Tíminn - 12.09.1931, Blaðsíða 2

Tíminn - 12.09.1931, Blaðsíða 2
202 TlMINN Eg bið góðan guð að blessa alla þá, sem si/ndu mér sóma og Jcœrleika á nirœðisafmœli mínu. Elín G. Blöndal Stafholtsey sinna út af því góða verki, sein hér hefði verið unnið. — Hins- vegar eru íhaldsblöðin í Rvík af og til að minna á sína eigin heimsku, með gremj uþrungnum fáryrðum út af velgengni skól- ans. Kátlegt dæmi um slíkar um- þenkingar er grein, sem birtist í Vísi á dögunum, þar sem Laug- arvatni er helzt fundið það til foráttu, að maður nokkur hafi sézt þar með gleraugu í sund- lauginni! Aukaatriði er það í málinu, og má þó vel nefna, að allar líkur benda til, að gler- augnamaður sá, sem hér er átt við, hafi verið Valtýr Stefánsson ritstjóri Morgunblaðsins, sem staddur var á Laugarvatni ein- mitt um það leyti, sem atburður þessi á að hafa átt sér stað. En Valtýr ber, eins og kunnugir vita, allra manna fyrirferðarmest gleraugu. En með því að engar líkur eru til þess, að Valtýr kunni sundtökin fremur en aðrar gagnlegar menntir, hefir þess verið getið til, að ritstjóri Mbl. muni hafa dottið í laugina en tíðindamaður Vísis verið vottur að slysinu. Er það þá ekki í fyrsta sinn, sem „þarfasti þjónn- inn“ verður fyrir olnbogaskoti á sínu eigin heimili. Ábyrgðarleysi Jóns Baldvinssonar Mig furðar á því, að blöðin skuli ekki hafa áfellt flokksfor- ingja socialista, Jón Baldvinsson, fyrir ábyrgðarleysi við afgreiðslu fjármálanna á þingi. Jón er svo sem kunnugt er formaður verk*- mannaflokksins og einn af banka- stjórum þess banka, sem á að lyfta sjávarútveginum. En þrátt fyrir þetta greiðir Jón atkvæði móti fjárlögunum og móti fram- lenging verðtollsins, sem undir núverandi kringumstæðum var óhjákvæmilegur. Að fella fjárlög og nauðsynleg og gömul tekju- aukalög mitt í harðri kreppu var sama og reyna að vinna í sömu átt og kommúnistar, þ. e. með ábyrgðarlausu brölti, sem ein- göngu miðar að því að skapa óró og vandræði í atvinnulífinu. Menn hafa hingað til álitið Jón Baldvinsson ósnortinn a,f byltingarfárinu. En fyrir Jón Baldvinsson og flokksmenn hans verðist erfið- leiki yfirstandandi tíma í at- vinnulífinu vera þess eðlis að þeir hafi eitthvað skynsamlegra að gera fyrir verkalýð landsins held- ur en að koma fram eins og spor- göngumenn kommúnista. Bóndi. Er reglusemi hættuleg? Svo . sem kunnugt er hefir Kjartan ólafsson augnlæknir ver- ið ærið kvikull við lækningastörf hér í bænum og út á landi engu síður, til lítillar ánægju fyrir ýmsa sjúklinga er til hans hafa leitað. Var þetta ástæða til að heilbrigðisstjórnin lýsti yfir í haust sem leið, að hún sæi sér ekki fært að borga fyrir kennslu hans við háskólann. Skrifaði Kjartan þá grein um J. J. í Mbl., sem var svo vitlaus, að flestum mönnum var ljóst, að það væri skrítinn háskóli, sem sældist eft- ir slíkum starfsmanni. Ekki vildi Guðm. Hannesson þó sleppa hendi af þessum „mæta“ rithöfundi og taldi Kjartan vinna ókeypis við háskólann. Nú á þingi í vetur reyndu íhaldsmenn að útvega bæði Kjartani og Helga Tómas- syni sérstakan styrk við háskól- ann. 1 neðri deild voru íhalds- menn svo vanmegnugir að þeir sýndu ekki tillögumar nema í fjárveitinganefnd. En í efri deild kom Bjarni Snæbjörnsson með tillögur um fjárstyrk til þessara líflækna íhaldsins. Það var við aðra umræðu. En er til kom tók Bjami tillöguna aftur í það sinn, þótti ekki blása byrlega um að fá deildarmenn til að veita Helga og Kjartani fé upp á nöfn þeirra. Við S. umræðu kom Bjarni með tillögurnar „grímuklæddar" og þótti það vel við eiga. Vom það nú 2000 kr. til aukakennslu við háskólann eftir ráðstöfun lækna- deildar. J. J. kom með breytingar- tillögu við tillögu Bjama, þannig að 1000 kr. skyldu ganga til kennslu í augnlækningum við há- skólann eftir tillögum læknadeild- ar. Þó var styrkveitingin bundin því skilyrði, að læknadeild veldi mann, sem kunnur væri að „reglusemi og skyldurækni við læknisstörf“. Bjarni læknir talaði móti þessu og þótti athugasemdin óþörf. Og er til atkvæða kom greiddu íhaldsmenn í efri deild atkv. móti tillögunni, nema Guð- rún Lárusdóttir. Auk þess fylgdi Jón í Stóradal Bjarna lækni að þessu sinni. Till. J. J. var þó sam- þykkt og varð íhaldið þá eins og illur andi hefði í það farið. Eink- um voru þeir Pétur Magnússon og Jakob Möller æfir. Sást þá ekki á J. M., að hann væri nú orðinn einn af forkólfum good- templara liér í bænum. Og furðu- legt þótti um Pétur Magnússon, að hann skyldi kunna svo illa þeirri kröfu að reglusemi og skyldurækni væri tryggð í þessu starfi. Nú er eftir að vita hvort háskólanum verður ofraun að finna reglusaman og skylduræk- inn starfsmann. X. Steinsen tekur andvörpin. Halldór Steinsen er eins og kunnugt er, einn af þeim þing- mönnum íhaldsflokksins, sem lík- legastir eru til að falla við næstu kosningar. Mjakaðist hann inn í þingið sl. vor með aðeins 17 atkv. meirahluta og hafði til þess stuðning nokkurra jafnaðar- manna í Stykkishólmi, sem frem- ur kusu að bregðast foringja sín- um, Jóni Baldvinssyni, en að láta l'rambj óðanda Framsóknarflokks- ins komast að. Steinsen er sér þess vel meðvitandi, að hans pólitíska andlát nálgast. Bendir ýmislegt í þá átt. Því hafa menn einkum veitt athygli, að Steinsen, sem allt fram á síðustu tíma hefir verið allra manna fálátast- ur um samgöngubætur í kjör- dæmi sínu, rauk á þinginu í sum- ar upp til handa og fóta með hverja tillöguna af annari um fjárframlög til vega á Snæfells- nesi. Er næsta undarlegt, að Steinsen skuli sjá þessa vegaþörf fyrst nú, og það helzt á tíma, þegar hart er í ári og með erfið- ara móti um fjárframlög. En sýnilega er þessi langt leiddi í- haldsþingmaður nú aðeins að taka andvörpin, áður en hann kveður hina pólitísku veröld. Er sjálfsagt að láta í ljós fulla sam- úð með því ástandi. Þegar „verkin tala“ á móti íhaldinu. Það er á orði kunnugra manna, að Jón Þorláksson hafi einu sinni á æfinni sagt setningu, sem nálgaðist það að vera skáldleg, og það var þegar hann í ræðu fyrir nokkrum árum komst svo að orði, að „verkin ættu að tala“ um hæfileika stjórnmálamanna til að ráða málefnum þjóðarinn- ar. Þegar þetta gjörðist var Jón í landsstjórninni og íhaldsflokk- urinn í meirahlutaaðstöðu og samherjum Jóns þótti að vissum orsökum ekki ástæða til að halda setningunni á lofti. Eftir kosning- arnar 1927, þegar komin var önn- ur ríkisstjórn og annar þing- meirihluti, vakti það sem gjörðist i landinu næstu árin ýmsa menn til umhugsunar um þessi ó- vanalegu orð Jóns Þorlákssonar. 'Ritstjórar Morgunblaðsins, sem einu sinni héldu að Franklín hefði verið forseti Banda- ríkjanna, vissu auðvitað ekki, að setningin var höfð eftir Jóni Þorlákssyni, og íhaldið hef- ir því vegna sögulegrar vanþekk- ingar gjört allt sem það hefir getað til að óvirða og eyðileggja það eina andlega verðmæti, sem J. Þ. hefir auðnast að framleiða. Gæfa Jóns er, að hafa hugsað eina hugsun, sem ekki mun gleymast. ógæfa hans, að „verk- in töluðu“ á móti íhaldinu! Hvar eru sjóðirnir? Jakob Möller og sálufélögum hans við Mbl. gengur erfiðlega leitin að „sjóðunum“, sem bæjar- stjórnin i Reykjavík safnaði í góðærinu. Hér í blaðinu hefir verið bent á það, að svo framar- lega, sem hægt væri að ætlast til þess, með sanngirni, að ríkis- stjómin hefði safnað pen- ingum á undanförnum árum, þá hlyti að vera hægt að sýna fram á, að annarsstaðar hefði slík „sjóðsöfnun“ verið framkvæmd. Bent var á tvö dæmi þess, að þetta myndi ekki hafa átt sér stað, annað erlent og hitt inn- lent: Brezka stórveldið, sem nú, þegar kreppan er komin, verður að leggja á þjóðina nýja skatta og draga úr lögboðnum gjöldum, af því að tekjurnar hafa rýrnað og engir sjóðir eru fyrir hendi og hinsvegar bæjarstjórn Reykja- víkur, þar sem íhaldið er allsráð- anda, en nú getur ekki staðið við sína eigin fjárhagsáætlun. Jakob Möller hefir nú orðið að játa það, að flokksmenn hans í bæjar- stjórn hafi engum „sjóðum“ safnað, og hann hefir heldur ekki getað mótmælt því, að meg- inhlutinn af framkvæmdum bæj- arins hafi verið unninn fyrir lán í góðærinu. Sömuleiðis hefir hann orðið að viðurkenna, að út- svör bæjarbúa hafi hækkað stór- lega ár frá ári, og að bæjar- stjórnin hefir jafnvel orðið að fá leyfi til að jafna niður hærri útsvörum en heimilt er, að venj- um. Hversvegna hefir íhaldið ekki lagt þessa aukning útsvar- anna í „sjóði“ úr því, að fram- kvæmdirnar voru unnar fyrir lánsfé? Hefir bæjarstjórn Rvík- ur misnotað fé bæjarins? Eða er allt tal Jakobs Möllers og Mbl. um „sjóðsöfnun í góðærinu“ vís- vitandi blekking? Hvort var betra? Magnús Guðmundsson borgaði Kúlu-Andersen 60 þúsundir fyrir að taka „óskapa lánið“ og veð- setja íslenzka ríkissjóðinn árið 1921. Mbl. liefir reiknað út, að Tryggvi Þórhallsson hafi varið 60 þúsundum (sem raunar er ósatt) til að láta prenta handa almenn- ingi greinargjörð, sem sýnir, að á árunum 1927— 30 hafi íslenzka ríkissjóðnum verið varið til að bæta lífskjör þeirra, sem ríkis- sjóðinn eiga. Út af þessu vill í- haldið setja landsdóm, þar sem Tr. Þ. sé sakborningur en M. G. dómari. Sama réttarfarið og i Hnífsdal, þar sem íhaldið skildi við atkvæðafalsarana í trúnaðar- stöðum en ákærendurnir sátu í steininum! Austurstræti hrópar á „sjóðina“! Sigurður Guðmundsson húsa- meistari ritaði um það fyrir nokkru síðan, að útliti miðbæjar- ins myndi verða stórspillt um ó- fyrirsjáanlegan tíma, ef haldið væri áfram byggingum, sem nú eru byrjaðar skammt frá vestur- enda Austurstrætis, sem er aðal- gata bæjarins. Vildi hann, að rifn ir yrðu á næstu árum nokkrir húskumbaldar, og gatan lengd á þann hátt, að hægt væri að gefa þeim hluta bæjarins, þar sem mest er umferðin, allt annan svip og fegurri. Allir bæjarbúar, sem skyn bera á slíka hluti og meta útlit bæjarins og skipulag að ein- hverju, eru með þessari breyt- ingu.. Jafnvel sumt af íhaldinu í bæjarstjórninni virðist hafa haft óljóst hugboð um, að hér þyrfti að hefjast handa. En hver eru svo úrslitin? Bæjarstjómin getur ekk ert aðhafst í málinu, af því að hún hefir ekkert fé fyrir hendi til að kaupa lóðaspildu þá og hús sem bærinn þarf að hafa um- ráð yfir til að geta ráðið skipu- lagsbreytingu þeirri, sem hér er um að ræða. Afleiðingin virðist ætla að verða sú, að nú í sumar verði reist rambyggilegt steinhús þar sem gatan átti að koma og verði bærinn að kaupa það til niðurrifs svo framarlega sem þessi sjálfsagða og bráðnauðsyn- lega umbót á ekki að vera útilok- uð um aldur og æfi. Það hefði óneitanlega komið í góðar þarfir í þessu tilfelli ef íhaldsmeirihlut- inn í bæjarstjórn hefði nú átt einhverja peninga óeydda í „góð- ærissjóði“. Lögmál þagnarinnar. Geðvonzka íhaldsblaðanna út af skýrslum stjórnarinnar um fram- kvæmdir ríkisins er í mesta máta lærdómsrík. Af hverju má þjóðin ekki fá að vita um, hvað gjört hefir verið fyrir það fé, sem er sameiginleg eign hennar? Var betra að láta vélarnar í prent- smiðju ríkisins standa aðgjörðar- lausar þær stundirnar, sem fóru í það að prenta yfirlit handa þjóð inni um þau verðmæti, sem fá- lagsstarf borgaranna hefir borið? Er ástæða til að sjá ofsjónum yf- ir því, þó að fólkinu út um hinar dreifðu byggðir landsins hafi ver- ið gefinn kostur á, að fá þessar skýrslur fluttar heim til sín með póstum ríkisins, án raúnverulegs útgjaldaauka fyrir ríkissjóð?Nei, það er ekki þess vegna, sem íhald inu er illa við bókina. Ihaldið vildi fá að vera í friði með að telja þjóðinni trú um, að eytt hefði verið 15 miljónum fram yf- ir heimildir þingsins og að stjórn in hefði „stolið“ þessum 15 milj. Smásálirnar í þjóðfélaginu eru samar við sig. Þegar íhaldið fer með völd í landinu, vilja þær láta þegja um það, sem illa er gjört. Og þegar umbótamenn fara með stjórn, vilja þær láta þegja um það, sem vel er gjört. Það er hið pólitíska lögmál þagnarinnar í íhaldsflokknum. Mbl. og Flygenringsfiskurinn. I Mbl. hefir því verið haldið fram fyrir nokkru síðan, að um það leyti sem fisksvikamálið í Haínarfirði varð uppvíst sl. vet- ur, hafi einhverjir menn, sem nærri stóðu Þórði Flygenring, boðist til að greiða að fullu skuld hans við bankana, ef málsókn yrði látin niður falla. Engum kemur það á óvart, þó að Mbl. sé enn þeirrar skoðunar, að brot- legum mönnum eigi að hlífa við að taka afleiðingum verka sinna, ef aðstandendur þeirra geti borg- að fyrir þá, en fátækt fólk að fara í steininn fyrir sömu verk. En sjálfsagt er að skýra frá því, að Mbl. fer með algjörlega ósatt mál viðvíkjanda greiðslufram- boðum upp í skuld Þ. F. Eftir á- reiðanlegum heimildum, sem Tíminn hefir aflað sér hafði Þ. F. veðsett Landsbankanum fisk fyrir skuld að upphæð 241 þús. kr. og Útvegsbankanum fyrir 120 þús., en fiskveð þetta var eins og kunnugt er, ekki fyrir hendi, þegar til átti að taka. Eru þá ótaldar aðrar skuldir Þ. F. við Útvegsbankann, sem tapast hafa og nema a. m. k. 250 þús. kr. Reynt var að svæfa málið með því að fá bankana til að sætta sig við einhverskonar greiðslu á veðskuldunum. Upp í skúld Landsbankans kr. 241,000 átti að láta fiskstöð í Hafnar- firði, sem óvíst er, hversu mikils virði er, og einhverja greiðslu Fréttir Jónas Jónsson dómsmálaráðheri’a lagði af stað héðan á miðvikudags- kvöld, áleiðis til útlanda, á fund lögjafnaðarnefndar, sem haldinn er í Khöfn að þessu sinni. Kaupfélag í Reykjavik. Undirbún- ingur til kaupfélagsstofnunar í Rvík er hafinn fyrir nokkru. Á fundi, sem lialdinn var í Kaupþingssalnum 7. þ. m. var kosin nefnd til að semja uppkast að lögum félagsins og boða til stofnfundar svo fljótt, sem nauð- synlegum undirhúningi væri lokið. í nefndina voru kjörnir: Hermann Jón- asson lögreglustjóri, Jón Ámason framkvæmdastjóri, Hannes Jónsson dýralæknir, Pálmi Hannesson rektor, Eysteinn Jónsson skattstjóri, Helgi Bergs forstjóri og Theodór Líndal lögfræðingur. Á fundinum mættu um 200 manns. Kaupfélag Eyíirðinga hefir haft hér í bænum undanfarna viku sýn- ingu á ostum og smjöri frá mjólk- ursamlagi sínu. Hljóta þessar vörur almanna lof og hefir aðsókn verið mikil að sýningunni. Er yfir mjólk- urvinnslu K. E. sami myndarhragur- inn og öðrum fyrirtækjum þessa glæsilega samvinnufélags. — Verðiö á vörunum mun lægra en hér tíðk- ast í búðum. Eru nú síðustu forvöð fyrir bæjarbúa að gjöra þarna góð innkaup þvi sýningin hættir að lík- indum í kvöld. Látinn er á Seyðisfirði Árni Krist- jánsson símritari. Bar dauða hans óvænt að og snögglega, en bana- meinið var heilablóðfall. Ámi heit- inn var maður á bezta skeiði, vel gefinn og ritfær prýðilega. þegar Framsóknarmenn stofnuðu blaðið Austra sl. vétur, tók Árni við rit- stjórn þess og annaðist hana síðan. Er stórt skarð fyrir skyldi austur þar, við fráfall hans, í hópi vina og samherja. — Hann lætur eftir sig konu og eitt barn. Björgvin Guðmundsson tónskáld frá Vesturheimi kom ásamt fjöl- skyldu sinni, til Reykjavíkur 9. þ. m. Hann er ráðinn söngkennari við menntaskólann á Akureyri. Gestir í bænum: Snorri Sigfússon skólastjóri á Akureyri, Stefán Jóns- son skólastjóri í Stykkishólmi, Jó- hann Magnússon hreppstjóri á Hamri, þorsteinn M. Jónsson bók- sali á Akureyri, Jón Steingrímsson sýslumaður í Stykkishólmi. Landlæknisembættið hefir verið auglýst laust til umsóknar og verð- ur veitt frá 1. okt. n. k. Eins og kunnugt er hefir Guðmundur Björn- son eigi getað stundað embætti nú um undanfarinn tíma vegna heilsu- bilunar, en er þó á fótum og sæmi- lega hress, þó eigi geti hann gegnt embættisstörfum. — Landssíma- stjóraembættið hefir sömuleiðis ver- ið auglýst til umsóknar. Atvinnubætur. Samkvæmt fjárlög- um frá þinginu í sumar er ríkis- stjórninni heimilt að taka að láni 300 þús. kr. og verja „til þess að veita aðstoð sveitar- og bæjai'félög- um um atvinnubætur, gegn tvöföldu framlagi hlutaðeiganda sveitar- og bæjarfélags". I atvinnunefnd hafa nú samkv. lögunum verið skipaðir: Sigurjón Ólafsson formaður Sjó- mannafél. Rvíkur (útnefndur af Al- þýðusambandi íslands), Maggi Júl. Magnús læknir (útnefndur af bæjar- stjórn Reykjavíkur) og Sigurður Sig- urðsson búnaðaimálastjóri, sem jafn- framt er skipaður foimaður nefnd- arinnar. Atvinnunefnd veitir við- töku umsóknum um atvinnubóta- styrk og gjörir tillögur um hversu og til hvaða verka honum skuli út- hlutað, eftir nánari fyrirmælum lag- anna, en atvinnumálaráðuneytið úr- skurðar um styrkveitingar, að að auki. Útvegsbankanum var aldrei gert neitt ákveðið tilboð, en eitthvert umtal var um ca. 30 þús. króna greiðslu upp í 120 þús., sem Þ. F. skuldaði bankan- um gegn fiskveðinu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.