Tíminn - 05.09.1931, Blaðsíða 1

Tíminn - 05.09.1931, Blaðsíða 1
J2^fa.tet6sía ÍT í nt a n s er í <ucf jargötu 6 a. (Dpin baajeaa-fl. 9—6 Sirití 2353 ©faíbferi og afarci&sluma&ur Cimans et HanitDeta. þorstetnsoótHr, Sajfjargötu 6 a. ÍJeyfjoDÍf. XV. ár. Reykjavík, 5. september 1931. J 59. blaö. Hið nýja jafnyægi. Nýlega hefir hér í blaðinu ver- ið vikið að höfuðeinkennum síð- ustu ára í þjóðlífsstarfi Islend- inga. Umbætur á kjörum almenn- ings hafa einkennt þetta tímabil. Samgöngur á sjó, landi og í lofti hafa fært byggðir og heim- ili saman. Ný og hentugri húsa- gerð fyrir sveitafólk og verka- menn í kauptúnunum heldur en áður þektist, hefir verið byrjuð. Skólar og sjúkrahús hafa tekið ótrúlegum stakkaskiftum. Rækt- unarumbætur hafá orðið stór- felldari en nokkru sinni áður og nýju skipulagi komið á banka Jandsins. Áður var almenn ölvun á götum höfuðstaðarins og á hverju skipi, sem flaut með ströndum fram, þjóðinni til mik- illar hneisu, en á þessu hefir orðið gleðileg umbót. Breyting- arnar á aðstöðu borgaranna til þjóna þjóðfélagsins hefir orðið djúptæk og hvergi sýnilegri held- ur en gegnum þann þýðingar- mikla rétt héraðanna að geta svo að segja valið sér lækni í stað þess að láta klíku ókunnugra og félagslega dvergvaxinna manna senda lækna um byggðir lands- ins eftir öfugu úrvaU. Áður gat gjaldheimtumaður ríkissjóðs set- ið 10 ár í friði, myndað sjóðþurð í næði, eða geyrnt dánarbú óskift og komist upp í 8000 kr. tekjur af vöxtum af geymslufé einnar ekkju. Nú eru borgararnir hvar sem er á landinu, varðir fyrir misfellum af þessu tagi með ár- legri endurskoðun og stöðugu að- haldi'. Fyrir fjórum árum var þjóðin orðin leið á íhaldi og bað um framfarir. Og góðærið og vilji Alþingis hjálpuðust að til þess að farið yrði að þeim óskum. En það var öllum vitanlegt að hlé myndi verða á þeirri framfara- bylgju. Þjóðin hafði erft fleira frá íhaldinu heldur en kyrstöðu í lífskjörum borgaranna. Önnur meinsemd, sýnu verri en kyr- staðan, þjáði hið íslenzka þjóðfé- lag. Og það var vitanlegt hverj- um sæmilega skynsömum manni, að sú meinsemd myndi von bráð- ar gera vart við sig á eftirminni- iegan hátt. Þessi meinsemd var hin óeðlilega dýrtíð í landinu, sem gróðabrallarar og fjárplógs- menn höfðu skapað og haldið við síðan á stríðsárunum. Verðlagið í landinu var sjúkt og óeðlilegt og dýrtíðin í Reykjavík, Vest- mannaeyjum, Hafnarfirði og Siglufirði olli þar mestu um. I skjóli þessarar dýrtíðar skapað- ist iðjulítil eyðslustétt. I Reykja- vík var byggður á fáeinum ár- um tiltölulega mikill fjöldi af íbúðum, sem kostuðu 50—150 þús. kr. fyrir hverja fjölskyldu, en á sama tíma fjölgaði þeim þó margfalt, sem fluttu inn í kjallaraíbúðir og hanabjálkaloft. Frá því á stríðsárum og þar tii nú eru ekki -fáar fjölskyldur sem eyða 25—50 þús. kr. á ári. Og í skjóli þeirrar eyðslu sem þessi heimili leyfðu sér, kom svo mikill fjöldi af einhleypu fólki sem eyddi hverjum eyri er það vann fyrir á kaffihúsum, við drykkju, knattborð, í kvikmyndahúsum eða skrautfatnað. Dl danska er auðlærð, segir máltækið, og svo fór hér. Sú fyrirmynd, sem braskstéttin gaf um óhófseyðslu, gereyðilagði fjölmennar stéttir efnalítils fólks að því er snertir ráðdeild og sparsemi í daglegu lífi. Ihaldsblöð og íhaldsmenn á- fella Framsóknarmenn fyrir að verja hinum sameiginlegu tekj- um þjóðarinnar í almennar, varanlegar umbætur, sem verða allri þjóðinni til gagns og sóma. — En þeir gleyma því að önnur og miklu stórfelldari eyðsla hefir orðið fyrir forgöngu manna úr þeirra hópi. Það er ó- hófið í húsabyggingum, og dag- legum venjum. Þar er um að ræða eyðslu sem Tiefir nálega enga gagnlega þýðingu fyrir líf þjóðarinnar, hvorki í bráð eða lengd. Þvert á móti hefir sú eyðsla skapað dýrtíð þá sem nú þjakar þjóðinni og er mesta vandamál næstu ára. Á síðustu 15 árunum hefir verið að skapast óstöðugt og ó- eðlilegt jafnvægi í fjármálalífi Islendinga. Lóðin undir eitt hús við Austurvöll kostar 150 þús. kr. En eitt af dýrustu höfuð- bólum landsins, Laxamýri, mun hafa þótt dýrt metin á a/5 þeirrar fjárhæðar. Jón Magnús- son gerði starfssamning við einn mann til 10 ára með 40 þús. kr. árslaunum. I kjölfar þess hækk- uðu laun sambærilegra starfs- manna úr 6000 kr. upp í 25 þús. kr. Litlu síðar, þegar eitthvað var farið að spara, komust sömu launaflokkar niður í 19 þús. kr. Skipstjórar á togurum fengu tekjur af „bruttó" afla skipanna og komust einstaka sinnum upp í 50—60 þús. kr. Vinsæll prakti- serandi læknir í Reykjavík getur fengið allt að 50—60 þús. kr. í árstekjur af sjúkum mönnum, og menn í slíkum hóp setja stutt viðtal á 10 kr. Og eins og áður er sagt, lifðu margir af mestu vanskilamönnum bankanna á þann hátt, að árleg útgjöld þeirra við heimilishaldið kostaði þá 20—50 þús. kr. Þegar íbúðarhús- ið kostar 150—225 þús. kr., þá þarf miklar tekjur til að búa í slíkri höll þannig að samræmi verði í útgjöldunum. Og í því finnst eyðsluklónum að þær þurfa að gæta göfgi stéttarinnar. I skjóli þessarar stóreyðslu kom nýtt mat á hlutina. Lóðir og hús í helztu kaupstöðunum stórhækkuðu í verði. Um mörg ár hafa sum gömul timburhús í Rvík borgað stofnverð sitt ár- lega með húsaleigu. Eitt herbergi 'í Rvík kostaði um árið álíka mik- ið og lagleg jörð í sveit fyrir stríðið. Unglingur úr sveit sem dvaldi til náms í Reykjavík vetr- arlangt gat ekki komizt af með minna en 1000—1200 kr. þó að ítrustu sparsemi væri gætt, og öll önnur eyðsla fór eftir því. Dýrtíðin breiddist út um allt landið. Hið nýja verðlag varð drotnanda alstaðar, en gróf um leið grundvöllinn undan heil- brigðu atvinnulífi. Ókunnugir menn kynnu að spyrja: Hvernig hefir stóreyðslu þessari verið haldið uppi í 15 ár? Því er fljótsvarað. Með lánum, með bankatöpum. Bankarnir hafa samkvæmt framtali tapað a. m. k. 33 miljónum á þessu tímabili. Það er höfuðstóU sá, sem staðið hefir undir stóreyðslunni og hin- um nýju siðum, sem myndast hafa í landinu. En atvinnulífið segir sína sögu um áhrif dýr- tíðarinnar. Langflest útgerðar- fyrirtæki landsins hafa verið rek- in með tapi undanfarið. Og bænd- ur þekkja sína erfiðleika. Þar hefir tap þeirra sem höfðu til muna af aðkeyptum vinnukrafti verið stöðugt og ófrávíkjanlegt. Einyrkjar og þeir sem hafa get- að notað hina nýju vélamenn- ingu síðustu ára hafa komizt bezt af. Nú fyrir tveim árum varð mik- il breyting í hinum stóru löndum heimsins. Ein þjóð, Rússar, hafðí komið atvinnuháttum sínum í það horf, að hún gat selt marg- ar framleiðsluvörur sínar með óvenjulega lágu verði. í annan stað hafði framleiðsla, einkum kornvara, orðið svo mikil, sökum síbatnandi starfstækja, að upp- skera korns og hveitis varð miklu meiri en sem svaraði eyðsluþörfinni. Heilar þjóðir, eins og Kanadamenn, lágu með fram- leiðslu hálfs annars árs lítið selda í fyrrahaust, og síðan hefir ástandið þar versnað en ekki batnað. Danir sem bjuggu að hinum bezta markaði í heimi með smjör, egg og flesk, hafa sætt litlu betri örlögum. Heimskreppan spennti greipar um öll menningarlönd. Hún náði fljótlega til Islands. Og hér hlutu afleiðingarnar að koma því greinilegar í ljós, þar sem verð- grundvöllurinn í landinu var í mesta máta óeðlilegur eins og áður er sagt. Sérstök breyting úti í löndum, byltingin á Spáni, jók stórum á vandræðin, að því er snerti sölu á stærstu fram- framleiðsluvöru Islendinga, salt- fiskinum. Nú er svo komið, að sáralítið hefir selst af framleiðsluvörum landsins frá yfirstandanda ári, og það er vitað, að þær muni allar seljast dræmt og með miklu lægra verði en fyr. En eyðslan hefir haldið áfram líkt og fyr, a. m. k. framan af árinu. En með hverjum degi, sem líður, er þjóð- inni að verða það ljóst, að mikill vandi stehdur fyrir dyrum. Menn tala um hallæri og atvinnuleysi. Þetta er rétt, en ekki nema að nokkru leyti. Náttúran hefir ekki kippt að sér höndinni. Sjaldan hafa gæði sjávarins eða landsins verið auðfengnari en nú í sumar. Landið er fullt af matvælum. Og þó óttast menn hallæri. Hvað veldur því? Það sem þjakar íslenzku þjóð- ina er gömul synd. Verðlagið á mörgum nauðsynlegum hlutum er allt of hátt. Það er "miðað við ástand, sem ekki er til.Vandamál- ið framundan er að skapa nýtt jafnvægi í verðlagningu. En það er ekki sársaukalaust. Allir þeir isem hafa hagsmuni af hinu gamla, sjúka verðlagi, halda að þeir bíði tjón við breytinguna meðan hún er að komast á. Og þó er breytingin bæði nauðsynleg og óhjákvæmileg. 1 stað þess að framfaramenn þjóðarinnar beittu orku sinni til að skapa almennar framfarir í landinu, þá er verkefnið nú þetta eitt: Að skapa hið nýja fjármála- jafnvægi í landinu og afstýra mannlegum þjáningum meSan breytingin er að gerast. Annars Utan úr heimi. Ráðuneytisbreytingin í Englandi. Sá atburður, sem mesta athygli vakti í heiminum síðastliðinn mánuð, var stjórnarbreytingin í Englandi. Jafnaðarmenn hafa far- ið þar með völd undanfarin ár undir forustu Mac Donalds, en með stuðningi Frjálslyndaflokks- ins, því að jafnaðarmenn höfðu ekki meirahluta í þinginu. Frjáls- lyndi flokkurinn átti þó enga fulltrúa í stjórninni eins og t. d. radikali flokkurinn í Danmörku, sem á þrjá fulltrúa í ráðuneyti Staunings. Stuðningur Frjáls- lynda flokksins við jafnaðar- mannastjórnina ensku hefir verið næsta hvikull, og oftar en einu sinni hefir meiri eða minni hluti Frjálslynda flokksins greitt at- kvæði gegn mikilsverðum málum, sem stjórnin bar fram, svo að við hefir legið, að það yrði henni að falli, Þau tíðindi, sem nú hafa gjörzt, eru á þá leið, að Mac Donald hef- ir beiðst lausnar fyrir ráðuneyti sitt, sem var hrein jafnaðar- manna flokksstjórn, en jafnframt gjörzt forsætisráðherra í nýju ráðuneyti, sem skipað er fulltrú- um frá þrem aðalflokkunum: Jafnaðarmönnum, Ihaldsmönnum og Frjálslynda flokknum. Meðal nýju ráðherranna eru Stanley Baldwin foringi Ihaldsflokksins og Sir Herbert Samúel, sem nú er leiðtogi Frjálslynda flokksins í veikindaforföllum Lloyd George. Svo fátíður atburður, sem hér hefir átt sér stað, að harðand- stæðir stjórnmálaflokkar gangi saman til ráðuneytismyndunar, getur vitanlega ekki átt sér stað nema óvenjulegt tilefni sé fyrir hendi. Það, sem nú hefir knúið ensku stjórnmálaflokkana til sam- vinnu um stundarsakir, er hið al- varlega ástand í fjármálum lands- ins, þar á meðal það, að á f jár- lögum næsta árs var fyrirsjáan- legur tekjuhalh, um, 120 miljónir sterlingspunda. Fjármálamenn töldu, að gengi enskra peninga væri í mikilli hættu, ef eigi fynd- ust ráð til að jafna þennan mikla tekjuhalla. Um það virðast allir stjórn- málaflokkar sammála, að einhver ráð yrði að finna til þess að koma í veg fyrir tekjuhallann: Auka tekjurnar, draga úr útgjöldunum eða hvorttveggja. En ágreining- urinn um leiðirnar virðist hafa verið of mikill — jafnvel innan flokkanna sjálfra — til þess, að nokkur einn flokkur eða tveir sameinaðir, teldu sig þess megn- uga að bera ábyrgðina á því, sem gjört yrði. Leiðin, sem í ráði hefir ver- ið að fara til að auka tekjurnar, er einkum sú, að leggja toll á innfluttar vörur. Er sá tollur þá jafnframt hugsaður sem verndar- ,tollur fyrir brezkan iðnað. Sú sparnaðarráðstöfun, sem helzt hefir komið til mála, er niður- færsla atvinnuleysisstyrkjanna. Nefnd sú, er hafði fjárhaginn til rannsóknar, lagði til að jafna þannig rúmlega helming tekju,- hallans. Ennfremur lagði hún til að draga úr framlögum til al- þýðufræðslu og til vega. Þó að þær tillögur hefðu verið fram- kvæmdar vantaði samt 25 miljón- ir punda til að jafna tekjuhallann, og það fé hefði þá orðið að fá inn með sköttum. Aðstaða þjóðarinnar til áður- nefndra tillagna var í aðaldrátt- unum þessi: íhaldsmenn voru á móti því, að skattar væru auknír til muna, en þó hlynntir tollum. Hinsvegar vildu þeir draga úr at- vinnuleysisstyrkjunum að miklum mun. Frjálslyndi flokkurinn er andvígur toUalöggjöf. Verka- mannafélögin, sem eru megin- styrkur jafnaðarmannaflokksins, mótmæltu harðlega niðurfærslu atvinnuleysisstyrkjanna. En þó að undarlegt sé, eru enskir verka- menn nú ekki andstæðir tollalög- gjöf, og stafar það af því, að þeir búast við, að tollar á erlendum vörum muni draga úr innflutningi þeirra vara, sem keppa við lands- ins eig|n framleiðslu, og muni á þann hátt eitthvað rætast úr at- vinnuleysinu. Innan sjálfrar verkamannastjórnarinnar var ekki fullt samkomulag í tollamálinu. Snowden, fjármálaráðherrann, er eindreginn andstæðingur tollanna. Hinsvegar er nýlendumálaráð- herrann, Thomas, mjög hlynntur verndartollum. Rétt áður en jafnaðarmanna- stjórnin baðst lausnar, hafði hún birt í aðaldráttum fyrirætlanir sínar í fjármálunum. Þar var gjört ráð fyrir, að fara nokkurn- veginn bil beggja: Jafna helm- inginn af tekjuhallanum með sparnaði, hinn helminginn með nýrri tekjuöflun. En þær ráða- gerðir fengu eigi byr, hvorki hjá andstæðingununi eða i stjórnar- flokknum sjálfum. Eina úræðið, sem þá þótti fært, er nú leiðin/ sem farin hefir verið, að láta fjármálamenn úr öllum flokkum leysa máhð méð samkomulagi og bera sameiginlega ábyrgðina. Því var af ýmsum spáð, að það myndi ekki verða Mac Donald, sem myndaði hið nýja samsteypu- ráðuneyti, heldur fjármálaráð- herrann, Snowden. Snowden nýt- ur almennrar viðurkenningar í landinu sem fjármálamaður, hjá andstæðingum sem samherjum. Mesta frægð vann hann sér á fundi þeim um skaðabótamálið, sem haldinn var í Haag sumarið 1929. Hélt Snowden þar fast á kröfum Englendinga gegn Frökk- um og þótti þar hafa borið fullan sigur af hólmi. Mac Donald og aðrir jafnaðar- mannaráðherrar, sem tekið hafa sæti í samsteypustjórninni, hafa sætt mjög hörðum árásum úr sínum eigin flokki fyrir aðgerðir sínar. Thomas nýlendumálaráð- Frh. é 4. síöu. veður þorskur og síld uppi við strendur landsins en enginn veiðir, af því það borgar sig ekki að veiða þorsk og síld, og jarðir með fögrum túnum og góðum engjum standa ónotaðar, af því það borgar sig ekki að framleiða í sveit. Auðvitað kem- ur ekki tU þess. Þjóðin lætur sig ekki verða hungurmorða innan um nægtir náttúrunnar. Hún lag- ar sig eftir breyttum kringum- stæðum og þá er vandinn leyst- ur. Kaupfélagsmenn víða um land hafa riðið á vaðið. Leiðandi menn í þeim hóp hafa gengizt fyrir sparnaði í almennri eyðslu, og

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.