Tíminn - 12.09.1931, Blaðsíða 3

Tíminn - 12.09.1931, Blaðsíða 3
TÍMINN 208 fengnum tillögum nefndarinnar. Verði fé eigi nægilegt til að veita vinnu öllum þeim, sem eigi hafa, ganga fjöiskyldumenn fyrir öðrum. Fulltrúi bæjarstjórnar Rvíkur víkur úr nefndinni, ef um er að ræða at- vinnubætur í öðru bæjar- eða hrepps- félagi og það hefir útnefnt fulltrúa fyrir sína hönd. •— Auglýsing frá atvinnunefnd birtist í þessu biaði. Bygging þjóðleikhússins er haldið áfram í sumar. Er nýbyrjað á verk- inu, og er það unnið í ákvæðisvinnu. Var leitað tilboða í að steypa veggi ofan kjallara (sem áður var byggð- ur) gengið að tilboði frá sama mann- inum, sem steypti kjallarann, Korne- líusi Sigmundssyni. Vilhjálmur þ. Gíslason mag. art. hefir verið ráðinn starfsmaður við útvarpið fyrst um sinn. Flytur hann yfirlitserindi um nýjungar í erlend- um bókmenntum og öðrum andiegum efnum annað hvert kvöld. Veðrið 1.—11. september. það sem af er þessum mánuði, hefir há- þrýstisvæði legið yfir íslandi og umhverfis það. Veðrátta hefir því verið mjög stillt þennan tíma, þurr- viðrasöm en töluvert kaldari en í á- gústmánuði. Kl. 8 árdegis var hiti oftast 1—5 st. nyrðra, en 6—8 stig syðra, og í siðustu viku mun jafn- vel hafa verið næturfrost á láglendi, að minnsta kosti norðanlands. Síð- ustu 3 daga var smálægð yfir ís- landi og olli hún lítilsháttar rign- ingu í flestum héröðum landsins. Nú er útlit fyrir einhverjar breytingar á veðurfari. Við vesturströnd Græn- lands er lægð, sem veldur suðlægri átt og rigningu um Grænland. Önn- ur minni lægð er skammt frá suð- vesturströnd íslands, og henni er samfara hvöss austanátt og rigning við Suðurland. Norðanlands er veður þó enn stillt og bjart. — í Reykjavík var hiti mestur þ. 1., 13. stig, en minnstur aðfaranótt þ. 5., 2.8 st. Hermann Hjartarson frá Hlið á Langanesi hefir i sumar lokið námi við. Kennaraháskólann i Kaupmanna- höfn og er nýkominn hingað heim. Iðunn, XV. árg., 2. hefti, hefir bor- izt Tímanum. Efni: Járnöld hin nýja, ritgerð eftir sr. Sigurð Einars- son, Ragnar E. Kvaran: Slitur um islenzka höfunda (ritgerð), Halidór Stefánsson: Liðsauki (saga), G. Geir- dal: Sólhvörf (kvæði), Arnór Sigur- jónsson: Harmur (kvæði), Jóhan Vogt: Gróðinn af nýlendunum (rit- gerð hagfræðilegs efnis), Jforsteinn Halldórsson: Dögun (kvæði), Guðm. G. Hagalín: Um Kristofer Uppdal, Sigurður Skúlason: Ferðaminningar og loks bókafregnir. Nýja bókaverzlun hefir Eggert P. Briem fyrv. starfsmaður hjá Eim- skipafél. sett á stofn hér í Reykja- vík. Er þessi bókabúð nýjung að því leyti, að þar eru mestmegnis seldar nýútkomnar erlendar bækur, blöð og tímarit. Var þörf á að bæta úr þeirri fábreytni, sem hér hefir verið á bókamarkaðinum. Steindór Steindórsson náttúrufræði- kennari við menntaskólann á Akur- eyri dvelur sunnanlands í sumar og vinnur að rannsóknum á gróðri og gróðrarmöguleikum í Flóaáveitusvæð- inu. Hefir hann til þess styrk frá Búnaðarfél. íslands og Menntamála- ráðinu. Bruni. Aðfaranótt 3. þ. m. brann í- búðarhús og brauðgerðarhús Stefáns Sigurðssonar bakara á Akureyri til kaldra kola. Fólk komst nauðulega út. Engu var bjargað af húsmunum. Verzlunarbækur brunnu og voru þó | í skáp, sem átti að vera eldtrygg- ur. Húsmunir vátryggðir. Hjalti Jónsson framkvæmdastjóri tekur sæti i bæjarstjóm Reykjavíkm- í stað Guðmundar sál. Jóliannssonar. Sr. Oktavius þorláksson, islenzkur kristniboði, búsettur í Japan, hefir dvalið hér um tíma ásamt fjölskyidu sinni. Hann er fæddur i Ameriku og liefir eigi séð ísland áður. í Reykja- vik hefir hann flutt fyrirlestra og sýnt skuggamyndir frá hinu fjarlæga „landi sólaruppkomunnar", og- þykja mörgum nýstárlegar. Ekki ætlar fjöl- skyldan að setjast að hér. Verður hún í Ameríku í vetur og fer aftur til Japan næsta sumar. Misprentast hefir í dag i nokkrum hluta upplagsins eitt orð í kvæði Jó- hannesar úr Kötlum. þar stendur í upphafi síðasta erindis: Vor æska á að sníða sér eldlegan vagn. Á að vera: Vor æska á að smíða o. s. frv. Traustsyfirlýsing til brezku sam- steypustjómarinnar var samþykkt í neðri málstofunni 9. þ. m. með 309 gegn 250 atkv. Greiddi verkamanna- Arásirnar á Halldór Kiljan Laxness. Sú fregn hefir borizt hingað til lands, að Halldór Kiljan Laxness hafi sætt árásum á Alþingi og að í ráði hafi verið að svifta hann þeim rithöfundarstyrk, sem hann hefir haft um sinn. Vonanda hafa verðir bókmennta og lista í höfuðstað landsins þegar í stað bent Alþingi á, að samþykkt þvílikrar tiliögu yrði að skilja þann- ig, að Alþingi kæri sig kollótt, hverju fram vindur um -bókmenntir lands- ins. það gæti þó orðið lakara af- spurnai', ef þessi eini hlutur, sem íslendingar geta talið sér til gildis að hafa reynt að halda við á tím- um hungurs og lægingar, lognast út af á saðningaröld sjálfstæðisins. Ef nokkura von má hafa um að svo verði eigi, þá ,er Halldór Kiljan Lax- ness ein hinna örfáu trygginga þess, að hún sé annað en dul og vil. því að hvað sem segja má um margt í ritum hans, þá hefir, síðan land bygðist, enginn íslenzkur maður inn- an við þrítugsaldur getað lagt fram, auk alls annars, tvær bækur á borð við Vefarann mikla og þú vínviður hreini, til sönnunar um afburðahæfi- leika sína. Mér er ókunnugt um, hvaða ástæð- ui’ hafa verið bornar fram til styrkt- ar tillögunni. En mörgum hefir fall- ið miður, að sá höfundur, sem hér á hlut að máii, hefir aldrei bruggað lög úi' grösum, sem voru græn í ungdæmi sjötugra og áttræðra inanna, og sitt livað, sem hann hef- ir látið sér um munn fara, hefir þótt nýstárlegt og gott ef ekki hneykslanlegt. Hneyksli er ekki nýtt fyrirbrigði í íslenzkri bókmennta- sögu. Fyrir tæpum 100 árum var fólk ákaflega hneykslað á Fjölni og Jónasi Hallgrímssyni. Fvrir ein- um mannsaldri þóttu þyrnar þor- steins Erlingssonar yfirgengilegt hneyksli. Ég spái engu um það, hvort Halldór Kiljan Laxness verð- ur, þegar fram líða stundir, settur á bekk með þessum mönnum. En dæm- in sanna, að það er ekki handvíst, að sá, sem hleypur í herfylking hinna hneyksluðu, sé þeim megin í bardaganum, sem sigurs er helzt að vænta. Kaupmannahöfn 11. ágúst 1931. Jón Helgason. Ath. Grein þessi barst Tímanum skömmu áður en Alþingi lauk. Til- laga sú, sem um er rætt, kom ekki fram á Alþingi, en einstakir þing- menn munu haía haft undirbúning í þá átt, þó ekki yrði úr. Eigi að sið- ur þykir rétt að láta álit þess merka manns, sem greinina ritar, á um- ræddum rithöfundi, koma fyrir al- mennings sjónir. R i t s t j. flokkurinn svo að segja óskiftur at- kvæði gegn stjóminni, en með henni voru Ihaldsflokkurinn og mestur hluti Frjálslynda flokksins. Mac- Donald er þannig kominn í algerða andstöðu við flokk sinn, og almennt búist við, að stjórnmálaferill hans sé á enda. Arthur Henderson, sem var utanríkisráðherra í stjórninni, sém frá fór, hefir í stað MacDonalds verið kosinn formaður Verkamanna- flokksins. Úr lcjördæmi MacDonalds hefir honum frá .yfirgnæfanda meirahluta kjósenda borizt áskorun um að leggja tafarlaust niður þing- mennsku. — Hliðstætt dæmi gjörð- ist hér á landi árið 1924, er kjósend- ur í Vestur-Skaftafellssýslu skoruðu á Jón Kjartansson að leggja niður þingmennsku, þegar uppvíst varð um danska hlutaféð í Morgunblað- inu! Ágreiningur er risinn um það, livort Henderson fyrv. utanríkisráð- herra Breta, núverandi formaður Verkamannaflokksins, skuli taka for- setasæti í afvopnunarnefnd þjóða- bandalagsins í vetur.Er þvi af sum- um haldið fram, að hann hafi verið kosinn forseti nefndarinnar sem ut- anríkisráðherra Breta og nýi utan- ríkisráðherrann, Reading lávarður, eigi nú að koma í hans stað. Hend- erson sjálfur lítur hinsvegar svo á, að hann hafi verið kosinn án til- lits til stöðu sinnar og kveðst munu taka forsetasæti, ef þjóðabandalagið felli ekki úrskurð í aðra átt. Fóðurlýsi (Þorkalýsi) til sölu. Jetyald Jacobsen. Vesturg. 22. Reykjavík. Símnefni Jetvald Frá silfurrefa-buinu á Bjarma- landi við Reykjavík, geta menn nú fengið fyrsta flokks refi til und- aneldis. Eingöngu ljós fyrsta flokks dýr. öll tilsögn í refarækt veitt ókeypis. Fullkomlega samkeppnisfært verð. Refabúiö á Bjarmalandi Sími 392. Skattamálastefna Framsóknarflokksins. Mbl. þykir það undarlegt, að núverandi stjórn skuli ekki, eftir ráðuneytisbreytinguna, hafa birt „stefnuskrá sína“ í þjóðmálum. Er þetta næsta furðuleg ein- feldni hjá blaðinu, þar sem stefnuskrá Framsóknarflokksins var birt opinberlega fyrir kosn- ingarnar í vor, en vitanlega er stefnuskrá' Framsóknarflokks- ins stefnuskrá þeirrar ríkis- stjórnar, sem mynduð er af Framsóknarflokknum. Úr því að Mbl. hefir orð á því sérstaklega, að það viti ekki hver sé stefna stjórnarinnar í skatta- málum, skal hér því til fróðleiks vísað til þeirrar stefnuskrár, sem samþykkt var á flokksþingi Framsóknarmanna dagana 29. marz til 9. apríl sl. og birt er í 38. tbl. þessa blaðs. Þar er yfir því lýst, að stefna flokksins í skattamálum sé sem hér segir: „1. Lækka tolla þá, er hvíla á nauðsynjavörum, en auka beina skatta: a. Með því að hækka tekju- og eignaskatt af háum tekjum og miklum eignum. b. Með því að hækka skatt af erfðafé eftir fjárhæð og fjar- skyldleika. c. Með því að hækka skatt af lóðum og lendum og taka verð- ihækkunarskatt, ef þær hækka í verði fyrir sérstakar aðgjörðir hins opinbera, án tilverknaðar eigenda. d. Með því að taka í hendur ríkisins einkasölu á hátt tolluð- um munaðarvörum. 2. Létta fátækraframfærzlu af sveita- og bæjafélögum, með því að koma á skyldutrygging- um.“ Þessar upplýsingar ættu Mbl. að nægja viðvíkjandi stefnu -stjórnarinnar 1 skattamálum. Leiðrétting. í greininni „í óbyggð- um“, sem birtist í 6. aukablaði Tíni- ans hafa orðið nokkrar prentvillur og sumsstaðar fallið úr orð, svo sam- liengi vantar. Var ég fjarverandi þegar blaðið var prentað og gat því ekki lesið próförk af greininni. þetta er það lielzta, er máli skiftir: Á 4. síðu, 1. dálki stendur .... litlu inn- ar er allstór valllendisgróðri o. s. frv., en á að vera: litlu innar er all- stór spilda vaxin valllendisgróðri. Neðarlega í sama dálki er .... Sölva- liraun bert og uppblásið fjárbyrgi, en á að vera: Sölvahraun bert og uppblásið, þar er fjárbyrgi er gangnamenn nota á haustin. Áðum við þar því ágætis hagi er í botni byrgjanna o. s. frv. Síðasta máls- greinin í 3. dálki á að vera svona: Eru þau afar óvíða, og hvergi í Norðurálfu nema á íslandi og hvergi á íslandi nema á þessum slóðum. I miðjum 4. dálki stendur: vestan við Laupafell, en á að vera Laufafell. H. B. -----O------ Samvinnuskólinn verður settur fimtudaginn 1, október og stendur til síðasta apríl. Inntökupróf í yngri deild fer fram 2. og 3. okt. Báðar deildir skólans eru nú fullskip- aðar. Skólastjórinn. Námsskeid iyrir eítirlitsmenn nautgriparæktarfé- laga, verður lialdið í Reykjavík dagana 16. nóvem- ber til 12. desember. Þeir, sem sendir eru af nantgriparæktariélögnm, og ráðnir til þeirra að námsskeiðinu loknu, geta vænst ferðastyrks og dvalarstyrks, líkt og verið heí- ir undantarin ár. Nánari upplýsingar geiur Búnaðar- félag Islands, og þangað sendíst umsóknir hið tyrsta. Æmglýmmg Samkvæmt 22. gr. fjárlaga fyrir 1932, XV., 1. lið, hefir at- vinnunefnd verið skipuð, og samkv. 2. lið nefndrar greinar ber þeim sveitar- og bæjarstjórnum, sem óska framlags til atvinnu- bóta, að senda umsókn um það til formanns atvinnunefndar. Um- sókninni fylgi skilríki fyrir því, að sérstakra ráðstafana sé þörf vegna atvinnuleysis. Ennfremur nauðsynlegar upplýsingar um þau verk, sem framkvæma á. Umsóknir um styrk og tillögur um þau verk, sem vinna á, séu komnar til nefndarinnar fyrir 15. okt. n. k. í síðasta lagi. Snemmbær kýr fæst keypt hér. Má borgast með hrossum. Lundi 2. sept. 1931 Sigurður Jónsson Reykjavíh Sími 249 NiðursuðuTörar yorar: Kjlit......i 1 kg. og 1/2 kg. dósum Kcefa ..... 1 - - 1/2 - - Bayjarabjögu 1 - • 1/2 - Fiskabollar - 1 - - V* — Lax 1 - - 1/2 - hljóta almenningalof Ef þór hafiö okti royr.t vömr þessar, þá gjörið það uú. Notið innlendar vðrur frenaur en erlendar, með þvi stuðlið þér að þvi, að íslsndingar verði sjálfum sér uégir. Pantanir afgreiddar fljótt og vel hvert á land sem er. HEaltextrakt Filsner Biór Bayer Hvítöl. Ölgerðiu Ferðamenn, sem koma til Reykjavíkur, geta fengið ódýrasta gistingu á Hverf- isgötu 32. Brynjúlfs Björnssonar Hverfisgötu 14 Reykjavík Bestu og fullkomnustu nýtísku- tæki og áhöld. öll tannlæknisverk framkvæmd eftir nýjustu aðferðum og eins samviskusamlega og ódýrt og hægt er. Sjálfs er höndin hollust Kaupið innlenda framleiðalu, þegar hún. er jafngóð erlendri og ekki dýrari. framleiðir: Kristalsápu, grærusápu, stanga- sápu, handsápu, raksápu, þvotta- efni (Hreins hvítt), kerti alls- konar, skósvertu, skógulu, leður- feiti, gólfáburð, vagnáburð, fægi- lög og kreólínsbaðlyf. Kaupið HREINS vörur. Þær eru löngu þjóðkunnar og fást í flestum verzlunum land&ins H. í. Hreinn Skúlagötu. Reykjavík. Sími 1825. Ritstjóri: Gísli Guðmundsson Ásvallagötu 27 Sími 1245 Prentsmiðjan Acta 1931

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.