama. Atvinna er rýrari og með öðrum hætti en fyr. Verkafólkið er farið að spara eins og bænd- urnir og af sömu ástæðu. En eyðslustéttin er ekki enn farin að spara svo sýnilegt sé. Og þó er mest þörfin þar. I efri deild gerðum víð Fram- sóknarmenn htla tilraun við með- ferð á frv. um dýrtíðaruppbót nú á dögunum um það hve glögg- ur skilningur væri á verðfalli því, sem nú steðjar að, og lögð- um til að dýrtíðaruppbótin yrði framlengd um eitt ár en ekki tvö. Vel gat farið svo, að eftir, eitt ár þætti heppilegra að hafa enga uppbót nema á mjög lágum launum. En tillaga okkar var felld. Sócíalistar og íhaldsmenn voru sammála um, að allir skyldu hafa íulla dýrtíðaruppbót a. m. k. í tvö ár. Sem betur fer mun þó skilningur vera farinn að vakna hjá starfsmönnum lands- ins á því, að nú sé þannig í garðinn búið að dýrtíðaruppbót eigi ekki við nema á lægri laun- um, og að sumir þeir sem hærri laun hafa lækki sjálfir kröfur sínar eins og starfsmenn kaup- félaganna. Leitin að hinu nýja jafnvægi' er tvíþætt. Annarsvegar er um að ræða almenna verðlækkun, á húsum, lóðum, jörðum, skipum og hverskonar mannvirkjum, svo og á kaupi starfsmanna, sem hafa meira en þörf er á. I þessu efni verður ekki spurt um, hvað jörð eða hús kostar núverandi eiganda, heldur hvað hægt sé að borga fyrir afnot þessara hluta við framleiðsluna með því verði, gem á henni er og verður. Hér kemur að vísu ekki til nein bylt- ing, heldur veruleikinn sjálfur. Ef húsaleiga eða landsskuld er ekki greidd nema til hálfs, af því neytandinn getur ekki borgað meira, af því hann hefir það ekki til, þá falla hús og jarðir í verði, unz verðlag þeirra er komið í jafnvægi við verð afurðanna á almennum markaði. Hinsvegar eru vandkvæði augnabliksins, meðan verðlækk- unin er að gerast. Þar koma til greina margskonar dýrtíðarráð- stafanir, sem hjálpa hinum starfanda almenningi yfir örðug- leikana og stefna jafnframt að því að ná hinu nýja jafnvægi í verðlagi íramleiðslunnar. Ég vil nefna nokkrar tilraunir sem hafa verið gerðar að meira eða minna leyti fyrir forgöngu samvinnumanna til að lækka dýrtíðina. Ég vil fyrst nefna þá framkvæmd Sambandsins og kaupfélaganna, að kaupa verk- smiðjuna Gefjun, framleiða þar góð og ódýr fataefni, og setja síðan upp vinnustofur víða um land, þannig,að vel gerð föt lækka um 33—50% í verði. Næst koma tilraunir í sambandi við veiðar varðskipsins Þór í fyrravetur og sumar. Kona í Reykjavík sagði að í vetur hefði hún eytt helm- ingi minna til að kaupa íisk í soðið handa 6 í heimili, meðan Þórsfiskur var fáanlegur, heldur en nú í sumar handa þremur, þegar keypt var á venjulegum dýrtíðarmarkaði. Auk Reykvík- inga nutu sveitamenn bæði í Borgaríirði og á Suðurlandi nokkurs af þessari verðlækkun. Og samt var íiskurinn seldur við því verði, sem búast mátti við að fyrir hann hefði íengist erlendis, að verkunarkostnaði viðbættum. Nú í sumar hefir Þór aflað mjög imikið af síld, sem unnið verður úr fóðurmjöl, til fóðurbætis inn- anlands, og auk þess sett í land mikið af síld við ýmsar hafnir norðanlands, sem sveitarfélög hafa fengið og látið verka um leið. Þannig- hefir frá Borðeyri verið flutt ný síld til fóðurbætis vestur í Dali. Þegar Þór kemur að norðan, mun hann hafa gæzlu í Faxaflóa og Breiðafirði og jafnframt afla fyrir Reykjavík og Suðvesturland, eftir því sem efni verða til. Pálmi Loftsson útgerðarstjóri er nú á góðum vegi með að mynda samtök milli sjómanna á smábátum, sem aíla fiskjar handa Reykjavík, og koma ,á sameiginlegri sölu fyrir fisk úr Þór og frá bátunum, með því markmiði að sjómennirnir fái tiltölulega betra verð fyrir sína vöru en þeir myndu fá hjá. fisksölunum, en neytendur verða aðnjótandi mikillar verðlækkunar frá því sem verið hefir. Þá hafa þrír menn í Reykjavík og Hafn- arfirði, Guðbrandur Magnússon forstjóri, Kjartan Ólafsson bæj-' arfulltrúi og Skúli Guðmundsson bókhaldari í Sambandinu unnið að því nú í sumar að rannsaka skilyrðin fyrir því, að koma á einskonar kaupfélagi til innkaupa á mjólk í Reykjavík og Hafnar- firði, þannig, að mjólkursala til bæjarins færi mikið vaxandi, bændur austanfjalls fengju stærri og betri markað fyrir mjólk sína, og efnaminni hluti bæjarbúa meiri mjólk og ódýrari. Margir halda því fram, að mjólk sem flutt er skamman veg, sé betri en mjólk sem flutt er 50— 100 km. og gætu þeir sem búa í nærsveitum Reykjavíkur búizt við að þau vörugæði yrðu nokk- urs metin af þeim hluta bæjar- búa í Rvík og Hafnarfirði, sem geta keypt hvern mjólkurlítra á 44 aura. 1 Reykjavík og Hafnarfirði býr nálega þriðji hver maður á Islandi. En í þessum kaupstöð- um er ekki til neitt kaupfélag. Og svo undarlega vill til, að hin stórfellda lækkun, sem orðið hef- ir á verði kornvöru á heimsmark- aðinum, sýnist hafa lítil áhrif á verðlag í Rvík, og allra sízt á vöruverð brauðgerðarhúsanna. Þetta finna menn vel í Rvík. Og vitundin um hina miklu nauðsyn á verðlækkun matvöru veldur því að nú er mikill hugur í fjölda manna hér í bænum að freista að bæta kjör sín með neytendafélagi og ef til vill með brauðgerðarhúsi.*) Fleiri dæmi verða ekki nefnd hér, þessi að- eins valin til að benda á að menn eru, þar sem dýrtíðin er mest, að búa sig undir hina óhjá- kvæmilegu breytingu, sem leiðir af verðfallinu erlendis og hinni óeðlilegu eyðslu braskstéttanna hér á landi. Um allar þessar ráðstafanir, sem aðallega eru gerðar og verða *) Benda má á það hér, að þeir tveir héraðsskólar, sem Mbl. sér- staklega er í nöp við, Laugar- vatn og Reykholt, rúma til sam- ans um 200 nemendur. Sparnaður nemenda þeirra, borið saman við jafnlanga dvöl í Rvik, er lágt reikn- að 100 þús. kr. árlega. J. J. að spretta upp úr frjálsum sam- tökum, er hið sama að segja, að málsvarar eyðslustéttanna hafa tekið þeim kuldalega, og það er vitanlegt að frá leiðtogum íhalds- ins verður unnið af öllu afli móti öllum tilraunum í þá átt til að minnka dýrtíðina þar sem hún er mest. Þetta er skiljanlegt. Þeir, sem græða og hafa grætt á dýrtíðinni, eru yfirleitt máttar- stoðir íhaldsins, menn eins og Eggert Claessen, Copland, Proppébræður, Stefán Th. Jóns- son og neyzluvöruokrarar í Reykjavík. En meginhlutinn af baráttunni við dýrtíðina og fyrir hinu nýja jafnvægi, verður að gerast á Al- þingi. Þar hafa á undanförnu þingi gerst smáskærur milli út- varða, svo að talað sé á hernaðar- máli. Og verkin tala þar glögg- lega um stefnumuninn. Á síðastliðnum vetri fól for- sætisráðherra Páli Zóphóníassyni að rannsaka húsaleiguna í Rvík. Páll gerði um málið mjög ítarlega skýrslu, sem var úbýtt prentaðri í þinginu. Litlu síðar bar Jörundur Brynjólfsson fram frv. fyrir hönd stjórnarinnar um skyldumat á húsaleigu í Reykja- vík, og var þar byggt á athugun- um P. Z. Skyldi leiga í Reykja- vík samkvæmt því metin eftir fasteignamati húsanna, jafnt af búðum, skriístofum, geymsluhús- um og einstökum herbergjum. Leit út fyrir, að á þennan hátt mætti spara leigjendum í bænum allt að 2 miljónum á ári, án þess að gera á hluta húseigenda. Mál þetta var framborið á vetrarþing- inu rétt fyrir þingrofið. Síðan tók Jörundur það upp á sumarþing- inu og mætti það hinni mestu mótspyrnu frá Magnúsi Jónssyni, Einari Arnórssyni og fleirum af leiðtogum íhaldsins, og dagaði uppi. En það verður án efa tek- ið upp og þarizt um það til þraut- ar á næsta þingi. Ennþá meiri átök urðu þó um frv. þeirra Jónasar Þorbergsson- ar og Steingríms Steinþórssonar um skatt á miklar eignir og tekj- ur til að standast atvinnuleysi kaupstaðanna. Það frv. og nokkur hækkun á áfengistolli, myndi hafa gefið ríkissjóði um hálfa miljón til dýrtíðarráðstafana. Röksemd flutningsmanna var sú, að efnamenn bæjanna hefðu á þá má með því að gefa fóður- bæti, er kostar 1—3 krónur með beit, spara kringum hest af heyi. Þetta eiga menn að gera á hverj- um vetri, hvernig sem beyjast. Það er allrar virðingar vert að vera hættur að beita, eins og víða er í lágsveitum landsins, til þess að geta haldið ánum við, en hitt er réttara, að beíta og gefa fóður- bæti með beitinni, og það, sem sérstaklega á að gera þar sem heyskapur er erfiður. I sumar er víða heyjað í fjalla- flóum. Sina er þar mikil, og sum- staðar svo, að allt hangir saman úr Ijáfarinu, á margra ára göml- um sinuflóka. Þetta hey ézt ekki með lyst, nema að það sé bætt. Fyrir því þarf saman við það fóðurbæti. (Lýsi, síld, síldarmjöl o. fl.). Stundum er fé gefin svo ein- hæf hey að fóðurbætis verður þörf (melhey, eltingarhey), og stundum hrekjast hey svo úr þeim tapast viss næringarefni, sem bæta þarf upp með fóðurbæti. Hrossum geri ég ekki ráð fyrir að verði gefinn fóðurbætir í vet- ur frekar venju. En vitanlega þarf fóðurbætir handa þeim, vanti hey. En það þarf líka handa þeim fóðurbæti undir ýmsum öðrum kringumstæðum. Má í því sambandi benda á það, að þegar mikillar vinnu eða mikils erfiðis er krafizt af hestinum, getur hann ekki fengið alla þá orku, er hann þá þarf, úr tómu heyi. Hann getur ekki étið svo mikið. Bæði af þessu, og því að hestinum undanförnum árum dregið starfs- aflið frá sveitunum í bæina. Þeir hefðu grætt á bæjamynduninni, og nú þegar hungurvofan færist nær dyrum þeirra manna, sem á undanförnum árum hafa staðið undir óhófseyðslu bæjanna, þá væri sanngjarnt, að þeir menn, sem áður hefðu uppskorið af iðju hinna fátæku verkamanna miðl- uðu þeim nú af auði sínum. En hér var eins og að höggva í harða klöpp. Allur íhaldsflokkur- inn beitti sér móti málinu og hót- aði að tefja það eftir föngum og lengja þannig þingið. Málið er geymt en ekki gleymt. Það mun koma fram í aukinni og endurbættri útgáfu á vetrarþing- inu, því að í þessu frv* i * I. er fólg- inn kjarninn í þeirri stefnu, sem Framsóknarflokkurinn hlýtur að fylgja í atvinnuleysinu. Ekkert sýnir betur, hvert aldan stefnir innan Framsóknarflokksins, en það, að flokksþingið í vetur heimtaði djarfari úrræði í skatta- málunum, heldur en komið hafði fram í rannsókn fulltrúa flokks- ins Halldórs Stefánssonar í milli- þinganefndinni. 1 öðru lagi voru það tveir af hinum nýkjörnu fulltrúum, sem báru fram at- vinnubótafrv. Loks báru þrír hinna nýju þingmanna flokksins fram þingsályktun í neðri deild undir þinglokin, um að und- irbúa mál þessi ítarlega fyrir næsta þing. Framkoma þessara manna sýnir hver hugur er í þeim mönnum, sem nú fylkja sér inn í raðir Framsóknarflokks- ins. Það er alveg vitanlegt, að íhaldsmenn munu framvegis eins og hingað til berjast fyrir að halda uppi dýrtíðinni, þó að af henni leiði hallæri af mannavöld- um og eyðilegging atvinnulífsins. Það er hinsvegar vitanlegt, að Framsóknarmenn munu á næstu árum einbeita kröftum sínum að því að lækka dýrtíðarvandræðin, bæði með samvinnusamtökum það, sem þau ná og með pólitísk- um aðgerðum. Samvinnumennirn- ir úti í sveitunum eru nú þegar byrjaðir á sparnaðarviðleitni, sem er óþekkt annarsstaðar hjá öðr- um stéttum. Fulltrúar þeirra hljóta á Alþingi að starfa í sömu átt. Það verður að lækka háu launin, bergmálið af samn- ingnum við Eggert Claessen. Það verður léttara um, á að gefa öll- um hestum sem mikið eru notað- ir, fóðurbæti. Sama gildir um hesta, sem ætl- að er að bæta svo miklu af vöðva- þráðum eða fitu á kroppinn á stuttum tíma, að þeir geta ekki tekið það mikið til sín af heyi, sem sú næring er i, er til þess þarf. Þeir þurfa fóðurbæti. En um þessa hlið fóðurbætis- ' notkunar skal ég ekki tala. En ég bendi á hana sem réttláta og sjálf- sagða undir vissum kringum- stæðum. í ár verður fyrst og fremst keyptur fóðurbætir handa kúm til að spara hey. í öðru lagi handa kúm, sem eiga að mjólka mikið. í þriðja lagi handa sauðfé og þá væntanlega til þess að spara hey, sem illa ætust ella.. Vafalaust verður fóðurbætir af ýmsum keyptur í öðru skyni, en þar sem ég hygg að þetta verði reyni ég að gera grein fyrir hvaða fóðurbæti er bezt að nota eftir verði og gæðum, og hvernig á að gefa hann. V. Til heysparnaðar handa sauð- fé, sérstaklega ef nær til jarðar, er hentugast að nota síldarmjöl. Það kostar nú um 21—23 kr. pr. 100 kg. og er eftir verði á öðrum fóðurbætistegundum ekki dýrara, en þó betra en hann, og því sjálfsagt að kaupa það aðal- lega. Mjög víða var það reynt af foændum í fyrra, og yfirleitt stór Heyskapurinn í sumar og ásetningurínn í haust. IV. Margir eiga að kaupa föður- bæti. Þeir eiga að gera það, sem vantar hey til að viðhalda stofn- inum, en ekki geta náð nægum heyforða til þess með því að drepa kú eða hross af heyjunum, ef þeir þá gera rétt í því. Aðrir eiga að gera það nú eins og æfinlega á hverju hausti og hvernig, sem heyjast. Handa kúm á að kaupa fóður- bæti þegar: 1. Ekki eru til staðar nægileg hey til vetrarforða. 2. Þegar kýrin getur umsett meiri næringarefni í mjólk, en hún getur tekið til sín í tómu heyi. 3. Þegar eitthvert sérstakt nær- ingarefni vantar í heyið, svo kýr- in þessvegna getur ekki myndað af því mjólk frekar en t. d. smið- urinn getur gengið frá smíðis- gripnum, ef hann vantar allan sauminn. Sé að ræða um góða kú, og beri hún að vetrinum, þá þarf hún 2800—3000 kg. af töðu í þessar 35—37 vikur, sem við gefum kún- um. En þetta samsvarar rétt um 4000 kg. af töðu að sumrinu. Hafi bóndinn ekki þetta, þarf hann fóðurbæti og hann þarf 1 kg. fyrir hver tvö, sem hann vantar af töðu. (Niðurl.). Margar kýr mjólka fyrst eftir burðinn meira en svarar til þess fóðurs, er þær fá. Þessar kýr allar taka af holdum sínum, og breyta í mjólk. Að sumrinu og í geldstöðutímanum hafa þær fitn- að, nú leggja þær aftur af. Á þennan hátt mjólka margar góð- ar kýr til muna meira en maður skyldi ætla, eftir fóðrinu, sem þær fá. Um allar þessar kýr er það sameiginlegt, að þær geta mjólk- að meira, og öllum þessum kúm á að gefa fóðurbæti, víðast hvar. Það kunna að vera þær aðstæður, að mjólkuraukinn bæti ekki fóð- urbætinn, en þær eru óvíða, og kanski hvergi, ef kýrnar eru hæfilega margar. Það getur komið fyrir sé t. d. kúnni gefið tómt úthey, eða hafi heyið hrakizt, að ákveðin efni vanti í það, og þarf þá að bæta það upp með fóðurbæti. Af sömu ástæðu getur þurft að gefa bæði hestum og sauðfé fóðurbæti. Þessi ástæða mun ekki vera til staðar í ár, og skal því ekki rætt um hana. Sauðfé á að gefa fóðurbæti þegar: 1. Vöntun er á heyi. 2. Þegar kindin getur fengið fylli sína úti, en í þeirri fylli er svo lítil næring, að hún helst ekki við af fyllinni. Sama á sér stað þö fyllin fáist inni, með gjöf lélegs heys. 3. Þegar heyið er svo ólystugt, að kindin fæst ekki til að éta það, nema með dræmingi og aldrei nóg sér til viðhalds. Kýrnar standa nokkuð svipað í fjósunum um land allt, en það er eitthvað annað með féð. Inni- i stöðutími þess er svo misjafn, að meðan hann er sumstaðar aldrei i undir 20 vikum, þá er hann ann- ! arsstaðar ekki nema 20 tímar. Því verður hver bóndi að leggja niður fyrir sér hvernig þetta sé hjá honum. Hve mikið hey hann sé vanur að þurfa handa kindinni, og hve mikið hann hafi. Og fyrir það, sem hann vantar, þarf hann að fá sér fóðurbæti. Fer þá mjög eftir aðstöðu, hve mikið hann þarf að .ætla af fóðurbæti móti heyinu. Hafi hann létta beit, sem oft næst í, má hann reikna með því að 1 kg. í góðum fóðurbæti geti sparað 10—15 kg. af heyi, eða að hann fyrir útheyshestinn þurfi að fá sér 10 kg. af íóður- bæti (mest). I mörgum sveitum landsins er jörð létt, en oft auð. Sauðfé get- ur þá fengið fylli sína úti, en fær ekki í þeirri fylli nægilega næringu til að haldast við. Þá er íóðurbætir á sínum rétta stað. Dæmi frá síðastliðnum vetri bæði úr Múlasýslum, Skaftafellssýslum, Rangárvallasýslu, Árnessýslu, Hún avatnssýslu, Eyj afj arðarsýslu og Mýrasýslu sýna, að með því að nota fóðurbæti með beit,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.